Lögberg - 20.01.1936, Síða 1

Lögberg - 20.01.1936, Síða 1
PHONE 86 311 Seven Lines io\ a a For Better Dry Cleaning and Laundry 49. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 30. JANÚAR, 1936 NtJMER 5 Einangruð frá Islendingum Kona ein, Mrs. H. Larrett, seni búsett er í borginni Hamilton í 'Ontariofylki, hefir sýnt Lögbergi þann góðvilja, að senda því mynd af Háöldruðum foreldrum sínum, sem eytt hafa æfinni einagruÖ frá íslendingum, nokkuS yfir 50 ár. Hjón þessi eru þau GuSmundur Ás_ geirsson, fæddur þann 1. ágúst 1844 a bænum Hafnardal, en fluttist þaÖ- an meÖ foreldrum sínum 3. ára að Geirtntmdarstööum í StaÖarsveit, og fngibjörg Ólafsdóttir, fædd 25. júlí ^844 á Bakka í Ennissveit í Stranda- syslu. Voru þau gefin saman í Hjónaband þann 15. ágúst 1869 á Stað i SteingrímsfirÖi. FaÖir Guð- mundar hét Ásgeir Þorsteinsson, en Ingibjörg var dóttir Ólafs Ólafsson- ar á Bakka. Þau Guðmundur Ásgeirsson og Tngibjörg kona hans fluttust til Vesturheims þan 15. ágúst áriÖ 1883; settust þau aÖ þar sem Hecla |)ósthérað nefnist í Ontario; og dvöldu þar í tuttugu og sjö ár, en fluttust þaðan til Huntsville ásamt sonum sinum. ViÖa liggja vegamót, segir is- leszka máltækið. Spor landans í þessari heimsálfu liggja víðar en al_ ment er vitað. Róttækir jafnaðarmenn studdu hina nýju stjórn til valda, og hafa þvi að sjálfsögðu hönd í bagga með stefnu hennar og athöfnum. Þrír fyrver- andi forsætisráðherrar eiga sæti i þessu nýja ráðuneyti; eru það þeir Albert Sarraut forsætisráðgjafi; Pierre-Etienne- Flandin utanrikis- ráðgjafi og Camille Chautemps, ráð- gjafi opinberra verka. Frá Islandi SJAVARÚTVBGURINN. Þorskvciðar. Veðráttan fyrir sjávarútveginn •var frekar óhagstæð árið sem leið. í byrjun vertíðar og faman af ver- tíð var umhleypingasöm tið. Haust- mánuðina var veðurfar fremur hag_ stætt. Ofviðri mikið olli feikna tjóni um miðbik desembermánaðar, en að undanförnu hefir verið einmunatíð. Vegna umhleypinganna í byrjun vertíðar var afli báta minni en ella hefði verið, en sökum togaraverk- fallsins, sem hófst í byrjun ársins fóru togarar ekki til.veiða fyr en 28. janúar. Afli hefir verið tregur og minstur á Austurlandi og Vestur- landi. Fiskaflinn var á öllu landinu 31. desember s.l. 50,000 smálestir, miðað við fullverkaðan fisk, en í árslok 1934 61,880 smálestir. Síldaraflinn. Síldveiðarnar norðanlands gengu treglega sem kunnugt er. Saltsíldar- afli nyrðra varð hálfu minni en í fyrra. í septemberbyrjun fór síld að veiðast við Faxaflóa og bætti það mjög úr skák. Alls nam salt- síldaraflinn 133,759 tn-> en Þar a^ síldarafli í Sunnlendingafjórðungi um 52,000 tn. í fyrra var saltsíldar- aflinn 216,760 tn. Miðað við 9. desember skiftist síldaraflinn þann_ ig (siðan hefir veiðst dálítið, sbr. að framan) : Söltuð síld............73,757 tn. Matjessíld......... 7,452 ” Kryddsild .............28,335 ” Sykursöltuð ........... 4,499 ” Sérverkað..............x9,578 ” Bræðslusíldin nam 549,741 hekto- litrum, en í fyrra 686,726. Síldveiðar við Suðurland. Karfa- veiðar. Herðing fiskjar. M arkaðaleit. Það má óefað telja hina miklu sildveiði við Suðurland á árinu meðal -merkustu viðburða ársins. Síld hefir oft verið veidd við Suð- urland áður, en aldrei í jafnstórum stíl og árið sem leið. Til nýjunga má telja, að togarar voru gerðir út á karfaveiðar, en frumkvæði að til- rauninni átti Þórður Þorbjarnarson fiskiðnaðarfræðingur Rikisverk smiðjurnar gerðu tilraunirnar, en fjárhagslegan stuðning* veitti Fiski. málanefnd. Afli 6 togara nam rúm- lega 6,000 smálestum af karfa. Var hann unninn í verksmiðjunum við Önundarfjörð og Siglufjörð. Feng- ust úr honum 1,060 smálestir af mjöli og 346 smálestir af lýsi. Ti!- raunirnar gefa góðar vonir og mun þeim verða haldið áfram. Þá voru gerðar tilraunir með fiskherðingu og tveir mætir menn fóru til Vest- urálfu, til þess að reyna að afla nýrra markaða fyrir sjávatafurðir, Thor Thors alþm., til Suðm-Ame- ríku, og Kristján Einarsson fram- kv.stj., til Norður-Ameríku. Sala ísfiskjar. Togararnir fóru samtals 173 ferð- ir á árinu til Bretlands eða jafn- margar söluferðir og 1934. Alls hafa þeir selt afla í þessum ferðum fyrir tæplega 4 milj. króna eða 1032 UNDIBBÚNINGS KOSNINGAB 1 LOUISIANA Á þriðjudaginn var fóru fram undirbúningskosningar í Louisiana- rikinu til þjóðþingsins t Washington af hálfu Demokrata flokksins, og féllu þær algerlega í vil þeim fylk- lngararmi, er telur sig fylgjandi stefnu Huey Longs, um skiftingu auðæfanna. Aðallega verða það þrír menn, þeir Oscar K. Allen frá- farandi rikisstjóri, sem tekur við sæti í öldugadeildinni fyrir það, sem eftir var af kjörtímabili hins myrta senators, Richard W. Leche, við- takandi ríkisstjóri og Allen Ellen- der, fyrrum forseti fylkis eða ríkis- þingsins, og nýkjörinn senator, er forustu hafa í þessum Huey I,ongs fylkingum. Allir tjá þeir sig ein- dregna Demokrata, þó allir séu þeir h.trir andstæðingar viðreisnar lög- §j&fcir Roosevelts forsetE. Fyrsta sýnin Hyrsta sýnin: Fjallahringur, festist, barn, í huga þér. Gognum móðu minninganna thynd J)á augað skýrast sér, l'egar þreyttu skin og skuggi ^kollaleik um fjall og dal, j'lær á herðar bláum gnýpum preiddi kveldsins gráa sjal. II1 íöin fríð í hafsins spegli >Jó að sinni fögru rríynd, ikt og dóttir dalsins sæti f raumasæl við tæra lind. ^olla sína tignir tindar ( >gðu hátt í hvolfin blá, ?1I1S °K ftópur hýrra sveina reykti sír og stæði á tá. H, a, fla töfrar ljóss og lita °g skuggamyn(j um tjald .U 11 °g Norðri, svali og ylur, •Výra á víxl og missa vald. Hihf glíma andstæðnanna er þar háð og brögðum sótt, hlakum vetrar, hretum sumars, humi dags og bjartri nótt. Páll Guðmundsson. BÆNDAFLOKKUBINN t ALBEBTA Hið árlega þing bændasamtak- anna í Alberta, U.F.A., hefir staðið yfir í Edmonton, undanfarna viku; er því nú lokið. Um það var barist hart og lengi, hvort þessi félagsskap- ur ætti að halda sérstöðu sinni í stjórnmálunum eða ekki. Vildi for- setinn, Robert Gardiner fyrrum sambandsþingmaður, að fullnaðar- ákvæðum um þetta efni yrði frestað í eitt ár eða svo; í sama streng tók Mr. Reed, sá, er haft hafði með höndum stjórnarforustu fylkisins frá því í fyrra vetur og fram að þeim tíma, er síðustu fylkiskosning- ar fóru fram og Social Credit flokk- urinn, undir leiðsögu Williams Aberharts, gekk sigrandi af hólmi. Aðeins 15 fulltrúar af 400, er þing- ið sátu, hölluðust á sveif þeirra Gardiners og Reeds. Meiri hlutinn ákvað að halda áfram pólitískum samtökum á grundvelli C.C.F., án þess þó að glata U.F.A. nafni eða sérkennum samtakanna. Mr. Robert Gardiner var endur- kosinn i forsetastöðu. STJÓBNABSKIFTI A FBAKKLANDI Ráðuneyti það á Frakklandi, er Paul Laval hefir veitt forustu frá því í júnímánuði síðastliðnum, hefir orðið til þess knúð að leggja niðar völd. Mátti svo að orði kveða að líf stjórnarinnar léki á þræði síðan að uppvist varð um'9amningabrugg- ið illræmda milli Laval forsætisráð. gjafa og Sir Samuel Hoare, fyrv r- andi utanríkisráðgjafa Breta, er*að því laut, að binda enda á Afríku- stríðið með því að selja Itölum að mestu leyti sjálfdæmi í Ethiópíu. Sir Samuel varð að víkja úr em- bætti sökum afstöðu sinnar, og að sjálfsögðu stjórnarinnar brezku í beild til Jiessa máls, og nú hefir Laval jafnframt sopið af því seyðið. Albert Sarraut, fyrrum stjórnarfor- maður, hefir tekist á hendur mynd- un nýs ráðuneytis á Frakklandi. Til frú Jakobínu Johnson Flutt að Hólmavnði 14. júli 1935. Velkomin, systir, heim til dvrra dala! Draumur þinn rætist nú á óskastund. Fegurst í heimlands hraunum gaukar gala, glöðust er sól við ættlands vötn og sund, ljúfast í hlíðum hernsku blómin tala um brviðartryggð og norðurs hetjulund. Velkomin, systir,—mynd þín blíð í minni mun okkur festast, svo við gleymum ei. Þín listadís frá lágu dalakynni, sem leidd var hulin út á vesturs fley er komin heim og gleðst með oss hér inni sem andi vors í hlýjum sunnan þey. Kom heil, far heil, finn heil þá hjartans vini, sem heitt í vestri mæna eftir þér. Tak ósk frá hverri dóttur dals og svni um dögg og sól, unz æfistundin þver. Þökk fvrir söng og yl af ástar skini, sem ættarfoldu ljóðadís þín ber. —Hulda.—Dvöl. SKIPAÐUB 1 MIKILVÆGA STÖÐU HON. CHARLES STEWART Mr. Stewart, fyrrum innanríkis- ráðgjafi Mackenzie King stjórnar- innar og um eitt skeið forsætisráð- gjafi Albertafylkis, hefir verið skip- aður formaður nefndar Jieirrar, er gera skal út um ágreiningsmál, ef til þess kann að koma, milli Canada og Bandaríkjanna, fyrir hönd hinnar canadisku þjóðar. í nefnd þessari eiga sæti fulltrúar, skipaðir af stjórnum þessara tvæggja þjóða. Nefnd þessi kallast á ensku máli International Joint Commission; kom hún í rauninni í stað þeirrar nefndar, er kölluð var International Waterways Commission, er það verkefni hafði meðal annars með höndum, að rannsaka orkumagn St. Lawrence fljótsins. Hinn nýi nefnd- arformaður, Mr. Stewart, átti sæti i King-stjórninni frá 1922 til 1930; er hann mikilhæfur maður og fratn- takssamur. stpd. í hverri ferð að meðaltali. í fyrra var meðal-aflasala 1255 stpd. Til Þýzkalands fóru togararnir 35 ferðir eða 4 fleiri en 1934 og seldu fyrir nálægt 1.5 milj. kr. og verður meðalsala í Þýzkalandi 1895 stpd. í söluferð, en í fyrra 1618 stpd. Fullnaðarskýrslur um útflutning íslenzkra afurða 1935 eru væntan- legar eftir nokkra daga og verður þá nánara getið um útflutninginn og verðlag útflutningsvaranna. —Vísir 4. jan. Stálverksmiðja, sem getur frarnleitt 30,000 smál. árlega verður reist í Larvik í Noregi. Oslo 31. des. Ráðgert er að koma á fót stórri stáíverksmiðju í Larvik og eru miklar líkur, að hafist verði handa um framkvæmdir í náinni framtíð. Leiðtogi , verksmiðjunnar verður kunnur amerískur sérfræðingur í þeim greinum, sem hér að lúta. Heit- ir hann Field. Ráðgerð ársfram- leiðsla er 30,000 smál. Norðmenn selja Rússum 15,000 tunnur stórsildar. Oslo 2. jan. Norskir síldarútflytjendur hafa gert samning við verzlunarfulltrúa Ráðstjórnarlýðvelda - sambandsins rússneska um sölu á 15,000 tunn- um stórsíldar. Verðir er 14 kr. 75 au. á tunnu. Það er tilskilið, að greiðsla fari fram við afhendingu. LEITAR HÓFANNA UM LAN Hin nýja stjórn Frakklands hefir sent nefnd manna til Bretlands til þess að leita þar hófanna um stóra lántöku. Fremur er talið liklegt, að vel verði tekið í málið. BOFNAB FYLKINGAB Alfred Smith, fyrrum ríkisstjóri í New York, og um eitt skeið for- setaetfni Demokrata, hélt nýverið ræðu, þar sem hann fordæmdi við- rqisnaiiöggjö'f Roosevelts forseta, eða “New Deal brask” hans, eins og hann komst að orði. Framsögumaður Demokrata í öld- ungadeildinni, senator Robinson frá Arkansas, hefir svarað ræðu Mr. Smiths; ber hann honum á brýn tvö_ feldni; telur hann meðal annars hafa lagt hvað ofan í annað blessun sina yfir tilraunir Mr. Roosevelts, þó nú vilji hann ekki við það kannast. FALCONS SIGBA ENN Á mánudagskvöldið var þreyttur snarpur kappleikur milli Falcons og Monarchs Hockey flokkanna. Urðu úrslit þau, að Falcons unnu með 6 á móti 5. Bendir þetta til þess, að Falcons séu jafnt og þétt að færast í aukana. Svo á það líka að vera. Hver veit nema fyrir þeim liggi sama frægðarbrautin og hinna fornu fyrirrennara þeirra og nafna? JABÐABFÖB KONUNGS Jarðarför hans hátignar George V. Bretakonungs, fór fram á þriðju- daginn í Windsor með mikilli við- höfn, undir forustu erkibiskupsins af Kantaraborg. Var þar saman komið margt stórmenna og þjóð- höfðingja víðsvegar að. Bar at- höfnin öll ljóst vitni um vinsældir þær hinar miklu, er hinn látni kon- ungur átti að fagna, eigi aðeins inn_ an vébanda hins víðáttumikla veldis síns, heldur og annarsstaðar út um altan hinn mentaða heim. Var út- fararathöfninni útvarpað um víða veröld. Minningar guðsþjónustur voru haldnar í flestum eða öllum stórborgum heims.— í Winnipeg Auditorium var hald- in virðuleg minningar guðsþjónusta kl. 11 á þriðjudaginn, undir umsjón erkibiskups Hardings, svo fjölmenn, að hin núkla höll rúmaði eigi fleira gesta en þangað kom. LEITAR ENDURKOSNINGAR Walter Welford ríkisst jóri í North Dakota, hefir lýst yfir þvi, að sakir almennra áskorana verði hann í kjöri á ný við næstu kosningar til ríkisstjóra. Til Þ. P7 Þótt ei sé þér launuð með aurum sú einlæga viðleitni þín, að hlynna að bágstöddum bróður, mér bregst ekki sannfæring mín. Svo langt sem er liðið á daginn, þér lánaðist mörgum í vil, að glæða í bróður þíns barmi það bezta, sem lífið á til. H. Brandson. Úr borg og bygð Mr. Th. Thordarson, kaupmaður á Gimli, kom til borgarinnar á föstu- daginn var og dvaldi hér fram á mánudag. Mr. Sigvaldi Nordal frá Selkirk, var staddur í borginni á þriðjudag- inn. Deild No. 4 Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar, heldur Silver Tea á heimili Mrs. J. Blondal, 909 Win- nipeg Ave., á föstudaginn þann 31. þ. m., frá kl. 3-6 og 8-10 síðdegis. Vonast er eftir fjölmenni. Fálkarnir hafa leikfimisæfingar fyrir ungar stúlkur á hverju mánu- dagskvöldi í neðri sal kirkju sam- bandssafnaðar á Sargent og Ban- ning. Æfingarnar byrja klukkan 7.30 e. h. Jóns Sigurðssonar félagið, I.O. D.E., heldur ársfund sinn á heimili Mrs. H. G. Nicholson, 557 Agnes Street á þriðjudagskveldið þann 4. febrúar næstkomandi, kl. 8. Mr. Halldór Erlendsson fram. kvæmdarstjóri frá Árborg, var staddur í borginni um miðja fvrri viku. Mr. Gunnar Matthews frá Nai- cam, Sask.. hefir dvalið í borginni undanfarna daga ásamt Eunice dótt_ ur sinni. Kom Mr. Matthews hing- að í heimsókn til móður sinnar og systkina, er hann hefir ekki hif t i síðastliðin fimtán ár. Mrs. Gubbjörg Anderson frá Naicam, Sask., kom til borgarinnar á föstudaginn var. Mr. og Mrs. J. K. Pétursson frá Wynyard, Sask., eru nýkomin til borgarinnar og munu dveljast hér fram undir vorið. Þeir Mr. Gísli Ólafsson og Mr. Ólafur Ólafsson frá Brown, Man., voru staddir í borginni i lok fyrri viku. Fólk í Nýja íslandi er beðið að muna eftir leiknum “The Dust of the Earth,” sem verður sýndur í Riverton Community Hall föstudag- inn 7. febrúar, kl. 9 e. h. — Dans á eftir. Inngangur 35C fyrir fullorðna, 25C fyrir börn. Herra Ásgeir Ásgeirsson fræðslu- málastjóri, sigldi heimleiðis frá New York þann 22. þ. m. Rétt áður en hann lagði af stað, var hann í boði hjá Norman Thomas, forsetaefni j Demokrata 1932, ásamt nokkrum fleiri íslendingum.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.