Lögberg - 20.01.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.01.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JANÚAR, 1936 Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH • ..................~ “ “I allra heilagra nafni, hvað hefir komið þér til að ímvnda þér að eg hafi framið jafn óhugsanlegan glæp?” “Eg hefi nægar sannanir í höndum, — það eru átta ár, í þessum mánuði, síðan þú giftist Marian Mayfield, í litlu Methodista kapellunni niður við herskipastöðina í borg- inni Washington — og fyrir réttum sjö árum síðan, í álíka illviðri og núna, var það sem þú mættir Marian Mayfield, á ströndinni fyrir neðan furuskógar-nefið, og myrtir liana. Eg fer til lögregludómarans á morgun og segi, honum alt sem eg veit, og fæ honum í hendur þær sannanir, sem eg hefi og klaga þig sem morðingja!” “Með hverju hygst J>ú að sanna það?” “Það var ungur maður, sem var heyrn- ar- og sjónarvottur að því, þegar þið Marian voruð gift’; og hann er lifandi enn; eg liefi böggul af sendibréfum, .sem eru á frönsku, sem þú hefir skrifað frá Glasgow til Marian vorið 182—, og eg hefi og miða, sem fanst í kjólvasa hennar, þar sem þú biður hana að mæta þér á ákveðnum tíma niður við strönd- ina þetta sama kvöld, sem hún var myrt. Eg liefi tvo lækna, sem geta borið vitni um það, að þú varst burtu frá heimili þínu alla nóttina, þegar afi þinn dó, sem var sama nótt- in og Marian var myrt, og um útlit þitt og hátt-semi er þú komst heirn um morguninn.” “Og þetta,” sagði Thurston og_starði undrandi á hana; “þetta er barnið, sem eg hefi nært og annast og.alið upp í húsi mínu! Hún ætti að vita að hún getur ekki sakað mig um þennan hræðilega glæp — en hún getur með þessu svift mig mannorði og heiðri.” “Þetta er ófrávíkjanleg skylda mín. Eg hefi lofast til þess með dýrum eiði. Eg kemst ekki hjá því. Bg veit eg lifi það ekki af. ó, himininn er svartur af fyrirdæmingu, og öll jörðin lituð blóði!” hrópaði Miriam upp í ofsakendri geðshræringu. “Þú ert ekki með öllu viti, vesalings barn!” sagði Thurston í hluttekningarmál- róm. “Betur svo væri! betur svo væri! En eg er með öllu viti! Eg er ekki brjáluð! Mér er það fullvel minnistætt, að eg hefi svarið þess eið að finna þann, sem mvrti Marian, og fá hann hengdann! Eg verð að gera það! Eg verð að gera það, þó eg viti að hjartað í brjósti mér springi af harmi, eins og það líka gerir. Eg afber það ekki.” ‘ ‘ Og þú heldur að eg sé sekur um að hafa framið þennan voða glæp?” “Sannanirnar ákæra þig! Forsjónin gæfi að þær væru ekki til! ó, eg vildi óska að þær væru ekki til!” “Hlustaðu á mig, kæra Miriam mín,” sagði hann rólega, því hann var búinn að ná fullu valdi yfir tilfinningum sínum. “Eg er alveg saklaus af þessum glæp, sem þú eignar mér. Hvernig ætti eg að geta verið annað en saklaus ?, Eg skal skýra fyrir þér allar kring- umstæðurnar, og það sem þú hefir heyrt eða verið sagt.” Hann rétti henni hendina og ætlaði að leika hana til sætis. En hún hljóð- aði upp og kipti að sér hendinni og sagði í hamslausr æsingu: “Snertu ekki á mér! Ef þú snertir mig þá líður yfir mig og blóðið storknar í æðum mínum!” ‘ ‘ Þú heldur þá að hendin mín sé blóðlituð morðingjahendi ? ’ ’ “Sannanirnar! sannanirnar! ” “Eg skal gera þér ljósa grein fyrir hverj- ar þessar sannanir eru, sem þú óttast svo mjög. Seztu niður, kæra bamið mitt — eins fjarri mér og þér líkar — aðeins það nærri að þú heyrir hvað eg segi. Aliti eg þig fylli- lega með réttu ráði, Miriam, þá gæti svo farið að sorg og gremja lokaði munni mínum, og eg talaði ekki framar við þig um þetta mál- efni; en eg álít að þú sért að einhverju leyti miður þín eftir veikindin, og kannske af öðr- um orsökum — þá þykir mér rétt að segja þér alla söguna. Seztu nú niður og hlustaðu á mig.” Miriam fremur datt en settist á næsta stól. Hr. Wilcoxen tók annan stól og bvrjaði á frásögn sinni: “Það er talsverður sannleikur í því, sem þér hefir verið sagt, Miriam. Hvernig að þú hefir öðlast þann sannleika, ætla eg ekki að spyrja þig um núna. Það getur komið að því síðar. Eg var giftur, eins og þú hefir ein- hvern veginn komist að, Marian Mayfield, rétt áður en eg fór til Evrópu. Eg skrifaði henni nokkur bréf meðan eg var í Glasgow. Hg beiddi hana að finna mig við víkina þetta örlagaríka kvöld — hvert augnamiðið var að því sinni, er þýðingarlaust að segja þér, úr því fundum okkar ekki bar saman. Rétt áður en eg ætlaði að leggja á stað til fundar við hana fékk afi minn slag. Eg gat ekki farið frá honum fyr en læknarnir komu. En þegar kvölda tók og óveðrið var að skella yfir, varð eg svo hræddur um Marian, að eg sendi Melchisedek í léttivagni, til þess að koma með hana hingað heim í þetta hús, til þess að fara héðan aldrei aftur. IMiriam, þegar drengurinn kom niður að víkinni fann hani) hana í sandinum, liggjandi í blóði sínu, dána eða deyjandi. Hann varð miður sín af hræðslu og flýtti sér heim í dauðans ósköp'um, til þess að segja mér hvernig komið var. Eg glevmdi afa mínum þar sem hann lá deyjandi — gleymdi öllu nema konunni minni elsku- legu, liggjandi særðri þarna á malarkambin- um í þessu óskapa veðri. Egtók án allra um- svifa reiðhest ininn og hljóp á bak og reið alt sem hesturinn gat komist þangað sem hún var. En þegar eg kom }>ar hafði óveðrið og regnið náð liámarki sínu, og hinar æðandi brimöhlur gengu langt upp á land, og sópuðu úti í djúpið öllu, er lá á ströndinni.” Hann tók sér augnabliks málhvíld og bar hendina upp að augunulb og hélt svo áfram: “Já, hún var horfin, elskulega konan mín; bylgj- urnar höfðu skolað henni út í djúpið. Eg gekk með fram ströndinni alla nóttina, kall- andi nafn hennar, en fékk ekkert svar. Þegar morgnaði snéri eg lieim, og þá var afi minn dáinn. Heimilisfólkið og læknirinn undraðist mjög yfil* því að eg skvldi hafa farið að heman, ]>egar svona stóð á. Þetta er öll sag- an, eins og hún er, Miriam. ” Miriam sat þögul og lét enga undrun í ljósi, og sag$i ekki orð. Hr. Wilcoxen virt- ist eins og hún hefði ekki veitt því setn hann var að segja, hina minstu (‘ftirtekt. “Hvað segirðu nú, Miriam mín?” “Ekkert.” “Dettur þér í hug áð eg hafi sagt þér nokkuð nema sannleikann í þessu máli?” “Eg hugsa ekki. Eg bara kvelst af efa og ágiskunum. Eig verð að fara eftir þeim sönnunargögnum, sem eg hefi í höndum, en ekki eftir því, sem tilfinningar mínar segja mér, eða hvernig þú útskýrir þetta mál,” sagði Miriam, eins og utan við sig, og stóð upp og bjóst til að ganga út. “Þú ætlar þá að kæra mig fyrir morð, Miriam?” “Það er óhjákvæmileg skylda mín; for- lögin hafa dæmt mig til þess! Eg verð að gera það, þó það kosti líf mitt!” “Og samt ætlar þú að gera það!” “ Já, eg geri það!” “Stanzaðu snöggvast, Miriam mín; líttu snöggvast á mig og taktu í hendina á mér. Ef það er ómótstæðileg nauðsyn, sem knýr þig til þessa, mundu að láta ekki augnabliks reiði eða hefnigirni stjórna áformum þínum. Komdu og taktu í hendina á mér.” Hún snéri við og staðnæmdist fyrir framan hann. Hvílík mynd táralausra þján- inga! Við það að horfa á hans góðmannlega oghluttekningarríka andlit, var eins og hún kæmi til sjálfrar sín, — það yfirbugaði hana. “Ó, Guð gæfi að eg dæi strax, svo eg þyrfti ekki að framkvæma þetta. Ó, að eg mætti deyja strax. Eg kenni svo mikið í brjósti um þig; eg elska þig svo innilega, hefi aklrei elskað þig meira en nú, bróðir minn, bróðir minn!” Hún féll áfram, greip hendi hans, og grét með sárum ekka. “Ilvað segir þú Miriam, að þú elskir mig, en heldur þó að eg sé morðingi.” “Að ])ú hafir verið sekur — ekki að þú sért sekur — þú hefir iðrast öll þessi löngu saknaðarár, þau hafa verið ein óslitin iðrun; ]>að hefir þvegið sektina af þér. ” “Og ])ú getur nú strokið og grátið yfir þeirri hendi, sem þú hehlur að einu sinni hafi verið roðin lífsblóði þíns fyrsta og bezta vin- ar?” “Já, já! Eg óska að þessi tár, sem eru útheltar tilfinningar hjarta míns, gætu þveg- ið þær hvítar aftur! Já, já, hvort þú ert sek- ur, eða ekki, bróðir minn! Því meir sem eg læt tilfinningar mínar ráða, því vænna þykir mér um þig — því meira elska eg þig!” “Það er af því að þú hefir vitrara hjarta en höfuð, Miriam! Það er Guðs-eðlið í lijarta þínu, sem fríkennir og afsakar, en hefnigirn- in sem ásakar. Gerðu eins og þér finst að skyldan og réttlætið krefjist af þér, kæra Miriam mín — en við skulum halda áfram að vera bróðir og systir, eins og við höfum verið. Komdu barnið mitt, og komdu og faðmaðu mig einu sinni að þér, eins og þú varst vön, þogar ])ú varst lítil.” Viti sínu fjær af angist og sálarkvöl fleygði hún sér í faðm honum eitt augnablik, sleit sig svo lausa með krampakendu við- bragði og hljóp út og til herbergis síns, þar sem hún með hálf-ringlaðan heila og brotið hjarta, eins og leikari, sem móti vilja sínum neyðist til að leika voðalegt hlutverk í ægi- legum sorgarleik, fór að safna saman því, sem lmn hafði af sönnunum — bréfunum — og koma þeim fyrir í rétta röð, og annað sem hún þurfti að undirbúa, svo alt væri í reglu og hún gæti lagt snemma á stað næsta morgun, til þess að koma þessu óskaplega áformi sínu sem fyrst í framkvæmd. Miriam var snemma á fótum næsta morg- un, áður en fólkið var komið á fætur. Hún bjó sig í skyndi og lagði á stað út úr húsinu. Jlún gekk hljóðlega eftir ganginum, en er Jfún kom á móts við svefnherbergisdyr hr. Wil- ,coxens, staðnæmdist hún eitt augnablik. Það var eins og hjartað stöðvaðist í brjósti henn- ar og hún næði ekki andanum, hún fórnaði upp höndunum, eins og í bæn; hún átti í átak- anlegu stríði við tilfinningar sínar, sem næst- um því voru búnar að yfirbuga viljann, en hún hrökk snögglega við og ákvörðunin náði yfirhöndinni, og hvin flýtti sér ofan stigann sem mest hún gat. Henni fanst hún vera að kveðja þetta hús í síðasta sinn, þetta heimili þar sem hún hafði notið ástar og umönnunar síðan hún var barn, þetta heimili, þar sem allar hennar sælustu endurminningar og hjartfólgnustu framtíðarvonir voru óaðskilj- anh>ga tengdar við; til þess líklega að koma þangað aldrei framar. Svo hún hugsaði sér að fara svo hljóðlega út úr húsinu að enginn yrði þess var. Þegar hún kom ofan í forstofuna, varð henni bylt við, að sjá Paul standa í dyrunum og stara út í hálfmyrkrið; hann vék sér að lienni og sagði: “Hvert ert þú að fara svona snemma, Miriam?” “Til Thorntons hershöfðingja.” “Hvað liggur þér á að fara löngu fyrir morgunverð?” “Já, eg verð að flýta mér.” Hánn tók um báðar hendur hennar og horfði einarðlega í andlit hennar — þetta náföla andlit — sem enginn lífsroði var sjá- anlegur í, nema tveir dimmrauðir blettir, sinn á hvorri kinn, og starandi brennandi augu. “Miriam, ])ú ert veik. Komdu inn í dag- stofuna,” sagði hann og tók í hendina á henni og ætlaði að leiða hana inn. “Nei, Paul, nei! Eg verð að flýta mér,” sagði hún, og vildi ekki fara inn. “Hversvegna ekki?” “Þig varðaí- ekki um það! Sleptu mér.” “Mig varðar um það, Miriam, því mig grunar í hvaða erindagerðum þú sért. Komdu inn í stofuna með mér. Þetta brjálæði má ekki halda áfram svona.” “Það getur vel skeð að eg sé brjáluð, og orð mín og tilraunir verði árangurslaus. Eg vona líka að það verði svo. ” ‘ ‘ Miriam, eg verð að tala við þig, en ekki hérna, það getur einhver komið á hverju augnabliki, og heyrt samtal okkar, komdu inn í stofuna, að minsta kosti fyrir fáein augna- blik. ” Hún lét tilleiðast, og lofaði honum að leiða sig inn. Hann rétti henni stól og settist, við hlið hennar; hann tók hendi hennar milli handa sér og beiddi hana með mildum og lað- andi orðum að hætta við þetta áform sitt; hann leiddi henni þetta óheillavænlega tiltæki fyrir sjónir á allan mögulegan hátt, hann sýndi henni fram á hvernig hún með þessu eyðilegði ást þeirra og hamingju; hvernig hún eyðilegði mannorð bróður þeirra, sem hefði annast hana og elskað eins og sitt barn; og gæti kannske orðið til þess að hann misti lífið fyrir þetta brjálæðis-tiltæki hennar. Hún svaraði honum aðeins: “Bg hugsa ekkert um mig, eða það sem mér er kærast, Paul. — Eg hugsa bara um hann, og það er sem kvelur mig. ” “Þú ert ekki með fullu ráði, Miriam; þú verður að gæta að því, að með þessu brjálæðis framferði þínu geturðu valdið stórvandræð- um, ekki einungis fyrir bróður okkar, heldur og fyrir þig og mig. Það er ekki líklegt að nokkur dómari taki aðrar eins sannanir og þú heldur að þú hafir, til greina, til þess að levfa að höfða glæpamál á hendur öðrum eins manni og hr. Wilcoxen, sem er annálaður fvrir prúðmensku og mannkosti.” “Megi hamingjan gefa að svo yrði.” “ Vertu nú róleg og hugsaðu þig rækilega um. Þessi sönnunargögn, sem ])ú hyg'gst að leggja fram verða líklega ekki álitin svo þýð- ingarmikil, að ]>eim verði nrtkkur gaumur gefinn; en hvað verður hugsað um þig, sem ótilknúin kemur með slíkt fram fyrir rétt- inn?” “Eg hefi ekkert hugsað út í það, en nú er þú vekur máls á því, þá segi eg, að mér er alveg sama hvað um mig verður hugsað eoa sagt. ” “En ef nú að þessar sannanir þínar yrðu teknar til greina og hr. Wilcoxen kallaður fyrir réttinn og fundinn saklaus, eins og hann áreiðanlega verður—” ‘ ‘ Guð gæfi að svo yrði! ’ ’ “Og þessi saga bærist út um alt landið — hvernig heldurðu að þú litir út í liugum fólksins?” ‘ ‘ Eg veit það ekki, og kæri mig ekki lield- ur neitt um það. Hamingjan gæfi að eg yrði eina manneskjan, sem liði fyrir þetta! Eg er vilju<j að taka skömmina á mig. ” “Þú yrðir álitinn sem vanþakklátur, illa innrættur, samvizkulaus svikari, já, regluleg- ur kvendjöfull. Allir mundu hata þig og for- smá. Nafn þitt yrði viðbjóður öllu heiðarlegu fólki.” “Ha, ha! Hvernig dettur þér í hug, að (“g- muni vera að hugsa um sjálfa mig, undir slíkum kringumstæðum sem þessum? Nei, nei! Megi hamingjan gefa að svo fari sem þú segir, að bróðir minn verði fríkendur, og eg sú eina sem líð. Eg er viljug að líða smán og dauða fyrir hann, sem eg ætla að ákæra. Lofaðu mér nú að fara, Paul; þú ert búinn að tefja mig of lengi.” “Er ekki hægt með neinu móti að fá þig til að hætta við þetta illa áform þitt?” “Nei, með engu móti, Paul!” “Með alls engu móti ?” “Nei; svo hjálpi með guð! Farðu úr veginum og lofaðu mér að fara!” “Miriam, það dugar ekki, þú mátt ekki fara.” “Bg verð, og skal — og það undir eins. Farðu frá mér og lofaðu mér út.” “Þú skalt ekki fara.” “Skal ekki?” “Já, eg sagði, þú skalt ekki.” “Hver getur varnað mér að fara?” “Það get eg! Þú ert vitstola, Miriam, það verður að loka þig inni, svo þú getir ekki komið öllu í uppnám hér í nágrenninu.” “Þú verður þá að gæta mín alla æfina, ef það á að duga—.” I þessum svifum var liurðin opnuð með hægð, og hr. Wilcoxen kom inn í stofuna. Miriam brá mjög hastarlega við, og sleit sig lausa frá Paul, sem hélt í hendur hennar; og hún flýtti sér að dyrunum. Paul hljóp á eftir henni og náði henni. “Iivað á þetta að þýða?” spurði lir. Wil- coxen og gekk til þeirra. “Það þýðir að hún er vitlaus og vill verða sér eða öðrum að stórslysi,” sagði Paul harkalega. “Þetta er svívirðilegt, Paul, sleptu henni undir eins,” sagði hr. Wilcoxen í skipandi málróm. “Mundir þú sleppa vitlausri manneskju, sem ætlaði að kveikja í húsinu?” svaraði Paul önuglega. “Hún er enginn vitfirringur; sleptu henni strax og láttu hana fara.” Paul stundi við, hugsaði sig um augna- blik og lét hana lausa. Miriam snéri sér að lir. Wilcoxen leit angistaraugum á hann, fleygði sér á kné við fætur hans, greip hendur hans og þrýsti innilega og sagði með grát- ekka í röddinni: “Eg bið þig ekki að fvrirgefa mér — eg þori það ekki. Guð varðveiti þig, þó eg verði brennimerkt sem illræmdur svikari og níð- ingur fyrir ákæruna, sem eg ætla að fá lög- regludómaranum í hendur. Guð blessi þig æfinlega!” Hún stóð upp í skyndi og þaut út úr stofunni. Bræðurnir stóðu hljóðir og litu hvor á annan. “Thurston- veiztu livert lmn ætlar og hvað hún ætlar að gera ?” “ Já.” “Veiztu það?” “Já, svo sannarlega.” “Og þú vildir ekki koma í veg fyrir að hún færi?” “Nei, aldeilis ekki.” Paul, horfði aldeilis hissa á bróður sinn; eftir því sem hann horfði lengur, livarf allur grunur og efi úr huga hans; það var eins og þegar sólin brýst fram undan svörtum skýja- flóka og uppljómar allan geiminn. Hann tók í hendi bróður síns, í hjartanlegri gleðihrifn- ingu. “Guð blessi þig, Thurston! Eg endur- tek bænina hennar: Guð blessi þig æfinlega! En, bróðir minn, mundi það ekki hafa verið hyggilegra að varna henni frá að fara?” “Hvernig þá? Mundir þú liafa beitt ofbeldi við hana — svift hana persónulegu frelsi?” “ Já, eg hefði gert ]>að! ’ ’ “Það liefði ekki aðeins verið rangt, held- ur og algerlega gagnslaust; því ef hennar innilega ástúð til okkar var ekki nógu sterk til að halda lienni frá því, þá máttu vera viss um að líkamlegt vald hofði lítið dugað; hún hefði komið máli sínu á framfæri á einlivern hátt, og við hefðumj moð ])ví að beita ofbeldi við hana, spilt okkar málstað. Og þar að auki hefði eg skammast mín fyrir að hafa það á samvizkunni að beita hana varnalausa of- beldi.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.