Lögberg - 23.01.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.01.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines B.*& tot •Aí.i"' ^ís* 5*» Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines tot au^ <**&<> For Better Dry Cleaning and Laundry 49. ÁRGANGTJR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 23. JANPAR, 1936 NÚMER 4 HANS HÁTIGN GEORGE BRETAKONUNGUR LÁTINN Frá Islandi Maður, scm taliun var af í óveðrinn kominn fraui. Hannes Benediktsson í Hvamm- koti í SkagafirCi var meðal þeirra, seni menn óttuðust að hefði orðið Uti í óveðrinu um s.l. helgi. Fréttaritari Morgunblaðsins á Sauðárkróki sfcýrði svo frá í síma- viðtali í gær, að Hannes hefði kom- 'st heim til sín um nóttina heilu og höldnu. Vitneskja um þetta fekst ekki fyr, sökum þess að simi var bilaður og engar fréttir bárust þessvegna ?f Hannesi. Hannes var á miðri Laxárdals- heiði þegar óveðrið skall á. Hann var á heimleið frá Sauðárkróki með 2 hesta, en sú leið er um 26 km. Bœjarbritni í Svarfaðardal. Síðastl. þriðjudagskvöld brann nýtt timburhús á Efstakoti í Svarf- aðardal. Fólkið bjargaðist nauðulega. I lúsið sjálft var vátrygt en innbú ekki. Brezka veldið syrgir látinn þjóðhöfðingja—Prinsinn aí Wales tekur við konungdómi og kýs sér titilinn Edward VIII Falcons láta til sín taka I Ictjitvcrðlaun úr Carnegiesjóði hafa þau hlotið, Anna Bjarnadóttir Ytra-Felli í Þingeyjarsýslu og Brant Jóhannesson verkamaður á Húsavík. Fengu þau 400 krónur hvort. — Anna Bjarnadóttir, sem er ekkja Hjálmars heit. Lárussonar mynd- skcra bjargaði mahni, sem var að drukna í læk rétt hjá Ytra-Felli vor- ið 1934. Maður þessi var frá Bergstöðum í Skriðuhverfi og var a leið heim til sín frá Ytra-Felli pegar slysið vildi til. Þannig er hátt- að til, að hann þurfti að fara yfir «ek, sem rennur rétt hjá túninu. í læknum er tveir djúpir hylir, en milli þeirra er brot, sem farið er á yfir lækinn. — Rétt eftir að maður- 'nn fór frá bænum, heyrði Anna óp Irá læknum. Hljóp hún til og sá >á að maðurinn hafði fallið í hyl- 'nn. Var hann alveg að drukna þeg- ar Anna kom að. Var hún með prik ' hendi og tókst henni að Iata mann- mn ná í priksendann og dróg hann síðan á land. —Mbl. 21, des. LÆKKAR INNFLUTNINGS- TOLLA Stjórnin í Brazilíu hefir lækkað að mun innflutningstolla á ýmsum tegundum canadiskrar framleiðslu Pangað til lands. Gildir þetta eink- Wn og sérílagi um margar vörur, sem unnar eru úr togleðri og niður- soðinn lax, auk þess sem Brazilíu- stjorn jafnframt því gengst undir »tS hækka ekki toll á saumavélum tra því, sem nú er. Verzlunarmálaráðgjafi hinnar canadisku stjórnar, Mr. Euler, gerði "vniæli þetta heyrinkunnugt á föstu- daginn var, 0g lét þess getið um leið, *. vænta mætti mikils hagnaðar af hlnni«ýjuráðstöfun ' AFTÖKV HAUPTMANNS FRE8TAÐ Akveðið hafði verið, að aftaka f Un° HauPtmanns, þess, er fund- T " Ju ^ Sel<Ur Um ni0rÖ SOnar Þeirra Undberghs hjónanna, skyldi fram ara klul<kan 8 á föstudagskvöldið var. Svo að segja um elleftu stundu, ffreð Harold Hoffman, ríkisstjóri I New Jersey, að fresta aftökunni i Prjátíu daga. Falcons hockey flokkurinn er jat'nt og þétl að færa sig upp á skiftið, og vekja á sér víðtæk- ari athygli. Fór flokkurinn til Kenorn á föstudaginn var og þreytti þar kappleik við harð- snúna heimamenn. Urðu leiks- lok þannig að Falcons gengu sigrandi af hólmi með átta vinninga á móti f jórum. GERIR KRÖFU UM NÝLENDUR Útbreiðslumála ráðherra Þjóð- verja, I)r. Paul Goebbels. flutti ræðu í lierlín á föstudagskvöldií var fyr. ir tuttugu og fimm þúsundum manna, þar sem hann kvað tíma vera til þess kominn, að umheiminum skildist það. að Þjóðverjar yrði að fá nýlendur. "Það rekur að því." sagði Dr. Ooebbels," að við verðum knúðir til þess að heimta nýlendur þjóð okkar til handa, með því að nauðsyn brýtur ávalt lög." HANS HÁTIGN GBORGE KONUNGUB V. IIAXS HATIGN EDWARD KONUNGUR \ Sandi'ingliani, 21. janúar. (Canadian Press hraðfrétt). llinn ástsæli konungur Breta, George V., í'ékk hægt andlát á mánudaginn, rétl fyrir mið- nætti. Prinsinn af Wales tók sam- stundis við konungdómi, og kallast King Edward VIII. Hinn 70 ára gamli konungur var meðvitundarlaus, er dauða lians bar að. HennAr hátign, María drotu ing, Prinsinn at' Walcs og aðr- ir meðlimir hinnar konunglego fjölskyldn voru við dánarbeð- inn, ásaml biskupinum af Can- terbury. Konungurinn lézt kl. 11.55, eða 5.55 Central Stand- ard Time. Ilal'ði aðeins verið veikur fjóra daga; fyrstu fregnir af sjúkdómi hans bár- ust út um heim á föstudaginn var, er tilkynt var að hann lægi allþungl haldinn af kvefi. Hinn nýi konungur, áður Prinsinn af Wales, leiddi móður sína goát- andi út úr dánarherberginu. Jarðarförin fer fram þann 28. þessa mánaðar. Konungar og ráðuneytis for- setar om allan hinn mentaða heim hafa sent hinum nýja konungi, ekkjudrotninguuni og fjölskyldu hennar, fagurorðuð samúðarskeyti í tilefni af frá- falli hins ástsæla konungs. í vor sem leið, hélt brezka veldið hátíðlegt fjórðungsaldar ríkisstjórnarafmæli hina ný- látna konungs síns. Hans hátign Bdward kon- ungur VIII. er 41 árs að aldri og ókvæntur. Krýning hans fer ekki fram fyr en að ári liðnu; hefir liann með konung- legri tilskipan kunngert að liirðin beri sorgarklæði í næstu níu mánuði. LÆTUR VEL YFIR l'.laðið Montreal Gazette, sem telja verður eitt allra áhrifamesta málgagn íhaklsflokksins í landinu, l.etu vel yfir því, hve giftusamlega Prince Edward Island hafi tekist til um það, að láta Hon. Charles A. Lunning, fjármálaráðgjafa, ná þar kosningu gagnsóknarlaust. Blaði þessu farast meðal annars þannig orð: "Bæði Ontario og Quebec fylki hefði getað vel staðið sig við að opna þingsæti fyrir Mr. Dunning, og verða tneÖ því aðnjótandi hinna mikilvægu áhrifa hans í stjórn landsins sem eigin fulltrúa. Af ein. hverjum ástæðum, sem vonandi er að þau skilji sjálf, létu þau tækifær- ið sér úr greipum ganga. Prince Edward Island vakti auðsjáanlega betur á verði. íbúar þess keyptu heldur ekki köttinn í sekknum; um það ber ljóst vitni ræða Mr. Dun- nings daginn sem framboðsfrestur- in í Queens kjördæmi rann út, þar sem hann skýrði afstöðu sína til hinna ýmsu og mikilvægu velferð- armála Strandfylkjanna, svo sem járnbrauta og flutningsgjaldamáL ar.na. Kjósendur Queens kjördæm- isins sýndu í því góða fyrirhyggju, að losa Mr. Dunning við ástæðulaust kosningaþjark. Af þessu ættu önn- ur kjördæmi og önnur fylki að gcta talsvert lært, þegar um er að ræða að fá kosinn ráðgjafa í aukakosn ingu að nýlega afstöðnum almenn- um kosningum í landinu." LÆTURAF FLÖTA- FORUSTU I'ann 17. þ. m., lét Beatty aðmíráll af flotaforustu brezka flotans, er hann hefir haft á hendi frá því um árslokin [9161 er hann varð eftir- maður Jellicoe lávarðar. Þennan dag varð Beatty 65 ára gamall, og var honum þá veitt lausn frá embætti með fullum eftirlaunum. PÓLFJ RA RNIR KOMNIR FRAM I'eir fluggarjiarnir, Lincoln Ells- worth og Robert I lollick-Kenyon, er töpuðu samböndum við umheim- inn fyrir rúmum 7 vikum, sakir bil- aðra viðtækja, eru nú komnir fram eftir ferðaflug og sveim um isauðnir suðurpólsins. Hafði þeirra leitað verið mikið og víða. Nú eru þeir félagar heilir á húfi á leið til mann- heima með skipinu Discovery II, og vist talið að þeir komi til New Zea- land þann 27. J», m. Búist er við margháttuðum vísindaárangri af för þeirra félaga, er nærri lét að kostaði þá lífið. INNIIEIMTA TEKJU- SKATTS Símað er frá Ottawa þann 15. þ. m., að á niu mánuðum fjárhagsárs- ins, sem endaði þann 31. desember siðastliðinn, hafi tekjuskattur sá, er Sambandsstjórnin innheimti, numið $73,423,126. Er þetta $18,702,478 meiri upphæð en á tilsvarandi tíma árið áður. HÆSTARÉTTAR ÚRSKURÐCI! Um veturinn 11)33 afgreiddi fylk- isþingið í Manitoba lög, er kváðu á um almennan launaskatt, er nema skyldi 2 af hundraði; var vinnuveit- endum falið á hendur að innheimta þenna skatt, það er að segja draga hann frá kaupi þjónustufólks síns. Starfsmenn Sambandsstjórnar í i Manitoba mótmæltu þessum skatti og þverskölluðust við að greiða hann. Báru þeir mcál sitt undir dóm- stóla Manitobafylkis og töpuðu þvi þar ; tóku þeir það þá til hæztaréttar Canada, og töpuðu því jafnframt þar, samkvæmt dómsúrskurði þann 15. þ. m. Eiga menn ])essir nú ekki annars úrkosta en greiða skattinn allan frá þeim tíma, er skattalög þessi gengu í gildi og nemur sú upp- hæð til samans um þrjú hundruð þúsundum dala. Fleygt er því að svo geti farið, að máli Iiessu verði vísað til hæztarétt- ar Breta, þó ekki hafi aðiljar fram að þessu, komist að f astri niðurstöðu því viðvíkjandi. TEKJUHALLI I ONTARIO Samkvæmt yfirlýsingu frá Hon. Harry Nixon, fylkisritara Hepburn_ stjórnarinnar í Ontario, nam tekju- hallinn $10,440,670 við lok síðast- liðins marzmánaðar. Er þetta um þrem miljónum meiri upphæð en 1 [epburn forsætisráðherra gerði ráð fyrir í urnræðunum um fjárlögin í fylkisþinginu í fyrra. SJÖTIU 00 ÞRIGGJA ARA Á föstudaginn þann 17. þ. m., átti brezki stjórnmálamaðurinn heims- frægi, David Lloyd George, sjötíu og þriggja ára afmæli. Er hann maður bráðern og þrunginn af lífs- fjöri. llann hélt upp á afmælisdag- inn i bænum Marrakesh í þeim hluta Marocco, er telst til Frakklands. í síðustu kosningum til brezka þings. ins, var Mr. Lloyd George éndur- kosinn í Carnarvon kjördæmi sínu, þrátt fyrir það þó megin þorrin af frambjóðendum frjálslynda flokks- ins f élli í val; þar á meðal þingfor- ingi flokksins, Sir Herbert Samuel. h'UDYARD KIPLING LATINN Síðastliðinn laugardag lézt í Lundúnum, skáldið og rithöfundur- inn, Rudyard Kipling, 70 ára að aldri. Var hann skorinn upp við magasjúkdómi, en dó fjórum dög- um síðar.— Rudyard Kipling, höfuðskáld þjóðarinnar brezku í seinni tíð, var fæddur i Bombay á Indlandi þann 30. desember árið 1865. og gaf sig við blaðamensku f raman af æf inni; aflaði hann sér brátt heimsfrægðar fyrir lýsingar sínar í söguformi frá Indlandi. Að því er snilli í ljóð- formi viðvikur, er hann talinn einn af fáum. Lik Kiplingj var brent samkvæmt fyrirmælum hans, en öskukrukkan grafin í skáldareitnum við West- minster kirkjuna. AFSKAPLEGT FLUGSLYS Frá bænum Goodwin i Arkansas- ríki, er simað að á miðvikudaginn hinn 15. þ. 111.. hafi fólksflutninga flugskipið "Southerner," farist skamt frá Little Rock og 17 manns beðið bana. Er þetta stærsta flug- slvsío, sem þekst hefir í sögu hinnar amerisku þjóðar. Flugskip þetta var eitt hið vandaðasta, er hugsast getur og útbúið öllum nýtízku þæg- indum. Örstuttum tíma áður en slysið vildi til, hafði útvarp skipsins sent út þær f regnir, að alt væri með heilu og höldnu innanborðs, og að skipið, eða drekinn, myndi lenda á nákvæmum áætlunartíma. Opið bréf Rochester 19. jan. 1936. Kæru \"estur-íslendingar! ViÖ þökkum ykkur alla þá alúð, gestrisni og vináttu, sem þið sýnduð okkur meðan við dvöldum og ferð- uðumst meðal ykkar. Við erum ekki að minnast á neina menn eða konur sérstaklega, því hvar sem við kom- um eða dvöldum, nutum við sömu gestrisninnar og hlýleikans. Áreiðanlega verðið þið og sam- verustundirnar með ykkur okkur ó. gleymanlegar og ómetanlegar. Við þökkum ykkur þó miklu fremur fyrir öll þau hlýju og ástríku orð og gerðir í garð íslands og Austur-ís- lendinga. sem við urðum svo víða aðnjótandi og vör við. Það eru margir, sem við vildum og ættum að skrifa, en við biðjum ])á að afsaka slóðaskapinn. Góð líðan. Kærar kveðjur. Margrct og Ófcigur J. Ófeigsson. c-o Mayo Clinic, Rochester, Minn. U.S.A. 30 f'jár fórst á Mclrakkaslcttu í óvcðrinu. I stórviðrinu aðfaranótt 15. þ. m. gekk sjór yfir túnið á Rifi á Mel- rakkasléttu og bar yfir það mikið af möl og grjóti. Braut brimið til grunna annan hliðarvegg i f járborg og féll þá nið- ur þakið yfir margt fé og fórust þar 30 kindur, en margt fleira fé er meira og minna meitt og sennilega er ekki nema sumu af því lífvænt. Somu nótt tók brimið geymslu- skúr i Skinnalóni cá Melrakkasléttu. —Mbl. 20. des.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.