Lögberg - 23.01.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.01.1936, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAR, 1936 Undrafjallið Shasta í Bandaríkjunum Þýtt af Mrs. Jakobínu J. Stefánsson. Enn þá einu sinni hefir gamla I Shasta orðiö aÖ umtals- og undr- unarefni meÖal manna. ÞaÖ er nú reyndar ekkert nýtt þó svo verÖi, en í þetta sinn kemur þaÖ — aÖ l'vi er næst verÖur komist—af nokkuð annari orsök en áÖur hefir átt ser staÖ. Fjall þetta er í NorÖur-Kali'forniu í Bandaríkjunum, og gnæfir tindur þess 14,380 fet yfir sjávarmál, og á sér margþættari og einkennilegri sögu en nokkurt fjall í heimi, og vantar þó sízt að sum f jöll séu ekki frreg og söguleg og grípi jafnvel inn í sögu lands síns, eins og t. d. eld-1 fjöllin o. fl., en af því engum þess konar orsökum er til aÖ dreifa meÖ Shasta-f jallið, þá er saga þess þeim mun einkennilegri en hinna, og þess- vegna vel þess virÖi að segja hana. Fyrir neðan fjall þetta er allstórt eins og alt það, sem menn eiga erfitt með að skilja eða fá fylstu vitneskju urn: öflug mótmæli hafa eigi all- | gjaldan verið hafin. Eigi hafa þeir 1 allfáir verið, er það álit hafa látiÖ | í ljósi að allar þær frásagnir, sem ganga um undrafjall þetta, séu hug- arburður einn og vitleysa; þar geti engir mannabústaðir verið, né menn, án þess að sjást glöggt, einhvern- tíma, hvorki í f jallinu né grendinni. Þessar athugasemdir yrðu hvorki álitnar undarlegar og því síður eftir- minnilegar, ef það væri ekki fvrir það, að á eftir nærfelt hverri þess- konar staðhæfingu, fer að komast gangur á hlutina i nálægð viÖ og á fjallinu sjálfu, lireint eins og fjalla. búarnir vilji láta vita um sig og dul- mátt þann, sem þeim jafnan hefir verið eignaður. Það bregst sjaldan, að þá verða sýnirnar hvað mestar, | einnig gauragangur og óskiljanlegir ■ hrestir og brak, sem flestir þeirra I er nærri búa, komast ekki hjá að veita eftirtekt. Fornfræðingar nokkrir í Banda- rikjunum telja litlum efa bundið að frá ómunatíð hafi búið á og við svæði óbygt, en skógivaxið allvíða; ■ .. ,, , , , , . 1 rætur fjallbakns þessa, ut af fyrir mun svæði þetta veru nnlli 30-40 . . , , ,. ..... . sig, annað hvort leifar af æfagoml- enskar milur a breidd, viða hvar; I ,, ,, . um mannflokki, eða þa nokkur hluti þar út frá er landsbygð og nokkrir smábæir. Alt frá fyrstu landnámstíð þar um slóðir, hafa íbúar þessara hér- aða orðið varir við undarlegar sýnir og einkennileg fyrirbrigði, er gerast i á og í grend við fjallið, bæði að nætur- og dagtíma. Frásagnirnar I um þessar sýnir og fyrirburði, sem ' alt af birtast hverri kynslóðinni eftir | aðra, af þeim, sem á þessum stöðv-1 um búa, eru orðnar svo marg vott- I festar, að ekki er hægt að véfengja j lengur. Fyrir þær hefir sá hluti Bandaríkjanna sem f jallið er í, dreg- ið að sér athygli umheimsins meir en nokkur annar staður í Ameríku. Hvítleit, afarmikil ljós, sem boga. myndaðan bjarma leggur af, ýmist hátt í loft upp, eða á ská, í áttina til Kyrrahafsins, hafa sézt út frá f jall- inu um niðdimmar nætur, og hefir engum af þeim mörgu vísindamönn- um, sem lagt hafa á stað til að rann- saka uppruna þessara ljósa, tekist að fá vitneskju um hvernig á þeim stæði; en um það eitt eru þeir vissir, að ekki er með nokkru móti hægt að koma við rafmagnstækjum á þeirfi stöðvum, sem þau, að öllu sýni. legu, koma frá. En þó er annað, sem er enn óskiljanlegra og undar- legra, sem sé það, að ljósadýrð mik_ ’r- ^e’r ta'a ma^ sem eng'nn skilur, hvorki búðarmennirnir né aðrir. um. En það varð til þess, að viku eftir viku, mánuð eftir mánuð heíir fólk í þúsundatali ferðast til Norð- ur-Karolínu, komið við í smábæjun- um, sem eru í grend við Shasta- fja.ll, spurst fyrir um hvaða leið sé bezt að fara til að komast sem næsc fjallinu, til rannsókna á því og und- irlendi þess og skóginum, sem að því liggur. Eins og getið var um í upphafi þessa máls, varð fyrir skömmu sið- an, stórtíðindasamara við f jgillið en orðið. hafði um heillangan tima. Skal nú ástæðum og tildrögum þar til lýst að nokkru. Þetta ár (1935) í ágústmánuði, fór Arthur Brisbane ritstjóri Hearst blaðanna og höfundur að öllu, sem “Dag-blaðsíðan” hefir inni að halda, ásamt Randolph Hearst, til Shasta- fjalls; dvöldu þeir þar nokkra daga, og hugðu að sannast mættu eða af- sannast allar þær furðusagnir, er gengið höfðu um fjallið. ' En þeir hófu þessa rannsókn með lítilsvirð- ingu, kaldhæðni og tortryggni. í “Dag-blaðsíðunni” birtist síðan alllöng grein eftir Brisbane. Mint- ist hann þar á rannsóknarferð sina og þeirra félaga til fjallsins; þuldi um leið upp sumt af frásögnusum, annars stærri mannflokks, sem vel I sem heyrst höfðu um fjallabúana, il sézt alloft í fjallshlíðunum, bæði ofarlega og neðarlega, og eru ljós þessi með ýmsum litum, mjög falleg. Menn, sem ratað hafa á götustíg gegnum skógarþyknið, hafa séð, um hánætur, skrautsúlur umhverfis eitt- hvað það, sem leit út sem afar- skrautleg marmarahöll eða musteri, bygt i fornaldarstíl. Sézt hefir einn- ig glitra á gullrendar hvelfingar og gulltoppaða turna. Kaupmennirnir í bæjunum ná- lægt fjallinu Shasta segja, að til sin hafi komið, í verzlunarerindum, menn í búningi afar frábrugðnum allra annara manna, sem að öllu líktust helzt fornmönnum, litu helzt út fyrir að vera af einhverjum ann- arlegum löngu gleymdum þjóð- flokki; svo voru þeir útlendingslegir. En því er eins varið með þetta. geti verið annarsstaðar á þessum I afarlanga risavaxna f jallgarði og j hinu feykilega undirlendi hans, enda geti verið í því göng, víða, og afar- mikil holreim, eftir löngu hjáliðin, útkulnuð eldsumbrot. Slíks sé dæmi og muni þjóðflokkur þessi þá hafa búið við og á fjallgarðinum kyn- slóð fram af kynslóð og ekki bland_ ast öðrum þjóðflokkum, en varð-' veitt þannig öld eftir öld frá ómuna- tíð, dulmátt þann og kyngikraft, sem fornmenn hefðu svo mjög haft tneð höndum, en sem væri nú flestuin þjóðum tapaður. Þessari skoðun fornfræðinganna var töluvert andmælt af sumum, en þá tóku, litlu síðar, blaðamenn sér ferð á hendur, til þessa tittnefnda Shasta-fjalls, og þegar þeir komu aftur úr sínum rannsóknarleiðangri, sögðu þeir að mannabygð væri á f jallinu. En fálkið, sem næst fjallinu býr, hefir oft sagt frá á þessa leið: “Stundum koma—einkum til bæj- arins WJeed— í verzlunarerindum, menn í mjög einkennilegum bún- ingi, með slegið, gult hár, ljósir yfirlitum, hávaxnir og tilkomumikl- Þeir eru ekki óvelkomnir, því þó þeir verði sjálfir að velja í búinni það sem þeir vilja fá, þá borga þeir æfinlega umfram vanaverð hlutar- ins, m-eð gullsandi. Annan gjald- eyri hafa þeir ekki — og þurfa eng- in býtti. “Þeir hafa einhvern óskiljanlegan undramátt; þannig, á ósýnilegan hátt, stöðva þeir bíl manns, svo ó- mögulegt er áfram að halda, ef þeim þykir hann koma of nærri sér, eða þeir með einhverjum ómótstæði- legum en þó hægfara krafti, ýta manni frá.” Þessar frásagnií fólksins, álit fornfræðinganna, rannsóknartil- raunir vísindamannanna, o. fl. þessu viðvíkjandi, hefir fyrir ekki löngu komist á ritvöllinn í Bandaríkjun- sem þar ættu að hafast við; fór all- háðuglegum orðum um þá og til- veru þeirra, ef nokkur væri, en bætti því svo við að nú væri meiri mann- kraftur að verki á undirlendi f jalls- ins, en þessir, er uppi í fjallinu byggju, hefðu yfir að ráða, því þar væru nú verkfræðingar og fram- kvæmdamenn stjórnarinnar með mannafla miklum, við að koma upp stórfengilegu mannvirki, er beizla mundi náttúruöflin þar á fjallinu, að flóðstraumar þeir, er niður úr hájökli þess rynnu, gerðu eigi leng- ur spell. í staðinn fyrir fur'ðufrétt- ir af þessum fjallabúum, væri nú hægt að fá raunverulegri og skiljan- legri fréttir af velstjórnuðum at- höfnum og framkvæmdum lærðra verkfræðinga og herforingja, er hefðu þar umbúnað mikinn, ásamt fullkomnustu verkamanna íbúðum. Fanst nú mörgum er bezt þektu til, þessi og önnur eins ögrunaryrði til* f jallaþjóðarinnar gömlu, lýsa fífldirfsku mikilli; væri betur að eigi hlytist tjón af,—ekki sízt þeg- ar slíkt birtist í opinberu blaði. En sem eðlilegt var, voru nú ekki allir á þessari skoðun, sízt sumir af þeim, sem í f jarlægð bjuggu og lítið þektu til. En hvað skeður? Örfáum dögum eftir að grein Brisbane’s birtist í blöðum hans, ryðst ofan úr fjallinu sá óstöðvandi straumur af hraungrjóti, leðju og aur og jökulvatni, að hann sópaði burtu eins og fysi, mannaverkum þeim, sem áttu að beizla hann, og var lán að enginn misti lífið. Fregnin um ófarir stjórnarverk- fræðinganna, flaug með miklum hraða um allar nærliggjandi bygðir. Varð þá fólkinu í nágrannahéruð- unum við fjallið það eitt að orði, “að þetta væri nú ekki i fyrsta skifti að þeir, sem yrðu Shasta gamla of nærgöngulir, fengju að kenna á því.” Um þennan atburð fórust blaðinu “Siskiyan County Messenger” í Montague í Californíu þannig orð: “Shasta gamla tók nú til sinna ráða hér á dögunum .... hratt a$ sér eða umhverfi sínu, akteinum, múrsteinsbyggingum, steinhengi, stíflugörðum ð. f 1., eins og væri það j fys. Hvað f jallþjóðinni gömlu hefir j nú mislíkað, eigum vér eftir að fá að vita . . . . en ekki er ómögulegt, að valdið hafi henni nokkurrar geð- breytingar, heimsókn og ummæli þeirra háttvirtu herra, Williams R. Hearst og Arthurs Brisbane, sem með magt og miklu veldi heimsóttu hana hérna á dögunum, með fáein- um ummælum, sem áttu að verða stjórnarliðinu, sem á heimaland hennar herjaði, til upphvatningar og liðsinnis, — en það fór þvert á móti.” “Ejallabúarnir hafa kanske einn_ ig viljað sýna hinum mikla ritstjóra hvað þeir gætu, þegar svo bæri undir og þegar þeir vildu beita sér.” • í öðru blaði, sem gefið er út í Norður-Kaliforníu í Yreke og heitir “Sikiyan News” voru eftirfarandi ummæli eftir ritstjóra þess. “Það var nú ekki við öðru að bú- ast en að eitthvað kæmi út á lýsing- ar Brisbane’s á fjallabúunum í opin- beru blaði. Ekki var grein Bris- bane’s fyr komin út, svo hver sem vildi gæti séð og athugað innihaldið, en að eyðileggingin skeði: Óstöðv- •andi straumar jökulvatns, leðju og hraungrýtis steyptist með heljar. krafti ofan úr fjallinu og yfir öll nývirkin fyrir neðan, og sópaði öllu fyrir sér, svo ekki stendur steinn yfir steini. “Hvað sem sumir segja um að þetta sé af loftbreytingu, sem komið hafi af umstanginu við að koma upp mannvirkjunum fyrir neðan fjallið, þá er það eitt víst, að skakkafallið dundi yfir rétt eftir að Brisbane var að flækjast á þeim stöðvum með Randolph Hearst. “Þeir, sem á undanförnum árum hafa lagt sig fram við að rannsaka þessa fjallaþjóð, en varast að segja nokkuð um hana opinberlega eða við útlendinga, segja að þegar Brisbane tók að hæðast að gullsands-viðskift- um þeirra, þá hafi þeir tekið að grafa upp gamlan gullsand, og til að sýna að framkvæmdir sínar vaeru ekki minni en þeirra fyrir neðan væru, tekið að grafa námur af öll- um kröftum, og við það umrót hafi losnað um allan óhroðann, sem ofan úr fjallinu dundi og orsakaði eyði- legginguna á mannvirkjunum fyrir neðan það. “Sannleikurinn sá, að bezt væri að aðkomufólk hætti að hringsóla í námunda við Shasta, enda lítur helzt út fyrir að Brisbane hafi haft grun um að svo væri, því óðar en hann var búinn að láta birta áðurnefnda ritgerð sína í blaðinu, hypjaði hann sig á brott.” ................................................................................wmrmmnnnnmiiMinniimtntiiiiiniinmirmiimmmmMinnr.n^ I THOSE WHOM WE SERVE I IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECA USE— OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG PHONE 86 327 Það er nú reyndar engin ný saga í heimi hér, að þjóðflokkar taki sig út úr — eða hafi tekið sig út úr og búið á afskektum landshlutum, stundum öld eftir öld, og hafi lítil eða engin mök við umheiminn. En í þessu sambandi er það i raun og veru ekki undrunarefnið, heldur hitt, að f jall þetta, sem hér um ræð_ ir, og þess næsta umhverfi verst allri rannsókn. Bandaríkjamenn, sem óhætt má segja að mestir ææfintýramenn séu allra þjóða og framsæknastir, hafa mannsaldur eftir mannsaldur gert hverja tilraunina eftir aðra til að rannsaka fjallið Shasta og fjall- lendið, er að því liggur,—en orðið jafnóðum frá að hverfa. Byrjað var auðvitað með því að reyna að komast inn eftir hinu skógivaxna svæði, er liggur fyrir framan fjallsræturnar, og er fáa tugi mílna á breidd, og með rjóðr- um,. en þó ekki hafi nær orðið kom- ist sjálfu fjallinu en þetta. hafa þær ferðir gengið afar-illa. í þessu efni er engin hætta á mis- sögnum, því um það er fjöldi fólks til vitnis, ekki einungis allir þeir afarmörgu, er búa næstir þessum stöðvum, heldur mikill fjöldi rann- sóknarmanna úr fjarlægum lands- hlutum. Oft og mörgum sinnum hefir fólk hverju af rjóðrum þeim, sem í skóg- í bílum reynt að komast eftir ein- inum eru, áleiðis að sjálfu fjallinu, en þegar minst varði, hefir sjzt blá- hvítur ljósbjarmi fyrir framan bíl- inn, vél hans um leið stöðvast og ó- mögulegt að láta hana ganga, þó tæki hennar virðist öll óskemd og enginn sjái hvað að er, — og aldrei tókst að koma vélinni í gang, fyr en ökumaður fór út úr bilnum og'gerði tilraunir að snúa við í sömu átt og hann kom úr, — þá gekk vélin. Við þetta lauk öllum rannsóknum með þeim ferðafærum. Bæði í nútið og fortíð, hefir það komið ,fyrir að ókunnugir menn sem aldrei höfðu heyrt um að nein vandkvæði væru á að komast inn á Shasta-land, og hafa gengið nokkuð inn eftir skóginum, hafa séð bjarma inn á milli trjánna, af svo mikilli birtu, að líkast var heilu ljóshafi, en ekki venjulegum eldslogum. Hefir þá aðkomumaður gengið nokkurn spöl áleiðis til að nálgast þetta Ijós- haf, en þá kom einhver maður á móti honum, innan úr skóginum, stórvaxinn, hulinn fötum frá hvirfli til ilja, þreif til hans með heljarafli, þegjandi, og annað hvort tók hann á loft og snéri honum til baka, eða þá ýtti honum á undan sér í áttina, sem hann kom úr, svo strax varð aðkomumanni skiljanlegt að áfram mátti hann ekki halda, og svo gerði hann það ekki. En samt hefir brottreksturinn ekki æfinlega farið fram með þessu móti. Hitt hefir ekki sjaldan kom- ið fyrir, að þegar ferðamaðurinn hefir verið kominn nokkuð áleiðis inn eftir skóginum, þá urðu loft- straumar umhverfis hann svo þungir og stóðu svo fast á hann, að hann komst ekkert áfram, hlaut að stað- næmast, eins og væri þar ósýnilegur þverveggur, og eina áttin, sem hann gæti hreyft sig til að halda í, væri sú, sem hann kom úr; og svo fór hann til baka aftur, því annars var ekki kostur. Þegar menn fengu að vita um að ferðalok urðu með þeim hætti, er hér segir, þá fór mörgum ekki að lítast á blikuna. Tóku menn þá að tala hljótt um þessa hluti, þorðu ekki að hafa í hámælum; en um- talið varð reyndar ekkert minna fyrir það, og hefir svo gengið marga mannsaldra. En eftir því sem lengur leið, hef- ir þó dálítið miðað áfram með þekk- ingu á þessu torsótta svæði, og því sem þar tilheyrir, því komið hefir það fyrir, að vegfarendur, sem af einhverjum ástæðum hefir orðið gengið inn í skóginn þá dimt var orðið, og hafa séð hinn hvítleita eld, eða öllu heldur ljóshaf, sem áður er um getið, hafa séð bera fyrir skugga af allmörgu fólki, eftir lauslegri á- ætlun, nokkur hundruð að tölu, en hinum megin þar út frá sat jafn- margt af fólki við þennan hvítljóm- andi eld, sem ekki var líkur því að væri hann af nokkru því eldsneyti. er menn þekkja, og alveg ólíkur gasolíu-logum, en svo skær, að af honum slær jafnvel bláleitum bjarma. Stundum, meðan á þessari miðnætur athöfn stendur, teygja tungur hans sig svo hátt í loft upp, að upp fyrir hæstu trjátoppa nær, og slá bláhvítum bjarma á skýja- rönd þá, sem næst er, sé þungt í lofti. Þessar fleygu ljóstungur upp- lýsa að nokkru efri hlut bygging- anna þar, einkum hin miklu hvolf- þök, sem virðast gulli rend; þegar hægt er nokkuð að sjá til stórhýsa þessara, þá virðast þau vera bygð úr marmara og “onyx” (tegund af gimsteini). Það eina, sem menn hafa fengið að vita um þýðingu þessarar athafn- ar er það, sem nú skal greina: Allstór steinn fanst eitt sinn við útjaðar skógarins, reistur þar upp, eins og óbelisk á Egyptalandi. Á steininum var rúnaletur (fleygrún- ir?) en neðan undir því var vand- lega rist á ensku þessi orð: “Há- tíðahald til heiðurs við Ameríku.” Af þessu halda menn að hátíðahald þetta hafi, ef til vill viðgengist hjá þeim kynslóð fram að kynslóð frá ómunatíð, þá hafi forfeður þeirra flúið til Ameríku úr ættlandi sínu, undan einhverri allsherjar eyðilegg- ingu þar. Enn aðrir hafa séð skepnur, alt LÁTIÐ EKKI HUGFALLAST P6 heilsan sé ekki 1 sem beztu lagi, og ekki eins g6ð og hún var áður en áhyggjur og önnur öfl veiktu þrótt yðar. Við þessu er til meðal, sem lækna sérfræðingur fann upp, og veitt hefir þúsundum heilsu. Meðalið heitir Nuga-Tone, og fæst I öllum nýtlzku lyfjabúðum. Mánaðar skerfur fyrir $1.00, með fylstu tryggingu. Kaupið fiösku 1 dag og þér munið finna mlsmuninn á morgun. Munið nafnið Nuga-Tone. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. annarar tegundar en Ameríkumenn elga að venjast, koma út úr skógin- um, halda nokkurn spöl áleiðis, koma sem snöggvast ofan á alfara- veginn, en þá var alt í einu eins og þær heyrðu eða sæju eitthvað, sem enginn nærstaddur varð var við, snérust við og þeyítust eins og dregnar af einhverju ómótstæðilegu afli inn í skóginn aftur og hurfu fneð öllu. Eins og áður er sagt, var samt afarlengi heldur hljótt um reynslu manna og sýnir af kynjastöðvum þessum, en þá kom fyrir atburður einn, sem varð til þess, að fleiri fengu að vita um Shasta-f jalls undrin en þeir, sem í námunda við það bjuggu. Prófessor E. L. Larkin, sem er vísindamaður mikill og forstöðu- maður athugunarstöðvarinnar á Lawe-fjallinu í Suður-Kaliforníu, var einn dag að gera tilraunir með nýrri sjóspípu, gerðri fyrir afar- f jarlægðir. Hann var á athugunar. stöðinni, sem stóð efst á Lawe-f jall- iqu, sem hann fékst við að rannsaka. Snéri hann nú sjónaukanum i allar áttir, til að athuga um ýmislegt í stærðfræðilegu tilliti, er vera mætti að sjónpipa þessi gæti orðið að nokkru til hægðarauka við. Hann sagði síðar, að um það leyti hefði hann ekkert verið búinn að hevra um Shasta-f jalls leyndardóminn, enda mundi hann lítt hefði trúað á slíkt á þeim tímum; en nú beindi hann sjónpípu sinni að Shasta, til að reyna hana, því það var svo vel hægt að sjá í henni hinn jökulkrýnda topp þess bera við heiðan himininn. Var það til að gera sér grein fyrir, stærðfræðilega, fjarlægðinni milli sín og Shasta. Að því loknu varð lionum af hendingu að lækka sjón- pípuna svo innan sjóndeildarhrings- ins lentu hlíðar Shasta-f jalls; þá sá hann mynd, sem hann hafði sízt bú- ist við að sjá. Sól skein í heiði, og hann sá glitra á gulli rend hvolfþök á austrænum musterum. Eftir stundarbið beindi hann sjónaukan- um aftur að Shasta, og meðan sólin hélt áfram göngu sinni, hugði hann sig sjá tvær kirkjur gnæfa milli trjá- toppanna. Hann færði nú sjónauk- ann til enn á ný; þá sá hann á hlið- ina á enn einni byggingu, sem sýni- lega var úr marmara. Hann vissi, að engar byggingar þeirrar tegund- ar voru þar um slóðir, og helzt hvergi í allri Kaliforníu; svo þeim mun eftirtektarverðara var þetta. Lagði hann nú frá sér þennan inikla sjónauka um stund, en ásetti sér að taka hann aftur og vita hvað hann sæi meira um sólsetur eða þegat dimt væri orðið. Svo gerði hann það. Þá varð hann enn meira undrandi, þvi þá var ljósadýrð mikil um þessi miklu hvolfþök, sem nú sáust enn greinilegar en áður; en ljósin voru hvítleit. Nú sá hann einnig nokkuð af hliðum bygginga þessara; þó var ekkert tunglsljós. En vísindamenn hætta pú aldrei í miðju kafi við rannsóknir sínar, né sleppa út í veður og vind árangr- inum. Larkin tók nú niður hjá sér alt það, er hann hafði orðið vísari um; beið svo eftir sólaruppkomu til frekari athugunar. Þegar þar að kom, breytti hann stellingum á stækkunartækjum sjónaukans og beindi honum enn einu sinni að Shasta-f jalþ: þá sá hann reyk stiga upp milli trjánna þar, og hús sá hann einnig eða réttara sagt nokk- urn hluta þess, sem hann hafði ekkí komið auga á áður. Var hann nú heila viku við að rannsaka þetta með sjónpipu sinni. Vakti þetta mikla eftirtekt og umtal meðal manna. Þannig urðu lýsing- ar vísindamannsins, sem i mikilli f jarlægð bjó við Shasta-f jall, og hóf rannsóknina með einúm hinum full- komnustu stækkunartækjum nútím- ans, samhljóða frásögn þeirra, er

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.