Lögberg - 23.01.1936, Blaðsíða 8

Lögberg - 23.01.1936, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAB, 1936 Ur borg og bygð Skuldar-fundur í kvöld (fimtu- dag) Séra Jóhann Fredriksson frá Lundar kom til borgarinnar á mánu- daginn. Mr. Björn Eggertsson kaupmaS- ur frá Vogar, kom til borgarinnar á laugardaginn var, ásamt frú sinni og syni. Fólk þetta hélt heimleibis á þriðjudaginn. Mr. Stefán Johnson frá Lundar, Man., kom til borgarinnar á mánu- daginn. Dr. Tweed verður staddur í Ár- borg fimtudaginn 30. janúar næst- komandi. Mynd af kirkjuþings erindrekum júbílþings kirkjufélagsins prentúÖ á gljápappír ásamt nöfnum kirkju- þingsmanna, fæst nú afgreidd gegn pöntunum. Verð 40C SendiÖ pant- anir til S. O. Bjerring, 550 Banning, St., eða Mrs. B. S. Benson, Ó95 Sargent Ave., Winnipeg. Mannalát Mr. B. J. Lifman, oddviti sveitar- innar Bifröst, var staddur í borg- inni seinni part vikunnar sem leið. Séra Haraldur Sigmar frá Moun. tain, N. Dak., kom til borgarinnar á miðvikudaginn í fyrri viku, og dvaldi hér fram á föstudagsmorgun. Mr. Sveinn Thompson aktýgja- smiður frá Selkirk, dvelur í borg- inni um þessar mundir, hjá dóttur sinni, frú Guðrúnu Olson á Sher- burn stræti. Nemenáasamband Jóns Bjarna- sonar skóla, heldur fund í skólanum á fimtudagskvöldið þann 30. þ. m., kl. 8. Mörg mikilvæg mál koma til umræðu á fundinum, og ])essvegna er mikils um vert, að fundurinn verði sem allra fjölsóttastur. Hinn 8. jan. s. 1. andaðist að heimili sínu í námunda við Baldur, Man., konan Steinunn Jónasdóttir Josephson, eftir langvarandi van- heilsu. Hún var kona Jóels Joseph- sonar, er lengi hefir búið á jörð sinni i Argylebygð, eða um 48 ára skeið. Farnaðist þeim jafnan vel enda var Steinunn heitin rnanni sín- um samhent um alt, er að blómabú- skap mátti styðja. Hún lætur eftir sig aldraðan eigimann og uppkomin börn. Hún var nær 79 ára er hún lézt. Jarðarför hennar fór fram frá lútersku kirkjunni í Baldur, 10. jan., að viðstöddum ættingjum og vinutn' og hvílir hin látna í Grundar-gr rf- reit. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. Þann 15. þessa mánaðar lézt að heimili dóttur sinnar, Mrs. W. J. Wilson, 859 Strathcona St., hér í bænum, Margrét Sigurðsson, 81 árs að aldri, eiginkona Guðlaugs Sig- urðssonar að Lundar, Man. Hún var jarðsungin af séra B. B. Jóns- syni frá útfararstofu Bardals, í Brookside grafreit, 18. þessa mán. Rlessuð sé minning hennar. Jarðarfór þeirra Árna Ólafsson, frú ísfoldar Ólafsson og Önnu dótt- ur þeirra, er fórust af völdutn elds- voða í Brown bygðinni, fór fram við afarmiklu fjölmenni frá sam- komuhúsi bygðarmanna á þriðju- daginn þann 14. þ. m. Sveitarráðsmenn Stanley-sveitar, báru lík Árna til grafar; kistu frú j ísfoldar báru íslezkir samsveitung- ar, en dótturina, Önnu, báru til moldar frændur hennar ungir, á lík- | um aldri og hún var. Sorg alment ríkjandi í bygðinni yfir hinu óvænta fráfalli þessa ágæta fólks. Séra Haraldur Sigmar frá Moun- tain og prestur íslendinga í Brown pósthéraði, jarðsöng. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Guðsþjónustur í Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag, 26. janúar, verða með venjulegum hætti: Ensk messa kl. 11 að morgni og íslenzk messa kl. 7 að kvöldi. Sunnudagsskóli kl. 12.15. Messur í Gimli prestakalli næst- komandi sunnudag, þ. 26. jan., eru áætlaðar þannig, að morgunmessa verður í Betel á venjulegum tima, síðdegismessa kl. 2 i kirkju Víðines- safnaðar, og kvöldmessa kl. 7 í kirlcju Gimlisafnaðar, ensk messa. Mælst er til að fólk fjölmenni. Séra Jóhann Fredriksson messar í sambandskirkjunni að Oak Point sunnudaginn þann 26. janúar kl. 2 e. h. Mr. Skúli Sigfússon þingmaður St. George kjördæmis, kom til borg- arinnar síðastliðinn mánudag, ásamt Sveini syni sínum. Veitið athygli auglýsingu þeirri, sem birt er á öðrum stað í þessu blaði, um sjónleikinn “John Black,” sem sýndur verður 4 Goodtemplara- húsinu þann 27. og 28. þ. m. Þetta er óvenju hrífandi leikur og þrung- inn af fróðleik um frumbýlings líf- ið í þessu landi. Leikur þessi er sýndur að tilhlutan Stórstúkunnar, fyrir atbeina hr. A. S. Bardal. Mr. Tryggvi Oleson, B.A., frá Glenboro, kom til borgarinnar í fyrri viku, og er byrjaður aftur á námi sínu við Manitoba háskólann. Mr. Peter Anderson, kornkaup- inaður, börn hans tvö, þau Oscar og 1 felen, og heitmey Oscars, Miss Magnússon, lögðu af stað suður til Florida billeiðis á föstudagsmorgun- inn var, til tveggja til þriggja mán- aða dvalar. JOHN BLACK “ The Pioneer MiniSler ff Hinn áhrifamikli frumbýlingsleikur, eftir Mrs. Lillian Benyon Thomas, aðeins leikinn á einum staS áður, þá fyrr fullu húsi í þrjú kvöld í röð, verður leikinn í Good'templarahúsinu á MoGee og Sargent MANUDAG og ÞRIÐJUDAG 27. og 28. þ. m. Byr jar klukkan 8:15 e. h. Það ætti enginn að missa þetta tækifæri, sem langar til að líta inn í baráttu þá, sem frumbýlingarnir urðu að stríða við. Mr. Fred Bjarnason, umboðsmað- ur Imperial lífsábyrgðarfélágsins, kom heim síðastliðinn laugardag, úr tíu daga ferðalagi um Austur-Can- ada og Bandaríkin. Var hann gest- ur félagsins á ferðalagi þessu fyrir framúrskarandi dugnað við starf sitt. Varð hæztur i röð umboðs- manna félags síns í Vestur-Canada á nýliðnu ári, sölu lifsábyrgðar skírteina viðvíkjandi, og er þetta önnur ókeypis ferðin, er hann fékk í viðurkenningarskyni. Dr. A. B. Ingimundsson, tann- læknir, verður staddur í Riverton Drug Store á þriðjudaginn þann 28. þ. m. COMMODORE MISS AMKKICA ’2975 LADY MAXIM $2475 SSNATOR Pbr style, depend- ability and value —a Bulova watch is beyond compare* Mánaðarlegar afborganir ef óskað—án vaxta. Thorlakson & Baldwin 699 SARGENT AVENUE WINNIPEG Mrs. G. Eyford, að 435 Beverley St., andaðist á miðvikudagsmorgun- inn í þessari viku. Viðvíkjandi jarðarförinni, sjá ensku dagblöðin. Danskensla KATHLEEN LEWIS hefir nýopnað kenslustofu í dansi, þar sem kendar verða allar nýj- ustu aðferðir í þessari fögru iþrðtt. Kenslustofan er aö 356 Main St. Simi 26 631 Pantið föt yðar nú þegar Verð hækkar með vorinu. MUNIÐ Ókeypis buxur með hverjum al- fatnaði, sem nfl er pantaður. Verð $23.00 $24.00 $26.00 og upp I $41.00 PILE YFIRHAFNIR 100% Lama $38.50 — Úrvalsgœöi — $25.00 Föt, sem ekki hafa verið sðtt, og 5 pör af buxum, sem pantaðar voru en ekki teknar Firth Bros. Limited 425 PORTAGE AVE. (Gegnt Power Bldg.) SfMI 22 282 Hjónavígslur Á laugardagskveldið þann 14. des. voru gefin saman í hjónaband af Rev. Canon Proctor, þau Alexander David Mitchell og Jóhanna Pálína Pálsson. Er brúðguminn sonur þeirra Rev. og Mrs. A. J. Mitchell að McLeod, Alberta,æn brúðurin er dóttir Ásbjörns Pálssonar og Berg- rósar konu hans, að Sunnybrook, B.C. Giftingarathöfnin fór fram að “Rest Haven” heimili Mr. og Mrs. Mears Rigden í Pouce Coupe, B.C. Miss Pálsson hefir um nokkur ár verið hjúkrunarkona við spítalann í bænum Pouce Coupe, og verið eink- ar vinsæl. — Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Pouce Coupe. Ámaðaróskir eru þeim sendar af hinum mörgu vinttm þeirra. Mr. Björn A. Björnson, radio- fræðingur frá Moose Jaw, Sask., kom til borgarinnar á föstudags- kvöldið var, ásamt frú sinni. Er Björn sonur þeirra Mr. og Mrs. Sigurður Björnsson að 679 Beverley St., en að miklu leyti alinn upp hjá ömmu sinni, Mrs. Bjarni Magnússon. Þau Mr. og Mrs. Björn A. Björnsson dvöldu hjá sifjaliði sinu fram á þriðjudag, og héldu þá af stað vestur aftur. Látinn er á Elliheimilinu Betel, Guðrún Johnston, móðir Thorsteins heitins Johnston fiðluleikara. Var hún 85 ára að aldri. Jarðarförin fór fram á Gimli undir umsjón A. S. Bardal á þriðjudaginn. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Mr. Björn Byron frá Oak Point, Man., kom til borgarinnar ásamt frú sinni síðastliðinn mánudag. Lét hann fremur vel af fiskiveiðum þar norður. Jafnframt fiskiveiði að vetri rekur Björn landbúnað í stór- um stíl og starfrækir þar að auki hifreiðastöð. Þau Mr. og Mrs. Byron héldu heimleiðis í dag. Mannfagnaður Framh. frá bls. 5 Hjaltalín, Mrs. Jóhanna Goodman og dóttir Rose, Mrs. Christine Swanson og synir Oscar Cecil og Keeth, Mr. Marino Gilson, Miss Marson Olson, Mrs. Mattie Arna- son, Mr. og Mrs. T. Johnson. Utan bæjar: Mr. og Mrs. S. ÍÍEIMltíD JEWELLERS Úr, klukkur, gimsteinar og aörir skrautmunir. Giftingaleyfis 6 réf 447 PORTAGE AVE. Slml 26 224 HAROLD EGGERTSQN Insurance Counselor NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY Roora 218 Curry Bldg. 233 Portage Ave., Winnipeg Ortice Phone 93 101 Res. Phone 86 828 Jakob F. Bjarnason TRANSFER Ánnaat greiClegra um aJt »»rr\ nr flutningum lýtur, smáum «*ör- um. Ifvergi sannglarnsre v»r-c Heimili: 591 SHERBTTRN ST. Simi: 35 909 Minniát BETEL erfðaskrám yðar ! J. Walter Johannson U mboðsmaðu r NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY 219 Curry Bldg. Winnipeg WILDFIRE COAL (Drumheller) “Trade Marked” LOOK FOR THE RED DOTS AND DISPEL YOUR DOUBTS LUMP ..............................§11.35 per ton EGG ............................... 10.25 ” ” SEMET-SOLVAY COKE...................§14.50 per ton MICITEL COKE ....................... 13.50 ” ” DOMINION COAL (Sask. Lignite) COBBLE §6.65 per ton STOVE ....................... 6.25 ” ” BIGHORN COAL (Saunder’s Creek) LUMP §13.25 per ton FOOTHILLS COAL (Coal Spur) LUMP ........................§12.75 per ton STOVE ....................... 12.25 ” ” Fuel License No. 62 PHONE 94 309 McCurdy Supply Co. Ltd, 49 NOTRE DAME AVE. E. Gudmundson, Mr. og Mrs. M. Thordarson, Mr. og Mrs. John Johnson, Mr. og Mrs. August Teit- son, Mrs. Joe Lindal, Mrs. S. Stone- son, Mr. og Mrs. Carl Westman og börn Carl og Sigrid, Mrs. S. Good- man og sonur Louis, Mr. og Mrs. Walter Iverson. Mörg heillaóskaskeyti bárust silf- urbrúðhjónunum frá þeim, er ekki gátu verið viðstaddir. Vinir ykkar óska ykkur til lukku og blessunar og vona að hamingjan leiði ykkur frá silfurbrúðkaupi í gullbrúðkaupsstólinn. Kunnugur. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar atefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á árl sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 SEYTJÁNDA ÁRSÞING Þjóðrœknisfélagsins verður haldið í Goodtemplarahúsinu við Sargent Ave., Winnipeg Mánudag, þriðjudag og miðvikudag 24., 25. og 26. febrúar 1936 og hefst kl. 9:30 f. h. mánudaginn 24. febrúar D A G.SKRA: 1. Þingsetning 2. Skýrsla forseta 3. Kosning kjörbréfanefndar 4. Kosning dagskrárnefndar 5. Skýrslur embættismanna 6. Skýrslur deilda 7. Skýrsla milliþinganefndar 8. Útbreiðslumál 9. Fjármál 10. Fræðslumál 11. Samvinnumál 12. Útgáfa Tímarits 13. Bókasafn 14. Kosning embættismanna 15. Minnisvarðamál 16. Lagabreytingar 17. Ný mál. Samkvæmt 21. gr. laga félagsins er deildum þess heimilað að senda einn fulltrúa til þings fyrir hverja tuttugu eða færri gilda félaga deildarinnar; gefi þeir fulltrúa skriflegt umboð til þess að fara með atkvæði sitt á þingi og sé umboðið staðfest af forseta og ritara deildarinnar. Mánudagsmorgun þ. 24. kl. 9.30 fer þingsetning fram. Þingfundir’ til kvelds. Smkoma um kvöldið. Þar flytur séra Filip Pétursson erindi. Þriðjudagsmorgun hefjast þingfundir að nýju og standa til kvelds. Það kveld, þ. 25., kl. 8.00, heldur deildin Frón sitt árlega íslendingamót. Miðvikudagsmorgun hef jast þingfundir aftur og standa til kvelds. Séra B. Theodore Sigurðsson flytur erindi um kvöldið. Frekari greinargerð fyrir hinum ýmsu samkomum verður gerð síðar. í umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins. Winnipeg, 20. janúar, 1936. Jón J. Bíldfell (forseti) B. E. Johnson (ritari)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.