Lögberg - 06.02.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.02.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGliERGr, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1936 Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH “En hún getur valdið svo miklum vand- ræðum. Og þú?” “Eg er reiðubúinn að mæta hverju sem að höndum ber!” “Undarleg brjálsemi, að hún skuli halda að þú — eg vil ekki særa þig með að tala út setninguna.” “Hún trúir því ekki í hjarta sínu að eg sé sekur — hún ræður ekki við hugarstríð sitt. Hún er með eiðnum bundin því bandi, sem hún getur ekki losað sig úr, og þess vegna verður hún að fara eftir því, sem hún heldur að sé sannanir, frekar en þeirri sannfæringu sem hún hefir í hjarta sínu; og þessar sann- anir, sem liún hefir í höndum vitna miklu mcira á móti mér, Paul, en þú hefir nokkra hugmynd um. Komdu með mér inn í lestrar- stofuna, eg skal segja þér alla söguna.” 34. Kapítuli. Nokkrum klukkutímum seinna en það gerðist er síðast var frá sagt, sat Thornton hérshöfðingi, sem var lögregludómari í C—, á embættisskrifstofu sinni. Það voru tólf manneskjur, karlar og konur, hvítar og svart- ar, inni í skrifstofunni, sem biðu eftir að fá sig afgreiddar. Hann hafði lokið við að úr- skurða tvö smá þjófnaðar- og skuldamál, og var nú að yfirheyra horðan og hungraðan svertingja vesaling, sem var sakaður um að hafa stolið kind, þegar inn kom ung stúlka með blæju fvrir andlitinu, og settist á stól úti í horni, sem lengt frá þeim, sem inni voru. Þjófnaðarmálinu var fljótt lokið. Dómaran- um þótti sannanirnar gegn þessum vesaling ónógar, og sýknaði hann og sagði honum að hann mætti fara heim til sín. Þetta var síð- asta málið, sem átti að koma fyrir þann dag; svo dómarinn stóð upp úr sæti sínu og sagði öllum að fara, sem ekki hefðu meiri erindum , við sig að lúka. Þegar fólkið var farið út úr skrifstofu dómarans, gaf unga stúlkan sig fram, gekk fram fyrir dómarann og tók blæjuna frá and- litinu, til þess að svna hver hún væri. “Góðan daginn, ungfrú Shields,” sagði Thornton hershöfðingi góðlátlega, og sýndi enga undrun yfir því að sjá hana þarna svo óvænt fyrir framan sig. Hann stóð upp og leiddi hana til sætis og settist svo hjá henni og beið þess að hún bæri upp erindið. “Thornton herforingi, þú manst eftir Marian Mavfield, og hversu hún dó á vofeif- legan hátt, og allri þeirri sorg ogsöknuði, sem var hér í sveitinni út af dauða hennar, fyrir sjö árum síðan.” Skugga brá yfir andlit gamla mannsins og djúpir drættir mynduðust á hinu góðmann- lega andliti hans. “ Já, ungfrú, eg man það.” “Eg er komin hingað til þess að ákæra þann, sem myrti hana.” Thornton hershöfðingi tók sér penna í hönd og dróg að sér, eyðublað til að skrifa á kæruna. Hann horfði stöðugt á liana og beið með eftirvæntingu þtess er hún ætlaði að seg.ja. Henni var tregt um andardrátt, eins og hún ætlaði að kafna, málrómurinn var ó- eðlilegur og hás, þegar hún loksins sagði: “Þú gerir svo vel að gefa út fvrirskipun um að láta taka Thurston Wilcoxen fastan.” Thornton hershöfðingi stóð upp úr sæti sínu og lagði frá sér pennann; hann tók í hendi hennar og horfði á hana fullur undr- unar og meðaumkunar. “Kæra barn, þér líður ekki vel, þú ert ekki heilbrigð. Má eg spyrja þig: eru vinir þínir hér í bænum í dag, eða ert þú einsömul ? ’ ’ ‘ ‘ Eg er hér einsömul. Eg er ekki brjáluð, hr. hershöfðingi, þó þú haldir að eg sé það.” “Nei, nei, ekki brjúluð, bara dálítið æst,” sagði hershöfðinginn án þess þó að breyta skoðun sinni hið minsta. “Thornton hershöfðingi, ef það er eitt- hvað óvanalegt og undarlegt við útlit mitt -og hegðun, þá stafar það af þeim ógeðfeldu kringumstæðum sem eg er í. ” “Ungfrú Thornton er stödd hér í gisti- húsinu í dag. Viltu ekki lofa mér að fara með þig til hennar!” “Þú getur gert eins og þér þóknast hr. hershöfðingi, þegar þú ert búinn að heyra framburð minn og rannsaka þau sönnunar- gögn, sem eg ætla að leggja fram fyrir þig. Eftir það getur þú dæmt um hvort eg sé með réttu ráði eða ekki. En hvort heldur er, þá hefir það engin áhri.f á þær sannanir, sem eg ætla að leggja fram fyrir þig,” sagði hún, og lagði bréfaböggul á borðið milli þeirra. Það var eitthvað í fasi hennar og framkomu, sem nevddi dómarann til að veita orðum hennar athygli. “A eg að skilja þig svo að þú sakir hr. Wilcoxen um dauða ungfrú Marian?” “ Já,” sagði Miriam og hneigði sig. “Hvaða ástæðu hefir þú fyrir því að bera fram jafn stórkostlega og hræðilega ákæru!” “Eg er hingað komin í þeim tilgangi að segja þér, ef þú gefur leyfi til, hverjar ástæð- ur að eg hefi fyrir slíkri kæru. Þar eð þú efast um að eg sé með öllu ráði, bið eg þig ekki um að taka orð mín trúanleg, órökstudd með öðrum sönnunum. ” “ Jæja, hattu áfram sögunni, eg er tilbú- inn að hlusta á þig.” “Á eg ekki að sverja hinn vanalega rétt- areið áður ?” ‘ ‘ Nei, ungfrú Shields; eg ætla fyrst að hlusta á sögu þína, eins og vinur, en ekki sem dórnari.” “Þú heldur að þú þurfir ekki að beita meira valdi í þessu móli en svo? Jæja, eg vildi óska að svo væri,” sagði Miriam og byrjaði að segja honum alt sem hún hafði heyrt í sambandi við þau Mr. Wilcoxen og Marian, og að síðustu fékk hún honum bréf- böggulinn. Thornton hershöfðingi skrifaði niður jafnóðum og iiún sagði frá; þegar hún lauk sögu sinni, lagði hann pennann frá sér, snéri sér að henni og spurði: “Trúir þú því að hr. Wilcoxen hafi fram- ið þetta morð ?” “Eg veit það ekki — eg byggi bara á sönnunargögnunum. ’ ’ “Þessar sannanir, sem eru bygðar á lík- um, eru oft eins villandi og þær eru hættuleg- ar. Heldurðu að það sé mögulegt að hr. Wil- coxen hafi framið slíkan gíæp?” “Nei, nei, nei! Eig hefi aldrei hugsað það! Ef hann hefir gert það, þá hefir það verið óvilja verk, án tilætlunar, slysatilfelli, út úr einhverri misklíð í ástamálum á milli þeirra; einhver augnabiks æsing, afbrýðis- semi eða eg veit ekki hvað það hefði getað verið.” “Segðu mér j)á hversvegna að þú kemur af frjálsum vilja til að kæra hann um svona hræðilegan glæp?” “Vegna þess eg verð að gera það. Viltu gera svo vel og segja mér, hvort þessi sönn- unargögn, sem eg hefi lagt fram eru nokkurs virði, eða ekki?” spurði Miriam í vonarróm, því hún hugsaði ekkert um sjálfa sig, aðeins að hún fullnægði loforði sínu og að bróðir hennar yrði fyrir engri óvirðingu. “Nei, þvert á móti, eg held að þessar sannanir séu svo þýðingarmiklar, að eg get ekki gengið fram hjá þeim og er neyddur til að gofa út skipunarbréfa strax, til að láta taka hr. Thurston Wilcoxen fastan,” sagði Thornton hershöfðingi, og skrifaði af kappi á púnktuðu línurnar á^skipunarskjalinu, sem hann hafði fyrir framan sig. Því næst hringdi hann kiukku, og inn komu nokkrir lögregluþjónar. Hann fékk þeim er fyrstur skipunarskjalið og sagði: Þú ferð strax og birtir hr. Thurston Wilcoxen þetta skjal. ” En hinum lögreglu- þjónunum fékk hann einar tólf vitnastefnur, sem hann sagði þeim að vera búna að birta fyrir klukkan tólf næsta morgun. Þegar þessu var lokið stóð Miriam upp og gekk til dómarans og sagði: “Hvað heldurðu um þessi sönnunar- gögn?” “Þau eru moira en nóg til þess að taka hr. Thurston Wilcoxen fyrir réttinn; þau geta ef til vill kostað hann lífið.” Náfölva sló á andlit hennar; hún sneri á leið til að fara út úr skrifstofunni, en það var oins og hendi dauðans hefði gripið um hjarta hennar og stöðvað það; hún gaf frá sér veikt hljóð og féll meðvitundarlaus á gólfið. Það var lítið um dýrðir á Dell Delight, þennan dag, eins og oftar. Thurston var eins og vant var í lestrarstofunni, að skrifa og lesa. Paul eigraði úr einum stað í annan um húsið, tók snöggvast upp bók til að lesa, en fleygði henni frá sér undir eins; stundum var og ríða til Carlette Hall, til að vita um Mir- hann að því kominn að taka reiðhestinn sinn iam, en svo hvarf hann frá því, því hann var hræddur um að eitthvað kynni að koma fyrir heima, meðan hann væri í burtu. Þannig leið fram til seinni parts dags. Paul ráfaði í djúpum hugsunum fram og aftur í súlnagöngunum með fram húsinu; það var í fyrsta sinni á æfi hans, að honum hafði verið svo þungt í skapi, að hann hafði ekki veitt hina minstu athygli hinum nýút- sprungnu vorblómum og dýrð náttúrunnar, sem nú var að klæðast unaði og prýði vorsins; hann gat ekki fest hugann við þetta; hann var mjög kvíðafullur fyrir því hvað mundi verða af Miriam og hverjar afleiðingar að erindi hennar til lögregludómarans mundi hafa. Alt þetta og fjöldi annara spurninga brutust fram í huga hans, og heimtuðu svar;—en alt var óvissa. Alt í einu kom hann auga á jóreyk, sem þyrlaðist upp á veginum æðilangt í burtu, sem dróg athygli hans að sér. Hann sá brátt að það var lausríðandi maður og fór geyst. Hann hafði ekki augun af þessum ferða- manni, þar til hann veik út af þjóðveginum og heim að húsinu. Paul þekti hann samstundis og hljóp á móti honum til að fagna honum, og kom út að tröðunum rétt í því að Claudy steig af baki við hestasteininn. Þeir fögnuðu hvor öðrum innilega. 1 huga Claudy var innileg gleði og fögnuður yfir því að vera kominn heim til vina sinna og skyldmenna á æskustöðvar sín- ar, en í huga Paul var það óvænt gleði í fá- sinninu, sem livíldi yfir öllu á heimilinu. Spurningar og svör skiftust á í óaðskiljan- legri bendu á leiðinni inn í húsið. Skipið, sem Claudy var á hafði fengið skipun um að koma heim fyr en búist var við. Það var rétt vikaþetta kvöld, síðan hann kom til Norfolk, og þá fékk hann sér strax hest og liélt á stað heim. Hann kom þannig öllum á óvænt. “Hvernig líður Tliurston? Hvernig líð- ur Miriam? Hvernig líður á Luckenough?” “Það líður öllum vel; fjölskyldan á Luckenough er í burtu, fór suður til Louis- iana, en það er von á því til baka núna ein- hveni daginn. ’ ’ “En hvað er Miriam?” “Hún fór inn í þorpið í morgun. ” “En hvar er Thurston?” ‘ ‘ Hann er í lestrarstofunni, eins og hann er vanur,” sagði Paul, og hringdi eftir þjóni til þess að senda eftir hr. Wilcoxen. “Ertu búinn að hafa nokkurn miðdags- verð í dag, Claudy?” “Nei, eg fékk mér svolítinn bita í þorp- i nu; hafðu ekkert fyrir með mat, eg vil held- ur bíða til kvöldverðarins.” Hurðin var opnuð með hægð og hr. Wil- coxen kom inn. Ilvaða dulinn harmur og áhyggjur, sem kunna að liafa legið á liug hans og hjarta, var ekkert sjáanlegt á útliti lians og framkomu; hann brosti innilega og rétti fram hendina til að fagna frænda sínum og æsku-leikbróður og sagði honum hersu mikill og óvæntur fögn- uður sér væri að sjá hann. “Claudy sagði lionum hvernig stæði á því að hann hefði komið heim löngu áður en búist var við, og þegar hann var að ljúka við söguna, kom Jenny gamla inn hlæjandi út að eyrum af fögnuði yfir því að sjá hann kominn heim; en hún dvaldi ekki lengi í stof- unni, heldur liraðaði sér út í eldhúsið, til þess að láta í ljós fögnuð sinn með því að tilreiða honum góða máltíð. “Og þú ert ógiftur ennþá, Thurston, eg er alveg liissa, eins og stúlkurnar héldu upp á þig! Hvernig stendur á því? 1 hvert sinn er eg kem heim, býst eg við að verða gerður kunnugur frú Wilcoxen, en alt er við það sama. Hvernig stendur á því?” ‘ ‘ Eg hefi líklega trú á að prestar eigi að lifa einlífi.” , “Þú hefir kannske aldrei getað gleymt vonbrigðunum sem þú varðst fyrir með ung- frú Le Roy ?” “Mundu það Claudy að þeir, sem búa í glerhúsum ættu ekki að henda steinum; eg býst við að þú dæmir mig eftir sjálfum þér. En livernig er það með þig Claudy? Hefii* engri af öllum þeim fallegu stúlkum, sem þú hefir séð, tekist að kenna þér að gleyma æsku- ást þinni til Jacqueline?” Claudy lirökk við, en reyndi að dylja það með hlátri og galsa. “ Ó, eg hefi verið — já, hver veit hvað oft í ástamálum. Eg er alt af í ástamálum; það er bara ein.óslitin hringferð, sem aldrei tek- ur enda.” “ Jæja, fyrst svo er, þá er Jacqueline litla til allrar hamingju gleymd og horfin úr huga þínum.” “Nei, hiin er ekki gleymd; eg gerði henni rangt til ef eg gleymdi henni, eða gæti gleymt lienni! Allar aðrar ástir eru útlendar hafnir, sem eg kem til, sem umflakkandi sjómaður, 6. FEBRÚAR 1936 af og til. Lina er lieimalandið. Eg veit ekki hvernig það er. 1 flestum vonbrigðistilfell- um, eins og með þig og pngfrú Le Roy, er eins og söknuðurinn vari ekki lengi; en þegar ást- úð og samhygð eru partur af tilveru manns frá barnæsku, þá er sambandið ekki eins og eitthvað sem hefir þotið upp fyrir augnabliks hrifningu; það er gróðursett í sál manns, lijarta og blóði, ef svo mætti að orði komast, það er bergmál samvizkunnar og óaðskiljan- legt lífi manns.” “Hefirðu nokkurn tíma séð hana?” “Séð hana! Já; en hvernig? — Jú, eg hefi alt af farið að sjá hana þegar eg hefi komið til hafnar. Eg get fengið að sjá hana gegnum járngeind, sem er höfð á milli okkar; hún afskræmir sig með þessum viðbjóðslega búningi, svörtum slopp og svartri skýlu, og iieldur að hún þurfi að leggja á sig píslir og líða fyrir afdrif Dr. Grimsliaw, sem eins og naðra stakk sjálfan sig til bana með sinni eigin ólyfjan í brjálæðis afbrýði. Hún hefir gengið í nunnuklaustur. Kalla j)ær sig “Náð- ar systurnar.” Þær stunda hjúkrun og góð- gerðasemi í klaustrinu, og fara þaðan ekki nema j>egar hættulegir sjúkdómar, júágur og liugursneyð amar að; þá fara þær hvert sem er til þess að hjúkra og líkna þeim, sem líða og bágt eiga, hverjir svo sem ]>að eru. Hún hjúkraði mér jægar eg lá í gulusýkinni, í New Orleans, en þegar eg' var farinn að hressast ])að mikið að eg fór að veita eftirtekt því sem var í kringum mig, þá þekti eg hana, en þá hvarf hún, — eins og gufaði upp — varð að engu — aðeins mvnd hennar í liuga mínum — og önnur systir kom í hennar stað.” “Hefirðu nokkurn tíma séð hana síðan?” “ Já, eimPsinni. Eg fór í klaustrið og ætlaði mér að tala við hana, og fá hana til þess að endurnýja ekki klausturheitið fyrir annað ár, — þær vinna klausturheitið fyrir eitt ár í senn. ’ ’ “Gastu liaft nokkur áhrif á liugarfar hennar?” spurði Thurston, með meiri áhuga fyrir málefninu en liann hafði sýnt áður. “Haft nokkur álirif á hana! Nei, eg reyndi það alls ekki. Hvernig hefði eg getað það, sem bara sá hana gegnum járngrindur og til annarar handar hennar var abbadísin en til hinnar dyragæzlu nunnan. Þessi heimsókn mín í klaustrið var ömurlega þögul, ömurlega stutt og ömurlega leiðinleg. Því getur lnin ekki komið út úr þessu óeðlilega svartholi? Hvað hefi eg unnið til þess að vera gerður óhamingjusamur ? Eg verðskulda það ekki. Það er eg viss um að það er eng'inn maður í Bandaríkja sjóhernum, sem líður ver en mér.” Meðan Claudy talaði var Jenny gamla á fleygiferð á milli eldhússins og hússins; hún var önnum kafin við að leggja á borðið, og' koma öllu í sem bezt lag. Hún kom alt í einu inn með miklu fasi, henti hurðinni upp á gátt og sagði: “Tveir menn komnir, sem vilja finna húsbóndann. ’ ’ Tlmrston stóð á fætur og gekk til móts við þá. Paul fölnaði upp er hann sá að það voru tveir lögregluþjónar. “Góðan daginn hr. Wilcoxen; góðan dag- inn, fólk, sagði sá, er var eins og fyrirmann- legri, tók ofan hattinn og hneigði sig fyrir fólkinu, sem inni var. Hann setti hattinn á liöfuð sér aftur og sagði: “Ilr. Wilcoxen, má eg biðja þig að gera svo vel og tala fáein orð við mig ? ’ ’ Hann veik afsíðis út að gluggan- um og Thurston með honum. Paul stóð eins og agndofa og starði á þá með hörkulegu og ákveðnu augnaráði, og samanþrýstum vörum. En Claudy — alger- lega grunlaus um hvað var að gerast — stóð fyrir framan arininn og blístraði sjómanna- vísur. “Hr. Wilcoxen, þú getur lefeið þetta skjal sjálfur og séð hvert er innihald þess,” sagði lögregluþjónninn og fékk honum kæruskjalið. Tliurston las það yfir með stillingu og fékk lögregluþjóninum það svo aftur. “Hr. Wilcoxen,” sagði lögregluþjónn- inn, “eg og félagi minn komum hingað ríð- andi; eg vildi leggja til að þú kæmir með okkur í vagninum þínum og bara annar okkar verður með þér í vagninum; þá verður ferða- lagi okkar enginn gaumur gefinn. ” “Eg er þér þakklátur fyrir þessa bend- ingu, hr. Jenkins; eg var einmitt að hugsa um það sama,” sagði Thurston og benti bróður sínum að koma. “Paul, eg er fangi. Segðu Claudy ekk- ert um það fyrst um sinn; láttu hann hugsa að eg lmfi þurft frá í einhverjum erindagerð- um, og' farðu og láttu setja hestana fyrir vagninn minn, svo lítið beri á.” “Dr. Douglas, þú verður að koma með okkur líka,” sagði lögregluþjónninn, og las upp fyrir honum stefnuna. Paul nísti saman tönnunum og hraðaði sér út úr húsinu. “Hafðu auga á þessum unga manni,” sagði sá lögregluþjónninn, sem eins og var fyrir, við félaga sinn, og fylgdu honum út í hesthúsið og vertu lijá honum meðan hann setur liestana fyrir vagninn. Geðshræringin og flaustrið, sem var á Paul, hafði vakið eftirtekt Claudy’s; hann skildi ekkert í þessu háttalagi og horfði á það sem fram fór, með undrun og eftirgrenslan. “Claudy,” sagði Thurston, og gekk til hans, “eg hefi mjög brýnt erindi til C— í dag, svo eg verð að fara strax. Paul verður að fara með mér. Það getur skeð að eg geti ekki komið heim í kvöld, en Paul kemur á- reiðanlega heim. í millitíðinni, æskuvinur minn, gerðu þig eins heimakominn og þér lík- ar og láttu þér líða eins vel og þú getur.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.