Lögberg - 13.02.1936, Side 1

Lögberg - 13.02.1936, Side 1
% PHONE 86 311 Seven Lines CO1- ■11 ^ V^v> " vVA'S „ V.W* £*» "v For Service and Satisfaction i PHONE 86 311 Seven Lines For *' 'vt Better X Dry Cleaning v> c»*- and Laundry P>”' iot' 49. ABG-ANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 13. FEBRÚAR, 1936 NÚMER 7 VIKIÐ FRA FL0KK8- FORUSTU Miðstjórn Republicana flokksins i Xew Jersey ríkinu, hefir á einka- fundi vikið Harold G. Hoffmann rikisstjóra frá flokksforustu. Er honunr gefin a8 sök afstaSa hans til Hauptmann-málsins, eða tilraunir bans í þá átt, að reyna a8 foröa hon- um frá aftöku í rafstólnum. Fylgir það og sögunni, að ríkisþingið hafi í hótunum með að svifta Mr. Hoff- mann að einhverju leyti því úr- skurðarvaldi, er honum beri sem ríkisstjóra. Grunt kvað mjög vera á þvi góða milli ríkisstjóra og dóms- málaráðgjafans, Davids T. Wilentz, en hann var sá, er málið sótti gegn Hauptmann fyrir hönd New Jersey ríkis. SKIPAÐUR / NÝJA ÁRYRGÐARSTÖÐU Mr. Paul Bardal, bæjarfulltrúi, hefir verið af fylkisstjórninni skip- aður í þá nefnd, £r Greater Winni- peg Unemployment Board nefnist. Áður var hann, sem kunnugt er, kjörinn formaður þeirrar nefndar, er um atvinnuleysismálin fjallar fyrir bæjarstjórnarinnar hönd. FYLKISÞINGIÐ I SASKATCHEWAN KEMUR SAMAN Á fimtudaginn þann 6. þ. m., var fylkisþingið í Saskatchewan sett, að viðstöddu miklu fjölmenni. í til- efni af fráfalli konungs, var athöfn- in með öllu laus við ytri tákn vegs og valda, svo sem fallbyssuskot og skrautbúninga embættismanna; yfir öllu hvíldi einfaldur samúðarblær. Þetta er fyrsta þingið, sem hinn nýi stjórnarformaður, Mr. Patterson, hefir kvatt til funda, síðan hann tók við völdum. Samkvæmt ákvæðum stjórnarboð- skaparins, gerir stjórnin ráð fyrir að þess verði ekki Iangt að bíða unz lögð verði fyrir þing tekjuhallalaus fjárlög. TVÖFALDAR LAUN SIN Á nýafstöðnu þingi námamanna samtakanna1 Bandaríkjunum, knúði forseti þess félagsskapar, John M. Uewis, það fram, að árslaun sín vrði hækkuð um helming, eða úr $12,000 UPP í $25,000, auk ferðakostnaðar. Töluvert voru skiftar skoðauir tc- lagsmanna um launahækkun þessa, þó að lokum yrði hún barin í gegn með nokkurum meirihluta. FYRRUM VAR'A-FORSETI RANDARIKJANNA CHARLES CURTIS LATINN Síðastliðinn laugardag lézt í Washington, fyrverandi varaforseti Bandáríkjanna, Charles Curtis, 76 ára að aldri; varð hjartabilun hon- um að bana. Mr. Curtis var fæddur og uppal- mn i Kansas-ríkinu, lauk ungur prófi í lögum, en var kosinn þing- maður til neðri málstofu þjóðþings. ms í Washington árið 1892; átti hann sæti í neðri málstofunni fram á árið 1907, er hann hlaut kosningu B1 öldungadeildarinnar sem senator fyrir fæðingarriki sitt. Því sæti hélt hann, að tveimur árum undan- skildum, fram til ársins 1928, er hann í Hoover-kosningum var kos- inn varaforseti Bandarikjanna af hálfu Republicana. Eftir að Charles Curtis lét af varaforseta-embætti, gaf hann sig við malafærslu í Washington. Hann var ekkjumaður, og bjó hjá systur •sinm. Mrs. Edward Everett Garm Mr._ Curtis var málafylgjumaður nukill og lét sér ekki alt fyrir brjósti brenna. Nanna V. Bjerring látinn Á sunnudaginn 9. þ. m. andaðist á heimilinu Betel á Gimli, Nanna Vilfríður Bjerring, 74 ára að aldri, ekkja Óla Péturs Bjerring, sem dá- inn er fyrir nokkrum árum. Húskveðjuathöfn á heimilinu ann- aðist séra Jóhann Bjarnason, en út- föriú fór fram á þriðjudaginn þann 11., frá Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, sem Séra Björn B. Jóns- son veitti forustu. Nanna var fædd í Mýraseli í Reykjadal í S.-Þingeyjarsýslu 10. júlí 1861, dóttir Ólafs Indriðasonar og Margrétar Jónsdóttur. Kvæntist hún Óla Pétri árið 1882, og fluttu þau sig til Ameríku árið 1893. Eign- uðust þau ellefu börn; af þeim lifa nú þrjú: Sigtryggur og Hermann i Winnipeg og Vilhjálmur, á Gimli, einnig ein stjúpdóttir, Jónína, (Mrs. W. G. Montgomery) í Moose Jaw, Sask. Þrjú systkini hinnar látnu eru á lífi: Óli Vilhjálmur, Gimli, (fyrrum ráðsmaður Betel), Sigtryggur Frí- mann í Winnipeg og Sigríður Ind- riðadóttir. Einn bróðir, Ásgeir, dó fyrir mörgum árum. í anda kristinnar trúar, sem svo oft hafði veitt þrótt í þrautum, urðu síðustu stundirnar á erfiðri lífs- braut bjartari, og i sólarlagi líðandi daga lífsins ljómuðu morgungeislar eilífðarinnar. X. 0. B. DEYR AF SLYSI Brian De Valera, tvitugur að aldri, sonur forseta írska fríríkisins, Eamons De Valera, dó af„slysi síð- astliðinn sunnudag, er hann var á útreiðartúr í Phoenix Park, með þeim hætti, að höfuð hans rakst á trjágrein, er olli svo miklum áverka, að hann beið bana af. GILLIS LÖGREGLÚÞJÖNN LÁTINN — BRYSON AKÆRÐÚR UM MORÐ Charles Gillis, lögregluþjónn, sá er skotið var á fyrir rúmum hálfum mánuði, er hann gerði tilraun til þess að handsama ræningja við gasolíustöðina á mótum St. Mary’s og Donald Street hér í borginni, lézt á Misericordia sjúkrahúsinu á föstu- daginn 14. febrúar. Höfðu menn lengi vel gert sér nokkrar von- ir um að hann myndi smátt og sniátt ná sér og komast til heilsu. En ofan á blóðmissi eftir áverkann, og þar af leiðandi þverrandi lífsmátt, bætt- ist svo lungnabólga beggja megin, er reið honum að fullu. Hinn látni lögregluþjónn var 47 ára að aldri, vinsæll og ábyggilegur, er að lokum fórnaði lifi sínu á altari skyldunnar. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. Ian Bryson, 23. ára, sá er stofn- aði til ránsins í gasolíustöðinni, og skaut á Mr. Gillis, hefir nú form- lega verið sakaður um morð. Jarðarför hins harmaða lögreglu. þjóns fór fram frá St. Ignatius kirkjunni á þriðjudaginn var, að viðstöddum miklum mannfjölda. Meðal líkmanna var George Smith, lögreglustjóri Winnipegborgar. ALBERTA ÞINGIÐ SETT Siðastliðinn fimtudag v^ir Alberta þingið sett. Er það hið fyrsta þing Social Credit stjórnar þeirrar, sem Hon. William Aberhart veitir for- ustu. í hásætisræðunni var vikið að því, að stjórnin myndi á þessu þingi gera nauðsynlegar ráðstafanir í sambandi við kosningaloforð sín, viðvíkjandi mánaðarlegum borgun- um til fylkisbúa, og því öðru, er Social Credit flokkurinn hét að hrinda í framkvæmd. Af þessu verður þó sennilega ekki í bráðina, með því að fylkisritarinn, Mr. Man- ning, hefir í ræðu, eftir að þing var sett, lýst yfir því, að einungis venju- leg lýðþrifa löggjöf verði lögð fyr- ir þingið að þessu sinni. Við silfurbrúðkaup G. J. Oleson, lögregludómara og frúar hans, Glenhoro, 10. febrúar, 1936 Þó fimbulvetur fari um lönd, ei frjósa íslenzk hjónabönd; því dýpst í þeirra hjartnahyl er lieilög kaldavermsla til, sem kyngimagn í barmi ber og bræðir klakann út frá sér. Og- hér er eitt slíkt hjónaband, sem hefir numið blómgað land í vinahjörtum út um alt, og öllum rétta tíund galt. Við fegurð alls, sem íslenzkt var, er æfitrygðum þaldið þar. Þó fámenn oft sú fylking sé, sem forustunni helgar vé, er þakkarvert að vita um þá, sem veðrin ekki bíta á og líta glaðir Ijósi mót, þó leiðin sé um eggjagrjót. Við aldarfjórðungs áning sézt, að enn sem fyrri dugði bezt liinn vígði þáttur ættararfs í öllum myndum göfugs starfs; að norrænt táp ei tapar sér unz tjölduð hinzta búðin er. Einar P. Jónsson. Sambandsþingið sett Islenzkur hagleiks- maður Þótt hin verklega menning ryðji sér óðum til rúms hér á landi er gull- ökl hagleiksmannanna ekki komin enn. Þeir eiga stöðugt í höggi við skilningsskort almennings og oftast er þeirra einasta bjargráð að hjálpa sér sjálfir, eða réttara sagt: þeir eru settir á “guð og gaddinn.” Og þessu mun verða svo varið þar til þjóðin hefir lært að skilja að fullu hve hin verklega menning er mikilsverður þáttur í tilveru hennar. Þá rennur upp gullöld hagleiks- mannanna. En þrátt fyrir það þótt ski'yrðin séu lítil, tekst þó einstaka hagleiks- manni með frábærum dugnaði að vekja á sér eftirtekt, þótt launin verði af skornum skamti. Einn þessara manna er Axel Helgason, sem vakið hefir athygli með því að gera upphleyptar eftir- myndir af íslandi. Axel er fæddur upp við' allsleysi og þrátt fyrir af- burða hæfileika hefir hann ekki leiTt hugann að fjáröflun, heldur einbeit- ir sér að áhugaefnum sínum, án til- lits til fjárhagsafkomunnar. Hans sigrar felast einvörðungu í því að koma því í framkvæmd, sem hann vill vinna. Frá 1927 til 1931-32 var Axel Helgason við trésmíði og kom brátt í ljós, að hann var afburða hagleiks- maður. En brátt fékk hann sterkan áhuga fyrir öðru viðfangsefni, og árið 1933 bjó hann til líkan af íslandi. Var það til sýnis á skólasýningu, sem haldin var sama ár, og var sið- an sett utan á vegg Austurbæjar- barnaskólans. Ennfremur veitti fræðslumálaskrifstofan hinum unga völundi styrk til að fullkomna líkan sitt. Mun Axel hafa verið á þriðja mánuð með hina nýju frummynd. Var hún gerð af pappa og olíuvaxi. Hefir það kostað ótrúlega þolin- mæði, útreikning og hagleik að gera þessa eftirmynd. Frummyndin var síðan steypt í stál-aluminiummót og i þvi móti hafa verið steyptir 25 uppdrættir, sem eru í hlutfallinu 1:5oo,ooo. Þessir uppdrættir eru nú notaðir í skólum víðsvegar um land og líka ágætlega. En um siðustu áramót hafði Axel lokið merkilegasta verki, sem hann hefir enn gert. Það er upphleypt rnynd af nokkrum hluta Suðvestur- lands, sem gerð er fvrir tilstilli skól- anna í Reykjavík. Mótast upp- dráttur þessi af línu, sem dregin er frá Hvaleyri að Klausturhólum í Grímsnesi, þaðan i Ok, síðan niður Flókadal í Straumfjörð í stefnu á Hvaleyjar og þaðan til Hvaleyrar aftur. Stærðarhlutfall líkansins er 1 50,000. Er uppdráttur þessi þvi greinilegur og auk þess snildarlega gerður. Hefir Axel unnið að frum. myndinni siðan i febrúar í fyrra og er því efamál hvort meira ber að dá hagleik hans eða þrautseigju. T frummyndina hefir Axel notað sömu efni og áður, en betur get 1* beitt nákvæmni sinni. Sjálfur hefir hann búið til mót í gipsi og steypt fjórar eftirmyndir í gips. Hefir Eirikur Jónsson málari málað þær og er það vel gert. Eru likön þessi nú komin í barnaskólana og ljúka kennarar miklu lofsorði á þau, telja að þau gefi mjög gott yfirlit um landið og létti landafræðiskcnsluna. Enda er engu líkara, þegar Iit;ð er á þetta verk Axels, en að landið sé séð í f jarska úr mikilli hæð. Eitt mesta þolimæðisverkið við kortagerð þessa er að reikna út rétt Framh. á bls. 5 Á fimtudaginn þann 6. þ. m., var sambandsþingið sett. Hinn nýi landsstjóri, Tweedsmuir lávarður, las upp boðskap konungs til þings- ins. Til forseta efri málstofunnar var kosinn Mr. Foster, fyrrum for- sætisráðgjafi í Nova Scotia, en í 'þeirri neðri, Pierre Casgrain frá Quebec. Sætti kosning hans mót- spyrnu nokkurri af hálfu þeirra Woodsworths og Bennetts. VINNUR KOSNINGU Ráðgjafi sjálfstjórnar þjóðanna brezku. Mr. Malcolm MacDonald, gekk sigrandi af hólmi í aukakosn- ingu til brezka þingsins, sem fram fór í Ross-Cromarty kjördæminu á þriðjudaginn. I almennu kosning- unum síðustu, tapaði Mr. '•Mac- Donald þingsæti sínu. GREAT WEST LIFE ASSURANCE FÉLAGIÐ Á öðrum stað hér í blaðinu ,er prentuð efnahags og rekstrar- skýrsla þíssa volduga og velmetna félags; ber hún það með sér, hve félagið" þrátt fyrir kreppuna. hefir fært út kvíarnar á liðnu starfsári, i hinum ýmsu greinum viðskiftanna. Mr. B. Dalman, fyrrum kaupmað- ur í Selkirk og búsettur i þeim bæ, hefir með höndum umboð fyrir Great West Life, og geta Islending- ar snúið sér til hans, bréflega eða munnlega, viðvíkjandi tryggingum hjá félaginu. Mun hann gefa þeim góð og skjót svör. Mr. Dalman er maður, sem ávalt má treysta. ÆFINTÝRAFÖR Maður að nafni Rene Leblanc, hefir nýverið lokið því þrekvirki, að ferðast á hundasleða alla leið frá Montreal til Winnipeg. Ferðin stcð yfir í 30 daga. Fimm hunda hafði Mr. Leblanc í leiðangri þessutn. OTGJÖLD LÆKKUÐ Fjárhagsáætlun sú, sem f jármála. ráðgjafinn, Hon. Charles A. Dun- •ning lagði fyrir sambandsþing þann 11. þ. m., ber með sér, að gert er ráð fyrir lækkun útgjalda sem nem- ur $12,000,000 á næsta fjárhagsári. Úr borg og bygð Þann 6. janúar síðastliðinn, kom hingað til borgarinnar Mrs. Valdi Johnson frá Hecla P.O.. með fjögra ára dóttur sína, Lilju, til lækninga. Var hún skorin upp á Almenna sjúkrahúsinu af Dr. B. J. Brandson, og er nú konún til fullrar heilsu. Þann tíma, sem Mrs. Johnson var í bænum, dvaldi hún hjá tengda- bróður sinum og systur, Mr. og Mrs. I. Benson, Simcoe Street. Þær mæðgur héldu heimleiðis þann 4. þ. m. Mrs. Hannes Egilsson frá Cal- der, Sask., kom til borgarinnar seinni part vikunnar sem leið, í heimsókn til frænda og vina. Winnipeg, Manitoba, Jan. 27, 1936 Lögberg, Icelandic W’eekly, Winnipeg, Man; Dear Sirs: On behalf of the Board of Dea- cons of the First Lutheran Church I wish to convey sincere thanks to you for your contribution of copies of the “Lögberg” for distribution among the Icelandic reading patients sick and convalescing in homes and hospitals who are visited weekly by members of the board. v Yours sincerely, B. Baldwin, secty. Flokksforingjarnir fjórir, þeir King, Bennett, Woodsworth og Blackmore, mintust fagurlega hins látna konungs, jafnframt því sem þeir lýstu yfir hollustu sinni við nýja konunginn, Játvarð hinn Átt- unda. Vikið er nokkuð að megin- dráttum konungsboðskaparins eða hásætisræðunnar, á öðrum stað hér í blaðinu. “Peer Gynt,” hinn heimsfrægi sjónleikur Ibsens verður sýndur á Dominion Theatre þau kvöldin, sem eftir eru af yfirstandandi viku, eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu. Það er ekki á hverjum degi sem íslendingum gefst kostur á að njóta slíks meistaraverks á leiksviði, sem "Peer Gynt” er, og ættu þeir þvi að tryggja sér aðgöngumiða i tæka tíð. Mrs. Svanbjörg Sigurðsson lagði af stað vestur til Churchill, Man., á miðvikudagsmorguninn, þar sem framtíðarheimili hennar verður. Með henni fór dóttir hennar, Mrs. G. Philben, sem dvalið hefir um hríð hér í borginni. Mr. og Mrs. Árni Pálsson frá Reykjavík, Man., dvelja í borginni um þessar mundir. Mrs. P. S. Bardal kom heim í lok fyrri viku, eftir mánaðardvöl hjá syni sinum, Dr. Sigurgeir Bardal að Shoal Lake. Munið eftir myndasýningunni og þvi öðru, er fram fer i Goodtempl- arahúsinu á fimtudagskvöldið þann 13. þ. m. Arðurinn af samkomunni rennur í sjúkrasjóð stúkunnar Heklu. Hr. Arinbjörn Bardal ann- ast um sýningu myndanna. Deild nr. 3 Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar heldur “Silver Tea” að heimili Mrs. H. Baldwin. 620 Agnes Street á föstudaginn kemur þann 14. þ. m., síðdegis og að kvöldinu. í síðasta blaði var þess getið, að tveir, ungir, íslenzkir hljómfræðing- ar, Frank Thorolfson og Agnes Sig- urðsson, hefðu getið sér orðstír i hljómlistarsamkepni, eða tónsmíði. Frétt þessi barst blaðinu ekki fyr en um þær mundir sem það var ful! búið til prentunar, og þvi ekki frá sagt eins nákvæmlega og átt hefði að vera. Frank vann 1. verðhut’ fyrir Pastorale, fiðlu og piano, en Agnes 2. verðlaun fyrir “Vöggu- vísu,” einnig fyrir fiðlu og pianc. Er það ávalt ánægjuefni, er íslend- ingar skara fram úr í einhverju því, sem til manngildis og sæmdar miðar. Silver Tea — Home Cooking. Fimtudaginn 20. febrúar, eftir hádegi og urn kvöldið, verður hald- ið “silver tea” og “home cooking” sala í fundarsal lútersku kirkjunnar, Victor St. Deild nr. 1, undir for- stöðu Mrs. B. J. Brandson og Mrs. Finnur Johnson og deild nr. 2 undir forstöðu Mrs. H. Olson og Mrs. Kr. Hannesson, standa fyrir sölunni. Verður þar á boðstólum allskonar heimabakað sætabrauð, brúnt brauð og rúllupylsa, kæfa og margt annað gómsætt og gott. — Konurnar von- ast eftir að sem flestir heimsæki sig þennan dag og komi með vin> sína. —Um kvöldið verður stutt prógrarn Bvrjar kl. 8:15. Góðskemtun! Fjölmennið! I

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.