Lögberg - 13.02.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.02.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGrBERG. FIMTUDAGINN 13. FEBRÚAR, 1936 / Hógberg GefiíS út hvern fimtudag af THE COLUMHIA PRES8 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDXTOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO t3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Þingmál Sambandsþingið var sett og hóf fundi sína á fimtudaginn J)ann 6. þ. m. Boðskap kon- ungs flutti hinn nýskipaði landsstjóri, lávarð- ur TweeiLsmuir. Dýpri alvöruhlær hvíldi vfir þingsetningunni að þessu sinni en endrarnær; átti slíkt rót sína að rekja til fráfalls hans hátignar, Georgs konungs hins fimta. Sú hin nýja stjórn, undir forustu Mac- kenzie King, er við völdum tók í október- mánuði síðastliðrrum, styðst við sterkari þing- meirihluta en dæmi eru til í Jungsögu hinnar canadisku þjóðar; á liún 112 þingmanna meiri liluta á að skipa um fram alla aðra flokka. Afturhaldsskúta sú, sem Mr. Bennett er for- maður á, telur þrjátíu og níu háseta; hinn nýi flokkur æfintýramannanna frá Alberta, er ganga undir nafninu Social Credit, telur seytján fylgifiska. Málsvari þess flokks á þingi, er John Blackmore. Lestina rekur svo Mr. Woodsworth, foringi C.C.F. flokksins, með sex húskarla í þjónustu sinni. í efri málstofunni hagar þannig til, að afturhajdsliðið ræður þar yfir svo -að segja tveim Jiriðju atkvæða. Ehda hrúgaði Mr. Bennett þangað af sinni pólitísku sóttarsæng, árið sem leið, tveimur eða þremur kúgildum vildarvina sinna, er verðskuldað höfðu fyrir löngu trúrra þ.jóna verðlaun, að því er honum fanst. — — Ráða má það glögt af þeim boðskap, er stjórnin lagði fyrir liing, að mál þau, sem tekin verði til meðferðar, grípi djúpt inn í þróunarviðleitni þjóðarinnar á hinum ýmsu svðum; eigi aðeins stjórnarfarslega, heldur og engu síður efnahagslega líka. Að minsta kosti verður það ekki dregið í efa, að stjórn- in sé staðráðin í því, að hrinda stefnuskrár- atúiðum sínum í framkvæmd undanfærslu- laust. Eitt með því fjwsta, sem þingið tekur til meðferðar, verða hinir nýju viðskiftasamn- ingar við Bandaríkin; verða þeir að sjálf- sögðu staðfestir með miklu afli atkvæða, þrátt fvrir vísa andspyrnu af hálfu Mr. Bennetts, sem enn sem fyr, mun halda hlífiskildi fyrir innilokunarstefnu sinni. Frjálslyndi flokkurinn hét því í síðustu kosningahríð, að skiljast eigi fvr við, en Central bankinn nýi yrði þjóðeign; að þessu atriði er vikið í stjórnarboðskapnum, og þarf eigi að efa, að gengð verði svo frá máli þessu á þingi, að fullnægt verði loforðum flokksins og yfirlýstum vilja þjóðarinnar. Frumvarp til laga um breytingar á stjórnskipulögunum, British North America Act, verður og borið fram, er meðal annars kvéður á um það, að hið canadiska þjóðþing skuli hafa vald til ^líkra breytinga. Meðal þeirra nýmæla, er krefjast stjórnarskrár- breytingar, eru hin fyrirhuguðu lög um skip- un nefndar, er hafa skuli eftirlit með lánum fyrir sambandsstjórnar og fvlkisstjórna hönd. Þá gerir og stjórnarboðskapurinn ráð fyrir Jiví, að skipuð skuli allsherjamefnd við- víkjandi atvinnumálunum, er að því starfi í samráði við fvlkin, að opna nýjar leiðir til at- vinnu, samræma atvinnubótalöggjöfina ásamt reglugerðum og ákvæðum um úthlutan at- vinnuleysisstyrks. Ráðstafanir verða einnig teknar til veradunar þjóðbrautakerfinu, Canadian Nat- ional Railwavs, þannig, að þingið hafi ó- bundnari hendur starfrækslu þeirra og yfir- umsjón viðvíkjandi, en viðgekst á undanförn- um árum. Þjóðin horgar brúsann, ef illa lán- ast reksturinn. Og því ætti þá ekki þingið að hafa sem frjálsastar hendur, að því er viðkemur framkvæmdum jafn umsvifamikils fvrirtækis og þjóðbrautakerfið er? Með það fyrir augum, að draga úr út- gjöldum sem frekast má verða, ráðgerir stjórnin að steypa saman ýmsum deildum, svo sem náma og innflutningsmála deild, og umsjón Indíánamálefna, er ganga skal undir nafninu Department of Natural Resources, er Mr. Crerar veitir forustu. Hið endurskipaða samgöngumálaráðuneyti, er nefnt verður De- partment of Transports, innibindur jafn- framt umboðsstjórn þriggja eða fjögra stjórnardeilda. Forustu þess ráðuneytis hefir með höndum, Mr. Howe, þingmaður Port Arthur borgar. Af ofangreindum atriðum, sem í rauninni eru ekki nema örlítill hluti af þeim hinum mörgu og mikilvægu nýmælum, sem þingið fyrir atbehia núverandi stjórnar tekur til meðferðar, er auðsætt, að fjölbreytt verði um athafnir í Ottawa á næstunni. Munar um minna Eíftir skýrslu að dæma, sem birt var í blaðinu Winnipeg Free Press þann 8. þ. m., er Jtess getið, að á síðastliðnu ári liafi sú upp- hæð, sem erlendir ferðamenn eyddu í Mani- toha numið $5,683,000. Það munar um minna en slíka upphæð sem þessa, og er jafnframt auðsætt, hve mikilvægt það er, að búið sé sem allrá bezt í haginn fyrir ferðamanna- straum þann, er árlega kemur hingað, bæði hvað viðvíkur samgöngubótum, gistihúsum og annari fvrirgreiðslu. Tala þeirra farþegabíla, er hingað lögðu leið sína sunnan úr Bandaríkjum á árinu, nam 179,000, auk þess sem fyrirspurnir þaðan um skemtistaði hér og ferðaþægindi, fóru jafn- framt mjög í vöxt. Það er því sýnt, að því betur, sem búið er í hag fyrir þessa sívaxandi tek.julind fylkisins, þess meiri árangurs má vænta. Þó mest kvæði að ferðamannastraumnum frá Bandaríkjunum, kom hingað vitanlega mikill mannfjöldi úr öðrum áttum; bæði frá Evrópu og víðar að. MacKenzie King MAÐURINN OG AFREKSVERK HANS. Eftir John Lewis. (Sig. Júl. Jóhannesson þýddi) III. » Háskólinn og stjórnarþjónustan. A háskólaárum sínum gaf King sig all- mikið að þeim málum, sem almenning snertu. Ilann lagði sérstaka stund á stjórnfræði, og eftir að hann útskrifaðist í náttúruvísindum og lögfræði frá háskólanum í Toronto, hlaut hann styrk til þess að halda áfram námi í þjóðmegunarfræði við háskólann í Chicago. Það nám byrjaði liann veturinn 1896-97. Á meðan hann var þar ritaði hann fyrirlestur um iðnaðarfélög í Bandaríkjunum alment og annan um alþjóða prentarafélög. Hann hafði orðið gagntekinn af störfum og stefpum ýmsra þeirra, er að alþýðuheill unnu og vegna þess var það, að hann valdi sér bústað í hinu svokallaða “Hull House” á meðan hann var í Chicago. Var það stofn- un, sem mikið lét af sér leiða til líknar og lið- sinnis þeim, er erfitt áttu, og var forstöðu- kona þeirrar stofnunar Jane Addams, sem heimsfræg var fyrir mapnúð og hjálpsemi. Er ekki ólíklegt að þar hafi King orðið fyrir miklum áhrifum og góðum. En bústaðinn valdi hann sér þarna með því ákveðna augna- miði, að kynnast þeim störfum, sem sú stofn- un hafði með höndum og þeim anda, sem þar ríkti. Var þetta þó talsverðum erfiðleikum bundið, þar sem stofnunin var sjö mílur frá háskólanum. 1 bók, sem King skrifaði síðar og nefndi “Iðnaður og mannúð” kemst hann að orði sem hér segir, um reynslu sína meðan hann dvaldi að “Hull House”: ‘ ‘ Stofnunin sjálf, alt umhverfið og námið olli því að eg lærði að þekkja stórborgalífið með öllum sínum 1 jósum og litbrigðum; öllum sínum skýjum og skuggum. Eg tók t. d. eftir því hversu gjarnt útlendu fólki er til þess að hópa sig saman í sérstök hverfi eftir þjóð- erni. Eg veitti því einnig eftirtekt hvernig einstaklings heimili voru að hverfa úr sög- unn í vissum hverfum og í stað þeirra að rísa upp margbýlahús, þar sem fólkinu var hrúg- að saman eins og fé í rétt; þarna vandist það á að mætast og koma saman í drykkjustofum og veitingasölum. Þar var hlýtt og notalegt, en heima fyrir oft kalt og óvistlegt; þar var einnig talsvert um gleði og þar var áhyggjun- um kastað út í veður og vind. En áhrifin yfirleitt af þessu gerðu heimilin sjálf eins og pokkurs konar óvistleg varaskýli, sem skriðið var inn í, þegar veitingaskálunum var lokað. Áhrifin voru í hassta máta eyðileggjandi fyrir heilbrigt heimilislíf. Þá kyntist eg einnig lífi og líðan þeirra, sem löngum stundum vinna þrældómsvinnu á verksmiðjum og er svo úr hnefa skamtað þegar til launa kemur að “SkyrtusÖngurinn” hans Thomas Hood hljómar í eyrum manns ósjálfrátt og óvelkominn.—(Framh.) ( Tvœr barna og ung- lingabœkur i. Karl litli (saga frá Danmörk), eftir J. Magnús Bjarnason, með myndum eftir Jóhann Briem, listmálara. útgefandi: E. P. Briem, Reykjavík 1935. Verð: 5 krónur í bandi. Með æfintýrum sínum, sem prentuð hafa verið í íslenzkum límaritum austan hafs og vest- an, hefir J. Magnús Bjarnason, skáldsagnahöfundurinn vinsæli, unnið séi; hefðarsess nleðal ís- lenzkra æfintýraskálda. Myndi það enn augljósara, væri nefnd- um æfintýrum hans safnað í einn stað, og á hann þó fleiri þeirra óprentuð í fórum sínuin. Karl litli, sem hiklaust má telja einhverja allra merkilegustu og sérkennilegustu æfintýrasögu frumsamda á íslenzku, þokar Magnúsi ennþá innar á bekk slikra skálda vorra, svo að fáir einir þeirra koma þar til sam- anburðar. Einar H. Kvaran rit- höfundur talar því ekki út i b!á- inn, fremur en vænta mátti, þeg- ar hann segir, að saga þessi sé “samboðin hverju heiinsfrægu æfintýraskáldi.” (Vestan um haf, hls. XLVIII). Eigi er því heldur að leyna, að við lestur Iíarls litla hefir hugur minn hvað eftir ann- að hvarflað að slikum hókum sem Alice i undralandi (Alice in Won- derland) og Njáls sögu þumalings á fcrð um Sviþjóð (Nils Holgers- sons underbara resa genom Sver- ige) eftir Selinu Lagerlöf, sem háðar eru, eins og alkunnugt er, meðal úrvalsrita heimsbókmenta barna og unglinga. Kfirl litli segir frá járnbrautar- ferð lítils drengs yfir á Drauma- mörk og æfintýrum þeim, sem hann ratar í á því viðburðarika ferðalagi. Auðvitað er hann, eins og aðrar söguhetjur Magnúsar, íslendingur að uppruna, en á heima í “einni íslenzku nýlend- unni í Manitoba.” Ferðasaga hans er hráðskemtileg, auðug að fjörugum og furðulegum frásögn- um, sem svala æfintýraþorsta ungmenna og gefa útþrá þeirra byr undir vængi. Er það á færi þeirra einna, sem gæddir eru af- burða hugmyndaflugi, að semja slíka bók; en Magnús hefir marg- sinnis áður sýnt, að hann á þá gáfu í óvenjulega ríkum mæli. Og í veröld draumanna, þar sem þessi saga gerist, getur hann gef- ið ímyndun sinni lausan taum- inn; hún vængbrotnar þar ekki á veggjum rúms og tíma, né brýtur lög veruleikans, eins og menn venjulega skilja það orð. Inn í frásögnina fléttar höf- undurinn, smekklega og sníðug- lega, vísur, kvæði, gátur, og jafn- vel heil æfintýri, eins og sögurnar af Ein-Birni og bræðrum hans og Mjallhvít. Kennir hér því margra grasa, og þeirra góðra. Þá mun ungum lesendum ekki þykja ó- skemtilegt, að ganga á skóla með Karli litla í Draumamörk, fara með honum í leikhúsið á gamlárs kvöld, eða taka með honum þátt i taflinu milli Ljósálfa og Dökk- álfa. Þó grunar mig, að þeim þyki hvað mestur matur í því, að ferðast með Karli og “Santa Claus” í svifhröðu loftskipi hins síðarnefnda allar götur til Norð- ur-heimskautsins, og síðan land úr landi. Ber margt 'fvrir augu í þeirri för, svo að hún verður ágæt kenslustund í landafræði, eins Iangt og lýsingin nær. Og það er svo sein sjálfsagt, að þeir ferðalangarnir komi við á ís- landi. f bréfi til mín ber höfundur bókarinnar nokkurn kvíðboga fyrir því, að sjónleikurinn, sem Karl litli sækir á Draumamörk, og lýsingin á taflinu milli Ljós- álfa og Dökkálfa, muni J>ykja langorðar og óskemtilegar. Litil hrögð held eg verði að því; hitt kann satt vera, að gamla laga- frnálið íslenzka, sem notað er í málssókninni i sjónleiknum, verði unguin lesenda torskilið; en vitanlega er það sett þar til fróð- leiks, og fullorðnum ætlað að skýra það, eins og annað það i sögunni, sem skýringaþurfi kann að vera. Sem annarsstaðar í ritum Magnúsar, eru íslandsást hans og metnaður hans fyrir hönd landa hans fagurlega skráð á spjöldum þessarar bókar. “Blessuð ís- ~>o<----->o<----->o:----->n<- Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Yaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verziunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG Cbc lenzka lóan” er í flokki fuglanna í aldingarðinum fagra á Drauma- mörk. Brúða Mjallhvítar er “ljóshærð og bláeyg.” Og sjálfur er Karl litli stoltur af þvi að vera íslendingur, og strengir þess heit ávalt að vera það, þó hann ætli að eiga heiina æfilangt vest- ur í Canada. En þrátt fyrir það, að saga þessi ber ósvikið íslenzkt ættar- mót, kemur það víða fram í lýs- ingum og samlikingum, að hún er rituð í erlendu umhverfi, og eykur það á gildi hennar í ís- lenzkum bókinentum. Eru hér nokkur dæmi þess: “Og eldflug- uriiar komu á kreik stuttu eftir sólsetur, kveiktu á töfralömpun- um og leituðu um allan skóginn að huldum fjársjóðum.”—“Skóg- arrunnarnir og hólarnir og tjarn- irnar og húsin þutu fyrir glugg- ann — þutu og þeystu og hentust, etns og ólmir og tryltir bronkó- folar, og hlupu i felur.” — “ ‘Ding dong!’ sagði koparklukkan stóra, sem húkti á gufukatlinum eins og froskur á vatnsósa trédruinb.” Æfintýrasaga þessi er því fjöl- hreytt mjög að efni, og í heild sinni prýðisvel sögð. Eins og slíkri sögu hæfir, er hún fræð- andi og göfgandi að sama skapi. Þar er hvarvetna heitur undir- straumur góðleiks og mannástar. Heilræðin, sem kennarinn í Draumamörk gefur nemendum sinum, eru meðal annars á þessa leið: “Opnið aldrei hjötu ykkar fvrir þeim, sem býður ykkur nýja lampa fyrir gamla, milligjafar- laust.” — “Verið æfinlega góð.” Og Karl litli vinnur sigur á Dökk- álfum, af því að hann er hrein- hjartaður.” Enda má með sanni segja um höfund umræddrar bókar líkt og Thomas Mann, þýzki rithöfund- urinn heimsfrægi, sagði nýlega um Selmu Lagerlöf, að hjarta- hreinleikur hennar og göfgi gerðu ritsnild hennar stórum aðdáun- arverðari. Getið skal þess, að þó Karl litli sé nýkominn á bókamarkaðinn, er ferðasaga hans samin fyrir eitthvað 17 árum, þegar höfund- urinn átti heima norður í Mani- toha. En bót er i máli, að þegar bók þessi loksins kemur í hlað, er hún sparibúin, því að vandað hefir verið til útgáfunnar, og hún er prýdd fögrum myndum eftir Jóhann Briem, listmálara. Þorsteinn Skáld Erlingsson komst svo að orði, að því liefði aldrei verið spáð um Álftanes “að ættjörðin frelsaðist þar.” Þeir, sem dómlátastir hafa verið um íslenzka bókmentaiðju í Vestur- heimi (og hamingjan veit, að þar er mislitur sauður í mörgu fé), hafa eflaust ekki búist við því, að einangraðir og önnum hlaðn- ir íslenzkir rithöfundar norður við Manitobavatn ættu eftir, að auðga íslenzkar bókmentir að gagnmerkum ritum í óbundnu máli: J. Magnús Bjarnason með þessari óvenjulegu æfintýrasögu sinni og Guttormur .1. Guttorms- son með leikritum sínum, að ó- gleymdum öðrum merkisritum þessara höfunda. En leikrit Guttorms kallar ungur leikrita- fræðingur og rithöfundur heima á fslandi, Lárus Sigurbjörnsson, “merkilegt fyrirbrigði í íslenzk- um bókmentum,” í nýprentaðri ritgerð um þau í “Lögréttu.” Og hann leiðir þar rök að því, að þau hafi orðið til “úti á Nýja ís- landi samtímis eða jafnvel á und- an stórmerkilegri stefnu í leik- ment Norðurálfu og Ameríku.” Með öðrum orðum, að Guttormur hafi með þessum leikritum gerst brautryðjandi i leikritagerð. Og vel sæmir okkur þá, vest- mönnum, að hlynna að þeim í okkar hóp, sem svo eftirminni- lega hafa haldið á lofti merki okkar á ritvellinum; Jiví að fátt er sann-listrænni lund óvænlegra til þrosléa heldur en tómlætið. II. Til Færeyja. Ferðasaga ís- lenzkra skóladrengja vorið 1933, eftir drengina sjálfa. Reykjavík 1934. Verð: 2 kr. i kápu. Eins og segir í inngangskafl- anum að þessari hók, þá er hún einstæð í íslenzkum bókmentum —“fyrsta bók, sem íslenzkir barnaskólanemendur gefa út.” Og ekki verður annað réttilega sagt, en að myndarlega sé hér farið úr hlaði, bæði í efnisvali og frásagn- arhætti. Vorið 1933 fóru 26 drengir úr Austurbæjarskólanum í Reykja- vik í kynnisför til Færeyja, og er þetta ferðasaga þeirra. Farar- stjórar voru kennararnir Aðal- steinn Sigmundsson og Stefán Jónsson, er rita sína greinina hvor, en að öðru leyti hafa dreng- irnir sjálfir skrifað sögu ferðar- innar, með þeim hætti, að 18 þeirra hafa hver um sig samið einn þátt hennar. Um það farast 'Aðalsteini Sigmundssyni svo orð í inngangsgreininni: “Vegna þeirra, sem halda, að slíkir nem- endur geti fátt unnið sjálfstætt, skal það tekið fram, að drengirn- ir hafa samið greinar sinar alveg hjálparlaust, og eru þær prent- aðar hér eins og þeir ganga frá þeim, nema ritvillur leiðréttar.” Ennfremur skal bent á það, að allir voru drengirnir á fermingar- aldri. En þeir hafa bersýnilega haft augun hjá sér þessir ungu is- lenzku utanfarar, og segja skemtilega og lipurlega frá þvi, sem fyrir sjónir bar og á daga þeirra dreif á ferðalaginu. f gagnorðum frásögnum er hér lýst ferðinni sjálfri, heiman og heim, Færeyjum og Færevingum, mentastofnunum og merkisstöð- um i landi l>ar, atvinnubrögðum og þjóðlifi. Mikinn fróðleik er því að finna í ferðasöguþáttum þessum. um færeyska frændur okkar, land þeirra, lif og sögu. En óhætt mun mega segja, að ís- lendingar hafi ekki fyrri en á síð- ustu árum gefið þessari náskvldu nágrannaþjóð sinni verulegan g a u in, merkilegri menningu hennar og sjálfstæðisbaráttu. Tíðrætt verður drengjunum að vonum um gestrisni Færeyinga, því að alstaðar áttu þeir þar hin- um glæsilegustu og ástúðlegustu viðtökum að fagna, var tekið sem beztu bræðrum. Annaðist “For- oya Kennarafélag” að miklu leyti móttökurnar, en af einstöku mönnum áttu þar stærstan hlut að máli þeir kennararnir Rikard

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.