Lögberg - 13.02.1936, Page 7

Lögberg - 13.02.1936, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. FEBRUAR, 1936 7 MINNINGARORÐ / Þann 4. sept. síÖastl. andaðist a'Ö heimili sínu, Akra, N. Dak., Halldór Ólafsson Anderson, fæddur 14. maí 1869. Foreldrar hans Ólafur Árnason og Margrét Halldórsdóttir ættuð úr Norður-Múlasýslu. á Islandi, er hann dáinn fyrir mörgum árum, en nióðir hans lifir í hárri elli á Gimli, Man., gáfuð kona og hin mesta kvenhetja. Systkini Halldórs eru sex á lifi: Guðrún (Mrs. J. T. Johnson), Kuroki, Sask.; Hildur, (Mrs. O. Smith), Winnipeg; Jón, Winnipeg; Árni, Seattle, Wash.; Tryggvi, Ilensel, N. Dak. og Björgvin, Byers, Colo. Fósturdóttir þeirra hjóna, Ingibjörg, er gift Árna Schev- ing, lifa þau í Pembina, N. Dak. Legar Halldór heitinn var sjö ára gamall fluttu foreldrar hans til Ameríku, dvöldu fyrstu 5 árin í Nýja-íslandi eitt ár i Winnipeg, en fluttu svo árið 1882 til Hensel, N. Dak., tóku heimilisrétt á landi 4 mílur norðvestur frá nefndum bæ, og ^juggn þar þangað til faðir hans dó. 12. marz 1908 giftist Halldór eftirlifandi konu siuni, Sigurlaugu Rögnvaldsdóttur frá Óslandi í Skagafirði, var hún honum hin ágætasta kona alla þeirra samverutíð. Hér verður ekki skrifuð æfisaga, heldur aðeins nokkur minningarorð. Halldór var hinn mesti myndarmaður, í sjón og reynd, svaraði sér vel á allan vöxt; hann var heilsusterkur alla æfi. Því kom það ástmennum hans og vinum nokkuð á óvart, þegar hann fyrir 6 árum svo að segja misti heilsuna, þó hann að vísu væri við bú sitt næstu 4 árin, þá var það meira af vilja en mætti. Fyrir 2 árum seldu þau lausafé og leigðu jörðina, því heilsu hans var þá svo komið að hann treysti sér ekki að vera lengur við búskap. Fluttu þau þá til Akra, N.D.. Ágætara fólk og nágrenni gátu þau ekki fengið, kom það bezt í ljós í sjúk- dómslegu hans, þó auðvitað fleira gott fólk ætti þar hlut að máli. Þau hjónin Halldór og Sigurlaug bjuggu hinu mesta blóma- búi á eignarjörð sinni t\l/2 mílu norðvestur af Hensel um mörg ár. Skorti þar ekki neitt af neinu; nutu þess líka bæði menn og málleysingjar; honum þótti vænt um húsdýrin sín, átti fallega hesta og fór vel með þá. Gestrisni þeirra hjóna var viða rómuð; þeim var ánægja i því að hafa gesti hjá sér, þau voru samtaka í því, eins og svo mörgu öðru, að láta þeim líða vel, enda veittu þau af rausn og alúð gestum og gangandi. Halldór var greindur maður, hægur í framkomu, framsýnn í ráðagerðum og tillögugóður um öll málefni, aldrei margmáll, hvort sem um kirkjumál, skólamál eða önnur héraðsmál var að ræða, þá lagði hann ætið það eitt til, sem tékið var til greina. enda er það og verður drýgsti skerfurinn til sigurs allra góðra málefna. Hann bað aldrei um neitt handa sjálfum sér, heldur var hann i ýmsum embættum — formaður bæði sóknar- og skólanefndar, ásamt mörgu öðru — af því menn treystu honum og vissu að hann myndi vinna vel hvaða verk, sem honum væri falið að inna af hendi. Hann var sannur íslendingur, mintist ættlandsins ávalt með hlýhug og virðingu; keypti blöð og timarit, fylgdist því vel með í því sem gerðist í islenzku þjóðlifi; jafnframt var hann hinn mesti styrktarmaður bygð sinni og samtíðarmönnum og ágætur borgari í orðsins beztu merkingu. Þetta eru í fáum dráttum æfiatriði þessa látna, prúða manns, en það vita bezt hinir mörgu kunningiar hans að fornu og nýju, að minningarnar, sem hann skilur eftir eru ótal margar og hugljúfar. Hann var félagsmaður góður, áreiðanlegur í öllum viðskiftum, óhlutdeilinn og óeigingjarn. Þessvegna geymum við minningu hans hreina, því hún er sveipuð þeim björtu geislum, sem góður maður skilur jafnan eftir í hugarheimi allra, sem stutt eða lengi hafa verið samfylgd. armenn á liðinni æfi. Við minnumst æfi hans og starfs í sveit- inni sem hann lifði lengst í, og þótti svo vænt um, me^ þakk- læti og virðingu. Tarðarför hans fór fram 7. sept. á yndisfögrum haustdegi; heiðruðu útför hans, eigi aðeins flestalt bygðarfólk, heldur líka f jöldi fólks víðsvegar að. Séra Haraldur Sigmar og séra Stgr. Thorláksson héklu skilnaðar og kveðjuræður. A. M. A. Það freistar min að tala um leiksviðslýsingar G. J. G. Þær eru margar hverjar svo einkenni- lega látlausar og fagrar, að það er leit að jafn stílhreinum lýsing- um og sér í lagi í íslenzkri leik- ritagerð, þar sem flestir höf. láta sér nægja að raða hlutunum nið- 11 r, svo þeir verði leikendum ekki að fótakefli og láta svo leikstjór- ann um stílinn. Tökum leiksviðið í “Skugg- inn”: Breitt stræti-—talsímastaur við gangstéttina—þverstræti upp til hægri—stórt leikhús á horninu— hliðin gluggalaus og dyralaus snýr fram. Hér er það talsima- staurinn og húsgaflinn, sem skapa myndina, en hún væri steindauð, ef ekki ljósa- og skuggaskifting, skörp og bitur, inótaði stílinn. Þannig sér leikritaskáld leik- sviðið, en “expressionisminn” hel'ir hjálpað G. J. G. yfir þann þrepskjöld, sem margir stranda á, að skoða leiksviðið sem smækkaða landslagsmynd og ekkert annað. Fleiri leikssviðslýsingar mætti nefna, eii nú vil eg víkja talinu að þvi leikritinu, sem að mínum dómi er langbezta leikrit safns- ins og með því bezta af því tagi, sem skrifað hefir verið á íslenzku. Það er leikritið “Hringurinn.” Leiksviðið er: Greniskógur í óhygð; limið er þakið snjó; greinarnar hafa hnigið undan snjóþyngslunum og drjúpa; grenstu trén hafa bognað niður. Djúpur snjór er á jörð. Þetta er nótt, snemma vetrar. Aftur glögglega séð svið ineð miklum möguleikum fyrir slýngann ljós- mcistara! Efnið er þetta: ' Faðir og tveir synir hans eru viltir í skóginum, þreyttir af göngu og eldsneytis- lausir. Móðirin er heima yfir fleiri börnum þeirra hjóna í bjálkakofa í skóginum í eina rjóðrinu, sem þar er. Þeir eru aðframkomnir og leggjast fyrir í snjónum, þegar móðirin finnur þá. Hún hefir farið að heiman, frá börnunum við arineldinn, til að leita þeirra. Nú hefst ný ganga og sviðið er autt um stund. Þá koma úlfar, sem runnið hafa í spor feðganna og hverfa út af sviðinu í humáttina á eftir fólk- inu. Og aftur er sviðið autt um stund og ekkert heyrist nema frostbrestirnir og skrjáfrið í skóginum og þá kemur fólkið aftur hinummegin frá og verður guðsfegið að finna “nýleg manna- spor og hunda” ) snjónum. Nú er það móðirin, sem hefur foryst- una. “Þeir mega ekki fara langt á undan okkur. Við skulum rekja sporin,” segir hún—hring- urinn er lokaðiy. Það hvessir. Fönn hristist af trjánum. Sýnin verður alhvit. Er hér ekki lýst hinni eilífu hringrás mannlífsins? Maðurínn reikar í sömu villigöturnar, hvort heldur vizkan eða ástin leiðir hann. Og framþróunin? Fram- vinda lífsins! úlfaspor í snjón- u m. Tíu leikrit (Framh. frá bls. 3) áttan i einni sál. “Expression- isminn er sú andlega hrifning, sem metur meir innri áhrifin en ytra lífið.” Og G. J. G. er í ívlsta máta sammála. Það kem- 11 r manni þá ekki á óvart, að G. J- G. notar viða tækni i tilsvörum, sem er fjarlæg öllum raunvéru- leika. Hið þekta bragð, að láta persónurnar tala framhjá cða utan við efnið, eins og þær töluðu við ósýnilega þriðju persónu eða í hött, kemur víða fyrir, mis- jafnlega vel heitt. Og í sumum tilsvöruin er beitt áhrifum lita, aðallega með ljósi og skugga, en ekki eingöngu leitað eftir tilfinn- ingaalirifum, svo sem gleði, sorg, °. s. frv. Það verður glögt í leikn- 1,111 ‘Skugginn,” í raun og veru, léi'kur ljóss og myrkurs, lifs og danða. Unglingurinn segir: “Já. yið erum að hiða eftir dauðanum. ókunnur sjómaður, sem kom af svarta fólksflutningsskipinu, l'ór áðan hér um strætið og kallaði: ‘Dauðinn. fer hér um í nótt’.” Og i niðurlagi leiksins eru þessi orðaskifti milli öldungsins og hins blinda: öld.: “Eg sá skugga dauðahs á veggnum.” Sá bl.: “Eg fann skugga dauð- ans hvíla á mér.” öld.: “Dauðinn fer einatt á bak við okkur. Við sjáum bara skuggann.” Sá bl.: “Það er Ijós hinumegin við dauðann, annars sæist ekki skugginn.” Menn taki eftir “svarta fólks- flutningsskipinu” og hvernig “skuggi” og “dauði” skiftast á i niðurlaginu, þar til alt í einu kemur “Ijós” í langri setningu, þar sem einu áhrifsorðin eru “ljós” og “skuggi.” Sum leikritin, en flest eru ör- stutt, eru ekkert annað en bolla- leggingar höf. um ýms efni, og eru þau lökust, enda þótt þar sé margt mælt af mannviti og spak- mæli innan um. En öll eiga leik- ritin sammerkt í því, að það myndi ákaflega miklum erfiðleik- um bundið, að sýna þau á leik- sviði, eins og hér háttar, svo vel færk á. Og þó er það einkenn- andi fyrir höf. þeirra, hve glögg- ur hann er einmitt á leiksviðsum- gerðina, en hann krefst svo mik- ils, að það er vandi að upfylla kröfur hans, nema þar sem ö!l tækni, og sérstáklega Ijósata'kni, er á háu sligi. f þessu leikritskorni kemur fram lægnasta tækni G. J. G. til að skrifa “expressionistiskan” stíl i drama. Persónurnar heita hér engum sérstökum nöfnum, frekar en víðast í þessu safni. (Enn eitt einkenni hins “expres- sionistiska” vilja, þó á yfirborð- inu sé). Yngri sveinninn, eldri sveinninn, faðirinn og inóðirinn eru gjörendur, að ógleymdum srijónum, trjánum, úlfunum og umfram alt hljóðunum í skógin- um og bregðandi birtu, í þessari stílhreinu, lífrænu heild, sem lýk- ur með alhvitri sýn: Dauða. Með jafngóðri undirbyggingu og yfirsýn höf. er, hefði hér skap- ast fullkomið drama i “expres- sionistiskum” stil. En á því eru nokkrir brestir, að undirbygging- in sé eins góð og á verður kosið. Hér má engu muna, og á einum stað a. m. k. er setningtt of auk- ið. (Faðirinn: Hann talar eins og hann hefði vaknað annars- ftaðar en Jiar sem hann hefði háttað). En hortitt má ekki finna í neinu listaverki. Annars nær G. J. G. einkennilega sterk- um hlæ, þegar hann lætur per- sónurnar “tala úr í hött,” þ. e. Jiegar hver rekur sinn þankaferil og samræðan verður og þegar tveir útlendingar leitast við að tala á sama málinu án fullkom- ins skilnings. Yngri sveinninn er að krókna úr kulda og hann sér sýnir’ gersamlega óskiljanlegar hinu fólkinu. Mér hefir verið sagt, að salan á “Tíu leikritum” Guttorms hafi gengið heldur stirðlega. Leikrit eiga nú að visu ekki upp á pall- horðið hjá oss íslendingum, hvað sölu snertir, og það aðallega at því, að vér kunnum, enn sem komið er, ekki að lesa þau, þo leitt sé til frásagnar. En þessi leikrit Guttorms J. Guttormsson- ar eiga það skilið, að bókasöfn og lestrarfélög útvegi sér þau, ef ekki einstaklingar, því fyrir gæti komið, að forvitnin raLi menn til að kynna sér jafn merkilegt fyr- irbrigði í islenzkum bókmentum og þetta litla kver er, sem verður til úti á Nýja íslandi samtimis eða jafnvel á undan stórmerkilegri stefnu í leikment Norðurálfu og Ameríku.—Lögr. 1935. Lárus Sigbjörnsson. KVEÐJA til Búnólfs Marteinssonar frá skólafólki að Eyford, eftir þriggja ára samstarf, 1897. Þú bendir okkur braut á ljóssins slóðir, svo blitt og rétt með hreinan kær- leiks vott; þú varst sem faðir eða bezti bróðir, og baðst og hvattir alt að stunda gott. Þér fylgdi æ hin frjálsa og sanna gleði, því félagsskap vorn allan hefir bætt. Og ætíð hér méð hlýju vinar geði þú heíir bæði leitt og stutt 6g frætt. Vér kveðjum þig með hjörtun beygð af harmi; þú hefir liðna tið með blómum skreytt; þín endurminning blíð í vakir barmi, og burtu hana máð ei getur neitt. Farðu vel þú menta vinur mæti, er mest úr bættir vorri fróðleiksþörf. Farðu vel og Guð þín jafnan gæti og gefi blessist öll þín lífsins störf. Sigurbjörn Guðnm ndsson frá Víðirhóli á Fjöllum. 1 ÁVARP 1 STUÐLUM iflutt í silfurbrúðkaupi Sveins og Guðrúnar Grimsson, 25. janúar, 1936. (í nafni boðsgestanna) Þó svengi þjóð og sofi stjórn, hann sefur aldrei, Tíminn; og sumra lif er sígild fórn, en Sveinn er bóndi glíminn. Og Guðrún við hans vinstri hlið er valinkunn að dygðum. Og þau hafa mörgum lagt sitt lið, sem lifa í þessum bygðum. Já, það var fyrir fjórða’ úr öld, þau feldu hugi saman, og giftu sig um glóbjört kvöld, með gleðibros i framan. Og reistu hús, sem hér er enn, á hörðuin steinlims grunni; oft gestir voru margir menn og meyjar í þessum runni. Og hér í kvöld er húsið fult af heimafólki og gestum. Um fundarhöld þau fer ei dult, sem fólkið talar mest um. Og kvenfélagið Sólskin sá að sæmd var hér i veði, svo allir fóru á stúfa og stjá, til starfs með hjartans gleði. Og eins og til að þakka þeim og þeirra kosta að minnast, með bros og vinsemd hingað heim við hlupum, til að kynnast. Með hjartans óska sólskins sveig, því silfur fanst ei heima. En gott er að fá sér góðan teig Af góðu kaffi, og dreyma. En það er eitt um þessi hjón, sem þarf og á að segjast, að þau eru ung í anda’ og sjón, þó árin séu að teygjast. Og enn er nóg í ask og skál, og engin þurð um gæði. Og enn þau tala íslenzkt mál, og elska söng og kvæði. Án prests er engin gifting gild, að gönilum kirkjulögum, En lifsins eðli er ástin skyld, frá eilifð — skráð í sögum. Fyrst hér er enginn hempu-þjónn msð hreinleik messu dygða, við krýnum samt vor silfur-hjón með sveigum nýrra trygða. \’ið landsfólk þeirra, í þessurn bæ, nú þökkum liðnu árin, með sigur-óskum sí og æ, þó silfurlitist hárin. Og eftir gengna gæfubraut þau gullbrúðkaup sitt haldi, og friður Guðs þeim falli í skaut með fegurð kvöldsól tjaldi. Þ. K. K. GEFINS Blóma ög matjurta frœ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRTFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Frœið er nákvcemlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar 1937, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (í hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið työ söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjaid hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnih nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BEHTS, Dctroit Dark Rcd. The best all round Beet. Sufficient seed for 20 feet of row. CABBAGE, Enkhuizcn. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CARltOTS, Half Ijong Chantcnay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 60 feet of row. CTJCtJMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. IÆTTUCE, Grand Rapids. I-oose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. DETTUCE, Hanson, Hcad. Ready after the Leaf Lettuce. OXION, Tellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONIOX, White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PARSNIP, Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 60 feet of drill. PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drill. TOMATO, Earliana. The standard eariy variety. This packet will produce T5 to 100 plants. TURNIP, White Sumtncr Tahle. Early, quick-growing. Packet will sow 2 5 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surpidse Flower Mivt urc. Easily grown annual flowers bleníed for a succession of bloom. SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW BEAUTIFUD SHADES-----8 Regular full size packets. Best and newest shades in respective color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet Pea List also. SEXTET QUEEN. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink. Five and six blooms on a stem. WELCOME. DazDzling Scarlet. WHAT JOY. A Delightful Cream. AIRS. A. SEARLES. Rich Pink BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red. SMILES. Salmon Shrimp Pink. RED BOA’. Rich Crimson. No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets EDGING BORDER MTXTURE. MATHIOLA. Evening scented ASTERS, Queen of the Market, stocks. the earliest bloomers. MTGNONETTE Well balanced BACHELOR’S BUTTON. Many ^voX new shades. CALENDULA. New Art Shades. NASTURTIUM. Dwarf Tom CALIFORNIA POPPY. New Thumb. You can never have Prize Hybrids. to° “"f Nasturtiums. CLARKIA. Novelty Mixture. PETUNIA. Choice Mixed Hy- CLIMBERS. Flowering climb- brids. ing vines mixed. POPPY. Sliirley. Delicate New COSMOS. New Early Crowned Art shadeg. and Crested. EVERLASTINGS. Newest shades ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. mjxe(j. Newest Shades. No. 4—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood (Large PARSXIPS, Early Short Round Packet) (Large Packet) CABBAGE, Enkhulzen (Large RADISH French Breakfast Packet) (Large Packet) ____ „ „ T TURNIP, Purple Top Strap CARROT.Chantenay Half Long Jx?af (Larg6' pacJ). The (Large ac e ) early white summer table ONION, Yellow Globe Danvers, turnip. (Large Packet) TURNIP, Swede Canadian Gem LETTUCE, Grand Rapids. This (Large Packet) packet will sow 20 to 25 feet ONION, White Piekling (Large of row. Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $.........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.: Nafn ................................................ Heimilisfang ........................................ Fylki ................................................

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.