Lögberg - 20.02.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.02.1936, Blaðsíða 3
LÖGKBEROr, FIMTUDAGINN 20. FEBRÚAR 1936 ■* -• 3 EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS NOTIÐ NUGA-TONE pau hin ýmsu eiturefni, er setjast atS í líkamanum og frá meltingarleysi stafa, j verða að rýma sæti, er NUGA-TONE kemur til sögunnar; gildir þetta einnig um höfuðverk, o. s. frv. NIGA-TONE vísar óhollum efnum á dyr, enda eiga miljönir manna og kvenna þvl heilsu slna að þakka. Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE í ábyggilegum lyfjabúðum. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. en skóli hinnar íslenzku náttúru og umhverfis. I'ar kemst enginn dofinskapur aÖ, ekkert mók né hengilmænuskapur. I lin ströngu fangbrögð Ægis, og hin ægilegu hjaðningavíg við vanstilt veðráttufar, frost og funa, skera úr um karlmensku manna og þrek. I’eir, sem standast þetta próf eru vel geröir að andlegu og líkamlegu þreki. Það getur naumast verið nokkr- um vafa undirorpið, að þeir, sem fluttUst til þessa lands, voru vel lærðir í þessum stranga skóla; létu ekki hopast fyrir nokkrum örðug- leikum, lögðu hendina á plóginn með röggsemi, á kvíslina eða öxina, eða hvert það verk, sem lá fyrir. Og ahrifin frá hinum gullvægu sögum °g ljóðum liðinna tíða, skapaði ein- urð og kjark í hverri þraut. Undan. hald gat ekki komið til mála. Þeir, sem voru hér fyrir fullir hleypidóma gegn hinum íslenzku innflytjend- um, urðu þó að rýma til fyrir þeim á ýmsum svæðum. Vilji menn svipast um á hinu and- lega umhverfi þessara manna heima, verða fyrir'manni ýmsir örðugleik- ar gegn trúarlegri uppfræðslu; f jar- lægð messustaða, messuferðir iðu- lega hættulegar, einkum að vetri. Misjafn bókakostur og sunnudaga- skólar óþektir. En kristileg uppfræðsla unglinga var lögskipuð; klifu menn þritugan hamarinn að gegna því boði, og stunduðu af öllum huga að gróður-' ^etja kristilega þekkingu hjá börn- unum, þegar frá fyrstu tið og frarn yfir f ermingaraldur; fermingar undirbúiiingur var langur og ræki- legur. Ferming talin sjálfsögð. Húslestrar voru daglega lesnir frá veturnóttum til hvítasunnu á rúm- helgum dögum, og á sunnudögum var lesið allan ársins hring. Að ólöstuðum messufundum og 'oðrum athöfnum, mega húslestrarn- ir vafalaust teljast fullkomnasta og hlessunarríkasta uppfræðslu aðferð- ln- Iðulega fóru húslestrarnir fram að loknu dagsverki. Sjóhraktir og snjóbarnir komu menn til náða eftir langt og örðugt dagsverk. Menn gleymdu raunum dagsins með því að iæina huganum inn á svið andlegra hugsana; menn hófust upp úr köldu '°S smámunalegu og hversdagslegu a>mstangi daglegra starfa. Menn fundu til andlegs frumburðarréttar síns. Þrátt fyrir þrumurödd óveðursins á þakinu; þrátt fyrir hinar döpur- legu skammdegisnætur og einveldi grimmrar vetrar veðráttu, fékk þó bjartur og vermandi vonargeisli bor. ist inn í brjóstið. Menn litu álengd- ar hin björtu og sól-hlýju lönd. Þaðan bárust hlýir vonargeislar, sem gerðu bærileg misjöfn lífskjör. Eg held að skáldið hafi talað út úr hugum margra: “\rona eg bráðurn líði leið, létti kvíða, öðlist frið sálin þjáð í döprum deyð, og dagar betri taki við.” • fúslestrarnir voru skólar í and- legum efnutn. Sjálfsagt var fyrir a,la innan heimilisins að njóta upp- fræðslu, sem gátu komið því við. Stundirnar voru á þriðja hundrað, s°m voru látnar ganga til þessarar nPpfræðsIu ár hvert. Utan heimil- isins tiðkaðist það, að iðulega var lesið í sjóbúðum þegar því var kom. íð við. Áhrifin af þessari guðræknisiðk- an leyndi sér ekki: Menn námu fjölda yndislegra sálma og greina úr Guðs orði, sem reyndist óbrigðult veganesti yfir torfærur til daganna enda. Á hinum margmennu íslezku heimilum skapaðist samúð og vin- átta, sem fylgdi mönnum til grafar. Hjúin stunduðu yerk sín með ein-_ í t lægri trúmensku og báru hag heim- ilisins fyrir brjósti, og báru virðingu fyrir húsbændutn sínum. Húsbænd- ur stunduðu að búa vel að hjúum sínum og láta þeim líða vel. Einlæg alvara ríkti gegn adlegum efnum'; tryggleiki loforða og skuld- bindinga; stöðuglyndi í hugsun og stefnu. Landið, sagan og lífskjörin hvöttu til þessa. Fæstir voru miklir hrifningamenn af augnabliks áhrif- um. Sértrúarfldkkar og nýjungamenn aðrir fengu lítinn byr skoðunum sínum. Menn bjuggu við rnargra alda arf, sem aldrei brást. Með því að breyta um lífsskoðun, vissu menn hverju var slept, en ekki hvað var hrept. Marggróinn feðra-arfur og eigin at- hugun leiðbeindi tilfinningu manna á heilbrigða leið og skapaði þrótt- mikla lífsskoðun. Ahrif hins íslenzka umhevrfis leyna sér ekki, þegar komið er hér- lendis; stórkostleg framkvæmd i verklegum efnurn og reisuleg guðs- hús og líknarstofanir er talandi vott- ur. Andinn var ekki látinn víkja fyr. ir efninu; heldur studdi það hvað annað. Ekki voru frumbýlings kofarnir fyr komnir upp en farið var að efna til kirkjubygginga, eða til skólahúsa eða samkomusala. Það er ekki skoðun mín, að vér, sem tökum upp störf frumbýling- anna séurn ættlerar, þótt vér ekki gætum sýnt eins miklar frarn- kvæmdir til andlegra og efnislegra hluta eins og sýna verk þeirra. Frumbýlingsárin gera hærri kröf- ur til manna en seinna meir, þegar menn eru búnir að koma sér fyrir. Eg trúi því staðfastlega, að ef vér, sem nú lifum hefðu verið skoraðir á hólm eins og feður vorir, eins út- búnir eins og þeir, að þá hefði komið í ljós hjá oss kraftur í köglum. Frumbýlingsárin eru liðin og þrautir og raunir frumbýlinganna gleymdar um of og atvik þeirra mörg, sem væri gaman að eiga til minnis.—(Framh.) Frá Edmonton Herra ritstjóri Lögbergs, Winnipeg. Heiðraði herra:— Eg skrifast á við marga kunningja mina f jær og nær, og allir biðja þeir um það sama: að skrifa sér eitthvað um, hvernig gangi með að setja á fót þessa Social Credit stjórn í Al- berta. Fólk, bæði hér og fyrir sunnan linuna, virðist vera mjög forvitið að fá fréttir um þetta, svo eg tek það ráð að svara öllum þessum tilmælum í einu, í Lögbergi, ef þú getur gefið þvi rúm þar. Eg hefi hugsað mér að skrifa nokkuð meira um gerðir þingsins í þessu máli, en það verð- ur miklu styttra mál en þetta, sem nú birtist. Eg reyni til að segja hér eins rétt frá og hlutdrægnislaust og eg hefi bezt vit á, jafnvel þó eg, eins og margir fleiri, hafi þá skoðun, að þessi Social Credit stjórn í Alberta sé að draga almenning hér á tálar. Vinsamlegast, S. Guðmundsson. STJÓRNMALIN t ALBERTA Eg gat þess nýlega i Lögbergi, að á ársfundi Bændafélagsins í Alberta (U.F.A.) sem haldinn var hér í Ed. monton nýlega, þá hafi fundurinn Siirnþykt í einu hljóði mótmæli gegn ákærum þeim, sem Aberhart-stjcrn. in hefir svo iðulega borið á hina fyrverandi bændastjórn, að hún hafi skilið við alt í svo mikilli óreiðu, að núverandi stjórn hafi ekki haft neinn tíma til að sinna sínum Social Credit niálum. Allur tíminn hafi gengið til þess að koma aftur í lag fjárhagsmálum fylkisins, og að alt hafi verið í svoddan “Mess” og “Muck” þegar þeir komu til valda. Alt þetta þurfi Social Credit stjórn- in að lagfæra, áður en þeir geti sint nokkrum öðrum málum. Að nokk. ur óreiða hafi átt sér stað af völd- um U.F.A. stjórnarinnar, neitaði fundurinn mjög ákveðið og skoraði á Mr. Aberhart, að sanna með rök- um þessar ákærur sínar, eða að öðr. um kosti taka þær allar til. baka, Nix hefir Mr. Aberhart svarað þessari áskorun á þá leið að hann hafi aldrei haldið þvi fram að neitt hafi fund- ist í embættisfærslu hinnar fyrver- andi stjórnar sem ekki hafi verið að öllu leyti lögum samkvæmt. Þetta “Muck” og “Mess,” sem hann hafi talað um, hafi stafað af frarn- kvæmdaleysi hinnar fyrverandi stjórnar, og vanrækt að halda fjár- málum fylkisins í lagi. Þegar þeir hafi tekið við stjórn, þá hafi þeir ekki aðeins fundið fjárhirzlu fylkis- ins galtóma og búið að skafa gat á botninn, heldur hafi líka lánstraust fylkisins verið minna en ekki neitt. Þetta sé á allra vitorði og þurfi því ekki frekari sannana við. Nú skýra U.F.A. þetta mál þannig, að tæming fjárhirzlu fylkisins og tap á láns- trausti fylkisins stafi alt frá draug þeim sem fylgja Mr. Aberhart og hans stjóm hafi vakið upp. Þessi draugur eða fylgja for- sætirráðherrans hafi farið að gera vart við sig í stjórnarbygging- unni í Edmonton, strax og nokkrar líkur voru til þess að Social Credit flokkurinn kææmist til valda. Þessi draugur hans hafi skotið öllum skelk í bringu, bönkunum og lánfélögun- um, svo ölluin frekari lánveitingum til fylkisins var neitað, þar til hin nýja stjórn væri tekin við völdum, og það væri sú stjórn, sem yrði að gera samninga um frekari lán, í framtíðinni. Þessi draugur hafði gert víðar vart við sig. Hann skaut skelk í bringu öllum þeim, sem áttu peninga sína í sparisjóði fylkisins, svo þeir ruddust þangað til að ná þeim út áður en þessi nýja stjórn tæki við völdum. Stjórnin hafði eins mikla peninga.í þessum sjóði eins og lög gera ráð fyrir að sé nauðsynlegt undir vanalegum kring. umstæðum, en ekki nóg til að borga allar kröfur svona fyrirvaralaust. Því varð stjórnin að loka spari- sjóðnum í bráðina. Hvort sem U.F.A. stjórnin hefði verið endur- kosin eða staðið hefði til að liberalar eða conservativar kæmust til valda, þá hefði engum komið til hugar að fara að draga peninga sína út úr sparisjóðnum, og engin fyrirstaða að stjórnin fengi nauðsynleg lán, eins og áður. Það er þessi draugur, vantraust, sem fylgir Mr. Aberhart og Social Credit stefnuskrá hans, sem hefir skapað honum al1a þá erfiðleika, sem hann á nú að stríða við. kjósendum sínum því, að sitt fyrsta verk, er hann tæki við völdum, skyldi verða það, að kalla til sín Major C. H. Douglas, sem er höf- undur ‘þessarar stjórnmálastefnu, 1 sem er við hann kend, og hann 1 skyldi strax byrja á því að korna hér á fót Social Credit fyrirkomulagi í Alberta. Hvað skeður svo? Major Douglas situr enn í Lon- don, og biður eftir því að fá köllun frá Alberta stjórninni, að koma og byrja á verki sínu. Aberhart for- ! sætisráðherra hefir allan þennan I tírna setið við fætur auðfræðings, ! sem honum var sendur frá auðvald- , inu í Austur-Canada, upp á þeirra ! eiginn kostnað, til að koma vitinu | fyrir forsætisráðherrann og kenna ; honum að stjórna fylkinu samkvæmt ; viðteknum kenningum auðvaldsins, 1 sem eru : “Sound rnoney financing,” j “Sanctity of Contracts” og “Bal- anced Budget,” og hefir Mr. Aber- j hart unnið að því “öllum árum” með | Mr. Magor, auðfræðingi að koma þessari auðvaldsstefnu hér á ennþá i fastari fót en áður, og gefa auðvald- ! inu tækifæri á því að ná fastari tök- ; um á fylkisbúum með sínum þræls- i legu járnklóm, en nokkru sinni áður. Hver er hann þessi Magor auð- fræðingur frá Austur-Canada, sem hefir haft Social Credit ráðherrann í Alberta á hné sér um nokkra mán. ; uði, til að kenna honum stjórnfræði ? | Mr. R. J. Magor er fyrst og ; fremst viðurkendur auðfræðingur. | Hann er líka forseti National Steel | Car Corp, forseti Magor Car Corp., ; forseti Ocean Agencies Ltd., með- ! ráðamaður Arena Co. og American | Railway Car Institute. Hans virðulegasta embætti er i Chairman of the Montreal Branch I of the Executive Council on Sound j Financing in Governments.' Margir hér nmna eftir afskiftuni j hans af stjórninni í New Foundland, j sem er honum ekki til frægðarauka | Þingið hér tekur til óspiltra mál- ! anna i næstu 'viku, og þá verður ; fljótt auðsætt hvert stefnir. Það er ekki ástæðulaust að tals- vert riðl er komið á fylkingarnar í herbúðum Social Credit manna. 5". Guðmundsson Islenzkur æfintýra- maður Þann 6. febrúar kom fylkisþingið saman i Alberta, hið fyrsta Social Credit þing í heiminum. Fréttarit- arar úr öllum áttum eru hér til að sjá hvað hér gerist. Allir 63 þing- mennirnir voru í sætum sínum er þing var sett. Af þessum 63 þing- mönnum eru 56 Social Credit sinn- ar. 5 liberalar og tveir conservativar. Svo nú er ekkert í vegi fyrir hinni nýju stjórn, til að taka nú til óspiltra málanna og koma í framkvæmd ein. hverju af hinum mörgu fögru lof- orðum sínum, orðin tóm og undan- færsla duga ekki lengur. Nú verður þessi stjórn að leggja öll sín spil á borðið, upp í loft, svo almenningi gefist tækifæri að sjá, hvað mikið þeim er ant um að bæta hag fylkisbúa yfirleitt, og koma á stað hér þeim mörgu umbótum, sern þeir voru kosnir til að gera. Eins og allir muna, þá bannfærði Mr. Aberhart auðvaldið og auð- valdsstefnuna ofan fyrir allar hell- ur. Það væri ómögulegt að halda lengur áfram með því fyrirkomu- lagi; það væri óumflýjanlegt, að nýtt stjórnarfarslegt skipulag yrði að koma í staðinn, en þetta gamla auðvalds fyrirkomulag að leggjast niður. Það væri ekkert annað en Social Credit fyrirkomulagið, sem gæti komið í staðinn, og orðið til þess að útrýma allri fátækt á meðal almennings, gera enda á allri einok- un og losa um alla þá þrældóms- hlekki, sem auðvaldið væri búið að hneppa canadisku þjóðina í; þetta væri erindið, sem Social Credit flokkurinn ætti við hina canadisku þjóð, og að þetta gætu þeir, og þetta skyldu þeir gera; þeir væru nú byrj- aðir í Alberta, og það væri ekki j langt í land þar til Social Credit yrði viðtekið í hverju einasta fylki í sam. bandinu. Aberhart forsætisráðhen'a lofaði Eftir Sigmund M. Long. Sigurgeir sonur séra Jóns Þor- steinssonar frá Reykjahlíð, flutti úr átthögum sínum austur á Fljótsdals. hérað. Kona hans hét Ólöf Gabrí- elsdóttir. Þau bjuggu á Galtastöð- um ytri í Hróarstungu mörg ár, og áttu fjölda barna. Með þeim kom að norðan unglings maður, hálf- bróðir Ólafar, sammæðra, Guð- mundur Hallgrímsson. Urn Guðmund þenna Hallgríms- son má með sanni segja, að “annað er gæfa en gjörvuleiki,” því að hon- um var margt einkar vel gef ið. Hann var vel meðalmaður á hæð, fallegur í vexti og fríður í andliti, vel skyn- samur, léttmáll, kátur og skemtileg. ur í viðbúð. En á hinn bóginn ein- stakur óreiðumaður, drykkfeldur og kvenhollur í frekara lagi, stefnu og staðfestulaus og ekki við eina fjöl feldur. Mun þó í insta eðli sínu enginn klækjamaður hafa verið, en eins og vanalegt er og viðgengst, eru slíkir menn oftast sér og öðrum til j ásteytingar og vandræða með ýmsu móti. Guðmundur mun hafa gift sig til- tölulega ungur. Kona hans hét Lovísa Jörgensdóttir Kjerulf. Þau voru ekki lengi saman; hún dó á Háreksstöðum í febrúar 1863. Eftir dauða Lovísu var Guð- mundur um hríð á ýmsum stöðum á Austurlandi. Haustið 1864 var hann í Eskifirði. Þar voru þá bú- endur annars vegar Jón Sigfússon og Elín Þorvarðardóttir; ætla eg að hann hafi verið á þeirra snæri. Hinn ábúandinn var Sesselja Sigfúsdóttir, Framh. á bls. 7) ♦ Borgið LÖGBERG! Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 4.30-6 Phone 403 288 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 1 Dr. P. H. T. Thorlakson 216-220 Medical Arts Bldg. 206 Medlcal Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyma, nef og Cor. Graham og Kennedy Bts. kverka sjúkdöma.—Er aö bitta Pbonee 21 213—21 144 kl. 2.30 til 5.30 e. h. Res. 114 GRENFELL BLVD. Heimilt: 6 38 McMILLAN AVE Phone 62 200 Talsími 42 691 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON N uddlœknir Viötalstlmi 3—5 e. h. 41 FURBT STREET 218 Sherburn St.--Sími 30 877 Phone 36 197 StmitS og semjiB um samtalstima DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talsfmi 23 739 Viðtalstlmar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Wlnnipeg Sfmi 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœðinaur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 DRUGGISTS DR. A. V. JOHNSON Isienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG, WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Simi 96 210 Heimilis 33 323 J. T. THORSON, K.C. lslenzkur löafrœOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 DENTISTS Drs. H. R. & H. W. TWEED Tami lœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 453 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnlpeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur lfkkistur og annast um At- farir. Allur útbúnaöur sá beztl. Ennfremur selur hann ailskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu taisfmi: 86 607 Helmilis talsfmi: 501 562 J, J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og elds&byrgO af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sör aö ávaxta sparift fólks. Selur elds&byrgð og blf_ reiöa ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraö samstundis. Skrifst.s. 96 7 67—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 9 5 411 806 McArthur Bldg. HANK'S BARBER AND BEAUTY SHOP 251 NOTRE DAME AVE. 3 inngönpum vestan viO St. Charles Vér erum sérfrœöingar f öllum greinum hárs- Qg andlitsfegrunar. Allir starfsmenn sérfræöingar. SlMI 25O70 REV. CARL J. OLSON Umboösmaður fyrir NORTH AMERICAN LIFE ASSURANCE FÉLAGIÐ ábyrgist íslendingum greið og hagkvæm viðskifti. Office: 7th Floor, Toronto General Trust Building Phcwie 21 841—Res. Phone 37 769 HÓTEL 1 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST, WINNIPEG poegilegur og rólegur bústaOur < miObiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yflr; meö baðklefa $3.00 og þar yflr. Ágætar máltfðir 40c—60c Free Parking for Ouests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Down Town Hotef 220 Rooms wlth Bath Banquet*, Dances, Conventlons, Jinners and Functions of all kinda Coffee Shoppe F. J. FA LL, Mamager CorntoaU Jjottl SEYMOUR HOTEL Sérstakt verð & viku fyrir n&mu- 100 Rooms with and wlthout og fisklmenn. bath Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, RATES REASONABLE f ramkvæmdarstj. Phone 28 411 277 Market St. | MAIN & RUPERT WINNIPEO C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411 i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.