Lögberg - 20.02.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.02.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 20. FEBRGAR 1936 ILogberg Gefiö út hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS L/IMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO t3.00 um árið—Borgist lyrirlram The “Lögberg” Is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Hagalagðar Féíag það hér í borg, er Wednesday Morning Musicale nefnist, hélt hina vikulegu hljómleika og fræðslusamkomu sína á Fort Garry hótelinu, milli klukkan ellefu og tólf fvrir hádegi á miðvikudaginn þann 12. yfir- standandi mánaðar; var þar allmargt manna samankomið. Ritstjóri þessa blaðs átti því láni að fagna, að vera gestur fyrgreinds fé- lags þessa eftirminnilegu stund. Samkoma þessi hófst með skipulegu og íturhugsuðu erindi, er Islendingavinurinn góðkunni, prófessor Watson Kirkconnell flutti, um andlegt menningarframlag þeirra hinna ýmsu og mismunandi þjóðflokka af óbrezkum uppruna, er land þetta byggja. Taldi hann Islendinga bera höfuð og herðar yfir þá alla í ljóðagerð og annari ritmensku; las hann upp máli sínu til stuðnings sýnis- horn af þýðingum sínum úr Canadian Over- tones, eftir Stephan G. Stephansson, Sig. Júl. Jóhannesson, Gísla Jónsson, Guttorm J. Guttormsson og ritstjóra þessa blaðs. Auk þess las prófessorinn upp þýðingar á ljóðum eftir Ungverja og Úkraníumenn, búetta í þessu landi. Var hinn bezti rómur ger að erindi fvrirlesarans. Síðari hluti skemtiskrár var helgaður hljómlistinni. Voru þar leiknar tíu tónsmíðar eftir Manitoba tónskáld. Tvær þeirra voru eftir Islendinga; þau Frank Thorolfson og Agnesi Sigurðson. Bæði þessi lög, “Past- orale” eftir Frank og “Cradle Song” eftir Agnesi, báru glæsilegan vott um frumskap- andi gáfu til tónsmíða; lag Franks léttflevgt og hálýriskt, en vögguvísa Agnesar hljómnæm og auðug að tilfinningu. Hvorutveggja lögin samin fyrir fiðlu með slaghörpu meðspili. Hér er um íhyglisverðan nýgróður að ræða í lífi vestur-íslenzkrar æsku, er oss ber skylda til að hlynna; og sem betur fer, er hans á- bærilega vart á mörgum fleiri sviðum. líklegust eru til örlagaríkra atburða og var- anlegra framtíðaráhrifa; fagna af alhuga yfir sérhverju því, er að þeirra skilningi eyk- ur á velfarnan þjóðarinnar og sæmd, en hryggjast í hjarta yfir öllu, sem í gagnstæða átt miðar. Blóðið rennur til skyldunnar enn sem fvr. Þó þessi ritgerð Einars Olgeirssonar sýnist æði einhliða, og sé vonandi nokkuð öfgakend, þá er megin inntak hennar þó slíkt, og svo alvarlegt, að það hlýtur að vekja allan almenning til umhugsunar um það, hvað í raun og veru sé á seiði frelsi og fullveldi hinn- ar íslenzku þjóðar viðvíkjandi. Það, sem ensk blöð birta um Island, get- ur hvorki verið íslenzkum blöðum né Islend- ingum í heild, óviðkomandi. MacKenzie King MAÐURINN OG AFREKSVERK HANS. Eftir John Lewis. (Sig. Júl. Jóhannesson þýddi) Þegar King kom aftur frá Chicago árið 1897, skrifaði hann allangar ritgerðir í blað- ið “Toronto Mail and Empire.” Voru þær aðallega til þess að sýna fram á að svo gæti farið, ef ekki væru varnarráð í tíma tekin, að sams konar örbirgðar- og óþrifahverfi mynduðust í hinum stærri borgum Canada, sem þá áttu sér stað í Chicago og víðar. Lýsti hann all-greinilega ásigkomulagi hinna svokölluðu útlendinga í Toronto; léleg- um húsakynnum verkafólksins og því hvernig verksmiðjueigendur níddust á vinnulýðnum með löngum og hörðum vinnutíma og lágu kaupi. Skynsemisgyðjan stígur niður til mannheima. Enginn mun vera svo fróður að geta sagt hve langt er síðan að Skyn. semi og Heimska byrjuðu að ýtast á og elda grátt sman, og bera sakir hvor á aðra. Sá leikur mun halda áfram svo lengi sem nógu mörgum er á að skipa úr beggja liði. Mér skilst heimskan einna líkust húðar- bykkju, sem er ram-vixluð á öllum fótum, en ótrúlega seig, ef til vill ódrepandi. Sögurnar segja að guðirnir hafi ekki ætið látið ]>ennan leik, sem nefndur var með öllu afskiftalaus- an. Eg tek efni i þessa grein að nokkru leyti úr gamalli smásögu, meir til gamans heldur en til fróð- leiks. Eins og kunnugt er dýrkuðu forn-Rómverjar marga guði, þar á meðal guðinn Júppíter, og bygðu honum mjög veglegt hof á svo- nefndri Kapítól-hæð. Urn þetta hof segir Sigurður Breiðfjörð í Núma- rímum meðal annars þetta: Hér á stendur hofið mesta helgað föður Júppiter, hygging kend með fegurð flesta, flóða röðuls geisla ber, Júppíter vildi víst sýna mönnun- um mátt sinn og ráðsnild, með þvi að senda nokkrar gyðjur ofan á jarðríkið. Ekki man eg hvað marg ar þær voru; en í fararbroddi var skynsemisgyðjan, því hennar starf hlaut að vera hæði háleitt og veg- Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Enda er nú svo komið^. að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business College) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til drjúgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG Og King lét sér ekki nægja getgátur ein- j legt og þjóðunum ómissandi, ef vel II. Á miðvikudagskvöldið þann 12. þ. m., var haldinn skemtifundur á Royal Alexandra hó- telinu í þeim félagsskap, er kalla má á ís- lenzku “Skálda og ljóðvinafélag Manitoba- fylkis. ” Prófessor Watson Kirkconnell hafði stuðlað svo til, að lesin yrði upp á fundinum sýniShorn nokkur úr Canadian Overtones, þar á meðal kvæðið Sumarlok (At Close of Summer) eftir ritstjóra þessa blaðs, er var gestur félagsins þetta kvöld. Lesið var upp á fundi þessum heilmikið af ljóðum, og urðu þau öll að hafa verið ort í Manitoba; Made- in-Manitoba-Products, eins og “business”- mennirnir okkar kalla það þegar þeir auglýsa framleiðslu sína.— Vera má að ýmsir ætli að hér sé ekki um auðugan garð að gresja viðvíkjandi ljóða- gerð; þess enda tæpast að vænta, þar sem um jafnt ungt mannfélag er að ræða sem það, er Vesturfylkin byggir; þó voru sum kvæðin, sem lesin voru upp á þessum vingjarnlega fundin, hreint og beint lýriskar perlur, sam- boðnar hvaða þjóðfélagi sem er: má þar vitna í tvö slík eftir Mrs. Irene Chapman-Benson, gáfaða og yfirlætislausa Winnipeg-konu, er hún sjálf las. Flest þessara kvæða voru eftir höfunda af hinum brezka stofni. Það geta ekki allir þeir, sem yrkja orðið stórskáld. En margir geta alveg vafalaust ort betur en þeir gera, kasti þeir ekki til þess höndunum. Hreint ekki svo fá þeirra kvæða, sem lesin voru á kvöldskemtun þessari báru vott um virðingarverða sjálfsrækt og spá góðu um framtíð höfunda þeirra, er hlut áttu að máli. III. Birt er á öðrum stað hér í blaðinu næsta íhvglisverð ritgerð, er nefnist “ísland og hin brezka auðvaldsstefna,” eftir Einar Olgeirs- son. Ritgerð þessi birtist í tímaritinu “Labour Monthly” sem gefið er út á Eng- landi, en þýðingin er eftir Pál Bjarnason, skáld, sem heima á í Vancouverborg, er læt- ur fylgja henni úr hlaði nokkur formálsorð.— Fjölda mörgum íslendingum hér í álfu, er það blátt áfram heilög ástríða, að fylgjast raeð og láta sér ant um andlega og efnalega afkomu stofnþjóðarinnar á Fróni; þeir láta sér það engan veginn í léttu rúmi liggja hvert stefnir í þeim meginmálum þjóðarinnar, er ar né umsagnir annara í þessu atriði. Hann vissi það að sjón er sögu ríkari og tók sig því til og gekk-hús úr húsi til þess að skoða heim- ili þessara olnbogabarna með eigin augum og kvnnast kringumstæðum þess. Sannfærðist hann þá og þar um það, sem hann hafði hugmynd um áður, að meðferð þessa fólks var óforsvaranleg í siðuðu landi. Hann fann það t. d. að einkennisbúningar póstþjóna voru biinir til samkvæmt samningi við póststjórnina í Canada, og þeir sem að því unnu voru bókstaflega sveltir. Svo lítið var einni konu borgað, sem við þetta vann, að honum ofbauð. Hann talaði sjálfur við kon- una, svo ]>að fór engra annara á milli. Tók hann mál hennar til athugunar sérstaklega (sem dæmi) skýrði það fyrir póstmálaráð- herra, Sir William Mulock, og lagði það til að allir vinnusamningar við stjórnarstörf skyldu þeim reglum háðir að ákveðið lág- mark launa væri tiltekið, og lægra mætti eng- inn borga. Sömuleiðis að öll verkstæði þar sem þessi verk væru unnin skyldu opin til skoðunar og eftirlits, og í ]>riðja lagi, að eng- inn, sem samning hefði við stjórnina, mætti gera aukasamning við neinn annan, sem liefði það í för með sér að fólkið sem að verkinu ynni fengi lægra kaup. Tveimur dögum eftir ]>etta samtal við póstmálaráðherrann fékk King tilkynningu frá Ottawa um það, að rannsóknarnefnd væri skipuð til þess að komast eftir kjörum þeirra sem ynnu að tilbúningi á einkennisbúningi póstþjóna, hermanna og lögreglumanna. Rannsóknin leiddi það í ljós að King hafði skýrt rétt og satt frá í kærum sínum. Konur og stúlkur urðu að vinna óheyrilega lengi og í verkstæðum svo óheilnæmum, að lífi og heilsu var hætta búin, en þær fengu sumar ekki nema þrjú eða fjögur cent fyrir klukkutíma vinnu: eða þrjátíu til fjörutíu cent fyrir tíu tíma vinnu. Sumir þeirra, sem samning höfðu við stjórnina og svona fóru með vinnufólk sitt höfðu 100% ágóða af verkinu. Eftir nokkurn tíma bar Sir William Mulock upp frumvarp í þinginu, þar sem það var ákveðið að öll vinna fvrir st jórnina skyldi borguð sanngjörnu verði. Þetta starf Kings leiddi til þess að stofn- uð var verkamáladeild af hálfu stjórnarinn- ar í Canada og var hann sá er mest vann að undirbúningi hennar og framkvæmdum. King hélt enn þá áfram námi sínu og fór á ný til Chicago; hlaut hann nú námsverðlaun er gerðu honum það fært að fara til Harvard háskólans. Þar fékk hann önnur verðlaun, sem voru ferðastyrkur til Evrópu. Fór hann þá til E,nglands, Þýzkalands, í’’rakklands og ítalíu. Þetta var árið 1899, og dvaldi hann nokkurn tíma í hverju þessara landa, sérstak- lega til þess að kynna sér þjóðfélagslíf og kjör vinnulýðsins. Á meðan hann dvaldi í Englandi, fór hann eins að og hann hafði gert í Chicago, var lengst af í Lundúnaborg og kyntist per- sónulega kjörum verkafólksins. Heitir sú stofnun “Passmore Edwards”, sem hann dvaldi á; mjög svipuð hinni, sem hann valdi sér í Chicago.—(Framh.) átti að fara. Gyðjan hafÖi i fórum sínum kassa ekki fyrirferÖar mik- inn; hann var fullur af skynsemi, °g fylgdi honum sú náttúra fyrir tilkomu kraftarins að hann gat al lrei tæmst, hvað mikið sem úr honurii var ausið. Þegar svo gyðjan kom niður í inanuíh ;ma og sá þav menn og kcn- ur í margvíslegu ásigkomulagi, hóf hún mál sitt á þessa leið: “Góðu menn og konur, eg er hingað kom- in til þess að auðga mennina að skynsemi. Veitið henni móttöku í fbc ar og þér er bezt að kaupa í tima.” Þá rann konunni í skap. “Kemurðu til þess að bjóða mér skynsemi? Vilt þú, kerlingar álkan þín, segja að eg sé heimsk.” “Eg er að bjóða þér skynsemi til þess að þú þurfir ekki að segja að þú sért heimsk, og í þessu húsi er hlutunum vel fyrir komið og fátt mun vanta hér nema skynsemi.” Þá reiddist konan fyrir alvöru og skipaði henni út; greip af sér klossann og reiddi til höggs. Gyðjan hröklaðist út, en konan skaut klossanum á eftir henni, en misti marks, og sagði að hún mætti fara norður og niður. Fólkinu gekk illa að skilja hvað þessi boðskapur átti að þýða. Skynsemi, það er vara, sem hér er ekki algeng; ætli flest gangi ekki sinn vanaveg án hennar. Og hver sá til annars og gaut augum í ráða- leysi, en keyptu enga skynsemi. Hvernig var nú skynsemisgyðjan á sig komin ? Hún var vel vaxin, björt álitum, hárið bæði mikið og fagurt, framkoman hrein og prúð. augun fögur og djúp, auk þess sem talið er, var þrent, sem rann saman i eitt í svip gyðjunnar. Það var miskunnsemi, gáfur og tign, sem aldrei mundi taka breytingu um endalausar aldaraðir. Margir menn og konur litu hana með aðdáun og Iotningu, ekki sízt það fólk, sem kallað er að standi ekki hátt í mann- félagsstiganum. Gyðjan hélt áfram gegnum fólks. strauminn og bauð að selja skynsemi hverjum sem hafa vildi. Víðast var því tekið með sköllum og hlátrum og fyrirlitningu. Hvað höfum við að gera með þetta sem hún kallar skyn. semi, og segir að öllum sé nauðsyn- leg ? Ekki mikið ! Eeið gyðjunnar lá gegnum skraut. Iega borg, þar sem alt iðaði af fjöri og lifi og bauð þeim, sem á vegi hennar urðu skynsemi. “Þið munuð aldrei iðrast þess þótt þið kaupið af mér skynsemi, hún er þó æfinlega þess virði að þið fleygið á burt heimskunni en takið skynsemina í staðinn.” “Við viljum ekki hlusta á þetta tal þitt, þeð er rugl.” Svo fór gyðjan frá húsi til húss. Fregnin hafði flogið um borgina, hvað um væri að vera. Víða komu höfuð út um dyr og glugga, rr.eð háðbros á vörum, þegar þeim var boðin skynsemi. “Farðu með þína skynsemi, hún á ekkert erindi hing- að.” Loksins kom gyðjan að stóru og allvel bygðu húsi; hún stanzaði á tröppunum og heyrði innan úr hús- inu að konan var að jagast við bónda sinn. Gyðjan gekk til hennar ó- feimin og mælti: “Heyrðu kona góð, viltu ekki kaupa af mér skynsemi, eg sé og heyri að þú þarfnast henn- Þegar Gyðjan kom út á götuna, tók ekki betra við; þá var kallað á eftir henni og sagt: “Stanzaðu ! Þú 'lsl' ert þarna með kassa, það verður að leggja toll á hann: hvað hefir hann að geyma?” “Hann er fullur af skynsemi,” sagði gyðjan. Maður- inn varð hugsi litla stund, en segir fékst við dag, á morgun getur það orðið um|svo: “Eg fékst viS kauPmensku seinan. Fólkinu sekk illa að skiba nokkur ár’ en er nú búinn aÖ vera tollheimtumaður um 30 ár, og eg verð að segja það með raupi og öllu saman, að þennan varning, sem þú nefnir skynsemi hefi eg ekki heyrt nefndan; hún á hér ekki heima í þessari borg. Kassan tek eg af þér og afhendi yfirvöldunum; seinna verður skorið úr því með dómi hvernig með kassann skal farið.” Og þar skildi með þeim. frá hærri stöðum, skal settur undir innsigli ríkisins og geymdur í stál- slegnum öryggisskáp svo sterkum, að fjölkyngi og galdrar jafnaðar- manna og atvinnuleysingja fái þar engu um þokað, því þaðan er ills von. Það skal tekið fram að mestu auðmenn og valdhafar hafa til um- ráða svo mikla skynsemi að rikinu og málum þess er fyllilega borgið. Það er hvorki ráðlegt, viturlegt né óhult að smærri borgarar, bændur og búalýður komist af stað að afla sér nýrrar skynsemi, heldur skulu þeir, ef snurða hleypur á þráðinn, vera fljótir að snúa sér til æðri stéttanna. Þar skal greitt úr öllum vandamálum, með skynsemi og rétt- Nú var þessi merkilegi kassi fyr- irhafnarlaust kominn til yfirvald- anna. Þá var stefnt saman dómur- um, peninga-kóngum, stóreigna- mönnum og yfirmönnum ábyrgðar- og okurfélaga, er sátu lengi á rök- stólum til þess að ráða fram úr þessu vandamáli. Eftir langt þref og bollaleggingar var loks dómur kveðinn upp í málinu, með hinum alkunnu formálsorðum: Því dæmist rétt að vera: Þessi ó- tæmandi skynsemiskassi, sem kom- inn er hingað niður i okkar hendur Það er sagt þegar skynsemisgyðj. an frétti þennan dóm, hafi henni orðið þessi orð á munni: “Einhvern- tíma rennur upp sá dagur, að skáp- urinn verður brotinn og innihald kassans notað í þarfir öreiganna og þeirra, sem illa eru staddir á marg- . víslegan hátt.” 12. febrúar, 1936. Sveinn gamli. Bókfregn The Earliest Norwegian Laws. Translated by Lawrence M. Larson. University Press. New York, 1935. “Lög hvers kynflokks gefa kann- ske gleggri skilning á hans andlega þroskastigi, heldur en flest eða öll önnur skilríki, sem geymst hafa frá löngn liðnum öldum. Þó þau fyrst og fremst sýni siðferðilegan þroska þeirra, sem að þeim standa, þá snerta þau þó hin margvíslegu sambönd fólksins i þeim löndum, eða lands- hlutum, sem lögin ná til og gefa þ'. í býsna ljósa hugmynd um þjóðfé- lagslífið í heild.” Þannig farast þýðandanum orð í Protect Your Eyes From “SnowGlare 91 ORD1NARY WHJTE CRUX1TE NATURAL Prepare for strong sunlight, striking up from the snow till it makes you blink unseeingly. It’s hard on your eyes — at the time, and afterwards. Try “Cruxite Lenses” in your glasses. Yes, they are colored to help eliminate glare, but natural-colored so that they blend with skin tones — even less noticeable than ordinary lenses. —Optical Parlors, Fourth Floor, South. <*'T. EATON C9. LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.