Lögberg - 12.03.1936, Page 1

Lögberg - 12.03.1936, Page 1
PHONE 86 311 Seven Lines 4 ^ O* p**£isg' ,, For ■ $*> " Better Dry Cleaning and Laundry v^>° 49. ÁR/GrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. MARZ 1936. NÚMER 11 Frá Manitoba þinginu Á föstudaginn var flutti ráðgjafi náttúrufríðinda, Hon. J. S. McDiar- mid, snjalla og rökfasta ræðu i fylkisþinginu um leið og hann lagði fram skýrslu yfir starfrækslu þeirr- ar stjórnardeildar, er hann veitti forustu. Bar sú skýrsla með sér á- gæta efnahags afkomu og marghátt- aðar athafnir. Hafði framleiðsla timburs og raforku tvöfaldast á ár- inu. Útgjöldin við starfrækslu nátt- úrufríðinda deildarinnar höfðu orð ið allmiklu lægri en áætlað var í fyrra, og þar af leiðandi um þó nokkurn tekjuafgang að ræða. Á- ætluð útgjöld næsta árs í þessu sam- bandi hlaupa upp á $481,500. Mentamálaráðgjafinn, Hon. R. A. Hoey, bar fram tillögu til þingsá- lyktunar þess efnis, að stjórninni yrði heimilað að koma á fót skóla, eða stofnun til útbreiðslu listrænnar iðnmenningar, og verja til þess alt að $300,000. Er nokkru hærri upp. hæð fyrir hendi af fé, sem sam- bandsstjórn hafði veitt fylkinu, sam. kvæmt Dominion Technical Educa- tion lögunum. Mr. William Ivens, þingmaður hins óháða verkamanna- flokks fyrir Winnipegborg, mælti eindregið með uppástungu Mr. Hoeys, og í sama streng tóku hinir aðrir flokksbræður hans. Má lik- legt telja, að þingflokkar allir sam- einast um málið. Dómsmálaráðgjafinn, Hon. W. J. Major, lét þess getið, að löggjöf í sambandi við fyrirhugaðar breyting- ar á stjórnskipulögum þjóðarinnar, British North America Act, yrði ekki lögð fyrir fylkisþing að þessu sinni; málið væri i eðli sinu þannig vaxið, að nauðsyn bæri til að ekki yrði að neinu hrapað. Með tilliti til eftirlauna handa sveitakennurum, gerði Dr. C. W. Wiebe (Morden-Rhineland), fyrir- spurn um það, hvort ekki væri til- tækilegt að hækka þau eitthvað ; laun þessara manna væri yfirleitt næsta lág, auk þess sem þeir væri skyldað- ir til, samkvæmt núgildandi löggjöf, að leggja af þeim 2% i eftirlauna- sjóð. Mr. Hoey kvað það vafa- samt eins og fjárhag fylkisins væri háttað, hvort stjórnin gæti fallist á hækkun eftirlauna kennara, nema þá að endurskoðun allrar eftirlauna löggjafarinsar færi fyrst fram. í sambandi við atvinnuleysisstyrk þann, er stjórnin leggur fram, var Mr. Sanford Evans all-harðorður í garð hennar; sagði hann að stjórn- in ætti að leggja fyrir þing nákvæma áætlun um öll útgjöld þessu viðvíkj- andi í stað þess að krefjast að öllu óbundinna handa. Hon. John Brack. en svaraði þessu þannig, að um ná- kvæma áætlun geti ekki verið að ræða, sökum þess hve tala atvinnu- leysingja sé da^legum, vikulegum og mánaðarlegum breytingum háð. Þingmenn hins óháða verkamanna- flokks hafa lýst yfir fylgi sínu við stjórnina í öllum megin málum. SKÚLI SIGFÚSSON ÞING- MAÐUB ST. GEORGE KJÖR- DÆMIS KREFST BlLVEGA MILLI VATNANNA Nefnd leiðandi manna frá Rosser, Rockwood, Woodlands, St. Laurent, Coldwell, Eriksdale, Wóodley, Fisher Branch, Chatfield, Arm- strong, Bifrost, Comarno og Gimli, vitjaði á fund ráðgjafa opinberra verka, Hon. W. R. Clubbs, með það fyrir augum, að brýna fyrir honum þörfina á bætturn samgöngum um svæðin milli Manitoba og Winnipeg vatns. Skúli Sigfússon, þingmað- ur Stí George, stóð framarla í flokki máli þessu viðvíkjandi, og hafði þeg- ar sent Mr. J. T. Thorson, þing- manni Selkirk kjördæmis símskeyti þess efnis, að fá hann til þess að Viðsjár miklar í Norðurálfunni Þjóðverjar afneita Locar'no sáttmálanum, senda her- sveiti* inn í Rínarhéröð, er afvopnuð v>oru samkvæmt Versala-samningunum; segjast gera þetta einungis til þess að færa alþjóð manna heim sanninn um samstætt og sameinað Þvzkaland, en ekki með hemað í hug. með samningunum, og slíkt hið sama mundu flokksbræður sínir gera, vegna þess að með þeim væri óneitanlega stigið spor í rétta átt viðvíkjandi lækkun verndartolla, þó sér á hinn bóginn kæmi ekki til hug. ar að ætla, að með þeim yrði bót ráðin á öllum viðskiftameinsemdum Það var síðastliðinn laugardag, sem rikiskanzlari Þjóðverja, Adolf Hitler, gerði alþjóð manna heyrin- kunnar ráðstafanir sínar í þessa átt. Tjáðist hann fús til þess að vinna að þvi, að stofnað yrði til nýrra friðarsamtaka meðal Norðurálfu- þjóða, er vara skyldi að minsta kosti í tuttugu og fimm ár. Lýsti hann og yfir þingrofi og fyrirskipaði al- mennar kosningar í Þýzkalandi sunnudaginn þann 29. þ. m. Frakkar eru bálreiðir og krefjast liðsinnis Englendinga til þess að reka Þjóðverja út úr Rinarhéröð- \jnum. Þessu þverneitar stjórn Breta. Kvatt hefir verið til fundar í Þjóðbandalaginu næstkomandi laug. ardag; verður sá fundur haldinn í Lundúnum í stað Geneva. HUGH ROSS Söngelskt fólk ætti ekki að sitja sig úr færi með að hlusta á sam- söngva þá hina miklu og merkilegu, sem fram fara í Winnipeg Audi- torium 23. og 25. þ. m., undir for- ustu hins víðfræga söngstjóra, Mr. Hugh Ross. Það er ekki á hverjum degi sem borgarbúum veitist kostur á að njóta annara eins söngskemt- ana. bera upp við sambandsstjórnina kröfu um lagningu bílvega um hlut- aðeigandi héruð, eins og til annara, þarflegra atvinnu og samgöngubóta. Mr. Clubb tók málaleitun sendi- nefndar þessarar hið bezta, og tjáði henni fylstu samúð. LÁVARÐUR BEATTY LATINN Símað er frá Lundúnum þann 11. þ. m., að á þriðjudagskvöldið hafi látist fyrrum flotamálaforingi Breta, lávarður Beatty, frekra 65 ára að aldri. FRAMLENGING FISKIVEIÐA ' Náttúrufríðinda ráðgjafi Bracken stjórnarinnar, Hon. J. S. McDiar- mid, hefir framelngt fiskiveiðatím- ann á öllum veiðivötnum Manitoba- fylkis að undanteknu Lake Dauphin, til hins 21. þessa mánaðar. Að þeim tíma liðnum verður það gert heyrin. kunnugt yfir útvarpið, hvort frek- ari framlenging verði leyfð, eða ekki. í vikunni, sem leið, vitjaði sendi- nefnd af hálfu fiskimanna úr ver stöðvunum við Winnipegvatn á fund Mr. McDiarmid, þessara er- inda. Mr. Skúli Sigfússon, þing- maður St. George kjördæmis, hafði orð fyrir sendimönnum og mælti sterklega með því, að þeir fengi kröfu sinni framgengt. Eiga fiski- menn jafnan liðtækan vin og ötulan, þar sem Skúli er. Ekki er oss kunnugt um þá menn alla, er sendinefnd þessa skipuðu. En á meðal þeirra voru S. V. Sig- urðsson, Hermann Thorsteinsson, Leifi Hallgrímsson, Sveinn Magn- ússon og Charlie Greenberg. Sambaadsþingið Umræðurnar i Sambandsþinginu síðastliðna viku snérust mestmegnis um viðskiftasamningana milli Can- ada og Bandaríkjanna; kendi þar ýmissa grasa i röksemdaleiðslu þeirri, er fram kom hjá þingmönn- um hinna mismunandi flokka. Yfir höfuð stiltu þó þingmenn máli sínu í hóf, að undanteknum einum, Thomasi A. Thompson afturhalds- þingmanni fyrir Lanark kjördæmið í Ontario, er svo lét um mælt, að for- sætisráðgjafi hefði bitið áfergislega á hið ameríska agn, og gleypt í einu öngulinn, beituna og strenginn; Bætti hann því við, að með þessum nýju gagnskiftasamningum hefði núverandi stjórn hvorki gert meira né minna en það, að selja frumburð- arrétt hinnar canadisku þjóðar. Mr. Thompson er bóndi og kvaðst mæla fyrir munn fjölda bænda í Ontario fylki. Töluvert kvað við annan tón i ræðu, sem J. J. Kinley, liberal (Queens-Lunenburg) flutti; taldi liann samningana í öllum megin at- riðum hina ákjósanlegustu; víst væri og um það, að mikill meirihluti kjósenda í Nova Scotia liti svipuð- um augum á málið og hann; einkum gengi tolllækkunar ákvæði þau, er að fiskiveiðum lyti í því fylki, fiski- mönnum allmjög i vil, þó lækkunin hefði að vísu mátt vera nokkuru meiri. Joseph Bradette, (Lib. Cochrane), þingmaður kjördæmis í Norður- parti Ontariofylkis, þar sem mikið er um námur, timburtekju og papp- írsgerð, kvaðst taka gagnskifta samningunum fegins hendi, með því að í hvert skifti og höggvið hefði verið skarð í tollmúrinn milli Can» ada og Bándaríkjanna, hefði það haft í för með sér vellíðan og góð- æri í þessu landi. í sama streng tók Harry Leader, (Lib. Portage la Prairie). Hann sagðist framan af æfinni hafa hallast að stefnu íhaldsi manna, og fylgt henni þangað til framsóknarflokkur bænda hefði verið stofnaður; nú sagðist hann telja sér hinn mesta heiður, að eiga sæti á þingi af hálfu frjálslynda flokksins, vegna stefnu þeirrar, er flokkurinn fylgdi fram, og þá ekki hvað sízt með tilliti til stefnu hans í viðskiftum við Bandaríkin. Sem ungur maður kvaðst hann hafa lagt fram sitt lið til þess að koma gagn- skiftasamningum Lauriers fyrir kattarnef 1911, og sagðist hafa séð eftir því jafnan siðan. Viðvíkjandi auknum og bættum markaði fyrir framleiðslu búpenings i Vesturland- inu tjáðist Mr. Leader ekki vera í nokkrum minsta vafa um það, að gagnskiftasamningar núverandi stjórnar yrði bændum og búalýð til ómetanlegra hagsmuna. Þingmenn C.C.F. flokksins hafa lýst yfir fylgi sínu við hina nýju gagnskiftasamninga. Mr. Heaps, þingmaður fyrir Norður-Winnipeg kjördæmið, sagðist greiða atkvæði þjóðarinnar. Mr. H. E. Wilton (Cons. Hamil- ton West), var afar bituryrtur í garð samninganna, og lét svo um mælt að slíkt gæti auðveldlega til þess leitt, að áður en tiltölulega langt liði blakti stjörnufáni Banda- ríkjanna yfir Canada í stað núver- andi sambandsfána. Seinna í ræðu sinni bætti hann því við, að í raun og veru væri með þessu verið að inn- lima Canada í Bandaríkin. Þessu mótmælti Mr. Heaps stranglega um leið og hann benti ræðumanni á að enginn einn flokkur manna i þessu landi ætti öðrum fremur tilkall til að vera skoðaður drottinhollur; þegn- holustan við Canada og brezka veld- ið væri einkenni og eign allra stjórn- málaflokka jafnt, þegar alt kæmi til alls. Mr. Ralph Maybank (Lib., Win. nipeg South Centre), tjáðist sann- færður um það, að gagnskiftasamn- ingar þeir, er hér væri um að ræða, kæmi bæði framleiðendum og neyt- endum þessa lands að góðu haldi; lækkun verndartolla hefði ávalt í för með sér bætt kjör allrar alþýðu manna. Lét ræðumaður i ljós á- nægju sína yfir þeirri tolllækkun, sem gerð hefði verið á akuryrkju- áhöldum, þó hann jafnframt héldi því fam, að slik lækkun hefði vel mátt vera nokkuru róttækari. Síðarihluta þriðjudags var geng- ið til atkvæða um tillögu Mr. Kings. er i þá átt gekk, að þingið féllist á | gagnskiftasamningana. Var tillag- | an samþykt með 175 atkvæðum gegn j 30. Með samningunum greiddu at- kvæði allir viðstaddir liberalar, Social Credit og C.C.F. þingmenn- irnir, en íhaldsmenn, 39 að tölu, á móti. Mr. H. H. Stevens (Recon- struction) greiddi og atkvæði á hlið stjórnarinnar. ÚTVARPIÐ Á SUNNU- DAGINN VAR Útvarp það undir umsjón félags- skaparins “The Manitoba Associa- tion for Adult Education,” ^r fram fór síðastliðinn sunnudag, tókst prýðilega, og varð öllum, er hlut áttu að máli, til hinnar mestu sæmdar. Söngflokkur Fyrsta lúterska safn- aðar. undir stjórn Paul bæjarfuli- trúa Bardal, gerði hlutverkum sín- um slík skil. að fátítt mun vera, að verða jafn hátíðlegs og samfelds söngs aðnjótandi yfir útvarp í þessu landi. Meðferðin á þjóðsöngnum aðdáanleg, og slík blægöfgi yfir versi Hallgríms Pétursonar “Kross- íerli að fylgja þinum” undir laginu “Alt eins og blómstrið eina,” að ekki gat hjá því farið, að áhrifin leituðu til hjartans. Söngur frú Sigríðar Olson yndislegur að vanda, og þjóð_ lögin i búningi S. K. Hall, marg- breytileg og aðlaðandi. Mr. Bardal gerði stutta en gagnorða greinargerð fyrir uppruna laganna. Svör Dr. Rögnvaldar Péturssonar við spurningum prófessor MacFar- lane, voru skipuleg og rökföst; flutti hann mál sitt af miklum hetjumóði. Spurningar Mr. MacFarlane lutu að sögulegri afstöðu íslendinga og flutningi þeirra hingað til álfu. Næsta sunnudag heldur þetta fræðsluútvarp áfram á sama tíma. Talast þeir þá enn við Dr. Péturs- son og prófessor MacFarlane. í söngskrá taka þátt Mrs. Connie Jó- hannesson, Mr. Pálmi Pálmason og Mrs. Ragnar H. Ragnar. SÉRSTÆÐUR ISLENZKUR LISTAMAÐUR Charles Thorson Margir Vestur-íslendingar vita nokkur deili á Charles Thorson; þeim er kunnugt að einhverju leyti um það, að hann sé fimur dráttlist- armaður og listrænn; hitt er mönn- um ef til vill ekki jafn ljóst, að Charles Thorson er sérstæður lista- maður i sögu hinnar islenzku þjóð- ar; hreinn og beinn brautryðjandi á sínu sérstaka sviði, frumhyggju- maður og dráttlistarskáld, ef svo má að orði kveða. Charles Thorson starfar um þess. ar mundir við hina heimsfrægu Walt Disney Studio í Paradís kvikmynd- anna, Hollywood í Californíuriki; hefir hann þegar vakið á sér slika athygli þar fyrir frumskapandi lista- gáfu, er vel getur til viðfrægðar leitt; hann hefir meðal annars gert frumstæðar teiknimyndir af öllum persónugerfingum í heilli kvikmynd, sem nefnist “Elmer Elephant,” er innan skamms mun sýnd verða í Winipegborg sem og annarsstaðar mn heim. Auk þess á hann mikinn þátt í fyrirmyndum persónugervinga í hinni nýju kvikmyndaútgáfu af Mjallhvít. Leikpersónur verða að vera teiknaðar i hinum ýmsu stell- ingum á bak og brjóst, hvort held- ur sem er á hlaupum eða hægum gangi; skapbrigði þurfa að vera skýr, hvort heldur sem um er að ræða hlátur eða grát; engin smá- hreyfing má missa sig; engir drætt. ir tapast.— Á öndverðum þeim vetri, sem nú er á förum, heimsóttu tveir heims- frægir menn, þeir George H. Wells rithöfundurinn brezki og “kímni- konungurinn” Charlie Chaplin, Studio Walt Disneys. Fór eigand- inn með þessa frægu gesti í vinnu- stofu Charles Thorsons til þess að sýna þeim það, sem bezt væri gert innan vébanda sinnar víðfrægu stofnunar. Charles Thorson á 11 ára gamlan son, sem kominn er þegar á svo hátt stig í frumstæðri dráttlist, að með fágætum verður talið. Charles Thorson er sonur þeirra merkishjónanna Stefáns og Sigrið- ar Thorson, sem bæði eru fyrir skömmu látin. Hann er bróðir Josephs T. Thorsons, K.C., þing- manns Selkirk kjördæmis í sani- bandsþinginu. FULLTRÚI FRÁ STJÓRN ÍSLANDS Kominn er nýlega til New York, hr. Sigurður Jónasson, lögfræðing- ur, fulltrúi íslandsstjórnar, til þess að starfa að undirbúningi markaðs í Atneríku fyrir islenzkan fisk. Sig- urður er ýmsum Vestur-lslendingum kunnur af komu sinni til Winnipeg og stuttri dvöl, fyrir nokkrum ár- um. Er hann sonur Jónasar Jónas- sonar mjólkursala, sem nú er seztur að í Reykjavík, en bróðursonur frú Sigriðar heitinnar konu Ásmundar P. Jóhannssonar. Mun mega hafa það fyrir satt, að Sigurður sé einn hinn mesti athafnamaður með ís- lenzku þjóðinni um þessar mundír. í bréfi til Ásmundar lætur Sig- urður þess getið, að líklegt sé að hann bregði sér hingað til borgar um páskaleytið, ef ekki fyr. ÚTVARP UM ISLENZKAR BÖKMENTIR Dr. Richard Beck, prófessor við ríkisháskólann í Norður Dakota í Norðurlandamálum og bókmentum, flytur útvarpserindi um íslenzkar bóókmentir frá KFJM stöðinni í Grand Forks f jóra mánudaga næst- komandi, sem hér segir: Mánudag- inn 16. marz talar hann um Gunnar Gunnarsson og skáldsögur hans; mánudaginn 23. marz um Einar skáld Benediktsson ; og mánudagana 30. marz og 6. apríl um íslenzkar fornbókmentir. Öll byrja erindin kl. 5.15 e. h. og standa yfir i fjórðung klukkustundar. Eru útvarpserindi þessi þáttur i ræðuflokki um merkisrithöfunda og úrvalsrit Norðurlanda, er Dr. P.eck flytur vikulega af hálfu háskólans. Hefir hann þegar flutt erindi um ýms norsk, sænsk og dönsk hcfuð- skáld. og af íslenzkum skáldum um séra Matthías Jochumsson i sam- bandi við aldarafmæli hans. Athygli íslendinga í Norður Dakbta, sem margir geta heyrt til KFJM stöðvarinnar, er sérstaklega dregin að erindum þessum. Til skáldsins Þoráteins Gíslasonar 26. janúar 1936. Skáld! Við eldumst! Fellur hörkuhrím! Hjörtun kveldast, trú og von — og rím! Másar, nasar næðings þrasavetur með næturslæSing, huldufræSa letur. Draumar læðast út við innisetur. Aldrei þræðast kvæðagötur betur. Þá er eins og gamburmosinn grænki, grói mögur flög og sögur vaxi, hugarflug af liörkuúða vænki, hrökkvi neistaskrúð af sálarfaxi. Frosið blek í byttu sindur geymir, Bleikir stafir mynda tundur síðar. Hrímrós hverja undurdrauma dreymir — drápur söngvalangar, fríðar, víðar. SkáldbróSir! Þýddu hörkuhrím hýrra ljóði, í trú á mál og rím! Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.