Lögberg - 19.03.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.03.1936, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. MARZ 1936 Reykjavík Eftir séra Sigurð ólafsson. “Þar fornar súlur flutu á land viö f jarÖarsund og eyjaband, þeir reistu Reykjavík.” (E. B.) Tveir voru þeir staÖir á jarÖriki sem heilluÖu fávitran barnshuga minn: Reykjavík og Kaupmanna- höfn. Ilinn síÖarnefnda hefi eg aldrei augum litiÖ, og orkar mjög svo tví- mælis, að eg muni nokkru sinni sjá. Og lengi dreymdi mig um dýrÖ höf. uÖstaÖar íslands áÖur sá dagur liði á loft, að eg fengi hann augum lit- ið. Frá fyrstu bernsku hlóð eg há- reistar skýjaborgir um glæsilegt nám í mentaskólanum og væntanlega dvöl í Reykjavík, en bernskuárin mín liðu hjá, hægt og tilbreytingar- laust, og vonir mínar um æðra nám fengu megnan mótbyr og bænir mín_ ar og tár stoÖuðu ekki, og smám saman dóu vonirnar, þótt lífsseigar væru þær, eins og á sér stað um út- þrá og vonir 14-16 ára æskumanns. En Reykjavik hélt áfram aÖ vera mér helgur staður, er mér stöðugt dreymdi um og eg þráði að sjá. Loks rann upp sú stund að eg, 16 ára drengur, kom austan yfir Hellisheiði í hópi vermanna og skútukarla, til Reykjavíkur, einn kaldan febrúardag, þreyttur og slæptur með nestispoka minn um öxl. Mér er í fersku minni hve út- sýnið var tignarlegt og stórfelt. Esjan snævi þakin, afar nærri, og óumræðilega fögur; Skarðsheiðin og Akrafjall kuldalegt og tilkomu- mikil. Snæfellsjökull blasti við aug_ um í regintign lengst í norðri, sól- roðinn frá efstu tindum ofan að fleti sævarins. Kvöldsólin gylti Faxaflóaann og dró úr hörkusvipn- um, er hvildi yfir fjöllum og sæ. Eg stóð hugfanginn á Arnarhólstúni og þóttist þá þegar sannfærður um fágæta fegurð útsýnisins í Reykja- vík. Á næstu árum kyntist eg Reykjavík, — og þótti hún jafnan óviðjafnanlega fögur, einkum af sjó að sjá. Mikil tilhlökkun var oft í hugum okkar, á þilskipunum, að mega koma inn úr stormum og stríði sem skútulífinu var samfara, eink- um að vetri til, og fá broytingu um örlitla stund inni í höfn, þótt breyt- ingin væri venjulega fólgin í þræl- dómi frá morgni til kvölds, vosbúð og vondu fæði -r- því heimilislausir unglingar eins og eg var, urðu oftast að dvelja um borð i skipi sínu,—þá var þó breytingin kærkomin og kóngalíf, miðað við vanalega aðbúð um borÖ í skipum úti á fiskiveiðum. Svo í þessari merkingu varÖ Reykja- vík okkur mörgum sannnefndur griðastaður, er jafnan var tilhlökk- un að sjá. Mikil eftirvænting var mér í hug er Botnía gamla skreið á stað frá Vesttnannaeyjum, síðasta áfangann áleiðis til Reýkjavíkur, sumarið 1934. Félagar mínir gátu vart skilið það hvernig að eg, er nú nálgaðist ís- land eftir svo langa fjarveru, gæti sofið nóttina sem eg nálgaðist strendur þess. En ágúst-nóttin var orðin nokkuð dimm, enda farið svo djúpt og fj'arri landi, að ekkert sást til lands aÖ hánóttu til. Landeyjarn- ar mínar voru fjarri. Eg vaknaÖi rétt um sex leytið; vorum við þá að sigla fyrir Reykjanes; þekti eg nú fjöllin og ströndina, því hér höfð- urn við dvalið svo oft á þilskipunum, einkum síðari hluta vetrar. Svo var bráðum beygt inn á Faxaflóa og er fyrir Garðsskaga var komið var (beygt inn til Reykjavíkur. Margar minningar sóttu að huga mínum er inn á Faxaflóa var komið. — Eitt sinn höfðum við skipsfélgar komist í hann krappan þar einmitt á 'þessum slóðum; leki hafði komið að skipinu og stóðum við stöðugt við að dæla það, unz á Reykjavíkurhöfn var komið. — Vel mundi eg nú fyrstu sjóferð mína, er eg nær dauða en lífi þjáðist um borð í þilskipi í 3 vikur, og var svo loks kastað í land í Þorlákshöfn, þá svo veikur og vesall, að vart gat eg óstuddur gengið heim að bænum í Þorlákshöfn, en fór þó eftir tvo klukkutíma að beita fiskilóð, og reyndi að ganga að verkurn, sem ekkert væri að.— Alt þetta sveif mér nú fyrir sjón. ir í hraðbreytilegum myndum. er við tókum að nálgast Reykjavík. Borg- in smáskýrðist fyrir sjónum mínum, en eg átti hálf-erfitt með að átta mig á útliti hennar og miklum breyting- um, ernkum að því er byggingarnar niður við höfnina snerti, því þar hafði stórfeldasta breytingin átt sér stað, eftir því sem mér virtist. Upp- fyllingin við höfnina, stóru bygg- ingarnar, sem þar eru, og á næstu strætum fyrir ofan. Tryggvagata, sem er meðfram höfninni alla leið frá austri til vesturs gefur og annan svip, sem að fornkunnugur maðúr á fyrst í stað erfitt með að átta sig á. —Botnía staðnæmdist á ytri höfn- inni, fór tollskoðunin þar fram; var svo lagt að landi, að miðbiki hafn^ arinnar, var þröngt umhverfis og fult af skipum hvarvetna. Við urð- um að klifra yfir strandferðaskipið Súðina, til þess að komast í land. Rigning var og magnaðist hverja líðandi stund, var alldimt yfir þó klukkan væri rétt aÖ verÖa 11 f. h. Hrifning mikil var í huga minum, yfir því að vera stiginn í land á ís- landi; og rigningin, sem að annars var ljúf og hlý, hafði engin áhrif á mig, því sólskin var mér í sál. Ungur maður, er eg mætti á leið- inni frá Vestmannaeyjum, er dvalið hafði hér vestra og eg hafði lítilega kynst, Eiríkur Halldórsson sýslu- manns í Strandasýslu Júlíussonar læknis, Halldórssonar yfirkennara Friðrikssonar, var svo góður að bjóðast til að fylgja mér heim til systur minnar; stend eg enn í ó- greiddri þakklætisskuld við hann, fyrir ljúfleika hans. Við fórum á- leiðis sem leið lá upp Laugaveginn; áttaði eg mig á nokkrum húsum á þeirri leið frá fornu fari; svo fór- um við eftir ýmsum götum, styztu leið, unz við komumst farsællega að íbúð systur minnar á Spítalastíg Nr. 2; og urðu fagnaðarfundir með okkur systkinum, eftir nærri fulla 32 ára f jarlægð hvert við annað. Næstu daga, vikur og mánuði átti eg.margt sporið um Reykjavík og umhverfi hennar og reyndi að kynn. ast henni á ný, eða í fyrsta sinni, því bernsku- eða unglings-kynni mín höfðu alls ekki ítarleg verið. Bygð. in hefir færst mjög svo út í allar áttir þar sem að unt er að byggja. Mér virtist hún óslitin inn að Laug- arnesi, inn í Sogamýri austanvert við borgina, að Öskjuhlíð, og fram á Seltjarnarnes. Mikil bygð er suð- ur við Skerjafjörð, við Skildinga- nes og í þvi umhverfi; um 600 manns búa þar, að sögn. Þangað fór eg einn hreinviðrisdag, heimsótti þar fólk og hafði gaman af ; tók mér svo langa göngu heim til Reykja- víkur er aftna tók. Suma morgna tók eg mér morgungöngur meðfram höfninni, t. d. einn sunnudagsmorg- un. Við eystri hluta hafnarinnar, i grend við kolakranann, liggja tog- ararnir venjulega. Um miðbik hafnarinnar er afgreiðsla Eimskipa- félagsins og Sameinaða gufuskipa- félagáins danska, og strandferða- skipanna eða landsútgerðarinnar. — Við vesturhluta hafnarinnar, nálægt því sem Geir Zoega verzlaði er “Slippurinn,” skipaviðgerðarstöðin; sá eg t. d. eimskipið Selfoss dregið þar upp til aðgerðar; einnig sá eg togara þar, er verið var að gera við. Er það mikil framför frá því sem áður var. Þó mun enn ekki unt að framkvæma stærri viðgerðir á vatn^kötlum; eg heyrði t. d. að eimskipið Esjan varð að fara til Kaupmannahafnar til að fá viðgerð á vatnskötlum sinum. Er þetta þó ein af stórum framförum, er þar eiga sér stað. Suma sólskinsmorgna var eg snemma á fótum og sá fólk streyma til vinnu. Um sex leytið fóru kon- ur og unglingar til fiskþurkunar- vinnu sinnar, er þerrilegt var. Um kl. 7 byrjuðu menn, er unnu að gatnagerð og þeir sem unnu niður við höfnina á vinnu sinni. Skrif- stofufólk og verzlunarfólk byrjaði síðar. Mér virtist mjög fáir at- vinnulausir. Þess gætti vissulega ekki að ytra útliti; fólk virtist glatt og frjálslegt og allir sýndust hafa eitthvað að starfa, — allir léttir í lund. Umferð á götunum í Reykjavík er mikil. og oft er þar þröng á þingi, t. d. á Laugaveginum, er liggur ofan í borgina að austan; er það þröng gata, en að eðlilegleikum fjölfarin. Gangstéttirnar eru mjóar og verður oft að ganga á sjálfu strætinu. Við_ tekin regla er það i Reykjavik, lög- um samkvæmt, að vikja jafnan til vinstri handar; virtist mér dálítið erfitt að venjast því í fyrstu, enda sýndist mér f jöldi fólks snúa sér eða víkja við eftir þvi sem því sýndist í það og það sinn. Alt þetta virtist mér einkar óreglulegt. En eg dáist að bílstjórunum. Þeir eru vissulega starfa sínum vel vaxnir, vandasam- ur eins og hnn er, bæði í Reykjavík og á langferðum víðsvegar um landið.— Eitt af því, sem vakti athygli mína í Reykjavík eru litbreytingarn- ar fögru, sem sífelt eru sýnilegar þar, en hvergi tilkomumeiri eða ljós- ar áberandi en á Esjunni. Þar virt- ist mér eg sjá sífeldar breytingar allan daginn er sólar naut, nærri á hverri mínútu, á hverju agunabliki mátti sjá breytingu; eg sat stundum í orðlausri undrun yfir þeirri feg- lirð, sem hló við augum, hvert helzt sem að litið var. Eg leyfi mér að tilfæra hér orð hr. Einars H. Kvar. ans skálds, er hér eiga við; orðin eru úr bók hans, Gull, bls. 2: “Á björtum sumardegi, eins og þeim, ’sem nú skal sagt frá, er alt blátt, öll hin mikla umgjörð Reykja- víkur blá,.himininn blár, hafið blátt, f jöllin blá — alt hjúpað blárri töfra- skikkju — ekki einlitri 'samt, — skíkkju með óteljandi litbrigðum, alt frá dökkbláma suðurfjallanna, sem stundum er nærri því sorti, upp í ljósbláma lognrákanna, sem er nærri því hvítur — alt blátt, blátt, yndis- lega og undarlega blátt.” — Vissu- lega á þessi lýsing vel við og er sönn lýsing á Reykjavík, eins og hún kemur manni fyrir sjónir að fögrum sumardegi til. — Eitt hið fegursta útsýni yfir f jöll_ in og Faxaflóa sá eg einn fagran dag af þaksvölunum á húsi Einars Jónssonar listamanns i Hnitbjörg- um. Þaðan gat að líta Snæfells- jökulinn fegurð krýndan og fjöllin, sem virðast áföst við hann. Get eg ekki gleymt fegurð þess dags, og töfrablæju þeirri og fögru litum, sem að alt var sveipað í. Virðist mér eg sjá þá mynd enn í huganum, en engin orð mín geta gert henni við- eigandi skil. Óvíða i miðbiki Reykjavikur er fegurra en meðfram tjörninni, sem eins og kunnugt er, liggur í miðju bæjarins, sunnanvert. Nú er ágæt- ur keyrsluvegur beggja megin við Tjörnina. Fjöldi fugla syndir á Tjörninni fram og aftur, einkum andir. Eru þær gæfar og sýnilega Seytjánda ársþing þjóðrœknisfelagsins Dr. Rögnvaldur Pétursson gerði tillögu studda af Dr. Richard Beck, að forseta sé þakkaðð fyrir skýrslu sína. Bar ritari upp tillöguna og var hún samþykt með þvi að fólk reis úr sætum. -Einnig bað Dr. Rögnv. Pétursson forseta að bæta við tveimur nöfnum í skýrslu sina yfir dauðsföll. Voru nöfnin Þorsteinn Þorsteinsson, Bowsman River, Man. og Jón Magnússon, Duckby, Minn. Var þá tekið til þingstarfa og lá fyrst fyrir að kjósa kjörbréfanefnd. Richard Beck lagði til og B. E. studdi, að forseti skipi þriggja manna kjörbréfa- nefnd. Samþykt. Forseti skipaði í nefnd- ina: Dr. Richard Beck, Thorstein Thor- steinsson og Mrs. I. Goodman. Dagskrárnefnd: Dr. Rögnv. Pétursson lagði til og Dr. Richard Beck studdi, að forseti skipi þrjá menn í þessa nefnd. Samþykt. í nefndina skipaði forseti Dr. Rögnv. Pétursson, Ásmund P. Jóhannsson og Jón Janusson. Skýrslur embœttismanna. Las ritari þá skýrslu sína, er hér fylgir: Herra forseti og háttvirtu þingmenn:— Það er ekki mikið fyrir skrifara að skýra frá þegar forseti er búinn að gefa sitt yfirlit yfir starf nefndarinnar á árinu, og verður það ekki nema að fylla í eyðurn- ar það sem eg hefi að segja. Á árinu hafa 14 nefndarfundir verið haldnir. í Jóns Bjarnasonar skóla hafa verið 13 fundir og einn að heimili ritara. Þar sem tveir nefndarmenn eru utanbæjar, þá hafa þeir ekki getað sótt fundi reglu- lega, en yfirleitt hafa nefndarfundir verið vel sóttir. Forseti og ritari hafa sótt alla fundi og því gegnt þeim störfum án að- stoðar. Samvinna í nefndinni hefir verið góð og er það mikils virði, ef mál eiga að ganga greiðlega. Öllum þeim málum, sem nefndinni voru falin áhendur, hefir hún reynt að gera einhver skil. Sum hefir hún afgreitt og í öðrum gert þær framkvæmdir er henni var unt. Einnig hafa ýms mál, er komu upp á árinu, verið tekin til íhug- unar og framkvæmda. Geta má þess í sambandi við útvarpið frá íslandi, að ritara var falið á hendur að skrifa ráðherra íslands ' um árangur þess mekilega atburðar í sögu íslendinga. Kom aftur mjög hlýlegt bréf til Þjóð- ræknisfélagsins og allra íslendinga, og er sú ósk látin í ljósi að slík útvörp geti hald- ið áfram í nálægri tíð.. Á árinu hefir stjórnarnefndin haft ýms mál með höndum, sem leita hefir þurft að- stoðar og álits fólks utan Þ jóðræknisfé- lagsins og langar mig til að geta þess hér að öll slík hjálpsemi var svo fúslega veitt að ástæða er fyrir nefndina að votta þakk- læti fyrir. Mér er áhætt að segja að á þessu ári hefir nefndin orðið var við meiri hlýleik og samvinnuhug og áhuga fyrir starfi Þjóðræknisfélagsins en að undan- förnu, hjá utanfélagsfólki. Er það mark- vert tákn tímanna og bendir ótvíræðlega í áttina til þess að íslendingar hér yfirleitt eru meir og meir farnir að hugsa um sann- leiksgildi orðskviðsins : “Sameinaðir stönd- um vér, en tvískiftir föllum vér.” Ef þjóð- ararfur og kynstofn íslendinga er eins þarfur þáttur í menningu og lífi voru eins og hingað til hefir verið haldið fram, þá er hann sannarlega þess virði að íslend- ingar hér sem heild taki saman höndum og Ieggi eitthvað í sölurnar fyrir það sem getur gert oss og afkomendur vora að nýt- ari mönnum og konum. Enginn einn fé- lagsskapur meðal Islendinga gæti komið meiru til leiðar í þessum efnum en Þjóð- ræknisfélagið, ef allir Islendingar væru samhuga um stefnu þess og starf. Auð- vitað hlýtur eitt mikilvægasta starfssvið félagsins að vera að sameina krafta ís- lendinga hér í álfu í eina heild til að vinna að heill og velferð þeirra í þessu landi jafnframt og að gefa þessu þjóðfélagi af því bezta sem er í fari þeirra. Hvílíkir starfskraftar væru þá ekki framleiddir og hve miklu væri þá ekki hægt að koma til leiðar þegar heildin starfaði í einingu að sínum velferðarmálum. Alt bendir til að þetta sé mögulegt. Þar sem viljinn er, þar er möguleikinn. Fleiri hendur eru nú rétt- ar til að efla þau mál er íslendingar hafa með höndum, og ætti það að vera markmið Þjóðræknisfélagsins á þessu komandi ári að styrkja þau bönd er geta tengt alla ís- lendinga bræðraböndum í starfi þeirra. Kæru vinir, Þjóðræknisfélagið getur orð- ið sú samvinnuheild, án þess að koma í bága við nokkur önnur félög, sem starfa meðal íslendinga, og við skulum vona að það eigi eftir að verða að veruleika. Bergthor Emil Johnson. Guðmann Levy lagði til og séra B. Theodore Sigurðsson studdi, að skýrslan sé viðtekin með þakklæti. Samþykt. Skýrslur féhirðis og fjármálaritara lesnar af Guðmann Levy. Reikningur féhirðis. yfir tekjur og gjöld Þjóðræknisfélag ís- lendinga í Vesturheimi frá 15. febr. 1935 til 15. febr. 1936. TEKJUR 15. febr. 1936— Á Landsbanka íslands .......$ 10.00 Á Royal Bank of Canada...... 1,614.57 Á Can. Bank of Commerce.... 1,349.96 Frá Fjármálaritara........... 306.82 Gjafir í Rithöfundasjóð..... 20.50 Fyrir gamlar auglýsingar .... 9.19 Fyrir auglýsingar 1934 og ’35. . 1,312.25 Fyrir fyrirl. Ásg. Ásgeirssonar 149.40 Borguð húsaleigu skuld...... 18.99 Bankavextir ................. 48.70 $4,839.39 GJÖLD 15. febr. 1936— Til ísl. kenslu, deildin Brúin..$ 35.00 Til áhalda við ísl. kenslu í Wpg. 4.15 Skólahús leiga .................. 75.00 Fundarsalsleiga.................. 58.00 Ritstjóralaun við Tímaritið.. 100.00 Ritlaun ........................ 152.55 Leikhús-ticket til skólabarna .. 60.00 Prentun 16. árg. Tímaritsins .. 492.96 Umboðslaun á auglýsingum .. 324.31 Ábirgðargjöld embættismanna. 8.00 Gjöld til stjórnar og lögfr... 10.00 Veitt úr Rithöfundasjóði .... 50.00 Endurgreiddar auglýsingar.... 18.75 Útbreiðslumál og ferðak....... 37.94 Sæsímar og telegrams............. 18.66 Póstgjald undir Tímaritið .... 11.35 Prentun ................i..... 28.66 Veitt til Karlakórs, Wpg...... 50.00 Veitt til Falcon Athletic Assoc. 25.00 Styrkur til barnabl. Baldursbrá 70.00 Veitt til Minnisv.sjóð St. G. St. 25.00 Veitt til Minnisvarðasjóðs .... 100.00 Veitt til bókakaupa í bókasafnið Blóm .......................... 10.00 Kostnaður við fyrirlestur Ásg. Ásgeirss. og Matth. afmæli.. 165.40 Frímerki og símskeyti, féh. .. 5.25 Víxilgjöld á bankaávísunum.. 1.59 Á Landsbanka íslands.............. 1.80 Á Royal Bank of Canada.... 1,647.00 Á Can. Bank of Commerce.... 1,223.02 $4,839.39 Arni Eggertson. Yfirskoðað og rétt fundir 18. febr. 1936. S. Jakobsson, G. L. Jóhannsson. Yfirlit yfir aðrar eignir félagsins. Tímarit óseld í Winnipeg: 5,089 eint. af I.-XV. árg. 30c eint. að jafnaði að frádregn- um sölulaunum..............$1,526.70 226 eint. af XVI. árg. 75c ein- takið að frádregnum sölul... 169.50 30 eint. hjá umboðsm. í Wpg. 17.10 $1,713.30 Tímarit óseld í Reykjavík : 1069 eint. af I.-XIV. árg. (samkvæmt síð- ustu ársskýrslu.... 553.92 250 eint. af XV. og XVI. árg.............. 166.67 1319 eint. (að sölulaun- um frádregnum) .. 720.59 67 eint. seld samkvæmt reikningi, ....... 38.74 1252 eint. óseld í Reykjavík.. 681.85 Óseld Tímarit, alls ............ 2,395.15 Svipleiftur Samtíðarmanna, 134 eint., $1.50 hvert, 50% frádr. 100.50 Bókaskápar, ritvél o. fl. (sbr. síð- ustu ársskýrsluí ............... 65.00 Bókasafn hjá deildinni “Frón” (mat óbreytt) ................. 656.63 Samtals .......'............$3,217.28 Ennfremur innieign hjá E. P. Briem í Reykjavík samkvæmt reikningi frá 3. okt. 1935, Kr. 48.09. Samið um auglýsingar í XVII. árg. $1,635.00 samkvæmt tilkynningu frá hr. Á. P. Jóhanssyni. Winnipeg, 18. febr. 1936. S. IV. Melsted, Skjalavörður. Baldursbrá frá 1. október 1934 til 1. maí 1935. Áskriftargjöld, 569 á 50c ....$ 284.50 Frá Þjóðræknisfélaginu........ 70.00 Vextir á banka................ .40 354.90 Útgjöld— Prentun og umslög fyrir blaðið $ 282.96 Póstgjald, vélritun, myndamót og exchange ............... 61.50 Can. Stamp Co. og veð til Póst- hússins ..................... 2.35 346.81 Fé á hendi..................... 7.09 Veð hjá pósthúsi............... 1.00 354.90 B. E. Johnson, ráðsmaður. Yfirlit yfir sjóði félagsins. 15. febr. 1935: Byggingarsjóður ... .$ 30.16 15. febr. 1936: Vextir .60 30.76 15. febr. 1935: Ingólfssjóður Vextip 837.64 16.75 854.60 15. febr. 1935: Rithöfundasjóður .... Innborgað á árinu .. Vextir 221.63 20.50 4.00 Útgjöld 246.13 50.00 196.13 15. febr. 1935: Leifs Eiríkss. mynda- styttusjóður Vextir 64.82 1.28 66.10 15. febr. 1936: Peninga innieign félagsins 1,724.23 Alls i bönkum $2,871.82 Arni Eggertson. Skýrsla fjármálaritara yfir árið 1935. Inntektir— Frá meðlimum Aðalfélagsins. .$ 172.40 Frá deildum .................... 139.30 Frá sambandsdeild. “Fálkinn” 7.00 Seld Tímarit til utanfélagsm... 14.50 $ 333.20 Útgjöld— Póstgjöld ..................... 17.68 Skrifföng og Ledger Sheets .. 2.90 Sölulaun af seldum Timaritum 5.80 Afhent féhirði ............... 306.82 $ 333.20 Guðmann Levy. Tillögu gerði B. E. Johnson er studd var af Elínu Hall, að þessar skýrslur séu þakkaðar og þeim vísað til væntanlegrar f jármálanefndar. Samþykt. S. W. Melsted, skjalavörður, las þá sína skýrslu. Skýrsla skjalavarðar. Tímarit óseld þ. 18. febr. 1936 1. árg., 563 eint.; 2. árg., 356 eint.; 3. árg., 60 eint.; 4. árg., 245 eint.; 5. árg., 254 eint.; 6. árg., 374 eint.; 7. árg., 440 eint.; ?. árg., 322 eint.; 9. árg., 217 eint.; 10. árg., 413 eint.; 11. árg., 308 eint.; 12. árg., 592 eint.; 13. árg., 301 eint.; 14. árg., 321 eint.; 15. árg., 233 eint.; 16. árg., 226 eint. Samtals: I.—XV. árg. 5,089 eint. XVI. árg. 226 eint. Tímarit hjá umboðsmönnum í Winnipeg: I.—XIV. árg.........12 XV. árg...........13 XVI. árg...........5 30 Óseld Tímarit í Winnipeg, eint. alls ............. 5,345 Tímarit hjá E. P. Briem, bókaverzlun í R.vík: Samkvæmt síðustu árs- skýrslu, I,—XV.......... 1,194 Þar af seld, samkv. reikn- ingi frá bókaverzluninni, 3. okt.*1935 ........... 67 Mismunur 1,127 :vi. árg......... 125 Óseld Tímarit í Reykjavík, eint. alls.................. 1,252 Óseld Tímarit alls, I.— XVI. árg., eint............ 6,597 “Svipleiftur Samtíðarmanna,” eint. alls.....(.......... 134 XVI. Argangur Tímaritsins. Upplagi þessa árgangs, 1,000 eint., hefir verið útbýtt svo sem hér segir: Til deilda félagsins ........ 308 eint. Til meðlima ............... 191 Til umboðssölu í Winnipeg 5 Tjl auglýsenda (pr. Á. P. Jóhannsson) ................ 86 Til heiðursfélaga, bóka- safna, rithöf. og annara 47 Til E. P. Briem, bókaverzl- unar, R.vik................ 125 Seld.......................... 12 Alls útbýtt, eint. 774 Eftirstöðvar: Hjá skjalaverði ........... 162 Hjá fjármálaritara ........ 64 226 Upplag XVI. árg., eint. alls 1,000 S. W. Melsted. Á. P. Jóhannsson lagði til og Mrs. M. Byron studdi, að skýrslan sé þökkuð og viðtekin. Samþykt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.