Lögberg - 19.03.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.03.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 19. MARZ 1936 Högberg GeflO út hvern fimtudag af THE COLUMISIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manltoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verö t3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Hmited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Við þjóðveginn i. Fjármálaráðgjafi fylkisstjómarinnar í ]\Ianitoba, Hon. B. A. McPherson, lagði fram á mánudaginn fjárhagsáætlun sína fvrir fjár- hagsárið, sem endar 30 apríl 1937, og fylgdi henni úr hlaði með ítarlegri ræðu um efnahag fylkisins í heild. Þess hafði verið vænst, að f járhagsáætlunin myndi bera með sér ])ó nokk- urn tekjuafgang, en í þess stað er gert ráð fyr- ir tekjuhalla er nemi $295.000. Ástæðan fyrir þessu .stafar frá ]>ví, hve rýmkað er til um undanþágu frá 2% launaskattinum. Undan- þegnir frá skatti þessum samkvæmt fyrri á- kvæðum, voru kvongaðir menn, er að lág- markslaunum höfðu, $960.00 á ári, og ein- hleypir menn, sem ekkL fengu yfir $480.00. Hin eldri ákvæði um einhleypa menn haldast óbreytt, en undanþegnir þessum sérstaka launaskatti verða heimilisfeður, sem ekki fá vfir $1200.00 á ári. Við þá undanþágu rýrna fylkistekjurnar um $400.000 á ári, að því er Mr. McPherson segist frá. íikki gerir fjár- hagsáætlunin ráð fyrir neinum nvjum skött- um. Útgjöld fvlkisins til atvinnuleysingja á árinu 1935, hlupu upp á $2,517,278.76. En alls hefir fylkið lagt fram í þessu augnamiði frá því í októbermánuði 1930, $13,879,454.73. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir $13,802,- 319.36 tekjum á næsta fjárhagsári, en $14,- 097,549.04 útgjöldum. , Mr. McPherson kvað það deginum ljós- ara, að einlivern tíma kauni að því, að Mani- toba yrði að hætta lántökum; þó lánstraust þess væri gott sem stæði, þá mætti þó öllu of- bjóða. Þess vegna benti hann á það, að skyn- samlegasta leiðin virtist sú, að sambands- stjórnin legði á almennan skatt eða útsvar til þess að standa straum af þeim útgjöldum, sem atvinnuleysinu væri samfara. A síðastliðnu ári nam tala þeirra í fylk- inu, er styrks nutu af því opinbera 81,712, og hafði hækkað um rúmt þúsund frá árinu þar á undan.— ' II. Félagsskapur sá, er nefnist Native Sons of Canada, hefir nýverið fyrir munn forseta síns, R. W. Carr, látið í ljós skoðun sína með tilliti til afstöðu hinnar canadisku þjóðar gagnvart ófriðarhorfunum. Mr. Carr komst meðal annars þannig að orði: “Vér sem stofnun, höfum ávalt haklið því fram og höldum því fram enn, að Canada beri að rækja drengilega sérhverjar þær skvldur, sem þjóðin játast undir að inna af hendi. Á hinn bóginn höfum vér enga löngun til þess, að vita þjóð vora flækta inn í brellur þær í Norðurálfunni, sem stuðlað er til af pólitískum pröngurum, er illu heilli leika þar lausum hala.” Svo hljóðandi símskeyti sendi félags- skapur þessi forsætisráðgjafanum, Rt. Hon. W. L. Mackenzie King: “Vér leyfum oss að brýna fyrir Sam- bandsþinginu nauðsynina á því, að ekki verði hrapað að neinum skuldbindingum af hálfu þjóðar vorrar viðvíkjandi sameiginlegum veldisvígvörnum. Sem fullvalda þjóð, ber oss að gæta góðrar forsjár og sjá hverju fram vindur. Því að eins skal þjóðin taka þátt í erlendum ófriði, að áður hafi fram farið þjóðaratkvæði um málið og slík þátttaka ver- ið samþykt af almenningi. Ef til þess kemur að Canada ákveður að fara í stríð, skal þegar fara fram jöfnum höndum herskylda á mann- afla og auðsafni ])jóðarinnar.” Eins og þegar hefir verið getið um hér í blaðinu, lýsti Mr. King því nýlega yfir í Sambandsþinginu, að stjórnin hefði engar ráðstafanir og þaðan af síður skuldbinding- ar gert, viðvíkjandi sameiginlegum vígvörum við Breta. III. Með tilliti til viðhorfsins í Norðurálf- unni og ófriðarblikunnar þar, kemst blaðið Winnipeg Evening Tribune þannig að orði síðastliðið mánudagskvöld: “Með því að deila um sekt Þjóðverja gagnvart Locarno samþyktinni, vinst ekkert. Andi sá, er Locarno samþyktin grundvallað- ist á var jafnrétti. Aukaatriði, svo sem þau, er að afvopnun Rínarhéraðanna lutu, voru í raun og veru í ósamræmi við anda samþykt- arinnar sjálfrar. Það er í sjálfu sér ofurauðvelt að stað- liæfa að Þýzkaland hefði fúslega játast undir þau ákvæði. Þjóðin hafnaði með öllu þeirri stjórn, er þar átti hlut að máli. Bylting hefir farið fram á Þýzkalandi síðan. Heimurinn verður að semja við Þýzkaland, eins og það nú er, en ekki eins og það var á dögum Strese- manns. Það er ekki unt að fyrirgefa Hitler þetta síðasta tiltæki hans, þó sýnt sé á hinn bóginn, að það yrði samt sem áður ekki umflúið. Til - Faunir í þá átt, að rýra fullveldi þýzlru þjóð- arinnar, gátu undir engum kringumstæðum orðið langlífar. Það, sem mest ríður á um þessar mundir. er það, að horft sé með skynsemi á Norður- álfumálin, eins og ]>eim nú er komið, og að gerðar verði til þess einlægar tilraunir að ráða fram úr vandkvæðunum á hagkvæmileg- an hátt; að taka atburðina í þjónustu varan- legs friðar í stað þess að nota ]>á sem útsa'ði í nýjan herneskjuakur. Enn er full þörf á nýrri Locarno sam- þykt í anda hinnar fyrri, að því viðbættu, að þar njóti allir aðiljar jafnréttis, jafnt því sém sektarákvæði Verði fastmælum bundin. Þjóðir þær, er að Locarno samþyktinni stóðu, hafa í rauninni með afstöðu sinni fall- ist á það, að þetta síðasta tiltæki Þjóðverja, sé ekki næg ástæða fyrir stríði. Með það fvr- ir augum, er þá ekki um annað að ræða en það, að reyna að byggja úr núverandi ástandi var- anlegan grundvöll að framtíðarfriði.. ” kendur einn hinna allra glöggustu manna í heimi á friðarmálin í heild sinni, bæði milli einstaklinga, félaga, stétta og þjóða. —(Framh.). MacKenzie King MAÐURINN OG AFREKSVERK HANS. Eftir John Lewis. (Sig. Júl. Jóiiannesson þýddi) Lög sem King bar fram og fékk samþykt í sambandi við deilur milli verkamanna og vinnuveitenda og ýms önnur lög, sem hann er höfundur að hafa þótt svo sanngjörn og rétt- lát að þau hafa verið tekin til fyrirmyndar við samsljonar löggjöf í öðrum löndum. Alls var King aðstoðarráðherra verka- mála og verkamálaráðherra í tíu ár og eru afrek hans í þeirri stöðu viðurkend af and- stæðingum hans jafnt sem hliðstæðingum. 1 þessu sambandi mætti minnast á rit- gerð, sem heitir “Spádómar um frið í iðn- aðarmálum. ” Er ritgerðin eftir hinn al- kunna speking Dr. Charles W. Eliot fyrver- andi forstöðumann Harvard háskólans. “Hver sá er opin eyru hefir, ” segir hann, “getur nú á dögum heyrt ýmsa og andstæða spádóma um frið í iðnaðarmálum. Sumir þessara spádóma eru hérlendir og háværir, aðrir lágróma og langt í burtu. Sumir þeirra fara jafnvel lengra en iðnaðarmálin — þeir fjalla um alþjóðafrið yfirleitt. í öllum þeim óskapnaði, sem allstaðar ríkir síðan 1914, er það hughreystandi fyrir þá, sem að upplagi eru bjartsýnir, að athuga þessa spádóma. Og á meðal þess allra bjart- asta í þessum efnum má benda á þær miklu framkvæmdir sem eiga sér stað í verkamála- deild canadisku stjórnarinnar. Sú deild var stofnuð árið 1900 og hefir nú lifað nytsömu og framkvæmdarríku lífi í tuttugu og fjögur ár. Þegar athugaðar eru allar framkvæmdir verkamáladeildarinnar í Ottawa, áður en lög- in um deilur milli verkamanna og vinnuveit- enda urðu til, og eftir að þau vorii samþykt þá kemur það greinilega í ljós að meðferð verkamálanna í Canada hefir verið og er enn skynsamlegri og affarasælli en í nokkru öðru landi. Þar sézt að til eru mögulegar leiðir í áttina að iðnaðarfriði. W. L. Mackenzie King er faðir þessara sanngjörnu laga og kom þeim í framkvæmd. Aðal eínkennin í ritum, ræðum og póli- tískum athöfnum Kings, eru þau að hann vill láta rannsókn fara fram áður en verk- föll skella á eða vinnuveitendur geti rekið menn úr vinnu. Með því móti telur hann líklegra að sanngirni og mannúð ráði úr- slitum í stað heiftar og hefnigirni. 1 öðru lagi heldur King því fram að ef þjóðfélagið eigi að bera virðingu fyrir verkamonnum og vinnuveitendum, þá verði þeir hvorir um sig að taka sanngjarnt tilliti til þjóðfélagsins. 1 þriðja lagi heldur hann því fram að eins og verkamáladeilur eigi að leiða til lykta með sáttanefndum og málamiðlun, þannig eigi einnig að ráða úr deilum heimsþjóðanna og koma á með því alþjóða friði. Vill hann gera ]>að að alþjóðalögum að dómstóll skeri úr öll- um deilum ef sættir bregðist og verði hver þjóð að beygja sig undir úrskurð þess dóm- stóls, en alþjóða lögregla komi í stað hers og í löndum þeirrar lögreglu sé framkvæmdar- valdið. ”. Þannig farast Dr. Eliot orð; þannig lýsir hann King og stefnu hans. Hér er ekki um lítilfjörlegan pólitískan jábróður að ræða. heldur mann, sem fáir standa jafnfætis að speki og glöggskygni. Er hann talinn allra fremsti uppeldisfræðingur sinnar tíðar í þessari álfu. Og orð hans hafa enn þá meira gildi þegar þess er gætt að hann er viður- Verkefni handa Þjóð- ræknisfélaginu Fyrir rúmlega 6o árum, þá hinir fyrstu íslendingar tóku sér bólfestu á þessu meginlandi, sýndu þeir með hróssverðri umhyggjusemi, að þeir vildu vernda framar öllu öðru sina feðratrú og þjóðerni. Hér stigu þeir á land með tvær hendur tóm- ar, — en vonglaðir og ánægðir i allsleysinu; þeirra andlegu óðul var eina veganestið, sem þeir háru af föðurleifð sinni og því möttu þeir það sína helgustu skyldu að við- halda sinni tungu og tapa ekki neínu af mannkostum og sérkennum þjóð- ar sinnar, og með þá helgu hugsjón stofnuðu þeir til þjóðhátíðar. sem i haldast skyldi ár hvert og í aldir ^ fram. og það hátíðahald skyldi vera ■ sá vafurlogi, sem drægi saman ætt- 1 menn vora og knýtti þá óslítandi þjóðræknisböndum, þrátt fyrir j dreifinguna miklu og önnur eyð- andi öfl. sem hér hlytu að mæta og ; valda tjóni margvíslegu. Nú höfum vér Winnipeg íslend- ingar haldið merkinu á lofti í hálfa I öld og reynt af ítrasta megni að j reynast trúir hugsjóninni helgu, sem | feður vorir brýndu fyrir okkur að , lifa fyrir alla vora daga. — En því ; miður er nú dimt í lofti og allra veðra von. Nú er þess að minnast, að fyrir | nálega 20 árum var stofnsett félag j af íslendingum á þessum slóðum ' með samskonar stefnuskrá, göfugar hugsjónir til viðhalds öllu því bezta í þjóðararfi vorum, og þrátt fyrir j skammsýni og mistök, sem okkur mönnunum eru óhjákvæmileg, hefir þetta félag, Þjóðræknisfélag Islend. ^ inga, komið miklu góðu og þjóðlegu j til leiðar og áunnið sér tiltrú, virð- ! ingu og velvild bæði austan hafs og vestan. Þv.í skyldum vér nú ekki leita I hjálpar og aðstoðar hjá þessu félagi. þegar nauðsyn ber til? Væri það j ekki vantraustsyfirlýsing á Þjóð- j ræknisfélag fslendinga í Winipeg, ef fram hjá því væri gengið, þegar þjóðþrifamál, eitt okkar kærasta, er að reka upp á sker? Eg hefi þá trú þá tiltrú, að þarna séu mennirnir, sem komi með björgunarbátinn. Eg treysti þeim, og að þeir komi ekki of seint. Ykkur, lesendur góðir, er kunnugt um hvernig nú standa sakir með há- tíðahaldið í yfirstandandi tíð. ís- lenzki borgarafundurinn, sem hald- inn var um daginn sýndi það ljóst, að nú eru íslendingar í Winnipeg skiftir í tvo nálega jafna flokka, um það hvar vera skuli hátíðahaldið. Ástæðurnar eru kunnar, — en með skiftingu og henni svona jafnri, er “dagurinn,” okkar þjóðræknisdagur, dauðadæmdur, og mundi slíkt mega teljast hið mesta tjón og þjóðar- skömm. Það er því tillaga mín, að Þjóð- rœknisfélagi fslendinga í Winnipeg sé fálið og uppálagt að kaupa og starfrœkja nœgilega stóran skógar- lund á árbatíka áfast við Winnipeg- borg, sem nothæfur yrði til íslend- inga hátíðahalds og ýmsra annara þjóðlegra samfunda. Mundu þá íslenzkir bæjarmenn allir sameinast að nýju með þjóð- minningardaginn og stórt þjóðþrifa- spor stigið og félaginu, sem fyrir því stæði til ævarandi sóma og blessun- ar. Eg veit að margir munu hugsa: Hvar eru peningar til þessa fyrir- tækis, hversu gott og þarflegt sem það nú er? Á eitt vil eg benda, og það er þetta: Hér í borginni, eru ekki svo fáir, sem vildu taka nærri sér, fyrir- tækinu tif stuðnings ; telst mér til að brátt mundu gefa sig fram eitt hundrað manna og kvenna, og jafn- vel miklu fleiri, með $15.00 hver; hækkaði í fjárhirzlunni með því þá $1500.00 bættust við, og viðurkenn, ing sú er félagið gæfi hverjum ein- staklingi fyrir 15 dalina, væri lifs- tíðarmeðlims skírteini, hvar þeir hefðu full réttindi og hlunnindi öll, sér að kostnaðarlausu, þar til þeir næði 100 ára aldri. Þess skal minst, að svo framar- lega að félagið sjái sér mögulegt og beri gæfu til að framkvæma það sem tillagan fer fram á, að þá er mér ljúft að gera minn part og jafnvel leggja fram tvenn manngjöld; skyldi sonur minn talinn fyrir helmingnum. Vér erum hvort sem er að búa í haginn fyrir okkar börn, eins og frumbyggjariúr á landnámstíðinni fyrrum. En sem sagt, eg hefi þá tröllatrú að þessi íslenzki félagsskapur muni bjarga þessu þýðingarmikla velferð- armáli og lyfta því Grettitaki, sem útheimtir orku og manndáð og með því sýni og sanni að atorka frum • byggjanna er runnin oss í merg. og að vér höfum, ekki síður en þeir. krafta í köglum og bein í nefi, og ’með því einu er minning feðra vorra í hávegum höfð, sem vera ber. Gunnl. Jóhannsson. Fréttir frá Betel Heimsókn allfjölmenna fékk Betel frá kvenfélaginu “Framsókn” hér á Gimli þ. 29. febrúar s.l. Fjöldi af konum og meyjum í þeirri för. Var komið til heimilisins um kl. 3 e. h., slegið upp veizlu að gömlum og góðum sið, en síðan komið saman í samkomusal stofnunarinnar. Þegar þar var komið lét séra Jó- hann Bjarnason, er konur höfðu beðið að hafa orð fyrir aðkomu- fólki, syngja sálminn: “Sú trú sem fjöllin flytur,” og séra Bjarni A. Bjarnason las frásöguna um draum Jakobs í Betel og flutti bæn. Var að því búnu sungið versið: “Veit mér náð að vaka og stríða, vinna trúarsigurinn.” Skiftist þá á stuttar tölur og ís- lenzkir úrvalssöngvar. Við hljóð- færið var Mrs. Clifford Stevens, (er áður var Miss Snjólaug Joseph- son) uppeldisdóttir þeirra Mr. og Mrs. Jóns Jósephsonar hér á Gimli. Spilar hún frábærlega vel, sem kunnugt er. Fyrstu töluna flutti séra Jóhann, þar sem hann mintist bæði kvenfé- lagsins og heimilisins, er nú væri í þann veginn að verða tuttugu og eins árs gamalt. Voru þá sungnir tveir eða þrír ís. lenzkir söngvar og að því búnu tal- aði forstöðukona heimilisins, Miss Tnga Johnson, þar sem hún mintist þess, að þetta væri fyrsta heimsókn- in er Betel fengi eftir vetrarríkið er verið hefði, bauð konur velkomn. ar, þakkaði kvenfélaginu komu þess og árnaði því heilla og hamingju i störfum sínum. Þá voru enn sungnir úrvals söngv- ar og töluðu á milli þeirra þeir séra Bjarni A. Bjarnason, Thorbergur Halldórsson, nýkominn, blindur vistmaður á Betel, maður vel máli farinn, og Lárus Árnason, er allir kannast við er fréttabréf þessi lesa. Hafði ráðskonan falið honum í þetta sinn að frambera þakkarorð fvrir heimsóknina. Hefir hún tekið upp þann sið að láta einhvern af vist- fólki, þeirra er samkvæmt fyrri æf. ingu eiga hægt með að tala á opin- berum mannfundum, flytja slík þakklætisorð og tekur fólkið eftir röð, og svo aftur í annað sinn, eða þriðja, ef með þarf, ef heimsóknir verða svo margar. Auðvitað úti- lokar það ekki hana sjálfa frá að taka til máls, ef henni svo sýnist. Það gerir hún stundum en stundum ekki. Var nú röðin komin að Lár- usi, eða hann var látinn byrja þetta starf á heimsóknartíma þeim, sem væntanlega er að fara í hönd. Leysti hann hlutverk sitt vel af hendi eins og áður. Samkoman endaði með því að all- ir sungu “Eldgamla ísafold” og “God Save the King.” Var þess minst um leið, að hinn nýi Breta- konungur ætlaði að flytja hið fyrsta ávarp sitt til þegna sinna, daginn eftir, einmitt á 21. afmælisdegi Betel. Sunnudaginn 1. marz var messa i Betel höfð það fyr að morgni en vant er, svo ekki rækist hún á á- varp konungs kl. 10 f. h. þann dag. Stóð það og heima. Messan var búin í góðan tíma. Ávarp konungs lieyrðist ágætlega. Ilvert orð kcm skýrt út og greinilega. Margt af vistfólki skilur enska tungu bæri- lega, sumt vel. Var og gefin ofur- lítil lausleg þýðing, eða ágrip af efm ræðunnar, á íslenzku á eftir, þeim er ekki áttu hægt með að skilja, eða eru orðnir heyrnardaufir og áttu erfitt með að ná því er s.igt var. Kom öllum saman um að ræðan hefði verið góðmannleg og falleg.— Á mánudaginn 2. marz, frá kl. 4 til 5.30 e. h., hafði Betel þá á- nægju að heyra söngmanninn góð- kunna, Mr. Óla Kárdal. Var sleg- ið upp “rifandi” söngsamkomu. Gerði söngvarinn ýmist, að hann söng einsöngva, valda og fagra, eða lét alla viðstadda syngja með sér valin, alkunn íslenzk lög. Við slag_ hörpuna var Miss Sylvía Thor- steinsson kenslukona; spilar hún að vanda, af ágætri list. Viðstaddir voru nokkrir gestir, þar á meðal þau séra Jóhann Bjarnason, kona hans og sonur þeirra, séra Bjarni A. Bjarnason, nú þjónandi prestur á Gimli. Mun forstöðukona Betel á- samt söngmanninum, hafa átt upp- tökin að þessum afmælisfagnaði, er tókst liið bezta. Mr. Kárdal er af- bragðs söngmaður. Var þeim báð- um, Miss Thorsteinsson og honum, þökkuð með mestu virktum heim- sóknin og skemtunarstundin hin frábærlega ánægjulega, er þau höfðu þarna veitt.—Fréttaritari Lögb. Eyja Robinsons Ey.jan Juan Férnandez, þar sem hin fræga sagaD aniel Defoes “Robnson Krusoe” gerist, er tal- in liggja undir Chile, þótt hún sé 600 km. leið frá Valpariso, úti i Kyrrahafi. Nú hefir hún verið friðhelguð vegna þess að ferða- mannastraumur h e f i r aukist þapgað stórkostlega á seinni ár- um og ferðamenn voru á góðum vegi með að uppræta þar allar >OfcZDOC Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftaven.jur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business College) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG ~>o<—r>o<——>o<=do<—r->o<—r-^o<=>o<rrr->or—>o<——>o<-->o<--->nr

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.