Lögberg - 26.03.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.03.1936, Blaðsíða 1
49. ARG-ANGUR l WINNIPEG, MAN., FIMTTIDAGINN 26. MARZ 1936. NÚMER 13 Hrikalegasta tjón af völdum vatna vaxta í sögu Bandaríkjaþjóðarinnar Sambandsþingið Eins og frá var skýrt í síðasta blaði, tóku umræðurnar um viö- skiftasamninginn milli Canada og Bandaríkjanna upp mestan tíma þings. Síðastliðið mánudagskvöld lauk umræðum um þetta mál í neðri málstofunni með því að samning- arnir voru samþyktir þar meÖ miklu afli atkvæða, og var málinu þar með vísað til efri málstofunnar. Tals- vert höfðu umræðurnar orðið heitar með köflum. Mr. Bennett var all orðhvass annað veifið, þó hann á hinn bóginn viðurkendi, að samning- arnir hefðu ýmsa kosti, sem líklegir væru til þess að létta. undir með bændum, timburframleiðendum og þeim mönnum einkum, er nautgripa. rækt stunduðu. En þetta alt kvað hann of dýru verði keypt, er tillit væri tekið til þess hnekkis, er verk- smiðjuiðnaðurinn óhjákvæmilega yrði fyrir. Fjármálaráðgjafinn, Mr. Dun- ning, hafði síðasta orðið samningum þessum viðvikjandi. “Eg er sann- færður um það,” sagði Mr. Dun- ning, “að samningar þessir reynist veruleg lyftistöng fyrir hina cana- disku þjóð. Og þeir verða báðum aðiljum til blessunar,” bætti hann við. í lok ræðu sinnar lét Mr. Dunning svo um mælt, að í febrúarmánuði síðastliðnum, hefðu viðskifti cana- disku þjóðarinnar við Bandaríkin aukist um $6,500.000. MUSSOLINI AFNEMUR ÞJÓÐÞINGIÐ Símað er, frá Róm þann 23. þ. m. að Mussolini hafi um óákveðinn tíma afnumið þjóðþing ítalíu og stofnað í stað þess einhvers konar samkundu, er nefnist “Chamber of Eascist and Corporations.” Hefir hann jafnframt tekið alla stóriðju í sínar hendur, eða stjórnarinnar. Lætur hann svo um mælt, að þess verði ekki langt að bíða að allar hin- ar stærri verksmiðjur verði teknar í þjónustu vopnaframleiðsluninar. Halldór Vigfússon dáinn 13. marz, 1936. m Oft var döpur æfileið, ofar hrygð en gleði; græska lieims og hræsni sveið hrekk.jalausu geði. Viðkvæmnin er veik og sein villu lífs að bæta. Enn mun hollust harkan ein heimsins ertni að mæta. Þeir, sem blöskrar blíðu-rof, búa á sorgarströndum. Þér var tamt að treysta um of trygða og vina böndum. Lít eg kaldan legstað þinn, lostinn trega sárum. Vil þó ekki, vinur minn, vökva leiðið tárum. Ekki telur trúin mín tár, í eigu sinni, hún sér bezt, að bíða þín betri heimakynni. Gegnum dauðans dularhlið dagsins geislar skína. Þú berð inn á æðra svið aleiguna þína: Trygt og hjálpfúst hugarfar, hreinsað í kærleiks eldi. Enginn maður betri bar byrði lieim, að kveldi. Kristján S. Pálsson. HON. J. S. McDIARMID náttúrufríðindaráðgjafi Bracken- stjórnarinnar. Hefir námuiðnaður. inn tekið slíkum framförum i stjórn. artíð hans, að árið 1935 nam fram- leiðslan $12,000.000. GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR SEYÐFJÖRÐ Það á ætíð við og ekki sízt nú, að minnast með hlýleika hinna eldri manna og kvenna, sem enn standa uppi meðal okkar. Dagarnir þeirra eru mjög bráðlega að kvöldi komnir, eins og aftanskin horfinnar tíðar. Og þó margir þeirra hinna eldri hvili ef til vill í gleymdri gröf, fer þó ekki hjá því að orð skáldsins reynist sannmæli: “Sólin skín samt á þá daga.” En nú eru þeir að hverfa frá oss meir og meir og að síðustu verður enginn eftir. Með djúpum söknuði horfum við eftir þeim, sem enn stöndum að fullu í styrjöld æfinnar. Guðbjörg Einarsdóttir Seyðfjörð heldur enn uppi virðingu hinnar elÖri kynslóðar. Þ. 14. marz varð hún níutíu og tveggja ára að aldri. Hún er fædd að Víðivöllum í Stað ardal við Steingrímsf jörð í Strand- arsýslu. Til Canada fluttist Guð- björg með manni sínum Einari Seyðfjörð árið 1883 og tóku þátt í frumbýlingslífi á Big Point í Mani- toba og í Þingvalla nýlendunni sem þá kallaðist, sem nú er héraðið við Churchbridge og Bredenbury. Guð. björg hefir nú um tíma átt heima við Lögberg pósthús sem eitt sinn var. Þau hjón Einar og Guðbjörg eignuðust nokkur börn, sum dóu i æsku; er mér ekki kunnugt um nöf n þeirra og aldur. Guðbjörg misti mann sinn árið 1922, og er nú til heimilis í Churchbridge. Æfidagar Guðbjargar er langir og merkilegir, og ekki ætið siglt við byr fyrir henni fremur en öðrum. Ein- kenni hennar er góðvild í garð allra manna og málleysingja, enda ekki dregið af sér að líkna heilum og vanheilum eftir efnum. Hún er prýðilega orðhög bæði í bundnu og óbundnu máli. Uppfræðslu í æsku mun hún hafa notið að litlu, en með eiginlegri sjálfsviðleitni hefir henni tekist að verða vel skrifandi og víð- lesin, er full af fróðleik og skemt- unum. Minnið er ágætt. Má segja um hana eins og Látra“-Björgu: “Gekk með hlátrum sálin fjörg.” Enda er Guðbjörð enn frá á fæti fyrir sinn aldur og ber ellina með afbrigðum vel. Þótt hin vanalega skólamentun Guðbjargar væri af skornum skamti, hefir hún samt notið ágætrar ment- unar í skóla lífsins. Guð sjálfur kom til móts við hana á hinni örðugu leið, hefir hann reynst henni hjálp- arhella eina og liðsemd í öllum þrautum, fer hún ekkert dult með þá reynslu sína og horfir nú fram á síðustu sólhvörf örugg og óttalaus, njótandi ástsemi og virðingar skyldra og óskyldra, enda hefir hún gert mörgum gott og verið sérlega áhugasöm um safnaðarmál og vel- ferðarmál öll, og tekur drjúgan þátt i því öílu. “Bráðum verður sólin sezt, sunna dagsins langa. Nú er ekki nema rétt í næsta hús að ganga.” Vinir Guðbjargar hinir mörgu og vandamenn votta henni hjartans þakkir á tímamótum þessum, og árna henni farsællar ferðar og heillr. ar heimkomu til föðurhúsanna blíðu og friðþægu. 5-. C. IION. A. B. HUDSON SKIPAÐUR DÓMARI í HÆZTARÉTTI Símað er frá Ottawa þann 24. þ. m., að Hon. A. B. Hudson fyrver- andi dómsmálaráðgjafi Norris- stjórnarinnar í Manitoba, hafi verið skipaður dómari í hæztarétti Canada í stað J. H. Lamonts dómara, sem fyrir skömmu er látinn. FRÆGUR STJÖRNMÁLA- MAÐUR LÁTINN 1 PARÍS A miðvikudaginn þann 18. þ. m., lézt i París einn af víðfrægustu stjórnmálmönnum sinnar samtíðar, Eleutherios Venizelos hinn gríski, 72 ára að aldri. Við banabeð hans var kona hans ásamt tveimur sonum þeirra hjóna. Venizelos réði um langt skeið lofum og lögum á Grikk_ landi og hafði hvað ofan í annað ráðuneytisforustu á hendi; hann var eldheitur lýðveldissinni og þaraf-, leiðandi ofsóttur af þeim flokki þjóðbræðra sinna, er hliðhollur var konungsstjórn. Árið 1933 varð uppvíst um smasæri til þess að ráða Venizelos af dögum, þó eigi yrði í framkvæmd hrundið; afréð hann þá að draga sig í hlé af sviði stjórn- málanna og flutti til eyjarinnar Krít, j þar sem hann var borinn og barn- fæddur; hafði hann einsett sér að verja þar því, sem eftir væri æfinnar og skrásetja endurminningar sinar; þessi fyrirætlun snerist þó nokkuð til annars vegar, með því að i marz- mánuði í fyrra tókst hann á hendur forustu að nýrri lýðbyltingu á Grikklandi, er samt sem áður fór með öllu út um þúfur; sá Venizelos þá þann kost vænstan að flýja land og leita sér heimilis i París. Taldi hann þjóðaratkvæðið síðasta á Grikklandi um endurreisn konungs- stjórnarinnar hinn ömurlegasta skrípaleik, er þjóðina myndi lengi iðra. t NORÐURÁLFUMÁLIN Svo má segja, að á því sviði hjakki alt í sama farinu, að öðru leyti en því sem símfregnir herma, að snurða hafi hlaupið á þráðinn milli Breta og Frakka, sökum skiftra skoðana á afstöðunni gagnvart Þjóðverjum. Hinn ibrezki utan- ríkisráðgjafi, Anthony Eden, held- ur því frám, að sjálfsagt sé að ger- kynna sér tilboð Þjóðverja um sam. komulag, en Frakkar á hinn bóginn krefjast þess, að endurnám Þýzka- lands á Rínarhéruðunum verði taf- arlaust ógilt. Slikt telur Hilter ekki koma til nokkurra mála, en tjáist aftur á móti fús til þess að ræða við Breta um grundvöll að nýjum Locarno sáttmála, þar sem þjóð sín njóti fulls jafnréttis við alla aðra aðilja. Hafa Þjóðverjar lýst yfir því, að þeir muni senda Bretastjórn nýjar uppástungur að friðarsáttmála þann 31. þ. m. MUNAR UM MINNA Hermálanefndin í neðri málstofu þjóðþingsins i Washington, mælir með því að Bandarikja stjórnin láti smíða 4,000 flugför til vígvarna. Slíkum feikna usla hafa vatna- vextir valdið i Bandaríkjunum und- anfarinn vikutima, að einstætt er talið í sögu þjóðarinnar. Um 280 mannns hafa týnt lífi á flóðsvæðun. um, en eignatjón er metið á $300,- 000,000. Rammast hefir að flóðun- um kveðið í Pittsburgh, þessu fræga heimkynni stáliðnaðarins og kola- franileiðslunnar; er þess getið í sim_ fregnum, að á sumum stöðum hafi dýpi flóðanna numið 45 fetum. Stjórnin hefir í samráði við líknar- StcÉrsti íslenzki togarinn Reykjaborg, hinn stóri togari, er hlutafélagið Mjölnir hefir keypt í Frakklandi, kom hingað í gær. Kl. 4 e. h. kom hið myndarlega skip inn á höfnina og nokkru síðar lagðist það við bryggju nálægt kola_ krananum. Fjöldi manns fagnaði skipinu og ruddist um borð til að svala forvitni sinni, enda er það engin furða, þvi að þetta er lang- samlega myndarlegasti togarinn, sem hingað hefir verið keyptur og að öllu álitlegúr mjög. Alit skipstjórans Rétt í þvi bili, er Guðmundur Jónsson, sem nú er skipátjóri á Reykjaborg, en áður var á Skalla- grimi, var að fara frá borði, náði tíðindamaður blaðsins sem skjótast tali alf honum og sþurði frétta. —Skipið er bygt 1927 og á allan hátt hið bezta og svo vel bygt, að enskir sérfræðingar er rannsökuðu það, sögðu að vart myndi vera bygð. ir svo sterkir togarar nú. Við fór- um frá Hull síðastl. miðvikudags- kvöld, hreptum töluverðan norðan- storm á leiðinni, en samt fór skipið ágætlega i sjó. En það gafst enginn tími til að ræða við skipstjórann i mannþröng- inni, og varð tíðindamaðurinn frá að hverfa við svo búið. Tildrög — Kaupagerð í gærkvöldi náði blaðið tali af Geir Sigurðssyni skipstjóra, og fara upplýsingar hans hér á eftir: “Reykjaborg er eign hlutafélags- ins “Mjölnir” er hér var stofnað í byrjun jan. s.l. Hluthafar eru 15— 20, en stjórn félagsins skipa: Björn Ólafs, Mýrarhúsum, Geir Sigurðs- son skipstjóri og Jón Björnsson kaupm. f fyrstu var ætlun þeirra manna, er stofnuðu síðar “Mjölni” að kaupa togara í Englandi, en af því varð eigi. Þá fengu þeir tilboð frá Frakk. landi og fóru þeir utan 6. jan. Guð- mundur Jónsson og Geir Sigurðsson og Jón Oddsson útgerðarmaður í Hull slóst í för með þeim til Frakk- lands. Þeir skoðuðu togara, sem voru í skipakví i Boulogne sur Mer á Norður-Frakklandi og ætlaðir voru til sölu. Ákváðu þeir að kaupa yngsta skipið og álitlegasta, sem nú heitir Reykjaborg. Sigldu Geir og Guðmundur skipinu til Hull, með aðstoð átta frakkneskra manna. í Hull fór fram ítarleg rannsókn á skipinu og komu engir gallar í ljós. Einnig var það málað og í það keypí ýms tæki, er þurfa þótti. Síðan va- það hlaðið kolum, sem útgerðarfél. “Mjölnir” á, mannað með íslend- ingum og siglt til Reykjavíkur. Reykjaborg var bygður 1927. Frakkneska útgerðarfélagið, sem átti skipið áður, hélt því að veiðum við Newfoundland og reyndist það vel. Reykjaborg er langsamlega stærsti íslenzki togarinn. Hann er 689 smálestir brúttó, en 275 smál. nettó stofnanir ýmsar, átt fult í fangi með að sjá 221,500 allslausu og húsviltu íólld i Ohio-dalnum fyrir bráða- birgða læknishjálp, fæði og skýli yfir höfuðið. í austurfylkjum Canada, svo sem Quebec og New Brunswick, hafa vatnavextir valdið alltilfinnanlegu tjóni, þó mælt sé að mesta hættan sé þar um garð gengin. Einkum hafa spjöll orðið austur þar á brúm og öðrum mannvirkjum. og knúður af 250 hestafla gufuvél. í honum eru tvær 12 kw. ljósavélar og er önnur til vara. Ennfremur er skipið búið fullkomnustu tækjum, t. d. Marconi senditækjum, miðunar. stöð, bergmálsdýptarmæli o. fl. Beinamjölsvél um borð Auk þess er í skipinu vél, sem á að geta malað 10 tonn af fiskbein- um á dag og á þannig að nytja fisk. úrganginn. Var vél þessi fengin í Englandi til reynslu og er vélarsmið- urinn, Kendall, með skipinu til að sýna hvemig vélin vinnur og kenna að nota hana. Rúm fyrir 50 manna ahöfn. Geir Sigurðsson sagði ennfremur frá því að skipið væri bygt fyrir 50 manna áhöfn og væri vel séð fyrir þægindum skipverja. —Guðmundur Jónsson verður skipstjóri á Reykjaborg, en Kristján Schrarn stýrimaður, en annars er ekki ráðið hve skipshöfn verðui margmenn, segir Geir Sigurðsson —Við vænturn þess, að þetta nýja skip geti átt virkan þátt í að efla ís- lenzka útgerð og arðsemi hennar. —Nýja dagbl. 25. febr. AFRÍKUSTRWIÐ Símað er frá Addis Ababa þann 25. þ. m., að ítalskir flugmenn hefðu varpað sprengjum yfir bæinn Jijiga á þriðjudaginn var, og orsakað með þeim hætti dauða 100 kvenna og barna. Annars er fátt að frétta af heljarslóð ítala og Ethiópiumanna. Þó er þess getið, að hersveitir hinna síðarnefndu hafi unnið allmikinn sigur á norðurvígstöðvunum i vik- unni sem leið og tekið f jölda ítalskra hermanna til fanga. “FORSILFRUД UK Tveir menn í Los' Angeles hafa fundið upp aðferð til þess að “for- silfra” lík. Ýmsa aðra málma er lika hægt að nota, svo sem ryðfrítt stál, kopar, nikkel, o. s. frv. Eftir- spurn kvað vera mikil. GOTT “BUSINESS” Eftirfarandi auglýsing birtist í amerísku blaði: Sérstakt tœkifœri Við erum að stofna bú með 100,- 000 ketti. Hver köttur á að meðal- tali 12 ketlinga á ári. Kattarskinnin seljast á 30 cent hvert, 100 menn geta flegið 5,000 ketti á dag. Dag- legar tekjur áætlaðar 10,000 dollar. ar. Sömuleiðis setjum við á stofn rottubú með 1,000,000 rottum til þess að fæða kettina. Rottunum f jölgar tólf sinnum örar en köttun- um og við höfum því fjórar rottur á dag handa hverjum ketti. Einn kattarskrokkur er nægilegt dagsvið. urværi handa 10 rottum, rotturnar fá því kettina eftir að þeir eru flegn. ir, — fæðið kostar því ekki neitt.— Hlutir í félagsskapnum seljast á einn dollar. Notið tækifærið----Yifirvöld- in tóku auglýsendurna fasta. Það var vist “eitthvað bogið” við dæmið. HERRAMANNSRÉTTUR Kínverjar þykja góðir matreiðslu- menn, en ýmsir réttir þeirra falla þó ekki hvítum mönnum í geð. I brúð_ kaupsveizlum þeirra er einn aðal- rétturinn fúlegg, sem legið hafa grafin í jörð svo árum skiftir. MANNASIÐIR Aðeins þriðjungur íbúa jarðar- innar borðar með hnífapörum. Annar þriðjungur borðar með prjónum, og afgangurinn með fingr. unum. SKAMMSÝNN KAUPANDI Hinn frægi málari Rembrandt átti apa, sem honum var mjög kær. Einhverju sinni var Rembrandt að mála málverk eftir pöntun. Va: honurn þá sagt, að apinn væri dauð- ur. Varð Remibrandt óhuggandi, en tók til svipaðs ráðs og Egill, er hann orti Sonatorrek og hóf að mála mynd af apanum. Kom hann apan- um fyrir á mynd þeirri, sem hann var að mála eftir pöntun. Er kaupandinn sá myndina, varð hann hinn versti. Kvaðst hann ekk_ ert hafa með apa þennan að gera og fékk Rembrandt ekki grænan eyri fyrir myndina. Nú er þessi mynd í geysi-háu verði sem önnur verk þessa fræga snillings. A VORINNG ÖN GUDA GINN 1936 Ó, velkomið brosandi blessað vor, sem breiðist um lönd og höf ; nú vekur líf, veitir lýðunum þor þessi liknandi náðargjöf. V. J. Guttormsson. Ferðalög til útlanda skattlögð í Hollandi. Hollenzka stjórnin hefir ákveðið að leggja fyrir þingið frumvarp um sérstakan skatt, sem leggist á þá, sem ferðast til útlanda. Rökstyður stjórnin þesa fyrirætlun sína með því að það sé yfirleitt efnaðra fólk_ ið, sem ræðst í slík ferðalög og það langoftast í því eina augnamiði að skemta sér. Sé hér þvi um einskon- ar skemtanaskatt að ræða. Umferðin yfir Litlabeltisbrúna Brúin yfir Litlabelti, sundið milli Fjóns og Jótlands, var vígð og tekin til afnota 14. mai í vor. Þetta mikla mannvirki var bygt í trausti þess, að umferðin myndi aukast svo gif- urlega yfir sundið, að kostnaðurinn fengist endurgreiddur á skömmum tíma. Vetur eftir Vasyl Toolivetro, úr Canadian Overtones Hjálmar Gislason íslenzkaði. Þú ísklæddi vetur! þinn alskíri dagur er kaldur sem skvldan, en skínandi fagur. Skap þitt er frostið, fannirnar brosið, ljósinu hreinna og helgara — en frosið.— Faðmir þú lífið það fölnar án tafar; bróðir þinn, dauðinn, ber það til grafar. Þó skjálfandi líf reyni að skríða í felur, þinn dóm má ei flýja, það deyr eða kelur. Samt ann eg þér, vetur, þú tigni og trausti! skapkaldi, skipandi! skínandi, hrausti! Veldi þitt, vetur, mér brennur í beinum,— en tilbið þig, elska þig, treysti þér einum. Frá Islandi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.