Lögberg - 26.03.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 26.03.1936, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. MARZ 1936. Galdramál Þórarins Halldórssonar fyrsta mannsins, sem brendur var á Alþingi. Eftir Árna Óla. Heimildir: Thotts 2110 (nú í Þjóð- skjalasafni). Annálar Bókmentafé- lagsins (formáli Hannesar Þor- steinssonar dr. að Vatnf jarðarannál •yngri). Syrpa Gísla Konráðssonar í Landsbókasafni, Galdrabók Ólafs Davíðssonar (handrit Sighvats Grímssonar Borgfirðings í Lands- bókasafni) o. fl. Þórarinn er maSur nefndur. Hann var Halldórsson og bjó á Birnustöðum i Ögursveit vestra. Hann var kvæntur maður og átti börn. Honum er svo lýst, að hann hafi verið meðalmaður í minna lagi að vexti, vel á fót kominn, fóta- þykkur nokkuð, fallega vaxinn, þunnleitur með litlu blóði í andliti, smáeygur, nokkuð þungur undir brún, hrokkin hærður, mjótt skegg, rauðgult hár og skegg, nokkuð læðu- legur í máli. Um þessar mundir, 1664, var galdratrúin i almætti sínu, og hræðsla almennings við galdramenn afarmikil. Þó gátu menn ekki setið á sér að leita til þeirra, er eitthvað þóttu kunna meira fyrir sér en aðr. ir, ef þeim þótti eitthvað við liggja. Nú mun sá orðrómur hafa legið á vestra, að Þórarinn Halldórsson vissi jafnlangt nefi sínu. Lék það orð á, að hann færi með óvenjuleg- ar stafamyndir og hefði við einar og aðrar óvenjulegar lækningar (handa álagningu). Þess vegna er það, að bóndinn á Laugarbóli, Jón Þorkelsson, leitar til hans og biður hann að hjálpa sjúkri stjúpdóttur sinni. Hún hét Hall- friður Sveinsdóttir. Þórarinn brást vel við þessari málaleitan og fékk Jóni eikarspjald, sem hann hafði útskorið. Sagði Þórarinn svo síðar, að öðrum megin hefði hann skorið tvo stafi, Ægis- hjálm hinn meiri og þann minni. En annars vegar á spjaldið var skorin signing, og kvað hann konu sina hafa kent sér þá stafi. Á blaði, sem fylgdi með spjaldinu, voru þessi orðskripi: Agala, Voya, Uneus Akon Sy. Hafði hann sjálfur mikla trú á stöfum þessum, því að með þeim og signingum hafði hann læknað tvær kýr og vetrung, að hans eigin sögn. En nú vildi svo illa til, að þótt þetta ráð væri óbrigðult við veik- indum í nautpeningi, þá gagnaði það ekki Hallfríði Sveinsdóttur. Má líka vera að signingarnar, sem Þór- arinn lét fylgja, hafi gleymst, eða handaálagning Jóns á Laugabóli hafi ekki haft þann kraft, sem handaálagning Þórarins. Svo mikið er víst, að Hallfríði versnaði stöð- ugt og leiddi veikin hana til bana.— Þá var nú snúið við blaðinu og Þór. arni kent um það, að hann væri valdur að dauða hennar. Þá var prestur í Ögurþingum séra Sigurður Jónsson, Bergssonar í Fljótsþingum. Mun hann hafa átt heima á Eyri í Seyðisfirði hjá Magnúsi Magnússyni sýslumanni. Var Sigurður fróðleiksmaður og vel látinn sem prestur, eins og sézt á því, að tveir söfnuðir kusu hann sér til prests, þótt þeir fengi hann ekki Jón á Laugabóli snéri sér nú til séra Sigurðar, sennilega með kæru á Þórarinn, og afhenti honum eikar- spjaldið fræga, en prestur innsiglaði það. Þetta gerðist 29. janúar 1665, og þá má telja að galdramál Þórar- ins hefjist. Sunnudaginn næstan þar á eftir messaði séra Sigurður í ögurkirkju. Var Þórarinn við messu. Prestur hélt alvarlega áminningarræðu vfir söfnuðinum um galdur og fordæðu. skap og skoraði á menn að “afsníða þvílíka lesti fyrir guðs aðstoð.” Var þá haft eftir Þórarni, að hann hefði sagt um prest eftir messu, að “harð- talaður hefði hann verið í dag til galdramanna, en óvist væri hvort hann yrði jafn hvatvís næsta sunnu- dag.” Mun þetta þó sennilega upp- spuni einn. En nú brá svo við fáum dögum seinna, að Sigurður prestur veiktist hastarlega og með “undarlegum hætti.” Lá hann þungt haldinn í 10 vikur og andaðist 10. apríl 1665 ó- kvæntur og barnlaus. Þórarinn flýr. Þórarni mun nú ekki hafa þótt friðlegt að búa á Birnustöðum, þvi að hann strýkur þaðan á brott með konu og börn. Verður nú ekki séð hvar hann eða þau hafa hafst við um sumarið, en komin er konan með börnin til ísafjarðar um haustið. Hinn 21. nóvember er réttarhald á Eyri út af galdramáli Þórarins. þar sem honum var kent um dauða Ilallfríðar Sveinsdóttur. Er svo að sjá, sem Magnús sýslumaður hafi þá líka viljað kenna honum veikindi og dauða séra Sigurðar, þvi að fyrir- spurn kom fram um það, hvort nokkurt af vitnum þeim, sem þar voru, hefði heyrt Þórarinn víkja nokkrum orðum að þvi, að hann væri valdur að veikindum prests. Þóttist enginn það hermt geta, en sýslumaður kvað þennan orðróm vera kominn i aðrar sveitir, en ekki er þessa þó framar getið. Mun sýslumaður þar hafa átt við það, sem haft var eftir Þórarni við mess- una. En fróðlegt er að lesa þær kærur, sem þar komu fram á hendur Þórarni fyrir galdur. Það var nú fyrst, að tveir ná- grannar Þórarins lofuðu að sanna með eiði, að galdraorð hefði leikið á honum þau f jögur ár, setn hann hafði verið á Birnustöðum, en ekki vissu þeir sannindi á orðrómnum. Þá var lýst yfir vitnisburði fjög- urra manna úr Vatnsfjarðarsveit, þar sem Þórarinn hafði áður verið, og kom þar fram sami grunurinn; “vildi enginn þar gefa Þórarni vott. orð um gott framferði.” Lækningar Þórarins. Jón Einarsson bóndi í Eyrardal í Álftafirði, bar það, að “anno 1664, miðvikudaginn næsta eftir allra heilagra messu, segist hann eftir Þórarni sent hafa, á sinni veikri stúlku tak að taka, en sem stúlkunni nokkuð létti af hans handaátekt, þá hafi komið nokkurs konar veikleiki á kú Þórarins, en eftir það hann hefði sína kú læknað, þá hafi hent veik- leika þennan stúlku úr hverjum hún síðar burt sofnaði. En tveim nótt- um þar eftir hafi kýr hjá fyrgreind- um Jóni dáið, og ekki hafi hann séð annað tilefni til hennar dauða en svartan blett í gegn um skinnið, holdið, mörinn og inn til vambar. En ei segist fyr greindur Jón vitað hafa, eður vita, hvort það sé af áður greinds Þórarins völdum eður ei.” Sambýlishjón Þórarins, Bjarni Jónsson og Brit Eysteinsdóttir, báru það, að orðasenna hefði orðið út af hundi, og hafi þá Þórarinn sagt, að Brit “skyldi ei sér til óvilja taka, þó eitthvað hennar barn yrði mál- stamt.” Brá svo við hinn sama dag að barn þeirra Britar og Bjarna “misti málið, og þar eftir allur hálf- ur líkaminn, fóturinn, höndin og hálfur munnurinn dauður, hvar eftir þetta barn lifði þrjú dægur, og eftir þessum fyrirfram skrifuðu líkind- um þá segjast þau hér helzt grun- semd á hafa, að Þórarinn Halldórs- son hafi þessum barnsins veikleika ollað.” Halldóra Aradóttir á Laugabóli bar það, að sex vikum fyrir jól 1664 hafi “leigu kýrin af uppblásning kreinkst, hvar fyrir hún segist sent hafa á tvo næstu bæi eftir mönnum, greinda kú að skoða, og hafi komið Jón Einarsson á Hrafnabjörgum, Bjarni og Þórarinn frá Birnustöð- um, og hafi áður greinda kú skoðað, hvar til Þórarinn hafi þá svarað, að hann hefði þær lækningar, ef glett- ingar væri á kúm, mundi henni batna, takandi pappirsblað úr bók, og fór út í fjós og skrifaði þar nokkuð á, en hvað verið hafði segist hún ei vita, og hafi hann það í trefli bundið um háls á fyrgreindri kú, svo henni þess krankleika að þremur nóttum liðnum batnaði.”------------ Nokkru seinna veiktist svo dóttir hennar Hallfríður Sveinsdóttir, “með veikleika dofa um sig alla upp undir brjóst, með velgju eður klígju, hvar eftir hún strax lagðist.” Tveim nóttum seinna var sent eftir Þórarni og kom hann þegar og, strauk um “líkama grendrar stúlku með lesn- iogum eður bænum og siðan skrif- aði nokkuð á blað, en hvað verið hafi segist greind Halldóra ei vita og hafi Þórarinn sér skipað það með trefli fyrir stúlkunnar brjóst að binda, hvert blað hún segir að ónýst hafi; þar eftir hafi hann um eik beðið, hverja hann hafi með sér haft og skipað Jón son sinn eftir að senda, og að liðinni þeirri nótt hafi pilturinn það sótt og segir hann Þórarinn hafi sér svo fyrir sagt, að snúa þeim stóra staf upp, en þeim smáa niður, og bannað að láta koma undir beran himin, og hafi skipað að láta heita við eld, og láta hvorki þau við hafa spott né spé, því gott væri á spjaldinu. Síðan skyldi það um dragast stúlkunnar líkama, þar hún veikust væri. Þar eftir Þor- láksmessu fyrir jól hafi Þórarinn aftur komið og skoðað greinda stúlku og sagt að hennar veikleiki væri af manna völdum, með brennu- galdri gert, meinandi þetta að einum manni í þessari sveit. í fimta sinni, milli áttadags og þrettánda, kom greindur Þórarinn og var þá reiðu- legur og byrstur og fór svo aftur á stað, I sjötta sinn kom Þórarinn um Þorra leyti og heimti þetta spjald aftur, en Jón Þorkelsson vildi það ei af höndum láta, og fór svo Þór- arínn á stað, með þungu geði og nógum hugmóð. — Og eftir þessu öllu segist greind Halldóra hafa full- an og allan grun að áður téður Þór. arinn hafi valdur verið í veikleika þessarar sinnar dóttur, Hallfríðar Sveinsdóttur, og gefur honum fulln- aðar áburð hér um það framast hún má að lögum og með góðri samvizku gera.” Dómsmenn fundu og Þórarni það til foráttu, að hann hefði strokið úr sýslunni og klipt af sér hár og skegg svo að hann yrði torkennilegri, og að hann hefði tekið hest af fátækri ekkju og ekki skilað honum aftur. Að lokum dæmdu þeir að Þórarinn væri rétt tækur “hvar sem hittist, undir járn og fjötur, til sins máls frekari prófun og rannsaks,” en skutu þó málinu undir úrskurð Þor- leifs lögmanns Kortssonar. Stóð ekki á honum að samþykkja þetta. Þórarni var lýst á Alþingi 1666 og heiðurs verður yfirvaldsmaður” Kristofer Rön tók hann fastan i Miðgörðum í Staðarsveit 10. nóv. sama ár. Var hann þá sendur milli sýslumanna þangað til hann kom að Eyri í Seyðisfirði. Sat hann par nú í fangelsi þangað til annan •' iól- um, að kunningi hans hjálpaði hon. um til að strjúka. Fór Þórarinn nú huldu höfði suður á land og nefnd- ist Þorsteinn Þórólfsson. Komst hann þá alla leið suður i Rangár- vallasýslu, en “erlegur heiðurs- mann,” Gísli Magnússon á Hlíðar- enda náði honum “fyrir herrans náðarsamlega tilhlutan” (eins og stendur í málsskjölunum) x. febr. 1667. Var hann nú fluttur vestur aftur sýslumannsflutningi, og kom Seytjánda ársþing þjóðrœknisfélagsins Kjörbréfanefnd lagði þá fram eftirfylgj- andi skýrslu: Kjörbréfanefnd minnir á, að allir góöir og gildir félagar í deildinni “Frón” hafa full þingréttindi; sömuleiðir góðir og gild- ir félagar í aðalfélaginu. Þá bárust nefnd- inni fulltrúaumboð frá deildunum “Iðunn” í Leslie, Sask., “Fjallkonan” í Wynyard og “Brúin” í Selkirk. Fulltrúi deildarinn- ar “Iðunn” er Jón Janusson með 20 at- kvæði. Fulltrúi deildarinnar “Fjallkonan” er séra Jakob Jónsson með 20 atkvæði. Fulltrúar deildarinnar “Brúin” eru séra Theodór Sigurðsson með 17 atkvæði, Ein- ar Magnússon með 16 atkvæði og Thor- steinn S. Thorsteinsson með 16 atkvæði. Á Þjóðræknisþingi í Winnipeg, 24. febrúar 1936. Richard Beck Ingibjörg Goodmundson Th. S. Thorsteinson. Á. P. Jóhannsson lagði til og séra Theo- dore Sigurðsson studdi, að skýrslan sé við- tekin eins og lesin. Samþykt. Dagskrárnefnd lagði þá fram eftirfylgj- andi skýrslu: Dagskrárnefnd. Nefndin leggur til að fylgt sé auglýstri dagskrá að viðlögðum skýrslum frá milli- þinganefndum sem eru: Rithöfundasjóðs söfnunarnefnd, Þingmálanefnd (Commit- tee on Resolutions) Útnefningarnefnd og Minjasafnsnefnd. 24. febr. 1936. Rögnv. Pétursson J. Janusson Á. P. Jóhannsson. DAGSKRÁ: 1. Þingsetning 2. Skýrsla forseta 3. Kosning kjörbréfanefndar 4. Kosning dagskrárnefndar 5. Skýrslur embættismanna 6. Skýrslur deilda 7. Skýrslur milliþinganefnda 8. Útbreiðslumál 9. Fjármál 10. Fræðslumál 11. Samvinnumál 12. Útgáfa Tímarits 13. Bókasafn 14. Kosning embættismanna 15. Lagabreytingar 16. Minnisvarðamál 17. Ný mál. Richard Beck lagði til og Mrs. B. E. Johnson studdi, að skýrslan sé viðtekin eins og lesin. Samþykt. Skýrslur deilda voru þá lesnar og fylgja hér með: Hagskýrsla þjáðrœknisdeildarinnar “Snœfett” Churchibridge, Sask. 21. febr. 1936. Deildin hefir leitast við að halda í horf- inu, eftir föngum, síðastliðið ár. Starfs- fundir hafa verið haldnir fjórir á árinu og ein skemtisamkoma. Nokkur undan- farin ár hefir deildin haldið eina alíslenzka samkomu að haustönnum loknum, og hafa unglingarnir tekið þátt í skemtiskránni á þeim samkomum, engu síður en eldra fólk- ið. Geta mætti þess, þó þjóðræknisdeildin ætti þar ekki sérstaklega hlut að máli, að á síðastliðnu sumri var haldið hátíðlegt fimtíu ára afmæli íslenzks landnáms i Þingvalla og Lögbergs bygðum. Mun ná- lega hvert mannsbarn úr bygðum þessum hafa verið á hátíðinni og giskað er á að aðkomumenn hafi verið þar eins margir eða fleiri en heimafólkið. í sambandi við hátíðina var haldin dálitil sýning á ís- Ienzkum munum, sem landnemarnir höfðu haft með sér heiman frá Islandi. Er ótrú- lega mikið til að slikum munum eftir hálfr- ar aldar dvöl í Vesturheimi. Vakti sýning- in allmikla athygli. Enda ös umhverfis sýningarstúkuna allan daginn. Af hálfu þjóðræknisfélagsins mætti þar varaforseti þess prófessor Richard Beck. Flutti hann kveðju frá félaginu og jafn- framt skörulegt erindi fyrir minni Islands Mega slíkar minningarsamkomur teljast veigamikill þáttur í þjóðræknisstarfinu. Bókasafnið hefir verið aukið talsvert á árinu, og eru bækurnar mikið lesnar af félagsmönnum. Deildin telur nú 18 skuldlausa meðlimi. Stjórnarnefnd: forseti B. E. Hinriksson, ritari E. Sigurdsson, féhirðir F. G. Gísla- son. Meðstjórnendur: K. Johnson, J. Gislason, G. J. Markússon og M. Hinriks- son. Vinsamlegast, Einar Sigurðsson, ritari. Dr. Rögnvaldur Pétursson lagði til og Á. P. Jóhannsson studdi, að skýrslan sé viðtekin með þökkum og bókuð. Samþykt. Ársfréttir deildarinnar “Iðunn” að Leslie, Sask. Herra forseti, Háttvirti þingheimur! Eins og flestum íslendingum vestan hafs mun kunnugt, andaðist þetta síðastliðið ár (1935) hinn mæti og‘ velþekti íslendingur Wilhelm Paulson. Var hann heiðursmeð- fimur deildarinnar og sá eini er þann lieið- ur hefir hlotið í þessari deild. Paulson heitinn var einn af stofendum þessarar deildar og bar hag hennar alt af fyrir brjósti, eins og alls þess, er íslenzkt var. Fáir munu hafa átt eins almenn ítök í hjörtum mann, eins og hinn látni vinur vor, og mun lengi verða minst með sökn- Úði hinna mörgu liðnu gleðistunda, er hann veitti okkur, bæði utan og innan síns eigin heimilis. Oft lagði hann á sig mik- ið erfiði og ferðaðist langt að, til að veita okkur stuðning í félagsmálum, en nærvera hans var okkur ætíð vissa fyrir að störf okkar bæru góðan árangur. Og sjálfum mun honum hafa þótt þær stundir ánægju- fylstar er hann var veitandi í vinahóp hér í heimabygðinni. Vil eg heimfæra eríndi úr kvæði er hann orti á heimleið frá ís- landi 1930: Það er gott að geta átt gleðistund með vinum sínum, finna hlýjan hjartaslátt, hugarboð um frið og sátt; eg hefi unað á þann hátt yndælustu stundum mínum. Það er gott að geta átt gleðifund með vinum sínum. Deildin vottar ekkju og öðrum aðstand- endum hins látna samúð og hluttekningu. Á þessu síðastliðna ári hafði deildin þrjá starfsfundi, en þess á milli kom stjórnar- nefnd deildarinnar saman til skrafs og ráð- stafana. Fundir Ihafa venjulega verið fámennir, og er að vísu við því að búast, þar sem meðlimir eru drefiðir á 20—30 mílna svæði. ' Tvær skemtisamkomur voru haldnar undir umsjón deildarinnar, sú fyrri í júní. Aðkomumenn á skemtiskrá voru: Séra Kristinn Ólafsson, séra Guðm. Johnson og séra Jakob Jónsson. Lá vel á prestunum og skemtu þeir samkomugestum hið bezta. Þökkum vér þeim öllum fyrir komuna. Hið venjulega útimót deildarinnar var haldið að heimili Stefáns Andersonar; er hver látinn skemta sér á þeim mótum sem bezt líkar. Að útbreiðslu eða meðlima- fjölgun hefir allvel verið unnið, og marg- ir tekið góðan þátt í því. Þó má sérstak- lega nefna þá Jón Janusson frá Foam Lake og Stefán Helgason í Hólarbygð, sem báðir eru bókaverðir fyrir útibúum deildarinnar á þeim stöðum, og hafa fjölg- að þar meðlimum að mun. Þetta s.l. haust var einnig stófnað útibú af bókum deild- arinnar í Elfros. Veitir því forstöðu Jóri Guðmundsson kaupm. Er deildin Jóni þakklát fyrir að veita bókunum viðtöku og telur þær í góðs manns höndum. Deildin hefir átt bókaláni að fagna; þetta ár eign- aðist hún bókasafn til viðbótar, er taldi um 200 bindi. Tilheyrði það áður Kristnes- bygð, en hafði ekki verið starfrækt und- anfarin ár. Var það góðmótlega látið af hendi við deildina, af þeim mönnum er síðastir starfræktu safnið. Þakkar deildin þeim hér með góða samvinnu. Þá hafa all- margar nýjar bækur bæzt í safnið á þessu ári og mun nú deildin hafa um 600 bindi til útláns. Þetta s.l. ár taldi deildin 48 skuldlausa meðlimi, og hefir því meðlimum fjölgað um 16 á árinu. Má það gott kall- ast og vel ef sú tala gæti haldist. Útgjöld deildarinnar á árinu námu $87.00. Var það $13.56 meira en inntektir og hefir því saxast á sjóð deildarinnar, sem nú er aðeins $20.80. R. Arnason, ritari. Jón Janusson lagði til og Árni Eggert- son studdi, að skýrslan sé viðtekin með þökkum og bókuð. Samþykt. Til bjóðrœknisfélags Islendinga í Vestur- heimi frá sambandsdeildinni “Fálkiml” í febrúar 1936. Síðan í þinglok 1935 hefir deildin Fálk- inrt starfað á sama sviði og undanfarin ár. Fyrst skal skýra frá því, að félag vort tók þátt í samkepni um bikar Þ. í. í V., sem fór fram í marzmán. 1935 í Selkirk, undir stjórn milliþinganefndar yðar og þökkum vér hér með henni, ásamt keppináutum okkar og sigurvegurum. Þátttakendur voru þessir hockey-flokkar: Gimli, Árborg, Sel- kirk -Pla-more og Fálkinn. Gimli flokkur- inn vann Fálka í úrslitaleiknum og eru því meistarar sambandsins. Líkamsæfingum var haklið áfram til 1, marz 1935 og það stunduðu 40 stúlkur og 30-40 drengir. En þennan vetur hefii engum æfingum verið komið við vegna fjárþrengsla og líka vegna þess, að nú er ekki lengur hægt að fá til leigu hentugt hús með viðunandi leiguskilmálum. Skautasvell, sem bygt var 1934 hefir reynst ágætlega og samanstendur fálags- skapurinn nú eingöngu fyrir það. Höfum við nú um 400 meðlimi samtals, yngri og eldri deildir. Sama meðlimatala og 1935, en í þessari félagatölu reiknast 150 ungl- ingar, sem heyra til atvinnulausu fólki og veitt hefir verið ókeypis aðgangur að svellínu. Fyrirtæki þetta hefir orðið fé- lagi voru til stórsóma og almenningur hef- ir stuðlað að velferð svellsins báða þessa vetur. Einnig notar félagið svellið til æf- inga yngstu flokkum hockey-deildarinnar, sem eru drengir 12 til 14 ára, og ennfrem- ur unglingar 14 til 16 ára, sem er annat flokkur, og það er hugmynd vor og von að geta fengið al-íslenzkan flokk á sínum tíma. Þennan vetur hafa báðir þessir flokkar verið á yfirborði samkepninnar í borginni og hafa alla eiginleika hockey-leikara til tignar sinnar deildar i lok vertíðar. Benda vil eg þingheimi á eitt í sambandi við þetta, sem er það, að þótt nöfn leikara sé ekki sonur þá eru fjöldamargir fslending- ar á meðal vor, sem eru af íslenzkum mæðrum og hafa því önnur ættarnöfn, sömuleiðis hafa og íslenzkir menn tekið hérlend nöfn. Með þessu vil eg benda ís- lendingum á það, að dæma ekki hina ís- lenzku hockey-flokka úr ætt við sitt þjóð- erni, fyr en gengið hefir verið frá því með vissu að svo sé. Að endingu þökkum vér Þjóðræknisfé- laginu fyrir stuðning þann og velvild, sem það hefir veitt oss undanfarin ár. Virðingarfylst, fyrir hönd íþróttafélagsins Fálkinn, C. Thorlakson, féhirðir. Guðmann Levy lagði til og Richard Beck studdi, að skýrslan sé viðtekin með þökkum og bókuð. Samþykt. Arsskýrsla dcildarinnar “Brúin,” Selkirk Deildin telur nú 50 gilda meðlimi. Aðal- starf deildarinnar á síðasta ári var ís- lenzku kensla. Yfir 80 börnum og ungl- ingum hefir verið kent að lesa og skrifa málið. Árgangur af þessu starfi hefir * verð mjög góður. Margir unglingar, sem ekki hafa haft tækifæri að læra íslenzku annarsstaðar, eru nú vel færir í mlálinu; kemur það bezt í Ijós þegar þessir nemendur fara með ís- lenzkar sögur og kvæði á opinberum sam- komum. 10 starfs- og skemtifundir hafa ver- ið haldnir á árinu. Þó þessir fundir hafi ekki verið eins vel sóttir eins og æskilegt hefði verið, þá hefir áhugi meðlima og annara, sem hafa staðið utan deildarinnar verið mjög góður fyrir starfi hennar. Fjárhagsskýrsla féhirðis er sem fylgir: Inntektir— í sjóði frá fyrra ári ........$ 71.09 Meðlimagjöld .................... 21.00 Tillag frá Aðalféláginu....... 35.00 Ágóði af hlutaveltu.............. 76.75 Bankavextir ...................... 1.30 Útgjöld— Fyrir barnakenslu . ...;.....$ 61.00 Iðgjöld til .Aðalfélagsins... 26.50 Til Landnema minnisvarðans á Gimli....................... 10.00 Til hockey—félagsins íslenzka í Selkirk 10.00 Fargjöld þingerindreka .......... 9.00 Húsaleiga ...................... 30.00 Ýmislegt ....................... 12.60 Iðgjöld til Aðalfélagsins 1936.. 25.00 184.10 í sjóði 28. janúar 1936 ..... 21.04 Th. S. Thorsteinson, skrifari. Árni Eggertson lagði til og Á. P. Jó- hannsson studdi, að skýrslan sé viðtekin með þökkum og bókuð. Samþykt. Er hér var komið var liðið nær hádegi og gerði Dr. Richard Beck tillögu studda af Thorsteini Thorsteinssyni, að fundi sé frestað til kl. 1.30 e. h. Samþykt. Fundur var settur að nvju kl. 2 e. h. Mintist forseti á fráfall Georgs Breta- konungs og bað þingheim að rísa á fætur og hafa þögn i eina mínútu til minningar um hinn látna konung. Er því var lokið bað forseti þingmenn að syngja þjóðsöng Bretaveldis til virðingar og hollustumerkis við hinn nýja konung, Játvarð VIII., og var það gert. Þá gat forseti þess að á þingi væri stödd frú Guðbjörg Sigurðsson frá Kee- vvatin, með bréf og kveðju frá Islending- um þar. Mæltist hann til að henni væru veitt full þingréttindi. Tillögu þess efnis gerði Dr. Richard Beck stuáda af Mrs. M. Byron, og var það samþykt. Var þá fundargjörð lesin og samþykt með þreyt- ingu áskýrslu skjalavarðar. Var þá hald- ið áfram með skýrslur frá deildum sem fylgja:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.