Lögberg - 26.03.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.03.1936, Blaðsíða 3
LÖŒBERG, FIMTUDAGINN 26. MARZ 1936. 3 til Eyrar mánu'ði seinna. Sat hann þar i “varðhaldi og fangelsi.” Kœrur á Þórarinn. Mál Þórarins var svo tekið til dóms á þingi í Ögri 19. apríl 1667. Var Þórarinn þar og kvað það ályg. ar að hann væri valdur að dauða Hallfríðar Sveinsdóttur, “en hvað af spjaldinu fengið hefir til bata eður óbata, þykist hann ei vitað hafa, af því áður það sama og við- líkt til lækninga við tvær kýr brúk- að hafi áður en stúlkan varð upp- haflega veik.” En nú var hann borinn nýjum sökum, meðal annars að hann hefði með göldrum drepið hest fyrir Jóni á Laugabóli, er Jón vildi ekki ljá honum hann, því að þá hefði Þór- arinn sagt, að honum yrði hesturinn ekki að meira gagni þótt hann vildi eigi ljá sér hann. Enn fremur bar Jón það, að Þórarinn hefði komið á sig 10 vikna veikindum fyrir það, að hann slepti á ferðalagi folaldi, sem Þórarinn átti. Þá var og Þórarni talið það til á- fellis að hann hafði eitt sinn sagt að hann “girntist að vita og læra lækningarmeðul.” Kvcnnaeiðar. Þórarinn neitaði því fastlega, að hann hefði gert nokkrum manni, hvorki ungum né gömlum, né nokk- urri lifandi skepnu mein eða skaða með fjölkyngi, eða látið gera það. Var honum þá dæmdur tylftareiður, en enga fékk hann til að sanna eið- inn með sér. Þær Halldóra og Brit sóru eiða í heyranda hljóði að fram. burði sínum “skilmerkilega og ein- arðlega,” um það, að þær teldi Þór- arinn eiga sök í dauða bama sinna. i Nýjar ákærur. Spurði nú Magnús sýslumaður alla sönnunarmennina “hvort þeir enn nú ei vildu Guðs vegna og kristi- legs kærleika gegnast greindum manni til eiðvætta í greindu máli éftir sinni hyggju og hreinni sam- vizku,” en þeir aftóku að sanna eið- inn með Þórarni, “sökum framkom- inna líkinda og sinnar hyggju. Sýslumaður vildi það að þeir skæri upp úr með það hvort þeir teldi Þór. arni eiðinn særan eða ósæran, en þeir kváðu upp úr með það, að eið- urinn væri ósær og gerðu grein fyrir því í áliti, sem var í 16 greinum. Er þar enn fært ýmislegt fram, Þór- arni til áfellis, meðal annars það, að hann hafi viðurkent, að einu sinni, er hann var staddur í Heydal, hafi óvanalegur gestur eður illur andi til sin komið, en hann rekið hann burt, “í seinna sinn með djúpum særing- arorðum.” Og það beri menn, að minna hafi borið á draugagangi, þar sem Þórarinn átti heima á meðan hann var í Heydal. Þá segja þeir og að Þórarinn hafi falað ábúð á koti nokkru en eigandi hafi ekki viljað leigja honum. Hafi Þórarinn þá sagt, að fé hans mundi verða minna í fardögum, enda hafi sauð- fé bónda nokkrum tíma seinna farið fram af fjörumóð og drepist. Einn_ ig nefna þeir veikindi og dauða séra Sigurðar. En þótt þeir beri Þórarinn af eiðnum, segjast þeir gera það “eftir hreinni og klárri hyggju og sam- vizku, og þetta gerum véri hvorki fyrir vild né vináttu, hatur eður hræðslu við nokkurn mann eður nokkurs konar tilgang, heldur all- einasti guðs, sannleikans og vorrar Pigin samvizku vegna, segjum hann °g ei heldur hér út í sekan framar en *ðra valdi virðist eftir lögmáli.” Dómar. 29. júní 1667 kemur mál Þórarins enn fyrir á Alþingi og var hann sjalfur viðstaddur. Nefndu lögmenn ® sýslumenn og 6 lögréttumenn í úóm til að segja álit sitt um málið. ótti þeim Þórarinn verður refs- 'ngar fyrir “rúnaristing og brúkun I'l óleyfilegra lækninga,” en skutu því til lögmanna og þingheims að á- kveða refsinguna. Þórarinn var dæmdur til dauðn. eftir Deuteronomíum 18. kap., Ex- odus 4. og 22. kap. ok konungsbréfi 1617, sem hljóðar um galdrakonstir, sýningar, særingar o. s. frv. “hvað alt vér skiljum, nær til skaða og for. djarfs brúkað er í orðum eða verk- um, mönnum eða fénaði, réttan for. dæðuskap og djöfullega dýrkun móti því æðsta og fyrsta guðs boðorði, og þeir eð svoddan brúka, guði til van- heiðurs, djöflinum til dýrkunar, ná- unganum til skaða, höldum vér sanna óbótamenn, eftir mannhelgis. greina hljóðun í 2. kapítula.” Þórarni fellur allur ketill í eld. Þórarni vár nú gengið. Eftir alt sem á undan var farið hefir eflaust verið drepinn úr honum allur kjark- ur, og svo hefir •'ef til vill verið þjarmað allfast að honum. Áður en dómur var upp kveðinn meðgekk hann það, um Hallfríði “ að hún muni af sínum völdum dáið hafa, einnig sig heitt og ilt hjarta til prestsins séra Sigurðar Jónssonar í Ögurþingum haft hafa, með mörgu öðru fleira, sem nú bevísanlegt fram kemur eftir hans lostugri með- kenningu, sem alt of langt er hér um að ræða.” Virðist af þessu mega álykta, að Þórarinn hafi játað sig sekan um alt, sem á hann var borið. En það þótti ekki nóg, heldur var hann látinn koma fram innan vé- banda og lýsa yfir í heyranda hljóði: “Eg meðkenni mig hafa framið galdra, í móti guðs heilaga nafni og kristilegri kirkju í blindleika, svo sem nú, er augljóst orðið, og með- kenni mig dauða verðugan.” Síðan var þessi ólánsmaður brendur á báli í Almannagjá, og var hann fyrsti galdramaður, sem brend- ur var í þinghelginni. —Leb. Morgunbl. Erum vér að vinna eða tapa ? Eftir S. S. C. VI. í undanförnum köflum. hefi eg viljað benda á ýmislegt, sem stend- ur til hættu fremur en heilla. Nú vil eg minnast á það, sem virðist hlut- skifti margra, of margra að minsta kosti, það er grunnfærni í ýmsum skoðunum, ekki sízt i stjórnmálum og trúmálum. í trúmálum bólar iðulega á ábugaleysi, sem er á engan hátt runnið af heilbrigðri rót. Afstaðan gagnvart Guði mun ætíð hafa ríkjandi áhrif á öll orð manna og gerðir, sem er framkvæmt af heilum hug. Vér gerum oss ekki grein fyrir því, að skuldin við Guð er brýnasta skuldin og stærsta skuldin. Menn kannast við orð séra M. Jochumssonar: “Ó skapari, hvað skulda eg? Eg skulda fyrir vit og mál. Mín skuld er stór og skelfileg. Eg skulda fyrir líf og sál. Eg skulda fyrir öll mín ár, og allar gjafir, f jör og dáð; í skuld er lán, í skuld er tár, í skuld er, Drottinn, öll þín náð.” Það mun alment skilið, að þegar leigð er eign annara til arðs eða á- býlis, þá ber leiguliða að leggja fram ákveðið leigugjald þeim, sem er eigandi. Lögin tryggja eiganda full réttindi til slíks eftirgjalds. Jafn ákveðii^ er löggjöf Guðs jafnvel ákveðnari gagnvart leigu- liðum hans. Allir menn, án minstu aðgreining- ar, eru leiguliðar Guðs. Hann kref. ur fjár eða athafna af hendi allra manna fyr eða siðar. Menn geta blindað sig fyrir þessum alvarlega sannleika. En frelsari mannanna hefir lýst yfir því með algerlega ó- tvíræðum orðum, að um “pund” verður spurt. (Lúk. 19). Af þessum sama kapítula sézt það, að Sakkeus tollheimtumaður hefir gert sér grein fyrir þessu. Hvað það er hættulegt að leika með þess- ar skyldur sézt af sögunni af An- anias og Saffiru í 5. kap. Postula- sögunnar. Bænin í versinu gullfallega er nauðsynleg öllum mönnum: “Ó herra, lát í heimi það mér hugfast jafnan vera, að annast pund mér úthlutað, svo ávöxt megi bera, og lífs um tið í trúnni að sá svo trúrra verðlaun himnum á mér auðnist upp að skera.” Skyldugjald kristins manns hin- um mikla leigjanda, sem “lénar, gefur, lánar þeim löndin, riki, met- orð og seim,” er því sjálfsagður hlutur. En það er ekki aðeins skyldu- gjald; miklu fremur kristileg rétt- indi og hlunnindi, sem ekki verða metin á nokkurn mannlegan mæli- kvarða. Þau eru sú gullhella meira verð en allur auður veraldar til sam- ans, gullvæg tækifæri flytjandi tím- anlega gleði og eilífa blessun. Eg trúi því ekki að lögboðið tí- undargjald sé heppilegt eða nái til- gangi sínum, nema að mjög litlu leyti eða að engu leyti, en mér er það alls ekkert vafamál að það gæti ver. ið heppilegt fyrir einn og annan, að hafa hliðsjón af því þegar kemur til kvaða og framlaga til kirkju og kristindóms. Eg hygg það sé heppi- legt fyrir hvern og einn að gera sér einhverja reglu fyrir þessu eins og öllu öðru. Ræðarinn, sem sækir yfir straumvatn, þarf að stefna jafnvel hærra en að ákveðnum lend. ingarstað; hann þarf að gera fyrir straumkastinu, með því móti getur hann vænst þess að ná lendingar- staðnum. Höfum vér enga reglu fyrir kristilegum athöfnum vorum, er hætt við að vér látum berast afvega og sogumst niður á við og að lítið verði úr framkvæmdum. Þessvegna hafa sumir gert sér það að reglu sjálfviljuglega að leggja Guði tíundargjald. Hefir þótt vel hepnast og menn engu fá- tækari fyrir það. Þetta virðist vitn- isburður reynslunnar. En ákvarð- anir hvers og eins fara eðlilega eftir fernu: Eftir efnahag og trausti á Guði um það, að hann láti mann ekki bera upp á sker, þó að tekið sé allnærri sér; þó maður láti ekki trúmálin “ganga á skörunum.” Eftir meðvitund um þá skyldu, sem Guði ber sem drotnara allrar jarðar og auðsveipni við þá skyldu. Eftir sjálfstilfinningu. og löngun til þakklætisfórnar fyrir allar misk. unnargjafir Guðs. Eftir skilningi á gleði og óum- ræðilegri blessun, sem það þakk- lætisoffur flytur hverjum, sem með hjartanlegum fúsleika ber það fram. Að öllu þessu athuguðu, sem vikið hefir verið að í þessum kafla og þeim fyrri, snúum vér oss að upp- haflegri spurningu: Hvort erum vér að vinna eða tapa ? Það var tilgangur minn að vekja menn til hugsunar í þessum efnum og ákvörðunar, ef unt væri. Svar við þessari spurningu verður vitan- lega á ýmsan hátt eftir mismunandi sjónarsviði manna. Hvað reynist réttast í þessu máli, það mun fram- tíðin sýna. Enga tel eg ástæðu til að æðrast, ef menn gæta þess einn og allir að gæta skyldu sinnar eftir ítrasta megni, sem menn af íslenzku bergi brotnir og sannkristnir menn og konur. Það er undir sjálfum oss komið nú þegar, hver dómur verður kveð. inn yfir oss á komandi tíð, eins og nú hefir verið ályktað um þá, sem komu að heiman. Það sannast hér eins og ávalt: “Vandi fylgir veg- semd hverri.” Það eitt er víst, að ekki dugar að halda að sér höndum; ekki vinna með hangandi hendi að því, sem er til gagns og gengis landi og lýð í andlegum og efnislegum framför- um. Framfarir og viðhald fæst ekki án mikillar viðleitni og sjálfsfórnar. Þannig reynist það feðrum vorum og mæðrum, það mun og líka verða vor reynsla, sem nú lifum hádegi æfinnar. — (Framh.). Fréttabréf frá Seattle, Wash. 14. marz 1936 Eftir Hóseas Thorláksson. Aga Khan fursti og æðsti trúar- höfðingi sumra múhameðstrúar. manna hefir gefið jafnþyngd sina i gulli til líknarstarfsemi. Lét hann vigta sig í Bombay nýlega og voru 30,000 manns viðstaddir athöfnina. Stóð vogin á metum þegar gull fyr- ir 25,125 sterlingspund voru komin á móti. Aga Kihan dvelur lengstum í París og er giftur franskri stúlku. Á hann flesta og besta veðhlaupa- hesta allra manna í Evrópu. Herra ritstjóri, Einar P. Jónsson! Það er víst komið hátt upp i ár siðan eg sendi þér línur, er áttu að tákna almennar fréttir héðan fyrir blað þitt, Lögberg. Ætti því að sjálfsögðu nú að hafa safnast fyrir efni í talsverðan fréttabálk, ef fróð_ i ur og minnugur maður héldi á penn. anum, hvað þó ekki er í þetta sinn; en bót er í máli, að í millitíðinni hefir verið af ýmsum öðrum hér sagt vel og rækilega í íslenzku blöð- unum, frá ýmsum sérstökum at- burðum, áhrærandi íslendinga i þessari borg, svo sem giftingar af- mælum, íslendingadeginum, Matt- híasar-hátíðinni og fleiru, og er eg þeim er þar áttu hlut að málum þakklátur fyrir að hafa fríjað mig við að geta allra þeirra atburða hér í þessu bréfi. Finst mér þó að ekki sjé ölBum A'anda af mér hrundið við þá lausn, því margs fleira mætti minnast, ef það helsta af því væri þá ekki gleymt nú; verð eg því að tina saman eitthvað af því sem eg man, annars gæti þetta ekki kallast fréttabréf. Það er naumast þörf á að minn- ast veðráttu úr þessu plássi, sem vanalega er óaðfinnanleg; samt sem áður hafði hún á sér dálítið vetrar- snið siðastliðinn mánuð, svo vart hafa í langa tíð komið hér eins lang- vinnir kuldar og þá voru. Væg frost koma hér stöku sinnum flesra eoa alla vetra, en vara aldrei lengi, oft ekki nema eina nótt í senn. Út af þessu brá þó nú; 19 frostdagar komu í febrúar s.L, flest af þeim þó aðeins næturfrost, er steig hæst 15 gr. yfir zero. Mesta og langvinn- asta frost hér í 48 ár, segja Seattle veðurskýrslur. Tvisvar kom snjó- föl, er hvarf innan eins til þriggja daga. Hreinviðri að jafnaði þann mánuð, en kuldanæðingar flesta dagana. Þetta þótti nú sumum hér vera vetur, meðan á því stóð. Með marz brá strax til þíðu og góðviðra,! sem haldist hafa síðan. Haustið og veturinn fram til febrúar, yfirleitt góð tíð og mild, vægt regnfall með köflum í desember og janúar og heiðrikjudagar á milli, oít samfleytt i 3 til 4 daga í senn. Kuldinn í febrúar, þó ekki væri mikill í samanburði við heljurnar austan fjalla, virtist þó að margra dómi, hafa vond áhrif á fólk alment hér í borginni. Fjöldi manna var gripinn einhverri þeirri vérstu kvef- veiki, sem komið hefir hér síðan inflúenzu-árin skæðu á stríðstímun. um. Lagði hún marga í rúmið um tíma en drap þó enga, svo orð væri á borið. Fjölda barnaskóla utan borgarinnar, var lokað upp um þriggja vikna tíma, sem nú eru þó allir opnaðir aftur. Bæjarskólunum var aldrei lokað, en fjölda nemenda þar skipað að vera heima. Nú er veikin mikið í rénun og sumstaðar útrokin, síðan hlýnaði í veðrinu, og alt að færast aftur í lag með vorblíð- unni, sem hér virðist að vera komin Atvinna verkalýðs í þessum bæ er nú alt af heldur að aukast, þó ekki sé nærri góð enn. Mesti munur þó hvað færri eru atvinnulausir nú en voru fyrir ári síðan, eða sérstaklega fyrir tveimur árum. Tiltölulega fá- ir eru það af erfiðismönnum, sem ekkert fá að gera, en svo er líka mik_ ið af þeirra vinnu stjórnarvinna (relief work) sem styrkþiggjendum er áður voru, var snúið til. En hin algenga bæjarvinna, sem áður var, þá er tímar voru betri, er enn til- finnanlega lítil. Munu því smiðir og aðrir byggingamenn vera þar verst útleiknir. Byggingavinnan, sem fleytti þúsundum manna i Se- attle á góðu árunum, er hér enn lítil; aftur er margs konar annar iðnaður að færast í Iag og verkföll eru nú engin hér, sem orð sé á ber- andi, hvað lengi sem það nú varir. íslenzkir byggingamenn hafa þó flestir eitthvað fyrir stafni i þeirri iðn, en vart mun þó vinna þeirra flestra gefa þeim þá eftirtekju sem Framh. á bls. 7 Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834--Office tlmar 4.30-4 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talslmi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjflkdöma.—Er atS hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 i Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phonee 21 21$—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson ViCtalstlml 3—5 e. h. 218 Sherburn St.~Sími 30877 G. W. MAGNUSSON Nuddlaeknir 41 FURBY STREET Phone 36 137 StmiG og semjiG um samtalstlma - DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talstmi 23 739 ViOtalstlmar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Slmi 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur löofrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrtzOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 DRUGQIST8 DENTISTS DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlceknir 212 CURRY BLDO, WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Slmi 96 210 Heimilis 33 32S Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 2 6 546 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Offlce 36 196 Res. 51 456 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Wlnnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um flt- farir. Ailur útbflnaCur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrlfstofu talstml: 86 607 Heimilis talsimi: 501 662 J. J. SWANSON & CO. • LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fasteignasalar. Lelgja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgO af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFK BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aö sér aC ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrgC og bif- reiOa ábyrgOir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraC samstundls. Skrlfst.s. 96 7 67—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE R®al Estate — ltcntals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. HANK’S BARBER AND BEAUTY SHOP 251 NOTRE DAME AVE. 3 inngöngum vestan við St. Charles Vér erum sérfræðingar I öllum greinum hárs- og andlitsfegrunar. Allir starfsmenn sérfræCingar. SÍMI 25 070 REV. CARL J. OLSON UmboðsmaOur fyrir NORTH AMERICAN LIFE ASSURANCE FÉLAGIÐ ábyrgist íslendingum greið og hagkvæm viðskifti. Office: 7th Floor, Toronto General Trust Building Phqne 21 841—Res. Phone 37 759 HÓTEL 1 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG Pœgilegur og rólegur bústaður < miöbiki borgarinnar. Herbergl $.2.00 og þar yfir; meC baðklefa $3.00 og þ>ar yflr. Agætar máltíClr 40c—60c Free Parking for Gucsts THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Down Town Hoter 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventiona, linners and Functlons of all kinda Coffee Shoppe F. J. FALD, Manager Corntoall I)ottl Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. KomiO eins og þér eruC klæddlr. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIFEG SEYMOUR HOTEL 100 Rooms wlth and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. 1 C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.