Lögberg - 26.03.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.03.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. MARZ 1936. Mannorðsdómur Eftir Johanne Vogt. En þetta var nú aðeins ytra gerfið. Það sem hún aðallega hugsaði um var það, hvað fyrir hana mundi koma við þetta heimboð. Hún hafði óljósan grun um að eitthvað nýtt, eitthvað óþekt væri í aðsigi, og að hið dular- *'fulla, draumkenda afl, sem valdið hefði henni óróa um undanfarinn tíma, mundi nú koma í ljós og sú gáta yrði ráðin, en svo fleygði hún þessum hugsunum inn í myrkrið, þar sem þær áttu heima, og fór að hugsa um annað skemtilegra, útiveruna að vetrinum til í sveit- inni. og ísinn á vötnum og ám, sléttan og sterkan, og svo rökkrin inni í stofunum við nægan hita og fjörugar og gamansamar sam- ræður, hljóðfæraslátt og söng. Hún lét aftur augun, sveif inn á draum- lanoið hálfvakandi og hálfsvfandi og að síð- ustu sofnaði hún fast. Hún þaut á fætur þegar klefadyrnar voru opnaðar og inn leit djarflegt andlit. “Ertu þarna? Eg hefi leitað alstaðar að þér, hélt þú hefðir ekki komið. Komdu, flýttu þér, þetta er seinasta mínútan.” Hún greip farangur sinn og þaut út og í sama bili var blásið til burtfarar. “Velkomin, kæra Ella,” sagði Petra, sem útvegað haf'ði burðarmann. “Varstu sofn- uð?” “ Já, steinsofnuð. Eg skammast mín; án þinnar hjálpar hefði eg farið til Hamars í stað Eiðsgarða. Eg skil ekki hvers vegna eg sofriaði, en náttúran er sterkari en viljinn. ” “Komdu með mér. Stella er við girðing- una og Toriníus hjá henni. Koffortið kemur bráðum. Fáðu mér töskuna og sjalið. Svona, nú er það gott.” Rússneskur breiðsleði með * órólegum hesti fyrir beið þeirra hinsvegar við girðing- una. Petra lagði sjalið í kjöltu sína, alt gekk með hraða miklum — svipusmellur og Stella þaut af stað eins og eimreiðin væri á hælum hennar. “Er hún ekki falleg?” sagði Petra, þeg- ar hún hljóp hægara. ‘ ‘ Eg verð að kynna þér hana. Pabbi hefir alið hana upp og þetta er fyrsta árið sem verið er að temja hana. Sjáðu fótatakið, hvað það er lipurt og fallegt. Hún er uppáhaldsgoð okkar pabba, og þú mátt ekki gleyma að hrósa henn við hann. Þá kemstu strax inn undir hjá honum.” “Já, en eg þekki svo lítið til hesta — er nærri hrædd við þá.” “Hrædd við þá? Rugl. ” “ Já, er það svo undarlegt? Jafn stórar skepnur, og ef þær fælast þá er lífið í hættu.” “Það er nú svo oft í hættu. Þú varst ó- hult í járnbrautarvagninum — svafst rólega —var það ekki? Hugsaðir ekki um neinar ófarir ?” “Nei, það gerði eg raunar ekki, en svo eru það gáfur mannsandans sem stjórna hon- um, en fælinn hest getur naumast nokkur mannshönd þvingað. Eri sleppum þessu. Hvernig líður þér, Petra? Það er svo skemti- legt að heimsækja þig. ” “ Já, og eg er svo glöð. Eg er upp með mér af því, að kynna heimilisfólkinu nýju vinstúlkuna mína.” “Nei, nei. Þú hefir líklega ekki hrósað mér of mikið, þá verða áhrifin alveg gagn- stæð.” “Það þekki eg alls ekki, ” svaraði Petra önug. “Heima bera þeir fult traust til álits míns.” “Eg vona þeir dragi níutíu hundruðustu frá,” sagði Ella brosandi. “Þú ert ein af þessum áhrifamiklu persónum sem oft skjátl- ast.” “Alls ekki. Að minsta kosti ekki að þessu sinni.” “En segðu mér nú hverja eg finn á heim- ili þínu. Þú hefir ekki minst á það í bréfum þínum, en eg verð að tileinka mér þekkingu, áður en eg legg út í leiðangurinn. ’ ’ “Já, fvrst er nú heimilisfólkið. Pabbi, ungfrú Ödegaard, ráðskona og þín trygga vinstúlka Petra. Svo er nú elzti bróðir minn, Victor, læknir og nú aðstoðarlæknir við spítal- ann, hann hefir aldrei séð þitt fallega andlit.” “En eg hefi séð hann og þekki hann. ” “Svo er bróðir minn númer tvö, Jón, kátur drengur, sem er að læra læknisfræði, og loks vinur elzta bróður míns, kandídat Ras- mus Frich. Hann segist þekkja þig lítið eitt.” “FJr kandídat Frich hér?” spurði Elín gremjulega. ‘ ‘ Eg hefi aldrei heyrt þig minn- ast á hann. ” “Ekki? Jú, jú. Hann hefir síðustu ár- in dvalið hér þegar hann hefir átt frí frá skóla, og er sérstakur vinur minn.” “Einmitt það.” “Hvaðan þekkir þú hann, Ella?” “Frá danssamkomum. Aðeins lauslega samt. Nú — eru fleiri enn?” “ Já, undirkennari Prahl frá Kóngsbergi. Vinur þinnar fjölskyldu. En eg hefi ekki lát- ið hann vita að þín væri von. Ella, nú sérðu þakið bak við stóru poplana. Sýslumanns- liúsið. er meðal elztu bygginga í landinu. Elli- legt að utan, en viðfeldið og snoturt að innan. Ó, mér þykir vænt um það.” Nú sneri sleðinn inn á annan veg og þaut gegnum girðingarhliðið heim að veggsvölum hússins. Dyrnar voru opnaðar og gamall, grá- hærður, býsna þrekinn maður, ásamt hárri og grannri konu, kom út og bauð gestinn vel- kominn. “Þetta er pabbi — og þetta er Elín, fé- lagssystir mín frá Valders heilnæmisskálan- um í sumar.” “Velkomin, kæra ungfrú — þér hafið sannarlega fallegt andlit. — Nú — hvernig lízt yður á unga hestinn, sem Petra vildi endilega nota? Eg vona að hann hafi hagað sér vel?’V # “Já? það gerði hann,” sagði Elín bros- andi. “Hann hljóp eins hart og hann gat. Hann er Ijómandi falleg skepna, en að öðru leyti er eg hrædd við unga hesta — eg get ekki chilið það.” “Alveg eins og eg,” sagði ungfrú Öde- gaard. “En komið þið nú inn.” “Við förum beina leið upp í hvíta her- bergið, jómfrú, og komum svo ofan. Ella vill eflaust snyrta sig dálítið, eins og þér skiljið.” “Já, gerið þið það, svo sendi eg súkku- laðið upp til ykkar. Þið þurfið víst að spjalla saman. Hér er heldur enginn heima fýrri hluta dags.” Báðar ungu stúlkurnar hlupu upp breiða stigann og inn í viðfeldið og stórt herbergi með góðum húsmunum, þar sem sólin skein inn um gluggann. “En hvað hér er þokkalegt, hlýtt og gott. ’ ’ “ Já, steikjandi heitt, Ella. Vinnukonurn- ar kunna aldrei að tempra hitann. Hér átt þú að vera, Ella; mitt herbergi er niðri en eg er ekki lengi að hlaupa upp stigann til þín.” Elín fór að fara úr ferðafötunum og vefja sjölin saman. “Eg sé að þér muni ekki hafa orðið kalt —en þau ósköp af ferðafatnaði. ” “ Já, mamma er svo hrædd um mig, einka- barnið sitt. Til þess að gleðja hana, tek eg alt af meira með mér, en eg þarf — nema þeg- ar eg fylgi mínum eigin vilja — með ferða- töskuna á bakinu eins og í sumar—manstu?” “Hvort eg man það? Mér hefir aldrei liðið betur en í Valders. Frjáls og óháð, í stað þess að steikjast hér á sléttunum og vera gestgjafi alheims ferðalanga.” “Kallarðu þetta sléttur, hér eru fögur fjöll í kring. Eg mundi kunna vel við mig í sveit, það er eg viss unj.” “Þú — borgarbarnið ? Nei, einveran mundi gera út af við þig. Það er með skömm að eg get unað hér, sem er þó vön sveitalíf- inu, þekki bændurna og er stundum læknir þeirra. Mér þykir gaman að skottulækning- um, en er jafnframt óróleg á sífeldu flugi aft- ur og fram — samt sem áður—” “Viltu heldur kjósa steingötuna og as- faltið. Nei, þar hefir þú ekkert að gera.” “Það held eg líka — aðvitað. Ella, eg hleyp ofan og fer úr ferðafötunum, kem svo aftur upp með súkkulaðið.” Ella var að taka upp búningsskartið sitt, en hætti alt í einu við það og starfið á gólfið. Hún hrökk við, ofnhitinn var að verða óþol- andi. Það var eina ráðið að opna dyrnar og það gerði hún. Um leið heyrði hún fótatak og háværar mannaraddir. Hún stóð kyr bak við hurð- ina, af því hún heyrði nafn sitt nefnt með rðdd sem hún þekti. Það voru þrír karlmenn, sem námu stað- ar við stigann til að heyra endir sögunnar. “----------ein af þessum æfðu daðurs- drósurn frá höfuðborginni. Eg þekki einn — vin minn — sem hún hefir eyðilagt með sínu viðbjóðslega daðri, en nafn hans nefni eg ekki hér: Ó, hún er fögur — silkifingur með katt- arkló-----” “Svei, svei. ” * “Já, þú getur bölvað þér upp á það, læknir, en nú ert það þú, sem á að veiða. Það er eg viss um. Þú mátt gæta þín. ” “Bg? Eri það rugl. Þú mátt vera ó- hræddur um mig. Eg er gamall hermaður og hefi verið í kúlnaregni áður. Eri það er ávalt gott að fá aðvörun.” “Hún er líklega farin að eldast — er má- ske ófríð?” sagði þriðja röddin. “Þær ungu þurfa líklega ekki að gera sig til.” “Nei, falleg er hún, Jón minn góður, en fölsk og undirförul eins og jarðálfur. Ó, Tbsen þekkir þessar drósir — hann------” “Við skulum halda áfram,” var sagt hörkulega. “Þetta líkist rógi og vondri bak- mælgi, Frich, en það er fyrirboðið á heimili föður míns. Við skulum hreyfa okkur fyrir dagverðinn, og vera við því búnir að mæta þessari hættulegu persónu. Petra er annars ekki vön að láta slíkar stúlkur töfra sig.” ‘ ‘ Ó, ungfrú Petra er svo óreglubundin í skoðunum sínum. Hún er viðkvæm og ókunn heiminum, hún—” - Raddirnar heyrðust nú ekki lengrir — útidyrnar voru opnaðar og svo skelt aftur, Nokkur skref og Elín stóð við gluggann bak við blæjuna. Hún sá þrjá menn, Frich, læknirinn og einn enn, sem hún þekti ekki. Þeir gengu hratt eftir stlgnum og hurfu inn í skógargöngin. Hún þaut aftur að dvrunum og lokaði þeim. Andlitið var blóðrjótt og tár í augum. “Heimurinn er vondur,” tautaði hún. “En nú hefi eg náð í hornin á nautinu, og takinu sleppi eg ekki. Nei, nei! Ó, en eg verð að hugsa mig um. ” Hún sat með hendur fyrir augum, en tárin læddust út á milli fingranna og duttu niður í kjöltu hennar. Svo þaut hún á fætur, greip bréfahylkið sitt og skrifaði á póstspjald með blýant þessi orð: “Kæra mamma! Nýkomin hingað. Ferðin gekk vel. Var alt af ein í klefanum alla leiðina. Petra sótti mig á stöðina og faðir hennar bauð mig vel- komna heima hjá sér. Fleiri hefi eg ekki séð. Eg verð hér ekki marga daga; þrái að koma heim. Vertu sæl, þín Ella. P.S.—Það er satt — taktu úr skrifborð- inu mínu—lykillinn er í saumaborðsskúffunni —úr skúffunni til vinstri handar, u^nslag merkt O—O. I því er geymt ögn af fagur- 1‘ræði, sem eg þarf að nota. Sendu mér það með þessum pósti ásamt löngu bréfi frá þér — það hlýtur margt að hafa borið við síðan eg fór. ” ' Hún lét bréfið í umslag, skrifaði utan á og fleygði því s^o á borðið. Á sama augnabliki kom Petra inn með súkkulaðið. “Afsakaðu, E'lla — eg var lengur en eg ætlaði, það var kona niðri, sem vildi fá að tala við mig. En komdu nú og fáðu þér hlýj- an sopa. Þeir eru farnir út bræðumir, svo það er enginn niðri nema undirkennarinn. ” “Er hann einsamall, vesalingurinn. Hann er góður vinrir mömmu og minn, og heimsækir okkur ávalt þegar hann kemur í bæinn. Hann er guðfaðir minn, og það gleð- ur mig að finna hann hér. ” “ Já, hann verður hissa á að sjá þig hér. En hvað þú ert rjóð, Ella. Þú hefir grátið?” “Ó, eg er flón. Eg skrifaði mömmu fá- ein orð og tárfeldi, en nú er það búið. Þú sérð að eg á bágt með að vera að heiman.” “Þú munt venjast því. Bræður mínir eru svo viðfeldnir, og okkur líður svo vel um jólin. Ef þú aðeins þolir tóbaksreyk — því allir þessir karlmenn reykja svo voðalega.” Ella var staðin upp. Hún opnaði glas, helti úr því rósavatni á undirskál og baðaði andlit sitt, hallaði höfðinu aftur á bak og gerði alt, sem hún gat til þess að láta roðann hverfa af andlitinu. “Við skulum ljúka upp dyrunum út í ganginn. Þernurnar ætla að steikja okkur lifandi. ” “Nei, nei, Ijúktu ekki upp,” sagði Ella og hljóp tvö skref til dyra. “En livað þú ert viðkvæm. Jæja, við skulum þá sitja og spjalla saman, þá batnar þetta.” Stundu seinna sátu þær í stóra hornlegu- bekknum í daglegu stofunni. Beint á móti þeim sat sýslumaðurinn í "ömlum, þægilegum hægindastól.. Hann var myndarlegur maður, með grátt og hrokkið hár, inneygður með loðnar brýr. Pípan hékk í öðru munnvikinu og hlýlegt en ofurlítið kýmið bros lék um varir hans, meðan hann hlustaði á samtal stúlknanna og kennarans. Kennarinn sat öfugt á stólnum og lagði hendurnar á stólbakið; svarta, mikla hárið hans lá niður á axlir. 1 æsku var hann álitinn að vera fríður maður, og hann var það að vmsu leyti enn. Augun voru döklc, góðleg og gáfuleg, og alt hans viðmót alúðlegt, svo hann var virtur og elskaður af öllum, sem þektu hann. Á skólanum gat, hann fyrirgefið alt, nema ó«5ennindi, letin var fyrirgefanleg og smá- hrekkir aðeins til skemtunar, sagði hann. “Nei, að eg skyldi hitti þig hérna, Ella, það er þó sannarlega ánægjulegt,. Eg hafði enga hugmynd um að þið Petra væruð vin- stúlkur. Þú hefir haldið því leyndu fyrir mér. ’ ’ “Alls ekki. Eg hefi ekki talað við þig síðan í vor, en við kyntumst fyrst í sumar, við Petra. ” “Ó, einmitt það. Já, þú ert á góðum stað núna. Vilji nokkur gera þér eitthvað ilt, þá skal eg vernda þig, telpa mín, því máttu treysta.” “Þökk fyrir guðfaðir. Eg er nú ein af þessum stóru gæssaungum, sem passa sig sjálfir.” “Einmitt það. En eg þekki engan mun á stórri og lítilli gæs. Finst þér betra að vera stór gæs?” “Nei, nú ertu slæmur, guðfaðir. Samt sem áður þigg eg vernd þína; það getur skeð að eg þurfi hennar.” ‘ ‘ Þá skalt þú finna heiðarlegan hermann þar sem eg er. Því lofa eg. En nú eru frið- samir tímar.” “Finst þér þessir tímar svo óvanalega friðsamir?” spurði sýslumaður. “Bg átti nú aðallega við í tilliti til ungu stúlkananna. Þær ganga óáreittar gegnum heiminn í okkar kringumstæðum. En þarna koma ungu mennirnir. Má eg kynna þér þá, Ella?” Ungu mennirnir hneigðu sig, liver fyrir aftan annan, en þutu svo sinn út í hvert horn- ið á stofunni. \ “Nei — en hvað þið eruð feimnir,” sagði kennarinn undrandi. “Læknir, þetta er guð- dóttir mín. Hefi eg ekki ástæðu til að vera hreykinn af henni? Lítið þér á hana.” Elín roðnaði og glampa brá fyrir í aug- unum, sem spáði óveðri. “Þökk fyrir, guðfaðir, en lofaðu mér nú að vera í friði. Kunningsskapurinn mun koma af sjálfu sér.” “Er það ekki lengur viðeigandi að heils- ast með handabandi?” sagði kennarinn. “Jú, einn með allra fínustu siðunum,” sagði Frich kandídat hlæjandi. “Hvernig líður yður, ungfrú Kirkner?” Hann rétti henni hendina, og hún honum sína. “Þökk, mjög vel, ” sagði Elín kuidalega. “Það er regluleg klakahönd, sem þér bjóðið.” “Já, við höfum átt örðuga ferð til járn- brautarstöðvarinnar í yðar þágu; við héldum að þér kæmuð með miðdegislestinni. ” “Nei, góði. Elín kom með hádegislest- inni. Þú vissir það ])ó, Viktor,” sagði Petra. “Eg hafði gleymt því,” sagði Viktor kæruleysislega. “Eru það aðeins smámunir, nú á tímum, þegar ung og falleg stúlka kemur að heim- sækja heimilið?” sagði kennarinn. “Hvernig lítur þú á það, minn kæri Viktor?” “Mér stendur alveg á sama hvaða skoðun hann hefir, guðfaðir,” sagði Elín hlæjandi. “Fáum við ekki að borða bráðum, Petra?” spurði sýslumaður. “Gerið þér svo vel, sýslumaður,” sagði matreiðslukonan í dyrunum. “Þá tek eg ungfrú Kirkner að borðinu,” sagði sýslumaður um leið og hann rétti Ellu arm sinn,“ og með því gabba eg kennarann. Það er eins og hann hafi eignast yður ævar- andi er það ekki?” “ Jú, því sem næst. Hann er einn af beztu vinum mömmu minnar og mér hefir verið kent að láta mér þykja vænt um hann.” “Fallega sagt, telpa mín. Eg ætla nú að setjast beint á móti þér, svo eg geti séð bless- aða andlitið þitt. ” “Ó, þessi gamli asni,” hvíslaði Frich að Petru. “Eg get ekki liðið hann.” Læknirinn settist hjá Ellu og brátt varð samtalið all-fjörugt. Ella sat þögul og borðaði súpuna. Hún kunni ekki við þessa gamaldags kurteisi kennarans, og vissi þess utan að reynt hafði verið að fá skoðun ungu mann- anna til að snúast móti sér. “Vitið þér það, ungfrú, að við erum öll boðin á danssamkomu hjá Börresen?” sagði Frich. “Nei.” “Jú, þér er sérstaklega boðið þangað, Ella,” sagði Petra. “Mér? Já, eg þekki söninn — lautinant Börresen — hefi kynst honum í bænum.” “Eg er hrædd um þú skemtir þér ekki,” sagði Petra. “Félagslífið í sveitunum hneig- ist mjög mikið að flokkafélagsskap, og þá er fremur óþægilegt að taka þátt í því.” “Nei, stúlkurnar úr höfuðborginni eru ekki í miklu áliti hér — ef þér skylduð nú verða fyrir þeirri kvöl að sitja hjá, ungfrú? Þér eruð ekki vanar því í borginni,” sagði Frich, og gulum glampa brá fyrir í dökku augunum hans. “Nei, vinir mínir verja mig fyrir hinni svonefndu kvöl,” svaraði Ella brosandi. “Þykir yður gaman að dansa?” spurði læknirinn og sneri hreinskilna andlitinu sínu að henni. “Já, mjög gaman. En eg er nú bráðum í afturför með mín 22 ár. ” “Væri eg stúlka, mundi eg aðeins dansa næstu 2 eða 3 vetur,” sagði Frich. “Allir kjósa heldur vorblómin í stað hinna fullþrosk- uðu jurta.” “Þér geðjast þá ekki að rósinni?” sagði læknirinn grunsamlega. “Ágætt,” hrópaði kennarinn, “þetta voru lofsorð fyrir þig, Ella.” “Ekki heid eg það, guðfaðir. Mér finst loftið hérna ekki hagkvæmt fyrir lofsorð eða gullhamra.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.