Lögberg - 09.04.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.04.1936, Blaðsíða 1
49. ÁRG-ANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 9. APRIL, 1936 NÚMER 15 Sambandsþingið Umræ'ðurnar á þ’ngi vikuna sem leið, lutu mestmegnis að stofnun þeirrar alþjóðarnefndar til úrlausnat atvinnuleysinu, er frjálslyndi flokk- urinn hafði á stefnuskrá sinni í síð- ustu kosningum. Mr. Bennett taldi slíka nefndarskipun óþarfa, með því að verkamálaráðuneytið, með lítils- háttar utanaðkomandi aðstoð, ætti að vera sjálfbyrgt í þessu. Verka- málaráðherrann, Mr. Rogers, leit samt sem áður nokkuð öðrum aug- um á þetta atriði; komst hann viG 2. umræðu meðat annars þannig að orði: “Mér er það futlljóst, er eg legg frumvarp þetta fyrir hæztvirt þing, hver ábyrgð á mér hvílir, sem for- ustumanni verkamálaráðuneytisins; hið þráláta atvinnuleysi hér í landi og annarsstaðar, er hólmgönguá skorun til pólitísks mannvits núver. andi kynslóðar. Enginn getur horfst daglega í augu við annað eins við- fangsefni og atvinnuleysið, án þess að láta sér skiljast, að undir úrlausn þess sé komin framtíðarvelferð stofnana þessa lands. Eg hefi enga löngun til þess að mála ástandið dekkri dráttum en réttmætt sé, þó mér á hinn bóginn virðist til þess gild ástæða, að líta bjartari augum á framtíðina, en unt hefir verið að gera fram til skamms tíma. Af reynslu undanfarinna fimm ára, má það ráða, að það sé ofvaxið einni sérstakri stjórnardeild, að ráða svo fram úr atvinnuleysinu, að vel sé. Til þess að slíkt megi auðnast nægir það heldur ekki að stjórnin sé ein- huga og staðráðin í að gera sitt allra bezta. Þjóðin öll verður að leggj- ast á eitt i samráði við stjórnina, með það fyrir augum, að ekkert það afl liggi ónotað eða falið, er til þess má leiða, að koma íbúum landsins í borgum og bæjum, til sjávar og sveita, efnahagslega á réttan kjöl.” MISS PEARL PÁLMASON VEKUR FEIKNA ATIIYGLI tTORONTO Svo hratt miðar þessari bráðefni- legu, ungu stúlku áfram á braut listarinnar, að gild ástæða er til að ætla að hún sé á leið til víðfrægðar. Er þetta eigi aðeins djúpt fagnaðar- efni foreldrum hennar, þeim hr. Sveini Pálmasyni og frú Gróu Pálmason, heldur og þeim öllum öðrum, sem ant láta sér um veg þjóðarbrotsins íslenzka vestan hafs. Á laugardaginn þann 28. marz síðastliðinn, efndi Pearl til hljóm- leika upp á eigin spýtur í sönghöll hljómlistarskólans í Toronto. Á mánudaginn þann 30. marz flytur stórblaðið Toronto Daily Star, dóm um fiðluhljómleika þessa, eftir einn af langviðurkendustu hljómlistar. dómendum þessa lands, þar sem meðal annars er svo komist að orði: “Pearl Pálmason efndi til sinna fyrstu fiðlu heildarhljómleika í sönghöll hijómlistarskólans á laug- ardaginn. Þessi ungi fiðluleikari erfði hljómlistargáfuna frá foreldr- um, sem fædd voru á íslandi, hlaut sína fyrstu mentun í Winnipeg, þar sem hún var fædd, en hefir síðast- liðin þrjú ár stundað nám í fiðlu- spili í Torontoborg. Enginn annar músíknemandi hef- >r efnt til sinna fyrstu heildarhljóm- leika með jafn torveld viðfangsefni. Kreutzer Sónata Beethovens er venjulegast skoðuð sem prófraun fyrir mestu snillinga. Þessi unga, íslenzka stúlka fór svo í gegnum þetta verk, sem væri hún sér með öHu óafvitandi um örðugleikana, og það þó jafnvel enn fremur hvað túlkunina áhrærði en leiknina. Hún spilaði hverja einustu nótu af fylztu nákvæmni og skilgreindi í sveiflum efni hverrar setningar. Að því er viðkom hljómfalli og hraða fór hún alveg eftir teiknum eða fyrirmælum tónskáldsins. Á stöku stað skorti þó dulmýkt og tónþrótt í hinni við- kvæmustu slípun eða tónfágun. Úr þessum rúnum ráða heimssnillingar fremur en nemandi, hversu bráðgáf. aður sem hann annars er. í meðferðinni á Concerto eftir Glazunow, naut Miss Pálmason sín þó enn betur. Þetta tónverk var samið 1904, og er frá sjónarmiði tækninnar drjúgum erfiðara en sónata Beethovens. Samt var það leikið alt í gegn af dirfskufullri hrifningu og meistaralegri leikni; gilti þetta jafnt um reglulega sem óreglulega tónstiga og trillur. Þegar tekið er tillit til þess hve ung Miss Pálmason er, verða hljómleikar þessir að teljast til stórsigra. Af hinum styttri tónsmíðum, er Miss Pálmason lék, tókst alveg vafa. laust bezt til um Chausson tónljóðið, dulmjúkt lag með nútíðar tónblæ.” FYLKISÞINGI SLITIÐ Á miðvikudaginn þann 2. þ. m., var fylkisþinginu í Saskatchewan slitið eftir tveggja mánaða setu: Alls afgreiddi þing þetta 123 !ög- gjafar nýmæli og breytingar á eldri lögum. GENGUR TREGLEGA AÐ SEMJA Sir Henry Gullett, verzlunarráð- herra Ástralíustjórnar, kveðst hálf- partinn öfunda canadisku þjóðina vegna þess hve vel henni hefði tek- ist, fyrir atbeina stjórnarinnar, að komast að hagfeldum viðskiftasamn. ingum við Bandaríkin. Kvað Sir Henry sér það hreina og beina ráð- gátu, hve örðugt Bandaríkjamönn- um veittist með að koma auga á þan.r. hagnað, er aukin viðskifti þeirra við Ástralíu óhjákvæmilega hlyti að bafa í för með sér. Nú hefir Ástraliustjórn einsett sér að láta skríða til skarar i máli þessu og skipað nýja nefnd með það fyrir augum, að knýja fram gagnskiíta- samninga milli þessara tveggia þjóða. Verður Sir Henry formaður þeirrar nefndar. NAKVÆM RANNSÓKN A VERZLUN OG VERÐI LANDRÚNAÐAR ÁHALDA Símað er frá Ottawa þann 3. þ. m., að landbúnaðarnefnd Sambands- þingsins hafi ákveðið að senda öll- um framleiðendum búnaðaráhalda eyðublöð með spurningum um fram- leiðslukostnað og útsöluverð til er- lendra ríkja til samanburðar við innanlandsverð. Eftir að spuringum öllum þessu aðlútandi hefir verið svarað, ætlar nefndin að kalla fyrir sig eigendur verksmiðjanna, til frekari yfirheyrslu. Formaður nefndarinnar er W. G. Weir, þingmaður MacDonald kjör- dæmisins í Manitoba. FYRRUM RÆJARFULL- TRÚI LÁTINN Síðastliðinn laugardag lézt að heimili sinu, 172 Lanark Street, John J. Wallace, byggingameistari og fyrrum bæjarfulltrúi í Winni- peg, sjötugur að aldri, hinn mesti dugnaðarmaður. Var hann um eitt skeið forseti þess félagsskapar hér í borginni, er Winnipeg Builders’ Exchange nefnist. MÓTMÆLIR STYRJÖLDUM Hinn nýi forsætisráðherra í Japan tjáist eindreginn friðarsinni. Rétt eftir að hann tókst á hendur forustu stjórnarinnar lét hann svo ummælt: “Meðan eg er við völd, skal þjóð niín engan þátt eiga í styrjöldum; hún hefir um margt annað þarfara að hugsa.” SIGURVINNINGAR ITALA 1 Símað er frá Asmara í Eritrea j þann 7. þ. m., að hir.n ítalski árásar. I her á norðurvígstöðvum Ethiópíu, hafi náð á vald sitt borginni Quorum Er með þessu stigið mikilvægt spor í þá átt, að ná haldi á höfuðborginni Addis Ababa. Frá Lundúnum er símað þenna sama dag, að Selassie keisari sé að leita fyrir sér um 5 milj. dollara brezkt lán til þess að kaupa fyrir loftför. AFTAKA IIAUPTMANNS Síðastliðið föstudagskvöld var Bruno Richard Hauptmann, sá er fundinn var sekur um morð korn- ungs sonar þeirra Lindberghs hjón- anna, tekinn af lífi i ríkisfangelsinu í Trenton, New Jersey, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af hálfu rikis- stjórans, Harolds G. Hoffmanns, í þá átt að koma í veg fyrir aftökuna. Rétt áður en aftakan fór fram, lýsti yfirfangavörðurinn, Col. Kimberling yfir þvi, að Hauptmann enn stað- hæfði að hann væri saklaus af morð- inu. MANNTJÓN OG EIGNA AF VÖLDUM FÁRVIÐRIS Simað er frá borginni Cordele í Georgiariki þann 2. þ. m., að aftaka fárviðri hafi skollið þar á þá um daginn, er valdið hafi hinu gífur- legasta tjóni. Er mælt að fjörutiu manns hafi týnt lífi, en eignatjón sé metið á aðra miljón dala. Munu ekki dæmi til að slíkur ofsastormur hafi áður farið jafn grimmum hel- greipum um svæði þessi. AUSTURRIKI STOFNAR TIL AUKINNA VÍGVARNA Simað er frá Vínarborg þann 6. þ. m., að stjórn Austurríkis hafi, þrátt fyrir ströng mótmæli af hálfu Jugoslavíu, Rúmeniu og Czecho. slovakiu, ákveðið að innleiða ný herskyldulög og auka vígvarnir í hndinu eftir föngum. “TIIE TRANSLATED BIBLE’’ Slikt er nafn á bók einni, er Lög- bergi hefir borist í hendur til um- sagnar; er hún gefin út í borginni Philadelphiu á kostnað Lutheran Publication House, 1934. Bók þessi, sem er hin vandaðasta að frágangi, hefir að geyma skipu- legan kafla eftir séra Rúnólf Mar- teinsson um íslenzkun Biblíunnar; er þetta stutt, en nákvæmlega sann- orð greinargerð á viðleitni islezku þjóðarinnar í þessa átt frá þeim tíma er Oddur lögmaður Gottskálks- son tók að gefa sig að íslenzkun Nýjatestamentisins á laun i fjósinu í Skálholti; varð hann að flýja biskupssetrið fyrir þenna starfa sinn; lauk Oddur verki sínu á öðrum stað, og var bókin prentuð í Hróars- keldu árið 1540. Var þetta fyrsta bókin, sem gefin var út á íslenzku, og er eintak af henni í bókasafni Cornell háskólans. Loks er þess minst, er afráðið var á fundi is- lenzka Biblíufélagsins, höldnum i Reykjavík 30. júni 1897, að stofna til endurskoðunar á þýðingu Biblí- unnar. Til verks þessa var ráðinn Haraldur Níelsson, kandídat í guð- fræði frá Kaupmannahafnar há- skóla. Með honum starfaði þriggja manna nefnd, samsett af þeim Hall. grími biskupi Sveinssyni, Steingrími Thorsteinssyni yfirkennara við Latínuskólann og Þórhalli Bjarna- syni, þáverandi forstöðumanni prestaskólans.— Séra Rúnólfur á þakkir skyldar fyrir það, hve góð skil hann hefir i fáorðri ritgerð sinni, gert mikil- vægu efni. BLIND í TUTTUGU ÁR — FÆR SNÖGGLEGA SJÓN AFTUR Símað er frá Mahone Bay, N.S., 6. þ. m., að Mrs. James Acker, 93 ára að aldri, og steinblind frá þvi hún var 73, hafi snögglega fengið sjón sina aftur í janúarmánuði síð astliðnum. Dag nokkurn sat hún við glugga á stofu einm á heimili dóttur sinnar, og þóttist koma auga á börn að leik. “Á hvað ertu að horfa, móðir mín? Þú getur ekki séð neitt hvort sem er.” “Eg sé börnin þar sem þau eru að reuna sér á skautum eftir höfninni.” svar. aði gamla konan hljóðlátlega. Símfregnin bætir því við að þessi “nýja sjón” gömlu konunnar sé enn í góðu lagi. SAN CARLO GRAND OPERA KEMUR TIL WINNIPEG Þetta frœga óperufélag sýnir átta stór-óperur í Winnipeg Auditorium. Hérumbil tvö ár eru liðin frá þvi San Carlo óperufélagið síðast kom til Winnipeg. Nú sýnir það óperur í Winnipeg Auditorium í páskavik- unni frá 13. til 18. apríl að báður.i dögum meðtöldum, fyrir atbeina Fred M. Gee.— Sýningarskrá er sem hér scgir- “Madam Butterfly,” mánudaginn 13. apríl; “Aida,” þriðjudaginn 14. apríl; “Martha,” miðvikudaginn, aukasýning, 15. apríl; “Carmen,” miðvikudagskv. 15. apríl; “Tann- hauser,” fimtudag 16. apríl; “Rigo. letto,” föstudaginn 17. apríl; “La Boheme,” laugardags aukasýning, 18. apríl; “II Travatore,” laugar- dagskvöld 18. apríl. í viðbót við eldri, fræga söngleik. ará má nefna að þessu sinni Lucille Mensel, coloratura soprano, Lyabu Senderowna, nafnkunna contralto af rússneskri Gyðingaætt, og þá tenór- söngvaraa Rolf Gerard og Pasquale Ferrara. Nú veitist listelsku fólki kostur á að sjá og heyra þessar frægu óperur á verði frá $1.65 og niður í 55 cents fyrir sætið. Það var hinn víðfrægi og framtakssami leiksviðsstjóri, F’ortune Gallo, er hratt San Carlo óperufélaginu af stokkunum og lagði að því þann trausta grundvöll, ei það enn hvílir á; nú er það hið eina óperu-ferðafélag í Bandaríkj- unum, sem vel þrífst og ryður sér braut. Nú eru liðin tuttugu og fimm ár siðan Mr. Gallo hóf for- göngu að þvi, að bæta úr þörfum Ameríku- og Canada-manna óperu- sýningum viðvíkjandi, og standa þjóðirnar báðar við hann i djúpri þakkarskuld. Er nii svo komið, að San Carlo óperufélagið er frægt orðið um víða veröld fyrir list sina. NARÐIR 1IIORN AÐ TAKA Símað er frá París á miðviku- dagsmorguninn, að stjórn Frakka krefjist þess, að annaðhvort verði refsisamtökunum gegn ítalíu létt at, eða tilsvarandi samtökum skuli taf- arlaust beitt gegn Þýzkalandi. 40 STUNDA VINNUVIKA Atvinnumálaráðherrann i Nýja Sjálandi hefir stytt vinnutíma allra starfsmanna ríkisins úr 47 stundum í 40 stundir á viku, með óbreyttum launum, ákveðið að laun giftra cg eínhleypra skuli jafnhá, og að inn- fæddir skuli fá jafnhá laun og hvít. ir menn. NORSKUR TENOR- SÖNGVARI Aroldo Lindi Maður þessi er aðal tenor-söngv. ari San Carlo óperufélagsins, er sýn. ir ýmsar heimsfrægustu óperurnar i Winnipeg Auditorium frá 13. til 18. Apríl. Or borg og bygð The Junior Ladies’ Aid of the Pirst Lutheran Church, Victor St held a banquet in honor of the Sun. day School Boys’ Hockey Teams on April 2nd in the church parlors. A short programme was held and moving pictures were shown. Dr. A. Blondal was chairman. A presenta. tion of hockey stockings was given each member of the hockey teams. The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church, Victor St., will hold an Easter Tea in the church parlors, on Wednesday after. noon and evening of April I5th, from 3 to 6 p.m. and from 8 to 10.30 p.m. The guests will be received by Mrs. T. Blondal and Mrs. G. K. Stephenson, general conveners, and will be assisted by Mrs. B. B. Jóns- son, honorary president, and Mrs. E. S. Feldsted, president. The Tea tables will be centred with spring flowers in tones of Mauve and pink, offset with tapers of matching colors, and will be con- vened by Mrs. H, C. Brown, Mrs. H. Baldwin and Mrs. E. Stephen- son. A delightful programme will be held in the afternoon at 4. p.m. and an entirely new programme will be held at 8.30 p.m. under the manage- ment óf Mrs. G. F. Jonasson. Presiding over the tea cups will be: Mesdames S. Pálmason, J. Fridfinnson, T. M. Abel, J. C. Pridham, C. Olafson J. M. Peterson, G. W. Finnsson, Fred Einnsson, G. P. Kennedy, Minnie Sveinson, D. J. Percy, Laura Mayn. ard, R. J. Rennick, B. B. Dubienski, Halldor Bjarnason, C. B. Julius, Ered Stephenson, F. Melsted, F. Bowley, S. K. Hall, R. W. Wyde- man, Leo Johnson, R. Hodgson, R. B. Fotheringham. A table of Home Cooking and Candy will be in charge of Mrs. Quiggan, and a Utility Counter of hand-made articles, such as aprons, children’s dresses and novelties will be convened by Mrs. P. Bardal Svar við fyrirspurn. Gamall kaupandi Lögbergs hefir sent blaðinu fyrirspurn um það, hver sé umboðsmaður Eimskipafélags íslands, búsettur í Winnipeg. Svar. ið er á þá leið, að maðurinn er hr. Árni Eggertsson fasteignasali, 1101 McArthur Bldg., Wánnipeg, Man. Miss Þuríður Goodman lagði af stað vestur að hafi í lok fyrri viku, í kynnisför til systur sinnar, sem bú- sett er í bænum Fresno í British Columbia fylki. Séra Sigurður Christopherson frá Bredenbury, Sask., kom til borg- arinnar snöggva ferð í vikunni sem leið. Dr. Eyjólfur Johnson, sem stund. að hefir lækningar hér í borginni undanfarið, hefir nú flutt til Sel- kirk og tekið að sér lækuisstörf þau, er Dr. W. L. Atkinson áðrr gegndi þar í bænum. A WORTHY CAUSE------------ DESERVING OF SUPPORT On Saturday, April i8th, the Young Men’s Section, Winnipeg Board of Trade, with the co-opera- tion of Suburban Boards of Trade t are sponsoring a Tag Day as their contribution to the Winnipeg Anti- Mosquito Campaign, to carry on ' witl] the oiling and drainage work for the elimination of mosquitos. This year it is estimated that $15,000.00 will be needed to effect- ively control the large crop of mos- quitos expected to invade Winnipeg and su.rrounding territory. This sum can only be obtained if all do their share in supporting the Tag Day. No other appeal is so far- reaching in its beneficial results is this campaign, from the baby to the old folks j they all benefit. The gardner can garden without hindr- ance, sport enthusiasts can enjoy their games, old people and invalids and folk whose circumstances do not permit them to go further, are ablc to enjoy the parks, their gardens and verandahs, young dhildren are free to lie and play about the grass un- harmed, free from that miserable pest, the mosquito. Remember that 25C KILLS \ MILLION, on Saturday, April 18. ÞINGSLIT Síðari hluta þriðjudagsins var fylkisþinginu í Manitoba slitið, eftir að hafa setið sjö vikur á rökstólum. Var það styzta þing, með einni und- antekningu, í síðastliðin 23 ár, að því er Hon. John Bracken sagðist frá. Þakkaði forsætisráðgjafi þing. mönnum ágæta samvinnu og óskaði hverjum og einum heillar heimkomu. FÆR EKKI STAÐIÐ 1 SKILUM Social Credit stjórnin i Alberta fékk ekki staðið í skilum með greiðslu á rúmum þrem miljónum dala, er féllu í gjalddaga þann 1. þ. m. Imperial bankinn kvaðst fús lil þess að lána Albertafylki þessa upphæð, ef sambandsstjórnin vildi ábyrgjast hana. Því vildi Mr. Dun- ning ekki lofa í flýti, og setti meðal annars það skilyrði, að Alberta, eins og hin fylkin, játaðist undir hin væntanlegu sambandslög, um stofn- un nefndar, er yfirumsjón hefði með öllum lánum fylkjunum til handa. Fram að þessu hefir Mr. Áberhart ekki viljað heyra um nokkra slika nefnd talað. Nú ber- ast þær fréttir frá Edmonton, að fylkisþingið hafi afgreitt lög um stofnun fylkisbanka. Sjötíu og fimm miljónir dala til atvinnuleysisstyrks og atvinnubóta. Forsætisráðherrann, Rt. Hon. W. L. MacKenzie King, hefir lýst yfir því i þinginu, að sambandssfjórnin hafi ákveðið að verja $75,000,000 til atvinnuleysisstyrks og atvinnu- bóta á hinu nýbyrjaða fjárhagsári. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.