Lögberg - 09.04.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.04.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 9. APRIL, 1936 Ixrgberg Gefi8 tlt hvern fimtudag af TUE COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verd t3.00 urn áriö—Borgist fýrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 1 vikunni helgu (Ræða á PálmasunnuHag 1936) Eftir dr. theol. Björn B. Jónsson. Á pálmasunnudag kemur Kristur til borgarinnar. Eiftir pálmasunnudaginn kemur “vikan helga.” Eftir vikuna helgu kemur sigurhátíðin — páskarnir. Síðan Kristur kom til borgar hins jarð- neska mannlífs eru liðnar 19 aldir. Nú a;tti því að vera komið all-langt fram í 'vxkuna helgu — viku þess hins nýja og endurbætta mannlífs, sem liér á jörðu byrjaði með komu Krists í heiminn og ná verður fullkomnun áður kemur sú hin mikla sigurhátíð, þá allur heimur verður Guðsríki. Annan tilgang gat Guð ekki hafa haft með sköpun mannkynsm-s né sending frelsarans, en ]>ann, að börn lians hér á jörðu fengi þroskast til fullkomins lífs og farsældar. Allur undirbúningur minn undir ])essa prédikun hef'ir verið tilraun til þess að gera sjálfum mér grein fyrir því, hversu langt vér mennirnir, sem nú lifum á jörðinni, séum komnir fram í vikuna helgu, inn í það mann- lífs-ástand, sem Kristur stofnaði til; eða þá hvort sú helga vika, sem byrja átti með komu Krists, sé alls ekki komin, komi aldrei, og þetta sé tóm vitleysa, sem Kristur kendi um Guðsríki hér á jörðu og páskasigur lífsins að lokum hér í heimi. Nú þegar skal eg taka það fram, að við samanbufð liðins tíma og núlegs og við athugun viðhorfs alls hefi eg ekki get- að annað en sannfærst um, að vér nútíðar Guðs- og mannkyns-börn séum, þrátt fyrir alt, sem skyggir á, komin all-langt inn í vik- una helgu, og þessvegna megum vér vona það, að einhverntíma, ef til vill áður en mjög langt líður fram í ókomnar aldir, komi páskarnir, sigurhátíð lífsins og gleðinnar á jörðu. 1 þeim orðum, sem við yður eru töluð í kvöld, þýðir pálmasunnudagurinn sama sem koma Krists í heiminn, og “vikan helga” þá kristnu tíð, sem síðan er liðin. Nú veit eg það, að ekki er allskostar auð- velt að halda þeirri sannfæringu, að mann- lífið sé komið fram í “vikuna helguý’ sé að batna og færast nær settu takmarki fullkomn- unar sinnar. Það er margt sorglegt og svart nú í lífi manna og þjóða. Og oss hættir víst flestum við því, að vera jafnaðarlega svart- sýnir, ekki sízt á dögum þeim, sem nú eru yfir oss að líða. En vanþekkingu eða þá van- trú er þáð að kenna, ef vér ekki sjáum, hve óumræðilega miklu betra það er að lifa nú, heldur en það var jafnvel ekki lengra til baka en á dögum foreldra vorra, hvað þá þar á undan. Og drög allra umbóta, allrar jarð- neskrar blessunar, sem svo miklu meiri er nú, en í fortíðinni, má rekja til pálmadagsins, til dagsins, sem Kristur kom í borg mannlífsins og lagði undirstöðu Guðsríkis á jörðinni. Með komu Krists byrjaði “vikan helga” hér í heimi. Það er víst ekk á neins manns færi að segja hvað langt fram í vikuna helgu að nú er komið. Mér finst líkast því sem komið sé nú fram í miðja vikuna, komið fast að bæna- dögunum. Mér virðist að mörgu leyti líkast því, að mannsaldramir næstliðnu og yfir- standandi og næstkomandi séu skirdagur. Skírdagurinn í páskavikunr.i heitir því nafni af því dagur sá var hafður til þess að hreinsa, þvo og fegra bústaðina fyrir páskahelgina. Vér lifum á skírdegi tilhreinsunarinnar í mannfélaginu. Allstaðar er verið að rífa nið- ur það sem fúið er orðið og feyskt. Svo óvist- legt sem er í húsum vorum meðan stendur á lireingerningunni á vorin, og svo forugt sem er á strætunum í leysingunni, svo er að mörgn leyti svipað á yfirborðinu í mannlífinu nú. En vér teljum ekki húshreinsanina illa né blevtuna á götunum illsvita. Hvorttveggja er fyrirboði þess, sem hreinna er og hollara. Svo er með alla skírdaga. Svo er með skír- daginn, sem nú stendur yfir í heiminum. Allan skírdaginn í páskavikunni voru læri- sveinarnir önnum kafnir. Þeir þurftu að leigja hús og hreinsa það til hátíðarhaldsins, safna matvælum til borðhaldsins og tilreiða þau. En svo kom kvöldið. Þá gengu þeir allir til borðs með Kristi og neyttu heilagrar kvöhlmáltíðar. Svo mun og koma eftír stríð og erfiðleika þessa skírdags, sem nú er yfir heiminn að líða, aftansöngur sáttra manna í herbergi bræðralagsins, og mennirnir munu eta brauð og drekka vín af borðum Meistar- ans mikla. Fer þá á eftir föstudagurinn góði, þá samin er sátt milli Guðs og manna og mennirnir, eins og frelsarinn, fela líf sitt og önd í föðurhendur Guðs. Þá koma páskar. Um alt erum vér óvissir nema — Guð; Guð bregst oss aldrei. Öllu kunnum vér að vantreysta nema — Jesú Kristi; Kristur hef- ir sagt oss satt: vikan helga er byrjuð. Guðs ríkið kemur. Kristi til dýrðar — því það er fyrir komu hans og áhrif, að þeir hlutir hafa gerst, sem nefndir verða — skulum vér hugleiða nokkrar þær umbreytingar, sem orðið hafa síðan Kristur kom, og orðið hafa öllum heimi til blessunar. Það sem verið hefir og er enn hræðileg- ast af öllu, eru stríð og blóðsúthellingar. Nú þó ófriðarhneigð manna og þjóða sé enn í dag hinn sári blettur, eða Akkílesar-hæll mann- kynsins, þá er þó, Guði sé lof, ólíku saman að jafna, því sem nú er og því sem var, áður en Kristur kom, og áður en áhrif kristindómsins náðu til þjóðanna. Fornaldarsagan er lítið annað en saga ráns og ofbeldis, stríðs og blóðsúthellinga. Svo að segja öll veröldin horfir sem stendur með gremju og vanþókn- un á landrán Itala í Afríku. En áður var slfkt athæfi ekki aðeins sjálfsagt, heldur og til sæmdar haft. Ljóminn skein af Alexander mikla um víða veröld, af því honum tókst að fara svo með nær allan heiminn sem Musso- lini nú vill fara með Blámennina. Á öldinni næstu á undan pálmgsunnudeginum, höfðu Saesararnir brotið undir sig allar þjóðir. Fæðing Krists varð með þeim hætti, að hann kom í heiminn fjarri heimahúsum foreldra sinna, af því foreldrarnir voru tilneyddir að fara til Betlehem til þess að láta skrá sig og efni sín á eignarbréf keisarans, og var söm sagan allra manna um löndin öll rómversku. Hlé var á ófriði þau árin og lokað hof stríðs- guðsins, af þeirri ástæðu einni, að engin þjóð fékk lengur strítt gegn Rómverjum. Keisar- inn Ágústus stóð báðum fótum á hálsi mann- kynsins, og notaði vopnahléið til þess að láta skrá mannfólkið og eigur þess, svo hann, hve- nær sem á þyrfti að halda, gæti á hverjum stað kallað eftir lífi bg eignum allra til stríðs. Síðar brustu megingjarðir af manndráps- bákninu rómverska, og tryltir lýðir Húna, Gota og Vandala rændu, rupluðu og eyddu stórveldi það, og gekk svo koll af kolli. — Eigi þarf heldur svo langt til baka í sögu að líta, né til ofruvelda veraldarinnar. Lesið vorar eigin sögur undan kristnitöku vorra norrænu forfeðra. Ránskapur og manndráp var stolt þeirra og yndi. Víkinga-aldir, hvort heldur á Spáni eða Norðurlöndum, voru aldir ráns og manndrápa. Sjóræningjamir spönsku og víkingarnir norrænu, hvor sá óaldarflokk- ur á sinni tíð, fóru um lönd og höf til að ræna og drepa, oft varnarlaust fólk. “Strandhögg” var það kallað, er víkjngar gengu á land, drápu kvikfénað bænda og báru á skip sín. Þó var frægð sú meiri, að ræna borgirnar og halda heim að hausti með “of-fjár” þannig fengnu. Var mannfólkið drepið, ef það vildi rönd við reisa, en kvenfólk hernumið og sví- virt og hið burtnumda fólk oft selt í þræl- dóm. Þá var sá hugsunarháttur, að slíkt þótti heiður og frægð. Nú þykir sleitilega að ver- ið, ef ekki er hver sá maður fundinn og fang- aður, sem að næturlagi gerir innbrot í smábúð eða stelur úr húsi. Þegar sá voðaglæpur er drýgður nú, sem kallaður er mannaþjófnaður (kidnapping), veldur það hrylling um alt land. Áður þótti það ekki tiltökumál, en var rekið sem atvinna í stórum stíl, fólki stolið svo skipsförmum skifti og það flutt til annara landa og selt á opinberum markaði eins og kvikfé. Alsstaðar var það áður fyr og fram til síð- ustu alda, að svo að segja allir menn gengu vopnaðir hvak sem þeir fóru. Eif orðinu haggaði var gripið til vopnsins. Hve sú breyting er alger, sem að því leyti orðin er, fáum vér merkt m. a. af sumum hæversku- siðum, sem hjá oss tíðkast. 1 hvert sinn er vér tökum ofan hver fyrir öðrum úti á götu eða berum hönd að höfuðfati voru, eða vér heisumst með handabandi, erum vér á það mintir, hve vér erum slopnir úr hershöndum. Ofantakan sem kurteisis-siður er leyfar }>eirrar athafnar, þá einhver vildi það sjald- gæfa traust sýna öðrum, að hann tók hjálm- inn af höfði sér og stóð varnarlaus ef hinn vildi höggva. Handsalið var tákn um samda sátt og höndin ber framrétt við þá hátíðlegu athöfn, svo sjá mætti, að ekki hafði maður morðtól í hendi. Svona er hið hversdagslega líf vort daglegur vitnisburður um breyting þá og blessun, sem til vor er komin fyrir Jesúm Krist, því, sem síðar mun sýnt, er það hann — kenning hans og andi, sem breyting- unum veldur. Oss finst enn all-mjög vanta á það, að allir menn njóti jafnréttis í lífinu, svo sem ætti að vera. En hve fáum vér þó nógsamlega lofað Guð fyrir þá bót, sem fengin er. Lítum til lang-glæsilegustu þjóðar fornaldarinnar, Grikkja. Svo var þar þó á gullöldinni, aS 2/3 hlutar mannfólksins voru þrælar, eign og óSal hins eina þriSjungsins. Sá ó- jöfnuSur reiS um síSir Grikkjum aS fullu. ESa hugsiS um hin fyrri kjör kvenna, þá konan var aS allra dómi mannvera á óendanlega lægra stigi en karlmaSurinn, eiginkonan ambátt manns síns, sem honum aS sönnu gat þótt vænt um eins og um hestinn sinn eSa hundinn. Sú bless- unarríka breyting, sem orSin er á kjörum kvenna, veit hver sögufróS-' ur maSur, aS er kristindóminum aS þakka, því í kristnu löndunum einum er sú breyting tilorSin, þó aS nokkru leyti hafi áhrif úr þeim löndum bor- ist til heiSinna landa. En hvergi er þaS enn annarsstaSar en innan vé- banda kristindómsins, aS konan hefir til fulls hlotiS frelsi og jafn- | rétti viS bróSur sinn. Mentunin er dýrast jarSneskra hnossa. Fyrir hana vex mönnunutn magn til aS notfæra sér æSsta eigin- leikann, sem skaparinn sæmdi mann. inn: vitið. Nú er svo langt sem himininn er hærri en jörSin ment- unin komin fram yfir þaS, sem áSur var. Ekki þarf enda langt til baka aS líta til aS minnast dæmanna um hungur og þorsta manna eftir ment- un, sem þó enga svölun fékk. Nú er ekki í kristnum löndum svo fá- tækt barn, aS ekki sé því séS fyrir einhverri ofurlítilli mentun og víS- ast, og sérstaklega í voru landi, á- gætir skólar handa öllum. Aftur má fullyrSa og skal enginn geta á móti mælt, aS mentun almennings, þaS hún er komin, er beint runnin undan rótum kristindómsins. Þarí eigi annaS en aS horfa á landabréf- in því til sönnunar, svo björt, aS því er til alþýSumentunar kemur, aS hin kristnu lönd eru, en hin svört til samanburSar. Andi Krists leggur alla rækt viS mannvitiS. InnreiS pálnlasunnudags-kon- ungsins í ríki mannlífsins á jörSu má segja aS hafi breytt eySimörk í aldingarS, ef borin skal saman grimd fortiSar og mannúS nútíSar. Ekki er með þessu sagt aS mannúSin sé fullþroskuS meS oss enn sem komiS er. ÞaS er langt frá því. Fn boriS saman viS þaS, sem áSur varr cr sem aS vera saman dag og nótt. IlugleiSum þaS, sem vér vitum um meSferS á þörnum á fyrri tíSum. Þar til kristindómurinn náSi yfir- hönd, var alsiSa og öllum frjálst aS bera út börn sín, — ráSa þaS viS sig, hvort ætti aS láta barniS lifa, meS jafn-köldu blóSi og þaS, hvort ætti aS skera kálfinn þegar kýrin bar. ÚtburSur barna átti sér staS jafnvel á íslandi í heiSni, þó eigi væri þar algengur sem í sumum löndum. Var þaS og eitt af því, sem kom til greina viS kristnitökuna á Alþingi og upp frá því sú svívirSing bönnuS. Nú þó útburður barna legSist niSur, var lengi, og fram undir vora tíS, einatt hryllileg meS- ferS á börnum. ÞaS hefi eg ljótast lesiS á íslenzka tungu, sem segir frá meSferS á “sveitabörnum” á íslandi. Og þeir er þekkja enska sögu og bókmentir minnast meS hrylling meSferSarinnar á börnum á Eng- landi, einkum munaSarleysingjum. Eru þar ljósastar myndirnar í snild- arsögum Dickens, sem svo miklu orkuSu í þá átt að opna augu þjóS- arinnar. Hér vinst ekki timi til aS minnast til muna á hin grimmúSlegu hegn- ingarlög fyrri daga. Eitt dæmi má taka. Ekki er meir en ein öld liSin síSan i gildi voru, og þeim daglega fullnægt, í Englandi, lög um fang- elsisvist fyrir hvern þann, er ekki galt skuld í réttan gjaldaga, hvern- ig sem á stóS. Má þar enn í hinum gömlu dýflissum sjá Iangar raSir sakamanna-klefa, þar sem menn höfSu veriS hneptir fyrir skuldir svo árunum skifti. Nú þótt til sanns vegar megi færa aS glæpsamlegt sé þaS, aS fara í skuld, nema svo, aS fulla tryggingu hafi maSur og vissu um þaS aS geta borgað á réttri stund, þá er þó mannúS manna þaS langt komin nú, aS ekki líSst þaS, aS menn gangi svo miskunnarlaust aS skuldunautum sínum, aS þeir sé dregnir út úr húsi og heimili og þeim varpaS í myrkvastofu þar til þeir greitt hafa hinn síSasta pening. ðvist aS vér allir gengum lausir, ef slik væri lögin og hugsunarháttur- inn nú. Yfir oss og meginhluta mann- kyns ganga nú hin þungu “kreppu”- ár — harSæri um veröld víSa. Ný tíSindi eru þaS ekki í sögu mann- kynsins. Mörgum sinnum hafa þeir tímar áSur veriS og miklu verri. En svo var löngum áSur fyr, aS þá upp- skera brást eSa veiði, ellegar flóS komu og jarSskjálftar einhversstaS- ar, þá lá þar ekkert fyrir mannfólk- inu annaS en hungurdauSi og eru þær sögur hryllilegar. Smám sam- an dafnaSi svo mannúSin hjá kristn. um þjóSum, aS fariS var aS hlaupá undir bagga meS nauSlíSendum, ekki einungis heima fyrir heldur og er- lendis. Væri hungursneyS í Kina eSa hallæri í Indlandi komu kristnir menn meS fé og matvæli, er kristiS fólk i Ameríku og Evrópu lagSi fús- lega fram aS boSi Krists og í anda hans. í öllum kristnum löndum eru samtök og skipulag um líkn viS bág. stadda, lækning sjúkra og forsjá íá- ráSlinga. “RauSi Krossinn” lét sér ekki til skammar verSa nú í stór- flóSunum sySra. Riki og kirkja takast í hendur, hvar sem neyS ber að höndum, Vér kvörtum aS sjálfsögSu og kveinum undan f járhags-kreppunni, sem liggur um þessar mundir eins og mara á flestum mönnum. Eigi aS síður flýgur mér það í hug, aS ef til vill hafi aldrei veriS jafn-bjart i heiminum eins og einmitt nú — aldrei áður til jafn-mikiS af góðu sem nú. Hefi eg þar fyrir augum hjálpfýsina, bræðralagiS, mannúS- ina, sem ekki þolir þaS, aS nokkur maður sé látinn vera bjargarlaus. Eg er þeirrar trúar, að fegursti kapí- tulinn, sem enn hefir skráður veriS í sögu mannkynsins, sé saga síSustu áranna fimm, kapítulinn, sem vel mætti hafa aS fyrirsögn: “Bjarg- ráðin miklu.” Samkvæmt skýrslum landsstjórn. anna er svo ástatt nú nokkurn veg- inn jöfnum höndum hér í Canada og í Bandaríkjum, að tíundi hver maS- ur og þó rúmlega það, er hjálpar- þurfi. Hvernig er snúist viS neyS þessara miljóna fólks? Þann veg, að ekki nokkur manneskja er látin líða bjargarskort, enginn svo aum- ur, að honum ekki sé séS fyrir mat- björg, klæðnaði og húsnæði, og öll- um börnum séS fyrir skólavist og skólabókum. Hér þarf ekki að ræSa þá misbresti, sem aS sjálfsögðu hafa verið á ráSstöfunum stjórna og fé- lagslegum samtökum viS bjargráðin. Svo nýtt sem þetta ástand er og þjóðir og yfirvöld þeim óviðbúin, gegnir líklega furðu, aS enn meiri misbrestir skuli ekki hafa orðiS. AuSvitaS létt verk aS finna aS, setja út á og rangfæra. En hitt yfir- gnæfir: Drengileg viSleitni aS bjarga öllum, þolgæði manna og fúsleiki til aS leggja til af sínu, ým- ist í beinum sköttúm eða frjálsum framlögum, þaS alt, er til þess þarf að bjarga bræðrum sínum, meðan maður á nokkuS til. ÞaS má velta þessu frábæra fyrirbrigði samtíSar. innar fyrir sér á marga vegu, en þaS skal sannast viS skýra hugsun, aS hér eru framkomin í verki bein áhrif pálmasunnudags - konungsins, sem stofnaði GuSsríkiS á jörðinni — bræðralag mannanna. Þó margt fleira mætti tilgreina, tel eg nú rök fyrir því færS, aS nokkuS hafi mannlífinu þegar miðað fram í “vikuna helgu.” Eg hafði ætlaS mér aS færa og í erindi þessu söguleg rök fyrir því, aS þaS hiS marga, sem breyst hefir til batnaðar, hefir breyst til hins betra fyrir áhrif Krists á heiminn. Nú vinst mér ekki timi til að far lengra út í þaS mál. ÞaS vita líka allir, aS þaS eru áhrif Krists og kenninga hans, sem mest hafa breytt og betraS hugarfar og hegSun vor mannanna. Áhrifin eru hægfara eins og Kristur sjálfur sagSi fyrir um þau í dæmisögunni um súrdeigiS, en þau nema aldrei staðar. Kristnin er ekki dýrar dóm. kirkjur né voldug kirkjufélög, held- ur áhrifavald Krists í hjörtum mannanna. ÞaS vald eykst og út- breiSist öld af öld. Konungur pálmasunnudagsins heldur innreiS- inni áfram þar til anai hans úefir sigraS hverja hugar-borg. Þótt vanþakklæti og voSasynd væri aS lítilsvirSa þá blessun, sem stafaS hefir af komu Krists og loka augum fyrir þeim umbótum, sem þegar eru orSnar og eru aS verSa fyrir áhrif Krists, þá væri þaS manni engu minni synd, aS gerast á- nægSur meS þær umbætur, sem orSnar eru, eða vantreysta því, aS áframhald verSi. ÞaS sem vér þeg- ar höfum séS og reynt, er oss trygg- ing fyrir því, aS ríki Guðs sé ætlaS þessum heimi. Og sé svo, að áhrif Krists hafi náS til vor, þá á þaS að sjást á því, að vér elskum umbóta- hugsjónir Krists meS ástriðuþrung- inni elsku og um fram alt elskum hann, hinn mikla konung mannrétt- indanna og bræðralagsins, Jesúm Krist — mannkynsins frelsara. Því þaS er einungis í trúnni á hann, að oss magnast móður til aS trúa á hiS góSa og sigur þess, trúa á GuS og ríki GuSs hér í heimi og berjast fyrir mannlífshugsjónum Krists skírdaginn til kvölds, eSa þar til all- ir menn setjast meS Kristi aS kvöld- máltíSarborSi kærleikans í herbergj- um bræðralagsins. Eg vék aS þeirri von áður í þess- ari ræðu, aS nú væri komiS þaS fram í vikuna helgu, aS bænadag- arnir færi í hönd, þeir sem á undan komu páskunum. Þeir bænadagar verSa Guðs-vitundin þegar hún fær fram aS koma með fullum krafti í huga mannsins og stjórna hvers- dagslífi manns eins og hún stjórnaði Kristi. Bænadagarnir i mannlífsins helgu viku koma þegar vér svo vitk. umst og vöxum, aS vér getum víss- vitandi notiS sannrar nálægðar GuSs og raunveruleg sambúS og samvinna viS GuS verSur lífs vors æðsta yndi —en ekki uppgerðin tóm. Þá koma páskarnir. Þá er tilgangi GuSs og takmarki mannanna náS. Þá syng- ur mannkyniS, upprisiS í krafti Krists: “SigurhátiS sæl og blíS ljómar nú og gleði gefur; GuSs son dauðann sigraS hefir; nú er blessuS náðartíS. Nú er fagur dýrðardagur, Drottins hljómar sigurhrós; nú vor blómgast náSarhagur, nú sér trúin eilíft ljós.” Or fréttabréfi að heiman (Framh.) Hér er nú í byggingu mjög stórt leikhús á rikiskostnaS, sem á aS verða mjög fullkomiS; verkiS geng- ur seint, búið aS vera í smíSum, mig minnir í 5 ár; vantar fé til að fram- kvæma verkiS, nema meS mjög smáum skrefum. Flestir telja þessa byggingu vanhugsaSa, bæSi hvaS stærS og íburS snertir. Is- og frystihús eru komin í öll- um kaupstöðum og mörgum verzl- unarstöSum; kuldinn framleiddur meS vélum, ekki ís, eins og áður var. í húsunum er fryst síld til beitu, kjöt til útflutnings og kjöt og fleira til heimilisnotkunar. Nú er veriS aS gera tilraun með aS senda hraðfrystan fisk til NorS- ur-Ameríku; menn gera sér von um hagfeldan árangur. Einnig eru send sýnishorn af saltfiski, verkuðum, til SuSur-Ameríku, Brazilíu og Argen- tínu. Kornrækt er fariS aS stunda í smáum stil á mörgum stöðum, bæSi sunnan- og norðanlands. Þær til- raunir sem gjörSar hafa verið hafa boriS ágætan árangur, bæði hvaS rúg, hafra og bygg snertir, en hveiti lakast, svo margir ala þá von í brjósti aS landið geti þegar fram í sækir, framleitt nægtir sínar. Kart- öfluræktin hefir aukist stórkostlega á seinni árum; taldar líkur til aS ef alúS verSur lögS vife þá framleiðslu að innan 2—4 ára muni verSa fram. leitt þaS sem viS þurfum til eigin notkunar. Mannfjöldi á landinu var í árs- lok:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.