Lögberg - 23.04.1936, Blaðsíða 7

Lögberg - 23.04.1936, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. APRÍL, 1936 7 Sigurður Olafsson A HELLULANIH íslenzka þjóðin hefir litinn gaum gefið hugvitsmönnum sínum á verk- lega sviðinu. Þó hefir hún átt þá marga snjalla og ötula, er int hafa af höndum mörg og mikil störf af snild og prýði. Einn þessara ágætu manna er Sig. urður Ólafsson hreppstjóri á Hellu- landi i Skagafirði. Þykir mér hlýða að hinir ungu iðnaðarmenn viti nokkur deili á honum og störfum hans. Sigurður er fæddur io. júní 1856, og er hann sonur hinna alkunnu merkishjóna Ólafs Sigurðssonar hreppstjóra og dannebr.m. i Ási i Hegranesi og konu hans, Sigurlaug. ar Gunnarsdóttur. Voru þau hjón- in jafnan til fyrirmyndar í Skaga- firði í búnaðarháttum á sinni tíð. Sigurður kvæntist Önnu Jónsdóttur prests í Reykholti 1878, bókhneigðri gáfukonu. Tveir synir þeirra eru á lífi: Jón vélfræðingur í Hrísey og Ólafur ráðunautur á Hellulandi, báðir þjóðkunnir athafnamenn. Sigurður er enn vel ern og fylgist með málefnum þjóðarinnar. Hann hefir verið hreppstjóri i Rípurhreppi í 53 ár og stundað búskap lengst af á Hellulandi. Vélfræði- og uppfindingagáfuna hefir Sigurður eflaust hlotið í vöggugjöf, enda hefir hugur hans hneigst í þá átt alla æfi. í uppvext. inum kyntist hann einnig ýmsum vélum frekar en jafnaldrar hans, ]ivi að Ási kom fyrsta vindmyllan, fyrsta saumavélin og fyrsta prjónavélin, sem til Skagafjarðar kom. 8 ára gamall gerði Sigurður líkan (model) að vindmyllunni, og nokkru síðar eignaðist hann rennibekk, sem hann notaði óspart við smíðar sínar. 15 ára fann hann upp fyrstu vél sína. Var það lítill sleði, er rann þó á hjólum, og sýndi hann vegalengdina (í föðmum), sem hann var dreginn. Á ungra aldri tók Sigurður að lesa af kappi eðlisfræði Fischers og aðr- ar slíkar bækur, er hann náði í. Urn tvítugsaldur fór hann til Kaup- mannahafnar og var þar eitt ár við smíðar á vélaverkstæði. Þroskað- ist hann mjög við þá för, þótt dvölin væri ekki lengri en þetta. Eftir utanförina var Sigurður með allan hugann við að gera ýmsar endurbætur á allskonar áhöldum og starfsháttum og við að finna upp ný tæki og vélar. Hann smíðaði fyrstur manna fótsnúinn hverfi- stein. Sparaðist við það snúnings- maður og þótti mikil umbót. Þá smíðaði hann smiðjublásu í stað smiðjubelgs. Taðvélarnar endur- bætti hann að miklum mun, og hafa þær verið smíðaðar í samræmi við breytingar hans síðan. Flóknasta vél Sigurðar var skaftavélin. Var hún sett í samband við hafaldastokk- ana á venjulegum vefstól og réði gangi þeirra, þannig að vefarinn þurfti ekki að stíga nema á eitt skaft, þótt ofið væri 8—12 eða jafnvel 16 skafta. Einnig smíðaði hann vefstól, sem sjálfkrafa gerði skil, skaut skyttu og færði sig, þegar slagborðinu var slegið. Notaði Sig- urður þenna kynja vefstól í mörg ár. Þófaravél smíðaði hann, er gekk fyrir vatnsafli; þæfði hún margan heimaunninn dúk í Skaga- firði, en var látin hætta að starfa, þegar fullkomnar tóvinnuvélar voru ■ settar upp á Akureyri. Handtöng eina, mjög sniðuga, til þess að klippa með kamliatennur, fann Sigurður upp og smiðaði eftir beiðni Sig- mundar á Hóli í Eyjafirði. Gat Sig- mundur búið til með tönginni á 12 dögum það sem áður þurfti 120 daga til. En fyrir uppfindingu þessa tók Sigurður einar 12 krónur. Sigurður gerði ýmsar þarfar end. urbætur á starfsháttum manna ’■ Skagafirði, sem svo aðrir hafa tekið eftir. T. d: það, að nota trékjálka og aktýgi við hestasleða í vetrar- ferðum i stað tauganna og hnakks- ins, sem áður var notað. Lang þýðingarmesta uppfinding Sigurðar er þó hin svokallaða “rakstrarkona.” Er það létt og lip- ur grind úr vír, sem sett er á ljái þá, er slegíð er með á votengi. Tekur grindin með sér alt grasið úr hverju Ijáfari og sleppir því svo aftur > múginn. Sparast við þetta raksti.r að mjög miklu leyti. En slátturinn er mjög litið erfiðari með þessu móti. “Raktrarkona” Sigurðar kostar aðeins 1 krónu, og laghentir bændur geta búið hana til sjálfir. En raunverulegt verðmæti þessa litla áhalds fyrir landbúnaðinn verður naumast talið í krónum. Bóndi nokkur úr Þingeyjarsýslu skrifaði Sigurði eftir að hafa notað“ rakstr- arkonuna,” Sigurður; hún hefir unnið mér og mínu búi 100—150 kr. í sumar.” Annar bóndi skrifaði sama haust á þá leið, að vegna tveggja “rakstrarkvenna” hefði hann fengið 150 hestum meira af heyjum yfir sumarið en ella. “Rakstrarkona” Sigurðar er fyrir löngu þekt um alt land og notuð á langflestum bæjum, sem votengi hafa, en þeir eru margir. Til eru bændur, sem nota 5 “rakstrarkonur” n’estanh luta heyskapartímans. Hef. ir “rakstrarkona” Sigurðar verið mörgum bóndanum ómetanlegt tæki í fólkseklunni og dýrtíðinni, auk þess sem hún hefir létt störf kven- fólksins og gert mögulegt að heyja á blautari engjum en ella. Á efri árum sínum smíðaði Sig- urður áveituvél. Var það stór vatnssnígill, er gekk fyrir vindi og hóf ca. 8000 hl. af vatni á kl.st. rúm- an y2 metra. Var snígill þessi 36' þuml. að þvermáli, en vindhjólið 16 fet og með 32 spjöldum. Sigurður hefir staðið fyrir smíði á 7 drag- ferjutni um æfina. Hann smíðaði af eigin ramleik dálítinn vita á Hegranestá. Hefir hann komið mörgum sjómanni að góðu liði, og var þessi viti Sigurðar nefndur “Meyjaraugað.” Eins og gefur að skilja hefir iiér einungis verið hægt að nefna helztu uppfindingar og endurbætur Sig- urðar, og þær, sem frekast eru í minnum hafðar. Sjálfsagt hefir hann brotið heilann um ótalmargt annað, sem sumpart er gleymt og sumpart hefir ekki komist nen:a í vitund Sigurðar sjálfs. Lifskjör Sigurðar hafa jafnan verið frekar erfið, eins og annara alþýðumanna á íslandi. Þó hefir hann jafnan “komist vel af” sem kallað er, kostað syni sína til menta og bygt vandað steinhús á óðali sínu, Hellulandi. Sigurður hefir starfað af óþreyt- andi innri hvöt, Mikilli fórnfýsi og óbilandi áhuga á því að bæta kjör annara. Þessvegna nýtur hann nú í elli sinni mikillar gleði af æfistarf_ inu og virðingar og trausts þeirra, er þekkja hann. Sveinbjörn Jónsson. Timarit Iðnaðarmanna, janúar, 1936. Frá Edmonton (15. apríl 1936) Herra ritstjóri Lögbergs :— Þá er veturinn genginn um garð, og sólskin og sumar að koma í stað- inn. öll náttúran er að vakna til ljóssins og lífsins eftir hinn vetur- langa blund sinn. I einstöku stað er farið að sjá á hornið á hinum fagurgræna sumarskrúða jarðar- innar. Linviðirnir eru i óða önn að útfylla laufknappa sína, svo þeir geti sprengt af þeim vetrarumbúð- irnar, og breitt svo út hin litfögru laufblöð mæli, í þeirri von að þá væri sigur- inn unninn. Fjórða frumvarpið, sem öðlast gildi var um fylkisbankann., sem stjórninni er gert heimilt að stoína. Enginn stafur er til, sem neinn veit um, um fyrirkomulag á þessum banka eða starfssvið hans. Stjórn- inni er falið á hendur að skipuleggja það. Hefir þetta þing gefið stjórn- inni meira vald í hendur, en nokk- urn tíma hefir áður átt sér hér stað. Sýnist mörgum það benda til ein- ræðis, sem fjöldanum er sárilla við. Hvernig fram úr öllu þessu greið- ist, er nú eftir að sjá. Það virðist mega heimfæra upp á Alberta- stjórnina þessi vísuorð: “We don’t know where we’re going, But we are on our way.” Nýlega ritaði hr. A. G. Thordar- son að Amaranth, Man., grein, sem birtist í Lögbergi og hann nefnir “Athugasemd.” Er hann þar að kvarta undan því, að eg skrifi ekki hlutdrgnislaust um stjórnmálin í Alberta. Hann segir að eg gangi fram hjá mjög áríðandi acriðum, sem eg hefði átt að geta um, og til- færir hann því af þessum mjög ,mik_ ilsvarðandi atriðum: Fyrst: Hann segir að Aberhart-stjórnin hafi bætt fjárhag fylkisins siðan þeir komu til valda. Þetta er ekki rétt. Fjár- sin á móti sól og sumri. hagur fylgisins hefir aldrei staðic Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business College) í Winnipeg, ætfu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG Það má með sanni segja nú, að Al- berta “beri með sóma réttnefnið”— “Sunny Alberta.” Þann 7. april útskrifuðust 38 hjúkrunarkonur við Royal Alex. 1 sjúkrahúsið hér í borginni, með vanalegu hátíðahaldi, eftir þriggja ára námskeið. I þeim hóp var ein íslenzk stúlka, Miss Anne Moore, I dóttir Mrs. L. Jósafatson, sem býr hér i Edmonton. I síðastliðinni viku voru hér á ferðinni Mr. og Mrs. Inclriði Rein- holt frá Meanook, Alberta. Voru þau að heimsækja son sinn, Dick j Reinholt og hans f jölskyldu, sem hér eiga heima. Eru þau bæði ern eftir aldri. Mr. Reinholt er spil- andi kátur og ræðinn, hefir frá mörgu að segja frá eldri tímum, “þá ! engin sorg var til, þegar allir áttu ekkert og alt gekk þeim í vil,” eins I og K.N. kemst að orði. Býr nú Mr. i Reinholt góðu búi með sonum sinum 1 nálægt Meanook, Alberta. The Canada Packers, Ltd., eru byrjaðir að byggja hér “Packing Plant”, sem á að kosta eina miljón dollara, og búast þeir við að geta , tekið til starfa í haust. Er þetta 1 fjórða slátrunarhússtöðin hér í Ed- monton. j Fylkisþinginu var slitið þann 7. apríl. Er þetta fyrsta Social Credit þing, sem hefir setið í Canada. io^ frumvörp voru gerð að lögum á þessu þingi. Voru aðeins f jögur af þeim frumvörpum, sem lutu nokk- uð að stefnuskrá Social Credit sinna, Voru það “The Recall Act”, sem eg ; hefi skýrt frá áður, “The Com- pulsory Refunding Act,” þar sem 1 öllum þeim, sem eiga skuldabréf I fylkisins, er skipað að framvisa þeim I á skrifstofu stjórnarinnar og skifta j þeim fyrir ný skuldabréf, sem ekki j falli í gjalddaga fyr en eftir 35 ár. | Ákvarðað er að þessi nýju skulda- bréf kalli eftir miklu lægri vöxtum ver en nu. Fylkisstjórnin hefir ætið getað staðið i skilum og mætt öllum skuldum sínum sem hafa fallið í gjalddaga þar til nú. Það er sjálf- sagt höfundi þessarar athugasemda eins kunnugt eins og allri canadisku þjóðinni, að Alberta-fylki gat ekki borgað 3y2 miljón dollara, sem féllu í gjalddaga 1. apríl. Stjórnin gat aðeins borgað rentur, sem áfallnar voru. Stjórnin hér hefir verið að reyna til að fá lán í Ottawa, til að mæta þéssari skuld, en það hefir ekki tekist enn sem kornið er. Annað atriðið, sem greinarhöf- undurinn kemur með er það, tekj- ur stjórnarinnar hafi aukist að mun síðan núverandi stjórn kom til valda. Þetta er einnig missögn. Stjórnin gat ekki aukið tekjur fylkisins nema með álögðum skött- um og tollum, sem hún lagði fyrir þingið, seinustu dagana, sem þingið sat, með hinni illræmdu “Bond- holders’ Budget,” þar sem skattar á almenningi eru auknir og nýjum sköttum og ýmsum tollum bætt við, svo það eru litlar Iíkur til þess að fólk geti risið undir öllum þeim á- lögum. En með þessum álögum gerir stjórnin ráð fyrir 3)/2 miljón meiri tekjum í ár en í fyrra. Þetta hefir þessi stjórn gert, sem var kosin til að létta álögurnar á fylkisbúum, samkvæmt stefnuskrá Social Credit sinna. Mr. Magor hefir dyggilega framkvæmt það verkefni, sem auð- valdið í Austur-Canada sendi hann hingð til að vinna. Þriðja atriðið er að stjórnin sé að fá lækkaðar rentur að miklum mun frá því sem nú á sér stað. Eg skýri f;á þessu “Refunding Plan" hér að ofan, svo það gerist ekki þörf að ræða það meira hér. Það er alveg óvíst hvað stjórninni verður ágengt í því málefni. Miklar likur til þess . , að auðvaldið komi hér til sögunnar í en þau gomlu. Hef.r Major Doug. Ia]mætti sínu Ef Alberta getur með þessu móti fært niður í 2y2% réntur | las bannfært þessa löggjöf, segir að | þetta sé gildra, sem auðvaldið hafi | sett fyrir Aberhart stjórnina, og (þeir séu gengnir í hana. Þriðja , frumvarpið er “The Social Credit Measure A|ct” gerir þetta “Act” stjórninni að skyldu að setja kon- unglega nefnd (Royal Commission) íltii o<=>0 0 0 C=> 0 ŒZD O <=> O C=> O C I... þess að athuga mögulegleika a ! því að stofnsett verði hér í Alberta | Social Credit kerfi og undir hvaða | fyrirkomulagi, og gaf þingið stjórn- inni fult vald og frjálsar hendur til j að hrinda þessu máli til fram- kvæmda eins og hún áliti bezt. og eins fljótt og möguleikar séu til þess. Keniur þetta lagaákvæði nokkuð flatt upp á marga, bæði Social Credit sinna og aðra ; þeim hafði svo oft verið sagt, að hér væri ekki urn neina fvrirstöðu að ræða, aðeins væri eitt nauðsynlegt. að Social Credit sinnar kæmust til valda, og það veitti fólkið þeim í ríkulegum á öllum skuldabréfum sínum, þá er ekki neitt því til fyrirstöðu að öll fylkin i Canada geri það sama. Það mun þeim herrum ekki lítast á. Stjórnin á miklar þakkir skilið fyr_ ir að reyna að fá rentur lækkaðar. Það mundi verða til mikils hagnaðar fyrir fylkið. Eg vona að höfundur- inn að “Athugasemd” sjái það nú. að hann hafi haft rangar upplýsing- ar á. þessum atriðum, sem hann taldi að væru stjórninni hér svo mikil meðmæli. A. GuðmunJsson. Eg hefi vakað og vonað, og vonirnar brugðist mér oft, að viðirnir vefðust laufi og vængina bæri við loft. Eg hefi hlustað og hlerað og horft hvort eg fengi að sjá gistivinina gömlu, er gleðinnar hörpu slá. Og loksins rann hlákan í hlaðið sjálft hjarnið af klökkva grét, er vorgyðjan settist að völdum og veturinn þokaði um set. AU lífið er hljómandi harpa, sem huldunnar fingur slá; alt ljóðið og lagið einn kliður, sem logar af vaknandi þrá. Páll Guðmundsson. Sumarmál Eg hefi við bitruna barist, og bænir til drottins sent, beðið um sól og sumar, en samt hefir nætt og fent. GEFINS Blóma og matjurta frœ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Fræið er nákvæmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðiS fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar 1937, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (í hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að veljá tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets IiKIiTS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient seed for 20 féet of row. CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CARKOTS, Half T/ong Chantcnay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 feet of row. CTTCUMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. LETTCCE. Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. DETTTICE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce. ONION, Yellow Glohe Danvers. A splendid winter keeper. ONION, White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow T5 to 20 feet of drill. PARSNIP, Ilalf Ijong Guemsey. Sufficient to sow 40 to 60 feet of drill. POIPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, French Brealcfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drill. TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet wlll produce 75,to 100 plants. TI’RNIT*. White Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Easily grown annual flowers blended for a succession of bloom. SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW REAI TIFFL SHADES—8 Regular full size packets. Best and newest shades in respective color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet Pea List also. SEXTIOT QUEEN. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink. Five and six blooms on a stem. WELCOME. DazDzling Scarlet. WHAT .TOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red. SMILES. Salmon Shrimp Pink. REI) BOY. Rich Crimson. No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets EDGTNG BORDER MIXTURE. MATHIOLA. Evenlng scented ASTERS, Queen of the Market, stocks. the earliesl MIGNONETTE. Well balanced BACHELOR S BUTTON. Many mixtured of the ola favorlte. new shades. ^ ™ CALENDULA. New Art Shades. NASTURTIUM. Dwarf Tom CALIFORNIA POPPY. New Thumb. You can never have Prize Hybrids. to° many Nasturtiums. CLARKIA. Novelty Mixture. PETUNIA. Choice Mixed Hy- CIiIMBERS. Flowering climb- brids. ing vines mixed. POPPY. Shirley. Delicate New COSMOS. New Early Crowned Art ghaðes and Crested. EVERLASTINGS. Newest shades ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. mixe)j Newest Shades. No. 4—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood (Large PARSNTPS. Early Short Round Paclcet) (Large Packet) CABBAGE, Enkhuizen (Large RADISH.......Freneh ... Breakfast Packet) (Large Packet) __________ , __ _ TURNTP, Purple Top Strap CARROT, Chantenay Half Ijong Tx-af (I_arK6 Packet). The (Large Packet) early .white summer table ONION, Yellow Globe Danvers, turnip. (Large Packet) TURNIP, Swede Canadian Gem LETTUCE, Grand Rapids. This (Large Packet) packet will sow 20 to 25 feet ONTON. White Piekling (Large of row. Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winn’peg, Man. Sendi hér með $.........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.: Nafn ................................................. Heimilisfang ......................................... Fylki ................................................. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.