Lögberg - 30.04.1936, Síða 1

Lögberg - 30.04.1936, Síða 1
t PHONE 86 311 Seven Lines d . ^ted v. vS^1 v\ V' ‘ NsV> «*• For Better Dry Cleaning and Laundry 49. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 30. APKÍL, 1936 NÚMER 18 PRÚFESSOR S. K. HALL Ofí FRÚ SIGRI'ÐUR HALL KVÖDD Guðsþjónustan í Fyrstu lútersku kirkju síðastliðið sunnudagskvöld, tilkomumikil og áhrifarík, var helg- uð þeim prófessor S- K. Hall og frú SSgríði Hall, í tilefni af burtför þeirra héðan úr borginni. Mr. Hall hefir gegnt organistastarfi við Fyrsta lúterska söfnuð i full þrjátíu ár, en frúin verið þar aðal-sóló- söngvari um langt skeið. Þau hjón edu vinmörg og hafa unnið mikið og merkilegt starf í þágu söngmenn- ingarinnar vor á meðal. Kirkjan var þéttskipuð fólki. Auk sóknarprests. ins, Dr. B. B. Jónssonar, fluttu stutt. ar tölur þeir Mr. Paul Bardal söng. stjóri og Dr. B. J. Brandson forseti safnaðarins. Voru tölurnar allar hinar beztu, og báru ljóst vitni um þá aðdáun og virðingu, er þau Halls hjón hvarvetna njóta. í lok tölu sinnar afhenti Dr. Brandson þeim gjöf nokkra, sem vináttuvott af hálfu safnaðarins. Sungið var ýmis. legt af lögum' eftir Mr. Hall, er létu vel i eyra og juku á innhaldsgildi kveðjuathafnarinnar. Loks þakk- aði svo Mr. Hall með hlýjum og fögrum orðum, allan góðvilja í sinn garð og konu sinnar, af hálfu safn- aðarmeðlima og annara vina.— Að lokinni athöfninni uppi í kirkjunni safnaðist fólk saman í fundarsalnum að hinum rausnarleg- ustu veitingnm. Þau Halls hjón hafa ákveðið að setjast að í grend við Wynyard, og lögou af stað þangað vestur á þriðjudagskvöldið. Fylgja þeim hugheilar árnaðaróskir fjölmenns vinahóps. Fimm ára gömul stúlka, Sigríður. dóttir þeirra Mr. og Mrs. Paul Bar- dal, afhenti Mrs. Hall forkunnar fagran blómsveig. Fréttapóstur Innisfail, 18. apríl, 1936. Gleðilegt sumar! Það er búið að klæða Norðra karl úr vetrarkápu sinni, svo mjólkur- kýr og ungviði fengu, viku fyrir sumar, að koma út á auðan blett. Þær hafa staðið við stall síðan 25. október. Það þykir kanske ekki langur gj af atími—innistöðugj öf— þó það sé 165 dagar, og fóðurbætir og húsaskjól 35 daga enn, til að láta það verða 200 daga úr árinu. Þessi snjóavetur er eins og sumir aðrir, sem hér hafa komið, en ef snögg umskifti koma og vatnavextir, verða oft stórkaðar. Þannig sópaði ís- ruðningur í fyrradag C.N.R. brú í Reed Deer bæ 24 mílur héðan niður með ánni, burt. Hér er mikil bleyta í jörð og gott útlit með arð af sáðlöndum manna, ef tíð verður liagstæð í júní og júlí. Fólkinu hérna og fénaðinum lið- ur ágætlega. Markaðsgripir fara nú i stórlestum til Innisfail, Penhold og Red Deer; er verðið á þessum stöðum um y2 centi lægri en á gripa- markaðinum í Calgary og er viku- lega auglýstur i Manitoba Free Press. Giftingar og fæðingarfjölgun á mönnum og skepnum xo% yfir meðaltal á sama tíma og í fyrra; dauðsföll færri. Gjaldeyrir streym. ir inn á fyrsta fylkis-þjóðbanka canda-rikis, og tveim miljónum dollara skal eytt til þjóðvega í fylk- inu næstu sex mánuðina, og fimtán dollara mánaðarkaup á letigörðun! stjórnarinnar, þar til þeir hverfa úr sögunni með kreppuárum Alberta fyjlkis. Þapnig pkédika ráðherr- arnir umheiminum um þessar mund. ir. En alt er gott þá endirinn allra beztur verður.” Guð gefi öllum íslendingum, nær og fjær, gleðilegt sumar! /. Björnson. JÓN TÓNSKALD FRIÐFINNSSON Svo hafa ýmsir alþýðunxenn, ís- lenzkir, hneigðir verið til vísnagerð- ar og söngs, að þeir máttu í raun og veru aldrei ókveðandi eða ó- syngjandi vera; hljóimarnir, í hvoru forminu sem birtust, sprottnir af einni og sömu rót. Jón Friðfinnsson flyzt hingað ungur til lands ofan úr inndölum Austfjarða; hann gerist landnemi í Argylebygð og nemur við herfið og plóginn undirstöðuatriði hljómfræð- innar; fer svo að semja lög og nær slíkum þroskameð árunum, að hann kemst i góðra lýrik skálda röð á sviði tónlistarinnar.— Miðvikudagskvöldið 6. mai, verð- ur helgað tónskáldinu; fer þá fr.im i Fyrstu lútersku kirkju, söngsam- koma, þar sem sungin verða ein- •vörðungu tónverk Jóns, svo sem hátiðar-kantara hans í tilefni af icoo ára afmæli Alþingis, auk ann- ara srrtærri verka. Þakka má það framtakssemi Karlakórs Islendinga í Winnipeg og Icelandic Choral Society, að íslendingum nú veitist þess kostur, að kynnast þessurn tón- verkum í heild. Að kirkjan verði þéttskipuð við þetta tækifæri, þarf ekki að efa. Það er það allra minsta, sem fólk vort getur á sig lagt í þakkar og virðing- ar skyni við hið aldurhnigna en sí- unga tónskáld. VtSA Jóns biskups Arasonar um ósóma aldarfarsins. Hnigna tekur hetms magn, hvar finnur vin sinn? Fær margur falsbjörg, forsómar manndóm. Trygðin er tryld sögð, trúan gerist veik nú. Drepinn held eg drengskap, dygð er rekin í óbygð. MAÐUR SLASAST A RÚMSJÓ Togarinn “Rán” kom til Hafnar- fjarðar í gær vegna þess, að stýri- maðurinn, Július Sigurðsson, hafði fótbrotnað er sjór gekk yfir skipið um kl. 4 í fyrrinótt. Stýrimaður var þegar lagður á Hafnarf jarðarspítala, en togarinn hélt aftur til hafs á veiðar. Manninum leið eftir atvikum ve! í gærkvöldi.—N. dagbl. 8. apríl. Sextíu og níu ár að baki Að kvöldi þess 18. apríl 1936, komu saman að heimili Mrs. Ilelgu Johnson í Seattle, Wash. um 60 af vinafólki hennar og ættniðjuirn, tii að fagna og gleðjast með henni á hennar sextugasta og níunda af- mælisdegi. Hjálparfélagið “Ein- ing” (The Icelandic Ivadies’ Aid) í þessari borg, sem Mrs. Johnson er ein af stofnendum, og hefir ávalt heyrt til, stofnaði til þessa móts og nefnd kvenna úr félaginu hafð: stjórn mótsins með höndum. Nefnd- ina skipuðu þessar konur: Mrs. S. H. Ghristjánson, forstöðukona fé- lagsins “Eining”; Mrs. George Brown, Mrs. B. O. Jóhannsson, Mrs. K. Thorsteinson og Mrs. C. B. George. Fagurt blómabindi var heiðursgestinuim afhent um leið og hún var leidd til sætis að borði með stórri afmælisköku á, bakaðri af • amalli vinkonu hennar. Mrs. S. Stefánsson. Við borðið sátu hjá Mrs. Johnson, dætur hennar tvær. Mrs. J. A. Jóhannsson, (Josephine) og Mrs. A. D. Wells (Maria, og börn þeirra beggja Aileen, Donald og Gary Jóhannsson og Jack og Dick Wells. Þriðja dóttir Mrs. Johnson, sú elzta, Mrs. W. Fred- ricks (Margrét), ásamt tveimur barnabörnum, Juanita Kredrick og Kenneth Jóhannsson, gátu ekki ver. ið viðstödd þetta kvöld. Allir þess- ir afkomendur Mrs. Johnson búa hér í Seattle. Stutt en gott prógram af söng og tölum fór þá fram, er Mrs. Brown stýrði; bað hún þá Mr. Karl Fredrick og Mr. Gunn- ar Matthíasson að stýra söngnum. Byrjað var með að syngja fyrsta erindið af “Hvað er svo glatt,” er allir sungu. Töluðu þá ýmsir eftir tilmælum Mrs. Brown, og var sung- ið á milli. Fyrstur manna talaði séra Albert Kristjánsson, prestur frjálslynda safnaðarins hér, nokk- ur hlý orð í garð heiðursgestsins; lýsti hann starfsþreki hennar, fórn. fýsi og góðum vilja við störf í hin- um ýmsu félögum, er hún hefir heyrt til alla hennar tíð hér í þess- ari borg, í 27 ár, sem hún verð- skuldaði lof og heiður fyrir. Einnig töluðu Mr. K. Fredrick, Mrs. Framh. á bls. 5. CELE B R J T_Y_ SER I_E S _ A_R TJS TS_ _1_9_3_6-_3_7 Á leið tii Islands Jóhannes G. Nordal, B. Sc. Jóhannes G. Nordal lagði af stað frá Montreal síðastliðinn föstudag áleiðis til Islands. Hann hefir ver- ið ráðinn af íslenzku stjórninni til þess að gera rannsóknir og verklegar tilraunir með íslenzk jarðefni til bygginga og annara nota. Þar sem ísland þarf að kaupa alt byggingarefni, leir og steinvöru, frá útlöndum, sem nemur miljónum króna, þá væri stórt spor stígið i rétta átt .væri mögulegt að fram- leiða það í landinu sjálfu, sem um leið myndi opna nýjan atvinnuveg fyrir fjölda fólks. Þessi ungi mentamaður er fædd- ur árið 1913 í Leslie, Saskatcbe- wan. Hann er sonur þeirra hjóna Mr. og Mrs. H. G. Nordal nú til heimilis í Theodore, Sask. Jóhannes lauk miðskólanámi í Leslie 1928, það sama ár innritaðist hann í háskóla fylkisins í Saska- toon. Þess má hér getið, að hann var yngsti nemandinn við þá menta. stofnun það ár. Hann tók góðan þátt í félagslífi stúdenta og vann sér brátt traust og hylli kennara og nemenda. Síðastliðnu þrjú árin lék hann með fótboltaflokki skól- ans, einnig var hann formaður ýmsra nefnda í skólanum. Árið 1934 útskrifaðist hann sem “Bachelor of Science in Ceramic Engineering,” með hæztu einkunn, þá aðeins tuttugu og eins árs að aldri. Mun hann vera, að eg frekast veit, fyrsti íslendingurinn í Canada, sem stúderað hefir Ceramic og út- skrifast í þeirri grein. Það sama ár réðist Jóhannes sem aðstoðar-kenn- ari í Ceramic við háskólann í Saska- toon. Siðastliðið sumar starfaði hann að jarðfræðilegum rannsókn- urn fyrir canadisku stjórnina. I febrúar þetta ár mætti hann sem fulltrúi frá háskóla fylkisins á þingi Canadian Ceramic Society í borg- inni Toronto, Ontario, og flutti þar erindi. Nú hefir Mr. J. G. Nordal verið kvaddur til íslands og er vonandi að för hans heim megi verða landi og þjóð til gagns og blessunar. Allir hans rnörgu vinir, fjær og nær, árna honum heilla og hamingju á hinu nýja verksviði. B. NÝJUSTU FRÉTTIR Fjármálaráðgj. Sambandsstjórn- arinnar i Ottawa, Hon. C. A. Dun- ning. leggur frarn fjárlagafrumvarp sitt á föstudaginn kemur. Here are the artists to be presnted during the coming; sease,n 1936 —1937, by Fred M. Gee, in his Celebrity Concert Series. This is Mr. Gee’s Silver Jubilee as a concert manageé' in Winnipeg and he states that the programme of muscal entertainment announced for next season is the best that has ever been offered in any one season. The Minneapolis Symphony Orchestra wlli again be conducted by Eugene Ormandy, whose dynamic leadership here in Octc,ber last, roused his audiences to unprecedented enthusiasm. Lawrence Tibbett, the most popular singer of the present day, will return after 3% years absence; Josejjh Hofmann, considered by most critlcs to be the world's greatest pianist, and Jascha Heifetz, who holds the same position in the “fíddlé” world, wíll returri after 4 years absence from local concert halls. The Six English Singors, directed by Cuthliert Kelly, whose concerts in Central Church a few years ago were so delight- ful, will appear in the series. The Jooss Buropean Ballet and Marian Anderson, coloured Contralto, were the two real sepsations of the seaso.n ^in New York. Mr. Gee attended their performances in New York and promises his audiences an unusual thrill when they appear here. Three joint recitals will be included in next season’s offerings, com- prising a vc.cal recital by Elizabeth Rethberg, one of the world’s greatest dramatic sopranos, and Ezio Pinza, the leading basso of the Metropolitan Opera Company; an instrumental duo recital by Ignaz Friedman, col- lossus of the piano and Mademoiselle Raya Garbousova the sensatio,nal young violoncellist, whose recent recitals in San Francisco and Los Angeles have brought forth the most extravagant praise from the critics; a cqncert by Giovanni Martinelli, the “top" tenor of the Metro- politan Opera, with Richard Czerwornky, the distinguished violinist- composer, completes the roster of ten attractions to be presented at the Celebrity Concerts, which commence in October and continue until Apríl next. The Minneapolis Svmphony Orchestra, and the Jcoss European Ballet, together with the remaining eight attractions, will appear in Winnipeg for one night only. Konungur Egypta, Fuad I. lézt í Cairo síðastliðinn þriðjudag, 68 ára að aldri. Ríkiserfinginn, sem nú * i hefir tekið við völdum, Farouk, er 16 ára gamall. Hjinar almejmu kosningar, sem fram fóru til franska þingsins á sunnudaginn, benda til þess, að hin. ir róttækari jafnaðarmenn muni taka við völdum.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.