Lögberg - 30.04.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.04.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. APRÍL, 1936 Mannorásdómu r Eftir Johanne Vogt. “Við skulum snúa við og rhæta þeim'” sagði Ella. “Við höfum ekki annað að gera.” “Ekki hið minsta,” sagði Viktór. “Þarna koma stúdentinn og Petra með eggjakörfuna,” sagði Ella. Þegar Petra nálgaðist hrópaði hún: “Við verðum að flýta okkur til að ná í dagverðinn hjá Ödegaard ” “Hvað á að borða í dag?” spurði John. “Eg gleymdi að spyrja Ödegaard að því, og veit það svo ekki,” svaraði Petra. “Hún spurði þig ekki heldur hvað hún ætti að matreiða, ” sagði Ella spaugandi. “ Það er skömm að því,” tautaði Jolm. Daginn eftir í rökkrinu snerist samtalið um það' hve margir skyldu fara á danssam- komuna og hvernig þeir ættu að flokkast nið- ur á leiðinni þangað. “Viðförum öll nema Ödegaard,” sagði Petra. “Eg sting upp á því að pabbi og kennar- inn taki Stellu og aki tveir sér, Toriníus flyt- ur stúlkurnar í þeim rússneska, Frich og eg ásamt John í þeim þriðja.” “Því er vel fyrir komið, ” sagði Frich. “Nú fer eg inn að klæða mig,” sagði Petra, “Ödegaard verður herbergisþerna mín.” “Get eg ekki hjálpað þér !” sagði Ella. “ Jú, þú skalt vera æðsti dómari þegar eg er búin, en fyr ekki.” “Hvaða herbergisþernu fær ungfrú Kirkner?” sagði læknirinn. “Klæðnaður minn er svo einfaldur og auðveldur, að eg þarf enga þernu’” svaraði Ella. “Á mínútunni 6 verðið þið hérna í stof- unni, stúlkur mínar,” sagði sýslumaðurinn. Þegar klukkuna vantaði 15 mínútur í sex kom Ella ofan’ laglega klædd en tilgerðar- laust. Á leiðinni ofan náði læknirinn henni. “Viljið þér ekki veita mér þann heiður að dansa kvöldverðardansinn við mig, ung- frú Kirkner ? Honum fylgir eftirmatardans- inn hér í sveitinni, eins og þér vitið.” “Þúsund þakkir, það þigg eg með á- nægju. ’ ’ “Hamingjan góða — lítið þér á Petru,” sagði hann. “Hún lítur ekki vel út. ” Þeígar Elín kom ofan í stofvjna, stóð Petra fyrir framan spegilinn og Ödegaard hjá henni. Hún var í hvítum grysjadúkskjól, sem fór henni afar illa. “Komdu með mér, Petra,” sagði Ella og leiddi hana fram hjá ungmennunum sem stóðu í hennar herbergi. “Petra, þessi klæðnaður er ómögulegur. Farðu í svarta silkikjólinn þinn. Við skulum laga þetta á hálfri stundu.” Ödegaard og Ella hjálpuðu henni að búa sig, og klukkan var aðeins 15 mínútur eftir 6, þegar þær voru búnar. “Nei’ Petra, en hvað þú ert myndarleg í svarta kjólnum og með rómversku perlumar liennar ungfrú Ellu.” “Já, eru þær ekki aðdáanlegar?” sagði Petra. “Mér líkar betur hvíti kjóllinn,” sagði Frich. “Líkar þér hann betur?” spurði Petra. “En hann er mér of þröngur.” “Þú ert orðin of digur,” sagði John. “En flýttu þér nú. Pabbi og kennarinn bíða okkar í forstofunni.” Augnabliki síðar þutu sleðarnir af stað. “Gott kvöld litlu stúlkur,” heyrðu þær alt í einu sagt. “Viktor!” kallaði Petra. “En góði, þetta er gagnstætt þinni stefnu- skrá. ’ ’ “Já, en eg kendi í brjósti um Jolin' sem Torinius, sem nú situr aftast. En nú skulum átti að sitja aftast, og þess vegna skifti eg við við aka á eftir Stellu. Þér megið ekki vera hræddar, ungfrú Kirkner, hesturinn er áreið- anlegur. Það var gott að þú skiftir um kjól- Petra, nú líturðu vel út. Hvíti kjóllinn fór henni illa, ungfrú Kirkner, var það ekki?” “Ekki sem bezt, en Frich líkaði hann vel,” sagði Ella og hló. “Já, Frich. Hvað var það sem hann söng? Var það til yðar ?” “Nei, það var til mín,” sagði Petra. “Hann meinti það ekki,” sagði Ella. “Hann sagði þetta í því skvni að móðga mig.” “Eruð þér tryltar?” sagði læknirinn hlæjandi. “Eg get ekki horft á það, hvernig pabbi fer með Stellu. Hann kippir í taumana og þá hrekkur Stella til hliðar. “Pabbi, pabbi-” hrópaði hún afarhátt. Fremsti sleðinn nam staðar. “Hvað er að?” kallaði sýslumaðurinn, en Petra var þotin ofan úr sínum sleða og ti! hans. “Þarna sjáið þér ótemjuháttinn hennar Petru, við hana ræður enginn.” Hann steig út úr sleðanum og lagaði feldinn, sem Petra hafði fleygt til liliðar, og hlúði aðdáanlega vel að Ellu, og steig svo upp í sleðann aftur. “Nú skulum við bíða afleiðinganna af samningunum í sleðanum nr. 1,” sagði Vik- tor.. “Pabba þykir vænt um að losna við að stýra Stellu’ og eg hefi ekkert á móti því að kennarinn komi hingað. En þér?” “Síður en svo. Hann er vinur minn.” ‘ ‘ Kkki ómögulegt að hann hafi verið guð- faðir minn líka, en mamma hélt enga dagbók, svo um það veit eg ekki. Mæður ættu ávalt að halda dagbækur yfir veikindi barna sinna; eg veit ekkert um mín veikindi. Hugsið yður bara, ef eg fengi kíghósta og hixta, þegar eg væri að hlusta á hjartslátt ungrar og fallegr- ar stúlku—” “Þarf hún. endilega að vera ung og falleg ? ’ ’ “Já — mismunarins vegna. Það fagra og hlægilega á vel saman í lýsingum. Nú— þarna kemur kennarinn. Er mönnum fleygt út á opnum þjóðvegi> góði kennari?” “ Ju, jú. Þessi Petra er margföld, marg- föld; þú, Ella, hliðrar þér ögn til. Nú fær fegurðin tröllið í sleðann til sín. Svo, nú fer vel um mig. Jæja, nú geta þau í sleðanum spjallað um' hesta þangað til þau eru komin , áleiðis.” “Eða lengur,” sagði Viktor og hló. “Hamingjan góða! Hér eru birkigöngin heim að prestssetrinm Ella. Þar höfum við mamma þín átt skemtilega stund á yngri ár- um okkar.” “Var það um hvítasunnu?” spurði Eila. “Hefir hún sagt þér frá því?” Ella svaraði ekki. “Eg er svo gamall orðinn núna, að eg get sagt þér þá sögu. Já, það var um hvíta- sunnu, og eg var ástfanginn af móður þinni. En ástæður mínar voru þannig, að eg þorði ekki að biðja hennar’ enda þótt eg væri kandí- dat með beztu einkunn. En eg var skuldugur og þurfti að sjá um móður mína og tvær eldri systur. Eg barðist eins og Jakob við Jehova heila nótt — fór svo burt um morguninn áður en nokkur vaknaði. ” “E/n mér finst það ekki rétt,” sagði Vik- tor. “Eg held maður eigi að taka gæfunnar gull þegar það skín gagnvart manni í mold- inni. Augnabliki síðar er það sokkið.” • “Já — þú aegir satt, Viktor—. Fimm árum síðar var skuldin borguð að fullu, móð- ir mín dáin og báðar systurnar vel giftar.” “Og mamma?” spurði Elín. “Hin stolta Adelaide Blom hafði líka skift um nafn. Hún hét Kirkner þá,” svar- aði kennarinn. “Líkist ungfrú Kirkner móður sinni?” spurði Viktor. “Já, að mörgu leyti, en þó ekki alveg. En þú mátt reiða þig á að eg var myndarleg- ur maður þá, Viktor. Grískur utan og innan- og þess virði að Fidias hefði málað mynd af mér. ’ ’ “Það er ekkert smáræði,” sagði Viktor. “Synd að þú komst tveim þúsund árum of seint í heiminn, guðfaðir. En segðu mér eitt?” “Nú.” “Var mamma sú eina stúlka, sem þú elskaðir?” “Nei, eg satt skal segja- þá var hún það ekki. En hún var sú eina sem ekki gleymd- ist. Lífið er langt, og hjartað er lengur ungt en maður heldur.” “Eg held þú hafir ekki verið skapaður til að vera eiginmaður, guðfaðir.” “Hversvegna ekki? Eg var öðruvísi þá en eg er nú orðinn—” “Þarna sjáum við verksmiðjuna,” sagði Viktor. “Hún lítur út eins og hún sé skraut- lýst.” “ Já, eg vona þú fáir að dansa, telpa mín. Eg skal reyna að útvega þér menn að dansa við. ’ ’ “Nei, í guðanna bænum- gerðu það ekki guðfaðir,” sagði Elín, “lofaðu mér því. Eg ■; t vel setið hjá og horft á aðra dansa.’,’ “Þess verður naumast þörf,” sagði læknirinn og hjálpaði Ellu ofan úr sleðanum. Þegar Elín kom inn í búningsklefa kven- fólksins, stóð Petra fyrir framan spegilinn og var að skoða sjálfa sig. “Ert þú þarna- Ella? Eg er komin hingað fyrir tíu mínútum síðan. Þér hefir ekki misííkað að eg skifti um sæti— en eg skal segja þér, pabbi—” “Láttu mig nú fá frið fyrir öllu hesta- spjalli í kvöld, en líttu á mig og segðu mér hvort eg lít þolanlega út.” “Þú ert indæl. Eg held að beinvaxni hálsinn þinn líti betur út perlulaus en með þeim. ” Elín hló. “Komdu nú,” sagði Petra, “við erum seinar. Eg bað Viktor að standa við sals- dyrnar. Það er langt gólf sem við eigum að ganga yfir. ” 1 forstofunní stóð Viktor og lautinant Börresen, hár og hörundsdimmur maður. “Velkomin, ungfrú Elín. Okkur er heið- ur og ánægja að fá yður á danssamkomuna okkar. Já’ það er yður, ungfrú Petra, sem við eigum þessa ánægju að þakka. Viktor viltu taka arm systur þinnar, og svo verð eg að fá leyfi itl að kynna ungfrú Kirkner for- Idrum mínum.” Stóru, tvöföldu dyrnar voru opnaðar og hinn fegursti salur með hvítt, smáröndótt fjalagólf ómálað’ blasti við augum þeirra. 1 liinum endanum lágur pallur fyrir þá, sem spiluðu á hljóðfæri. Hvítar blæjur með bláu kögri fyrir gluggunum, og langs með veggj- unum bláir legubekkir og annað smekklegt skraut, sem prýddi salinn. Skrúðbúnar kon- ur og karlar fyltu salinn, flest roskið fólk, og samtalið var alstaðar fjörugt. “Þetta er indæll salur,” sagði Elín. “Maður gleðst af því að stíga á gólfið.” “Já, er það ekki ?” svaraði snyrtimaður hennar. “Afi minn bygði þetta hús. Þá var meira af peningum- en nú, en um það skul- um við ekki tala í kvöld- að eins gleyma —” “Að við erum þau börn, sem í rauninni ekki skeyta hið minsta um dansinn,” sagði Elín. “Þvert á móti. Eg elska dansinn sjálfs hans vegna. IJann tilheyrir þeim fögru list- um. Og svo að dansa við yður einu sinni heima hjá mér. Já, við höfum oft dansað saman. Bg fæ að líkindum auk fyrsta dans- ins’ kvöldverðardansinn líka?” “Nei, eg er ráðin til hans,” og hún hló. “Því hlæið þér?” “Ó, af því eg er ekki í mildum metum á sýslumannssetrinu. ” “Eruð þér lítils metin þar? Ó, þessi undarlegi heimur — en þarna er mamma mín.” Þau voru nú komin í hinn enda salsins, þar sem gamlar konur stóðu og spjölluðu við unga stúlku. Hún var snotur, vel klædd, en önnur öxl- in snúin og skökk, en f jörug var hún. , “Mamma mín’” sagði lautinantinn. “ Þetta er ungfrú Kirkner frá höfuðborg- inni.” “Velkomin, kæra stúlka. Friðrik hefir oft sagt mér frá heimili móður yðar. Já, ef þið borgarbömin vissuð hve þakklátar mæð- urnar eru, þegar við heyrum syni okkar vel- komna á mentuð heimili — og yðar> það veit eg, stendur opið svo mörgum ungum.” “Hér um bil eins og yðar fyrir vinum sonar yðar,” sagði Elín alúðlega. “Eg held allar mæður líkist hver annari í því, að fórna sér fyrir börn sín.” Hún gekk nú til hliðar svo Viktor og Petra gætu heilsað frúnni. “Mér er sagt að þér hafið vakað heila nótt í Aaby, læknir. Það gera ekki allir læknar. ’ ’ “Jú, það gera allir læknar, frú. Af því vísindin megna svo lítíð, verður nærvera okkar eins konar samhygarlyf. ” “Fallega sagt, læknir. Eg treysti betur smahygðarlyf en vísindunum. ” “Viltn nú ekki kynna kvenfólkinu ung- frú Kirkner?” sagði sonur hennar. “Jú’ Friðrik. ” Hún tók arm Elínar og kynti hana mörgum konum, en þegar hún kom auga á Frich, sleppir hún Ellu, réttir báðar hendur að honum og segir á frönsku: “Mér er ánægja að sjá yður- herra. Við skulum nú tala móðurmál okkar litla stund.” Hún dró hann fram á gólfið og talaði þar við hann í háværum róm. Allir höfðu gaman af þessu, og næstu daga var þetta hermt eftir þeim á flestum heimilum bygðarinnar. Elín stóð alveg hissa fyrst í stað, en sneri sér svo að frú Lovum og Viktor, sem áttu afarbágt með að verjast hlátri. “Þér urðuð fyrir gabbi, ungfrvi Kirkner. Komið þér og setjist hérna. ” “Ætli hún haldi áfram hins vegar við dvrnar?” spurði Elín. “Nei,” svaraði frú Lovum hlæjandi. “Eg er sú seinasta sem hún kynnir yður.” “Veitist mér sá heiður að dansa þann fyrsta með þeirri síðustu?” sagði Viktor og hneigði sig. “Þúsund þakkir. Og til endurgjalds getið þér dansað hinn síðasta með þeirri fyrstu hér í kvöld,” hún leit á Ellu gletnis- lega. “Eg þori ekki að biðja ungfrú Kirkner um enn þá einn dans,” sagði Viktor. “Má eg?” “Eg hefi enga heimild til að hafna,” sagði Ella glaðlega. “Eg hefi sett kross við kvöldverðardansinn og nú set eg kross við hinn síðasta.” “Margfaldar þakkir.” Á þessu augnabliki komu ungu mennirn- ir þjótandi inn í salinn- og fáðningin byrjaði strax. Dansspjaldið hennar Ellu varð strax fult, svo ekkert pláss var fyrir piltana hans guðföður né Frich. Nú byrjaði hljóðfæraslátturinn og Frið- rik og Ella byrjuðu dansinn. “Þetta er ljómandi danssalur,” sagði Ella í annað sinn, þegar þau voru sezt. “Já’ eg segi eins og gamall prins sagði einu sinni: “Gólfið er ágætt.” Það var það eina, sem hann sagði við stúlkurnar.” “Hvar er Petra?” “Hún dansar við Frich. Mér gremst að verða að bjóða þeim jesúíta hingað, en mömmu líkar hann af ])ví þau eru bæði hálf- frönsk. Hann lítur út eins og þrumuský. Hvað ætli gangi að honum?” “ Afbrýði.” “Það er undarlegt að þið skylduð finn- ast hér undir sama þaki. Hann er hættu- legur maður. Öll hans vondu verk helga til- ganginn — og hann þekkjum við, þó hann reyni að dylja hann. Verðið þér lengi hérna?” “Aðeins fáa daga.” “Eitt kvöld ætluðum við að berja hann, þegar hann var að tala um vður. Þá varð hann rólegur, því hann er í rauninni heigull. Eg skil ekki að hann skuli aldrei hætta að ofsækja vður, sem eruð svo blíðar og góðar.” “Er eg blíð og góð?” “Já, áreiðanlega. Eg gleymi aldrei iijálp yðar á háskólanum.” “Já, þá voruð þér á eftir. Það ár höfð- uð þér verið latur.” “Já, sannarlega. Og skemt mér.” “Að þér gátuð breytt stefnu svo fljótt. sýnir hvert efni í yður er.” “Já, orsökin var að eg hafði of mikið af peningum. Mamma hégómagjörn og eg flón. Vesalings pabbi — þessi dans — en við skulum ekki tala um hann.” “Nei, við skulum dansa. Gólfið er á- gætt,” sagði Ella. Þegar dansinn var búinn, sá hún Frich koma smjúgandi gegnum hópana til sín. “Ungfrú Petra biður yður að koma inn í bókaherbergið, þar eru mörg ungmenni.” Hún leit á hann. Hann var brúnaþung- ur. Hún rétti honum tvo fingur. Hann tók liendi hennar og stakk henni undir arm sinn. “Er spjaldið yðar fult, má eg sjá?” Hún rétti honum spjaldið kæruleysis- lega. “Er þetta krossinn hans Viktors? Kross- inn þýðir von, og nafn hans sigur.” “Þér eruð ekki í góðu skapi í kvöld, hr. kandídat?” “Nei, mig langar til að gera eitthvað eftirtektarvert — einhverja óliæfu—” “Standa á höfði í salnum eða slökkva Ijósin,” sagði Elín blátt áfram. “Já, slökkva ljósin og ræna svo þúsund kossum frá yður. Flýja burt með yður.” Elín kipti hendi sinni frá honum. “Manni með yðar ruddalegu ástríðum getur engin stúlka treyst. Við skulum held- ur ber-jast með hnífum. Hvert farið þér með mig?” Hún stóð kyr. “Hingað,” svaraði hann kyrlátur og opnaði dyrnar að bókaherberginu. Þegar Elín kom inn, stóðu þrjár eða f jór- ar ungar stúlkur upp og leiddu hana að hæg- indastól rnitt á milli sín. Það voru vinstúlk- urnar frá sýslumannssetrinu. “En hvað þú ert föl, Ella,” sagði Petra. “JMáske þú þolir ekki að dansa. Viktor, sæktu vatn í glas. ’ ’ “Það þarf ekki. Það er dansinn, eins og þú segir.” 1 þessu heita herbergi, streymdi blóðið strax aftur fram í kinnar hennar. Þegar hún leit upp, stóð Viktor fyrir framan hana. Iíann dró stól til sín og settist beint á móti henni með bakka og glösum á. “Drekkið þér eitt glas með mér,” sagði hann glaðlega. “Það er fyrsta púnsið, sem eg hefi náð í.” Hún drakk nokkra sopa. “Það er ágætt og gerir mér gott.” “ Já, það er notandi. Viljið þér nú svara mér fáeinum spurningum?” “Getur verið — ef þær geðjast mér.” “Þegar eg fór út úr salnum, sátuð þéi hjá Friðrik Börresen og töluðuð við hann, í góðu skapi? Var það ekki?” “Við töluðum um gamlar endurminn- ingar, og það er ávalt skemtilegt.” “Já, hann sagði mér í kvöld frá bréfi. sem þér senduð honum, þegar hann gekk und- ir háskólapróf. Hann sagði að það hefði hindrað einvígi. Nú — svo slæmt hefir það naumast verið. — En slíkt er samt sem áður góður ávöxtur af kvenmentunartrénu — hvöt frelsisins, sem aðeins tilheyrir göfugum hugsunarhætti. En það var nú ekki um þetta sem eg ætlaði að tala, enda sé eg að yður líkar það ekki. Fyrir fáum augnablik- um komuð þér hingað inn úr ganginum svo hræðsluleg og föl, að eg hélt að yfir yður mundi líða. Segið mér — móðgaði Frich yður í hugsun, orðum eða verkum?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.