Lögberg - 07.05.1936, Síða 2

Lögberg - 07.05.1936, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. MAÍ, 1936. Lesgrillur Sjónleikur eftir H. G. (Leiksvið: setustofa, legubekkur, bókaskápur, stólar, píanó.). (Hjálmar kemur inn meÖ Heims- kringlu í hendinni, hann er í vinnu- fötum, þreytulegur á svip og í hreyfingum, sezt á legubekkinn, set- ur upp gleraugu, þreifar eftir tó- baksdósunum, tekur i nefiíS). (Kona hans kemur inn og segir) : ÞurftuÖ þiö nú endilega að vinna svona lengi fram' eftir á sumar- daginn fyrsta ? Og eg var að búa mig undir að hafa tillidag, eins og á að vera á sumardaginn fyrsta. Hjálmar: Við höfðum lofaö- að ljúka þessu verki í dag. Svo held eg við fáum nógar hvíldir, það er ekki svo oft, sem maður nær i handafvik á þessum dögum. Konan: Eg held þið hefðuð getað lokið við á morgun. Þú ert ósköp þreytulegur, og svo geturðu líklega ekkert söfið fyrir hósta eins og í fyrrinótt.” Hjálmar: Mér er að batna kvef ið. Konan: Jæja, góði; eg ætla þá að hafa kaffi seinna í kvöld. (Fer út). (Hjálmar fer að lesa blaðið, les um stund, leggur það frá sér bros- andi, tekur það upp aftur, les upp- hátt) : Hitt, að sá geti ekkert lært af Heimskringlu, um Social Credit eða annað, sem er á brjóstum Lög- bergs, trúum vér vel. (Leggur frá sér blaðið, hlær). Jæja, sjáum Stebba! hann heldur sér láti betur gamansemin heldur en rökfærslan. (Hjálmar legst í bekkinn, tekur blaðið, les um stund, sofnar, dreym- ir. Draumurinn verður sýnilegur. Leiksviðið opnast í baksýn, þar sér inn á skrifstofu, öðru megin situr aldraður maður við borð og skrif- ar, hann er höfðinglegur á yfir- bragð, með hæruskotið alskegg, hefir gullspangargleraugu; neftó- baksdósir úr silfri eru á borðinu: fyrir stafni er langt skrifborð, með ritvélum og fleiru, þar situr ung stúlka og blaðar í skjölum. Hinum megin í horni skrifstofunnar er sjálfheldustóll, svo sem hér tíðkast fyrir börn, og er borð framan á stólnum' fyrir leikföngin. í stóln- um situr drenghnokki, hann er þveginn og strokinn, með stóran bringudúk — slefuspeldi. Stóllinn stendur svo utarlega á leiksviðinu að drengurinn sézt eigi til fulls nema þegar hann hallar sér áfram í stóln. um; á bak við stólinn er autt svið, sem sézt þó ekki frá áhorfenda- bekkjum. Þaðan heyrist mannamál, en engin orðaskil. Leikföng eru fest á streng fyrir framan drenginn í mátulegri fjarlægð svo hann geti handleikið þau. Þar á meða! eru tveir boltar, annar með mynd Ben- netts en hinn með Aberharts. — Maður kemur inn með tvær stórar bækur undir hendi, hann er hvítur fyrir hærum, brúskhærður, nokkuð þungur á brún, og að öllu hinn greppslegasti. Hann gengur snúð- ugt inn að skrifborðinu og leggur þar bækur sínar). Stúlkan (lítur upp og segir) : Ti! hvers ertu að koma með þessar skruddur þínar hingað ? Aðkomumaður: “Skruddur, húh! (lítur yfir í hornið þar sem stóllinn stendur). Ef þið læsuð Russell og Nordal, gætuð þið ef til vill sagt eitthvað, sem vit er í og þyrftuð ekki að hafa tilvísunarmerkin í Tribune fyrir lífakkeri. Ef eg væri ritstjóri, mundi ekki blaðið verða fylt með stólræðum. (Þegir um stund; bætir svo við). Eg segi ykk. ur bara, alt þetta trúarbragðatal og skrif er úrelt. (Stutt þögn). Já blátt áfrarn “obsolete”, “obsolete” segi eg og það stendur!” (Öldungurinn lítur upp, brosir, segir ekki neitt, heldur áfram að skrifa). Rödd fullorðins manns úr horn- inu þar sem drenghnokkinn situr: Jæja, látum það svo vera en hvernig líst þér á “sound money” stefnuna ?” Aðkomumaður: “Úrelt, “obso- i INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man Akra, N. Dakota.... Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota. .. Bellingham, Wash.... Blaine, Wash Bredenbury, Sask Brown, Man J. S. Gillis Cavalier, N. Dak«ta.. Churchbridge, Sask.. . Cypress River Man.. . Dafoe, Sask J. G. Stephanson j Edinburg, N. Dakota. Elfros, Sask Foam Lake, Sask ... J. J. Sveinbjörnsson Garfiar, N. Dakota... Gerald, Sask Geysir, Man 1 Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota .. Hayland, P.O., Man. Hecla, Man Hensel, N. Dakota. ... ! Hnausa, Man Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dak. ... S. J. Hallgrimson Mozart, Sask Oak Point, Man A. J. Skagfeld Oakview, Man j Otto, Man Pembina, N. Dak .... Point Roberts, Wash.. S. J. Mýrdal Red Deer, Alta Reykjavík, Man Riverton, Man Seattle, Wash J. J. Middal Selkirk, Man W. Nordal Siglunes, P.O., Man. . Silver Bay, Man i Svold, N. Dakota Tantallon, Sask Upham. N. Dakota. . . . VTðir, Man 1' Vogar, Man. 11 \ Westbourne, Man Winnipegosis, Man.. .. Wynyard, Sask 1 lete!” Já barasta “obsolete” segi eg og það stendur. Andskotann ætli þið vitið, sem ekkert lesið, eða aldrei voruð lesandi.” Röddin úr horninu: En hvað hef. ir þú um “Social Credit” að segja, og aðrar uppástungur um “money reform ?” Aðkomumaður: “Modern,” já “modern”! segi eg og það stendur! En þeir geta ekki neitt. Andskot- ann ætli þið vitið, sem ekki eruð lesandi. Röddin úr horninu (Talar hægt og með þögnum á milli) : Að með hinni nýju f jármálastefnu sinni. sem er í þvi innifalin að stjórnin tekur lán hjá sjálfri sér, muni Al- bertastjórnin fá miklu til vegar komið til hagsbóta fyrir íbúa fylk- isins, teljum vér vafalaust. (Dreng. urinn í stólnum kippir í boltann með mynd Bennetts, slitur hann af strengnum og fleygir honum á gól f_ ið. Teygir sig eftir hinum og segir): Hóðía Keddi, Hóðía Keddi! Öldungurinn (litur upp frá skriftunum, dálítið kiminn á svip) : Heyrið þið piltar! Munið þið nokkuð eftir sögunni af kálfinum, sem var látinn ganga undir tveim- ur kúm ? Röddin úr horninu: Er hún eftir Bennett eða Aberhart ? Aðkomumaður: Hún er hvorki eftir Nordal eða Russell? Öldungurinn: Það skiftir nú minstu eftir hvern hún er. Hún er ekki löng. Kálfurinn saug báðai kýrnar, óx upp og varð eitt það stærsta naut er sögur fara af. (Þagnar, tekur í nefið). Mér finst einhver bía lykt hér inni, ætli það þurfi ekki að skifta umá króanum.” Röddin úr horninu: “Að stefna Bennetts og annara “sound money” manna sé sú eina rétta leið til að leysa úr vandamálum þjóðarinnar og leiða vellíðan yfir landið, er sann- færing vor. *Hjálmar rumskar og hlær upp úr svefninum. Draumsýnin hverf- ur. Leiksviðið verður sem fyr; hann vaknar, strýkur augun og segir) :Ja, skárra er það nú drauma ruglið. (Tjaldið fellur sem snöggv. ast). II. —Þegar tjaldið lyftist aftur sit- ur Hjálmar enn í bekknum, tekur í nefið, litur á úrið, gengur svo að bóka skápnum, tekur út bók, lítur á nafnið, segir hálf hátt: Dulrúnir! Legst út af með bókina; fer að lesa. En bókin ’fellur fljótlega ofan í andlit honum; hann dreymir. Leiksviðið opnast á ný. Þar sér grænan heiðarhvamm, en fagra fjallasýn að baki. Gamall maður, stór vexti, hvítur fyrir hærum, sit- ur á steini i hvamminum. Hann lít. ur vandræðalega kringum sig. Gríp- ur um hægri fót sinn og hristir hann og segir: Vaknaðu! Hvaða bölvaður leti- svefn er þetta. (Fóturinn dinglar afllaus niður með steininum; mað; urinn kreppir hnefann, slær fótinn). Vaknaðu, segi eg, bölvað úrþvættið. Hér hefi eg nú setið og beðið í tvær stundir eftir þér, en þú nennir ekki að hreyfa þig. (Andlit gamla mannsins þrútnar af reiði, en fót- urinn hreyfist ekki. Maðurinn seil- ist eftir svipu sinni. reiðir hana til höggs og segir) : Ef þú vaknar ekki, helvitis svika. laupurinn, skal eg mola í þér hvert bein. (Annar gamall maður gengur inn. hann hefir mikið hár og er berhöfð- aður. Hann ávarpar þann sem fyrii er) : “Stiltu skap þitt, góði maður! Illyrði eru svölun heimskunnar, en svipan er vopn hins veika er heldur sig styrkan, þræslsins, sem heldur sig frjálsan. Er hvortveggja ósam- boðið jafn vitrum manni og þú ert. Eða hyggur þú að betur muni $ækj- ast för þin á brotnum fæti en heil- um, þó sofandi sé. Ekki munu held. ur þjáningarnar er beinbrotum fylgja verða einangraðar í fæti þín- um, þær munu fara um allan líkam. ann. Hvort mun það verið hafa ætlun hins mikla verundar, er hann gaf þér mikið vald yfir einni hinni fegurstu tungu, að hún skyldi hljóma frá þér í illyrðum er tendra hatrið og heiftina. Eða mundi hann vilja að þú greiðir veg fegurðar og speki? Maðurinn á steininum (Fleygir svipunni): Hafa skal ráð þó . . . (Lítur á aðkomumann) Vel hefir þú mælt, hver sem þú ert. (Leysir skóinn og fer úr sokknum, strýkur fótinn vingjarnlega) Heyr þú nú góði fótur, hugleiddu það hvernig fara mundi ef hinir aðrir limir lík- amans breyttu sem þú. Þeir hafa nú þolinmóðlega beðið meðan þú hefir sofið og munu nú brátt þarfnast svefns. (Stóratáin réttir sig upp, eins og hún vildi hlusta). Hafa þeir þó sama rétt til að krefjast svefns. En hvar mundi þá koma förinni, ef þið viljið eigi starfa saman ? Munuð þið eigi allir farast hér uppi á f jöll- um, og aldrei ná til bygða. Nú hafði eg þó ætlað að við mundum njóta hins mikla víðsýnis af heiðar- brúninni meðan sólin skín í heiði. Og hinum megin bíða ástvinir komu okkar með óþreyju. (Stígur í fót- inn, sem nú er vaknaður, fer í sokk og skó, gengur til aðkomumanns, réttir honum hendina). Þinna orða skal eg lengi minnast. Aðkomumaður: Þá er mér vel launað. (Þeir ganga sinn hvoru megin út; sýnin hverfur). —Tjaldið fellur snöggvast. III. (Þegar tjaldið lyftist aftur situr Hjálmar á legubekknum og tekur i nefið; gengur svo að bókaskápnum og segir) : Ætli eg geti ekki fundið eitthvað, sem heldur mér vakandi þangað til kaffið kemur. Fjandi er slæmt að eg var ekki búinn að ná í seinnipartinn af “Sjálfstætt fólk.” En látum sjá. “Óg björgin klofn- uðu.’ ’ Þetta ætti að duga, ef nafnið lýgur ekki. (Legst í bekkinn, les, sofnar aftur, dreymir. — Leiksvið- ið opnast, í baksýn sér yfir fjörð girtan háum fjöllum, öðru megin fjarðarins gengur nes fram í sjó- inn, þar eru verstöðvar, sjóbúðir, fiskibátar. Tveir menn koma inn frá vinstri; þeir stansa á miðju leik- sviði, horfast i augu; báðir sýnast ^ra í æstu skapi. Annar segir: Ja, mig langar bara til að láta þig vita það, Gvendui Ketill, ef þú ert að reyna að gera skop að þér betri mönnum, þá mætti ekki minna vera en að þú færir rétt með það sem þú ert að myndast við að hafa eftir þeim. Svo sannarlega sem eg heiti Jón Klauflax og minn lærifaðir Stórlax, þá hefir þú aldrei heyrt mig segja “kvu” heldur “ku” því það er rétt en hitt rangt. Gvendur: Jæja! Hvað sem vera kann um alla þessa laxa, býst eg nú við að þeir sé eitthvað í ætt við þorskinn, eða er ekki svo, En það kemur nú raunar ekki málinu við. Jón (reiðir hnefann) : Þú getur, skal eg segja þér, fengið einn á hann, ef þú vilt nokkuð vera að skæla kjaftinn. Gvendur (rólegur og íbygginn) : Láttu ekki svona, laxi! Þessi ketill hefir soðið stærri klauflaxa heldur en þinn. En það sem eg ætlaði að segja þér, ef þú ert ekki of æstur til að hlusta, er þetta: Eg sagði “kvu” af því eg veit það er rétta orðið; eg hefi lesið það í bók, og sú bók er skrifuð af manni sem er hámentaður — meira að segja sigldur. Jón: Hámentaður! Sigldur! — Ekki ne'ma það þó. Heldur þú að þeir þurfi að sigla til að læra móður- málið? Er það ékki alþýðan sem hefir verndað málið ? Og hvert fara þeir svo þessir lærðu þegar á að skera úr því hvað rétt er? Ætli þeir fari ekki til alþýðunnar? Gvendur: Það kann nú rétt að vera, en ekki kemst það nú alt í bækur, sem þeir segja, alþýðumenn- irnir. Því margt er skringilegt orð- takið. Eg þekti t. d. sérvitran karl, sem gaf hlutunum ýmisleg nöfn, eftir sínum eigin geðþótta, hann kallaði skóna sína þrammara og vetlingana puta, sagði “fei” fyrir svei, og “fí” fyrir því. Ymsir höfðu þetta eftir honum. En þegar karl- inn dó, dóu þessi orðtæki með hon- um. Líklega hefir það verið vegna þess að þar var enginn stórlax eða stórþorskur til að gera þetta sprok ódauðlegt. Jón: Andskotann vilt þú vera að skæla þig og uppnefna almennilega menn, eða kalla þá þorska. En það get eg sagt þér að “ku” er rétt, en “kvu” rangt. Gvendur: Eg veit ekki kvusslags típur af löxum þið eruð ef þið eruð ekki í ætt við þorskinn. Hvort- tveggja er'þó fiskur. Jón (hlær) : Eg vissi nú fyrir löngu að þú varst bulla, já, Gvendur Ketill, þú ért helvítis bulla og baun- verskur beinasni ofan í kaupið/ Kvuslags er baunverska og við inörlandarnir gefum ékki mikið fyrir svoleiðis snakk. Ef þú værir sæmilega að þér í þinu móðurmáli mundir þú segja kukk'yns eða kukkonar, en ekki kvuslags. En hafðu nú þetta (telur lúkufylli af leir úr götunni og hendir framan í hann. Gvendur hendir á móti.). (Gömul kona kemur inn frá vinstri, stendur þegjandi og horfir á). (Ungur maður kemur inn frá hægri. Hann er i siðri regnkápu með hatt á höfði, hár vexti, með stórt nef frambogið. Hann geng- ur á milli þeirra). Aðkomumaður! Hættið þessum leik, drengir! Hvað hefir ykkur orðið að ósætti ? Jón Klauflax: Þessi bulla hérna heldur að hann kunni betur mör lenzkuna heldur en eg eða minn lærimeistari. Aðkomumaður: Já, einmitt það, mörlenzkuna, hvaða mál er það? Jón: Ja, við köllum það nú svo | okkar á milli, þetta hressilega, lif- \ andi bókmentamál, sem skrifað er af , hinum nýju rithöfundum' okkar, stéttvísra alþýðumanna. Því, eins i og ^ér vitið, er ekki mögulegt að I koma nokkurri ærlegri hugsun út á meðal fólksins á því blóðlausa og mergfúna borgara eða burgeisa máli.” Aðkomumaður: Eg hélt nú reyndar að burgeisarnir ættu ekkert mál. Jón: Já, eg á1 náttúrlega við þá borgarlegu, óstéttvísu. Aðkomumaður: Já! Nú skil eg. En hvað bar ykkur á milli ? Jón: Bullan þarna sagði að réttara væri að segja “kvu” heldur en “ku.” Gvendur Ketill: Já eg sagði það. Eg hefi lesið það í bók eftir hálærð. an mann — sigldan. Jón : Og svo sagði hann kvuss- lags, sem allir geta séð er argasta baunverska, en eg sagði honum al- veg eins og er, að hann ætti að segja kukkyns eða kukkonar. Aðkomumaður: Þetta þarf eg að skrifa upp, ku, kvu. kvusslags, ku- kyns, ku-konar. (Hann hefir upp orðin hægt og skýrt og nefið beygist fram eins og hann vildi þefa af þeim um leið, tekur upp vasabók, skrif ar). Jæja, piltar; eg held við ættum að gera með okkur félag, hér eru gimsteinar og gull í jþrðu; þið grafið, en eg kann á því tökin að slípa gimsteinana og móta gullið. Gawila konan (gengur upp að þeim) : Eg hefði nú kannske hald- ið að hún eg mundi mega leggja orð í belg áður en slíkir delar færi nokkuð -'að róta hér i jörðu. Þó henni mér sýnist þið næsta ólíklegir til að grafa gull úr jörðu hér eða annarstaðar, ef þið kunnið ekki ann- að sæmilegra athæfi en ^ð kasta aur og óþverra ykkar á millum, Þess- vegna vill hún eg rétt láta ykkur vita það að þessi jörð var henni eftir- látin af hennar sæla egtamaka, eftir margra ára strit og margvíslegt bardúss lífsins. Og það var hún eg, sem síðan seldi kotið þeim fróma heiðursmanni Snóskdalin, en hann greiddi vel og riktuglega umsamið verð. En svo sem hann sá frómi herra Snóskdal skildi kotið eftir í minni umsjá mundi hann þess vænta, að hún eg léti ekki neina að. komu fósa neitt vera að ráska eða regera inni á hans eigindómi. Hafi himnaföðurnum þóknast að láta hér gull eða önnur gæði í jörðu þá til- heyrir það með sanni þeim dánu- manni mínum herra Snóskdalin. Því er það að hún eg hefi fullan rétt til að uppástanda, að þið skuluð verða héðan á burt sem skjótast. Gvendur Ketill og Jón Klauflax fara. Þá slær vindi i kápulþf að- komumanns en þau breiðast út svo sem vængir á flugvél, og hann svíf- ur i loft upp; mátti sjá að letur var neðan á vængjunum, var nafnið NUGA-TONE ENDURNÝJAR HEILSUNA NUGA-TONE styrkir hin einstöku líffæri, eykur matarlyst, skerpir melt- inguna og annað þar að lútandi. Veitir vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að almennri vellíðan. Hefir oft hjálpað. er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. “París” á öðrum en “Grindavík” á hinum). Aðkomumaður (hrópar úr loft- inu) : Sá mun rata um skýin, sem hefir fugl af Grindavík en hval af Frankaríki. (Gamla konan fer sýnin hverfur. Hjálmar rís-upp við olnboga, kona hans kemur inn og segir) : Eg er búin að hella upp á könnuna.” Tjaldið fellur. ‘‘Icelandic Lyrics,, No volume that has yet come to my notice communicates to arn Eng- lish reader so adequate an idea of the Icelandic tradition in modern poetry as does “Icelandic Lyrics,” a neat leatherbound volume of nearly 300 pages, edited in 1930 by Professor Richard Beck of the Uni- versity of Nörth Dakota. Here, printed on opposite pages in the original Icelandic and in English verse translation, are 70 lyric poems from 30 modern Icelandic poets (of whom 24 are from Iceland itself and 6 from the Icelandic communities of the United States and Canada). The earliest poet in the volume is that pioneer of Icelandic Romanticism, B;jjarni Thorarenstn (1786-1841), and the most recent is that striking contemporary figure, Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi (born in 1895) ; and most of the significant poets between these two have been included. The result is a brief but comprehensive glimpse over the past hundred years of Icelandic poetry. Professor Beck has himself provided short biographical skétchés of the individual poets, a succinct introductory survey of the century of poetry in question, and notes on the translators and on certain refer- ences in the poems. A line portrait of each poet has been supplied by the artist Tryggvi Magnússon, of Reykjavik. The most conspicuous virtue of this admirable anthology is the juxtaposition of the Icélandic originals and the English renderings. No poetry lays greater stress than Icelandic on complexity and rigidity of metrical pattern, involving allit- eration according to strict rules and sometímes even schemes of internal rhyme. To a modern reader, one of the fascinating characteristics of Icelandic verse is its incorporation of the old native tradition of pros- ody into the full range of modern Eluropean verse-forms. Even the sonnet, for instance, is called on to obey the Old Icelandic laws of alliteration. This most typical fea- ture of modern Icelandic verse is precisely the feature that cannot be adequately rendered in translation. Formal alliteration is a native and natural beauty in Icelandic, but speedily becomes cumbersome and vexatious in English. To employ it consistently in translation is to court disaster; yet from a non- alliterative English version, and English reader would not suspect the torie-pattern of the original. The solution to th’s dilemma, as provided in Professor Beck’s “Icelandic Lyrics,” is to set the two versions side by side. To Icelandic readers who know English, the volume will be inter- esting also as a study in the art of translation. Most Icelanders appear to be versed in prosodic technique from the cradle upwards, and they may here compare the efforts of a dozen different translators grappl- ing with their difficult art. One may say that while the renderings differ greatly in value, the genera! level is quite high. Two translators, Professor Skuli Johnson (with 28 versions) and Mrs. Jakobina Johnson (with 23), have supplied nearly two-thirds of

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.