Lögberg - 07.05.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.05.1936, Blaðsíða 4
LÖOBERG, FIMTUDAGINN 7. MAf, 1936. QtíiV út hvern fimtudag af VHE COLVMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITofí LöaBERG, 896 8ARQENT AVE. WI.VXIPEG, MAX. Terd <3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Ijðgberg" is printed and published by The Columbia Press, I-imlced. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHOXE 86 327 Sku ggaoveinn Leikfélag Sambandssafnaðar hefir sýnt Skugga-Svein þrisvar sinnum hér í borginni undanfarið, við prýðisgóða aðsókn öll kveld- in. tslenzkt fólk skemtir sér ávalt við Skugga- Svein, og það þó margfalt lakar tækist til um sýningu leiksins en hér varð raun á, því margt goti má með fullum rétti um meðferðina segja aí' leikenda hálfu.— í Skugga-Sveini pergónngervir séra Matthías íslenzka hjóðirú þeirrar tíðar, og gerir það með svo hetjulegri forneskju, að helzt minnir á ramma galdur. En þjóðtrúin varð fleirum en Matthíasi sá nægtabrunnur, er lengi mátti ausa af, án >ess í botn sæist; þangað voni líka sóttar fvrirmyndirnar í Sigríði Eyjafjarðarsól og Nýársnóttina. Og enn er jafnvel forn þjóðtrú svo áhrifarík í mitíðarlífinu, að með hana er farið sem helgan dóm. Það var vel til fallið af leikfélaginu að aefa Skugga-Svein og sýna hann í tilefni af aldarafmæli skáldsins. Heima á fslandi var hann sýndur hvað ofan í annað í Reykjavík og öðrum hinna stærri bæja. Hin mikla að- sókn að leiknum hér, er talandi vottur þess hve enn er brýn þörf á alíslenzkum félagssam- tökum vor á meðal og skemtunum — á ís- lenzku.— f Skugga-Sveini er margt spaklega mælt í hinu óbundna máli, auk ljóðanna, sumra hverra, er svo eru hrifnæm, að ekki getur hjá farið að þau veki lotningu og klökkvi. Vér eigum ekki á hverju strái fegurri fslands- minni, en "Látum af hárri heiðarbrún," né djúpúðugri hljóm en þann, sem bergmálar frá söngnum af vÖrum Ástu, "Og blindni og hatur héldu ráð," þar sem fram fer í raun- inni hvorki meira né minna en heilt réttar- hald.— fslendingar unna hugástum; þeir unna Skugga-Sveini og "skáldinu af Guðs náð" hugástum.— Guðmundur A. Stefánsson, bróðir þeirra Sigvalda tónskálds Kaldalóns og Eggerts göngvara, lék Skugga-Svein; fór hann með hlutverk sitt af glöggum skilningi; kom hin d.júpa og karlmannlega rödd hans >ar að góðu haldi og jók mjög á persónuáhrif útilegu- manna höfðingjans. Ragnar Stefánsson lék bæði Galdra-Héðinn og Grasa-Guddu og gerði það blátt áfram eins og sá, sem vald hefir. minnumst vér ekki að hafa áður séð Guddu gerð slík skil, sem raun varð á í þetta sinn, ]>ar sem hún raular og ruggar með reifa- strangann í fanginu. Slíkt augnaráð! Slíkar viprur! Nei, þetta leikur enginn eftir Ragn- ari! Þorleifur Hansson hafði með höndum hlutverk Sigurðar lögréttumanns í Dal; kom hann vel fyrir á leiksviði og bar mál sitt á- lieyrilega fram. Fanney Magnússon sýndi lilutverk Margrétar vinnukonu og fór það prýðilega úr hendi; á hinn bóginn lék Þóra Magnússon Grasa-Gvend fullmikið. Stúdent- ana léku þeir Otto Hallson og Tryggvi Fred- erickson all sæmilega; sungu clável með köfl- um. Ekki varð þeim um kent þó söng þeirra truflaði nokkuð ramfalskt harmóníum gargan er notað var við undirspilið. Hafsteinn Jónasson lék Harald snyrtilega; hefir hann hljómfagra rödd og kom yfir höfuð glæsilega fram. Benedikt Ólafsson fór vel með ög- mund útilegumann, og er >ó hlutverkið á ýmsa lund þreytandi, langt eintal og þar fram eftir líötunum. Jón Ásgeirssyni tókst vel til um meðferð Ketils, og Þorvaldur Pétursson var ágætur í skrifaranum. Páll S. Pálsson lék Lárenzíus sýslumann og gerði hlutverkinu ágæt skil; er hann vanur leikari og var auð- sjáanlega heima hjá sér á leiksviðinu. Eitt allra vandasamasta hlutverkið í leiknum, Astu, dóttur Sigurðar lögréttu- manns, hafði Margrét Pétursson með hönd- um; mun hún vera því sem næst alveg óvön leikliet; sáust þess og víða nokkur merki að því er við kom handaburði og hreyfingum. Kngu að síður lék hún þó víða beinlínis vel. Á stöku stað kom henni samt til baga skortur á raddbeitingu, svo sem í söngnum "Og blindni og hatur héldu ráð,"*sem og vöntun æskilegs þíðleika. .Væsta erfitt veittist Parmes Magnússyni með túlkunina á Jóni sterka, og náði í raun- inni aldrei fótfestu í hlutverkinu. Taka verður þó tillit til þess, að hann mun lítt hafa gefið sig við >ví að leika.— Vér höfðum óblandna ánægju af því að horfa á Skugga-Svein, og tjáum leikfélag- inu alúðarþakkir fyrir skemtunina. Leiktjöldin 51] hafði Friðrik Sveinsson mál- að og voru þau hvert öðru fegurra. Þarft rit og tímabœrt Eftir prófessor Bichard Beck. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Vestmenn. Útvarpserindi um landnám Islendinga í Vestur- heimi. Reykjavík, 1935, 263 bls. Það hefir verið langtum hljóðara um bók þessa wstur hér heldur en verðugt er; og valda annir einar, að eg hefi ekki fyrri vakið athygli á henni. Oss Vestmönnum sjálfum stendur j>ó öðrum nær, að meta hana og þakka, því ao hiin er fyrsta heildaryfirlit yfir landnámssögu fslendinga í Vesturheimi. Hollráð er það þegar dæma á hvaða bók sem er, að gera sér sem ljósasta grein fyrir tilgangi liöfundarins með henni; og ákveða síðan í l.jósi þeirrar þekkingar, hversu vel liann liefir unnið það verk, sem hann tók sér fyrir hendur. Einkum er sú aðferðin væn- legust til rétts mats á bók eins og þeirri, sem hér er um að ræða; en tildrögum hennar og tilgangi lýsir höfundurinn þannig í formáls- orðum sínum: "Þetta stutta ágrip af landnámi^íslend- Lnga í Vesturheimi, og fyrstu árum þeirra þar, er að miklu leyti tekið saman haustið og veturinn 1934 og 1935, og flutt í tæpum hálftíma erindum í Ríkisútvarpinu í Reykja- vík. Birtist það hér nálega óbreytt í sinni t'yrstu mynd, nema hvað flokka skipun verð- ur nú önnur og nákvæmari, en hægt var að koma við í tímabundnum erindum, sem hvert varð að vera eins konar heild út af fyrir sig. Því er ekki ætlað annað né stærra hlut- verk, en að gefa örlítið heildar-útsýni yfir fyrstu vesturfarir, fyrstu árin, fyrstu ný- lendurnar og fyrstu umbrotin til að verða menn með mönnum til munns og handa, þótt á stöku stað sé huganum rent fram til síðustu ára. Bezt hefði ef til vill verið, að umskrifa öll erindin í fyllri söguheild. En eg treysti mér ekki til þess, án þess að ágripið yrði miklu lengra — og stærra en hyggilegt er á Þessum síðustu tímum kreppu-menningarinn- ar. Þess vegna var sá kostur tekinn, að láta útvarpserindin halda sér í öllum sínum ein- faldleika, ófullkomna söguþræði og marg- stytting efnisins. Þeim var aldrei ætlað, hvort sem var, að segja hinum vísu það, sem þeir vissu ekki, né skapa nýja Landnámu, eða kanna nýja stigu í frásögn og formi. Erindi ciindanna til fslendinga var það eitt, og er l>að enn, að rifja upp með alþýðu manna hálf-gleymda atburði frá dögum vesturfar- anna, og rekja í sem fæstum dráttum örlaga- þræði þjóðarhlutans, er flutti vestur á Furðu- .strandir f jarlægðarinnar, ef >að gæti orðið til þess, að glöggva skilning og þekking heima- þjóðarinnar á starfi þeirra og þjóðernis- baráttu —¦ og sínum eigin skyldu-málum.'' Formálinn ber því ennfremur vitni, að liöfundurinn hefir dregið föngin allvíða að, og vandað til þeirra, þó eg sakni >ar ýmsra heimilda, sem sérstaklega hefðu verið gagn- legar heima-þjóð vorri til fróðlekis og leið- beiningar, t. d. Minningarrit um 50 ára land- nárh Islendmga i Norður Dakota, en eg mun víkja frekar að því atriði annarsstaðar, og orðlengi þessvegna. ekki um það hér. í stuttu ágripi sem þessu, um jafn marg- þætt og víðtækt viðfangsefni, er vitanlega farið fljótt yfir sögu, stiklað á höfuð-atriðum og helztu viðburðum, og >ar af leiðandi mörgu slept, sem ýmsir myndu k.i'ósa að finna innan spjalda ritsins; á hinn bóginn er það jafnan álitamál, hvað taka beri með og hverju sleppa þegar svo horfir við. Höfundinum hefir þó óneitanlega tekist, að færa í einn stað, í ekki lengra máli, mikinn og gagnmerkan fróðleik um landnám íslend- inga vestan hafs, líf þeirra og starf. Hann rekur að nokkru orsakir vesturferða og sögu þeirra, segir frá landaleit og nýlendu-stofn - un, og verður að vonum fjölorðastur um elztu og mannflestu nýlendurnar, þó flestra hinna yngri og smærri sé að einhverju getið. Bann lýsir örðugleikum landnámsáranna, trúmála- og félagslífi íslendinga í Vestur- heimi; í fáum orðum sagt: sjálfstæðri menn- ingar-viðleitni þeirra og þjóðræknis-baráttu, sér.staklega framan af árum. Að >ví er snert- ir andlega lífið, er lang ítarlegust frásögnin um útgáfu íslenzkra blaða og tímarita vestan hafs, enda er hún hin merkilegasta frá menn- Lngarlegu og sögulegu sjónarmiði; hinsvegar geiar orðið skoðanamunur um það, hversu höfundur hafi skift skini og skugga milli ein- stakra blaða og tímarita; og gegnir sama máli um lýsingar hans á hinum ýmsu fé- lögum Islendinga hér í álfu. Þó hefir hann auðsjáanlega, eins og hann tekur fram í formálanum, gert sér alt far um, að vera sem óhlut- drægastur; en seint verður með öllu fyrir >au sker siglt, að hugðarefni hvers söguritara sem er liti ekki aÖ einhverju leyti frá sér í frásögn- inni, óbeinlínis og óvart. Vestur-íslenzkuin lesendum er >að fullkunnugt, að Þorsteinn Þ. Þorsteinsson er prýÖilega . ritfær maður, í óbundnu máli eigi síður en stuðluðu. Þcssi bók hans er eifnnig .skemtilega rituð, og gerir þaÖ auSvitað f róðleik þann, sem hún flytur, lesandanum aðgengilegri og hugstæðari. ÞaS sem hún nær, er hún í heild sinni glögt og greinar- gott yfirlít yfir landnámssögu ís- lendinga í landi hér. Hefir 'höf- undurinn >ví unnið hið >akkar- verðasta verk með heni. Eins og ágætlega sæmdi, er hún tileinkuÖ "6o ára minningu landnemanna ís- knzku, sem reistu föst bygðarlög í Ameríku 1875." ástvinum >eirra, er lieima sátu, og niðjum landnemanna. Hefst hún á fögru og vel orktu landnema-minni eftir höfundinn, sem endar á >essu erindi: "Kórónan er hæru-hárin, helgur geislabaugur: árin, demantarnir: drengskapslundin, djásnið: minning landnemans. Æfintýrið æskuhaga, uppi á Ijrúnum nýrra daga sýnir elli í syni og dóttur sjóla og drotning fósturlands." Þessi bók Þorsteins er að vísu rituð með >jóðsystkin vor heima á j íslandi sérstaklega i huga, >eim til I fræðslu um oss, frændliðið, hér I vestan hafs, og til gleggri skilnings á sögu vorri, högum og framtíðar- horfum. Er það hin lofsverðasta I viðleitni, eins og alt annað, sem mið. I ar að aukinni samvinnu milli ís- I lendinga beggja megin hafsins. En 1 rit þetta verðskuldar einnig, að !es ast af oss hér á vesturvegum; >að : er, eins og fyr greinir, eina heildar- 1 yfirlitið yfir sögu vora enn sem : komið er, og drepur auk >ess á ýms ! >au vandamál vor, sem hreinskilnis_ lega og viturlega verður að horfast í augu við, eigi vel að fara, svo sem sambandið milli eldri og yngri kyn- slóða vorra. Að ytra frágangi er ritið einnig hið eigulegasta. Megi ríöfundur og aðrir >eir, sem studdu hann að starfi, njóta >arfs verks heilir handa. Póátið peninga tryggilega Er þér sendið peninga með pósti, skuluð >ér nota Royal Bank ávís- anir. Það verður bæði sendanda og viðtakanda til hagsmuna og þæg- inda. Kaupa má bankaávísanir í hverju útibúi bankans i dollurum og sterlingspundum. T H E ROYAL BANK OF CANADA, Héraðssaga Borgar- fjarðar 1. Á kostnað útgáfunefndar, Reykjavík, Félagsprentsmiðj- an, 1935. Þessi stóra og fallega bók hefir mér rétt nýlega borist í hendur, og get eg óhikað sagt, að eg hefi lesið hana með ánægju, og fyrir mig er það góð bók, sem eg hefi ánægju af að lesa. Hún flytur lesendum síii- um mikið af ósviknum >jóðlegum fróðleik úr einu fegursta og bú- s.eldarlegasta héraði íslands. Þegar maður les >essa bók og gerir sér grein fyrir efni hennar. verður maður að gæta þess að hér er aðeins um 1. bindi að ræða. Flestir, sem kunnugir eru í Borgar. firði, munu sakna margs, sem beim finst að þarna ætti að vera. en vel getur verið, að einmitt >að, sem maður saknar helzt, komi í næsta bindi, eða bindum. Þó hér sé aðeins um fyrsta bindi að ræða af Héraðssögu Borgar- f jarðar, >á er >etta >ó stór bók, 480 blaðsíður, í allstóru broti. Hvort framhaldið verður í einu bindi, eða fleirum, mun ekki fullráðið og verð. ur >ar farið eftir því sem hentast >ykir. Skal hér nú farið nokkrum orð- um um innihald bókartnnar. Fyrst er formáli efti séra Eirík Albertsson, sem er formaður níu manna framkvæmdarnefndar, sem fyrir vitgáfunni stendur. Er þar gerð grein fyrir >essu útgáfufyrir- tæki í heíld, en sérstaklega >ess bindis, sem nú er út komið. l'á er kvæði: Borgarfjörður, eft- ir Halldór Helgason. Það sýnist ekki iila til fallið, að láta bókina byrja með kvæði, góðu kvæði um Borgarfjörð, sem gæti orðið hér- aðssöngur. Það væri skemtilegt að eiga héraðssöngva eins og >jóð- söngva. Ekki get eg neitað >ví, að mér finst nefndin hafa verið heldur óheppin í kvæðisvalinu og er þó ekki >ar með sagt að kvæðið sé ekki sæmilega gott; >að er bara ekki nógu gott. Það lærist illa og það eru litlar líkur til að >að festist í minni margra og verði alment sungið, eins og t. d. Skagafjörður eftir Matthías. Eg kom tvisvar í Skagafjörð sum- arið 1934, og í hvorttveggja sinnið söng samfylgdarfólkið með fjöri og gieði: "Skín við sólu Skaga- fjörður" o. s. frv. —og >ó var sól- skinið ofboð dauft í bæði sinnin. Eff hygg að >ess verði langt að biða, að >eir sem ferðast um Borgarfjörð gerði þessu kvæði sömu skil. Hér hefði útgáfunefndin hæglega getað gert betur, >ví ekki er skortur á góð- um skáldum á íslandi og bar engin nauðsyn til að kvæðið væri ort í Borgarfirði eða af Borgfirðingi. Það vill lika svo til að til er eitt snildarkvæði um Borgarfjörð, eftir Einar Benediktsson, >ó vel geti ver- ið að það þyki ekki beinlínis hentugt til að vera héraðssöngur. . t T Fyrsta ritgerðin í bókinni er: "Borgarfjarðarhérað, Iandfræðilegt yfirlit," og er eftir Pálma Hannes- son rektor. Skemtileg grein og fróðleg og svo glógg lýsing á hérað. inu, að manni finst að maður sé Siglið hina beinu leið til ÍSLANDS IðuleKar slgllngar frá Montreal til Reykjavíkur um Skotland. Lág fram og til baka fargjöld. I'TiiiS u;'inari up|'lýsingar hjá um. boðamaiini vorum á staðnum eða frá W. C. CASEY, General Pas- senger Agent, C.P.R. Bldg., Win- aipeg. Símar 92 456-7. CANADIAN STEAMSHIPJi WORLD5 GREATEST TRAVEL SYSTEM >arna býsna kunnugur eftir lestur- inn. Á >essi grein prýðisvel heima í bókinni, >ó hún snerti ekki bein- línis sögu héraðsins, eins og það er vanalega skilið. Fylgir hér með kort af Borgarfjarðarhéraði, Borg- arfjarðar- og Mýrasýslu, heldur ó- skýrt og svo margar smámyndir. Þær eru einkennilegar sumar, eins og t. d. af Hraunkarlinum og Nátt- tröllinu. Þegar maður athugar þessar myndir, finst manni >að ekk. ert undarlegt þó fólkið ímyndaði sér Summer Cottages and Bungalows COMPLETELY EBECTED ON YOUB LOT Enjoy the summer months with nature as your back- ground. Eaton's will build you a cosy bungalow along the shady wooded banks of the Red and Assiniboine Rivers or at the lakeside, that will not only be in keeping with its natural surroundings, but a haven of rest for the summer. If you have any special ideas of your own that you would like to include when building, we shall be glad to give an estimate on the cost. For further informa- tion, enquire at Lumber Section, Main Floor, Hargrave. T. EATON C?, WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.