Lögberg - 07.05.1936, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGTNN 7. MAl, 193G.
Mannorðsdómur
Eftir JoJicmne Vogt.
"Já, í orðum."
"I orðum — sem þér höfðuð ekki verð-
skuldað.'"
"Nei, það veit Guð," svaraði hún og
horfði óhikað í augu hans.
"Þið sitjið hér tvö ein og pískrið," sagði
Frich rétt Ji.já ]>eim. "Má eg drekka leifarn-
ar úr þessu glasi ?" Hann tók glasið úr hendi
Ellu og tæmdi það.
"Ætli ]>að sé það i'yvsfa?" sagði Vikíor.
"Kemuv það þér við, >o . . ."
"Uvað meinarðu?" sagði Viktor og stóð
upp.
Þeir horfðu hvor í annars augu.
"Eg lofaði Lovum að hitta hann hjá
söngpallinum," sagði Elín fljótt, og gekk á
milli þeirra. "Er enginn aðgangur að saln-
um, læknir, nema gegnum dimma ganginn?"
".Jú, gegnum þéssar dyr, ungfrú. Eg
ætla að dansa við konu hans — þenna dans
líka — ,já,'nú byrjar hljóðfævasláttuvinn —
má eg fylgja yður fil Lovum?"
Allir gengu inn í salinn. Fvich sat einn
eftir.
"Ó, Frich — evuð þér hévna?" sagði
Petra. "Viljið þér ekki dansa þenna dans
við mig?"
"Með mestu ánægju." Hann þaut á fæt-
ur og gekk inn í salinn með Petru.
Svo byrjaði dansinn og stóð lengi yíiv.
Að honum loknum >utu mennirnir inn í borð-
salinn og útveguðu stúlkum sínum rautt og
hvíft vín. Að því búnu byvjaði samtalið.
Það var komið fram yfir miðnætti þegar
eftivmatnum'var lokið, og víndvykkjan byrj-
aði. Unga fólkið var hætt að dansa og sal
hingað og þangað, en eldra fólkið fór í þesa
stað að dansa.
Bak við kínverska skýlu úr hávauÖu silki
sátu ]mu Sagen læknir, kennarinn og Ella.
"Jæja, guðfaðir," sagði Ella spaugandi.
"Hvað varð af danspiltunum þínum?"
"Nei, þegar eg sá að ]>ú byrjaðir dans-
inn með hundatem.javanum, lét eg ]>ann fugl
fljúga. En, Ella, tókstu ekki eftir >ví að eg
var með í pólska dansinum?"
"Jú, og þú dansaðir ágætlega."
"Með gömlu frú Vibe? Síður en svo.
Hefði frúin gefið okkur gömlu mönnunum
ungar stúlkur, og gömlu mönnunum ungar
stúlkur, og <íömlu konunum unga menn að
dan.sa við, ]>að Jiefði farið betur. T. d. þú
og eg, Ellen ? Við Jiefðum átt saman; er það
ekki, Viktov?"
"Jú — fj.....fjarri mér," sagði
Viktor.
"Þér eruð ekki hræddur við að blóta.
læknir; það er gamaldags, held eg. Mamma
sagði að í æsku hennar hafi allir karlmenn
blótað."
" Já, þarna sjáið þér aftur einn af mínum
göllum, sem á upptök af skorti á umgengni
við kvenfólk. í minni deild er hjúkrunarmær
með hræðsluleg dúfuaugu; hún álífur mi^
glataðan þegar eg blóta af því eg hefi gleymt
einliver.ju. Xæ.sta skifti sem eg freistast, skal
eg muna að >að er ung stúlka, sem hefir beðið
mig að hætta við þenna 1 jóta vana.''
" Það hefði unga stúlkan aldrei þorað.
Ihin benti aðeins á sannreynd."
" í^ér eruð fj .... rökréttar."
"Nú aftur, læknir," sagði Ella hlæjandi.
"Það er um of. Geta ekki hræddu dúfu-
augun lagað þetta neitt. Karlmönnum geðj-
ast vanalega vel að þeim."
"I'ikki mér. LífiiJ, ljósblá, hræðsluleg
augu ná engu valdi yfir mér. Það fer svo
vel um okkur hér — eg skal í fáum ovðum
segja ykkur hvernig eg læknaðist af öðrum
l.jótum vana og öðlaðist vináttu gamallar
konu."
"Já, segið þér okkur það," sagði kenn-
arinn. "Eg stalst frá spilaborðinu. Það
voru reglulegir spilaræningjar sem við mis?;
spiluðu. Hugsaðu þér Viktor—"
"Nei, guðfaðir, fyrst sögu læknisins."
" Ja-ja, eg skal seg.ja þér mína sögu í rúm-
inu, Viktor."
"Þegar eg fyrir fjórum árum síðan var
skipaður bæjarlæknir, var eg eitt sumarkvöld
kallaður fil sjúkrar konu. Gömul >erna vitj-
aði mín, en luin var svo hrædd að eg fékk með
naumindum að Iieyva húsnúmerið. Eg fann
þó húsið og ]>ar eð dyrunum var aðeins hallað
aftur og enginn til staðar, gekk eg inn. Alt
var þögult og eg leit í kringum mig í stofunni-
Svo opnaði eg dyrnar að næsta herbergi,
blæjur voru fyrir gluggunum þar svo að dimt
var, en í rúmi með grænum tjöldum sá eg grá-
hærða konu liggja með nmbúðii um ennið, og
vissi eg þegar að augu hennar höfðu verið
skorin upp. Þar eð út leit fyrir að hún gvæfi,
gekk eg nær og leit á umbúðirnar, og þekti
undir eins að einn af helztu augnalæknum
okkar hafði bundið þær . En alt í cinu sezt
hún upp. "Sei, en sú lykt af munntóbaki.
Er það la>knirinn? Marin, Marin, hvar ertu?
Þctta er viðbjóðsleg manneskja."
"Augnabliki síðar var eg staddur
frammi í litlu eldhúsi og skolaði úr mér allar
mínar syndir — jafn sneypulegur og hund-
ur—"
" Þegar eg kom inn aftur, bað eg hana
fyrirgefningar, en hún fór að gráta, og sagð-
ist gráta af því hve æst hún hefði orðið.
Hún fékk uppsölu og ígerðin, sem byrjuð var
áður en eg lcom, óx með hraða; eg sendi
Marin eftir ís, vakti alla nóttina yfir lienni og
skifti um ísumbúðirnar fimtu hverja mínútu.
Ilún Iiélt sjón á öðru auganu — eg varð vin-
ur hennar — og hefi aldrei smakkað munn-
tóbak síðan."
"Já, munntóLak er óræsti," sagði kenn-
arinn. " Enda ]>ó eg .smakki það við og við."
Elín sat alv-eg hreyfingarlaus. I huga
hennar skeði þetta alt saman aftur. Hún sá
gömlu konuna með umbúðirnar og litlu stof-
una. Ilún varð að leita Jiennar og tala við
hana.
Alt í einu rankaði hún við sér, og vissi að
orsökin fil þessara hugsana var sú, að hún
elskaði. Aftur fór hugur hennar á sveim.
IIiin sá sjálf'a sig sitjandi á bekknum, höfuð
Jiennar hallaðist aftur á bak — blóm láu í
kjölfu henríar, og niður að Ihenni laut —
Viktor, sem horfði dökku, fögru augunum
sínum í liennar augu.
Hún hrökk við.
"Hvað er að, ungfrú Elín?" Það voru
sömu dökku augun sem nú litu í hennar.
" Þér lifuð út eins og þér væruð í öðrum
Jieimi, langt frá okkur."
"Ella hefir sofið," sagði kennarinn.
"Dreymdi þig ckki, Ella?"
'' Jú, mig dreymdi-------"
"S.jáðu, Viktor; það hefir verið mínútu-
svefn."
"Hér eru þau," sagði skrækhljóða rödd.
Það var frú Börresen, sem inn kom, ásamt
syni sínum og Frieh. "Ungfrú Kirkner. Nú
er dansaður vals með hvíldum. Hvað viljið
þér, "bjart ;i undan" eða "dimt á eftirf"
"Bjart á undan," svaraði Elín og sneri
sér hugsandi að lautinantinum.
"Nei, nú er það eg sem á að lýsa fyrir
yðnr, ungfrú," sagði Frieh.
"Jæja, eg ætla ekki að dansa, Friðrik.
set mig hér hjá kennaranum," sagði
frúin.
"Og eg ætla að dansa við Petru," sagði
Viktor og fylgdi þeim út, talandi við Ellu.
Prich var ágætur dansari, og þó bauð
Ellu við að lát hann snerta sig. Þegar þau
liöfðu dansað um stund, sagði Elín: ,
"Þiísund þakkir, eg get ekki meira, eg er
svo þreytt."
Frich lét sem hann heyrði ekki, hélt henni
fast svo hún gat ekki losað sig.
"Eg get ekki meira," sagði Elín aftur.
"Sleppið mér, hr. Frich."
I'au voru nú komin neðst í salinn, þar
sem Viktor og Petra sátu.
"Sleppið þér mér," sagði EJín hörku-
lega.
Til þess að þér dekrið við Viktor?
Aldrei! Heldur en það-----------"
"Þér eruð svívirðilegur," sagði hún;
"mig sundlar og eg get ekkert séð."
A sama augabliki datt Elín á ofninn, sem
til allrar lukku var kaldur. Hvort hún reif
BÍg lausa, eða Frich slepti henni alt í einu, gat
enginn vitað með vissu. Hún lá í yfirliði á
gólfiuu og mjó blóðrák rann niður kinnina.
"Lyftu henni upp, Petra. Taktu í fæt-
nrna, í'lýtfu þér. Eg veit þú ert sterk."
Það var Viktor sem talaði. Bak við ]>au
voru opnar dýrn og forstofan mannlaus.
"Hérna er gcsfahcrljergið rétt hjá; láttu
mig komasl á undan, Viktor — en hvað Ella
er föj — hún er þó ekki dáin?"
"Nei, aðcins rispa á augnabrúninni; eig-
um við ekki að fara hér inn?"
"Jú, taktu hana, svo skal eg opna dvrn-
ar."
Það var J.jós í licrberginu^og hlýtt þar
inni.
Viktor bar hana inn og lagði hana á
rúmið.
"Opnaðu kjólinn hennar."
Petra þreifaði eftir silkibandinu á bak-
inu. "Eg get ekki fundið hnútinn," sagði
liún. En Viktor opnaði hnífinn sinn og skar
bandið í sundur, og Elín dróg langt andartak.
"Findu sjal, henni verður kalt þegar hún
vaknar."
l'ctra sá hvergi sjal, og Viktor tók eftir
]>ví.
"Komdu hingað. Eg lyfti henni upp;
dragðu ábreiðuna burt. Þú þarft að Jæra
Ji.júkrun."
"Eg þarf svo margt að læra," tautaði
Petra ; en ábreiðuna tók hún strax og Viktor
breiddi hana ofan á Ellu.
"Augabrúnin er klofin," sagði hann og
Jeif iun í sárið. "Eg skal sauma >að laglega
saman. Xú vaknar hún, talaðu við hana.
Pelra."
"Góða Ella. Það er engin hætta á ferð-
um. Eg held að yfir þig hafi liðið — var það
ekki?"
Ella brosti ofurlítið.
"Blæðir mér?" spurði hún og settist upp
til hálfs.
"Já, yður blæðir ögn," sagði Viktor,
"en þetta er aðeins lítið. Þegar yður skánar
skal (',<>• sauma sárið saman og ekkert ör verð-
u r s.jáanlegt."
Elín lokaði augunum, hana svimaði,
\*iktor vætti vasaklútinn og lagði hann á sár-
ið.
"Það var gott að það var ekki nefið,"
sagði Viktor.
Ella hló. "Nefið," sagði hún. "Nú er
eg betri. Eg er farin að sjá ykkur, Petra,
og spegilinn þarna.''
"Hvernig atvikaðist þetta?" spurði
Viktor, meðan hann var að sýsla með töskuna
sína.
"Eg veit það ekki glögt. Mig svimaði,
þoli ekki að dan.sa svona lengi í einu; en
Prich liélf áfram gagnstætt vilja mínum. Eg
bað liann að sleppa mér — liann slepti mér
loksins — nei, slengdi mér frá sér, held e,<>'.
Petra, lofaðu mér því að láta ekki Frich aka
okkur heim í kvöld."
"Eg skal aka yður og Petru heim að
hálfuSm tíma liðnum," sagði Viktor strax.
Aður cn klukkan er 3 skuluð >ér vera komnar
í rúmið. Eg læt Sfellu fyrir sleðann, og hún
verður ekki lengi á leiðinni heim."
"Þðkkfyrir."
/'í'aina kemur Lovum læknir. Nú megið
þér ekki vera hræddar. Munið þér að eg
sagði að í danssal yrði maður líka að vera
læknir ?''
" Jfi, en eg hélt ekki að það yrði eg, sem
þyrfti læknishjálp. Stattu fast við mig,
Petra."
"Já, vertu óhrædd."
"Það var gott að þú hafðir áhöldin með
þér; eg gleymdi mínum," hvíslaði Lovum.
"Viltu ckki láta mig sauma?"
"Eg ætla sjálfur að gera það."
" Þú crt ekki sk.jálfhentur ?"
"Nei," sagði Viktor og hleypti brúnum.
Aður cn hann var alveg búinn, ruddist
l'rú Börresen inn.
"Hvernig gengur ]>að? Eg fékk fyrst
að vita um þetta óhapp >egar Frich, fremur
dauður en lifandi sagði mér—"
"Hai'ið |iér ekki hátt, kæra frú. Viktor
er að sauma sárið saman. Það er elvki hættu-
legt. Mér er sagt að Frich sé fullur."
"Frich?" sa-ði frúin. "Alls ekki."
"Svo nú er það búið. Petra, bið þú
Torinius að láta Stellu fyrir sleðann."
"XTei, ungfrú Kirkner má hafa þetta her-
:\ í nótt," sagði frú Börresen.
"Nei. Leyfið mér að fara heim. Eg er
fri.sk."
"Hún þarf ofurlitla læknishjálp," sagði
Viktor.. "Það er bezt hún fari heim."
'' Þér skuluð ráða, læknir. Eg læt vinnu-
konu fylgja ykkur, til að hjálpa þér, Petra."
Fimtán mínútum seinna voru þau á heim-
leið. Það var þykt loft og mikil snjókoma.
"Hvernig líður sjúklingnum mínum?"
sptirði læJ^nirinn, scm sat aftan á sleðanum.
"Ó, >ökk fyrir; eg hefi höfuðverk."
"Hreina loftið bætir úr því. Það er
Jx'tra en í danssalnum."
"Sástu Frich, Vikfor? Hann hvarf alt
í einu," sagði Petra, sem gaf í skyn að hún
liefði verið að Jmgsa um hann.
"Ilaiin sfóð hjá hinum piltunum."
"En \iktor — segðu mér — var nokkuð
að höfðinu á Frich — hann var svo undar-
legur.''
" Eg man að John kom upp með nokkrar
flöskur af slæmu púnsi, sem Ödegaard fckk
honum. Ahrifin koma eftir á. Hefir ekki
pabbi lykilinn að vínkjallaranum, Petra1?"
Petra svaraði ekki.
"Honum mun heldur okki hafa lílíað að
eg flytti ykkur heim," bætti hann við.
"Heldurðu að það hafi verið ásta'ðan?"
sagði Pefra og liló glaðlega. " Já, nú skil eg.
I *i'i ert alt af í veginum, góði bróðir. Vesa-
lings Frioh, eg vona að hann hafi fengið
skcmtilega stúlku í staðinn fyrir mig."
"Hver ra'kallinn, Petra — það ert þú
sem hefir bundið fyrir augun í kvöld — en
ekki sú sem hjá þér situr."
"Við hvað á hann, Ella?"
"Að þú hafir fögur, blá augu, en sjáir
ekki annað en Frich, held cg hann meini."
"Ó, ekki annað," sagði Petra, sem þótti
va'nf um ;ið sér væri strítt með Frich. "A
morgun tek eg vínkjallarann að mér, Viktor.
ödegaard er pf eyðslusöm. En þú ættir að
gæta betnr að John, hann er eflaust hneigður
fyrir kalt púns.''
"Þ;ið eru tveir um l)oðið."
" Þú ert slæmur."
"Nú erum við komin á .sléftuna, Pcfra.
Taktu nú við taumunum og láttu Stellu
hlaupa."
Petra fók við taumunum og ávarpaði
\
Stellu á hestamáli, sem strax fór á harðan
Sprett.
"Lánið þér mér handskýluna yðar í tvær
mínútur, ungfrú Kirkner, eg er að frjósa á
f ingrunum.''
Ella hallaði sér aftur á bak og lagði
liand.sk> luna á nefið.
"Ilandsömuð," sagði hún hreykin.
Viktor greip hana frá henni.
"Sagen læknir — var eg tilgerðarsöm?"
' "Dálítið, held eg, en-------"
",J;i, eg verð að verja mannorð mitt,"
sagði hún spaugandi áður en hann lauk við
setninguna. "Mift vesalings mannorð. Eg
heí'i jafnvel fórnað blóði á altari >ess. En
nú skal það enda. Eg fæ líklega ekki of
mjúkan heila af þessari blóðrás, læknirl"
"Xei, þvert á mófi," svaraði hann hlæj-
andi. "Jafn lítill blóðmissir er hentugur
fyrir lieilann."
"Gott. I'ví eg |>arf að brúka heilann, en
í nótt fær liann að hvíla sig. Efg ev voðalega
þreytt."
"Uðlilega. Ef þér þurfið hjálp þegar
heilinn byrjar á starfi sínu, minnist þess >á
að eg cr læknir yðar. Skipandi læknir og —
hlýðinn aðstoðarmaður. A það samanl"
"Getur verið."
"Lítið þér á Petru; nú hefir hún ekki
blíð og blá augu, helduv augu sem hafn-
sögumaður."
"Þey, þey."
"Ihin Jivorki heyrir eða sér. Nú erum
\ið li.já \cgarbugí5unni, nú, það gekk vtel.
Ilún hefir jávnfingur, en ekki úr klaka, eins
og mína, en saumað getur hún ekki."
"XTci, .silkisaumurinn yðar er fallegri,"
sagði Ella hlæjandi, "en að eg skyldi verða
takmarkið fyrir nettu nálarstungunum yðar,
]>að hafði mér ekki komið til hugar."
"Ó, mínar nálarstungur skilja ekkert ör
eftir, en það gera yðar."
"Um hvað eruð þið að tala?" spurði
Petra. "Eg heyri ekki helminginn af því.
Mér heyrðist >ú segja að eg gæti ekki saum-
að saman — —"
" Jæja, góða. Eg vildi þú gætir."
"llamingjan góða, Viktor — þú meinar
líkle.na ekki að eg—"
'' Eg meina ekki neitt. Þú ert systir mín.
En, ungfrú, hvað se.»ið þér um sveitadansinn
okkar?"bætti hann við.
"Sveitadansinn. Eg hefi aldrei dansað
í slíkum sal nema í höllinni. E'r Börresen
ríkur ?''
"Nei, eg held að þessi dans sé síðasta
trompið, sem þau spila út."
"Vesalings Friðrik," sagði Elín. "Eg
lieyrði á honum að eitthvað var að."
"Þér þurfið ekki að vorkenna honum.
Hann fer út í heiminn sem frjáls maður,
livernig sem það gengur heima. Hann var
gramur yfir því að þér meidduð yður, og eg
held hann berjist við Frich >enna morgun."
"I>að var Ellu sjálfri að kenna," sagði
Petra. Eg sá sf rax að kjóldragið hennar var
of langt; hún rasaði í því."
Ella svaraði engu. Litlu seinna nam
Stella staðar við dyrnar heima.
"Eg held eg fari strax upp," sagði Ella.
"Höfuðverkurinn er ekki betri." (
"Nei, farið þér úr skjólfötunum hérna
niðri. Það er hlýtt og^ gott, og ödegaard
hefir kaffi til. Svo lít 'eg snöggvast á það
sem cí>- saumaði."
Ilann ]>aut á undan og opnaði.
Elín settist ogkápan hennar f611 niður af
öxlmmm. Victor dró af henni ytri skóna,
en litlir svartir silkiskór urðu samferða, og
hún lét hann umyrðalaust láta þá á sig aftur.
Svo leysti hann klútinn af enninu og færði
Iiana nær lampanum. Það hvíldi yfir henni
einhver barnsleg blíða, eins og hún þráði ást.
0g væri þakklát fyrir hina minstu ögn af
licnni.
"Lofið þér mcv að skoða sárið," sagði
liann.
Ilún ficrði ennið n;vr honum og hann
þreifaði hægt á sárinu.
"Það ætlar að gróa ágætlega,"
Hún leit upp og augu þeirra mættust.
líann roðnaði aftur undir eyru.
"Elín," hvíslaði hann blíðlega — "ung-
l'vú EJín, hlustið þér á mig-----------" en föla
andlitið hennar kom honum til að þagna.
"Eg gleymdi að eg var yðar læknir,"
sagði hann og hló. "Eg ætla ekki að tefja
yður lengur, farið þér upp að hátta og hvíla
yður, ]>ér þurfið þess."
Hún stóð upp og hann vafði kápunni um
hana, tók Ijósið og lýsti henni upp stigann.
A annari stigariminni nam hún staðar, benti
á cnnið og sagði :
"Þessi hola er ekki eins djúp og á ánni.
Það gildir sannarlega lífið — svart eða
rautt."
"Þév evuð fau,<;aveikar eins og eðlilegt
er. Eg sendi Petru upp með lyf. Þér þurfið
að sofna fast og draumlaust."