Lögberg - 14.05.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.05.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines ^S" wt&^ 0**0** 9»^* For Better Dry Cleaning and Laundry 49. ÁRG-ANGUR WIXNIPEGr, MAX., FIMTUDAGIXX 14. MAÍ, L936 NÚMER 20 ! í 1 I Kirkjuþing 1936 Hið fimtugasta og annað ársþing IIins ©vangeliska lúterska kirkjufélags tslendinga í Vesturheimi verður st'tt t imtudaginn 18. júní, 1936, í kirkju Árdalssafnaðar í Áxborg, Manitoba. Þingsetningarguðsþjónusta með altarisgongu hefst kl. 8 e. h. Búist er við að þingið standi yfir þar til á þriðjudag 23. júní. Söfnuðir kirkjufélagsins eru beðnir að senda erind- reka á þingið cftir því sem þeim er heimitt að lögum. Embættismenn og fastanefndir minnist þess að skyrsl- ur ber að leggja framá fyrsta þingdegi. Öagsett í Seattle, AVash., 8. maí, 1936 Kristmn K. ólafsson, forseti Kirkjufélagsins. Frá Islandi MAÐUR DRUKNAR í ÞVERÁ Aðfaranótt 14. þ. m. vildi það sly's til aS Eyvindur Albertsson, ókvænt- ur bóndi í Teigi í FljótshlíÖ, drukn- aði í Þverá, skamt neðan við Mið- kot. Eyvindur var á heimleið sunnan yfir ána, og er talið að hann muni hafa farSi af réttri leið vegna dimmu, og lent í sandbleytu. I lestur lians var kominn beislis- laus heim að Teigi um morguninn og var þá þegar farið að leita Ey- vindar. I'anst líkhans á eyri í ánni, fyrir framan Miðkot, og reyndust lífgun- artilraunir árangurslausar. Eyvindur heitinn bjó með full- orSinni móður sinni, Salvöru Tóm- asdóttur, á einum þriðja hluta af Teigi. Hann var 28 ára gamall.—Mbl. 16. april. # * # LlK MANNS PUNDIÐ UPP 1 PJALLSHUÐ Akureyri. Lik Halls Steingrímssonar, sem haldið var að druknað hef 8i í mann- skaðaveðrinu 14. des. í vetur, fanst í gær um 400 faðma upp af Knarr- arnesi. Hefir Hallur sál. komist úr bátnum og orðið úti. Hallur heitinn fór með föður sín- um frá Látrum á trillubát og lentu þeir í fárviðrinu, sem geysaði um alt land 14. desember. Daginn eftir ofviðrið fanst bátur_ inn rekinn á svonefndu Kríarrarnesi Og var lík Steingrims Hallgrímsson, ar, föður Halls, í bátnum, en Hallur fanist hvergi, og var hans þó leitað lengi á eftir. Líkið fanst nú í dæld fyrir ofan Knarrarnes og fyrir ofan veginn, um 1 kílómetra frá sjó. Lág það á grúfu og vissi höfuðið undan brekkunni. Giska menn því á að Hallur sál. hafi verið á leið ofan hlíðina, er hann örmagnaðist. Engin stígvél voru á líkinu, en í klæðum þess fanst úr og var glasið brotið. Vísirarnir á úrinu sýndu að það hefði stöðvast kl. 6. Likið var flutt í Svalbarðskirkju. —Mbl. 15. april. * * * COTT TWARPAR Ágætt tíðarfar hefir verið á harð- indasvæðinu austan lands og norðan síðustu daga. Víða er komin upp jörtS og nokkur beit. Víðast hvar eiga bændur enn eftir nokkurn heyforða og eru menn orðnir vongóðir um horfur, þrátt fyrir öll harSindin í vetur. F£T. birtir eftirfarandi: Fréttaritarinn aS Ystafelli skýrir frá þvi, að í SuSur-ÞingeyjarsýsIu hafi veriS isólskin og blíSviSri und- anfarna daga, en lítil leysing. VíSa er komin upp beitarsnöp, en víSa er enn jarðlaust. Bændur hafa von um að komast af með hey, ef þessu fer fram. Skepnuhóld eru góð. Snjóbíllinn hefir undanfarið flutt íóöurbætir í Bárðardal. — Hefir hann farið nokkrar ferðir og flutt 20 vættir í hverri ferð. Símastöðin að Víkingavatni í Ax- arfjarðarhéraði sagSi góða tíð hafa verið í héraðinu undanfarna daga og haga kominn upp. Stöðin sagði bændur eiga nokkurn heyforða og útlítið sæmilegt.—Mbl. 15. apríl. # BARN DRUKNAR íSUNDLAUG I 'að sorglega slys vildi til á annan i páskum, að tveggja ára gamall drciigur, Bjarni sonur Sigurðar Greipssonar íþróttaskólastjóra hjá (ieysi, druknaði í sundlauginni þar. Drengurinn hafSi fariS út laust fyrir hádegi og misti heimafólk sjónar af honum um stund. Var þá farið að leita að honum og fanst bann örendur í sundlauginni, sem er rétt hjá húsinu. FaSir hans var ekki heima, hafði skoppið út að Múla. Var nú símað til hans undir eins og brá hann þeg- ar við og var kominn heim eftir stutta stund. Gerði hann allar þær lifgunartilraunir á barninu, sem hugsast gátu, en þær urðu árangurs_ lamsar. Kn jafnframt því að símaS var til Sigurðar var símaS að Mosfelli í veg fyrir bil. sem var á suSurleiS, og bann beðinn að f ara að Laugarási að sækja lækni. ÞaS gerSi bílstjórinn, en komst ekki lengra en aS Múla með Iækninn, vegna þess aS vegur- inn þaSatl að Geysi er ófær bílum. Læknirinn hélt hiklaust áfram, en þegar hann kom aS Geysi var svo langt um liðið frá því barnið datt í laugina, að allar lífgunartilraunir hans reyndust árangurslausar. — Mbl. 15. apríl. * "?(* -ff / BARNASKÓLAHOS BRENNUR Keflavík. Barnaskólahúsið í Hafnarhreppi hrann til kaldra kola s.l. nótt. Eldsins varð vart um miðnætti. Tvær konur, er voru að koma sunn- an frá Kalmannstjörn, sáu eldinn og er þær urSti hans varar, flýttu þær sér til næstu bæja og vöktu upp menn. Þegar þeir komu á brunastaðinn, kl. á fyrsta tímanum, var eldurinn orðinn það magnaður, að ekki var viSlit að slökkva, enda engin slökkvi tæki til á staSnum og langt í vatns- ból. ASkomumenn brutu rúður <á skóla- húsinu, til þess að reyna aS bjarga kensluáhöldum, en litlu einu varS bjargaS. Ókunnugt er um upptök eldsins. A annan i páskum var haldiS barna- skólapröf í húsinu og fór skólastjóri seinastur út, eSa um kl. 9 um kvöld- iS, en varS þá einskis var. Engin íbúS var í húsinu. HúsiS, sem var einlyft timburhús, var vátrygt hjá Brunabótafélagi íslands. Það var 20—3o-ára gam- alt, og eign hreppsins. Kensluáhöld skólans voru vátrygð að mestu, en bækur og áhöld skóla- stjóra var úvátrygt. Próf voru haklin í dag út af brun- anum.—Mbl. 15. april. # # # 70 MILJÓNA SKULDIR OG ABYRGÐIR I.andsreikningurinn fyrir árið ^934 er nýkominn út. Eins og venja er til, fylgir reikningnum skýrsla um skuldir og ábyrgSir ríkisins, eins og þær voru í árslok 1934. Skuldir ríkisins námu í árslok [934 kr. 41,937,920.53. Ag skuldum þessum verður ríkið sjálft aS standa straum af kr. 28,- 482.078.80. En skuldir, sem rikiS hefir tekið, en einstakar stofnanir standa straum af, nema alls kr. 13,- 455.84i.73- Abyrgðir ríkisins nánm í árslok 1034 kr. 27,884,742.44. Skuldir og ábyrgðir ríkisins námu þanníg til samans í árslok 1934 kr. 69,822,662.97, eða um 70 miljónum króna.—Mbl. 12. apríl. Xýlega er látin í Reykjavík, frú Kirstín Blöndal, ekkja Ásgeirs heit. Blöndals sem um eitt skeið var læknir á Húsavik í Þingeyjarsýslu, og síSair á Kyrarbakka. ÁVARP TIL FRÚ SIGRWAR IIALL (ViS kveSjuathöfn í Winnipeg) llví ert þú á förum mín söngva gyðjan góða I Ivert getur þú ei lengur snortið hjarta strengi? Ilve fegin eg vildi lifmagn til þín ljóoa, Sem lyft þér gæti yfir kaldlynt jarðar mengi. En þökk fyrir samúð, eg sakna þinna hljóma, Söngvar þínir til mín úr fjarlægð- inni óma. Svo marg-oft þú hefir sálir seitt úr dvala Og sungið þig inn að vina þinna hjörtum; Þig unga fyrst við litum á iðagræn. ! um bala, Þú áttir hugarrós, sem stráði geisl- um björtum; Ein var eg sem tilbaS töfrahljóma þína, Þeir tóku strax til fósturs unga vorþrá mína. Ef mætti eg eitt laufblað leggja í sigurkranzinn. í lýrik muncli eg flétta rós á sumar. degi, Hvar Ijósáífar smáir léttan stíga dansinn Og lífsblóm þin glansa yfir förnum vegi, Eg hvísla: Far þú vel, meS vor-tón þinna hljóma. Til vina þinna söngvar úr f jarlægð- inni óma. Indo. FLJÓT FERÐ Flugskipið þýzka, Hindenburg, hefir flogiS á milli Þýzkalands og Xew York á sextíu og tveimur klukkustundum. Hefir þetta afrek sett nýtt met i flugsögu veraldar- innar. UFFSISAMTÖK HALDAST Á fundi í framkvæmdarstjórn ÞjóSbandalagsins, höldnum í Gen- eva síðastliSinn máinudag, var á- kveðið að halda áfram refsisamtök, unum eða viðskiftabanninu við ítalíu vegna Ethiópíumálanna. LÆTUR VEL AF FÖR SINNI llon. John Bracken, forsætisráð- herra Manitobafylkis, er nýkominn austan frá Ottawa, þar sem hann sat á ráðstefnu við smabandsstjórnina viSvíkjandi atvinnubótum og at- vinnuleysistyrk. Fékk erindi hans hitiar beztu undirtektir, sem ráSa má af þyí, aS Sambandsstjórn hét Alanitoba $4,000,000 í fyrgreindu augnami^i. Allmiklu af þessu fé verður variS til vegabóta. SÆMDUR DOKTORS NAFNRÓT Mr. Sanford Evans, fylkisþing- maSur og fyrrum borgarstjóri í W'innipeg hefir veríS gerður að heiðursdoktor í lögum af Manitoha^ háskólanum. Mælist þetta vafalaust vel fyrir, þar sem Mr. Evans er þjóðkunnur alhafna- og merkismaS- ur. SAMBANDSÞINGIÐ [Jmræðum um f járlagafrumvarpið í Sambandsþinginu lauk á þriðju- dagskveldið. Breytingartillögur bæði frá Social Credit og C.C.F. flokk- [inuin vortt feldar með öllum greidd- um atkvæðum gömlu flokkanna. Hberala og conservatíva. Tillaga C.C.F. manna, er í sér fól vantraust á stjórninni, var felcl með 210 at- kvæðum gegn 8. Á móti henni greiddu atkvæði liberal og Con- servative þingmennirnir, svo og Social Credit þingmennrinir allir. Mr. K. A. Weir, fyrrum meðlim- ur útvarpsráðs Canada-stjórnar, hefir stungið upp á því við þing- nefndina, sem um útvarpsmálin íjallar, að breytt verði þannig til, aS settur verði einn útvarpsstjóri í stao þess fimm manna útvarpsráðs, sem nú er að verki. Þingstörf hafa yfirhöfuð gengio greitt, og samvinna mátt teljast hin bezta. MUSSOLINIINNLIMAR ETHIÓPÍU Síðastliðinn laugardag gaf Mus- solini út tilskipan þess efnis, aS héS. an í frá skuli Ethiópía vera óaðskilj- anlegur hluti hins ítalska veldis. Samtimis gerði hann heyrinkunnugt að titill konungs skyldi þannig breyt- ast, ai^ hann yrði konungur ítalíu og keisari Ethiópíu. Ýfirlýsing þessi vakti óhemju fögnuð um gervalla ítalíu að því er símfregnir herma. FLUGKOPPUM FAGNAD Vm siðustu helgi komu hingað til borgarinnar canadisku flugkapparn- ir úr leiðangri Lincolns Ellsworth, þeir Keneyon, Lymburner og How- ard. Var þeim fagnað af hálfu fylkis_ og bæjarstjórnar. Á þriÖju- dagskveldið hélt blaSamannafélag Winnipegborgar þeim samsæti á Royal Alexandra hótelinu, og gerSi þá aS heiSursmeðlimum félagsins. -: ÚTVARP - Almenningi í islenzkum bygðum er tilJcynt, að íslenzkri guðsþjónustu verður útvarpað frá Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg sunnudag- inn 17. maí, kl. 7 e. Ii. » Úr borg og bygð Mrs. P>. Johnson frá Glenboro hefir dvalið í borginni undanfarið ásamt tveim dætrum sínum, Ellen og Margréti. Mrs. Tryggvi Arason'frá Glen- boro kom til borgarinnar um helg- ina sem var. Mr. og Mrs. Jónas Anderson frá Cypress River, komu til borgarinnar seinni part vikunnar sem leiS. Mr. J. Ragnar Johnson, lögfræð- ingur frá Toronto, kom til borgar- innar í vikulokin síðustu ásamt frú sinni í heimsókn til foreldra sinna. Mr. og Mrs. Finnur Johnson. Mr. J. Walter Jóhannsson, um- boSsmaCur New York Life In- surance félagsins fór suÖur til De- troit Lakes síSastliSinn föstudag á- samt frú sinni, til þess aS sitja þar fund, er umboÖsmenn félagsins víSsvegar aS átttt með sér. Þau Mr. og Mrs. Jóhannsson komu heim aft- ur ;i sunnudagskvöldið. Frú Anna Ottenson er nýlega komin heim eftir þvi nær ársdvöl hjá börnum sínum í Californíu. Þær systurnar Mrs. Guðmundur Christie og Mrs. Halldór Jóhanns- son lögÖu af stað í skemtiferð til fslands á mánttdaginn og munu dvelja heima fram undir haustiS. Til borgarinnar kom í öndverðri fvrri viku hr. Yilhjálmur Þór, for- stjóri Kaupféiags Eyfirðinga. Kom hann til \"esturheims, eins og þegar hefir verið getið um, i erindum fyr- ir Síldareinkasölu hins íslenzka rík- is. \'ilhjálmur lagSi af staS héðan áleiCis til New York á sunnudags- kveldið. Eins og auglýst er hér í blaðinu verSur HátíSar-kantata Jóns Frið- firtnssonar endursungin í Fyrstu lútersku kirkju á miðvikudagskveld- i^ þann 20. þ. m. Má óhætt gera ráð fyrir mikilli aðsókn, því það er ekki á hverjum degi, sem Islending- um veitist kostur á aS verSa jafn uppbyggilegrar skemtunar aðnjót- andi. FOIIXMFXJAFUXDUR í XOREGI Merkar menjar frá fornöld fund- ust þann 15. apríl síðastliðinn mán- uð ;i búgarSirfum Austreim í Skaare, eigi alllangt frá svonefndri Haraldsstyttu. Fanst þar neSan- jarSargrafreitur eSa haugur, er ver. 18 var að plægja. í byrgintt fanst meSal annars öskuker með ýmis- konar skrauti. KeriS var heilt og hefir varSveizt vel. Nákvæm rann- sókn viðvíkjandi aldri ]iess hef ir enn eigi fariS fram. ^\Tr. Thor. Ellison, framkvæmdar- stjóri viS Armstrong-Gimli Fish- eries, var staddur í borginni á mánudaginn. REKNIR ÚR FLOKKI Sex menn, þar á meðal einn prestur, Ben Spence aS nafni, hafa veriS reknir úr C.C.F. flokknum i Taronto, fyrir það aS taka'þátt í kn'ifugöugu. svm þar fór fram þann 1. þ. m. Mr. Vilhjálmur Árnason frá Gimli kom til borgarinnar snöggva ferS á mánudaginn. Mr. Sigurður Torfason frá Gimli. kom til borgarinnar síðastliðinn laugardag. Fermingarguðsþjónusta Víkur- safnaSar í Mountain. XT. Dak., fór fram í kirkju safnaSarins mæSra- daginn 10. maí kl. 2.30 e. h. ViS GuSsþjónusru þessa var afarmikiS f jölmcnni. Fór hún hiS bezta fram. Söngur var ágætur, meSal annars sttngu f jórir ungir menn á Mountain fjórsöng til hátíðabrigðis. Tuttugu og þrjú ungmenni voru fermd við guðsþjónustu þessa. Altarisgöngu safnaðarins, sem höfð var eftir Eerminguna, sóttu nokkuð á annað hundrað manns. í fyrri viku komu til borgarinn- ar séra XT. Stgr. Thorláksson og frú, séra Haraldur Sigmar, frú hans og sonur, Mrs. E,irikka Eastvold og Miss Anna Holck frá Oslo, systur- dóttir frú Thorlaksson, er vestur kom í mánaðar-heimsókn til móður- systur sinnar og annara frænda.— Mr. og Mrs. G. J. Oleson frá Glenboro komu til borgarinnar á þrið j udagskvöldið. MAXXÚDARMAL AMurhniginn íslendingur, Teitur Sigurðsson að nafni, búsettur i Wynyard, Sask., áður til heimilis í Winnipeg, og í Selkirk, Man., hefir snúið sér til Jóns Sigurðssonar fé- lagsins, í sambandi við fjárhagsleg- an stuðning til þess að útvega dótt- ursyni sínum, Allan Leask, er misti hægri hendi af slysi siSastliðið haust, gerfihendi. Piltur sá, er hér á blut ao niáli, er rúmlega tvítugur ;i(S aldri. Faðir hans tók þátt í heimsstyrjöldinni miklu og stendur pilturinn nú ttppi föður og móður- laus. Yinir J\lr. Sigurðssonar hafa þegar skotið saman $50.00, til þess að létta undir með honum viS að f á gerfihendi, en kostnaðurinn allur mun nema um $200.00. Vitandi hve íslendingar eru fljótir til og hjálp- fúsir, þegar landar þeirra þurfa ein- hvers við, leyfum við okkur að leita til þeirra um hjálp handa þessum unga manni. \"i<S undirritaðar veitum tillögum þessu viðvíkjandi móttöku,, og kvittum fyrir í íslenzku blöSunum Fyrir hönd Jóns SigurSssonar fé- lagsins, I.O.D.E.: Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St. Mrs. B. S. Bcnson, 695 Sargent Ave. \ .suiimidagsmorguninn keyrSu þau Mr. og Mvs. L. 11. Thorlakson, Sigrún og George Sigmar og Mrs. Lára Burns frá Winnipeg til Moun- tain. til að vera við fermingu frænda síns h'ric Halfdan Sigmar. Stönz- uSu ]>au stundarkorn á prestssetrinu á Mountain, bæSi fyrir og eftir messuna, en hurfu svo heim aftur samdæeurs. Athvgli er hér meS dregin aS aug- lýsingu um hinn vinsæla sjónleik *'.!-'fintýri á gönguför" er verSur sýndur í Nýja íslandi í hinum næstu vikum. Yandað hefir verið til æf- inga og alls útbúnaðar. Leikurinn verSur leikinn af hinum vinsæla leikflokki frá Árborg. Búast má viS miklu f jölmenni. MERKtfR BLADAMADUR LATINN. Þann 12. þ. m., varð bráSkvadd- ur í Victoria, B.C., Robert J. Cro- mie, eigandi blaSsins Vancouver Sun, einn af áhrifamestu blaSa- ti'önnum hinnar canadisku þjóSar, tæplega fimtugur að aldri. Mr. Cromie var maður viðförull og þótti afi saiua skapi víðfróður í heims- pólitík.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.