Lögberg - 14.05.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 14.05.1936, Blaðsíða 3
0 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. MAÍ, 1936 Ólafur Helgason Thorlacius Fæddur 19. september 1852 — Dáinn 18. marz 1936 Minningarorð þessi byggi eg aðallega á æfiágripi, sem Ólafur sjálfur lét eftir sig. Faðir Ólafs var Helgi J ó n 13 s o n verzlunarmaÖur, bróðir séra Búa, er þjónaði eitt sinn Prestsbakka og Ó- spakseyrar prestaköllum. Kona Helga og móðir Ólafs var Sigurborg Ólafsdóttir Thorlaciusar bróður Árna Thorlaciusar umboðsmanns í Stykkiishólmi. Tveggja ára fluttist Ólaf- ur með foreldrum sínum ti! Akureyrar, og þaðan að Skarðstöðum i Datasýslu; tók Helgi til ábúðar jörðina hálfa. Ólafur naut talsverðrar uppfræðslu í föðurgarði til undir- búnings undir nám við Latínuskólann, en af þvi varð þó ekki. Kaus hann fremur að stunda nám við einhvern búnaðarskóla; með það fyrir augum hugsaði hann sér að leita til Bergen í Noregi. Tók hann sér far með skipi Péturs Eggerts kaupmanns á Borðeyri 1877. Hreptu þeir veður ill, urðu afturreka og skipið strandaði; menn björguðust en farangur týndist að mestu. Þetta var að haustlagi, náði Ólafur heim til foreldra sinna að áliðnum næsta vetri, eftir rnikla hrakninga. Árið 1878 fluttist Ólafur vestur um haf, komst hann að vinnu hjá bændum í grend við Winnipeg og í Norður Dakota, nam þar land, leitaði liann á ný til Canada og stundaði fiski- veiðar um hríð við Manitobavatn. Árið 1885 gekk Ólafur að eiga Guðnýju Björnsdóttur ættaða úr Dalasýslu, misti hann hana eftir stutta sambúð. Hafði Helgi faðir Ólafs komið að heiman stuttu áður; fluttust þeir feðgar norður til Lundar í Manitoba. Árið 1889 giftist Ólafur í annað sinn Guðrúnu Daðadóttur ættaðri úr Dalasýslu, sem lifir rnann sinn. Bjuggu þau hjón nálægt Lundar nokkur ár, fluttust siðan lengra norður með Manitobavatni, þar sem nú kallast Silver Bay bygð. Hafa þau hjón búið þar æ síðan eða um 43 ár og búnast vel. Lét Ólafur svo um mælt: “Guð hefir blessað efni okkar og farsælað efni okkar eftir öllum ástæðurm Lítt vorum við efnum búin er við fluttumst norður. Höfum við alið upp tólf börn, sex pilta og sex stúlkur.” Börn þeirra Ólafs og Guðrúnar eru þessi: Jón Jóhann giftur; Sigurþorg gift og látin fyrir stuttu; Sigríður. gift: Guðný, gift; Arni, ógiftur; Ólafur Daði, giftur; Búi, giftur; Ásthildur Jóhanna, ógift; Helga, ógift; Guðmundur Helgi, qgiftur; Rósa Margrét, gift; Jósep, ógiftur. Líka fæddist þeim hjónum stúlkubarn er lézt stuttu eftir fæðingu. Þegar litið er yfir æfisögu Ólafs blandast manni ekki hugur um það, að hann má sannur gæfumaður kallast. Hann eignast tvær ágætiskonur. Tólf börn vönduð og mannvænleg prýða heimilið og verða þess stoð og stytta um lengri eða skemri tíð, og enn eru nokkur þeirra heima og búa með rnóður sinni. Fátt var um efni framan af en brátt jókst velmegun og óx ár frá ári. Mig bar að heimili þessu fyrir tuttungu og sjö árum, var þá búið í bjálkahúsi sæmilegu eftir þeirrar tíðar háttum. Nú er komið stórkostlega vandað og mikið íveruhús með stein-kjallara og miðstöðvarhitun; peningshús eru þar eftir, svo og bústofn allur. Um tíma hélt Ólafur pósthús er nefndist “Dolly Bay” þar til það var tekið af. Sýndi hann hina mestu reglusemi í rekstri pósthússinis; jók það nokkuð gestagang. Annars hefir heimilið ávalt verið eitt hið allra mesta gest- risnisheimili innan bygðar, einkum að vetrinum, því á var þar mjög fjölfarið. Aldrei var svo margt næturgesta fyrir, að ekki væri rúm fyrir fleiri. ef þá bar að garði, og sízt af öllu stóð á hjartarúmi. Öllum var tekið með opnum örmum, mun ekki nokkur sá innan bygðarinnar, að hann hafi ekki þegið góðgerðii á heimili þessu. Voru hjón og Ijörn samhent í því að fagna gestum og gangandi. Húsmóðirin Guðrún er með nær dæmalausum afbrigðum þrekmikil og atorkusöm eftir aldri, er hún jafnvíg á störf utan húss og innan og alt með veruleik og myndarskap. Ef minst er á það við hana að ganga ekki of nærri sér, er viðkvæðið, að það megi rétt eins vel skipa sér ofan í gröfina eins og að skipa sér að hætta að vinna. Og þar við situr. Ekki vil eg eyða mörgum orðum að þeim mörgu ánægju- stundum, sem eg átti á heimili þessu, en margar eru þær og með öllu ómetanlegar. Eftir að stofnsettur var Betel-söfnuður lét heimili þetta ekki standa upp á sig að styðja málefni hans. 'Ólafur var for- seti safnaðarins meðan kraftar leyfðu. Hélt hann barnatrú sinni til dauðadags og hafði orð á því, að ekki bygði hann ei- lífðarvon sína á öðru en friðþægingarverki frelsarans; bænin var honum daglegt brauð ; bækur þær sem hann hafði á borðinu við rúm sitt, sýndu að þær voru ekki látnar liggja ólesnar og gáfu til kynna trúarlegt innræti Ólafs. Útförin hófst að heimilinu fimtudaginn 26. marz og hélt áfram næsta dag í kirkju Betel-safnaðar, að viðstöddu mörgu fólki; er Ólafur jarðaður þar í kirkjugarðinu af þeim er ritar þessi orð. Vel er enn setið heimili Ólafs af ekkju hans og börnum og svo mun fram fara, en óhjákvæmilegt er að söknuður geri vart við sig hjá þeim, sem ber að heimili hans. Menn rnunu ávalt minnast hins margfróða og glaðlynda manns, sem tók öllum með opnum örmum með óþvingaðri góðvild. Hluttekt vil eg árna ekkju hans og börnum. Vil eg mæla mín vegna og margra annara: “Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alt og alt. Gekst þú með Guði. Guð þér nú fylgi; hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.” s. s. c. Af Pansarför minni VEGNA “ÞRIÐJA ALÞJÓÐA-ÞINGS LCTERSKRAR KRISTNI” HAUSTIÐ 1935. Eftir dr. Jón Helgason, biskup. (Framh.) Af öllum erindunum, sem flutt voru á þinginu, fanst mér tilkomu- mest erindi það, er Sam. Stadener biskup flutti. En hann er skörung- ur mikill, málsnjall og rökfastur. Fundir byrjuðu dag hvern með stuttri bænargerð kl. gj/2 árdegis og stóðu þar til kl. 1. Var þá gert I fundarhlé til sameiginlegs borð- halds á matsölustað skamt frá fund- ] arstaðnum. En kl. 3 y2 var aftur ^ settur fundur og stóð hann venju- ] lega til kl. 7y2. Þó kom það einmg ' fyrir, að kveldfundur var settur kl. j 9, ef ekki hafði tekist að ljúka um- ræðum um eitthvert af fundarefn- * um árdegisfundanna. Síðdegisfund- irnir urðu f jölbreyttastir, því að þar skyldi einn fulltrúi frá hverju landi gefa stutt yfirlit yfir hag sinnar eigin kirkju. Var stundarf jórðung- ur afmarkaður ræðutími hvers ræðumanns. Þar lenti það vitanlega á fulltrúa islenzku kirkjunnar að segja frá högum íslenzkrar kristni á nálægum tíma, og fékk hann, af sérstakri náð. að tala í 22 mínútur (á þýzku). Höfðu þessi stuttu yfirlits-erindi mikinn fróðleik að flytja og hefir sá er þetta ritar, haft mikla en þó einatt sorgblandna á- nægju af að ryf ja upp fyrir isér eftir heimkomuna, eftir “hektograferuð- um” ræðu-útdráttum, aðalefni þeirra. Því að um ýmis þeirra má segja, að þar voru dregnar upp hrygðar-myndir. Svo er t. d. um meirihluta hinna lútersku minni_ hluta kirna í löndunum, þar sem rómversk-katólsk og grísk-katólsk kristni ríkir. Því að þar eiga evangel. lúterskir söfnuðir yfirleitt víðast mjög erfitt uppdráttar. Frá Rús'slandi var enginn fulltrúi á þessu þingi, enda mun mega segja, að lútersk kirkja þar í landi sé í bili með Öllu úr sögunni. En átak- anlegar lýsingar á hörmungum þeim, sem alt kristnihald þar í landi væri ofurselt, fengum vér alt að einu á þinginu, af vörum nákunn- ugra manna. Drógu þeir sízt dul á, að markmið stjórnendanna (Sovjet) væri að útrýma ekki aðeins evang. kristnihaldi, heldur öllu kristnihaldi —allri guðstrú þar í landi, svo fljótt sem því yrði við komið og svo gjör- samlega sem hægt væri, en ryðja i þess stað braut aðgeru guðleysi. Síðasta fundardaginn voru sam- þyktar ýmsar ályktanir þingsins, sem áleizt gjörlegt að birta. En sumar ályktanirnar, sem frarn voru ' bornar. þótti ekki ráðlegt að bera j upp til atkvæða og láta koma fyrir j almenningssjónir, með því að álitið var, að þær gætu orðið til hins gagn- stæða því að bæta hag hlutaðeigandi evangeliskra safnaða, .sem ættu við þrengingar að búa og ofsóknir af hálfu veraldlegra drotnara sinna. Seinasta verk þingsins — 7. þing. daginn — var að kjósa framkvæmd- arstjórn fyrir næsta 5 ára tímabil. Höfðu tveir úr framkvæmdarstjórn- irtnj beðist undan endurkosningu. Var annar þeirra forsetinn sjálfur, dr. Morehead, sem frá öndverðu hefir látið öll mál þinganna til sín taka mest allra manna. Fyrir elli- lasleika sakir treysti hann sér ekki lengur til að anna þeim störfum. Nokkur reipdráttur varð um það á þinginu, hver taka skyldi við af Morehead. ÁTirtist Ameríkumönn- um það nokkurt áhugamál, að for- ystan yrði áfram falin Bandaríkja- manni. Aðrir óskuðu helzt, að hún yrði falin Norðurlandamanni — og þá helzt Erlingi Eidem erkibiskupi Svía (isem þó þverneitaði sökum mikils annrikis að gefa kost á sér til þeirra hluta). En Þjóðverjar óskuðu, að kosinn væri maður úr þeirra hóp og höfðu þeir sérstaklega augastað á dr. Marahrens biskupi frá Hannover, mesta glæsimenni að vallarsýn allra fundarmanna og frá- bærum til fundarstjórnar. Eftir all. mikið þref varð niðurstaðan sú, að framkvæmdarnefnd sú, er kosin ! yrði, kysi sjálf forystumanninn úr sínum hóp. Varð það svo fyrsta verk hinnar kosnu framkvæmdar- nefndar, að fela dr. Marahrens for- yistuna og létu fundarmenn sér það vel lika, enda vafalítið. að forystan verður þar í góðum höndum. í framkvæmdarnefndinni eru nú með honurn tveir Bandaríkjamenn: dr. Knubel, forseti “United Lutheran Churches” í U.S.A., og dr. Ralph Long frá New York, tveir Norður- landamenn: dr. Per Pehrson pró- fastur frá Gautaborg og dr. A. Th. Jörgensen frá Khöfn, og af Þjóo- verjum dr. Meisner biskup. Alls yfir fór þingið mætavel fram, og er enginn efi á, að fundarmenn allir hurfu þaðan auðgaðir að ljúf- ustu endurminningum um fádæma góðar viðtökur af hálfu lúterskra kirkjumanna frakkneskra og þá jafnframt um dvölina í þessari “borg borganna,” sem er réttnefni á Parísarborg, sökum dásamíegrar fegurðar hennar og óhemju auð- legðar að flestu því, er augað gleð- ur, að ógleymdum þeim minningum, sem við það eru tengdar. Á Frakk- Iandi eru nú samtals nál. 900 þús. mótmæleúdatrúar, en af þeim aftur um 300 þús. evangelisk-lúterskir, er skiftast niður í 2600 söfnuði. (Framh.) MOKAFLI í VESTMANNA- EÝJUM Hlaðafli var í dag í Vestmanna- eyjum, en stórkostlegt veiðarfæra- tap varð síðastliðna nótt af völdum togara. Áætlað er að alls hafi spilst veiðarfæri fyrir 60—70 þús. króna. Sumir bátar komu næstum veiðar- færalausir að landi í dag, og er talin lítil eða engin von um, að úr verði bætt á þessari vertíð, vegna þess að veiðarfæri eru nú mjög af skornum skamti á staðnum. Fiskur sá, sem nú aflast, er miklu smærri, en verið hefir undanfarna daga og telja sjó- menn þetta nýja fiskigöngu. Mestan afla höfðu í gær: Hilmir, skipstjóri Haraldur Hannesson, 21 þúsund og 500 kílógr.; Óðinn, skipstjóri Ólaf- ur ísleifsson, 20 þús. kg. og Glaður, skipstjóri Eyjólfur Gislason, 19 þús. og 500 kg. Afli þessi var þorskur, en auk þess fengu þessir bátar 5—6 hundruð af ufsa. Flestir bátar hafa nú flutt veiðarfæri sín á hið venju- lega netasvæði, Bankánn. Menn eru mjög áhyggjufullir um veiðar- færi sín vegna ágengni togara, ef ekki verður aukin gæsla. Vísir 4. apríl. Selveiði í Hergilsey og Flatey Flatey 1. apríl. Bændur úr Hergilsey og Flatey fóru nýlega í félagi á svonefnt sela- far. Er þá lagt sterkt net fyrir vog, sem selurinn liggur í og netið dreg- ið inn eftir voginum unz alt svigrúm er þrotið. — í þetta sinn veiddust 22 selir og er það talin góð veiði. Er vesöld með ódygðum að sökkva Islandi ? (Framh. frá bls. 2) þcssum örðugleikum nteð minni lítil- rnensku, en meiri mannslund og höfðingskap en margar aðrar þjóðir. Það má deila um einstök atriði i framkvæmdum bæði stjórnar og ein_ staklinga. En hvað sem því líður, er þjóðin ráðin í því að berjast ó- sleitilega fyrir tilveru sinni. Húri mun ekki, að dæmi sumra Evrópu- þjóða’ afneita sál sinni með því að varpa örlögum sínum á vald fáeinna alræðismanna. Hún hefir ekki, eins og margar aðrar þjóðir, útiíokað frelsi einstaklinganna til að hugsa, tala, rita eða lesa. I þess stað hefir hún rótfest alþýðlegar mentastofn- anir og skóla, sem fátækir jafnt sem ríkir eiga aðgang að. Og þrátt fvr- ir alt, sem að má finna; vona eg, að starf hennar byggist framvegis á samstarfi frjálsra einstaklinga — á sönnu lýðrœði, Heill sé hverjum góðum dreng, er að því stefnir, hvort sem hann er innan lands eða utan, — hvort sem hann hugsar hugsun, talar orð eða ritar bréf. Jakob Jónsson. 3 Business and Professional Cards PHYSICIANS aund SURGEONS DR. B. J. BRANDSON DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 21 834—Office timar 4.30-6 Phone 403 288 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON i Dr. P. H. T. Thorlakson 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 206 Medical Arta Bldg. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta Cor. Graham og Kennedy Sts. Phonee 21 218—21 144 kl. 2.30 til 6.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 \ Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir Vi8talstlmi 3—5 e. h. 41 FURBT STREET 218 Sherburn St.—Sími 30 877 Phone 36 137 S!ml8 og semjiB um aamtalstlma DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. , Cor. Graham og Kennedy St. Talslmi 23 7 39 ViStalstlmar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg • Slmi 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœOingur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 16 66 PHONES 96 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrxxOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON lsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthöslnu Slmi 96 210 Helmilis 33 321 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEO DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. • PHONES: Office 36 196 Res. 51 456 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um öt- farir. Allur ötbönaBur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talslml: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgS af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur a8 sér a8 ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrgB og bif. rei8a ábyrgSir. Skriflegum fyrir- spurnum svara8 samstundis. Skrlfst.s. 96 757—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 9 5 411 806 McArthur Bldg. HANK’S BARBER AND REV. CARL J. OLSON BEAUTY SHOP Umboðsmaður fyrir 251 NOTRE DAME AVE. NORTH AMERICAN LIFE 3 inngöngum vestan við ASSURANCE FÉLAGIÐ St. Gharles ábyrgist íslendingum greiB og Vér erum sérfræSingar I öllum hagkvæm viöskifti. greinum hárs- c\g andlitsfegrunar. Office: 7th Floor, Toronto General Allir starfsmenn sérfræ8ingar. Trust Building SÍMI 25 070 Phqne 21 841—Res. Phone 37 769 HÓTEL I WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaóur i miöbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yflr; m«8 baBklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlSir 40c—60c Free Parking for Guests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Doum Town Hgtel“ 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventlons, Jinners and Functlons of all klnda Ooffee Bhoppe F. J. FALL, Manager Corntoall ^otel SEYMOUR HOTEL Sérstakt verB á vlku fyrir námu- 100 Rooms with and wlthout og fiskimenn. bath Komi8 eins og þér eru8 klæddlr. J. F. MAHONEY, RATES REASONABLE f ramk væmdarstj. Phone 28 411 277 Market St. | MAIN & RUPERT WINNIPEO C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.