Lögberg - 14.05.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.05.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. MAl, 1936 ijcrgteng; « OefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO <3.00 um driO—Borgist fyrirfrnm Thfe “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limlted, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Unaðsleg kveldáliund Hátíðarkantata Jóns Friðfinnssonar, samin í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis, var sungin í Fyrstu lútersku kirkju við hús- fylli á miðvikudagskveldið þann 6. yfirstand- andi mánaðar. Var þetta gert fyrir atbeina íslenzku söngfélaganna tveggja hér í borg- inni, The Icelandic Male Voice Choir og The Icelandis Choral Society. Eins og vera bar, mæltist Jtetta vel fyrir, því bæði er nú það hve aðstaða Jóns Friðfinnssonar er tiltölulega sérstæð vor á meðal, sem og hitt, hve sjald- gæf eining kom fram í því öllu, er að undir- búningi og framkvæmd hljómleikanna laut. Jón Friðfinnsson er ágætt alþvðuskáld— í tónum; svo rík var ástríða hans í þessa átt, að áður en þess voru nokkur tök að afla sér upplýsinga frumatriðum.hljómfræðinnar við- víkjandi, er hann, við plóginn og herfið sem frumbyggi í Argylebvgð, farinn að semja sönglög. Síðan hefir hann með þoli sínu og sjálfsra'kt svo fært sig upp á skaftið jafnt og ])étt, að tónsmíðar hans, margar hverjar, hafa hasla”ð sér varanlegan völl í söngmenningu hinnar íslenzku þjóðar. “Vögguljóð” Jóns verða alveg vafalaust lengi sungin meðal Is- lendinga; sama má óhikað segja um “ Vorið,” stórfagurt lag við meistara-texta Jóhanns Sigurjónssonar, “Arið mitt er árið þitt” og margt fleira. Islenzk þjóð hefir jafnan verið elsk að lýrik; og hún mun vafalaust meta tón-lýrik Jóns því meir, sem hún kynnist henni betur. Áminst hátíðarkantata Jóns Friðfinns- sonar mun vera hans lengsta og margbrotn- asta verk; þó eru það ekki ávalt lengstu kvæð- in eða lengstu tónljóðin, sem mest hafa til- verugildið til brunns að bera. Stutt lag og ferskeytla geta átt brýnna erindi út á meðal almennings en heil hljómkviða og löng drápa. 1 kantötu Jóns eru gullfallegir kaflar; má þar einkum og sérílagi tilnefna, að því er oss fanst, upphafssönginn, sem er hvorki meira né minna en stórhrífandi, og karlakórslagið “Þér landnemar, hetjur af konungakvni, ” prýðilegt lag með voldugum tónþunga. Ein- söngvarnir komast ekki til jafns við kór- söngvana, að einum undanteknum, “Þó að margt hafi breyzt síðan bygð var reist,” sem er undurfalleg sópranó-sóló. Alt í gegn er kantatan sviphrein og laus við tilgerð; það mátti hún líka til með að vera, er tekið er til- lit til hinnar óbrotnu djúpfegurðar hátíðar- Ijóðanna, eða Davíðssálma hinna nýju. 1 prýðilegum ummælum um tónskáldið, eftir Dr. Björn B. Jónsson, er telja má sem for- mála að söngskrá Kantötunnar, er meðal annars þannig komist að orði: “Jón Friðfinnsson er meiður vaxinn á vortíð íslenzku nýlendunnar í Canada. Kyn- stofninn handan hafs, austfirzk bænilaætt- Frjóanginn uppstunginn úr móðurmold, flutt- ur, endurgræddur í nýrri álfu. Frjómagn ný- nýgræðingsins, loft hans og sól, nýlendulífið harða, glaða, frjálsa.”— Kórarnir, karlakórinn, og blandaði kór- inn einkum, sungu víða með ágætum; studdi þar mjög að djarfmannleg stjórn Paul Bar- dals og traust meðspil frú Bjargar Isfeld. Einsöngvar þeirra Bardals og frú Sigríðar Olson létu undurvel í eyra, og í laginu “Þó margt hafi breyzt,” vakti frúin djúpa og al- menna hrifningu. Ungfrú Lillian Baldwin, bráðvelgefin og listræn dótturdó^tir tónskáldsins, söng “Vögguljóð” afa síns, og fórst henni það hið bezta; naut hún aðstoðar Pálma Pálmasonar á fiðlu. Hljómsveit, Snjólaug Sigurðsson, Pálmi Pálmason, Jóhannes Pálsson, Henry Benoist og John Norrhagen, léku Quartette eftir Jón, hið snyrtilegasta verk. Dr. Blön- dal flutti skipulegt ávarp til tónskáldsins og afhenti því fyrir söngflokkanna hönd, skraut- bundið eintak af Kantötunni með dráttmynd á forsíðu, er hann hafði gert af höfundi henn- ar.— Dr. B. H. Olson hafði gert prósaþýðingu af Kantötutextanum, prýðilega af hendi leysta.— Um þær mundir er Kantatan skyldi syngjast, hafði höfundur hennar legið rúm- fastur, og það allþungt haldinn; það hafði því leikið á tvennum tungum hvort hann yrði fær um að verða viðstaddur! sönginn. Vintmi1 hans öllurn lil ósegjanlegrar ánægjn skipa’ðist þó þannig til að hann kom, þó með veikum burðum væri; bar lófaklappið og sú samúð, er í hinni þéttskipuðu kirkju ríkti, auðsæjan vott um þær vinsældir, er hinn aldni söng- lagahöfundur hvarvetna nýtur. Kona tón- skáldsins, frú Anna, var sæmd undurfögrum vendi vorblóma; afhenti hann kornung sonar- dóttir hennar, Elvelyn Friðfinnsson; var því og fagnað með lynjandi lófaklappi.— Að lokinni. söngskrá bauð Friðfinnsson fjölskyldan í sameiningu, söngfólki og all- mörgum öðrum upp á kaffi og aðrar góðgerð- ir í samkomusal kirkjunnar, og skorti þar hvorki gleði né góðan fagnað.— Yfir þessu unaðslega söngkveldi ríkti samúðarríkur þjóðræknisandi, eins og reynd- ar ávalt endrarnær, þegar Islendingar verða samtaka. MacKenzie King MAÐVRINN OG AFREKSVERK IIANS. Eftir John Lewis. (Sig. Júl. Jóhannesson þýddi) King tók það mjög sárt að geta ekki komist heim áður en móðir hans dó. En þess var víða getið að hún var fædd meðan faðir liennar, William Lyon MacKenzie, var í út- legð og dó meðan sonur hennar átti í þeirri orustu, sem grimmust hefir verið og háð í stjórnmálum hér í landi. Afi Kings var ofurliði borinn um stund- arsakir í stríði fyrir auknu frelsi þjóðar sinn- ar, en síðar hóf framtíðin nafn hans til hinn- ar mestu frægðar. Sjálfur barðist King í þetta skifti gegn mestu þrælatökum sem menn þekkja, þegar samborgarar hans voru sviftir atkvæði og málfrelsi. Einnig hann beið ó- sigur, en síðan hefir hann hafist til hæztu tignar, sem þjóðin á til í eigu sinni. Eftir kosningarnar 1921, þar sem bæði King sjálfur og flokkur hans hlutu sigur, birtust eftirfarandi línur í blaðinu “West- minster Gazette” í Lundúnaborg á Englandi: “Ilinn nýi forsætisráðherra í Canada hefir ekki hafist til valda á auði né utanaðkomandi áhrifum. Ekki var hann heldur hafinn upp í þetta tignarsæti af tilviljun einni, sem því fylgir oft að vera fæddur af voldugu fólki. Foreldrar hans voru annáluð fyrir það hversu þau bárust lítið á og hversu heimili þeirra var blátt áfram og hversu hjálpsöm þau voru. Því er eins farið með King og marga aðra menn sem til fra'gðar hafahafist að móð- ir hans var sú sem aðallega skóp honum fram- sóknarþrá. Mrs. King var einkar fríð kona sýnum, tilkomumikil og hæfileikarík. Hélt hún hátt á lofti fyrir börnum sínum því bjarta Ijósi frelsis og fórnfærslu, sem faðir hennar hafði kveikt. Henni fanst sem hann hefði fengið sér það ljós til varðveizlu og væri það skylda sín að afhenda það syni sínum þeim, er heilsuna hafði, þegar hún félli frá. Má nærri geta hversu ant henni hefir verið um að það yrði ekki látið daprast eða deyja í höndum hans. Þetta skildi King og lét sér að kenningu verða. Það er áreiðanlega eitt dökkasta skýið á himni Kings nú, að henni auðnaðist ekki að lifa þann dag sem þjóðin hóf son hennar upp í sitt æðsta sæti. Mrs. King dó meðan herskyldukosning- araar stóðu yfir—daginn áður en sonur henn- ar beið ósigur í kjördæminu, sem fimm sinn- um hafði krýnt föður hennar dýrðlegum sigri; sama kjördæminu, sem nú hefir kosið son hennar með miklum atkvæðafjölda og sent hann til Ottawa sem æðsta mann þjóðar- innar. Það er víst að þeir sem andlegri skygni eru gæddir sjá nú svipi afans og móð- urinnar standa honum sinn til hvorrar hliðar. MacKenzie King hefir átt við ýmsa erfiðleika að berjast. Hann er ekki auðugur maður. Hvað eftir annað hafa honum staðið opnar dyr til auðs og tignar. En hann hefir hafnað þeim öllum til þess að vera engum öfl- um bundinn er fjötrað gætu fætur hans eða hendur í framkvæmdum og endurbótum.. Og það var móðir hans sem mest og bezt hafði áhrif á hann í þessum efnum. Hún var á- kveðin og ósveigjanleg í þeirri skoðun, að stjórnmálamenn mættu á engan klafa bind- ast.” Þannig eru ummæli “Westminster Gazette. ” * (Framh.) / NAFNI FRIÐARINS Flestar þjóðir heims verja miklum hluta tekna sinna til vígvarna; allar gera þær þetta í nafni friðarins, eða að minsta kosti láta þær í veðri vaka að svo sé. Bretar verja í ár meira fé til hers og flota en dæmi ern áður til. Þetta er gert í nafni friðarins, og nákvæm- lega hið sama gildir um Frakka, Þjóðverja, Rússa og Japani. Þjóðandalagið heldur fundi allan ársins hring í nafni friðarins, og í nafni friðarins tortímir Mussolini átölu- laust svo tungum þú,sunda skiftij; af gamal- menmitn, konum og börnum í Ethiópíu, er ekkeft höfðu til saka unnið. Hvenær ætli þjóð- unum lærist að afvopnast—í nafni friðarins! Heiðruð með heimsókn Þann 18. april síðastliðinn voru þau Mr. Jakob Vopnfjörð og frú Dagbjört Vopnfjörð, heiðruð með heimsókn af eitthvað um þrem tug- um vina að heimili þeirra við Clover- dale, B.C. Var flest fólk þetta úr íslenzku bygðinni í Blaine. Tilefni heimsóknarinnar var það, að þann dag höfðu þau Vopnf jörðshjón ver- ið þrjátíu og fimm ár í hjónabandi. Orð fyrir gestum hafði séra H. E. Johnson, en kveðjuskeyti bárust þeim hjónum frá Mr. og Mrs. Axel Vopnfjörð að Belmont, Man., séra Rúnólfi Marteinssyni, Mr. og Mrs. Bergthor E. Johnson, og Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni, er sendi kvæði. Auk séra Halldórs töluðu Th. Sí- monarson, M. Thordarson, S. Björnson, Mrs. W. Ögmundsson, Mrs. A. E. Kristjánsson, Mrs. S. Björnson og Mrs. H. E. Johnson. E. K. Breiðfjörð söng nokkra ein- ! söngva, en tvísöng sungu þeir John j og Elías Breiðford. Mrs. H. E. ' Johnson afhenti þeim Mr. og Mrs. I Vopnf jörð klukku og málverk af j Peace Arch. Þau Vopnfjörðshjón I fluttu bæði skemtilegar þakkarræð- ur og tjáðust mundu langminnug þess vinarþels, er heimsóknin bæri vott um. Var mannamót þetta að öllu leyti hið ánægjulegasta og sam- boðið þeim mætu hjónum, er verið var að heiðra. Avarp til hjónanna Jahobs og Daghjartar Vopnfjörð flutt af Mrs. Rev. H. E. Johnson á 35 ára giftingarafmœli þeirra 18. apríl 1936. Heiðraði forseti, Heiðursgestir og vinir! Eg ætla ekki að vera langorð i þetta sinn. Það er allareiðu búið að gera grein fyrir hversvegna við erum hér saman komin. Flestir líkja lifinu við sjóferð. Menn sigla í huganum yfir blind- sker og boða — eða líða áfram á spegilsléttum haffletinum — eða þeir berjast áfram í brimróti — alt eftir því hvernig lífið hefir leikið þá. Aftur hefi eg alt af vilja líkja líf- inu við árstíðir náttúrunnar, breyt- ingu hennar og litbrigði. Þegar eg á vorin lit fyrstu blómhnappana gægjast úpp úr moldinni og brosa móti sólarljósinu áhyggjulaus fyrir næðingunum, þá dettur mér i hug ungbarnið nýfædda, sem brosir ó- sjálfrátt móti lífinu, vitandi alls ekki hvers það má vænta. Þegar lengra liður á vorið og blómin þroskast og öll náttúran iðar af lífi og fjöri; fuglarnir kvaka kvist af kvisti og kalla sér maka, loftið þrungið af ilmi gróðurs og sólar, þá dettur mér í hug æskan á þroskastigi, full af lífsþrótti og gleði og fögrum fram- tíðarvonum. Það var einmitt á þessu þroskastigi lífsins, sem þau Dag- björt og Jakob tóku höndum saman og hétu því að leiðast áfram lífs- brautina. Þá byrjaði sumarið, þessi starfstími fullorðinsáranna; eg veit þau hafa notað hann vel og upp af starfsemi þeirra hafa sprottið ný vorblóm, því áfram heldur lífs- straumurinn og alt af hafa þau halcl- ist í hendur. Og nú líður að hausti, laufin fölna og hárin byrja að grána, nú er æskuástin orðin að trygðbund. inni vináttu, djúpgrónum kærleika milli þessara tveggja hjartna, sem fylgst hafa með samtíða slögum og borið hvers annars sorg og gleði í þrjátíu og fimm ár. Því eflaust hafa þau oft þurft að taka á þreki og hugprýði til að halda á brattann. Það er fyrir aðdáun þessara kosta, sem þessi fámenni hópur mætir hér í kvöld til að samgleðjast þeim á þessum eyktamótum 35 ára gifting- arafmæli þeirra, og tilkynna þeim, að jafnvel hér í fjarlægð ástvina og fornkunningja, hafa þau og eignast nokkra góðkunningja, sem árna þeim heilla og blessunar. Og til minningar um þessa kvöldstund af- hendi eg ykkur þessa litlu vinar- kveðju í nafni allra viðstaddra. Eigingirni kom okkur til að hafa það klukku, svo hún gæti mint á þessa samfundi á öllum tímum dags og nætur og í hvert skifti er hún slær, á hún að flytja ykkur nýjar þam- ingjuóskir. En myndin af Friðar- boganum á að minna ykkur á að við stigum yfir landamerkjalínuna á þessum eftirminnifega degi. Svo óskum við ykkur aljrar bless. unar til æfikvölds; vildum svo gjarnan eiga eftir að sitja gullbrúð- kaupið og að hópur vinanna verði þá stærri. * # # 493 Lipton St., Winnipeg, á páskum, 1936. Mr. og Mrs. Jakob Vopnf jörð, Blaine, Wash. Kæru vinir: Hjartanlega óska eg ykkur til lukku og blessunar með 35 ára gift- ingarafmæli ykkar, nú i vændum. Samleiðarsporin ykkar hafa legið á ýmsum stöðum, æfintýrrn verið margvísleg, gatan stundum grýtt; en auðug hefir samleiðin ávalt verið af atorku óg hyggindum, hugrekki og tápi, giftusamlegum árangri, sam- taka kærleika, og Drottins blessuðu náð í blíðu og stríðu. Guð blessi ykkur, ásamt öllum ástvinum ykk- ar, alt sem er framundan og láti ykkur ávalt finna til sinnar dásam- legu handleiðslu og hjástoðar. Kon- an mín sendir ykkur kæra kveðju og blessunaróskir. Með vinsemd, Rúnólfur Marteinsson. # # # Jakob og Dagbjört Vopnfjörð á 35 ára giftingarafmœli þeirra 18. apríl, 1936. Kæru vinir: Þó fjarlægðin hamli samfundum við ykkur á þessum hátiðisdegi, þá flytur hugur og hjarta vinakveðjur og óskir, sem ekki er hægt að setja í fáein strembin orð, því þau geta aldrei orðið, þegar bezt lætur, nema bergmál af því sem innra býr. Þið hafið borið hita og þunga dagsins. og samt fundið tíma og tækifæri til að strá perlum varan- legrar vináttu og . bróðurkærleika meðal þeirra sem þið hafið umgeng- ist. Við þökkum vináttu ykkar, trygð- ina og traustið og óskum að bver kærleiksgeisli sem þið hafið stráð meðal vina ykkar megi endurspegl- ast hvern ófarinn dag á æfibraut- inni, til að gera kvöldið friðsælt og fagurt. í huga við hendur réttum til heilla þenna dag, og óskir um framtið fléttum sem færi ykkur alt i hag. Mr. og Mrs. Bergthor Emil Johnson. # # # Til Jakobs Vopnfjörðs og konu hans. Vér Islendingar eigum skrítna sögu, ef anda hennar skildum, betur færi. Það sjúkum heimi hjartastyrking væri og heilsubót að þekkja slíka sögu. Hún ofin var úr allra lita þáttum, en uppistaðan tvinnum gulli og stáli. Þótt örlög beittu eggjum, feykn og báli, fékk ekkert grandað hennar beztu þáttum. Þó stæði þjóðin gagnvart gröf og dauða og glötun blasti við úr flestum áttum þá hóf hún sig á sinum beztu þáttum i sigurvon, og reis frá gröf og dauða. En hvaðan ófust þessir sterku þkttir í þjóðlíf vort — og fram til sigurs knúðu ?— Frá hetjum þeim, sem helgi starfs- ins trúðu— i höndum þeirra spunnust slíkir þættir. Og þvi skal fagnað þeirra heiðurs- degi, “Svart og hvítt ” ÞAÐ er veruleg öryggiskend í skrif- uðu orði — hvort sem það grípur vfir samning, kjörkaup eða lýsjngu vörunnar, sem á boðstólum er. Þegar þér hafið það “svart á hvítu” kemst enginn misskilningur að. Öryggið er í yðar höndum þegar þér verzlið með pósti gegn um EATON’S póstpantana verðskrá. A blaðsíðum liennar “á svörtu og hvítu,” eða á fögr- um og litnákvæmum myndaplötum, er að finna sögu vörunnar, sem EATON’S býður yður, og það eru forréttindi yðar að grandskoða vöruna, sem þér takið á móti og krefjast þess að lnín sé eins og vér skýrðum yður frá. Sérhverjum hlut í EATON ’S verðskrá er nákvæmlega lýst. Engar staðhæfing- ar gerðar, sem varan sjálf ekki ber með sér. Myndirnar eru í nákvæmu samræmi við vöruna. Verzlið með pósti eftir hentugleikum yðar í þægindum yðar eigin lieimilis og treystið hinni viðurkendu staðhæfingu að “Ef EATON’S segir það sé svona — þá er það svona!” ST. EATON WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.