Lögberg - 14.05.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.05.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGTNN 14. MAl, 1936 Mapnorðsdómur Eftir Johanne Vogt. “Ó, þess þarf ekki,” sagSi hún spaug- andi. “Hugsið yður — ef mig einmitt lang- aði til að dreyma í kvöldf ” “Ungfrú Elín — þá ætla eg að biðja yður um—” “Ekki að sleppa lampanum, læknir. Það er haútulegt að leika sér með eld í gömlum húsum.” H ;n þaut upp stigann. Þegar liún kom að fyrstu bu'gðunni í stiganum, nam hún staðar og horfði yfir liandriðið. “Þér kunnið þá list að lýsa sjálfum vður, læknir.” “Og þér kunnið mætavel að dylja yður, ungfrú Elín. Bíðið þér dálítið — þetta er svo rómantískt, er það ekki ? Stúlkan í skrjáfandi silki og kostbærum loðfatnaði hangandi út vfir handriðið.” “Og riddarinn niðri með steinolíulampa í hendinni,” sagði liún og htó glaðlega. “Ó, þér eyðileggiÖ hugðnæmina. Nær fæ eg að sjá yður á morgun — sem læknif ” “Ó, þegar draumferðalagið er á enda—” “Verður það langt?” “Alla leið inn í næstu öld og máske lengra. Góða nótt og þökk fyrir í kvöld. ” # # # Draumarnir koma ekki þegar maður vill. Hér var sársaukinn sá neisti, sem rak draum- ana burt. T‘að dugði ekki að gleði var í hug- anum, og að eitthvað sem líktist gæfu gerði vart við sig í honum. Tilfinningin var hníf- urinn, sem skar í sundur alla vonarþræði, eyÖilagði alla ánægjulega hugsun, og að síð- ustu eins og kveikti eld í blóðinu. Mikill höfuðverkur gerði loks vart við sig. Hana kendi mikið til ísárinu, allar taug- ar tiruðu og hún varð afaróróleg. Hún velti sér fram og aftur, en alt af versnaði verkur- inn. Loks lagði hún höfuðið á rúmstokkinn- Stundu síðar leit Petra inn um dymar. “Komdu inn Petra. Biddu læknirinn að gefa mér lyfið, sem hann talaði um. Eg er svo veik, hefi ekki viðþol. Nei, láttu koddana vera, farðu og sæktu lyfiÖ.” Petra þau ofan og kom aftur með lvfið og gaf Ellu það, svo lagaÖi hún koddana og lagði höfuð hennar á þá. Aður en hálftími var liðinn, var ljósið slíkt og Elín lá í draum- lausum svefni. Þegar hún vaknaÖi morguninn eftir, var allur höfuðverkur horfinn, blæjurnar dregn- ar frá gluggunum og nægur hiti í herberginu. Hún strauk hendinni um ennið, en stöðvaði hana við sárið, og nú mundi hún alt í einu eftir viðburðunum kvöldið áður- Frich? Var hún að iiugsa um Frich? Hún lá enn kyr hálfa stund í riiminu, en innan um bitru hugs- anirnar um Frich, blönduðust ávalt þessi orð: “Ella, ungfrú Ella—” það vora ekki orðin sjálf, heldur hreimurinn, ekki heldur hreim- urinn heldur dökku augun, sem boruðu sig svo djúpt inn í sálu hennar, lituÖu kinnarnar og komu stuttu efri vörinni hennar til að bregða á sig indælu brosi. “Ella, ungfrú Ella,” ómaði fyrir eyrum hennar. “Eg er að verða brjáluð,” tautaði hún — “Það er hrein og bein vitleysa — getur ekki annað verið — jafn stuttan tíma------” En nú kom Petra inn með kaffið, og með henni straumur af viðburðunum þenna morg- un. ‘ ‘ En, Ella, það er undarlegt að sjá auga- • brúnina þína; komdu bráðum ofan, það er svo skemtilegt í eldhúsinu,” og út þaut hún. Um leið og Petra lokaði dyrunum, stóð Ella fyrir framan spegilinn í hvíta náttkjóln- um sínum. Var hún breýtt? Nei, ekki telj- andi. Mamma hefði litið öðram augum á þessa skeinu, en hennar ást til mín er líka gömuh ekki eins ný og mín, aÖeins þriggja eða f jögra daga. “Þér kunnið að dylja vður,” sagði hann. “.Já, eins og maður dylur námu- sprenging, skotið sprengir inn á viÖ, djúpar gryfjur, en yfirborSið heldur sér.. En eg vil ekki hugsa, bara að komast ofan-----” 1 stiganum mætti hún Viktor, sem kom út úr sínu herbergi. “Góðan morgun, ungfrú Kirkner. Eg hefi að minsta kosti tíu sinnum gengið upp í stigann til að sjá yður, en Petra sagði alt af að þér svæfuð. Eg vona að hún hafi skilaÖ kveðju minni?” “Nei, hún hefir ekki nefnt yður.” Gremjulegt bros lék um varir hans, en hann svaraði engu. “Þér voruð góður að gefa mér lvfið í gærkvöldi, eg var svo veik. ” “ESlilega. Komið þér vfir að gluggan- um og lofið mér að skoða sárið.” Hún fór þangað með honum. “Það er að batna, ungfrú. Ef þér bind- ið skýlu fyrir augað, þá getið þér komið út.” Hann hljóp ofan stigann á undan og mætti henni aftur með hvítan silkiklút í hend- inni. “Leyfið mér að binda klútinn um ennið, Héma . er loðkápan, ytri skórnir og húfan. Komið svo út með mér. Snjóplógurinn fer hér fram hjá innan 15 mínútna. Hann hafið þér ekki séð fyrri.” “En mér var boðið ofan í eldhúsið.” “Svei, þar eru ólæti og skarkali. Komið J)ér út með mér. Hreint loft skemmir yður ekki.” Augnabliki síðar voru þau úti. . Það var hætt að snjóa, en á jörðunni hvíldi afarmikill snjór, og út að grindarhlið- inu var búið að moka breiðan stíg. “Skárri eru það nú ósköpin af snjó,” sagði Ella, ‘ ‘ og það á einni nóttu, og alstaðar jafnt.” “ Já, ajt er geymt og engu gleymt,” sagði Viktor. “1 náttúrunnar ríki eru engin olnboga- börn. Vermir ekki sólin og kælir ekki döggin hestablómið í bleytunni eins og rósina í bezt ræktuðu landi ?”1 “Haldið þér að engin öfund eigi sér stað milii hestablómsins og rósarinnar ?” spurði Viktor. “Um }>að veit eg ekki, en eg hefi alt af orðið að kyssa fyrsta hestablómið, sem eg hefi séð á leiÖ minni og sömuleiðis fjóluna; en eg man' ekki til að mig hafi langað til að kyssa rósina.” ‘ ‘ En eg hefi geymt mína kossa handa rós- inni,” sagði Viktor án þess að líta upp. “Eruð þið að tala um kossa?” spurði Frich bak við þau. ‘ ‘ Eg hélt þér væruð veik, ungfrú Kirkner, og svo sé eg yður út um eldhúsgluggann samtalandi við þann — þann — —” “Þann, sem tók upp það sem þér fleygð- uð í gærkvöldi,” sagði Elín og leit á hann hörkulega. ‘ ‘ Farðu inn oð fáðu þér eitthvað á höfuð- ið, annars áttu á hættu að verða innkulsa,” sagði Viktor þurlega. “AS fáum augnablikum liðnum kemur plógurinn. Heyrið þér ekki suðið í röddun- um? Frá hverjum bæ koma menn með lausa hesta, rekur og skóflur. Þ^ð er gamall siður að sýslumannssetrið gefur mönnunum heitan drykk. Nei — ungfrú, lítið þér á Ödegaard og förunaut hennar.” Ödegaard kom gangandi í sjógrænni kápu með stórt hálsbindi; kjólinn h'afði hún stytt, svo hann náði aðeins til hnjánna og stóru fæturnir hennar í rúmgóðum sokkum trömpuðu gegnum snjóinn. Við hlið hennar gekk Joim all-drembilegur. Á eftir þeim Petra, spjallandi við Frich. Svo vinnumenn- irnir með stóran koparketil á milli sín, og seinast vinnukonurnar með trog fult af smurðu brauði og annað með bollum, krukk- um og krúsum. Um leiÖ og þessi hópur kom að hliðinu, kom snjóplógurinn með 6 hestum fyrir, sem kastaði snjónum til beggja hliða. Á eftir honum kom fjöldi manna, sem mokaði snjón- um enn betur burt. Nú nam plógurinn stað- ar, og á einni mínútu voru mennirnir búnir að moka breiða braut að hliðinu frá þjóÖveg- inum, hver og einn tilbúinn að neyta heits drvkkjar og eitthvað að bíta í. “Góðan daginn, Vengerbakken,” kallaði Viktor. “Nú, hveraig gengur plægingin? Snjórinn er ekki mjög vondur í dag?” “Nei, ekki mjög, en hann er þungur samt. Við urðum fyrir óhappi, læknir. Sonur Karls Pladsen datt af baki og handleggurinn gekk úr liði. Það er líklega bezt að skilja liann eftir hér?” “Komið þið með hann,” sagði Viktor. Hópurinn vék til hliðar, því tveir menn komu með 14 ára gamlan dreng, og hékk ann- ar handleggur Itans máttlaus niður, og and- litið bólgið af gráti, kulda og hræðslu. “Berið þér hann inn í drengjastofuna, Toriníus, þar er nógur hiti. Biddu vinnukon- una að flóa mjólk handa honum. Svona Ödegaard, nú megið þér taka tappann úr tunnunni. Allir fóru að drekka og borða smurt brauð, og John gaf þeim niðurskorið munn- tóbak á eftir. Þetta stóð ekki lengur yfir en 10 mínút- ur, og var sannarlega þess vert að sjá það. Nú byrjaði plógurinn og mennirnir aftur að vinna, og smáfjarlægðist unz ekkert heyrðist. “Nú er aðeins drengurinn eftir,” sagði Viktor. “Þið getið orðið samferða inn í drengjastofuna; það þarf 10 manna afl að kippa handlegg í lið. Við skulum reyna. ” Drengurinn sat fyrir framan ofninn hálf- sofandi. “Það er synd að vekja hann, ” sagði Petra, en á sama augnabliki stóð'hann upp. “Ætlar læknirinn að skera í mig?” “Nei, langt frá,” svaraði Viktor. “Eftir fáar stundir geturðu ekið heim, og handlegg- urinn eins góður og áður. ” “ Já, því eg hegg við fvrir mömmu.” “Þú getur það í mörg ár ennþá.” Petra og Frich fluttu legubekk frá veggn- um fram á gólfið. Þau áttu að halda herð- unum kyrrum, John að toga í með Viktor og Elín að sjá um klóróformiÖ. Fyrst hálfa teskeið á vasaklút undir nef- ið. Lát mig sjá hvernig það hrífur. — Svo — }>að er gott----” “Nú byrjum við — lialdið þið fast — þér mogið sleppa vasaklútnum, ungfrú Kirkner, en verið tilbúnar með klóróformið þegar eg skipa.” John og læknirinn toguðu alt livað þeir gátu, en það var þó ekki nóg og drengurinn fór að veina. “Ilálfa teskeið af klóróformi undir nef- ið; lyftið upp augnalokinu og látið mig sjá —opniÖ hitt augað líka — það er ágætt. ” Drengurinn þagnaði aftur. Toriníus var nú kominn inn. “Komdu hingað — þú ert eins sterkur og björn — farðu frá John — togaðu með mér af öllum kröftum. Ó, guði sé lof, þar skrapp það í liðinn. Klútinn frá nefinu — dymar opnar —hreint loft — svei, hér eru hundrað stig. ” “Það er gott að þetta er búið,” sagði Petra, á meðan Viktor sveiflaði hendinni með hægð fram og aftur, lagði hana svo í fetil, sem hann batt um háls drengsins. Nú raknaði dreng-urinn við. “Eg er eitthvað undarlegur,” sagði hann og hló. “En handleggurinn minn?” “Heldurðu að eg hafi tekið hann?” spurði Viktor spaugandi. “Eg held hann sé á sínum stað, gáðu að því.” Drengurinn leit á læknirinn, en ekki handlegginn. Loksins grunaði hann að hann væri í rauÖa vasaklútnum hans Toriníusar. “Er hann þarna og hendin mín líka?” sagði hann og benti. “Já, alt á sínum stað, drengur minn. ” Bros lék um varir hans en um leið lok- aði liann augunum og sofnaði. “Látum hann sofa í ró,” sagði Viktor við Toriníus. “Þegar hann vaknar, útvegar þú honum mat. Eg býst við þú flvtjir liann heim eftir hádegið, en láttu mig vita áður en liann fer. ” “Þökk fyrir hjálpina, ungfrú ÍCirkner,. þér eruð liprar—” “Við að svæfa fólk,” sagði Frich. “Það er hættuleg gáfa. ” “Til sjúkragæzlu ætlaði eg að segja. Mundi yður ekki falla hún vel fgeÖ?” “Það veit eg alls ekki. Mamma er alt af frísk, en eg er stundum vesöl, og þá er eg ó- þolinmóð. ” Tókstu eftir jámhnefanum hans Frich, Victor, ” sagði Petra. “Það var um að gera að halda fast, og hann lá kyr eins og hann væri negldur niður.” “Já, þið vorum öll dugleg, en það voru kraftarnir hans Toriníusar sem riðu bagga- muninn. Eigum við að fara ofan í trjágöng- in?” “Já, Jiað er gaman,” sagði Ella. “Mér finst eins og eg hafi gleypt klóróformið.” “Ó, eg var heimskingi. Eg hafði glevmt höfuðverknum yðar.” “Gerir ekkert. Eg er frísk núna.” “Komdu þá,” sagði Petra, “þá getur Frich sagt okkur hvað hann sá á danssam- komunni.” “Þökk fyrir, eg verð heldur heima og reyki,” “Þú getur fengið vindil hjá mér,” sagði Viktor. Eg hélt nú raunar að þú myndir ó- glögt eftir dansinum.” “Já, Frich byrjaði þar sem við enduð- um og endaði þar sem við bvrjuðum. Það var dimt á leiðinni heim, en þegar eg opnaði gluggann, leiftruðu augu hans eins og í ketti að nóttu til. Þá var hann í fullu fjöri,” sagði John. “I fullu f.jöri,” endurtók Viktor um leið og hann kveikti í vindli og rétti hinum hvlkið. “Vertu ekki vondur, Viktor -— enda þótt, eg í augum ungfrú Kirkner vildi helzt sýnast, ábyrgðarlaus í gærkvöldi.” Hann hneigði sig fyrir henni. “Já, sterkt púns saman við þitt franska blóð, hefir vond áhrif. En við skulum nú gleyma—” “Gleyma, já. En þá verður Frich að stökkva yfir margar dimmar holur í endur- minningum sínum, og riddarastökk verður ]>að ekki í öllu falli.” Frich stóð kyr og leit niður. “KomiÖ þér, ” sagði Petra innilega, “eg smjaðra ekki fyrir yður, en dáist að því að þér þolið óskammfeilni Ellu jafn vel.” Frich sá nú að Viktor og Ella voru komin um fimtíu skref á undan þeim, og strax glitr- aði guli neistinn í augum hans. “.Tá, komið þér, ungfrú Petra. ViÖ skul- um ná dygðinni og óskammfeilninni. ” Petra hló hátt, en John hleypti brúnum. Og litlu síÖar náðu þau Viktor og Ellu. “Nei, það dugar ekki,” sagði Viktor, “við verðum að snúa við, færðin er slæm og svo er farið að hvessa.” “Þú ert, aumingi,” sagði John. “Við skulum samt sækja póstinn, karlmenn komast ]»ó áfram. ” “Mig langar líka til að hreyfa mig,” sagði Petra. “Hvað segið þér um að leika skák, ung- frú Kirkner?” spurði Viktor. “Þar er eg snillingur,” sagði Ella. “Eg leik á hverju kvöldi við mömmu og vinn oft- ast.” “Það verð eg að sjá,” sagði Frich. Þau skildu og Petra fór með John súr í sinni. Hin þrjú gengu heim og inn, og Viktor og Blla settust að sk skákborðinu. Á þeirri strmdu sem drotningin liennar Ellu var í talsverðri hættu, kemur kennarinn inn. Kennaranum liafði heldur ekki liðið vel eftir dansinn, en nú var hann búinn að sofa úr sér þreytuna. “Góðan morgun, guðfaðir,” sagði Ella alúðlega. “En, liamingjan góða, hvernig þú lítur út. Því hefir enginn sagt mér þetta?” “Ó, eg datt og sprengdi augabrúnina. Læknirinn hefir saumað liana saman aftur. Það er leitt að það lítur svo illa út, en það er engin hætta á ferðum. ’ ’ “Engin hætta? Það er nú gott. En hvað ætli mamma þín segi? Eg á að ábyrgjast þig hér.” “Nei, góði, það átt þú ekki. Komdu nú og hjálpaðu mér að verja drotninguna.” “Rugl. Má eg spyrja nær þetta skeði? Svaraðu mér hreinskilnislega.” “Á dansinum í gærkvöldi*” “Dettur þú svona á kanta alt í einu,’eða hvernig fékstu meiðslið?” “Eg dansaði við ungfrúna, og svo datt hún á ofninn,” sagði Frich kæruleysislega. “Bn þér stóðuð, háttvirti?” spurði kenn- arinn. “ Já, eg bjargaði mér.” “Þér björguðuð yður, segið þér? Getið ]>ér ekki einu sinni haldið stúlkunni yÖar fastri. Ilún hefði getað dáið af þessu. Það er rétt við heilann. Var holan djúp, Viktor?” “Já, býsna djúp. Við bárum hana út í yfirliði, Petra og eg.” “Hamingjan góÖa,” sagði kennarinn. “Þessvegna hafið þið farið svo snemma heim. ’ ’ , “Kæri guðfaðir,” sagði Ella, “vertu ekki hræddur um mig. Eg vildi stanza en Frich vildi dansa, og svo vildi þetta til.” “Frich vildi dansa og þú stansa,” endur- tók kennarinn. “Hann vildi þvinga þig, þrællinn. ” “Að fáum dögum liðnum tökum við nál- arnar burt, og brúnarhárið dylur örið,” sagði læknirinn. “ Jæja, það gat verið verra.” Kennarinn hélt áfram að reykja, en horfði ávalt á Ellu. “Ella, skrökvarðu að mér?” sagði kenn- arinn. ‘ ‘ Dylurðu nokkuÖ ? ’ ’ Ella hrökk við og roðnaði. “Mát,” sagði læknirinn. “Nei, ungfrú Kirkner, hér dugar ekki að monta af sinni list, hún gildir aðeins gagnvart mömmu, þeg- ar þér eruÖ ekki of sif jaðar. ’ ’ “Það er undir hepninni komið,” sagði Frich. Ella var sezt við hliðin á kennaranum, tók hendi lians og lét hana strjúka ennið sitt. “Er eg of nærgöngul, guðfaðir?” “Nei, en þú verður að virða sannleik- ann.” “Jó, þó það sé ekki fyllilega satt, þá er skaðinn skeður samt, og við því er ekkert hægt að gera,” sagði Ella óþolinmóð og stóð upp, til þess að fara upp á loft með ytri fötin sín. / “Ekki það ?” svaraði kennarinn ákafur. “Hér í heimi verður maður að berjast fyrir rétti sínum. Betra að fá liann seint en aldrei. ’ ’ “Heldurðu að maður megi leggja út í bardaga til að ná rétti sínum?” spurði Elín irá dyrunum. “ Já, hiklaust,” sagði Viktor. “Réttindi sín verður maður að meta mest af öllu.” Elín hélt um skráarhúninn og hló. “Finngálkn,” livæsti Frich út úr sér. Tvenn augu litu til hans undrandi. Hin briðju voru á leið upp stigann. “Eg verð að leggja út í bardaga til að öðlast frið,” sagði hún við sjálfa sig. “Til þess hefi eg heimild.” Þegar Elín kom inn í herbergi sitt, var ]>að eins og þegar hún skildi við það. Þegar hún hengdi upp kápuna sína, sá hún bréf- snepil á borðinu. Ilún tók hann upp og las • “Leyfið mér að tala við yður undir fjög- ur augu í kvöld við hliðið baka til kl. 4%. Eg er örvilnaður. Líf mitt er í yðar hendi. Viljið þér taka aÖ yður ábvrgðina? F.” “Hann er brjálaður. Hann hefir veriÖ liér sjálfur. Hvað á eg að gera?” Hún fór að gráta, en smátt og smátt rén-/ aði gráturinn. “Enginn hefir verið hér nema hann. Bn sú frekja. Þetta er í annað sinn sem hann hefir verið hér.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.