Lögberg - 21.05.1936, Síða 1

Lögberg - 21.05.1936, Síða 1
49. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 21. MAl, 1936. / OLOF ANNA JONASSON, B.Sc. Þessi bráðvelgefna og glæsilega stúlka, sem nýlokið hefir prófi í Home Economics viÖ Manitobahá- skólann með hárri fyr.stu einkunn, er dóttir þeirra merkishjónanna Einars heitins Jónassonar, er um eitt skeið var þingmaður Gimli kjör- dæmis og frú Önnu Jónasson, dóttur þeirra Mr. og Mrs. Peter Tergesen á Gimli. Olof Anna er fædd á Gimli þann 18. október 1916. • ___________________ A T VINNUMÁLANEFND SKIPUÐ Þann 15. þessa mánaðar lýsti verkamálaráðherrann, Hon. Nor- man Rogers yfir því í sambands- þinginu að stjórnin hefði með tilliji til loforða frjálslynda flokksins fyr- ir síðustu sambandskosningar, skip. að alþjóðarnefnd atvinnumálum þjóðarinnar viðvíkjandi. Nefndin er þannig samsett: Arthur B. Purvis, Montreal, forseti; A. N. McLean, Black’s Harbor, N.B.; Alfred Marois, Quebec; Tom Moore, Ottawa; Mrs. Mary M. Sutherland, Wells, B.C.; W. A. Mackintosh, Kingston, Ont., og E. J. Young, Dummer, Sask. Nefnd þessi er alveg áreiðanlega vel rnönnuð. Forsetinn Mr. Purvis, víðkunnur ágætismaður, Tom Moore þjóðkunnur sem forseti Canadian Trades and Labor Con- gress um langt ára skeið og Mr. Young, fyrrum sambandsþingmað- ur fyrir Weyburn kjördæmið í Sas- katchewan, mikilsvirtur atgerfis- vnaður. Vel hlýtur það að mælast fyrir, að kona skyldi hljóta sæti í þessari þýðingarmiklu nefnd. í niðurlagi fæðu sinnar nefndar- skipuninni viðvíkjandi, komst Mr. Rogers þannig að orði: “Stjórnin er sannfærð um það, og svo er hin nýja atvinnumála- nefnd, að þjóðin sé nú að verða fær um að hrista af sér hlekki krepp- unnar og ganga fagnandi til verks gegn nýjum degi. VERÐUR BRÁÐKVADDUR Mr. Benjamin Charles Nicholas, ritstjóri blaðsins Victoria Daily Times, sem gefið er út í borginni Victoria í British Columbia fylki, varð bráðkvaddur á skrifstofu sinni síðastliðinn þriðjudag; imætur mað. ur og mikilsvirtur frekra fimtiu ára gamall. STINGUR TJPP A SAMEIN- INGU CANADA OG BANDARIKJANNA Neðri málstofu þingmaður i þjóð. þingi Bandaríkjanna, William T. Sirovitch, demokrat frá N. Y., bar nýlega fram tillögu til þingsálykt- unar um það, að kosin yrði þing- nefnd, er það verkefni hefði með höndum, að kynna sér skilyrðin fyr- ir sameiningu Canada og Bandaríkj- anna og þann hagnað, er af slíku mætti leiða hvorri þjóðinni um sig til handa. HARALDUR EGILL GISLASON, M.D. Nýlokið hefir læknaprófi við há- skóla Manitobafylkis, Haraldur Egill Gíslason, með hinum ágætasta vitiýsburði. Er hann sonur þeirra Guðmundar F. Gíslasonar og frú íngibjargar Gíslason, er heima eiga í Vancouver. Haraldur er. hinn mannvænlegasti maður og líklegur til góðs frama. -----/-------- ALLENBY LÁVARÐUB LÁTINN Hinn 14. þ. m. lézt í London lá- varður Allenby, sá er hafði með höndum umboðsmannsembætti af hálfu Bretastjórnar á Egyptalandi frá 1919 til 1925 og frægur varð fyrir afskifti sin af Palestínumál- unum meðan á heimsstyrjöldinni stóð. Hann var 75 ára að aldri. TJÁIST IILYNTUR VOPNA- TAKMÖRKUN Simað er frá París þann 19. þ. m., að Leon Blum, sá er við völdum tekur á Frakklandi þann 1. júní næstkomandí, sé því eindregið fylgjandi, að kvatt verði til alþjóða. fundar í nálægri framtíð viðvíkj- andi takmörkun vígvárna. Fylgir það sögunni, að hann hafi þegar ráð- fært sig við Anthony Eden utanrík. isráðgjafa Breta um þetta efni. TYRKNESKT SKYR I AMERIKU Tyrkir búa til skyr eins og Is- lendingar, og þeir hafa flutt aðferð- ina með sér til Ameriku, þar sem hún hefir breiðst svo út, að þétti fæst þar keyptur í búðum, og er þá auðvitað í pillu- eða plötu-formi að ameriskum sið. Tyrkir eru mestu snillingar í skyrgerð, og nota það á ýmsa vegu, t. d. í stað sósu á kjöt og grænmeti og setja þá í það salt og pipar. Þá borða þeir það með sykri, líkt og íslendingar, en þó án mjólkur. Loks nota þeir það til drykkjar og blanda það til helminga með vatni, en slík- ur siður var líka alþektur hér á ís- landi í gaimla daga. Tyrkir búa til fleiri en eina teg- und skyrs. Ein er það, að sjóða niður mjólkina um alt að 3/4 af efnismagni, og verður skyrið þá svo þykt, að éta má það með hnif og gaffli. Hvar sem skyr er notað, þykir það hin hollasta fæða. Tyrkneska namið á skyri er “Yogurt.” Frá Islandi FRO PETREA ÞO RSTEINSDÓTTIR kona sr. Sigfúsar Jónssonar alþing. ismanns, andaðist að heimili sinu á Sauðárkróki 16. þ. m. Hún var fædd 12. september 1866 og giftist sr. Sigfúsi vorið 1890. Þau hjón eignuðust 6 börn og eru 4 enn á lífi. Þau bjuggu í Hvammi í Laxárdal til ársins 1900, síðan að Mælifelli til ársins 1919 að þau fluttust til Sauðárkróks. Frú Fetrea var mjög óhraust og oftast rúmföst síðustu 20 árin. — N. dab.l 10. apríl. # # # HELMINGI MINNI AFLI EN I FYRRA Ilinn 15. þ. m. var aflinn á öllu landinu, samkvæmt heimild Eiski- félagsins, 12,522 smál., miðað við fullverkaðan fisk, en var á isama tíma í fyrra 24,905 smál. Þessar verðstöðvar hafa fengið meiri afla en í fyrra (svigatalan) : Stokkseyri ......179 smál. ( 84) Eyrarbakki ...... 105 smál. ( 25) Þorlákshöfn og Selvogur......133 smál. ( 64) Grindavík........480 smál. (332) Hinar allar minni afía. Afli togaranna í Reykjavík var í fyrra 5,164 smál., en nú 1.553 smál. eða tæpur 3. hluti af fyrra árs afla á sama tíma. Önnur skip í Reykja- vík 412 smál. á móti 1450 smál. á fyrra ári. Hafnarf jarðartogarar hafa aðeins rúman 5. hluta af fyrra árs afia eða 610 smái. gegn 2,936 smál. í fyrra. Vestmannaeyjar 3,629 smál., en 4,- 828 á fyrra ári. Akranes 937 en 2,194 smál. í fyrra.—N. dagbl. 19. apríl. # # # NORÐFIRÐINGAR KAUPA TOGARA í gær var togarinn Ver keyptur fyrir hlutafélag í Neskaupstað i Norðfirði. Jónas Guðmundsson al- þingismaður skýrir svo frá: í hlutafélagi því, sem kaupir tog- arann, eru Hafnarsjóður Neskaup- staðar og Fóðurmjölsverksmiðja Norðfjarðar stærstir hluthafar. Auk þess eiga nokkrir einstaklingar hlut í skipinu. Skipið hefir ríú verið keypt og er að fullu gengið frá samningum við fyrri eigánda — Landsbanka íslands — þá hefir skipið verið endurskýrt og heitir nú Brímir. Skipið fór á veiðar frá Rvík í gærkvöldi. Skipstjóri er Gunnar Pálsson, en framkv.stjóri Jónas Guðmundsson alþingismaður. Tilgangurinn með skipakaupum þessu'm er að auka atvinnulíf í Nes_ kaupstað. Skipið á að leggja fisk- afla sinn á land í Neskaupstað. Einnig á það að veiða karfa og síld fyrir fóðurmjölsverksmiðjuna þar á staðnum. Loks er skipinu ætlað að flytja austfirskan bátafisk til út- landa að haustinu. Var það gert í fyrra og gafst þá vel.—N. dagbl. 19. apríl. # # # SALTFISKUR SELDUR TII. AMERIKU í gærkvöldi fór flutningaskipið Katla áleiðis til Banadaríkjanna með rúmlega 800 tonn af saltfiski óg hefir fiskurinn verið seldur vestra fyrir 280 ísl. kr. tonnið. Undanfarið hefir staðið til, að sendur yrði skipsfarmur af fiski til Bandaríkjanna. Hefir fisktöku- skipið Katla verið fengið til farar- innar og fór skipið á leið vestur í gærkvöldi. Hefir skipið meðferðis 710 tonn af saltfiski til Gloucester í Banda- ríkjunum, 50 tonn til New York, og auk þess 1,000 kassa af saltfiski, er skipað verður í land i New York og verður sá fiskur sendur þaðan til Cuba. — Ennfremur fór skipið með 350 tunnur af lýsi til Gloucester og New York. Alls fór skipið með 805 tonn af saltfiski, er allur hefir verið seldur fyrirfram fyrir 280 kr. —N. dagbl. 18. apríl. * FYRSTA ISLENZKA SKIPIÐ LENDIR I BOSTON “Að flytja fisk til Gloucester er hliðstætt kolaflutningi til Newcastle. Þó var það þetta, sem fyrir kom, er vöruflutningaskipið Katla, kom hlaðið af fiski til Gloucester í fyrri viku. Katla, er nú að innbyrða jám- vöru, sem flytjast á til brezkrar hafnar; við hún hennar blasir þjóð'- fáni íslands, og mun það vera í fyrsta skiftið, sem verzlunarskip hefir sézt á þessari höfn með þann fána. Skipstjóri á Kötlu er Rafn Sig- urðsson, en hásetar sextán. Eram að síðastliðnum áratugi sagði Mr. Sig- urðsson að hafísar hefðu oft gert mikinn usla; en af einhverjum lítt iskiljanlegum ástæðum hefði þeirra ekki orðið vart í síðastliðin tíu ár. Mr. Sigurðsson lét þess getið að vegna opinna hafna og frjálsra sigl- inga, væru Islendingar óðum að stækka verz'lunarflota sinn; hefðu þeir nú um tylft slíkra skipa í för- um, auk 40 tógara, er stunduðu veiðar umhverfis land. Undanfarandi hefir Katla siglt með fiskfarma til hinna ýmsu hafna við Miðjarðarhafið.” — Boston Herald, 12. maí. ORÐAFJÖLDI ÝMSRA MÁLA Sagt er, að arabiska sé orðflest allra mála, en það hefir þó ekki ver- ið rannsakað svo,«að hægt sé að nefna nokkrar tölur. Aftur á móti er orðaf jöldi enskunnar talinn 260,- 000, þýzku 80,000, ítölsku 45,000, frönsku 30,000 og spönsku 20,000. Auk arabisku eru ýms önnur Asíu- mál mjög orðmörg. T. d. er talið, að í máli Dravídanna í Indlandi séu 70,000 orð. í kínversku eru talin 43,000 orð og tyrknesku alt að 25,- 000 orð. Aftur á móti eru mál flestra frumstæðra þjóðflokka mjög orðfá, oftast um 2—3000. Þó er sagt, að í málinu, sem talað er á Hawaii, séu 15,500 orð, og í máli Kaffanna í Stiður-Afríku eru talin 8,000 orð. I Enginn veit, hve mörg orð ís- lenzkan hefir, en einn færasti is- lenzkumaðurinn gizkaði nýlega á, að þau væru nálægt 100,000, en hann lét þó fylgja því, að þetta væri í raun og veru ágizkun út í bláinn. ís- lenzkan hefir m. a. hinn mesta fjölda orða í skáldamáli, sem erfitt myndi að telja saman svo að tæm- andi yrði. TRYGGVI OLESON, M.A. Þessi ungi mentamaður, sem lok- ið hefir meistaraprófi í sögu Róma- veldis hins forna og latínu við Manitobaháskólann, er sonur þeirra Mr. og Mrs. G. J. Oleson í Glen- boro. Tryggvi er námsmaður mik- ill og liklegur til visindamensku. STÖRBREYTINGAR Á ÚTLITI BIFREIÐA I VÆNDUM Eftir nýkomnum skýrslum bif- reiðaverkfræðinga eru meiri breyt- ingar í vændum á bifreiðum en orð- ið hafa á síðastliðnum tuttugu ár- um. Stærst þessara breytinga er flutningur vélarinnar úr framhluta bifreiðarinnar og i afturhlutann og flutningur geymsluplássins úr aft- urhlutanum í framhlutann. Á hin- um nýja stað getur vélin verið í beinu og hægu sambandi við aftur- hjólaöxulinn, en það þykir hag- kvæmara' og auk þess gerir þessi breyting mögulegt að ná hinu full- komna straumlínulagi með sporð- löguninni, sem fyrirbyggir alt loft- sog aftan frá. Bifreiðin verður þá snubbótt að framan, líkt og byssu- kúla, og ökumaðurinn situr fram- ar og sér betur veginn og þá, sem framhjá fara. Handföng hurð- anna að utan, sem oft eru nú inn- greypt, hverfa með .öllu, og þarf ekki annað en að styðja á hnapp til þess að opna hurðina. Aurbrettin hverfa einnig. Varahömlum og “gírum” verður komið fyrir á mæla_ borðinu. Stundum verða “gir”- skiftin sjálfvirk. Aukið strainnlínulag bifreiðanna, ásamt léttari málmum í grind þeirra, gefur möguleika til þess að minka kraft vélanna, án þess þó að draga úr istarfsorku bifreiðarinnar, en þetta gerir þær ódýrari í byggingu og rekstri. RAS TAFARI1RAFMAGNS- STÓLNUM Menelik keisari, sem réði ríkjum í Abessiníu um langt skeið, ákvað eitt sinn að hætt skyldi að hengja afbrotamenn í ríki hans, en í þess stað tekin upp aðferð Ameríku- manna, að lífláta þá í rafmagnsstól. I þeim tilgangi lét hann panta átta ra*fmagnsstóla frá Bandaríkjunum. Stólarnir voru þó aldrei notaðir samkvæmt því, sem til var ætlast, en í þess stað fluttir inn í samkomu- sal ríkisráðsins, og þegar Ras Tafari heldur ráðstefnur með ráðgjöfum sínum, sitja þeir allir í rafmagns- stólum. FRÁ HÁSKÓLAPRÓFUNUM Bachclor of Arts: (IJonours Course) Eiríkur Herbert Bergman Doctor of Medicine: Elmer F. Christopherson Haraldur Egill Gíslason Stephen Benedikt Thorson Bachelor of Science: Gunnthor John Henrickson Bachelor of Arts: Sigrún Anna Jóhannson Bernice Baldwin Marion Erlendson. Kirkjuþing 1936 Hið fimtugasta og annað ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga. í Vesturheimi verður sett fimtudaginn 18. júní, 1936, í kirkju Árdalssafnaðar í Árborg, Manitoba. Þingsetningarguðsþjónusta með altarisgöngu hefst kl. 8 e. h. Búist er við að þingið standi yfir þar til á þriðjudag 23. júní. Söfnuðir kirkjufélagsins eru beðnir að senda erind- reka á þingið eftir því sem þeim er heimilt að lögum. Embættsmenn og fastanefndir minnist þess að skýrsl- ur ber að leggja fram á fyrsta þingdegi. Dagsett ýSeattle, Wash., 8. maí, 1936. Kristinn K. ólafsson, forseti Kirkjufélagsins. -----—.— -------------——„—,——,—.—... 4. NÚMER 21 IIERBERT STANLEY SAMSON, M.Sc. Árið 1934 lauk þessi efnismaður B.Sc. prófi við háskóla Manitoba- fylkis, en nú í vor meistara-prófi; á hann að baki sér næsta sjaldgæf- an mentaferil; hefir verið fastur starfsmaður Crescent Creamery fé- lagsins alla sína háskólatíð og stund- að nám að lokinni daglegri önn og verið forstjóri efnarannsóknarstofu þess. Hann er sonur þeirra Mr. og Mrs. J. J. Samson hér í borginni. LITIfí TIL BAKA (Aður óprentað kvæði) Eftir Ólínu Andrésdóttur Hásumar lífs mins var heljarkalt og hjarta mitt kvaldi þorstinn. Hver svalalind fraus, þá fölnaði alt, af fárviðri blómin lostin féllu við frostin, féllu við harmanna hret og frostin. En haustið var betra, það húmaði seint, v í hjartanu lifði rótin, og alt af var lífið í einhverju treint. Það ómaði strengur i sálinni leynt, sem sagði, þó hefði eg harmað og reynt, á hörmunum fengist bótin við himnesku hótin, við himnesku kærleikans hótin. Og alt er nú dáið, sem deyja má, og dauðinn, mér finst hann sætur. Eg er hætt að óska og hætt að þrá, i himnunum trú og von eg á. Sá fögnuður finst mér sætur og fullkomnar bætur, og fullkomnar raunabætur. —Eimreiðin. GALEIÐUÞRÆLL I 100 ÁR • Maður er nefndur Jean Baptiste Mouron. Hann átti heima í Toulon í Frakklandi. Hann var uppvöðslu- samur þegar í æsku og árið 1684 var hann dæmdur i æfilanga þrælkunar- vinnu á galeiðu. Hann var þá 17 ára að aldri. Nákvæmlega 100 ár- um og einum degi seinna, staulaðist riðandí öldungur upp á hafnarbakk. ann i Toulon. Það var Mouron. Hann var nú loksins laus úr prís- undinni. Það var venja í Miðjarðarhafs- löndunum að dæma menn til þrælk- unar á galeiðum á ófriðartímum. En Mouron slapp að mestu leyti við að róa, þvi að á þessum tíma urðu galeiður úreltar sem herskip. Þeim var lagt við festar í ýmsum höfnum, svo sem Marseilles og Toulon, og í einni slíkri galeiðu var Mouron hlekkjaður við þóftu og ár. Þegar Loðvik 15. frétti um þenn. an mann, vildi hann láta hann laus- an. En það var ekki við það kom- andi, að karlinn vildi sleppa úr prís- undinni fyr en hann hefði verið þar i 100 ár og einn dag. Hann lifði 6 ár eftir það. — Lesb. Mbl.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.