Lögberg - 21.05.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 21.05.1936, Blaðsíða 3
LÖGrBERGr, FIMTUDAGINN 21. MAf, 1936. 3 Guðmundur Kjartansson F. 4. nóv. 1862 — D. 28. okt. 1935. GuÖmundur heitinn var fæddur aÖ Dýrastöðum í Mýra- sýslu á íslandi. Foreldrar hans voru hjónin Kjartan Einarsson frá Steinum í Stafholtstungum og Guðbjörg dóttir séra Bene- dikts Þórðarsonar í Hvammi í Norðurárdal. Guðmundur ólst upp á Litla-Skarði i Stafholtstungum hjá hjónunum Guðmundi Teitssyni og Ragnheiði Jónsdóttur. Hann átti sex systkini. Guðjón og Ástriður fluttu aldrei úr átthögum sínum á íslandi; Ástríður dó þar á unga aldri. Þessi komu til Ameríku: Þor- steinn, til heimilis í Yictoria, B.C.; Einar, til heimilis í Grafton, N. Dak.; og Benedikt, til heimilis í Hecla í Nýja íslandi. Þann 19. október 1894 giftist Guðmundur heitinn Petrínu Siðríði Ingimarsdóttur frá Hlið í Mýrarsýslu. Þau komu vestur um haf árið 1900 og bjuggu fyrstu árin að Bjarnarstöð- um við Narrows, Manitoba. Árið 1909 tóku þau sér land þar sem nú er Reykjavikur pósthús og bjuggu þar í 27 ár. Þeim varð sex barna auðið, þau eru öll á lífi og heita: Mrs. O. M. Sund í Woodlands, Man.; Kjartan Ingvar, póst- afgreiðslumaður við Reykjavíkur pósthús; Mrs. Guðmundur Ólafsson, búsett í Reykjavíkur-bygð; Sigurður, bóndi í sömu bygð; Þorsteinn Oscar, ókvæntur, á heimili móður sinnar og Mrs. Ruby Earson, búsett í Reykjavíkur-bygð. Barnabörnin eru 12, öll sérlega myndarleg og vel af Guði gefin. Guðmundur heitinn var ekki víðförull eða víðþektur í nú- tíðarskilningi, en samt mikill og merkur imaður. Hann bjó að þeim beztu kostum og eiginleikum, sem prýða hvern mann. Hann var þögull, hægur, hversdagsgæfur, sótti lítt á aðra, var vel gefinn, tilfinninganæmur, kærleiksríkur, og sérstakt prúð- menni. Hann vildi að öllum liði vel, og var fljótur til að hjálpa er við þurfti, og ætíð þannig að lítið bar á. Hann var frábær- lega iðjusamur, afkastaði miklu, og kom sér upp myndarlegu og fallegu heimili. Einn mætur nágranni hans hafði um hann fylgjandi orð: "Hann var tryggur vinur, framúrskarandi vandaður og í 27 ár, sem hann hefir verið í þessari bygð er eg viss um að hann hefir ekki sagt stygðaryrði til nokkurs manns. Hann lætur eftir sig góða og vandaða f jölskyldu.” Næstum öll bygðin var við jarðarförina og sýndi það hve djúp ítök Guðmundur heitinn átti í hjörtum margra. Allir báru því vott að bygðin hafði mist einn af sínum allra beztu mönnum. Fjölskyldan þakkar innilega öllum, sem voru við jarðar- förina og auðsýndu þeim hluttekningu sína í sorg þeirra. Guðmundur heitinn var jarðaður frá heimili sínu, af séra Jóhanni Friðrikssyni föstudaginn þ. 1. nóvember 1935. Öll fjölskyldan, börn og barnabörn, var viðstödd. Allir vinir og kunningjar votta ekkjunni og f jölskyldunni innilega samúð sína. Við biðjum Drottinn að blessa og helga minningu Guðmundar sáluga. Jóhann Fredriksson. Mannfjöldi Mannfjöldi á landinu var í árs- byrjun 1935 (tölur næsta árs á und. an eru innan sviga) : Alt landið 114,743 (H3.353), Reykjavik 32,974 (31,689), Hafu- arfjörður 3,773 (3,748), ísafjörður 2,631 (2,576), Siglufjörður 2,511 (2,330), Akureyri 4,374 (4,243), Seyðisfjörður 1,013 (990), Nes- kaupstaður 1,135 (L098), Vest- mannaeyjar 3,458 (3,462), samtals í kaupstöðunum 51,869 (50,136). I 22 verzlunarstöðum, sem hafa yfir 300 íbúa, bjuggu 13,408 (13,119), en í þorputn undir 300 íbúum og í sveitum 49,466 (50,358). Halldór Jónasson. —Eimreiðin. Viðvíkjandi sáningu fóðurtegunda Á öðrum stað hér í blaðinu birtist auglýsing frá T. Eaton Co., Ltd., er verðskuldar alveg óvenjulega athygli vegna þess að hún bendir á leið til þess að ráða bót á vandkvæðum, sem þröngva mjög kosti margra bænda, sem isé fóðurskortinum i hinum ýtnsu héruðum, er veldur því að þeir neyðast til að kaupa fóður á hærra verði, en þeim í raun og veru er kleift að greiða. Úrlausnin er, eins tog ráða má af auðlýsingunni, fólgin í þvi að sá í nokkrar ekrur mais, Millet, Sorg- bum, Sudan Grass og öðrum fóður. tegundum. Þessi auglýsing býður bændum safn af fóðurtegundafræi á afar sanngjörnu verði, auk um tuttugu tegunda af matjurtafræi bændum til handa fyrir aðeins 85C. Skálholt (Framh.) Stefán biskup benti á Ögmund Pálsson sem eftirmann sinn. Ög- mundi tókst að sigrast á andstöðu Kristjáns III. og var vígður í Berg- en. Við heimkomuna varð hann þess áskynja að Jón Arason prestur frá Hrafnagili var orðinn biskup í Hólum og þótti all-ilt. Voru bisk- uparnir löngum ósáttir þangað til Jjeir sameinuðust til andstöðu gegn hinum nýja sið. tjgmundur, sem var hið mesta glæsimenni, varð mjög veikburða á efri árum og fékk læri- svein sinn, Gissur Einarsson, sér til aðstoðar. En Gissur hafði kynst lúterskum sið í Þýzkalandi og vann að útbreiðslu hans á laun ásamt Oddi Gottskálkssyni. Þegar Danir rændu Viðeyjarklaustur, vegna and. stöðu Ögmundar við tilskipanir Kristjáns III., isagði Ögmundur lausu embættinu og afhenti Gissuri. sem vel hafði leynt hinu rétta hug- arfari sínu. Meðan hann var í Kaupmannahöfn og tók vígslu, var i Skálholti drepinn flokkur danskra manna, sem ætluðu að handsama Ögmund. Eftir að Gissur kom heim, urðu nokkrar viðsjár með honum og hinum volduga Hólabisk- upi, Jóni Arasyni. En konungur lét handsama Ögrnund og átti að flytja haun til Kaupmannahafnar, en hann var blindur og lasburða og lézt á leiðinni vegna illrar meðferðar. Tók hinn nýi siður mjög að ryðja sér til rúms í Skálholtsbiskupsdæmi; bisk. up og prestar kvæntust, helgisiðir, dýrlingamyndir og sálumessur voru afnumdar og Gissur fór árlega í eftirlitsferð um umdæmi sitt. Þegar hann dó eftir 8 ára stjórnartíð, gerði Jón Arason Hólabiskup alt, sem hann gat. til að vinna Skálholts biskupsdæmi aftur til fylgis við ka- þólskan sið. Hann lét taka hinn nývigða biskup, Martein Einarsson, höndum, og fór, þrátt fyrir bann konungs, með miklu liði til Skál- holts. Og nú hófst einn hinn mesti harmleikur í sögu hins fræga bisk- upsseturs. Hóf Jón skipulega sókn, en andstæðingarnir þorðu ekki að skjóta, er Norðlendingar hótuðu að setja Martein sem skotspón fyrir liði sínu. Var biskupssetrið brátt á valdi Jóns og lét hann hreinsá það rækilega af vanhelgun hins nýja sið. ar. Gissur var grafinn upp og dysj- aður utangarðs eins og villutrúar- maður. — Jón messaði í hinni fögru dómkirkju og framkvæmdi prest- vígslu að kaþólskum sið. Prestun- um var þröngvað til hlýðni. Við- eyjarklaustur var endurbætt og danskir menn reknir þaðan á braut. Að því búnu hélt Jón biskup sigri hrósandi heim til Hóla.' En þegar hann fór litlu siðar í annan leiðang- ur til að brjóta á bak aftur síðustu andstöðuna, Daða, hinn volduga bændahöfðingja, beið hann lægra hlut. Hann flúði ásamt tveimur ungum sonum sínum inn fyrir há- altarið t Sauðafellskirkju og var handsamaður þar í fullum biskups- skrúða og fluttur sem fangi til Skálholts. 'Var hann eftir ráði hins undirförla ráðsmanns í Skálholti og án dóms og laga hálshöggvinn þar í túninu ásamt tveimur sonum sín- um. Ari lögmaður, sonur hans, hafnaði náðunarboði og gekk sjálf- ur rólegur undir öxina. Næst var Björn, annar sonur Jóns, hálshöggv inn, og síðast hinn aldni biskup. Þegar honum var boðið líf, sagðist hann vilja fylgja sonum sínum eins og þeir hefðu fylgt sér og meðan hann hafði yfir bænina, “Pater, in rnanuis tuas commenda spiritum meum,” lét hann líf sitt. Á staðnum þar sem þeir feðgar voru líflátnir norðaustan við bæinn, þar sem er nú, hefir verið reist látlaust minnis. merki, sem segir frá því, að þar hafi síðasti kaþólski biskupinn á íslandi látið lífið fyrir trú sína og föður- land. Atburður þessi átti sér stað 7. nóvember 1550. Lík feðganna voru fyrst flutt að Laugarvatni og þvegin þar í lauginni. Ári síðar var útför þeirra gerð vegleg að Hól- um. Sagt er, að þegar Jón biskup heyrði dóm sinn hafi hann kveðið: Vondslega hefir oss veröldin blekt, vélað og tælt oss nógu frekt; ef eg skal dæmdr af danskri slekt og deyja svo fyrir kóngsins mekt. Hann var skáld gott og mörg önn- ur kvæði hans hafa varðveizt. Hann harmaði það mest að láta lífið fyrir aðgerðir útlends ofbeldis. Þess vegna er minning Jóns Arasonar sveipuð ljóma hins þjóðlega pislar- vættis. Hin glæsilega kaþólska minningarhátíð haustið 1935 sannar hve mikils minning hans er metin. Hann var ekki heilagur maður, en þróttmikill og öruggur fofingi í bar- áttunni fyrir því málefni, sem hann áleit vera rétt. Skálholt eftir siðbót. Það lítur ú1) fyrir að siðbótar- maðurinn Gissur Einarsson hafi verið eirðarlaus, en ötull og áhuga- samur. Hann var ekki biskup nema í átta ár og eftir það náði Jón Ara- son völdum í Skálholtsbiskupsdæmi. Marteinn Einarsson, sem áður var málari og Jón tók höndum, var gæf- lyndur og áhrifalítill og ekki nægi- lega skapfastur til að standa gegn dönsku áhrifavaldi. Hann lét gefa út ófullkomna sálmabók, hina fyrstu á fslandi. Það er fyrst þegar þriðji lúterski biskupinn í Gísli Jónsson, einn fyrsti boðberi siðbótarinnar, kemst til valda, að sætið er skipað áberandi dugnaðar- og hæfileika- manni. Var honum í fyrstu ætlað biskupsembættið í Hólum, en hann vildi Skálholt heldur. Hann hús- vitjaði árlega og uppfræddi æskuna, samdi reglur um hegningar fyrir villutrú og stofnaði 'latínuskóla í Skálholti 1552. Hann var strangur við prestana og siðavandur mjög, samdi skrá um kirkjur biskupsdæm- isins, gaf út nýja sálmabók og þýddi siðbótarrit úr útléndmn málum. Samt var hann ólærður. í úrræðaleysi sinu völdu prestar Skálholtsbiskupsdæmis, að ráði Guðbrands, hins fræga Hólabiskups, hinn unga skólameistara á Hólum, Odd Einarsson, sem eftirmann Gísla. Oddur hafði numið stjörnu. fræði hjá Tycho Brahe i Kaup- mannahöfn. Hann upprætti með harðri hendi kaþólska siði í bisk- upsdæminu og átti því i deilum við Gísla Hákonarson lögmann í Bræðratungu og Herluf Trolle Daa höfuðsinann, en sigraði and- stöðu beggja. Hann studdi forn- fræðarannsóknir af kunnáttu og þrótti og var Guðbrandi biskupl til aðstoðar við útgáfu grallarans. 1 stjórnartíð hans rændu Tyrkir Vest- mannaeyjar og hið glæsilega Skál- holtsbiskupssetur brann skömmu eftir dauða hans. Oddur réði því. að Gísli sonur hans tók við em- bætti eftir hann. Gísli Oddsson var gáfaður en talinn vera mjög göldr- óttur eins og faðir hans. Brynjólf- ur Sveinsson sótti líka um embættið, en það var gengið fram hjá honum. En þegar Gisli dó, var hinn lærði meistari kjörinn með öllum atkvæð- um og lét tilleiðast að yfirgefa fræðiiðkanir sínar og verða biskup i Skálholti. Hann var einn af mestu kirkjuhöfðingjum er uppi' voru á Norðurlöndum á 17. öld; hafði til að bera víðtæka þekkingu á latínu og grisku, var 'samvizkusamur um alt eftirlit og mikill f jármálamaður. Hann var virðulegur maður, stór- vaxinn, með sítt, rautt skegg. í bók sinni “Skálholt,” hefir Guðm. Kamban dregið upp skýra mynd af hinum valdsmannlega höfðingja, sérstaklega í hlutanum “Hans herra- dómur.” Látlaust semur hann bréf og sendir þau, yfirheyrir afbrota- menn og blessar söfnuð sinn. IJann var góður lúterstrúarmaður og hjá- trúarbábiljur stóðu honum fjarri. En á vissan hátt unni hann hinni viðhafnarmiklu kaþólsku menningu. Hann kom því til leiðar, að presta- fundir voru haldnir á Þingvöllum. Bókmentaáhugi hans var frábær og hann bjargaði frá- tortímingu dýr- mætustu ritum íslenzkra fornbók- menta, eins og t. d. Konungsbók, Sæmundar-Eddu, Flateyjarbók og íslendingabók. Brynjólfur dáði mjög skáldskap Hallgríms Péturs- sonar. Síðustu æfiár hans voru dapurleg vegna hinna hörmulegu af- drifa Ragnheiðar dóttur hans. Eftir að Brynjólfur (lupus loricatus, eins og hann kallaði sig stundum) hafði oftsinnis hótað að segja af sér em- bætti, var hinn lærði og víðförli meistari, Þórður Þorláksson, valinn til að vera eftirmaður hans. Hann tók við embætti skömmu áður en Brynjólfur dó. Þórður var vel að sér um landafræði, aflfræði, hljóm. iist, stærðfræði og stjörnufræði. Hann hafði auk þess mikinn áhuga á latneskum og íslenzkum bókment- um. Á síðustu biskupsárum hans hnignaði Skálholtsbiskupsdæmi vegna þess, að biskup var værukær og löngum sjúkur. Eftinmanni hans, Jóni Vídalín, isonarsyni Arn- gríms lærða, tókst að koma í veg 1 fyrir að Danir sendu danskan mann til að þjóna Skálholtsbiskups- dæmi, og var sjálfum fengið em- bættið. Meistari Jón var gáfaður og | metnaðargjarn. Hann var röggsam-1 ur kirkjuhöfðingi og gæddur frá- bærri mælsku. En hin langvinna deila hans við Odd lögmann og hin hræðilega bóluveiki, er geisaði i landinu, lamaði áhrifin af starfi hans. Auk þess var fólkið drykk- felt og hjátrúarfult. En Vídalíns- postilla og föstuprédikanir ‘nahs eru með því bezta, sem til er i íslenzk- um bókmentum trúarlegs eðlis. Meistari Jóns Árnason varð fyrir tilstilli Árna Magnússonar valinn til biskups í Skálholti, þegar hinn mikli mælskusnillingur léát. Jón Árna- son var strangur og samvizkusam- ur embættismaður. Hann heimti til kirkjunnar allar eignir ekkju Ví- dalíns og kom fram af miklum myndugleik bæði við presta og amt- (Framh. á bls. 7) PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON J Dr. P. H. T. Thorlakson 216-220 Medical Arts Bldg. 205 Medlcal Arts Bldg. Talsími 26 68 8 Stundar augna, eyrna, nef og Cor. Qraham og Kennedy Bta. kverka sjúkdðma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Phones 21 212—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Heimili: 638 McMILLAN AVE. -Phone 62 200 Talslmi 42 691 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Nuddlaeknir Vlðtalstlmi 3—5 e. h. 41 FURBY STREET 218 Sherburn St.~Sími 30877 Phone 36 137 Slrnið og semjið um samtalstlma DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bidg. Cor. Graham og Kennedy St. Talsími 23 7 39 Viötalstímar 2-4 * Heimili: 776 VICTOR ST. 0 Winnipeg Sími 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. talenzkur lögfrœOingur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. fslenzkur lögfraeOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 DRU GG1ST8 DENTISTS DR. A. V. JOHNSON ísienzkur Tannlaeknir Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthflsinu Slmi 96 210 Heimilis 33 321 4 06 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL J. J. SWANSON & CO. 84 8 SHERBROOKE ST. LIMITED Selur Ukkistur og annast um flt- 601 PARIS BLDG., WINNIPEG farir. Allur útbúnaöur sá. beztl. Fasteignasalar. Lelgja hfls. Út- minnisvarða og legstelna. vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Skrlfstofu talslmi: 86 607 Phone 94 221 Heimilis taislmi: 501 562 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE C. E. SIMONITE TLD. BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. DEPENDABLE INSURANCE Tekur að sér að ávaxta sparifé SERVICE fólks. Selur eldsábyrgð og blf. Real Estate — Hentals reiða ábyrgðir. Skrlflegum íyrlr- Phone Office 95 411 spurnum svarað samstundis. 806 McArthur Bldg. Skrifst.s. 96 757—Helmas. 33 828 HANK’S BARBER AND REV. CARL J. OLSON BEAUTY SHOP Umboðsmaður fyrir 251 NOTRE DAME AVE. NORTH AMERICAN LIFE 3 inngöngum vestan viO ASSURANCE FÉLAGIÐ St. Charles ábyrgist Islendingum greið og Vér erum sérfræöingar 1 öllum hagkvæm viðskifti. greinum hárs- qg andlitsfegrunar. Office: 7th Floor, Toronto General Allir starfsmenn sérfræðingar. Trust Building SÍMI 25 070 Phqne 21 841—Res. Phone 37 769 HOTEL 1 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEQ Pœgilesrur og rólegur búataður 4 miObfíci borgarinnar. Herbergl $.2.00 og þax yílr; m«8 baðklefa $3.00 og þar yflr. Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for CfueeU THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEO "Winnipeg’a Dcnon Toum HoteF 220 Rooms with Bath Banquetfl, Dances, Conventiona, Oinners and Functions of all klnds Coffee Shoppe F. J. FA.LD, Manager CorntoaU Htotel Sérstakt verB & viku fyrir n&mu- og fiskimenn. KomiB eins og þér eruB klæddlr. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEQ SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and wlthout bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market 8t. C. G. Hutchlson, Prop. PHONE ‘Í8 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.