Lögberg - 21.05.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.05.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 21. MAÍ, 1936. V Hogbeng Gefið út hvern fimtudag af THE COLVMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. - Verö <3.00 um árið—Borgist fyrirfram Thfc "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limlced. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Málmvinsla nútímans Öld sú, er vér nú lifum á má með fullum ’-étti nefnast öld hinnar stórfenglegu málra- vinslu; atál, járn, nikkel, kopar og gull, eru þeir málmar, er til mestrar nvtssmdar verða taldir viðvíkjandi efnalegri afkomu og verk- legri velgengni flestra þjóða heims; er cana- diska þjóðin engin undantekning á þessu sviði; muu jafnvel óhætt að telja hana meðal forgönguþjóða hvað málmvinslu ahrærir.— Málmvínsla í Manitohafylki er nú að komast á það stig, að hún er að verða ein megin tekjugreinin og á hún vafalaust eftir að færa mjög út kvíarnar í nálægri framtíð. Útdráttur sá úr ræðu eftir náttúrufríðinda ráðgjafa fylkisstjórnarinnar, Hon. J. S. Mc- Diarmid, er hér fer á eftir, varpar nokkru ljósi á þetta mál: “Til eru þeir menn vor á meðal, er svo einhliða líta á málmvinslu fylkisins, að þeir jafnvel láta hafa það eftir sér, að þegar alt komi til alls, þá séu þaÖ einungis tiltölulega fáir hlutabréfaprangarar, er raki saman fé á námugreftri á kostnað almennings. Þetta er hvorki meira né minna en há^kaleg kór- villa, sem kveða verður niður. Vaxandi áhugi manna á meðal fyrir gildi málmvinslunnar er talandi vottur þess hve skilningurinn er góðu heilli jafnt og þétt að aukast. ]\Ianitobafylki er á hröðu þroska- skeiði að því er viðkemur málmvinslu, sem glegst má ráða af því, hve útflutningur ýmissa málmtegunda héðan fer árlega í vöxt. Kynslóð sú, sem nú er uppi, horfist í augu við stórfeldari málmvinsluöld en nokk- ur kynslóð liðinna alda nokkru sinni gerði. ]\[eðal annars geta skýrslur um það, að á ár- inu sem leið, hafi eitt bílaframleiðslufélag búið til og selt freka miljón bíla. Þar hefir ekkert smáræði af stáli komiÖ að góðu haldi- Og nú alveg fyrir skemstu hefir Bretland hið mikla hleypt af stokkum þeim voldugasta og stærsta stáldreka, sem klofið hefir hin breiðu höf. Allar þjóÖir Norðurálfunnar smíða ár eftir ár þúsundir flugvéla og annara véla úr stáli, og hið sama gera þær þjóðir er megin- land Norður-Ameríku byggja. Stál það og aÖrir málmar, er notast við samgöngutæki nútímans, er svo yfirgripsmikiÖ að verðgildi, að tölur ná tæpast yfir. A þessari ströngu samkepnisöld má svo að orði kveða að gullið sé eini málmurinn, er selur sig sjálfur. A því er kaupgetan bygð eða tækifærin til þess að afla sér þeirra marg- víslegu nauðsynja, er nútímamenningin krefur. Við það miða þjóðirnar greiðslu- jöfnuð sinn. Öll þau auðæfi, sem vinnast úr iðrum jarÖar, eru ný auðæfi. Vinsla þeirra eykur og nýskapar atvinnu, og gerir með því þús- undum og tugum þúsunda manna kleift að sjá sér og sínum farborða. Leitin að nytsömum og verðmætum málmum tekur aldrei enda; hún er jafngömul mannkyninu, ef svo mætti segja og verÖur því samferða um allan aldur. Námuvinna er ein hin stööugasta atvinna sem hugsast. getur; er venjulegast unnið í námunum allan sólarhringinn út; aðeins skift um flokka starfsmanna; vinnulaun verða þar þessvegna reglubundin og drjúg. , Auk silfurs ög gulls, framleiðir Mani- toba meðal annars feiknin öll af kopar, zinki, blýi, tellurium, selenium og cadmium. Arið sem leið nam málmfram leiðsla Manitobafylkis freklega $10,000,000. Yfir $5,000,000 gengu í vinnulaun, auk þess sem $3,000,000 skiftust niÖur í gróðahlutdeild hluthafa. Eins og gefur að skilja þurfa þær námur sem starfræktar eru, að flytja mestallar lífs- nauðynjar aÖ; hefir það leitt til stóraukins markaðar innanlands fyrir afurðir búnaðar- ins.— Félög þau, er námurekstur stunda innan vébanda fylkisins, verja ár hvert miljónum dollara til verkfærakaupa og nauðsynlegs út- búnaðar í sambandi við framleiðslugrein sína, en flutningur úr námunum eftir ám og vötnum, með járnbrautum og loftskipum, nemur miljónum smálesta. Gullframleiðsla fvlkisins nam á síðastliðnu ári nokkru meira en $5,000,000. Um það verður því ekki vilst, áð málmyinsian sé ein af veigaitiestu máttal1 fetóðfiin '"6fnaha^te^i¥ir#'áfRomu fylkisbúa. Það er því sízt að undra þó ungir og fram- gjárnir athafnamenn mæni þangað björtum vonaraugum sem námuiðnaðurinn er.” Þeim, sem með völdin fara er nú farið að skiljast það æ betur og betur, hve mikils það er um vert fyrir velfarnan þjóðarinnar, að lögð sé öll hugsanleg rækt'við námuiðnað landsmanna. Þessvegna er meÖal annars það, hve miklu fé er árlega varið til sam- göngubóta um námuhéröðin og inn í þau. Er slíkt vel og viturlega gert, með því aJÖ um hundraðfaldan árangur getur á skömmum tíma orðið að ræða. Kornið fyllir mælirinn Lögberg hefir í undanförnum blöðum vikið að því, hve viðeigandi það væri, og í rauninni sjálfsagt, að Islendingar stuðluðu að því.aÖ keypt yrði eitthvert af málverkum Emile Walters, og þá helzt málverkið “Glacial Blink,” handa listasafni Winnipeg- borgar, og það því fremur sem listamaðurinn væri þar borinn og barnfæddur. Samskot í þessa átt hafa þegar verið hafin; eigi aðeins meÖal íslendinga, heldur og manna af öðrum þjóðflokkum, er sumir hverjir jafnvel riðu fyrst á vaðið, eða vöktu máls á því að þessu yrði hrundið í framkvæmd. Víst er um það, að á yfirstandandi krepputíð hafa flestir í mörg horn að líta frá fjárhagslegu sjónarmiði séð. Þessvegna er þess heldur ekki vænta að hver og einn leggi fram stóra fjárhæð í þessu tilliti. En í þessu tilfelli sem oftar sanng,st hið fomkveðna, að margt smátt gerir eitt stórt, og að kornið fyllir mælirinn. Mörg smátillög geta nægt til þess að takmarkinu viÖvíkjandi kaupum á hinu áminsta málverki Emile Walters, verði á skömmum tíma náð. MacKenzie King MAÐURINN OG AFREKfíVERK HANS. Eftir John Lewis. I (Sig. Júl. Jóhannesson þýddi) Canadiskur rithöfundur, sem Main John- son heitir sagði einhverju sinni að King hefði oft átt um það að velja að taka stöðu, sem auður og sællífi fylgdi eða halda áfram að starfa og stríða í baráttunni um þjóðheilla- mál; en hann hefði æfinlega kosið hið síðar- nefnda. Þegar hann var 25 ára gamall, varð hann að velja á milli þess að verða kennari við Harvard liáskólann eða aÖstoðarverkamála- ráðherra í Ottawa. Hann kaus hið síðara og þótt það væri í sjálfu sér ekki beinlínis póli- tísk staða þá leiddi hún hann inn á pólitískar brautir. Þegar hann lét það embætti af höndum eftir ósigurinn við kosningamar 1911, tókst hann á hendur rannsóknir og ráðleggingar í mannfélagsmálum. Var hann aldrei svo bundinn að hann hefði ekki frjálsar hendur til þess að taka þátt í stjórnmálum í Canada þegar honum sýndist. Því var það að hann beitti sér hlífðarlaust við kosningarnar 1917. Um sama leyti sem hann var kosinn leið- togi frjálslynda flokksins 1919, bauðst honum hálaunuð staða hjá miljónafélagi og önnur staða hjá voldugri félagsmálastofnun með afarháum launum. Bæði þessi félög vom í Bandaríkjuiium. En hann hafnaði hvoru- tveggja tilboÖinu til þess að geta látið Can- ada njóta starfskrafta sinna og hæfileika, enda þótt þar væri um miklu lægri laun að ræða og margfalt erfiðari stöðu. Dagana 7., 8. og 9. ágúst 1919 var flokks- þing frjálslyndra manna fyrir alla Canada haldið í Ottawa. Hafði þetta þing verið á- kveðið meðan Laurier lifði, og átti þar að semja nýja eða endurbætta stefnuskrá flokks- ins, sem mætti þörfum og kröfum nýrra tíma og breyttra kringumstæða. En dauði Lau.riers, hins vinsæla og mæta manns, olli því að á þessu flokksþingi varð einnig að kjósa leiðtoga. I). D. McKenzie fyrverandi dómari frá Nýja Skotlandi hafði gegnt leiðtogastöðunni til bráðabirgðar. For- seti flokksþingsins var Charles Murphy, fyr- verandi ráðherra í stjórn Lauriers 1911. Það var eins og lifandi andi hins liðna leiðtoga legði blessun sína yfir þetta mikla þing og gagntæki þar hugi manna. Mynd Lauriers var í hugum allra, þakklæti til hans fylti hjörtu allra og nafn hans var á vömm allra. Máluð litmynd af honum í fullri stærð var reist upp á ræðupallinn að baki þeirra, sem þar sátu og birtist hún þar í björtu ljósi. Hvenær sem ræðumennirnir nefndu nafn hans dundi við hávært lófaklapp. Það var engu líkara en hann væri andlega staddur á þessu þingi og stjórnaði þar orðum og gerð- um manna. Allmikil klofning hafði átt sér stað í frjálslynda flokknum á ytríðstímUntím, eu nú gréru þau sár áð'miklú’ léýti. ÁlIir"frjá'Lfe'- lyndir forsætisráðherrar í Canada voru á þinginu (og voru þá frjáls- lyndar stjórnir í öllum fylkjunum nema Ontario). Þó höföu flestii þeirra fylgt samsteypustjórninni að málum. Einn þeirra manna, sem rnikið lét til sin taka var Fielding, einn áhrifa- mesti maðurinn, sem snúist hafði á stríðstímunum á móti stefnu Lauriers ; en hann hafði aldrei geng. ið í neitt bindandi samband við aft- urhaldsflokkinn. Fjórir menn voru útnefndir sem leiðtogaefni frjálslynda flokksins: D. D. McKenzie, Fielding, George Graham fyrverandi ráðherra i Laurierstjórninni og King. Allir fengu þeir mörg atkvæði í byrjun, en King og Fielding hæst, og voru síðast greidd atkvæði milli þeirra tveggja ; hlaut þá King 476 en Field- ing 438. Fielding varð síðar fjármálaráð- herra í Kingstjórninni, Graham járnbrautarráðherra og McKenzie dómsmálastjóri. (Frh.) Ýmislegt fyrir unga fólkið HVERNIG QU’APPELLE DALURINN FÉKK NAFN SITT Sögusögnin segir það hafa verið á þessa leið: Unnusti stúlku einnar í dalnum varð að takast á hendur ferð nokkra áður en hann giftist henni. En þegar hann kom heimleiðis aftur úr þessari ferð, að kveldi dags, þá heyrir hann kallað á sig með nafni. Hann kallaði á móti og spurði: “QuAppelle,” en það þýðir á íslenzku: Hver er þar ? En eng- inn svaraði, nema bergmálið af hans eigin rödd. Hann hélt áfram heim, en þegar þar kom, var heitmey hans dáin. Hún hafði þegar hún var að dauða komin, kallað á unnusta sinn. Af þessum viðburði fékk QuAp- pelle dalurinn nafn sitt. # # • BLINDU MENNIRNIR OG FILLINN Til er ein æfagömul indversk þjóðsaga um blindu mennina, sem voru að reyna að gera sér grein fyr- ir hvernig fíllinn væri. Sá fyrsti lagði hendurnar á siðu fílsins og hrópaði: “Nú veit eg hvernig hann er; hann er eins og veggur!” Annar lenti á fótlegg fílsins og sagði: “Ekki er hann eins og vegg- ur: Hann er eins og eik í lögun.” Sá þriðji tók utan um ranann og mælti: Hann er hvorki eins og vegg- ur né eik; hann er eins og slanga.” Sá fjórði tók á eyra fílsins og sagði: “Ekki er hann eins og þið segið: Hann er eins og blævæng- ur.” Um þetta þrættu þeir og þrættu, og gátu aldrei orðið á eitt mál sátt- ir—kannske þræta alt til þessa dags. Þannig eru ágreiningsmálin. Málsaðiljar, hvor fyrir sig, hafa oft eitthvað til síns máls, en engir þeirra hafa þó, frekar en blindu mennirn- ir, allan sannleikann. # # # ATHYGLISGAFA DRENGSINS Málarí nokkur, hniginn að aldri, veitti því eftirtekt að drenghnokki einn, lítill vexti, hafði svo gaman af að reyna að gera uppdrætti af myndagrind og málaratækjum hans, og sagði þá: “Drengur þessi verður einhvern- tíma meiri málari en eg.” Þetta rættist, því drengurinn, Michael Angelo, varð siðarmeir einn af hinum mestu málurum og lista- mönnum, sem heimurinn hefir nokkru sinni átt. # # # HREYSTIVERK UNNIN MEÐAL UNGDÓMSINS Nálægt Biggar í Sask., vann ný- lega drengur einn 12 ára að aldri, afreksverk. Þegar bróðir hans, barn að aldri, datt ofan í nær 50 feta djúpan brunn, svo ekkert annað en dauðinn virtist bíða hans, brá Dpn®.----svo hét bróðir barnsins'— ýið hfð snarasta, hentist af staðnum þar sem hann var að leika sér með einum jafnaldra sínum, að brunnin- um, þreif brunnfötuna, lét hana síga á reipinu ofan í brimninn, batt stór- an hnút á reipið isvo það festist að ofan, og gat ekki gefið of langt eftir fötunni. Barnið kom upp i annað sinn, þegar Domes þreif um kaðalinn og las sig eftir honum nið- ur i brunninn. Hann náði i barnið þegar það kom upp í þriðja sinn, og gat haldið þvi svo upp úr, að ekki drykki það meira vatn, en hélt með annari hendi í kaðalinn og hélt sjálfum sér þannig upp úr. Honum tókst að halla barninu áfram, svo að heldur gæti vatnið runnið upp úr því, meðan drengurinn, sem hann hafði verið að leika sér við, þegar svona fór, hljóp til næsta bæjar eftir mannhjálp. Nágranninn næsti, Abramoff kom brátt, og náði drengnum og barninu upp úr brunninum. Var þá barnið mjög aðframkomið. Eftir að lífg- unartilraunir höfðu verið gerðar nokkra stund, raknaði það við aft- ur og varð síðan albata. Drengur þessi, sem með þessu fá. dæma snarræki bar gæfu til að bjarga mannslífi, er sonur Ernel Domes, heimkomins hermanns, sem heima átti örskamt frá Biggar, Sask., eins og áður er sagt. # # # HERSHÖFÐINGJAEFNIÐ var SNEMMA HARÐGJÖR í Sviþjóð vildi eitt sinn svo til fyrir löngu síðan, að drengur einn datt út um glugga og meiddist all- mikið. En hann þrýsti þá sem fast- ast saman vörunum til að hljóða ekki. Gústaf Adolf, Sviakonungur, sá þegar drengurinn féll út um gluggann og tók eftir því hversu Bein Sambönd við ísland Reyndir íslenzkir feröcemenn kjósa hina beinu leið til fs- lands yfir Skotland. Og þeir meta einnig hina ágœtu að- hlynningu, máltíðir og að- húnað á hinum stóru og hraðskreiðu Canadian Pacific skipum. Reglubundnar ferðir — lág far- gjöld. Spyrjist fyrir hjá næsta umboðsmanni eða W. C. CASEY, General Passenger Agent, C.P.R. Bldg., Winnipeg Símar 92 456-7. CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS WORLDS greatest travel system lítið hann kveinkaði sér, og spáði því að í honum mundi verða dugur, ef til mannrauna kæmi. Þetta rættist. Drengurinn varð síðar frægur hers- höfðingi. Nafn hans var Bauer. # # # “BARNIÐ FLUTTI MAL SITT VEL” Þegar Kínverjinn Lee Quong, sem átti heima i Ashland, O., and- aðist fyrir skömmu síðan, eftirlét hann konu isinni lítið annað en börn- in fjögur að tölu: Tom 9 ára, Tim 8 ára, Trulu 3 ára og Ted 1 árs. Var nú ekki sýnilegt á hverju konan og börnin ættu að lifa i framtíðinni. Vildi þá ekkjan flytja heim til Kína með börn sin, en þau settu sig svo eindregið upp á móti þeim burt- EATON’S Selected Farm and Garden Seeds SAIÐ MEIRU AF FÓÐURTEGUNDUM Sérhvern vetur er fóðurskortur i ýmsum héröðum, er veldur því að margir bændur verða að kaupa á því verði, sem þeir standa sig illa við að greiða. Með því að sá í nokkrar ekrur, Mais, Millet, Sorghum, Sudan Grass og öðrum fóðurtegundum, má bæta úr fóðurskorti að miklu leyti. Per Per Per 2 % Bush. Bush. % Bush. Bag Bag Bag 42P62SO Corn. Extra Early North- western Dent. Crookston Strain. Grade No. 1 9.10 3.75 2.10 42P6290 Corn. Early Northwestern Dent. Canadian grown. Grade No. 1 6.60 2.75 1.60 721*6310 Corn. Abundance Fodder. Grade No. 1 5.40 2.25 1.35 421*6320 Corn. Yellow Fodder. Grade No. 1 4.60 1.95 1.20 Per Per Per 100 lb. 50 lb. 2 5 lb. Bag Bag Bag 42P6260 Western Rye Grass. Grade No. 1 7.25 4.10 2.30 42P608O Brome & Western Rye Grass. Grade No. 1 Mixture 7.50 4.25 2.35 421*6250 Timothy. Grade No. 1 7.75 4.35 2.45 421*6180 Sudan Grass. Grade N(f. 2.... 5.95 3.45 1.95 421*6200 Sorgltum. Early Amber Sugar Cane. Grade No. 2 4.75 2.85 1.65 421*6190 Soy Beans. Dunfield Yellow. Grade No. 1 4.95 2.95 1.70 421*6110 Gcrnian Millet. Grade No. 1 3.75 2.35 1.40 421*6130 Siberian Millet. Grade No. 1 4.35 2.65 1.55 421*6140 Hungarian & Silterian Miilets. No. 2 Grade. While stock lasts 3.00 1.95 1.25 Please Note—We make no extra charge for bags. SAFN MATJURTAFRÆS HANDA BÆNDUM Inniheldur 12 fullrar stærðar pakka, 5 únsur, og 3 pundsfjórðumgs pakka Hér ræSir um tuttugu tegundir af matjurtafræi, sem nægir til þess að fullkomna matjurtagarð yðar. Keyptir út af fyrir sig, þesstr pakkar mundu kosta yður $1.42, en nú býður Eaton’s yður þá fyrir aðeins 85c. pér fáið tuttugu pakka af uppáhalds tegundum, og gæði þeirra eru I samræmi við hámark allra Eaton’s frætegunda. þús- undir ánægðra viðskiftavina panta þessi fræsöfn ár eftir ár. I ozs. Beans. Improved Golden Wax. I oz. Beets. Detroit Dark Red. 1 oz. Carrots. Chantenay Half Long. 1 pkt. Cauliflower. Early SnowbaH. 1 pkt. Cabbage. Copenhagen Market. I pkt. Celerj'. White Plume. 1 pkt,. Citron. Red Seeded. 4 ozs. Corn. Golden Bantam. 1 pkt. Cuetimber. Long Green. 1 pkt. Lettuee. Grand Rapids Leaf. 1 pkt. Onion. Yellow Globe Danvers. 1 pkt. Onion. White Portugal, for pickling. I oz. Parsnip. Hollow Crown. 1 pkt. Parsley. Moss curled. 4 ozs. Peas. Homesteader (Lincoln). I oz. lladish. Early Scarlet Turnip, White Tipped. 1 pkt. Spinaeb. Bloomsdale Early. 1 pkt. Tomato. Earliana. 1 pkt. Turnip. Purple-top White Globe. 1 oz. Tttrnip. Purple-top Swede. Farmers’ Vegetable Seed Coilection. Speeiai Priee ......................... Mailing weight about 24 ounces. 42P5000 .85 Send tts your order in your own language. Otler front Winnipeg oniy. ^T. EATON CS C A N A D A LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.