Lögberg - 21.05.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 21.05.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, EIMTUDAGINN 21. MAÍ, 1936. Mannorðsdómur Eftir Johanne Vogt. A þessu augnabliki voru dyrnar opnaðar og inn kom þernan til að búa um rúmið og sópa. “Afsakið, ungfrú, eg er vön að hreinsa yðar herbergi fyrst, en fyrir utan dyrnar mætti eg Frich, sem bað mig að byrja hjá sér, hann þyrfti að skrifa nokkuð.” “Það gerir ekkert. Hafið þér komið hér inn áður! ” “Nei, eg mætti Frich við dyrnar.” “ Já, eg skil.” “Ó, hann er fantur; okkur geðjast ekki að honum. ” “Ekki það, Birta!” “Nei, okkur finst ungfrúin of góð fyrir hann. En hún er bráðskotin í honum. ” “Eg hleyp ofan, Birta. Hér er svo kalt.” “Eftir hálfa stund verðnr hér hreint og heitt.” í miðjum stiganum stóð Frich. “Þér forðist mig; eg verð að tala við yður. Viljið þér koma — annars skal eg—” “Aldrei, aldrei skal eg finna vður. Ekk- ert. vald í heiminum skal geta þvingað mig. Ekki einu sinni hótun um ábyrgðina á lífi yðar.” Ilún þaut fram hjá honum og inn í stof- una, þar sem Petra og John voru að skila póstinum. Læknirinn rétti henni tvö bréf, en sá um leið að hún hafði grátið. Hann opnaði varirnar til að spyr.ja, en lokaði þeim aftur. .“Setjist þér hérna hjá ofninum, ungfrú Eiín og snúið bakinu að glugganum,” sagði liann. Hún setti-st og brosti blíðlega við honum. Hún opnaði bréfin sín og las þau. Ekkert heyrðist nema skrjáf í blöðum. Læknirinn lagði myndablað í kjöltu hennar, hún fletti nokkrum blöðum, en svo sofnaði hún, áhrif klóróformsins voru ekki horfin. Hún svaf á að gizka 5 mínútur, og þegar hún vaknaði og leit upp, varð henni litið í augu Viktors. Sama hlýja og verndandi augnatillitið. “Ahrif klóróformsins,” sagði hún og roðnaði. “Hvar er hitt fólkið!” “Farið út,” sagði hann og stóð kyr. En nú heyrðist háa röddin hennar Petru frá hliðarherberginu, og inn kom hún og sett- ist á hægindastól á milli þeirra. ‘ ‘ Ó, Ella, eg hefi átt annríkt. Frich fékk höfuðverk, og eg varð að matreiða handa hon- um, því Ödegaard er ekki heima. Honum líkaði maturinn vel, einkum rauðvínsflaskan lians pabba, sem hann næstum tæmdi. Hann fór út og kemur ekki heim'fyr en í rökkrinu.” “Þessi höfuðverkur hefir komið óvænt,” sagði Viktor. “Já, það er afleiðingin af því að vera aðstoðarmaður, þegar maður er ekki upp- lagður fyrir það, eins og eg. Það er satt, Toriniíus kom til a sækja mat handa drengn- um, en hann getur beðið þangað til Ödegaard þóknast að koma.” “Láttu ofurlítið af mat í körfu handa móður hans,” sagði Viktor blíðlega. “Já, ögn af méli og flesk máske?” “Já, og ögn af baunum, kaffi og sykri. Heyrðu, Petra, láttu þenna seðil í umslag og legðu það ofan á fleskið. Drengurinn má ekki brúka handlegginn í 3 vikur. Eg fer að finna hann eitt augnablik.” “ Viktor er dálítið fyrirhafnarsamur með köflum,” sagði Petra, “en við erum eins lík • og tvö egg í sama hreiðri. Er það ekki, Ella!” • “ Jú — og enginn ungi — í eggjunum—” Petra hló hátt. “Þú ert fyndin, Ella.” Það var komið kvöld og norðaustan rok liti og talsverð snjókoma. Því eina herbergi gegn norðri var lokað, af því ekki var hægt að kynda ofninn, en í suðurstofunni var hlýtt og bjart. Sýslumaðurinn lék sér að spila- galdri með tvennum spilum og kennarinn sat hjá lionum. Petra og Elín sátu á legubekkn- um, Elín þögul og hugsandi, en Petra sí- blaðrandi. Frich sat í einu horninu með pípuna sína, stormurinn hafði rekið hann heim fyr en hann vildi. John sat við lítið borð og var að' búa til smávindla. “Komdu hingað, Viktor, og hjálpaðu mér að búa til vindla með þessari nýju aðferð.” Sýslumaðurinn talaði lítið, en Idustaði því betur á það, sem aðrir sögðu. “Mannörðsdómur?” sagði hann. “Frá hverju ertu að segja Viktor, John. Hver á að mæta fyrir mannorðsdómi?” “Ó, það er ungur herforingi í höfuðborg- inni, sem.sagt er að sækist eftir ríkri giftingu. Það er sagt að hann heitbindi sig alstaðar, þar sem hann er með hermenn sína, og þar eð þetta hefr átt sér stað að minsta kosti tíu sinnum, ætla félagar hans að draga hann fyr- ir mannorðsdóm og hegna honum sjálfir. Mér finst þetta ágæt aðferð.” “Sannarlega ágæt,” sagði kennarinn. “Það er sagt að þetta eigi sér stað á þýzku herstöðvunum, og að það komi í veg fyrir opinber hneyksli.” “Mér finst að við stúlkurnar ættum líka að liafa heimild til að leggja okkar málefni fyrir mannorðsdóm, þegar við þurfum þess.” Það var Elín sem talaði þessi djörfu orð. Hún talaði dálítið hærra en hún var vön, og allir litu til hennar undrandi, en hún mætti augnatilliti þeirra róleg. “Mér er þetta full alvara,” sagði hún. “Eg hefi verið að hugsa um þenna persónu- lega rétt. Orðið mannorðsdómur finst mér vel viðeigandi og bendir á úrlausn.” “Þarft þú að koma fyrir mannorðs- dóm?” spurði kennarinn spaugandi, en horfði fast á föla og þreytulega andlitið hennar. “Eg vil flytja mál fyrir kvenmann. Það er na'gileg't.” “Ef þér viljið fá dóm í málinu, þá erum við nógu margir til að mynda kviðdóm,” sagði sýslumaðurinn. “Já, málefnið er tilbúið og bíður úr- skurðar réttarins.” “Kennarinn, Viktor og eg. Hvað segið þér um okkur?” “Eg neita lækninum,” sagði hún bros: andi. “Kennarinn, Frich og eg þá. Erum við ekki nógu góðir?” “Eg neita Fricli.” “Nú, þá tökum við John. Hann er tals- vert löglærður, þegar hann vill nota það,” sagði sýslumaður. “Eruð þér ánægðar með okkur?” “ Já, vel ánægð.” “Þá skulum við yfirheyra yður -— eða hvernig viljið þér að við högum okkur?” “Eg ætla að segja stutta sögu, og sanna hana með skrifuðum skjölum.” “Þér eruð sannur lögmaður, góða barnið mitt,” sagði sýslumaður, sem nú var orðinn kátur, kom sér vel fyrir í sætinu og' leit alvar- iegum en mildum augum á Ellu. “En þetta er sánnarlega ekkert spaug.” “Því betra barnið mitt, því betra. Nei, við erum líka of gamlir til að leika kviðdóm. Byrjið þér. “Það var einu sinni ---------” “Það var einu sinni ung stúlka,” byrjaði Ella eftir litla þögn, en róleg, “sem hafði mist beztu vinstúlku sína árið eftir ferming- una. Þær höfðu þekt hvor aðra á meðan þær ólust upp, setið á sama skólabekk, orðið sam- ferða til prestsins, og voru það sem kallað er, óaðskiljanlegar. Hún dó úr barnaveiki. Ung'a stúlkan, sem við skulum kalla Mix, hélt áfram að koma í hús foreldra hinnar fram- liðnu, prófessor Birchs hús, og vináttan milli þeirra og hennar virtist verða sterkari eftir dauða einkabarns þeirra. 1 þessu húsi mætti hún fyrir hér um bil ári síðan ungum manni, sem við skulum kalla — kalla--------” “Kallið þér hann Sport,” sagði Frich og leit upp. “Kalla Sport,” sagði Elín og leit snöggvast á Frich. “Prófessorinn og frúin höfðu hitt hann í Kokstuen um sumarið, og þau voru orðin góðir vinir. Kvöld nokkurt, }>egar hann og Mix voru einu gestirnir, var hann kyntur henni. Samtalið snérist aðal- lega um fjallaferðir. Mix sat við vinnu sína og talaði við og við við frúna, en tók lítinn þátt í samtalinu. Þegar þeman kom að sækja hana, stóð Sport upp og fylgdi henni heim, enda þótt prófessorinn beiddi hann að sitja kvrran og reykja. “Daginn eftir, þegar hún kom frá heim- sókn í Skarpsno, mætti liún honum á Dramm- ensvejen. Hann snéri við og fylgdi henni lieim; henni geðjaðist illa að honum frá byrj- un, og fanst hann vera orðinn býsna nær- göngull. “Svo hitti hún hann á danssamkomu hjá prófessornum, og daginn eftir fékk hún fvrsta biðilsbréfið. Skjalið 1. Hér er það.” “Leggið það hérna,” sagði Viktor, “eg skal vera skjalavörður. ” “Hún svaraði honum nei, eins góðmót- lega og hún gat; sagðist vera viss um sjálfa sig og þetta gæti aldrei átt sér stað. Um tíma og eilífð, eins og hún skrifaði. ‘ ‘ Þetta var vorið 92. Hann hvarf nokkra mánuði. — Mix fékk af tilviljun að vita að hann var í Danmörku, og satt að segja gleymdi hún honum alveg. “Þangað tíl í september, að hann var aftur staddur í samsæti hjá prófessornum. ‘ ‘ Þar vék hann ekki frá hlið hennar. Það var eitthvað ögrandi og frekjulegt, í fram- komu hans — hann lét eins og ekkert hefði átt sér stað á milli þeirra. “Mix var alt kvöldið fámælt og gröm yfir ])essari ásókn hans, og þegar svo annað bréfið með hótunum, kom litlu seinna, fanst henni þetta fremur alvarlegt. “Iíér er skjalið nr. 2.” Viktor greip bréfið. “Svar hennar var aðeins fáar línur. “Stuttu á eftir þessu bréfi kom hið | þriðja og síðasta. Þar biður hann um já, og ef hann ekki fái það, segist hann skuli eyði- leggja mannorð hennar, til þess á þann hátt að íá það, sem hún vilji ekki óneydd gefa honum. Bréfið er skrifað af vondri eða brjál- aðri manneskju, og var auðvitað engu svar- að.” “Fáið mér bréfið,” sagði Viktor, og lagði járnhnefa ofan á bréfin. “Þetta átti sér stað í september. Hann hélt áf ram með að mæta henni, og oft smaug hann fram hjá lienni í rökkrinu eins og leður- blaðka — eða hann stóð hjá ljósstaurnum og g'lápti á hana þegar hún kom heim á kvöldin. Um leið og grindahliðinu var lokað, gekk liann fram hjá og gerði henni bylt við. Jafn- vel í kirkjunni reyndi hann á einn og annan hátt að flækjast á leið hennar — og þá leit hann aldrei af henni — augu hans fylgdu henni alstaðar eins og eitthvað ilt — leyndar- dómsfult. “Nokkru seinná varð hún þess vör að viðmótið í prófessorshúsinu var farið að kólna. Það kólnaði meir og meir, þangað til eitt kvöld að hún yfirgaf frúna, var hún full- viss um að henni hafði verið sagt eitthvað sem hún vildi ekki glevma. “Skömmu seinnasagði vinur hennar henni, að í hóp ungu mannanna hefði Sport reynt að spilla fyrir henni, sagt þeim að Mix hefði hagað sér skammarlega gagnvart einum vina sinna, hún hefði dekrað við hann afarmikið og að síðustu eyðilagt hjarta hans. “Alt saman argasta lýgi. “Það leið á haustið. Hún var hætt að koma til prófessorsins og henni var ekki boð- ið þangað. Hvað átti hún að gera? Hún þekti ekki krókaleiðir heimsins, og var að eðlisfari fámælt. Hún vonaði að geta evði- lagt þenna róg með sínu rólega lífi, og til allrar lukku heyrði móðir hennar hann aldrei. Ekki sýndi hún henni heldur bréfin. “Svo komu jólin. Hún var boðin út í sveit til fjölskyldu, sem átti dóttur er hún liafði kynst um sumarið.” Kennarinn leit upp og gretti sig. Petra 'hallaði sér aftur á bak og huldi andlitið með höndum sínum. “Mix fanst þetta vera sönn hepni. Hún var orðin óróleg og hrædd. Að fara út á götu þorði hún ekki, af því hana grunaði að hann væri einhversstaðar í felum. “A leiðinni heim til sýslumannsseturs- ins heyrði hún að hr. Sport væri gestur f jöl- skyldunnar. “Hún J>aut á fætur. Ef hún gæti nú snúið við — en það var ómögulegt. Hún sat við hlið vinu sinnar, vafin í bjarnarskinns- feld og fyrir sleðanum hljóp ungur og fjörug- ur hestur, sem færði hana nær og nær þeim stað, sem hún vildi vera frá í hundrað mílna fjarlægð. “Meðan hún var ein í herbergi sínu, lauk hún upp dyrunum út í ganginn sökum hitans. “A sömu stundu opnuðust aðrar dyr lengra frá stiganum; nokkrir karlmenn komu samtalandi út, og hún heyrði málróm Sports. “Hann nefnir nafn hennar og talar illa um hana, meðal annars segir hann að hún hafi “kattarklær og silkifingur, ” en þá segir óþekt rödd: “Svei, þetta er ljótt.” “Svo halda þeir áfram ofan stigann og út. “Mix fór að gráta, henni sárnaði þetta. Þegar hún var farin að jafna sig, skrifaði hún mömmu sinni og bað hana að.senda sér pakkann með stöfunum 0-0 utan á. Það var eins og eitthvað ósýnilegt vald knúði hana til þessa. Hún varð að bjarga sér. Fá enda á þessu hér. “Mix varð þess brátt vör, að Sport var mikils metinn maður á heimilinu. Það und- arlegasta var að dóttir sýslumannsins hafði aldrei nefnt nafn hans, þessar tvær vikur sem lnin var á fjallinu.” Elín leit til Petru—hún hafði ekki lireyft sig og leit ekki upp. “Asóknin hélt áfram hér eins og í borg- inni, en á annan hátt. Hún byrjaði síðari hluta dags meðan þau stóðu við píanóið, byrjaði eins og vilt afbrýði, með hótunum og ástarorðum á víxl, hvíslað í eyra hennar. Það var naumast þolandi. “Seinna kom hún skrítilega fyrir, þegar hann fældi unga hestinn í trjáganginum, og það var ekki honum að þakka að þeir sem í sleðanum sátu beinbrotnuðu ekki eða dóu. Hann gerði það sem hann gat til þess. “Daginn eftir fór alt unga fólkið út til að renna sér á skíðum. ’ ’ Hún þagnaði snögvast. “Nei, það var ómögulegt að halda áfram. Hvernig gat hún lýst því sem þá skeði — og var hún líka viss um að það hefði verið eins og Viktor sagði?” Hún blóðroðnaði og þoku lagði fyrir augun. Alt í einu ómaði rödd Viktors, snjöll og róleg. “Mix var komin spottakorn á undan hin- um, þegar einn úr hópnum sá hana efst á Óðinshæðinni, eini hættulegi bletturinn á leið- inni. Hann hraðar sér af stað til að vara hana við, en sér Sport'um leið koma fram úr runnunum og stjaka sér áfram með löngum skrefum. Sannfærður um að hann kæmi í sama tilgangi, hægir hann ferð sína, en sér til undrunar sér hann Sport grípa í handlegg hennar og draga hana fram yfir brúnina á hinni bröttu hæð. Hann þýtur af stað í dauð- ans ofboði, og á síðasta augnablikinu getur liann gripið í hana og felt hana, áður en þau runnu út á ána, þar sem ekki var nema nætur- gamall ís: “Hver og einn getur nú hugsað þetta eftir eigin geðþótta. Þessi annar fellir enga ásökun gegn Sport, en geymir sér að benda á sjúkdómseinkenni. ” Litlu síðar byrjaði Ðlín aftur. “Það sem nú kemur, eru aðeins smá- munir, en nægir til þess að svifta Mix öllum frið og ró. “Á heimleiðinni beiddi Sport liana um fyrirgefningu, en lýsti jafnframt ást sinni fyrir henni, hún aðvaraði hann og sagði að þolinmæði sín væri á enda, og að hún ætlaði að biðja um hjálp. Hann hló eggjandi og hélt hún mundi ekki þora það. “Hann hefir grunað livað í bréfinu var, því hann vildi ekki fá henni það, fyrri hluta dagsins, og svo kom hann veðmáli af stað, sem leyfði lionum að fara inn í lierbergi Mix, þar sem hún hafði sofnað. Þegar liún vakn- aði, hélt liann á bréfinu, en skjölin var hún búin að fela. “Það þarf meiri hæfileika til að sofna, heldur en Mix hefir, til þess að geta lýst öll- um þeim særandi og fölsku dylgjum, sem Sport hafði ávalt á takteinum handa henni, öllum þeim brögðum, sem hann beitti til að spilla fyrir henni á þessu heimili, jafnframt því sem honum tókst að blinda þau augu, sem sennilegast var að væru opnust fyrir hinni fölsku framkomu hans og frekjunni í lundar- farinu.” “Hún talar eins og Portia,” tautaði kennarinn. ‘ ‘ Shylock er dæmdur. ’ ’ “Nú komum við að því síðasta — dans- inum. “Til stórrar ánægju fyrir Mix, liafði Sport ekki skrifað sig fyrir neinum dansi á spjaldinu hennar. En undir því yfirskini að fylgja henni til vinstúlku liennar, fór hann með hana í gegnum dimman gang, og' gerði hana svo hrædda með hrottalegum orðum á þeirri leið, að allir sáu hve föl hún var og ó- róleg þegar hún kom inn til þeirra. “Að hann slepti henni seinna, þegar þau dönsuðu, er hún ekki viss um, en henni fanst sér vera fleygt á ofninn. Hann þvingaði hana til að dansa þegar hún vildi hætta, og þegar hún reyndi að losa sig með valdi, er það máske eins mikið henni að kenná og hon- um, að hún datt og meiddi sig. “Morguninn eftir lá seðill á spegilhill- unni hennar, sem sýndi að hann hafði í annað sinn ruðst inn í herbergi hennar.. Hér er hann. “Enn þá fáein orð. “Mix á engan föður eða bróður, scm get- ur komið í veg fyrir slíka óhæfu, sem á einu ári hefir svift hana öllum friði og gert hana örvilnaða. Sjálf á hún ekkert sem getur hindrað slíka óskammfeilni, þar eð hann tek- ur ekki tillit til neins. Hún er heldur ekki fær um að missa gamla vini — en hræddust er hún við að þessi frekjulega áleitni kunni að raska ró móður sinnar, og því hefir hún eins og af innblástri, gagnvart hinum heiðar- lega kviðdóm, valið þessa djörfu aðferð. “Hún ímvndar sér, að þessi aðferð, sem hún nú hefir beitt, muni frelsa hana úr því á- standi, sem hlýtur að vera jafn kveljandi fyr- ir hann og hana, og þá verður líf hans til gæfu fyrir — fyrir — eina eður aðra — sem vill skilja hann og þykja vænt um hann.” “Sport er hræsnari,” hrópaði kennar- inn. “Ilann á engan sannleika til.” “Iíann er veikur,” sagði Viktor og stóð upp. “Það er hugarþjáning sem að honum gengur, en með skynsamlegri aðferð má lækna hana. Eg ætla að reyna.” “Þá er óþarft að dæma hann, ” sagði sýslumaður, “en eg vil að einhver verji hann, viljið þér ekki reyna það, Frich.” “Jú,” svaraði Frich alvarlegur um leið og hann stóð upp. Gekk að stól sýslumanns- ins gagnvart Ellu, fölur sem nár, en í augun- um brann eldur. “Kæran er sönn og veikin heitir ástríða. Sannleikurinn hafði mýkjandi áhrif á veika hugann hans Sports. Hér eftir skal Mix engri ásókn sæta og engan frið missa hans vegna. Við ]>að legg eg drengskap minn. Hann dregur sig nú í hlé. ” “Orð verjanda Sports eru fullnægjandi fyrir Mix,” sagði Elín.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.