Lögberg - 04.06.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.06.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines itot' U-éte' 1 C"*' For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines R*£: *o! a a t*« ,** **£&** For Better Dry Cleaning: and Laundry ft 49. ARGANGUB WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 4. JtJNI, 1936. NOMER 23 MI88 BERNICE JUNE BALDWIN. B.A. Þessi efnilega námsmær er dótt- ir þeirra Mr. og Mrs. B. Baldwin, 686 Victor Street hér í borginni. Hún lauk B.A. prófi vit3 Manitoba háskólann i maímánuÖi síðastliðnum með hinum ágætasta vitnisburði. , BÓKAGJÖF (Ritstjórnargrein úr "Free Press" 22,. maí, 1936) MeS því aS afhenda háskólanum merkilegt safn íslenzkra bóka hefir herra A. B. Olson gert meira en það, að gefa bókasafniÖ sjálft. Ilann hefir með því gftfið sýnilegt tákn þeirra dýrðlegu hugsjóna, sem ættland hans er svo auSugt af ; hug- sjóna, sem auðgað hafa og lýst hans eigiS líf alla æfi. Ef háskólanum auSnast aS halda ljóma þessara hugsjóna umhverfis "Olsons safnið," þá verður fram- tiðargildi þessara 2,500 bóka marg- falt meira en verð bókanna sjálfra nemur, þótt verðmætar séu. Þegar Mr. Olson kom hingað sem innflytjandi, var hann ungur maður að aldri; hann valdi sér f ramtíðar- bústað í þessu fylki. Ekki flutti hann með sér margt hinna svokolluðu veraldargæða; en hann hafði með- ferðis fult koffort af bókum. Atvinna hans hefir yfirleitt verið búnaður; en hans innra líf þurfti annað og meira til viðurværis en það sem búnaðarstörfin veittu. Hann varði frístundum sínum til lesturs, sérstaklega til þess að lesa bókmentir Norðurlanda. Ár frá ári bætti hann við bókasafn sitt og eftir því sem hann safnaði meiru, eftir því stækkuðu og fegru'Öust draumsjónir hans. Hann sá i anda nýja kynslóð vaxa upp hér í landi, sem skildi þessar bókmentir og virti þær. Af þessum ásta'ðum hefir hann gefið safn sitt til háskólans, í þeirri von og með þeirri trú a'ð þar verði síðar stofnað varanlegt em-. bætti í íslenzkum og norrænum fræðum. SKIFT IIM RÁDGJAFA Eins og kunnugt er, lét nýlendu- ráðgjafi Breta, J. H. Thomas, af embætti í vikunni sem leið, vegna orðróms sem á því lá, að hann hefði á einhvern hátt f ært sér persónulega i nyt vitneskju sína sem ráðgjaf i 11111 innihald fjárlaganna brezku á'ður en þau voru lögð fram í þinginu. Mr. Thomas neitaði stranglega öll- um ásökunum í þessu sambandi, en kvaðst samt sem áður telja það skyldu sína að segja af sér. Nú hefir Baldwin stjórnarformaður lýst yfir því, að hann hafi útnefnt William Ormsby-Gore, fyrrum póstmálarátSgjafa til þess að takast á hendur forustu nýlendumála rá'ðu- neytisins, Er hann fimtíu og eins árs að aldri. Síðustu fregnir láta þess getið, aS rannsóknarnefndin hafi fundið Mr. Thomas sekan um þær ákærur, er á hann voru bornar. ÚTSKRIFAST í LÆKNIS- FRÆÐI Meðal þeirra íslendinga, sem út- skrifuftust í læknisfræði við háskóla Manitobafylkis í síðastliðnum mai mánuði, var Jón Sigurðsson frá Selkirk, sonur séra Jónasar heitins Sigurðssonar og frú Stefaníu Sig- urðsson, hinn mesti efnismaður, eins og hann á kyn til. Er hann byrjarjur á starfi við sjúkrahúsið í St. Roniface. Frá Islandi "QUEEN MARY" SIGLIR FRA SOUTHAMPTOX Á miðvikudaginn þann 27. maí siðastliðinn, lagði hið nýja og vold- uga farþegaskip Breta, "Queen Mary," upp í sína fyrstu ferð frá Southampton til New York. Voru landfestar leystar klukkan 9.45 f.h. Central Standard Time. Skipið vtti úr vör með 2,139 farþega inn- anborðs. og var fánum skreytt milli stafna. Yfir höfninni sveimuðu flugvélar lagðar borðum með áletr- uninni: "Góða f erð." Þegar til Cherbourg á Frakklandi kom, sem er eini staðurinn sem skipið stað- næmdist í á þessari fyrstu ferð sinni til New York, bættust um 200 farþegar í hópinn. Skipstjórinn er Sir Edgar Rritten. "Queen Mary" kom til New York á sunnudaginn, og hafði ferð- in staðið yfir í 4 daga, 12 klukku- stundir og 24 mínútur. ÍHALDSMENN 1 ONTARIO KJÓSA FORINGJA Síðastliðinn fimtudag héldu í- haldsmenn í Ontario allfjölment flokksþing í Torontoborg í þeim tilgangi að kjósa sér fylkisforingja í stað George S. Henrys, fyrrum for- sætisráðgjafa, er ófáanlegur var til þess að hafa forustu flokksins leng- ur á hendi. l'm 2,000 fulltrúar viðs- vegar að úr fylkinu sóttu þingið. Hon. W. Earl Rowe. sambands- þingmaður fyrir Dufferin-Simcoe kjördæmið, varð fyrir foringjaval- inu; býr hann stórbúi í Simcoe- héraði, og átti sæti um hrið í ráðu- neyti Rt. Hon. R. B. Bennetts. Mr. Rowe er f jörutíu og tveggja ára að aldri. Var hann kosinn til flokks- forustunnar me'ð 1,005 atkvæðum; sá er næstur honum gekk að fylgi var Lt.-Col. George A. Drew frá (íuelph, er hlaut 660 atkvæði. Fullyrt er að Mr. Rowe haldi sæti sínu í smabandsþinginu. fyrst um sinn að minsta kosti. SFXATOR FÆRSLAG Simað er frá Cascapedia í Ouebec fylki þann 3. þ. m., að senator E. N. Rhodes, fyrrum f jármálaráðgjafi 'licnnett-stjórnarinnar, er þar var gestkomandi. hafi fengið slag pg liggi allhættulega veikur. Þrumuveður af suðri gekk yfir bæinn laust fyrir kl. 11 s.l. laugardagskveld. Elding- ar komu hver á f ætur annari og voru þrjár mestar, en ein þó langmest. Þrumuveðrinu fylgdi haglél og voru stærstu haglkornin 1 — 1V2 cni. í bvermál. Skömmu fyrir kl. 11 lausl eldingu niður í eina stöng loft- skevtastöðvarinnar og varð af all- mikiS tjón, loftnet skemdist, en ann- ar aSalsendarihh bilaði 0. s. frv. Skeytasendingar töfðust þó ekki og iiuin viðgerð að mestu lokið í dag. # # # Skarphéðinn Jðhcmnsson og Helgi Hallgrímsson búsgagnasmiðir komu með Gullfossi núna siðast eftir hálfs árs nám í teikningii á "Det Tekniskc Selskabs Skoler" i Kaupmannahöfn. Sam- kepnisteikning fór fram meðal nem- enda í skólanum í vetur, eins og venja hefir verið og voru teikningar beggja fslendinganna teknar gildar og farið fram á það. að þeir smíð- uðu eftir þeim, sem þeir og gcrðu í írísttmdum sínum á kveldin eftir skólatíma. Nú fyrir nokkurum dög- um fengu þeir tilkynningu frá dóm- nefnd þeirri, sem dæmdi smíðis- gripi þessa, að þeir hafi hlotið hvor um sig verðlaunapening og 50 kr. í peningum í viðurkenningarskyni. Gripir þessir. sem eru kvenskrif- borð, verða nú á sýningum fram eft- ir mánuðinurh i Kaupmannahöfn. # # # Gagnfrceðqskólanum 1 Reykjavík •var sagt upp 2. þ. m. kl. 2 síSd. Alls voru i skólanum í vetur um 210 nemendur. Af þeim voru 180 nem- endur í aðalskólanum. en um 30 i kveldskóla. I 2. bekk voru skráðir 53 nemendur. Af þeim náðu prófi upp í 3. bekk 44 nemendur. 1 3. bekk voru skráðir 22 nemendur. Af þeim ná'ðu 14 prófi. Þessir Iuku gagnf ræðapróf i: I. Aðalsteinn I'. Maack, 2. Anna S. Þorvaldsdóttir, 3. I'.ergljót L. Rútsdóttir. 4. Finn- bogi Þorsteinsson, 5. Gestur Kr. Árnason, 6. Gu'ðmundur Gislason, 7. (iunnar Jónsson. 8. Helga Þ. Guðjónsdóttir, (). Tngveldur Ey- vindsdóttir, 10. Jóna Rútsdóttir, 1 1. Karl P. Maack, 12. Sigri'ður Guð- mundsdóttir, 13. Þóra Kr. Runólfs- dóttir, 14. Þórunn Einarsdóttir. # # # Nýti skip Vestmannaeyjum 2. maí. I gær var hleypt af stokkunum í \ estmahnaeyjum stærsta skipi, er þar hefir verið smiðað. Er það 85 fet á kjöl, 100 fet milli stafna og er áætlaÖ að bera 100 smáléstir. — Smiðameistari var Gunnar M. Jóns, son, en bátar sem Gunnar hefir áður smiða'ð hafa reynst vel. — Annað skip. um 30 smálestir. hefir (runnar nú í smíSum.—Vísir =;. maí. M'R. H. W. MONSON söngstjóri Concordia College söng- flokksins frá Moorehead, Minn., er heldur samsöng í Grace kirkjunni i ' kvöld, fimtudagskvóldið þann 4. j júní, kl. 8.30. Landskuld og leigur á þjóðjörðu m og kirkjujörðum t jaröræktarlögunum eru ákvætSi um það, aí5 leiguliCar á þjótSjörtSum og kirkjujörðum megi vinna af sér landskuld og leigur. — Jafnframt hefir verið ákveðið, að hvert dags- verk í slíkum tilfellum sé reiknað á þrjár krónur. Arið 1934 notuðu sér þessa heimild 328 búendur (eða býli). Skiftist tala býlanna þannig eftir sýslum: Gullbringu- og Kjós- arsýsla 23. Borgarfjarðar 10, Mýra 4. Snæfellsness 31, Dala 3, Barða- strandar 11. ísafjarðar 7. Húna- vatns 6. Skagaf jarðar 15, Eyjaf jarð- nr 17. Suður-Þin^eyjar 28, Norður. Pingeyjar 7. Norður-Múla 16, Suður-Múla 43, Austur-Skaftafells 4, \"estur-Skaftafe!ls 29, Vest- mannaeyja 5. Rangárvalla 27, Ár- nessýsla 42. ÁriíS [933 var heimildin notuð fyrir 331 býli, 1932 fyrir 355 býli. 1031 fyrir 240 býli og 1930 fyrir 215 býli. UpphætS sú. sem bændur hafa unnið af sér með þessu greiðslu- fyrirkomtilagi á landskuld og leig- um t<)3o—1934, nemur alls kr. 213.087.00 * # # Fskifirði 30. apríl. Illíðviðri og hláka hefir verið undanfarna daga. Autt er orðið í bygÖ og farið að sleppa sauðfé á út_ nesjum. — Allgóðan afla fá smá- bátar enn á handfæri úti fyrir Reyð- arfirði, þó á takmörkuÖu svætSi. LEYNDAR VONIR flutt á sumardags fyrsta samkomu kvenfclagsins "I.'ikn" í Blaine, Wash. Af sjónarhætS tímans um ljósvakans IeitS sér lyftir vor önd móti sólu, að gleÖjast við sumarsins skínandi skeið er skuggatjöld vetrarins fólu. ('), hversu dýrlegt er, drottinn, að sjá dásemdir vorgróðans þínar; leyndustu vonir manns fyllingu fá er frostið og veturinn dvínar. In'i gefur og blessar og græðir öll sár með guðlegum kærleika þimtm. til ljóssins hver frjóangi léttur og smár nú lyftist frá vanmætti sinum. ('), vorið, það lýtur með virðingu þér og veturinn löghlýðni sýnir at5 fullnægja mundu til farsældar hér framleiðslu vegirnir þinir. Vetur er ennþá í lýðanna lund og ljósið er allmörgum fjarri, í gjörræðis klaka menn grafa sitt pund og gróður er þar eigi nærri. I [venær mun sumarið koma þar inn og kærleikans vorblómin dafna, a'ð andlegan kjósi menn erfðahlut sinn og umbotSi mammons að hafna? Hvenær mun vegandans vopninu fleygt, vqnzkan og ofbeklið dvína, illgresitS verða til blygðunar beygt, en blessandi bróðurinn skína? Ljósið fer sigrandi myrkrinu mót MÍskunin guðlega vinnur; öll verður spillingar eyðilögð rót og engin til vansælu finnur. Kærleikans vermandi krafturinn þá kalsárin jarðlifsins græðir; andlega sumarið, algæskan há. eilifum vorblóma klæðir. Liknin og manndáðin ljúflega þá Ijósinu fylgja að verki, yndislegt verður þær allar að sjá undir Guðs hjálpræðis merki. Kristín D. Johnson. FRA FRAKKLANDl Gert er ráð fyrir að hin nýja vinstrimannastjórn, er Leon BJum veitir forustu, taki við völdum i dag. llin nýja stjórn hefir þatS fyrst á stefnuskrá sinni atS þjóínýta allar vopnaverksmiðjur, I [ermálaráC- gjafi verfiur væntanlega Edouard Daladier, forseti hins róttækara fylkingararms jafnaðarmanna. Söngflokkur Concordia College, Moorehead, Minn., er syngur í Grace kirkjunni í kvöld, fimtudagskvöldið þann 4. júm', undir umsjón lút- ersku kirknanna í Winnipeg. tSLENZK MALVERKA- SÝXÍXO í NEW JERSEY Stofna'ð hefir verið til sýningar í borginni Xewark í New Jersey rík- inu, á málverkum Emile Walters af nafnkendustu sögustöðum íslands. Að sýningu þessari standa þrjátíu menn og konur, framarla í röð ame- rískra listavina. og stendur hún yfir frá 2. þ. m. til hins 13. l^aginn, seni sýningin var opnuð, flutti Vil- bjálmur Stefánsson landkönnuður, \eigamikinn fyrirlestur um ísland Og islenzka þjóðmenningu. ASsókn bafði verið mikil. Málverk Emile Walters a'ð heim- an hafa þegar vakið víðtæka at- hygli á íslenzkri ncáttúrudýrð. ÞaS mætti ekki minna vera en íslend- ingar sýndu honum þann sóma, aS stuðla að því að kaupa eitt málverka hans handa listasafni Winnipeg- borgar; borgarinnar, þar sem lista- maðurinn er borinn og barnfæddur. rírs r.íri xi. sjötíu og NÍU ARA SíSastliSinn sunnudag átti Pius páfi XI. sjötíu og niu ára afmæli, og nýtur enn góðrar heilsu. Full- trúar 22 kaþólskra ríkja heimsóttu liann á afmælisdaginn og árnu'ðu honum heilla. BaS páfi þess þá sið- astra" -örtSa, að vara sig á falsspá- mörinum kommúnista. KJÖRIN AD ÆFIFÉLAGA Yeglegt samsæti í heiSursskyni við frú Berthu Thorpe, hélt Jóns SigurSssonar fíélagiS, I.O.D.E., á Marlborough hótelinu hér í borg- inni síðastliSiS fimtudagskvöld. Frú Thorpe hefir veriS kappsamlega starfandi meðlimur félagsins um 20 ára skeiS, og gegnt forseta og vara. forseta embætti, auk þess sem hún hefir verið forseti þeirrar nefndar, er það göfuga hlutverk hefir meS höndum að vitja sjúkra á hinum ýmsu sjúkrahúsum borgarinnar. Yfir störfum hennar öllum hefir hvílt andi kærleiksríkrar mannúSar. Við háborð sátu, auk heiSurs- gestsins, Mrs. J. B. Skaptason, for- seti Jóns SigurSssonar félagsins, Alrs. W. (i. Lumbers, forseti alþjóS- arfélagsins, Mrs. Homer Bunnell, fotseti Municipal Chapter, Mrs. J. A. I lughes, forseti Provincial Chap- ter og Mrs. Colin H. Campbell, O.B.E. Mrs. Lumbers afhenti frú Thorpe æfifélaga heiðursskýrteini, ásamt merki þess; þakkaSi frúin þann heiður, er sér væri auSsýndur meS samsætinu, og kvaSst slíks mundu langminnug verSa. \Irs. Campbell fór lofsamlegum orSum um starfsemi Jóns SigurSs- sonar félagsins og íslendinga innan vébanda fylkisins í heild, auk þess sem hún mintist sérstaklega hinnar merkilegu bókagjafar Arnljóts B. Olsonar til Manitoba háskólans. Frú Grace Thorlakson-Johnson skemti meS einsöngvum, meS aS- stoS ungfrú Bjargar Frederickson pianista. FLUG UM ISLAND í JÚNl Kauptnannahöfn 3. maí. Daugaard-Jensen, forstjóri Græn- landsverzlunarinnar dönsku tilkjmn- ir, aS amerískur flugmaSur, Lee að nafni, hafi fengið leyfi til þess aS fljúga yfir Grænland. Leggur hann væntanlega af sta'ð í júníbyrjun og ílýgur yfir NorSur-Ameríku og síð- ^n til Julianehaab, Angmasalik. Reykjavíkur og þaSan til Englands eSa Danmerkur.—Vísir FIUMVARP UM UMRAÐ CENTRAL BANKANS F j ármálaráSgj. sambandsst j órn- arinnar, Hon. Charles A. Dunning, befir lagt fram í þinginu frumvarp til laga, er fram á fer, a'ð stjórnin kaupi 51 af hundraði í hlutum Central bankans og nái með því um_ ráðum yfir framkvæmd og starf- semi stofnunarinnar. Hafa út af ]hssu spunnist snarpar umræður, og ])ykir ýmsum þingmanna, þar á meðal Mr. McGeer frá Vancouver- liurrard, stjórnin ekki ganga nánd- ar nærri nógu langt í þá átt að þjóS- nýta þessa peningastofnun. Ur borg og bygð Mr. Jón Pálmason gistihúseigandi i Keewatin, Ont., kom til borgar- innar snöggva ferS siSastliðinn þriðjudag. Séra Jóhann Bjarnason kom norS- an frá W'innipegosis á þriðjudag- inn, þar sem hann hafSi flutt guSs- þjónustur um tvær undanfarnar helgar. Mr. Chris. Jónasson frá Kanda- har, Sask.. hefir dvaliS í borginni um hríS.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.