Lögberg - 04.06.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.06.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚNÍ, 1936. .»«—ii n— mi Helen, eg elska þig Eftir James T. Farrell. Þegar ferðinni var lokið fór hann heim, og þá fékk hann óbótaskammir, af því að hann hafði gengið niður úr skónum sínum við að bera út reikningana, og svo eytt á einu kvöldi öllum peningunum, sem hann vann sér inn. ' Þá gekk nú mikið á í fjölskyldunni en hann reif bara kjaft og varð svo reiður, að hann grenjaði eins og smábarn. A eftir settist hann inn í stofu og grét og bölvaði, af því að hann var reiður. Það hafði líka verið svo dá- samlega gaman þetta kvöld! Og fólkið gat ekki með nokkru móti skilið það. Krakkarnir í nágrenninu voru vanir að koma á kvöldin og spjalla saman og leika sér við tröppurnar hjá honum. Svo kom Helen og þá gaspraði einhver til hans: Komdu Dan, hún Helen er hérna! Hann vissi ekki hvað hann gerði, og svaraði: Eins og mér sé ekki sama. Eftir þetta leit Ilelen ekki við honum. Ilann andvarpaði: Helen, eg elska þig! II. Ef eg væri eins mikill ræfill og þú, skyldi eg reyna að fá mér eitthvað við því, sagði Dick. Já. Eg ætla samt ekki að koma til þín. Ekki það ? Sjáðu nú! Sokkarnir þínir eru að lyppast niður. Þú getur ekki einu sinni haldið uppi um þig sokkunum, sagði Dick. En þú ert alt af að sjúga upp í nefið og kant ekki að snýta þér. Talaðu ekki svona við mig, sagði Dick. Jæja, tala þú þá ekki heldur svona við mig. Bg er ekki hræddur við þig, sagði Dick. Og eg er ekki liræddur við þig heldur, sagði Dan. Viltu slást? sagði Dick. Ef ])ú vilt slást, þá er eg til. sagði Dan. En þú vilt það kannske síður, af því að þú ert skra;fa, sagði Dick og glotti. Nei, það er eg ekki. Eg er ekki hræddur við þig. Og eg er ekki hræddur við þig. Og í dag í skólanum, þegar Cyrilla kallaði þig upp, þá varstu ekki einu sinni svo viti borinn að geta deilt með brotum. Það er sem eg segi, þú ert ræfill, sagði Dick. Jæja, ef eg er ræfill, þá veit eg ekki hvað þú ert, sagði Dan. Dan Gerði sér aftur í hugarlund, að þeir væru að slást og að hann væri að berja Dick til óbóta. Og hann hugsaði sér, að Helen væri áhorfandi. I sumar, sem leið, eignaðist hann marga litla, áletraða hatta, og hann gaf henni einn. Þann dag leið honum vel, af því að hún var með hattinn frá honum á höfðinu. Og á hverju kvöldi voru þau í skollaleik, elt- ingarleik, “salta brauðM og “hverfa fyrir horn.” Þá labbaði hann um og var ánægður með lífið, en ef Dick færi nú að slást við hann og berði hann, ja, þá gæti hann aldreí framar litið upp á nokkurn mann, og yrði að , fara huldu höfði á götunni og alstaðar. En ef hann berði Dick, og Helen sæi það, þá yrði hann hetjan hennar, og hann yrði einn af foringjum ræningjaflokksins, og þá færi henni kannske að lítast á hann aftur, og það helmingi meir en fyr, og þá færi alt vel, alveg eins og í sögunum, sem hann las stundum í Laugardagsútgáfu Kvöldblaðsins. í sumar, sem leið, las hann “Penrod” og þá hugsaði hann um Helen, því að hún var lík Marjorie Jones í bókinni, aðeins miklu betri og fegurri og skemtilegri, og hún hafði fallegra hár, því að bókin sagði, að Marjorie Jones hefði svart hár, en Helen hafði rautt. Ekki vildi eg vera kallaður skræfa, sagði Dick. Eg er engin skræfa, sagði Dan. Eg vildi ekki vera skræfa, sagði Dick. 0g eg vildi ekki sjúga upp í nefið og hafa ekki vit á að snýta mér, sagði Dan. Hver er að sjúga upp í nefið? spurði Dick ákafur. Nú, af hverju snýtirðu þér ekki? Af hverju ertu svona mikill ræfill? sagði Dick. Eg er ekki meiri ræfill en þú, sagði Dan. Éf eg væri eins mikill ræfill og þú, skyldi eg hætta að lifa, sagði Dick. “Já, og ef eg væri líkur þér, skyldi eg drekkja mér, sagði Dan. Af hverju gerirðu það ekki, því að þú ert sá mesti ræfill, sem eg þekki, sagði Dick. “Eg? sagði Dan. Já, sagði Dick. Jæja! sagði Dan. Og eg ætla að láta þig vita það, að eg er ekki hræddur við þig og þína líka, sagði Dick. Bg ekki heldur. Byrjaðu bara, og svo skulum við sjá, shgði Dan. Eg er til, eg vil bara ekki skíta mig út á að berja ræfiL Ef þú værir ekki hræddur við mjg, þá myndir þú ekki standa þarna og láta mig segja, að þú sért ræfill. Nú, eg er líka að segja, að þú sért ræfill, áagði Dan. Eg gæti ekki verið eins og þú, sagði Dick. Og mér væri ómögulegt að vera eins mik- ill bjáni og þú ert, sagði Dan. Þú ert svo mikill ræfill, að eg gæti ekki látið sjá mig með þér, sagði Dick. Vertu þá ekki með mér, sagði Dan. Eg er ekki með þér. Bg var hérna á undan, sagði Dick. Eg á heima í þessu stræti, sagði Dan. Eg átti heima í nágrenninu, löngu áður en þú komst, sagði Dick. Eg á heima í þessu stræti, og ef þú ert óánægður með það, skaltu berja það, sagði Dan. Þú ert ræfill, og þú ættir að vera á leti- garðinum. Fólkið þitt eru tómir ræflar. Pabbi sagði, að eg skvldi ekkert hafa saman við þig að sælda, af því að það er svo mikill ræfilsskapur í ættinni þinni. Já, en pabbi minn og frændi vita nú ýmis- legt um pabba þinn, sagði Dan. Jæja, sjáðu þá um, að þeir segi það ekki svo pabbi heyri, því að hann væri vís til að sýna þeim í tvo heimana, sagði Dick. Láttu liann koma. Pabbi er ekki hrædd- ur við neitt, sagði Dan. Ekki það? Vertu ekki með þessa vit- leysu. Pabbi minn gæti tekið í lurginn á hon- um, þó áð hann væri með bundið fyrir augun. Heldurðu það ? En pabbi minn gæti slegið pabba þinn í rot með litla fingrinum, • sem hann hjó af sér, sagði Dan. Eg ætla að láta þig vita, að þó að hend- urnar á honum pabba væru bundnar fyrir aftan bak, þá myndi pabbi þinn hlaupa skít- hræddur niður alla götu, sagði Dick. Láttu hann þá bara reyna, sagði Dan. Ef hann gerir það einhverntíma, þá kenni eg í brjósti um pabba þinn aumingjann, sagði Dick. Það er alveg óþarfi fyrir þig, sagði Dan. Pabbi minn er sterkur og hann segir. að eg ætli að sækja það til sín, sagði Dick. Þú? sagði Dan. Já, sagði Dick. Þú? sagði Dan. Asni! sagði Dick. Fífl! sagði Dan. Þeir litu hvor á annan þrjózkufullir á svipinn. Þeir heltu skömmum og háðsyrðum hvor yfir annan. Dick smelti með fingrunum og sagði: Þetta mátt þú eiga! Dan setti stút á munninn, blés út um nef- ið og sagði: Og þú þetta ! Ef þetta er strætið, sem þú átt heima í, þá get eg ekki verið að hanga hér lengur, því að það er sama fýlan af því og þár, sagði Dick. Það er af því að þú stendur á því, sagði Dan. Eg er farinn, af því að eg vil ekki láta nokkurn mann vita, að eg þekki svona ræfil eins og þig. Feginn er eg að losna við þig. sagði Dan. * | Ef þú værir ekki svona mikill ræfill, þá skyldi eg lumbra á þér með litla fingri, sagði Dick. Og eg skyldi blása á þig og velta þér um koll, sagði Dan. III. Dick fór. Dan horfði á eftir honum. Dick leit ekki aftur. Dan sat á járngrindun- um og leið vel, af því að hann hafði sannað sjálfum sér að hann væri ekki hræddur við Dick. Hann andvarpaði: Helen, eg elska þig. Hann sat kyr. Hann sat kyr og utan við sig í nokkrar mínútur, stóð svo á fætur og ákvað að labba eitthvað. Hann óskaði, að hann hefði séð Helen. Hann gekk niður í Fimtíu-og-átta- götu og keypti sér kandís fvrir nokkra aura. Hann kom aftur og settist á járngrindurnar fyrir framan húsið hennar Helen Scanlan. Hann var upp undir hálftíma að narta í kandísinn, vonaði að hún kaimi, skildi ekkert í, hvar hún gæti verið og óskaði, að hann gæti gefið henni að smakka á kandísnum. Hann andvarpaði: Helen, eg elska þig. Hann hugsaði um, hvernig hann hélt í hönd hennar forðum daga á söluvagninum. Hann hugsaði sér hana horfa á sig, meðan hann væri að jafna um gúlana á Dick. Hanri sat kyr. Þetta var leiðinlegur dagur. Hann ósk- aði, að það væri dálítið sólskin. Það yrði samt ekkert leiðinlegur dagnr, ef hún kæmi og talaði við hann. Hann fór út í Washington-garðinn og labbaði þar um. Þar var einmanalegt og hann sá engann. Vindurinn gnauðaði í trjám og runnum. Dan lagði hlustirnar við öðru hvoru, og þá heyrðist honum eins og einhver væri að gráta raunir sínar. Hann hélt áfram og vöknaði í fæturnar, en skeytti því ekkert. Hann nam staðar við tjörnina. Það voru litlar öldur á henni og hún var óhrein, svört og ljót. Hanri andvarpaði: Helen, eg elska þig. . Hann leit á tjörnina. Hann sagði tjörn- inni, að hún væri lík honum Dick. Hann hélt áfram. Já, ef Dick hefði byrj- að, þá skyldi liann hafa tekið í lurginn á hon- um. Dick myndi hafa hrint honum, og hann myndi hafa slegið Dick, svo að hann hefði fengið vænan “kíki” á sig. Dick myndi hafa hrint honum aftur og hann myndi hafa slegið Dick, og Dick myndi hafa fengið blóðnasir- Hann myndi hafa hörfað aftur á bak og miðað á Dick með vinstri hendinni, og Dick myndi hafa borið af sér höggið, og liann myndi hafa lamið hann með þeirii hægri og Dick mvndi hafa hnigið niður með nýjan “kíki.” Dick myndi liafa beðist vægðar og Helen myndi liafa hrópað upp yfir sig og kannske sagt: Dan, má eg vera stúlkan þín? Hann hélt áfram. Hann horfði alt í kringum sig í garðinum á vott og deyjandi grasið, og á skuggana, sem voru að færast yfir garðinn. Birtan var að dvna á himnin- um og hann kastaði kveðju á hr. Dag. Hon- um fanst liann vera einmana og hugsaði um, hvað það væri yndislegt, ef hann bara hefði einhvern til að tala við. Kanske Helen. Kannske væri hann og Helen að labba saman í votu grasinu. Kannske einhver maður myndi reyna að nema hana burt. Maðurinn myndi hlaupa af stað með hana æpandi í fanginu. Og kannske myndi hann taka upp stóran stein og grýta í manninn, og það myndi lenda í skallanum á manninum, og hann myndi sleppa ómeiddur. Annan stein til og maðurinn væri úr sögunni, alveg eins og Carnera hefði barið hann, þegar hann var upp á sitt bezta. Lögreglan myndi koma og blöðin birta mynd af honum. Hann yrði reglulega hetja, og Helen myndi segja við hann: Dan, eg elska þig og eg ætla alt af að elska þig. Hann hélt áfram. Það var orðið því nær aldimt, og vindurinn lét ömurlega í eyrum, eins og útburðarvæl. Hann óskaði að hann væri ekki svona einmana. Hann var eitthvað svo skrítinn. Hann vissi ekki, hvað hann átti af sér að gera, og honum fanst fólk vera bak við hvert tré. Það var bezt fyrir hann að fara heim. Það var svo einmanalegt í garð- inum, að hann gat ekki haldist þar við. Og það var komið að kvöldverðartíma, og hann myndi fá ilt fyrir að koma seint heim og kannske löðrung að auki fyrir frammistöð- una. Vindurinn blés svo ömurlega. Það var ekkert tungl og engar stjörnur á himninum. Ilann vissi ekki, hvað hann óttaðist, en hann var alveg dauðhræddur. Það væri yndislegt, ef Helen væri með honum. Hún myndi líka vera hrædd og hann gæti verndað hana. Helen, eg elska þig! Hann.snéri við og hélt heimleiðis og hugsaði um, hvað hann hefði gert við Dick, ef Dick hefði í rauninni farið að slást við hann. Já, karl minn, hann skyldi hafa tekið eftirminnilega í lurginn á Dick. Ilelen, eg elska þig! Þ. G. þýddi. Dvöl. Lilja Eftir Johannes Jörgensen. Fyrir hálfri sjöttu öld var í Þykkvabæj- i arklaustri á Islandi, munkur, sem hét Ey- steinn Ásgrímsson. Bróðir Eysteinn hafði verið víðförull mjög og margt hafði borið honum fyrir augu. Þó að árin færðust yfir hann, hafði hugur hans jafnan verið ungur og hjartað þrungið æskukrafti. . . . En nú var hið dökka hár hans óðum að grána, og augu hans, sem áður fyr höfðu ætíð horft til hinna fjarlægustu stranda, voru nú tekin að daprast. — Nú var tími til þess kominn, að búa sig undir hina síðustu langferð, sem eng- inn á afturkvaunt úr. Þannig dvaldi nú bróðir Bysteinn í Þykkvabæjarklaustri á Islandi — óravegu frá öllu því, er hann hafði kynst og unnað í hinni miklu, fögru veröld, sem hann nú var búinn að yfirgefa. — Bróðir Eysteinn átti ekki eftir að sjá neitt af þessu á ný — hér eftir var Is- land allur heimur hans i— Island — }>að sem eftir var æfinnar. — Nú var kominn vetur — hinn langi, íslenzki vetur — árstíð hins mis- kunnarlausa myrkurs. Á eftir honum myndi koma sumar — hið langa íslenzka sumar — árstíð hinnar óendanlegu birtu — og síðan myndi koma annar yetur og annað sumar og þannig koll af kolli, þar til lóðin væri sigin til botns og klukkan hætt að ganga. Já, mál var til komið. að búast við hinni miklu stund — jafnvel nú á þessari nóttu. Gat það svo sem ekki vel komið fyrir, að hún kæmi meðan hann sæti hér við skrifborðið og skrifaði kvæði sitt á hvert pergamentblaðið á fætur öðru? — Þetta kvæði átti að verða minnisvarði hans. Hann skrifaði — misrit- aði, tók hníf, skóf villuna út og sléttaði yfir með steininum. Bróðir Eysteinn þrýsti hönd að hjarta sér — það sló svo harkalega — ef það skyldi nú springa alt í einu? Og þegar hringt væri til tíða og lrinir bræðurnir sökn- uðu hans, þá myndi einhver þeirra fara upp til þess að gá að honum, og hann mvndi koma að honum þar sem liann væri í sæti sínu og hallaðist fram á borðið, sofandi.-----En það væri hinn eilífi svefn.------Og svo myndu þeir bera liann niður í kirkjuna og syngja yfir honum alla nóttina — syngja fyrir sálu hans .. . Libera nie, Domine, de morte œterna. Bróðir Bysteinn sá þetta alt svo greini- lega — líkbörurnar í miðri klaustur kirkj- unni — kerti úr dökku vaxi loga með rauðum bjarma og það snarkar í þeim hvað eftir ann- að.------Svo gengur ábótinn snöggum skref- um umhverfis kistuna (en hve hann þekti vel fótatakið hans), stráir vígðu vatni yfir líkið, og les faðirvorið í hljóði — nema síðast, þau orð ber að segja fullum rómi: “og eigi leið þú oss í freistni!” — og bræðurnir svara: “heldur frelsa oss frá illu!” Bróðr Eysteinn stundi þungan — ennþá sat hann þó hér við skrifborðið — ennþó skrifaði hann iðinni hönd liina áferðarfögru skrift — hverja línuna á fætur annari — á hið slétta, gulleita kálfskinn. Þessar iðnu hend- ur — já, bróðir Eysteinn horfði á hönd sér— eins og'hann hefði aldrei séð hana fyr . . . . kona nokkur hafði einu sinni sagt við hann — það var á æskuárum hans, hann var þá staddur einhversstaðar suður í löndum — honurn hafði fundist liann sjálfur svo lítil- mótlegur samanborið við hina fögru sonu sólarlandsins — hún hafði sagt við hann — ef til vill aðeins til þess að liughreysta liann (og orð hennar urðu honum til hughreyst- ingar): En hve þér hafið fagrar hendur, bróðir Bysteinn! Hann liorfði á hægri hendi sína — litla, brúnleita hendi — veraldleg hendi, að því er honum fanst — hendi, er gjarnan hefði viljað lesa rósir — halda á vín- bikar, eða klappa konuvanga. — Þessa liendi notaði hann nú til að skrifa kvæði sitt um sköpun heimsins, um syndafallið, um guðs vísdómsfullu ráðstafanir til frelsis liinu glat- aða mannkyni, um líf Krists, þjáning hans og dauða — dauðann á krossinum. Bróðir Eysteinn lítur upp þarna, beint andspænis honum á nöktum klefaveggnum, þar hangir krossinn — Kristslíkneskið — hinn krossfesti á krossinum — og út úr sár- unum fimm ganga eldfleinar — fimm örvar, er stinga hin fimm skilningarvit bróður Ey- teins — reka þau í gegn — vilja deyða þau —og frá vörum hins dauða, með kvalasvipn- um, hljóma dómsorðin: dey þú eins og eg — ef þú vilt komast hjá að deyja hinum eilífa dauða. Þú skalt deyja fró minningum þínum og öllum eftirlöngunum, deyja frá lijarta þínu, sem enn slær alt of sterkum slögum, deyja eins og eg eða deyja eilífum dauða. « Bróðir Eysteinn lítur upp — horfir á krossinn — á manninn á krossinum: Er ekk- ert annað um að velja, herra? Það er eins og hið þyrnum krýiuía höfuð hreyfist hægt— líti til vinstri — líti til hægri — hér er aðeins um tvent að velja — hinn þrönga veg kross- ins, eða liinn breiða helveg. —Enginn annar vegur — og eg er ekki fær um að ganga hann? Þá er engin hjálp til fyrir mig, engin björgun, engin náð! Bróð- ir Eysteinn hefir ekki lengur kjark til að horfa á líkneskið. En livað er það sem glampar á þarna á bænaborðinu, glampar af fögrum litum og gulli ? Það er litla myndin, sem bróðir Ejy- steinn keypti nýlega af pílagrím, er kom frá Jórsölum. . . . Lítil mynd, sem keypt hafði verið í landinu helga, einni af liinum litlu, grísku búðum, sem eru við götuna, er liggur að kirkjunni yfir að hinni helgu gröf. Mynd á gullfleti, mynd af lienni er engillinn einu sinni ávarpaði með þessum orðum: Heil vert þú, er nýtur náðar Guðs! Hún, fyrir hverrar bænastað frelsarinn breytti einu sinni vatni í vín. — “Þeir höfðu ekki vín!” —“Hvað sem hann segir yður, það skuluð þér gera!” é Bróðir Eysteinn er staðinn upp, hann gengur yfir að bænaborðinu og tekur myrid- ina í hönd sér. Hvað er ritað hér á grunn- flöt myndarinnar með stórum, grískum bók- stöfum? Fyrst Maria — það er auðlesið — svo kemur annað orð — erfiðara viðureignar — en verður þó lesið — Hodogetria — “sú, er veginn vísar ”... Eftir þessu er annar vegur til ■— og María þekkir hann — María vísar mönnum þá leið . . . Bróðir Eysteinn krýpur, bróðir Eysteinn biður: Þú, fyrir hverrar bænarstað i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.