Lögberg


Lögberg - 11.06.1936, Qupperneq 1

Lögberg - 11.06.1936, Qupperneq 1
49. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 11. JÚNl 1936 NÚMER 24 Frá Islandi Islenzlt raftœkjaverksmiðja Þrir þingmenn, Páll Zóphonías- son, Emil Jónsson og Bjarni Ás- geirsson báru fram i sambandi viÖ fjárlögin eftirfarandi tillögu um beimild handa ríkisstjórninni: “A8 verja úr ríkissjóíSi, e8a af á_ goSa Raftækjaeinkasölunnar, alt að 50 þús. kr., gegn aS minsta kosti tvöföldu framlagi annarsstaðar aÖ, til stofnunar verksmiðju til raf- tækjaíramleiðslu, annaShvort sem blutafjárframlag, eða á annan þann bátt er ríkisstjórnin telur bezt henta, enda náist samkomulag um, að Raftækjaeinkasalan annist alla sölu á framleiÖslu verksmiSjunn- ar.” Tillagan var samþykt meS 25:14 atkvæSum. # # # Aburðarverksmiðja Þrír þingmenn, Bjarni Ásgeirs- son, Emil Jónsson og Páll Zóphoní. asson báru fram í sambandi viS fjárlögin tillögu þess efnis, aS rík- isstjórninni væri heimilt: “AS láta fullgera teikningar og nákvæma kostnaSaráætlun um bygg. ingu og rekstur áburSarverksmiSju hér á landi, á grundvelli þeim, sem lagSur er í bráSabirgSaáliti þvi, er ríkisst jórnin hefir þegar látiS gera.” Tillaga þessi var samþykt meS 26 :ý atkv. MeSal þeirra, sem greiddu atkvæSi á móti, voru Ólafur Thors og Jón á Akri. # # # Fisksalan til Italíu Eftirfarandi tillaga, flutt af fjár_ hagsnefndum beggja deilda, var samþykt á sameinuSu þingi í gær: “SameinaS Alþingi ályktar aS heimila rikisstjórninni aS ábyrgjast alt aS 75% af upphæS þeirri, sem útflytjendur fiskjar til ítalíu eiga á hverjum tíma inn á “clearing- reikning Eandsbanka íslands í “In- stituto Nazionale per i Cambi con l'Estero Roma.” Svo hljóSandi greinargerS fylgdi tillögunni: “Ríkisstjórnin hefir gert samning viS ítalíu um vöruskifti. Þar sem ýmsir erfiSleikar eru því samfara aS kaupa vörur í ítalíu jafnóSum og andvirSi fiskjar greiSist þar inn, en fiskútflytjendum hins vegar mik- il nausyn aS fá sem mest af and- virSi fiskjarins greitt þegar viS út- skipun, er í tillögu þessari heimilaS, aS ríkilsjóSur ábyrgist alt aS 75% af andvirSi fiskjarins, og þá ráS fyrir gert, aS fiskeigendur gætu fengiS a. m. k. þann hluta andvirS- isins greiddan viS útskipun.” — N. Dagbl. 9. maí. # # # Versta vertíð síðan útgerð hófst \Keflavik Allir bátar í Keflavík eru nú hætt- ir veiSum, vertíS þessi hefir veriS sú versta sem yfir Keflavík hefir komiS síSan útgerS hófst þar á vél- bátum. MeSal afli yfir vertíSina er um 260 til 270 skpd. á bát, og atvinnu- horfur i bygSarlaginu eru því mjög slæmar, þar sem aS aSalatvinna fólks þess er vinnur í landi hefir veriS aS undanförnu viS aS þurka fiskinn, en nú hefir veriS selt hlut- fallslega miklu meira af óverkuSum fiski, en aS undanförnu.—Mbl. 19. maí. # # # Jakob Thorarensen skáld átti figtumsafmæli í gær. í tilefni af því heimsóttu ýmsir vinir hans hann. Vissu þó færri um af- mæliS en viljaS hefSi, því aS marg- ir fleiri myndi hafa kosiS aS óska honum til hamingju á afmælisdeg- inum. Barst honum þó f jöldi heilla- skeyta frá ýmsum merkum mönn- «um.—Mbl. 19. maí. # # # Viðskiftin við Þýzkaland ViSskifti vor viS ÞjóSverja hafa aukist undanfariS og verSa senni- lega meiri á ári en f jögur síSastliSin ár, samkvæmt verzlunarsamningi, sem gerSur hefir veriS milli þessara þjóSa. Björn Sveinsson stórkaupmaSur frá Hamborg, er þessa dagana staddur í Reykjavík, og mun dvelja hér til 26. maí. Hann býr á Hótel Borg. 1 Björn segir svo frá um ÞýzkalandsviSskiftin: UndanfariS hafa viSskifti ÞjóS- verja viS Island veriS svo mikil, aS íslenzku skipin hafa fariS fullfermd frá Hamborg og orSiS þó aS skilja eftir vörur. ÞaS er misskilningur aS halda aS þýzkar vörur séu ekki samkepnisfærar viS vörur annara landa, vegna hins háa gengis ríkis>- marksins. TaliS er aS a. m. k. 50— 60% af framleiSsluvörum ÞjóS. verja, séu vel samkepnisfærar viS vörur annara landa. Eg tel, aS viSskifti ÞjóSverja og íslendinga sé hægt aS auka mikiS frá þvi sem nú er. Frá Þýskalandi er hægt aS fá flestar þær vöruteg- undir, sem hingaS eru fluttar inn. Hlutverk okkar kaupmannanna, sem rekum viSskifti viS ísland, og dveljum í Þýskalandi, er aS greiSa fyrir þessum viSskiftum meS því, aS kynna íslenzkar vörur í Þýzka- landi og þýskar vörur hér. — Mbl. 17. maí. # # # Dágóð síldveiði í Faxaflóa Vélbáturinn ASalbjörg frá Reykjavík hefir undanfariS stund- aS sildveiSar hér í Flóanum og er ætlunin aS nota síldina til beitu viS fiskveiSar hjá Grænlandi í sumar. UndanfariS hefir síldarafli veriS tregur, en í fyrradag kom ASal- björg til SandgerSis meS 40 tunnur síldar, og í gær meS 87 tunnur. Síldin er talin óvenju stór og feit, miSaS viS þaS sem venjulegt er á þessum tíma árs. Síldin er fryst hjá Haraldi BöSv- arssyni & Co.—Mbl. 20. maí. MANNALÁTÁFRÓNI Nýkomin íslandsblöS geta um lát þriggja ágætismanna, er unniS höfSu mikiS nytjastarf í þágu hinn- ar íslenzku þjóSar. Eru þaS þeir Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri, Jónas bóndi í Sólheima. tungu og Gunnlaugur Þorsteinsson bóndi og DannebrogsmaSur á KiSja- bergi. TIL KIRKJUÞINGSGESTA Erindrekar og gestir næstkom- andi kirkjuþings eru vinsamlegast beSnir aS koma til I.O.G.T. Hall i Arborg, er þeir koma á staSinn. Móttökunefnd verSur þar til staSins frá kl. 2—8 síSdegis, 18. júní, til aS gefa upplýsingar um dvalarstaSi. KvöldverSur verSur framreiddur í ofangreindu samkomuhúsi kl. 6 síS- degis; eru þaS vinsamleg tilmæli, aS allir verSi komnir fyrir þann tíma. Bílvegir til Árborgar eru sem fylgir: The Stonewall & Teulon Highway til Árborgar, eSa Winnipeg Beach & Gimli Highway til Hnausa, en hin svonefnda Geysir-braut þaSan (10 mílur) til Árborgar. Prestar eSa skrifarar safnaSa eru vinsamlega beSnir aS senda tafar- laust nöfn erindreka til Mr. Thos E. Fjeldsted, Árborg, eSa til undir- ritaSs. S. Ólafsson. ISLENZKIR FRAMBJÖfí- ENDUR 1 NORTII DAKOTA Eftirgreindir íslendingar hafa þegar lagt fram framboSsskírteini sín fyrir prófkosningar, sem haldn- ar verSa í North Dakota þann 24. þ. m. 1 Second Judicial District: GuS- mundur Grímsson, Rugby, án gagn- sóknar, er gegnt hefir embætti hér- aSsdómara í tíu ár; næsta kjörtíma. bil er sex ár. RíkislögmaSur fyrir Pierce Coun- ty: Einar Johnson, Rugby. RikislögmaSur fyrir Renville County: S. V. Davidson, Mohall. RíkislögmaSur fyrir Bottineau County: Oscar B. Benson. Leitar kosningar fyrir þriSja kjörtimabil. FriSdómari fyrir Walsh County: Eggert Erlendson. Um ríkislögmannsembætti fyrir Pembina County, sækja þeir Helgi Jóhannesson núverandi ríkislög- maSur og F. S. Snowfield. RikislögmaSur fyrir Cavalier County: T. M. Snowfield, Langdon, er kosningur leitar fyrir sitt 7. tveggja ára tímabil. Fyrir Sheriffs embætti í Pembina County: H. K. Hannesson, Stone Hillman, T. L. Hanson og John A. Snydal. Fyrir County Commissioner, 2. uiridæmi, Pembina County: J. J. Erlendson, A. F. Hall, H. W. Vivat- son. S. M. Melsted sækir undir merkj- um Republicana um senatorssæti fyrir Pembina County í ríkisþing- inu, en Theodór Thorleif sson leitar kosningar til neSri málstofu ríkis- þingsins af hálfu Demokrata. I Ramsey County leitar Chris. Halldórsón kosningar til neSri mál. stofu ríkisþingsins fyrir hönd Re- publicana. ÚTNEFNINGA RÞING í þriSjudaginn þann 9. þ. m., hófst í Cleveland hiS mikla AlþjóS- arþing Republicanaflokksins i Bandaríkjunum, er þaS sérstaka hlutverk hefir meS höndum, aS velja forsetaefni og semja stefnuskrá. Þegar blaSiS fer í pressuna er óút- gert um þaS enn hvernig foringja- vali lýkur, þó margir telji líklegt aS Landon ríkisstjóri frá Kansas verSi hlutskarpastur. RANNSÓKN FYRIRSKIPUÐ SímaS er frá Ottawa þann 8. þ. m., aS Sambandsstjórnin hafi skip- aS konunglega rannsóknarnefnd til þess aS rannsaka kolaverzlunina í Canada. Nær þetta einkum til harS- kolaverzlunarinnar. Lýsti verka. málaráSherrann, Hon. Norman Rogers, yfir því, aS tilgangurinn meS skipun nefndarinnar væri sá, aS ganga úr skugga um þaS, hvort nokkur samtök, almenningi í óhag, ætti sér staS viSvíkjandi innflutn- ingi og sölu harSkola hér i landi. KOSINN Á SÁMBANDS- ÞING ViS aukakosningu þá til Sam- bandsþings, er fram fór í borginni Victoria í British Columbia fylki síSastliSinn mánudag, urSu úrslitin þau aS Hon. S. F. Tolmie, conserva. tive, fyrrum forsætisráSgjafi fylk- isins, og um eitt skeiS landbúnaSar. ráSgjafi sambandsstjórnarinnar, var kosinn meS 97 atkvæSa meirihluta umfram næsta keppinaut sinn, pró- fessor King Gordon, C.C.F. og 278 atkvæSum umfram C. J. McDowell, liberal. ÞingsætiS í Victoria losn- aSi viS fráfall Capt. Plunkett, con- servative, er lézt skömmu eftir aS þing kom saman. AFTURIIALDSMENN KJÓSA SÉR FORINGJA Afturhaldsflokkurinn i Manitoba kaus á flokksþingi, sem haldiS var í Winnipeg, á þriSjudaginn, Errick F. Willis, fyrrum Sambandsþing- mann fyrir Souris-'kjördæmiS, til foringja. Mr. Sanford Evans, M.L.A., var ófáanlegur til þess aS gegna flokksforustunni áfram. BÆTTAR UPPSKERU- HORFUR Steypiregn um síSastliSna helgi, hefir mjög bætt uppskeruhorfur í Vestur-Canada, sem og í MiS-Vest- urrikjum Bandaríkjanna. Var þess og brýn þörf, meS því aS'langvar- andi þurkar höfSu 'slegiS óhug miklum á bændur og búaliS. AFGREITT TIL 3. UMRÆfíU Frumvarp Sambandsstj órnarinn- ar i Ottawa, er fram á þaS fer, aS stjórnin fái umráS yfir Bank of Canada, meS því aS kaupa fyrir þjóSarinnar hönd yfir 50% af hluta_ fénu, var afgreitt til þriSju umræSu á mánudagskvöldiS var. MINNA MÁ NÚ GAGN GERA ViS rannsókn þá, er núverandi Sambandsstjórn fyrirskipaSi til þess aS gerkynna.sér starfrækslu og aS- stæSur vefnaSarvöru verksmiSjanna í Austur-Canada, hefir þaS komiS í ljós, samkvæmt framburSi Sir Her- berts Holts, vara-forseta Dominion Textile félagsins, aS félagiS hefir greitt tólf mönnum, er í þaS lögSu $500,000 áriS 1905, gróSahlutdeild, er nemur $14,985,000. TEKUR VII) RÁÐGJAFA- EMBÆTTI Sir Samuel Hoare, sá er neyddur varS til þess aS láta af utanríkisráS. gjafa embætti í Baldwin-stjórninni á Englandi vegna Ethiópíu málanna og. þar aS lútandi samningabraski ViS Frakka, hefir veriS tekinn inn i stjórnina á ný, og hefir nú meS höndum forustu flotamálaráSuneyt- isins. BARDALSSLAGUR Hann Arinbjörn fæddist á Fróni, Og flestum varS aldurinn þyngri, Og hann er nú sjötugur sagSur En sýnist þó helmingi yngri. Hver man eftir sjálegri sveini Þótt svipist þeir gömlu til baka Um bekki í sveitinni sinni, Þeir sjá hvergi Arinbjörns maka. Og tvítugur álitu allir AS allra bezt kvæSi hann rímur, Og samtímis frægS hans var fléttuS ViS formensku, reiSmensku og glímur. Því tíæring stórum hann stýrSi Og stundaSi hákarlaveiSar; Og norSanlands ótemjur allar Gat Arinbjörn þjálfaS til reiSar.— Tólf útlaga’ í ÓdáSahrauni Hann eitt sinn í fjallgöngum lagSi, En enginn, sem augu sin festi Á Arinbjörns kænlega bragSi. Svo fluttist hann vestur til Vínands Og verSur þar útfararstjóri, En aldrei þorSi’ á hann aS ráSast Nein áleitin Skotta né Móri. Svo lærSi hann líkin aS smyrja Svo landarnir rotnuSu eigi Því vel gat þaS lýtt þá liggja í leir fram aS upprisudegi. Og njóttu’ ennþá heilsu og hylli í hundraS ár, Bárdal minn góSi, Og þá færSu atvinnu uppbót Úr eilifSar verSlaunasjóSi.— Vinur. Úr borg og bygð JarSarför Björns H. Jónssonar, er andaSist aS heimili sínu á Gimli, þ. 27. maí s. 1., fór- fram meS hús- kveSju á heimilinu og meS útfarar- atþöfn í kirkju GimlisafnaSar þ. 3. júní s.l. Fjöldi fólks þar saman- kominn. Björn var ættaSur úr Dalasýslu, var einn af mörgurn börnum Jóns Ólafssonar, er var frægur fyrir lækningar sínar og bjó lengi á HornsstöSum í Laxárdal.— Kona Björns var GuSfinna SigurS- ardóttir. Lifir hún mann sinn. SömuleiSis tvö börn þeirra, af sjö, er þau eignuSust. Þau eru Jón tré- smiSur aS Lundar og GuSný kona Valdimars Stefánssonar, bónda í grend viS Gimli. Björn hafSi veriS hinn mesti garpur til vinnu, ráSsett_ ur og vandaSur. Hinn mesti sæmd- armaSur í öllu. Var einn hinna trú- verSugu og góSu safnaSarmanna GimlisafnaSar í mörg ár, og þau hjón bæSi. — Var kominn hátt á áttræSisaldur, fæddur 24. nóv. 1857. Ein systir mun vera á lífi hér vestra, Ása, ekkja Arngríms Kristjánson- ar. Mun vera hjá einhverju barna sinna, aS Wynyard, Sask. ViS jarS_ arförina flutti séra Jóhann ,Bjarna- son húskveSju á heimilinu og út- fararræSu í kirkjunni. SömuleiSis talaSi þar séra Jóhann FriSriksson, frá Lundar, er kom meS Jóni syni Björns þaSan aS vestan. Sóknar- presturinn, séra Bjarni A. Bjama- son, var í ferSalagi og gat því ekki veriS viSstaddur. — Þau hjón, Björn og GuSfinna, voru búin aS vera í hjónabandi i fimtiu ár, og voru vinir þeirra aS undirbúa gull- brúSkaup þeirra þegar Björn veikt- ist og var burtkallaSur. (Fréttarit. Lögb.) Þeir G. J. Oleson, Tryggvi Ole- son, S. A. Anderson og Gunnar J. Oleson frá Glenboro, komu til borg- arinnar á mánudaginn. Miss Pálína Thorvardson frá Akra, N. Dak., kom til borgarinnar síSastliSinn sunnudag. Þær systurnar, Miss Helga John_ son, Vancouver, B.C. og Mrs. Elmar Newall, Aberdeen, Wash., eru staddar í borginni um þessar mund- ir í heimsókn til föSur síns, Mr. Bergthor Johnson, Beresford Ave., og systra sinna tveggja. TrúboSsfélag Fyrsta lút. safnaS- ar heldur fund næstkomandi mánu- dagskvöld (15. þ. m.) á heimili Mrs. Marteinsson, 493 Lipton St. Miss Salome Halldórsson flytur erindi á íslenzku á fimtudagskvöld. iS i þessari viku, kl. 9, í neSri G. T. salnum. Allir velkomnir. Engin samskot. Stuttur fundur hjá stúk- unni Skuld frá kl. 8 til 9—G. J. Miss MaHgaret Björnson, B.A., dóttir Dr. Ólafs Björnssonar, lagSi af staS héSan úr borg i fyrri viku, áleiSis til Þýzkalands, þar sem hún hefir ákveSiS aS stunda framhalds- nám um hríS.. Mun hún dvelja í Evrópu aS minsta kosti í sex mán- uSi, og ætlar sér aS heimsækja ís- land. Miss Björnson er skarpgáfuS stúlka og góSum rithöfundar hæfi- leikum gædd. Mr. S. M. BreiSf jörS kaupmaSur, Mr. Gamaliel Thorleifson, Mr. Har_ ald Stubson, og tvær dætur Mr. BreiSfjörSs, þær Dorothy og Amy, frá Gardar, N. Dak., komu til borg- arinnar á miSvikudaginn í vikunni sem leiS og dvöldu hér fram á föstu- dag. Frú Dýrfinna Thorfinnson frá Mountain, N. Dak., kom.til borgar- innar á föstudaginn var, ásamt tveim dætrum sinum þeim Vivyan og Margréti. Þær mæSgur héldu heimleiSis daginn eftir. Fermingar í Winnipegosis söfn- uSi, á hvítasunnudag, framkvæmdar ar séra Jóhanni Bjarnasyni, voru sem hér segir: Oddný GuSrún Selma Kristjánson GuSrún Ellice Matthildur Ögmundson Lillian Stevenson X’aldina Ingibjörg Stevenson. Mrs. Ben Baldwin, 686 Victor Street hér í borginni, kom heim síS- astliSinn laugardag eftir tveggja mánaSa heimsókn til Mrs. R. W. Fenton (Louise Freemanson) aS Struthers, Ohio. Mrs. Baldwin fór suSur meS Mrs. B. Freemansón, er dvaliS hafSi hér nyrSra hjá frænd- um og vinum um nokkurt skeiS. Átti Freemanson fjölskyldan um langt skeiS heima á Gimli. A “Garden Social” will be held on Tuesday evening, June i6th, at 7.30 p.m., by the Senior and Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church, on the grounds south of the Church. Home Cooking, Skyr, Ice Cream and cold drinks, also coffee and cake will be sold. An orchestra will be in attendance, and Community Singing will be held later on in the evening. Come and bring the family. IIRAKINN 1 BURTU EFTIR, 49 ÁR Winnipeg 9. júní 1936. Flytja mig burtu forlög hórð, Eg fæ þau staðist ei. Þegar eg skildi viS húsiS mitt um daginn, þ. 29. maí, þá fór mér eins og Lúter forSum, þegar hann stóS fyrir ráSinu i Róm. Þá sagSi hann: GuS hjálpi mér. Amen. Eg sagSi: GuS blessi nú gamla heimiliS mitt. Eg átti bágt meS aS skilja viS Sel- kirk, því sá bær hefir náSarsamlega framfleytt og aliS önn fyrir mér og mínurn og hann hefir veriS mér sá gæfuríkasti staSur, sem eg hefi stig- iS á um mína æfidaga. Eg biS því hjartanlega aS heilsa öllum Selkirk- búum og þakka þeim fyrir alt og eitt, og þó aS eg eigi ekki marga vini i Selkirk, þá veit eg þaS fyrir víst, aS eg á þar engan óvin. Svo biS eg góSan GuS aS blessa alla Islend- inga í Selkirk meSan aS vötn renna og sól sezt. Svo tek eg undir meS hagyrSingnum frænda mínum, Jósep Schram frá Kornsá í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, þegar aS hann kvaS um Selkirk sínar instu tilfinn. ingar: SíSan eg í Selkirk bæ setti fyrsta sporiS, mig hafa landar mínir æ á mætum höndum boriS. Þegar aS dýrtiS þjakar ró, þá er fundinn staSur, sem eg held aS síSast þó svelti nokkur maSur. Þó aS eg ferSist fjær og nær og fari hnöttinn kringum, Selkirk verSur bezti bær bygSur Islendingum. MeS léttum huga, hreinni sál og hlýjar tilfinningar, eiga hjá mér óskift mál allir Selkirkingar. W. Nordal. Mr. Otto Bjarnason, verkfræS- ingur, sonur þeirra Mr. og Mrs. Halldór Bjarnason hér í borginni) lagSi af staS til Rice Lake á þriSju- daginn, þar sem hann veitir forustu flokki landmælingamanna í næstu fjóra mánuSi.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.