Lögberg - 11.06.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.06.1936, Blaðsíða 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚNÍ 1936 Hjögiíers GeflC út hvern fimtudag af THE COLTTMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARQENT AVE. WINNIPEG, MAN. Veró <3.00 um áriO—Borgist fyrirfram Thfe ''Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limíted, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 “Ólsons safnið” Nöfn sumra manna, sumra hluta og sumra stofnana festast svo í minnum vorum, að þau verða þar óafmáanleg. Vestur-íslendingar töldu það víst sjálf- sagt um alllangt skeið eftir að hingað var komið, að tunga vor og þjóðerni héldust hér við um aldur og æfL Þegar lesnar eru ræður og ritgerðir frumb}fggjanna í gömlu blöðun- um kemur þetta greinilega í ljós. Á fvrstu árunum er eins og engir — eða örfáir—hugsi svo langt fram í tímann, eða athugi svo vel alt framtíðar viðhorf, að þeir skilji það lögmál lífsins að hið stóra gleypir bækur — og jafnvel bókasöfn, sem þeir nú orðið hafa lítil not af. Þegar þessir menn, sem flestir eru aldurhnignir, falla frá, fara bækur þeirra oftast út í veður og vind — stundum beint í eldinn. Allar þessar bækur gætu komið að góðu liði, ef þær kæmust á ein- hvern öruggan og heppilegan stað. Og það er víst að um engan stað er að ræða jafn- öruggan og Manitobaháskólann. Þær ættu l>ví allar að sendast þangað, og það sem allra fyrst. Þeir, sem bækur hafa og vildu koma þeim þangað, þurfa ekki annað en að skrifa prófessor -Skúla Johnson, sem er umsjónar- maður safnsins. En vo er annað: Sökum þess að liér er um mikið og merkilegt menningarmál að ræða, sem orðið getur og verða hlýtur ættjörð vorri til hins mesta gagns og sóma, ætti að fara fram á það að safninu yrði sent ókeypis að heiman eitt eintak af hverri einustu bók, öllum blöðum og tímaritum, sem þar koma út. Þetta efast eg ekki um að yrði fúslega gert og með því stækkaði safnið óðum. Nöfn sumra manna, sumra hluta og sumra stofnana festast svo í minnum \rorum, að þau verða þar óafmáanleg.— Ein þessara stofnana verður “Ólsons safnið. ” Sig. Júl. Jóhannesson. hið litla — með öðrum orðum: að dropinn hlýtur að hverfa í sjóinn. Þegar tímar liðu fram lieyrðust einstak- ar raddir hér og þar sem lirópandi á eyði- mörkinni og bentu á óhjákvæmilegar hreyt- ingar. Þessum röddum smá-fjölgaði þangað til nú að svo er komið að flestir sjá það og skilja að vér verðum að lúta sama lögmáli og alt annað — íslenzki dropinn hér hlýtur smámsaman að hverfa í hinn marghlandaða vestræna sjó. Tunga vor hlýtur að hverfa — sem mælt mál; móti því verður ekki spornað, hvort sem oss fellur það betur eða ver. Vér getum tafið fyrir því; það gerum vér að sjálf- sögðu og eigum að gera; en dauðanum forðar enginn í þeim skilningi fremur en öðrsm. t stað þess að hugsa sér nýtt ísland í Vesturheimi, eins og vér gerðum fýrst í stað, er nú aðalpumingin þessi: “Hvað eigum vér að gera og hvernig eigum vér að haga oss til þess að vér getum bjargað voru andlega lífi —getum risið upp sáluhólpnir, þegar vér er- um líkamlega liðnir í þjóðræknislegum skiln- ingi. Hvað eigum vér að gera til þess að dropinn megi skapa sem fegurstan lit og valda sem mestri heilbrigði, þegar hann er horfinn í sjóinn. Svarið liggur heint við. Auk þess sem Vestur-lslendingar hafa óunnið sér traust og virðingu á ýmsum svæðum, eiga þeir að koma sér upp einhverjum þeim mjinnisvarða, er lialdi nafni þeirra á lofti, svo þeir geti ekki glevmst. Á bezt við að sá minnisvarði sé að einhverju leyti bókmentalegs eðlis, því þar hafa íslendingar staðið framar en á öðrum sviðum á liðnum öldum. Ef hægt yrði að finna einhver ráð til þess að ryðja íslenzkum bókmentum braut inn á keppisvið heimsbók- mentanna, þá mundu söngfuglinum fagra í litla búrinu vaxa vængir svo sterkir og stórir að hann brytist út og flýgi yfir víða veröld. Þetta verður með því eina móti gert, að sem víðast verði stofnuð íslenzk bókasöfn og kennaraembætti í íslenzku og norrænum fræðum, við háskóla hér í landi og annars- staðar, eins og t. d. í Grand Forks og New York,~ þar sem hinir ágætu menn Halldór Ilermannsson og Richard Beck standa á verði og veita íslenzkum fræðslulindum út um allan heim. 1 Manitoba hefði fyrir löngu átt að leggja grundvöllinn að samskonar stofnun. Hefir stundum verið um það rætt, en aldrei orðið úr .framkvæmdum fyr en nú að íslenzk- ur maður hefir hafist handa einn síns liðs og gefið háskólanum glæsilegt bókasafn. Hefir bæði forseti háskólans og Dafoe ritstjóri Free Press lýst því yfir, að með “ólafsons safninu” eins og þeir, hafa skírt það, séi grundvöllur lagður, sem ofan á eigi að byggj- ast — það sé byrjun þeirra stofnana, sem eg mintist á: íslenzks bókasafns og prófessors- embættis í íslenzku hér við háskólann. Segja þeir, eins og satt er, að í Winnipeg séu fleiri íslendingar samankomnir en á nokkrum öðr- um stað á bygðu bóli, að undanteknum höfuð- stað Islands. Er mikið talað um þessa gjöf meðal hérlendra manna og það álitið sjálf- sagt að íslendingar hefjist hanada nú þegar og leggist allir á eitt til þess að auka og auðga þetta bókasafn og flýta þeirri stund að kenn- araembættið verði stofnað. Þegar þetta hefir vakið eins mikla eftir- tekt og eins mikið umtal meðal leiðandi mentamanna hérlendra, ættum vér íslending- ar sjálfir sízt að þegja eða halda að oss hönd- um. Hér hefir fátækur alþýðumaður hafist handa og lagt grundvöilinn að stofnun þeirri, sem vér höfum áður aðeins séð í draumi. Nú liggur það í augum uppi hvað Vestur-lslend- ingar eiga að gera. Úti um bygðir vorar víðs- vegar hér í álfu eru einstakir menn, sem eiga | Stjórnarforma&ur Frakklands Við völdum tók á Frakklandi í vikunni sem leið ný vinstri manna stjóm; forustu- maður hennar er Eeon Blum, kominn af Gyð- ingaætt. Síðan 1918. eða frá því í lok styrj- aldarinnar miklu, hefir hinn nýi stjórnarfor- maður staðið framarla í fylkingu hinna rót- tækari jafnaðarmanna og verið náinn vinur Herriots fyrverandi forsætisráðgjafa. Leon Blum er fæddur í París þann 9. dag apríl- mánaðar árið 1872; var hann snemma til merta settur og lauk prófi f heimspeki átján ára að aldri; þótti hann fyrir gáfna sakir og rökfimi mjög skara fram úr jafnöldrum sín- um og samferðamönnum. Ungur tók Blum að gefa sig við ritstörfum; mátti svo að orði kveða að hann skrifaði um alla skapaða hluti milli himins og jarðar. Að því er þjóðfélags- málin áhrærði, varð hann fvrir dýpstum á- hrifum frá sfefnu Karls Marx og hefir fram á þennan dag grundvallað að miklu leyti á henni lífsskoðun sína. Leon Blum er ákveð- inn og eldheitur bindindismaður, er telur nautn áfengra drykkja eitt hið allra skaðvæn- legasta böl mannkjmsins; er mönnum oft tíð- rætt um þetta vegna þess, að hann er þing- maður fyrir kjördæmi, þar sem svo hagar til að “þrúgna gullu tárin glóa” svo að segja í hvaða átt sem litið er. Meðal einkunnarorða Leons Blum, ber einkum og sérílagi að telja þessi: “Fólkið, sem auðsýndi oss traust með atkvæði sínu, á heimting á því að við segjum því allan sannleikann hreinskilnislega og undandráttarlaust. Athafnir vorar í utan- ríkismálum og viðskiftum við aðrar þjóðir verða að stjórnast af gagnkvæmum góðvilja. Og með þetta fyrir augum skal stefna vor vera sú, að stuðla að öryggi heima og erlendis með afvopnuðum eða vopnlausum friði. ”—• Leon Blum er vingjamlegur í framkomu og yfirlætislaus. Um eitt skeið var hann vel við álnir; inest af tekjum hans rann jafnað- arlegast til fátækra skyldmenna og í kosn- ingasjóð; þó má svo heita, að hann sé efna- lega nokkurn veginn sjálfstæður. Meðan Hitler steytir hnefann og hrópar af magni raddar sinnar: “Deutschland Uber Alles,” hvíslar Leon Blum til þúsundanna: “Friður umfram alt.” Þau eru ekki ávalt langlíf ráðuneytin á Frakklandi, og það er engan veginn víst að þetta nýja Blum-ráðuneyti verði það heldur. þó yfirfljótanlegs þingstyrks njóti það sem stendur. En hvernig helzt sem stjórnmála- hjólið snýst, má gera sér nokkra von um það, að núverandi ráðuneyti Frakka reynist nokk- uru þjálla í alþjóðamálum en fyrirrennarar þess, og er þá betur farið en heima setið. Stríð milli Kína og Japan 1 lok síðustu viku flutti síminn þau tíð- indi vítt um heim, að stjórnin í Suður-Kína hefði formlega sagt Japönum stríð á hendur. Fylgdi það sögunni, að hin kínverska stjórn hefði þegar sent tvö hundruð þúsundir vígra manna til móts við Japani til þess að stemma stigu, ef áuðið yrði, fyrir innrás þeirra í hið svonefndá Hunanfylki. Svo hafa Japanir verið jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið í landeignum Kína, að sízt er að undra þó hinum síðarnefndu lítist ekki á blikuna. Aðstæður þessara tveggja þjóða, ef til verulegs ófriðar kæmi, yrði þó að sjálfsögðu næsta ólíkar og ójafnar. Jap- anir eiga yfir að ráða þaulæfðum og vel- týgjuðum her, en Kínverjar litlu nema höfða- tölunni einni. — Höfundur íslenzkrar leiklistar Effgum íslendingi verður erfitt um svar, þegar spurt er, hver sé höfundur íslenzkrar leiklistar. Því aS þó samin hafi verið leikrit áður en Indriði Einarsson kom við sögu, og leikin leikrit hér á landi fyrir hans daga, þá var þetta hvorttveggja reikult og ekki persónubundið. For- inginn í málinu varð Indriði Ein- arsson, bæði sem leikritaskáld og ó_ þreytandi bardagamaður fyrir efl- ingu hinnar dramatisku listar. Þetta varð hans annað æfistarf. Nú er þessi brautryðjandi að verðadiálfníræður. Maður verður að trúa því, þó að manni finnist það líkast lygasögu, er maður sér hann á götunni, teinréttan í baki, léttan i spori, bjartan yfirlitum og heyrir glaðleg tilsvör hans. En þó spyr maður: Er þetta satt? Já, það er vist alveg satt, svarar hann, grafalvarlegur. — Að vísu man eg nú ekki eftir þeim atburði sjálfur, þó að það sé vitanlega einn allra merkasti atburðurinn í minu lífi. En móðir mín sagði mér,—og hún hlýtur að vita það og var trú- verðug kona — að eg væri fæddur síðasta apríl 1851. —Og þér eruð Skagfirðingur ? —Já, guði sé lof! Eg er fæddur á Húsabakka í Skagafirði, en flutt- ist að Krossanesi í sömu sýslu og ólst þar upp. Faðir minn, Einar Magnússon, bjó þar þangað til hann dó, 1868. Móðir mín, Efemía, dótt- ir Gisla Konráðssonar fræðaþuls, lifði hann i 13 ár. —Eg veit til að þér eruð mikill göngumaður, en á erfitt með að skilja, að það komi göngumenn úr Skagafirði, mesta hestahéraði lands- ins. —Þetta finst mér móðgun við Skagfirðinga — að halda að þeir kunni ekki að ganga, þó þeir eigi góða hesta og marga. Jú, eg lýg engu, "þó eg segi, að Skafirðingar séu göngumenn ekki síður en aðrir. Og fyrstu göngur mínar, sem reyndu nokkuð á, voru til Glaum- bæjarkirkju. !Faðir minn var þar forsöngvari og eg fór oft gangandi með honum. Og hann var lang- stígur en eg lítill og stuttstigur og varð því að hlaupa við fót, likt og þegar hvolpur vappar með manni sem gengur hratt. Það voru mínar fyrstu göngur. —En fyrsta langferðin mín var til Reykjavíkur haustið 1865. Eg var þá 14 ára og átti að læra undir skóla um veturinn. Við riðum suður tíu saman og ætluðum Kúlu- heiði og Stórasand og eg var á grá- um gæðingi frá föður mínum. Það ferðalag var öðruvísi en ferðir eru nú. Við. lentum í miklum byl og komumst úr leið vestur á Gríms- tunguheíðj og vorum sjö daga frá Guðlaugsstöðum og suður að Kal- manstungu. Tvö tjöld höfðum við og eg var settur í tjaldið með kven- fólkinu, af því að eg var svo lítill. Karlmannatjaldið var verra og þeir urðu að liggja hálfir útundan tjald- skörinni. En það kom sér vel, að móðir mín hafði nestað mig ríku- lega. Hnakktaskan mín var svo út- troðin, að það voru vandræði að komast á bak, en taskan varð hægari viðfangs þessa daga, því að nestið fór i sameiginlegan sjóð. Það voru nefnilega fæstir í ferðinni, sem höfðu búið sig undir að verða sjö daga suður að Kalmanstungu. —Hvernig kom Reykjavik yður fyrir sjónir þá? —Mér fanst þetta vitanlega merkilegur staður, þó að lítið væri þar nema tún og kálgarðar í sam- anburði^við það sem nú er. Það sem eg rak helzt augun í var vind- myllan við Bakarastíginn og svo Dómkirkjan. Hún þótti mér merki- leg og ekki síður það, að koma þar inn og sjá alla þá dýrð og heyra sönginn. Annað eins hafði eg aldrei heyrt, enda var söngurinn ágætur, einkum kvennaraddirnar. —Var áhugi yðar fyrir leiklist ekki vaknaður, þegar þér komuð til Reykjavíkur ? —Nei, eg vissi ekki hvað leiklist var. Eg þekti Hrólf og Narfa Sig- urðar Péturssonar, því að þeir höfðu verið lesnir á kvöldvökunni heima. Þegar hingað kom sá eg nokkra danska leiki en það sem vakti mig voru “Útilegumenn” Matthíasar Jochumssonar. Annars er Sigurður Pétursson merkilegur fyrir það, að samtalsháttur hans var hér við lýði hjá íslenzkum leikritahöfundum alt þangað til Jóhann Sigurjónsson fór að skrifa. Hann breytti “tradition. inni.” — Og svo kom Nýjársnóttin gamla. Hún var leikin í fyrsta sinn á 3. i jólum 1871. Nú þekkja hana fæstir, því að það er næsta lítið af henni í seinni útgáfunni. Og gamla Nýjársnóttin hefir verið ófáanleg í fjöldamörg ár. Hún kom út 1872 og hefir ekki verið endurprentuð. -—Skrifuðuð þér ekki fleiri leiki í skóla? —Eg samdi Hellismenn að mestu leyti í skóla, en þeir voru ekki leikn- ir fyr en eftir að eg kom til Kaup- mannahafnar. Eg sigldi til háskól- ans haustið 1872 og fékk beiðni þangað um Hellismennina frá félagi, sem þá hélt uppi leiksýningum í Glasgow. Þá gekk eg frá leiknum til fullnustu. —í Kaupmannahöfn hafið þér farið mikið í leikhús? —Já, eftir því sem efni leyfðu. En þó voru það sérstakar tegundir leikja, sem eg lagði mig mest eftir. Annarsvegar harmleikir um norræn efni, svo sem Víkingarnir á Háloga. landi og ýmsir leikir Oehlenschlág- ers, sem kgl. leikhúsið sýndi, oghins ,vegar “ulstyrs”-leikirnir á Casino. Og beztu leikendurnir, sem eg sá þá, voru Wilhelm Wiehe, frú Nyrop og Stigaard. —Og þér sömduð leikrit á þess- um árum ? —Það var ekki svo mikið. Eg samdi leikrit með líku efni og “Pyg- malion og Galathea” eftir Gilbert. Það hét “Systkinin frá Fremstadal” og var leikið hér i Fjalakettinum. En handritið týndist og það gerir ekki svo mikið til, því að eg var aldrei ánægður með það. —Næst kom Skipið sekkur. Eg hafði mikið fyrir því — var sjö ár að umskrifa það. Og 1897 — 98 samdi eg Sverð og bágal. Næst kom svo nýja Nýjársnóttin 1907; hún hefjir verið leikin oftast allra minna leikja, um 100 sinnum hér og á Akureyri. Þá var næst Stúlkan frá Tungu (1914), sem gekk ekki nema sjö sinnum, og svo Dansinn í Hruna. Og nú er “Síðasti víkingurinn” — Jörundur Hundadagakonungur á döfinni hjá Leikfálaginu. —Segið mér svo eitthvað um leikritaþýðingar yðar. —Sú saga byrjar nú þannig, að 1918 fékk eg lausn frá skrifstofu- stjóraembætti í Stjórnarráðinu og var látinn njóta fullra launa áfram. Eg gekk nærri því heilt ár iðjulaus og drepleiddist. Hvað átti eg að gera? Emilía dóttir mín réð fram úr þeim vanda. “Þýddu Shake- speare!” sagði hún. Og eg settist og fór að þýða. Nú er eg búinn með þýðingar af fjórtán leikritum þessa goðumborna leikskálds, en aðeins tvö þeirra hafa verið leikin. Matt- hías og Steingrímur höfðu þýtt fimm harmleiki Shakespeares og þeim sneyddi eg vitanlega hjá. — Þessar þýðingar mínar verða arfur til Þjóðleikhússins þegar til kemur. Flér hefir verið rakið í stuttu máli rithöfundarstarf Indriða Einarsson. ar. Það er umfangsmikið þegar þess er gætt, að hann hefir lengst af æf- innar haft erfitt aðalstarf með hönd- um, fyrst sem endurskoðandi opin- berra reikninga og síðan sem skrif- stofustjóri fjármáladeildarinnar. Þegar Indriði kom heim frá Kaup- mannahöfn 1877, sem fyrsti íslend- ingurinn sem hafði tekið próf í hag- fræði, varð hann aðstoðarmaður og endurskoðandi hjá landfógeta, er þá hafði allar fjárreiður með höndum. Áður hafði landfógeti engan endur_ skoðanda haft — “en það gerði ekk- ert til, því að landfógetinn var Árni Thorsteinsson” segir Indriði. Hann er endurskoðandi landsreikninganna í tíð landshöfðingjanna Hilmars Finsen, Bergs Thorberg og Magnús- ar Stephensen og rómar engan þeirra eins og þann fyrsta, þó margt telji hann gott um hina. Og með stofnun stjórnarráðsins verður hann fulltrúi í f jármáladeildinni þar, fyrstu fimm árin og síðan skrif- stofustjóri. — Það er margt fróð- legt, sem Indriði kann frá að segja úr þessu starfi sínu, og margt sem kemur einkennilega fyrir sjónir nú, svo mjög sem öll fjármál landsins hafa breyst á þessum nær 60 ára tímabili. En rúmsins vegna verður að sleppa þeirri sögu. —Við vorum áðan að tala um göngumensku. Mig langar til að heyra meira um hana. —Eg gekk mikið í Kaupmanna- höfn. Við Kristján Jónsson, síðar dómstjóri gengum oft saman og komum okkur saman um að ganga “eins og menn.” Við gengum vel tvær milur (7J4 km.) á tveimur timum, en að ganga þrjár mílur á þremur reyndist okkur ofviða. Og eftir að eg kom heim gekk eg venju- lega fimm kortér á dag, áður en eg borðaði miðdegisverð. Það er góð hreyfing og heldur manni við. —Eg hefi heyrt eitthvað um, að -þér hafið einu sinni lent í “æfintýri á gönguför” austan af Eyrarbakka og hingað. Hvernig var það? —Eg var austur á Eyrarbakka og þar var haldið ball kvöldið áður en eg ætlaði suður. Og fólkið var svo ákaflega gestrisið og þægilegt við mig og allar dömurnar vildu dansa við mig, svo að þetta ætlaði aldrei að enda. Eg dansaði til klukkan f jögur og hélt svo af stað gangandi kl. 6 um morguninn. Mér var fylgt en er komið var út á Kambabrún var bezta veður og við sáum til manns á undan okkur, svo að fylgdarmaður- inn sneri aftur og eg bjóst við að verða samferða þessum manni, sem á undan var. En þegar til kom bar hann svo mikið og gekk þessvegna svo hægt að við áttum enga sam- leið. Eg hélt áfram á undan og niður á Kolviðarhól, hvíldi mig þar um stund og hélt svo áfram. En nú rauk upp bylur á norðan. Eg vissi af Sæluhúsinu fyrir neðan Sand- skeið, en þorði ekki að fara þangað til að láta berast fyrir, því að hver vissi nema dauður maður lægi í hús- inu og eg hefi alla tíð verið lík- hræddur. Sennilega hefi eg vilst af réttri leið við að sveigja of langt til vinstri þegar eg fór hjá Sæluhús- inu. Svo mikið er vist að eg ramm- viltist, komst suður fyrir Kaldársel og var að hringsóla þar í hrauninu lengi. Loks rakst eg á litla gigholu kl. ny2 um kvöldið og ekki var við- lit að halda áfram fyr en birti. Eg sá öðru hverju til Pólstjörnunnar, en það var erfitt að miða áttir við hana. Þarna sat eg í gjótunni til kl. 6 um morguninn. Það kom í mig hrollur og stundum helnístingur, en eg gætti þess vel að halla mér ekki aftur á bak svo eg sofnaði ekki fast, þvi að þá hefði eg aldrei vaknað aftur-. Eg sat álútur og var að gleynaa mér öðru hverju og þá var eg alt af kominn í ballsalinn á Eyr- arbakka. Mér fanst alt í tvisýnu en þá tók eg það ráð sem dugði.. Eg fór að syngja! Eg söng alt sem eg kunni, og söng við raust. Þegar eg söng “Enginn grætur ís- lending” slepti eg alt af seinasta vísuorðinu en rak í staðinn upp skelli hlátur og kallaði: “Þú verður aldrei grafinn.” — Aldrei hafa betri hljómleikar verið haldnir hér á landi, og aldrei hefir nokkurt blað þorað að minnast á þá, því að þá yrðu allir landsins söngmenn svo af- brýðissamir, að ilt gæti hlotist af. Og aldrei hefi eg haft jafn þakk- láta áheyrendur að söng. Fjölskyld- an mín er nefnilega svo þrælmúsík- ölsk, að heima var verið að þagga niður í mér þegar eg leyfði mér að syngja. Jæja, nóg um það. Eg komst heilu og höldnu til Hafnar- f jarðar þegar rofaði til um morgun- inn. En söngnum má eg þakka það að eg lifði þá nótt af. Hér hefir enn ekki verið minst á það mál, sem Indriði Einarsson er frumhöfundur að, og hefir barist ó. sleitilegar fyrir en allir aðrir sam- tíðarmenn hans til samans. Það er þjóðleikhúsmálið. En af því að víða hefir verið rakið það mál og svo til nýlega, skal ekki út í það farið. En með þjóðleikhúsinu hefir Ind- riði Einarsson reist sér minnisvarða í lifanda lífi, sem lengi mun standa. Framh. á bls. 4

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.