Lögberg - 18.06.1936, Side 1

Lögberg - 18.06.1936, Side 1
49. ÁRXjANGUB WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 18. JÚNl 1936 NÚMER 25 BRACKEN RÝFUR ÞING— KOSNINGAR FARA FRAR 2; 1 JÚLl Stjórnmálaflokkar skera upp herör Síðastliðinn föstudag gerði Bracken forsætisráð- lierra það heyrinkunnugt, að liann liefði rofið þing, og aj5 almennar kosningar til fylkisþings færi fram þann 27. júlí næstkomandi. Ekki er enn fullkunnugt um það, hvað margir flokkar hafi frambjóðendur í kjöri, þó sennilegt sé talið að auk Liberal-Progressive, eða stjórnarflokks- ins og afturhaldsflokksins, rói einnig til fiskjar í póli- tískum skilningi, C.C.F. flokkur, Social Credit flokkur og Kommnúistar. « Úr borg og bygð íslenzk stúlka óskast í vist nú þegar á íslenzkt heimili við Mani- tobavatn. Upplýsingar að 390 Victor Street. Sími 71 812. Miss Rúna Johnson frá Vogar, Man., lagði af stað i skemtiferð til íslands siðastliðinn miðvikudag. Gerði hún ráð fyrir að dvelja ár- langt heima til þess að kynnast landi og þjóð. Hefir hún aldrei fyr Is- land augum litið. Miss Ragnheiður Johnson frá Vogar, Man., dvelur í borginni þessa dagana. Mrs. Jóhannes Johnson frá Vog- ar er stödd í borginni um þessar mundir. Kom hún hingað til fundar við dóttur sína, Mrs. Rögnu Bald- winson, sem nýkomin er norðan frá bænum Pas. Winnipeg Hydro bauð nokkrum mönnum í skemtiför til orkustöðv- anna við Point du Bois og Slave Falls, síðastliðinn föstudag. Veður var yndislegt og ferðin hin ánægju_ legasta í alla staði; kom ferðamanna hópur þessi heim aftur á laugardags- kvöldið. Fjórir íslendingar tóku þátt í förinni, þeir Ásmundur P. Jóhannsson, Halldór Sigurðsson, Oscar Anderson og ritstjóri þessa blaðs. Miss Lauga Geir skólakennari frá Bottineau, N.D., og Miss Thordís Daviðson frá Garðar, komu til borgarinnar snöggva ferð síðastlið- inn sunnudag. Miss Pearl Hanson frá McCreary, Man., hélt Studio Recital á heimili kennara síns, Mr. Franks Thorolf- sonar, þann 9. þ. m., með aðstoð Mrs. Lincoln Johnson, Miss Han- son er ágætum fhljómlistar hæfileik- um gædd, bæði sem píanisti og söngvari, og á vafalaust bjarta fram- tíð fyrir höndum á braut listarinnar. Séra Egill H. Fáfnis frá Glen- boro, kom til borgarinnar um miðja fyrri viku á leið til Upham, N. Dak., ásamt f jölskyldu sinni, þar sem hann ætlaði að dvelja fram undir kirkju- þing. ------- Mrs. D. R. McLeod frá Selkirk, var stödd í borginni seinni part fyrri viku. Þeir Mr. Thorgeir Simonarson frá Blaine og Einar lögfræðingur sonur hans frá Spokane, Wash., er til borgarinnar koimu í fyrri viku, héldu heimleiðis á föstudaginn. Dvöldu þeir nokkra daga á Gimli, og nutu yfirleitt mikillar ánægju af ferð sinni hingað norður, að því er þeim'sagðist frá. Frú Andrea Johnson frá Árborg kom til þorgarinnar á fimtudaginn var úr Washington-för sinni. Naut hún ósegjanlegrar ánægju af ferða- laginu og dvölinni þar syðra. Mrs. Johnson er á ferðalagi í þessari viku með United Farmers Chatauqua og heldur þar fyrirlestra um það, sem fyrir augu og eyru bar á kvenna- þingi því hinu mikla, er hún sótti í Washington. Dr. Tweed verður staddur í Ár- borg á fimtudaginn þann 25. þ. m. Dr. B. J. Brandson brá sér suður til Gardar, N. Dak., síðastliðinn sunnudag, ásamt frú sinni og Miss Ollu Johnson. Herbergi með ágætum húsmunum á góðum stað í vesturbænum, fæst til leigu nú þegar. Gott fæði einn- ig selt á staðnum. Aðeins steinsnar frá strætisvagni. Sími 28 152. Mr. og Mrs. B. Björnson, Stan- ley sonur þeirra, Mrs. Ingibjörg Soli, öll frá Mountain, og Mr. Páll Ólafsson frá Eyford, N. Dak., komu til borgarinnar á föstudaginn á leið til Nýja íslands. Dvaldi ferðafólk þetta þar norður frá, þangað til á mánudag, en hélt heimleiðis héðan á þriðjudaginn. VEITIÐ ATHYGLI! Sakir rigningar varð að fresta Garden Party því, sem kvenfélög Fyrsta lúterska safnaðar höfðu aug_ lýst að haldið skyldi á vellinum sunnan við kirkjuna á þriðjudags- kvöldið var. Ákveðið hefir nú ver- ið, að halda þetta Garden Party á fyrgreindum stað og tíma á mið- vikudagskvöldið þann 24. þ. m. Mr. B. J. Lifman, oddviti sveit- arinnar Bifröst var staddur í borg- inni síðastliðinn mánudag. V _______ Athygli skal hér með vakin á nem_ endahljómleikum frú Bjargar V. ls_ feld, sem fram fara í Assembly Hall Hudsons Bay verzlunarinnar á föstudagskvöldið þann 19. þ. m., kl. 8.30, með aðstoð frú Fríðu Jóhann. esson og Miss Nessie Johnston. Hér verður alveg vafalaust uin úrvals skemtun að ræða. Frú Björg er af- bragðs píanókennari og hefir margt ágætra nemenda, og konur þær, sem aðstoða við hljómleikana hver ann- ari færari á sínu sviði. Kirkjuþingsfulltrúar frá Gimli- söfnuði í ár eru þær Mrs. H. P. Tergesen og Mrs. E. S. Jónasson ; voru kosnar á safnaðarfundi, eftir messu, þ. 7 júní s.l.—Til vara voru kosnar þær Miss Magnúsína Hall- dórson og Mrs. J. B. Johnson. GJAFIR TIL BETEL Guðni Brynjólfson, Churchbridge, Sask., $1,000.00. 1 urnboði nefndarinnar þakka eg innilega fyrir þessa höfðinglegu &jöf. /. /. Szvanson, féh. 601 Paris Bldg., Wpg. Húslestur á Westside við Leslie Þar sem enginn kenniinaður er á þessu svæði sem’stendur, hefir und- irrituð áformað að lesa HÚS- LES'TUR í Vídalínspostillu í West- Side skólahúsinu sunnudaginn 21. júní kl. 2 e. h., eftir seina tíma, ef veður verður þurt. Allir velkomnir. Rannveig Kristín Guðmundsdóttir Sigbjörnsson. Þær systur, frú Kirstin Ólafson frá Gardar, N. Dak., og Miss María hjúkrunarkona Hermann, lögðu af stað í mánaðarferð vestur að Kyrra. hafi á föstudaginn var. Ætluðu þær fyrst að heimsækja bróður sinn, Thorhall, sem heima á að Bridge 'River í British Coíumbia fylki. Þaðan munu þær svo fara til Seattle og ef til vill víðar. Dr. A. B. Ingimundson verðúr staddur í Riverton Drug Store til tannlækninga á þriðjudaginn þann 23. þ. m. Mr. J. S. Gillis frá Brown, P.O., Man., kom til borgarinnar á þriðju- daginn. Er hann erindreki íslenzka safnaðarins í Brown á kirkjuþingið, sem sett verður í dag í Árborg, þann r8. þ. m. Stjórnarskifti í Quebec HON. L. A. TASCHEREAU, Quebec. Þau tíðindi gerðust þann n. þ. m. að Taschereaustjórnin í Quebec varð til þess neydd' að segja af sér. Liberal flokkurinn beldur þó enn völdum, undir forustu Hon. Adel- ard Godbout, fyrrum landbúnaðar- ráð!herra. Þingið hefir verið rofið og almennar kosningar til fylkis- þings fyrirskipaðar þann 15. ágúst næstkomandi. Mr. Taschereau hef- ir verið við opinber mál riðinn í 35 ár, en haft með höndum stjórnar- forustu í Quebec í siðastliðin 16 ár. Orsakir til þessarar “stjórnarbylt- íngar’’ kunna að vera margar, en megin orsökin var sú, að bróðir frá- farandi forsætisráðgjafa, sem var embættismaður þingsins, hafði dreg- ið undir sig vexti af fylkisfé, er hann hafði lagt inn á banka, þar sem sonur hans var bankastjóri. LATA AF ÞINGMENSKU Þeir J. H. Thomas, fyrrum ný- lenduráðgjafi Breta og Sir Alfred Butt, hafa neyðst til þess að láta af þingmensku vegna hneykslisins, er þeir voru báðir riðnir við, þó eink- um Mr. Thomas, i sambandi við rof á þagnarskyldu viðvíkjandi fjárlög_ unum brezku. NAFNKUNNUR RITHÖF- UNDUR LATINN Þann 15. þ. m., lézt að heimili sínu “Top Medow” í Buckinghamshire á Englandi, rithöfundurinn nafnkunni C. K. Chesterton, 62 ára að aldri. Banamein hans var hjartabilun. Reit hann ógrynnin öll og var talinn í fremstu röð bókmenta gagnrýnenda enskra. Árið 1922 tók hann kaþólska trú, en kona hans gerði slíkt hið sama fjórum árum seinna. Mr. Jón Arnórsson frá Piney leit inn áskrifstofu blaðsins á þriðju- daginn. Kom hann frá útför Oscars Jóhannssonar i Selkirk. Erindrekar og gestir er ætla sér að sækja þing Bandalags lúterskra kvenna, sem væntanlega verður haldið að Lundar, Man., 3-4-5 júlí’ næstk., eru beðnir að gefa sig fram við skrifara félagsins, Mrs. B. S. Benson, • 695 Sargent Ave., sem fyrst. Lestin fer frá Westside Sta- tion á föstudaginn 3. júli kl. 2.20 e. h. Fargjald from og til baka $2.25. Ungfú Ingibjörg/ Sigurgeirsson kenslukona, er nýkomin til borgar- innar eftir því sem næst tveggja ára dvöl á íslandi, þar sem hún hefir stundað kenslustörf í enskri tungu Ungfrú Sigurgeirson er fædd og uppalin í Mikley. Undi hún vel hag sínum á Fróni, og ber landi og þjóð einkar vel söguna. Frá Islandi 746 atvinnuleysingjar í Reykjávík Atvinnuleysisskráning fór fram hér í bænum dagana 3. 4. og maí. Alls létu skrá sig 746 atvinnu- leysingjar og þar af voru 5 konur. Á sama tíma í fyrra voru skráðir 432 atvinnulausir og þar af aðeins ein kona.—Mbl. 10. mai. # * * Ný 235 metra djúp borliola á Reykjum Seinasta holan, sem grafin hefir verið hjá Reykjum er nú orðin 235 metra djúp. Fást úr henni 12.1 lítri af 81 gr. heitu vatni á sekúndu. Það er ein- kennilegt við þessa holu, sem grafin var sunnar en hinar, að þar kom fyrst upp vatn á 170 metra dýpi, og varð þá alt í einu ioþá lítri á sek- úndu. Þrátt fyrir það, þótt mikið vatn komi upp úr þessari holu, hefir það ekki haft áhrif á vatnsmagn það, sem kemur upp úr eldri holunum. —Mbl. 10. maí. # # * Fyrsta unglingastúka íslands heldur 5j ára afmæli I dag heldur 50 ára afmælisfagn- að sinn, elzta og fyrsta unglinga- stúka íslands, st. Æskan nr. 1. Hún SEXTIU OG TVEGGJA ARA Síðastliðinn þriðjudag átti senator Arthur Meighen 62 ára afmæli; bárust honum í tilefni af því heilla- óskaskeyti víðsvegar að. Senator Meighen er einn af hinum imestu mælskumönnutn þjóðarinnar. var stofnuð 9. maí 1886 af Birni Pálssyni ljósmyndara, sem varð 1. gæslumaður hennar. Með stofnun st. Æskan nr. 1 er unglingareglan gróðursett hér á landi. Síðan hafa mjög margar unglingastúkur verið stofnaðar og starfræktar um land alt.—Mbl. 9. maí. Manntjón og bátstapi við Austurland Óttast er um vqlbátinn Kára frá Fáskrúðsfirði með fjögurra manna áhöfn. Gerði aftaka rok af suðaustan Austanlands i fyrrinótt og stóð alla nóttina. — Veðrið var svo mikið að garnlir fiskimenn telja að það hafi verið annað versta veðrið, sem þeir hafi lent í.' Vélbáturinn “Kári” frá Fáskrúðs. firði fór á veiðar á mánudagskvöld- ið kl. 11, en síðan hefir ekkert til hans spurst. Var bátsins leitað i nótt og.í dag og tóku 7 bátar þátt í leitinni. Þeir eru nú komnir að landi og hafa einskis orðið varir. Er því talið að báturinn hafi far- ist með allri áhöfn. Skipverjar á bátnum voru: Jón Ásgrímsson, skipstjóri. Guðni Guðmundsson, vélstjóri. Ágúst Lúðvíksson, háseti. Guðmundur Stefánsson, háseti. —Mbl. 14 mai. # # # Þjá menn tók út einn druknaði 1 veðurofsanum austanlands i fyrrinótt misti vélbáturinn “Hekla” út þrjá menn, en tókst að bjarga inn tveimur þeirra. Þriðji maðurinn, Ólafur Tryggvason, druknaði. Skipstjóri á “Heklu” er Einar Björnsson. Veðrið skall á svo skyndilega, að allir bátarnir frá Fáskrúðsfirði töp- uðu meirihlutanum af lóðum sínum og sumir öllum. Á mánudaginn var afli sæmilegur og komu bátar til Fáskrúðsf jarðar með 7—9 skpd.—Mbl. 14. maí. * # # Flug um ísland 12. júlí Ameríski auðmaðurinn Lee, legg. ur af stað frá New York þ. 12. júli og ætlar að fljúga umhverfis hnött- inn. Lee ætlar að leggja leið sína um Reykjavík, og verður einn i förum. Leiðin, sem hann flýgur, verður þessi: New York, Canada, Julianehaab, Reykjavík, Bergen, Helsingfors, Moskva, Sibería, Alaska, Canada, New York. — Hann ráðgerir að dvelja einn sólarhring í Reykjavík. Alfred M. Landon ríkisstjóri í Kansas útnefndur sem forsetaefni Republicana með miklu afli atkvæða Á útnefningarþingi Republicana flokksins i Bandarikjunum, er hófst í Cleveland þann 9. þ. m., var Alfred M. Landon ríkisstjóri í Kansas, kjörinn forsetaefni af hálfu flokks. ins, til þess að sækja á móti Franklin D. Roosevelt forseta, sem vafalaust fær endurútnefningu Demokrata. Alls voru greidd 1,003 atkvæði. Fékk Latidoon 984, en Senator Borah 19. Sem varaforsetaefni hlaut útnefningu Col. Frank Knox, blaðaútgefandi frá Illinois. Mr. Landon er f jörutíu og> átta ára að aldri; hann er íþróttamaður mikill og nýtur rnikils yndis af hestum og veiðimensku. Meðal helztu atriða í hinni nýju stefnuskrá Republicana, er samin var og afgreidd á útnefndingarþing_ inu, má telja þessi: 1. Uppsögn þeirra gagnskifta- samninga, er Roosevelt stjórnin hef- ir stofnað til og hrundið í fram- kvæmd. 2. Ákveðin synjun um þátttöku í þjóðabandalaginu. 3. Fullnægjandi tollvernd land- Ininaðinum til öryggis^ 4. Fastbundin ákvæði um vinnu- laun og lengd vinnutíma. HON. T. C. NORRIS Mr. Norris, fyrrum forsætisráðherra Manitobafylkis og núverandi meðlimur járnbrautarráðsins í Canada, fékk aðkenning af heila- lilóðfalli hinn 7. þessa inánaðar, og liggur á sjúkrahúsi í Ottawa. Síðustu símfregnir telja hann vitund betri. Mr. Norris er 76 ára að aldri.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.