Lögberg - 18.06.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.06.1936, Blaðsíða 4
4 LiÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚNl 1936 ILögbetig G«fl8 út hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. TerO $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg’* is printed and published by The Columbia Press, Limíted, 695 Sargent Avenue, Winnípeg, Manitoba. PHONE 86 327 Við þjóðveginn I. Forsætisráðherra Manitobafylkis, Hon. John Bracken, hefir rofið þing og efnt til nýrra kosninga. Útnefningar fara fram 17. júlí, en kosningarnar þann 27. sama mánaðar. Stjórnarandstæðingar ern ekki í sem beztu skapi yfir því, hve Mr. Bracken gaf þeim skamman fyrirvara, þó sex vikur sýnist nú í rauninni nægur umhugsunartími, nema ef vera kynni fyrir þá, innan vébanda aftur- haldsflokksins, sem allra sljófskvgnastir eru. Bracken-stjórnin tók við völdum árið 1922; hún var endurkosin 1927, og enn á ný 1932. Hún hefir aukið þingstyrk sinn við hverjar kosningar, og þó það sé hvorki víst, né heldur æskilegt, að svo verði í þetta sinn, þá verður það ekki dregið í efa, að hún, að kosningunum afstöðnum, haldi völdum með álitlegum þingmeirihluta. Frá stjórnskipulegu sjónarmiði séð, þurfti stjómin ekki að ganga til kosninga fyr en næsta ár, eða í lok fimm ára kjörtímabils síns; engu að síður hefir hún ráðið það við sig, að leita álits kjósenda um ráðsmensku sína ári áður en þörf var til, og mun það vafa- laust mælast alment vel fyrir. Stjórnin vill með öðrum orðum ekki vera við völd, nema því aðeins, að hún styðjist við skýlausan vilja kjósendaj— Eins og nú hagar til, eru þrjú þingsæti auð í fylkisþinginu. Gimli-kjördæmi hefir verið þingmannslaust frá þeim tíma, er Einar S. Jónasson lézt, auk þess sem tvö Winnipeg- sætin losnuðu árið sem leið, við það, er Ralph i\[aybank var kosinn á Sambandsþing en John Haig skipaður í Senatorsstöðu. Að því er upplýstist á seinasta þingi, mundi kostnaður við aukakosningu í Winnipeg hafa numið um fimtíu þúsundum dala. Winnipeg á tíu full- trúa á fylkisþingi; borgin öll er eitt kjördæmi og kosningar hlutbundnar. Að kjósa þar tvo þingmenn kostar ekkert minna en að kjósa tíu. Mr. Bracken hélt því fram á þinginu, að ó- verjanlegt væri að verja slíkri fjárhæð til aukakosninga, er tekið væri fult tillit til þess, hve tiltölulega væri skamt eftir kjörtímabils- ins; svipuðum augum leit allur þorri þing- manna á málið. Frá hvaða sjónarmiði sem skoðað er, hlýtur það að teljast í alla staði réttmætt, að flýtt væri fyrir almennum kosn- ingum vegna hinna auðu þingsæta. Manitoba hefir ekki farið varhluta af kreppunni fremur en önnur fylki þessa lands; atvinnuleysið, hér sem annarsstaðar, hefir sorfið næsta þungt að og kostað fylkið ærna peninga. En þrátt fyrir þung útgjöld í því sambandi, hefir Bracken-stjórnin svo giftu- samlega stýrt stjórnarskútunni gegnum brim og boða, að enn má telja fjárhag fylkisins sæmilegan og lánstraust upp á það allra bezta. Til þess að almenningur geti gengið úr skugga um að hér sé ekki talað út í hött, nægir að benda á það, að í vikunni sem leið flutti fjármálablaðið Financial Post ritgerð um Bracken-stjórnina, þar sem á hana er bent sem fyrirmynd meðal fylkisstjórna þessa lands viðvíkjandi starfrækslu hennar á sviði fjármálanna. Öllum stjórnum er að einhverju leyti á- bótavant; hjá öllum þeirra koma fram mistök, mismunandi að stærð og áhrifagildi. Þegar alt kemur til alls, verður þó ekki annað með sanni sagt, en að Bracken-stjórnin hafi yfir- höfuð reynst það vel, að endurkosning henn- ar hljóti að skoðast sjálfsögð. Kjósendur eiga heldur ekki í annað hús að venda með tilliti til forustu. Afturhaldsflokkurinn hefir að vísu dubbað sig upp með splunkur nýjan leiðtoga. En það er þá líka það eina, sem nýtt er við flokkinn, því kyrstaða afturhalds- ins er ávalt ein og hin sama. Á fimtudaginn í vikunni sem leið, átti Mr. Bracken fjórtán ára stjórnarforustu afmæli. Fjórum árum á hann alveg vafalaust eftir að bæta við sig enn í þeirri stöðu, hvernig svo sem viðrar í hinum pólitíska heimi. II. Stóriðjuhöldarnir í Austur-Canada og þá ekki hvað sízt eigendur vefnaðarvöru verk- smiðjanna, urðu óðir og uppvægir yfir því, er King-stjórnin afréð að lækka tollvernd á ýmsum vefnaðarvöru tegundum; kváðust þeir verða til þess neyddir að loka verksmiðjum sínum með ]iví að rekstrarhallinn hlyti að verða það gífurlegur, að þeir fengi ekki rönd við reist. ,Sumir héldu hótunum sínum til streitu og lokuðu verksmiðjunum til bráða- birgða. King-stjórnin var ekki.lengi að velta því fyrir sér hvað tekið skyldi til bragðs; hún skipaði þegar nefnd til þess að rannsaka hag og starfrækslu vefnaðarvöru iðnaðarins í landinu, og sú rannsókn hefir meðal annars leitt það í ljós, að tólf menn, sem lögðu fram í sameiningu $500,000 hluti í Dominion Textile félagið 1905, höfðu við lok síðasta árs fengið útborgaða gróðahlutdeild, er nam hátt á fimtándu miljón dala. Minna má nú stund- um gagn gera. Hið einarðlega svar Mr. Kings við mótmælum stóriðjuhöldanna eystra gegn sanngjarnri lækkun tollverndar, verðskuldar alþjóðarþökk. Okursamtök sem þessi leiða bölvun yfir hvaða þjóðfélag sem er, og blása kommúnisma og öðrum öfgastefnum byr undir báða vængi. MacKenzie King MAÐURINN OG AFREKSVERK HANS. Eftir John Lewis. (Sig. Júl. Jóhannesson þýddi) Þegar að því kom að King átti að velja menn í stjórn sína, var margs að gæta. Það var ekki nóg að þeir hefðu verið fylgjandi frjálslyndu stefnunni; þeir urðu auk þess að vera færir menn og þeim hæfileikum gæddir, sem staða þeirra krafðiist. Og samkvæmt skoðun og stefnu Kings urðu þeir að vera fulltrúar alls landsins en ekki aðeins vissra stétta eða vissra fylkja, eins og verið hafði í Borden-Meighen stjórninni. Nú var ekki um auðugan garð að gresja að því er Vestur-Canada snerti; progressive flokkurinn svokallaði hafði svo að segja sóp- að öll Vesturfylkin, þar var því ekki hægt að fá ráðherraefni í Kingstjórnina, nema með því móti að taka einhverja úr progressive flokknum. Þetta bauðst King til að gera, en ]iví var neitað. Til þess að hafa fulltrúa úr öllum fylkjunum í stjórninni, valdi hann því suma úr Vesturfylkjunum, sem ekki höfðu verið kosnir. Hann tók í Stjórnina Dr. King frá British Columbia, Stewart fyrverandi forsætisráðherra í Alberta, Motherwell frá Saskatchewan og A[cMurray frá Manitoba. Þessir menn voru allir hver öðrum færari til stjórnarstarfa og þegar stjórnin var full- mynduð áttu þar s<æti fullt.rúar hvers einasta fylkis, en það hafði aldrei áður skeð í sögu landsins. Þetta atriði, eins og margt fleira, sannar það, hversu sanngjarn og sáttfús mað- ur Mackenzie King er. Hann trúði því að með slíkri samvinnu þar sem valdir menn úr öllum pörtum landsins færu með mál þjóðarinnar í heild sinni, yrði samvinna og vinátta trygð milli hinna ýmsu fylkja. Annað var það, sem King hafði fundið afturhaldsstjórninni til foráttu; það var sú óhæfa að velja ýmsa ráðherrana úr öldunga- deildinni. Með því vali var gersamlega geng- ið fram hjá atkvæðum fólksins. Maður í öld- unðaráðinu var þar aðeins fyrir langa flokks- þjónustu án tillits til hæfileika; að láta hann gegna ráðherrasæti í löggjafarþinginu var því hið mesta gjörræði. Borden-Meighen st jórnin var margsek um þetta, en King sneri þar gersamlega við blaðinu og var það mikil stjórnarbót. Þess hefir verið minst hversu friðsemi og sanngirni réði og ræður gerðum Kings í innanlandsmálum. En í utanlandsmálunum hefir hið sama einkent hann. Þrátt fyrir stað- festu og ákveðna stefnu, hefir hann áunnið sér vináttu og virðingu stjórnmálamanna um allan heim. Eitt atriði verður að minnast á í utan- ríkismálunum. I septembermánuði 1922 réð- ust Tyrkir inn í Litlu-Asíu og leit út fyrir að þeir ætluðu að verða hættulegir vissum stefn- um í Evrópumálunum. Lloyd George var þá forsætisráðherra og stjórnin á Englandi (eða meiri hluti hennar) ákvað að senda her á móti Tyrkjum, án þess að hún hefði ráðgast um það við þing eða þjóð. King fékk skeyti með fyrirspurn um það hvort Canada væri við því búin að taka þátt í því stríði og svaraði því tafarlaust þannig, að stjórnin bindi ekki þjóðina við neitt þess konar loforð án þess að leita álits og úrskurð- ar þingsins. Fyrir þetta var honum harðlega legið á hálsi af afturhaldsleiðtogunum; en þegar stjómin á Englandi lét áform sitt opin- skátt var þjóðin þar svo eindregið á móti stefnu hennar, að ekkert varð úr stríðinu. Lýstu leiðandi menn því yfir á Englandi, að King hefði sýnt framsýni, sanngirni og sjálf- stæði með svari sínu. Var það síðar viðurkent alment að ef hann hefði svarað játandi mundi svar hans hafa verið notað til þess að herja sams konar svar út úr hinum brezku ríkisdeildunum, og þá hefði efalaust orðið stríð. King varð því í þetta skifti til þess að afstýra stríði. í október 1923 mætti King ásamt tveimur ráðherrum sínum á sam- bandsþingi allra brezku ríkishlut- anna. Þar var tilraun gerð til þess að binda Canada og önnur brezk ríki til þess að taka þátt í utanríkisstríð- um, ef England þyrfti á að halda; en King neitaði að samþykkja það; kvað hann þátttöku i erlendum stríð- um ekki vera sanngjarna nema því aðeins að þjóð og þing samþykti. Hinir ríkishlutarnir studdu hann í þessu máli, og var því stefna hans smaþykt á þessu fulltrúaþingi. Hann fékk það einnig samþykt á þinginu, að þar sem um eitthvert utanrikis- mál væri að ræða, þá skyldu allir samningar, er af því leiddu vera undirritaðir af því ríki (þeim rikja- hluta) sérstaklega, sem það mál snerti. Áður voru allir þess konar samningar undirritaðir af stjórninni á Englandi. Var þetta stórt spor í átt sjálfstjórnar og sanngirni. Endir. Hlutskifti gáfumanna Parísarblað, sem gefið var út ár- ið 1610, segir frá einkennilegum at- burði: Einn góðan veðurdag hljóp maður fram og aftur um stræti borgarinn- ar, og á eftir honum kom stór hópur öskrandi og hlæjandi fólks, og hróp- aði það að honum smánarorðum og kersknisorðum, þeim sárustu, er frönsk tunga á í fórum sinum, og er þá mikið sagt. Þessi maður var hæddur og fyrirlitinn af öllum. Hvers vegna? Vegna þess að hann hélt staf á lofti. Á efri enda þess stafs voru útspentir járnþræðir og yfir þá þak- ið með dúki. Voru þræðirnir þann- ig, að leggja mátti þá og dúkinn nið- ur með stafnum, en þegar þeir voru útspentir, átti dúkurinn að hlífa manni við regni. Þetta var fyrsta regnhlífin, sem sögur fara af. Og þess vegna varð upphlaup, öskur og háðsglósur á götum Parísarborgar! Sagan endurtekur sig alt af á hverri öld þegar upp kemur eitthvað nýtt, sem menn eiga ekki að venjast. Áður en þessi atburður skeði höfðu menn notað “regndúka,” nokkurs- konar sjöl, sem þeir breiddu yfir höfuð sér. Enginn minsti efi er á þvi, að það var mikil framför að fá regnhlífár i þeirra stað. En þetta litla dæmi nægir til að sanna hvað alt nýtt á erfitt uppdráttar, og hvað gáf umenn, hugvitsmennirnir, eru oftast lítils virtir. Á Campo de Fiori, blómatorginu í Róm, stendur minnismerki Gior- dano Bruno, gáfumannsins mikla, sem skóp nýja heimsskoðun. Hann skar fyrstur manna upp úr með það, að heimurinn væri takmarkalaus, hann fullyrti það fyrstur manna að stjörnurnar, sem menn höfðu hald- ið að væri aðeins ljósdeplar til prýði á festingunni, væri risavaxnir hnett- ir, og að í himinhvelinu mundu ó- teljandi slíkir hnettir bygðir lifandi og skynsemi gæddum verum. Hver voru laun hans fyrir það að koma fram með þessa skoðun? Hann var brendur á báli fyrir það í febrúar árið 1600, einmitt á þeim sama stað, þar sem nú stehdur minnismerki hans, umfaðmað dýrisgu blóm- skrúði. Hann var gáfusnillingur, mörgum öldum á undan samtíð sinni. Á undan samtiðinni. Það er dauðasynd hugvitsmannanna! Það er auðvelt að ámæla þeim, sem ekki hafa kunnað að meta snillingana, hafa ofsótt þá og líflátið. En það sorglegasta við þetta er ekki það, að snilhngarnir hafa verið ofsóttir, heldur hitt, að almenningur hefir gert það eftir beztu sannfæringu. Sá, sem heldur, að það sé aðeins heimskingjar, sem ofsækja gáfu- menn og hugvitssnillinga, honum skjöplast. Þegar Kopernicús kom fram með heimsskoðan sína, hneyksluðust á henni hvorki verri né minni menn en þeir Marteinn Lúter og Eilip Melanchton. Lúter sagði: “Þessi asni ætlar að um- hverfa himninum, en kenningar biblíunnar éru gagnstæðar því, sem hann heldur fram.” En um mikil- mennið Lúter segir annar eins vit- maður og Nitzsche, að hann sé “heimskur sveitamaður.” Napóleon niikli átti í istríði við Englendinga, og gat ekki náð sér niðri á þeim, vegna þess að Bretar höfðu yfirráðin á hafinu. Þrátt fyrir það gat honum ekki skilist hverja þýðingu gufuskip, mundu hafa, og hundsaði snillinginn Fulton, sem fyrstur fann þau upp.og reyndi að sýna keisaranum fram á hverja yfirburði þau hefði yfir seglskip. Og stórskáldið Shakespeare varð að þola það að vera kallaður “versti leirbullari” — ekki af ómentuðum mönnum, heldur af fremstu mönn- um bresku þjóðarinnar á þeim tirna. Schopenhauer sagði: “Það fer um snillingana eins og fíkjurnar; þeir eru þá fyrst einhvers metnir þegar þeir hafa verið þurkaðir.” Stundum fá snillingarnir viður- kenningu þegar þeir eru dauðir, stundum ekki fyr en mörgum öld- um seinna. Það er alt undir því komið hvenær aldarandinn kann að meta þá. En þá kemur aftur hið sorglega: Hver heimskingi segir, að það, sem þeir hafa haldið fram, “liggi í augum uppi.” Þegar talað er um það hverjum það sé að kenna að afburðamenn- irnir eru ekki þegar viðurkendir, skjöplast mönnum yfirleitt hrapal- lega í dómum sínum. Versti óvin- ur þeirra hefir ekki verið ómentaður og sauðsvartur almúginn, heldur stétt hinna “lærðu” manna, og þeir þar fremstir í flokki, er mest álit hafa á sér haft. Slíkir menn eru alla jafna verstu óvinir snillinganna. Og þetta verður skiljanlegt, ef mað- ur hugsar sig dálítið um. Það hefir enga þýðingu hvað Pétur eða Páll segir; þeir geta aldrei felt neinn úr_ skurð um gáfur manna, enda viður- kenna þeir oftast að “þeir hafi ekk- ert vit á þessu.” En “vitru menn- irnir,” standa á milli þeirra og snillinganna, þeir eru hinn óyfirstíg- ánlegi þröskuldur fyrir almennings- álitið. Þeir mega ekki láta skyggja á sig, og þetta er svo f jarska mann- legt! Mönnum er það yfirleitt í blóð borið, að unna ekki öðrum þess að vera sér fremri; þeim mun fremur sem þeir finna til þess að þeir eru betri gáfum gæddir, en aðrir. Þá gera þeir sig að dómurum og segja afburðamönnunum til syndanna. Einn slíkur maður sagði um tón- smíðar Richards Wagners: “Hundar spangóla þegar þeir heyra lögin hans.” Þvi frumstæðari sem nýjar hug- sjónir eða uppgötvanir eru, þvi meiri mótspyrnu sæta þær af sam- tíð sinni, því rækilegar vara gáfaðir og lærðir menn almúgann við þeim. Alt er 'þetta gert af bestu sannfær- ingu. Og þar með er sögð sorgar- saga gáfumanna og snillinga. —Lesbók Mbl. MOLAR Úrið gekk. Einu sinni hengdi bóndi í Iowa i Bandaríkjunum vesti sitt á girðingu. Kálfur kom þar að, át vasann undan vestinu og gleypti gullúr, sem í hon- um var. Sjö árum seinna var kálf- urinn orðins væn kýr, og var henni slátrað. Fanst þá gullúrið og hafði það legið allan timann þannig milli lungnanna að það drógst upp sjálf- krafa við andardráttinn. Gekk það enn og hafði ekki seinkað sér nema um fjórar mínútur á þessum sjö ár- um. — Erásögn þessi birtist i blað- inu “The Torch” og segir ritstjór- inn að hún sé dagsönn. Hjartasorg. Stúlka í London/ Miss Matilde John, misti unnusta sinn árið 1795 Hún syrgði hann mjög og sprakk af harmi 89 árum seinna. Útlegðarsök. Rússneski austurlandafræðingur, inn, prófessor Netomeff, ritaði bók um Nebúkadnesar Babyloniukon- Ung. Ilann var dæmdur til æfilangr. ar útlegðar í Síberíu, vegna þess að titill bókarinnar var Nebuchadnezar, en það var svo líkt því að sagt væri á rússnesku: “Ne boch ad ne zar,” en það þýðir: enginn guð og enginn keisari. Sá hlær bezt. Grískum manni hafði verið spáð því, að hann ætti að deyja ákveðinn ' dag. Þegar nú sá dagur kom og hann kendir sér einkis meins, greip hann svo tryllingslegur hlátur, að hann beið bana af. Dœmdur fyrir morð. Árið 1839 var maður að nafni Paul Hubert dæmdur í Bordeaux fyrir morð. Eftir að hann hafði set- ið í fangelsi í 21 ár fekst mál hans tekið upp að nýju, og kom þá i ljós, að maðurinn, sem hann átti að hafa myrt, var hann sjálfur.—Lesb. STOLT “STOLT OG LJÚFMENSKA BÚA ALDREI UNDIR SAMA ÞAKl” —er gamall málsháttur, sem forfeður vorir notuðu, til þess að nema af dygð auðmýktarinnar—(með miður góð- um árangri, ef sögunri má trúa!) En þessi gamli máisháttur er eigi r.ema hálfsannur. 1 rauninni er ekkert íéttmætara en ráðvant og heilbrigt stolt yfir vel unnu nytsemdar verki. Bóndinn sem ræktar verðlaunakorn, námamaðurinn, sem lýkur upp auðsafni náttúrunnar, brautryðjandinn sem leggur undir sig eyði- mörkina—þessir, ásamt fleirum, geta vel verið stoltir af gerðum sínum. Sarna er að segja innan verkahrings vérzlunarinnar, oss finst að það sé, ef til vill, efni til að vera stoltur af, í sögu rúmra þrjátíu ára heiðarlegra verzlunar viðskifta við al- menning í Vesturlandinu—að frá þeirri reglu hefir aidrei verið vikið, að veita jafnan, hverjum einunr, hin fylstu verðmætM kaupum, meðal hundraða þúsundanna er við oss skifta. Vissulega erum vér stoltir af sögu vorri! En þess stoltari sem vér gerumst þess meiri alúð leggjum vér við að eiga fyrir því—eiga skilið það traust, sem hundruðir þúsunda bera til vor á þessum timum út um alt Vesturland — vera maklegir þeirrar tiltrúar, sem hinir óteljandi vinir vorir sýna oss, er geta sagt yður að hve miklu leyti “Það borgar sig að kaupa hjá EATON’S.” AT. EATON WINNIPEG CANADA isilli th ii /1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.