Lögberg - 25.06.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.06.1936, Blaðsíða 1
I 49. ARGANGUÍfc WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 25. JÚNl 1936 NÚMER 26 Úr borg og bygð Erindrekar og gestir er ætla sér aÖ sækja þing Bandalags lúterskra kvenna, sem verÖur haldiÖ aÖ Lundar, Manitoba, 3-4-5 júli næstk., eru beðnir að gefa sig fram •við skrifara félagsins, Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., sem fyrst. Lestin fer frá Westside Sta. tion á föstudaginn 3. júlí kl. 2.20 e. h. Fargjald fram og til baka $2.25. Þau Mr. og Mrs. Thorsteinn Sveinsson og tengdasonur þeirra, Eiríkur Anderson, frá Argyle, komu til borgarinnar nofðan frá Árborg á þriðjudaginn. Var Mr. Anderson einn af kirkjuþings fulltrúum. Mr. AsmUndur P. Jóhannsson;' 910 Palmerston Ave., dvaldi norður í Nýja Islandi um kirkjuþingstím- ann. Hann kom heim á mánudags- kvöldið. Þeir séra Guttormur Guttormsson frá Minneota, A. R. Johnson og Marvin Anderson, komu af kirkju- þingi á þriðjudaginn. Dvöldu þeir hér í borginni fram á miðvikudag. John J. Arklie optometrist, spe- cialist on sight testing and fitting of glasses will be at Riverton Hotel Monday, June 29th; Arborg Hotel Tuesday, June 3061; Lundar Hotel Friday, July 3rd. Mr. Ásmundur Benson lögfræð- ingur og frú frá Bottineau, N. Dak., komu til borgarinnar á föstudags- kvöldið, ásamt þeim Mr. og Mrs. Guðmundur Freeman og Mr. Good- man, frá Upham. Ferðafólk þetta brá sér norður til Árborgar i tilefni af kirkjuþinginu, en hélt heimleiðis aftur á mánudagsmorguninn. Miss Lina Josephson frá Glen- boro, er dvalið hefir á íslandi síðan 1930, kom til borgarinnar á sunnu- daginn. Fór hún vestur til átthaga sinna snemma í vikunni. Miss Josephson lét vel af dvöl sinni heima. Mr. Bergur Johnson frá Baldur var staddur í borginni i vikunni sem leið. Mrs. Oliver G. Björnson, 17 Evanson Street, lagði af stað vestur að hafi á miðvikudaginn í fyrri viku. Gerði hún ráð fyrir að heimsækja fyrst systur sina, sem búsett er í Victoria, en halda þaðan til Tacoma og Blaine í heimsókn til tengdasyst- ra sinna. Mrs. Björnson mun verða að heiman í sex vikna tíma. Þeir kirk'juþingsmennirnir Vil- hjálmur Sigurdson frá Hensel og Jónas Sturlaugsson frá Svold, komu norðan frá Árborg á þriðjudags- morguninn og héldu heimleiðis sam. dægurs. Mrs. B. S. Benson, bókhaldari Columbia Press, Ltd., fór norður til Áfborgar á kirkjuþing síðastliðinn fimtudag og dvaldi þar fram á sunnudaginn. ÞAKKLÆTI Þessar línur eiga að færa mitt I innilegasta þakklæti til allra minna nánustu vandamanna og vina, sem á 70 ára afmæli minu, s.l. föstudag, heimsóttu mig og sýndu mér virð- ingar og kærleiksvott, með árnaðar. óskum, veitingum og rausnarlegum gjöfum. Eg óska þeim öllum góðs og mun aldrei gleyrna þeim áhrifum, sem þessi stutta samverustund skildi eftir í huga minum. Guðrún Thorsteinsson, 781 Banning St., Wpeg. Miss Myrtle Ruttan, pianokenn- ari, fór suður til Chicago í vikunni sem leið, sem fulltrúi fyrir Quota Club. Miss Ruttan er i röð fremstu pianokennara þessarar borgar. Hún hefir kenslustofu sína í Music and Arts byggingunni. Þéir kirkjuþingsmennirnir, Joe Josephson, Kandahar, Helgi Helga- son, Foam Lake, Thomas Halldórs- son, Leslie, Helgi Eyjólfsson, Leslie og Gunnar Guðmundsson frá Wyn. yard, komu til borgarinnar norðan frá Árborg á þriðjudaginn. The Jón Bjarnason Academy Ladies Guild hélt ársfund sinn 10. júni. Skýrslur embættiskvenna voru lesnar og sýndu að félaginu hefir gengið fyrirtæki sín vel og hefir þvi aukist kraftar og álit á árinu. Embættiskonur kosnár fyrir næsta ár: — Heiðursforsetar, Mrs. R. Marteinsson og Mrs. A. S. Bardal; Forseti, Mrs. R. F. O’Brien; Vara- forseti, Mrs. D. H. Ross; Skrifari, Mrs. H. C. McCaw; Vara-skrifari, Mrs Alf. Griffiths; Féhirðir, Mrs. J. J. Bíldfell; Vara-féhirðir, Mrs. R. Hornbeck. í sambandi við sýninguna miklu í Regina, verður þriðjudagurinn 28. júlí eins konar þjóðræknisdagur, þar sem hinir ýmsu þjóðflokkar þessa lands koma fram í nafni þjóðernis síns. í undirbúningsnefndinni fyrir þátttöku Islendinga, er hr. Björn Hjálmarsson, Inspector of Schools fyrir Saskatchewan stjórnina. Sjónleikurinn “MAÐUR OG KONA’’ eftir Jón Thoroddsen, verður sýndur af leikfélagi Sam- bandssafnaðar í samkomusal safn- aðarins, á föstudagskvöldið þann 26. þ. m. klukkan 8, eins og auglýst var hér i blaðinu i vikunni sem leið. Leikur þessi tókst yfir höfuð prýði- lega, er hann var sýndur hér seinast, og þarf ekki að efa að meðferð hans i þetta sinn verði einnig hin ánægju- legasta. Símskeyti frá Eimskipafélagi íslands, barst hr. Ásmundi P. Jóhannssyni um helgina, þess efnis, að hann hefði verið i einu hljóði endurkosinn til tveggja ára í stjórn félagsins. Ennfremur lét símskeyt. ið þess getið, að félagið greiddi hlut- höfum sínum, fyrir síðastliðið ár 4% í arð. Þrátt fyrir kreppuna hef- ir starfræksla Eimskipafélagsins gengið ákjósanlega og mun íslend- ingum vestan hafs verða það hið mesta fagnaðarefni. Frú Þórunn McMillan frá Los Angeles, Cal., kom til borgarinnar seinni part vikunnar sem leið í heim. sókn til móður sinnar, Mrs. P. S. Bardal, sytkina og frændliðs. Frú Þórunn hélt heimleiðis aftur í byrj- un yfirstandandi viku. Dr. Sigurgeir Bardal frá Shoal Lake, var staddur í borgfnni ásamt frú sinni um síðastliðna helgi. Nöfn ungmenna, er séra Bjarni A. Bjarnason fermdi í kirkju Víði- nessafn., Husavick, Man., þ. 14. júní, eru: Sigurjón Baldur ísfeld, Morris Alexander Isfeld, Lárus Gunnar Albettson, Guðmundur Emil Stefán Albertson, Jón Arason, As- mundur Kristján Sveinn Sigurdson, Andrés Hólm, Sigurjón Ingvar Sigurdson, Carl Herbert Albertson, Júlíus Hólm. ÞINGSLIT Seinni part síðastliðins þriðjudags var Sambandsþinginu i Ottawa slit- ið. Athöfninni stýrði, í fjarveru landstjóra, Rinfret hæstaréttardóm- ari. LÝKUR PRÓFI í GUÐFRÆÐI Cand. theol. Helgi Ingiberg S. Borgford Þessi efnilegi Jslendingur á fjöl- þættan mentaferil að baki; hann út- skrifaðist í verkfræði af háskóla Manitobafylkis árið 1927, en hefir nú lokið guðfræðaprófi með fyrstu ágætiseinkunn við Chicago háskól- ann. Hlaut hann hin svonefndu Robert C. Billings verðlaun fyrir framúrskarandi ástundun og sam- vizkusemi við nám sitt. Cand. Borgford er fæddur í Win- nipeg þann 11. nóvember árið 1903; sonur þeirra merkishjónanna Thor- steins byggingameistara og frú Guð. rúnar Borgford, sem heima eiga að 832 Boadway hér í horg; er hann mælskumaður mikill og líklegur til góðs frama, sem hann á kyn til. MAXIM GORKY LATINN Einn hinn allra víðkunnasti rit- í FRA KIRKJUÞINGINU Hið finitugasta og annað ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufé- lags íslendinga í Vesturheimi, var sett í kirkju Árdalssafnaðar i Ár- borg á fimtudaginn þann 18. þ. m. Forseti, séra K. K. Ólafsson pré- dikaði. Aðsókn að þingi var mkiil •og veður hið yndislegasta; stóð þingið yfir fram á mánudag. Kosningar í embætti fóru þannig: Séra K. K. Ólafsson, forseti Séra Sigurður Ólafsson, varafors. Séra Jóh. Bjarnason, skrifari Séra Egill H. Fáfnis, varaskrifari S. O. Bjerring, féhirðir A. C. Johnson, varaféhirðir. Kosnir í framkvæmdarnefnd auk ofangreindra, séra Haraldur Sig- mar og séra B. Theodore Sigurðs- son. Framkvæmdarstjóri Sameining- arinnar: Mrs. B. S. Benson. Gjörðabók kirkjuþingsins hefst væntanlega i næstu blöðum. ÞRIÐJA FORSET AEFNIÐ Neðri málstofu þingmaður þjóð- þingsins í Washington, William Lemke, Republican frá North Dak- ota, lýsti yfir þvi á föstudaginn var, að hann byði sig fram til forseta i Bandaríkjum af hálfu nýs flokks, er nefndist Union Party. Thomas Charles O’Brien, lögfræðingur i Boston, verður að því^er símfregnir herma, varaforsetaefni flokksins. Detroit presturinn nafnkunni, Father Coughlin, hefir lagt blessun sína yfir þessa nýju stjórnmálahreýfingu og spáir því að j undir merki hennar safnist bændur, höfundur rússnesku þjóðarinnar, Maxim Gorky, lézt i Moscow á fimtudaginn var, þann 18. þ. m. Hann var fæddur af fátæku foreldri í Ninji Novgarod þann 28. marz ár- ið 1868. I æsku hallaðist hann þeg- ar að stefnu hinna róttækari jafnað- armanna; hann barðist ákaft á móti Lenin og stjórnarbyltingu þeirri, sem við hann er kend, fyrst framan af, en hallaðist síðar ákveðið á sveif rússneskra kommúnista, og varð þeirra áhrifamesti málsvari; þó var hann aldrei meðlimur kommúnista flokksins. Hin síðustu ár æfi sinnar var Gorky mjög þrotinn-að heilsu. Útför hans fór fram á kostnað hinn- ar rússnesku þjóðar. verkamenn, óháðir kaupsýslumenn og yfir höfuð þeir kjósendur, er frelsi unm og hvorki sætti sig við rotnandi kapítalisma né tryllingslegt kommúnista ofríki. 98. GREIN HEGNINGAR- LAGANNA NUMIN ÚR GILDI Þau tíðindi hafa nú gerst, að hin margumrædda 98. grein hegningar- laganna, er stafaði frá verkfallinu mikla í Winnipeg árið 1919, hefir verið numin úr gildi fyrir atbeina King-stjórnarinnar, þrátt fyrir skörp mótmæli af hálfu Mr. Ben- netts og fylgifiska hans. VOR Ö blíða vor sem vekur alt og vermir það sem fyr var kalt, þitt hjarta andar lielgum blæ um himinn, jörð og sæ. Við unaðsríka óðinn þinn eg endurnæring ljúfa finn, þitt lögmál hljómar ljóssins vald og lífsins áframhald. JOE LOUIS VERÐUR UNDIR 1 HNEFALEIK Á föstudagskvöldið þann 19. þ. m., þreyttu þeir Negrinn Joe Louis, sá, er mest orð hefir farið-af i hnefaleikaiþróttinni og Max Schme- ling hinn þýzki, með sér sér hnefa- leik í New York, við feykiEga að- sókn. Stórfé hafði verið veðjað á Louis og var honum alment talinn sigur vís. Úrslit urðu þau, að í tólftu atrennu vann Þjóðverjinn, sem er 30 ára að aldri, fullnaðarsig- ur á sinum dökka 22 ára keppinaut. BREYTING A FRAM- KVÆMDARSTJÓRN ÞJÓÐEIGN ABRAUT ANN A Eftir þjark nokkuð og beizka and. úð af hálfu framsogumanns ihalds- flokksins, senator Arthur Meighens, afgreiddi efri málstofa sambands- þingsins í Ottawa síðastliðinn föstu- dag, frumvarp það, er stjórnin lagði fyrir þing og i þá átt gekk, að í stað núverandi “Trustee” fyrir- komulags, skuli sjö “Directors” eiga sæti á framkvæmdarráði þjóðeigna- brautanna, Canadian National Rail- ways. REFSISAMTÖKIN GEGN ITALIU NEMAST ÚR GILDI * Stjórn Breta hefir ákveðið að nema refsisamtökin gegn ítaliu úr gildi. Hið nýja ráðuneyti Frakka hefir komist að sömu niðurstöðu, auk þess sem sjáltstjórnarþjóðirnar brezku, með einni undantekningu, Suður-Afríku, hafa hallast á sömu sveif. Við umræðumar í brezka þinginu um þetta mál í lok fyrri viku, hélt Lloyd George eina af sínum kröft- ugustu ræðum, þótt kominn sé hann nú á fjórða ár hins áttunda tugar. Skammaði hann Baldwin-stjórnina niður fyrir allar hellur og kvað hana hafa á fyrirlitlegan hátt, brugðist þeim meginatriðum öllum, er Þjóð- bandalagið hefði verið grundvallað á; afstaða stjórnarinnar til Ethi- opíumálanna myndi um langan ald- ur skoðast einn allra deksti dillinn í sögu hinnar brezku þjóðar. AFMÆLI KONUNGS * Á þriðjudaginn var átti Hans Há- tign Játvarður Bretakonungur 42 ára afmæli. I tilefni af því var Winnipegborg flöggum skreytt, og stjórnvaldaskrifstofur allar lokaðar, ásamt bönkum. ATVINNULEYSINGJA- SKÁLUM LOKAÐ ÞANN 1. JÚLÍ % Við tilverunnar töfra brag nú titrar ótal radda lag 0g fisið verður fagur kranz í faðmi gróandans. Þú fagra vor með ástar óð þín ungu blóm og sólar glóð, við ljóss þíns skaut með lögin liá fær líf hið minsta strá. Á meðan væna vorið grær og vermir mildur sunnanblær, með gleðiljóð um loft og jörð og lífsins þakkargjörð, er tíð að lyfta hönd og hug og hef ja sókn með von og dug, því bráðum liaustið kemur kalt með kall, sem hrífur alt. M. Markússon. Sambandsstjórnin hefir nú komið um 9,000 einhleypum mönnum í at- vinnu hjá járnbrautarfélögunum, og verður þar af leiðandi atvinnuleysis- skálunum fyrir einhleypa menn víðs- vegar um land lokað þann 1. júlí næstkomandi. ÚTNEFNINGA RÞING DEMÓKRATA Síðastl. þriðjudag hófst í borg- inni Philadelphia útnefningarþing Demokrataflokksins í Bandaríkjum, þar sem endurskoðuð verður stefnu- skrá flokksins og útnefning forseta. efnis fer fram. Fregnum öllum ber saman urn^það, að þeir Roosevelt og Garner verði útnefndir í einu hljóði. PÓLITÍSK FRIÐSLIT Fyrir fylkiskosningarnar í Que- bec, sem fram fóru í haust er leið, mynduðu þeir Paul Gouin, foringi þess hluta liberal flokksins, er nefndi sig Action Liberale Nationale, og vildi Ta’schereau-stjórnina feiga, og leiðtogi afturhaldsmanna, Maurice Duplessis, með sér bandalag í þeim tilgangi að koma Mr. Taschereau og ráðuneyti hans fyrir kattarnef. Til- raun þessi mistókst, með því að Taschereau-stjórnin var endurkosin, þó ekki hefði hún að vísu, að lokn- um leik, nema sex þingsæta meiri- hluta. Alveg nýverið hefir svo stjórnin sagt af sér eins og þegar er vitað. Nú hafa þau tíðindi gerst í Que- bec, að í stað þess að vinna saman í kosningum þeim, er fyrir dyrum standa, hafa þeir Gouin og Dup- lessis sagt hvor öðrum strið á hend- ur og hervæðast þar af leiðandi í pólitískum skilningi. hvor i sinu lagi. Mr. Gouin telur ástæðuna fyrir þessum friðslitum vera þá, að hann hafi komist á snoðir um tvöfeldni af hálfu Mr. Duplessis, er ætlað hafi sér að hota stuðning sinn til þess að koma afturhaldsflökknum grímuklæddum til valda í fylkinu; hafi hann meðal annars kallað sam- an leynifund til þess að reyna að koma ráðabruggi sínu í framkvæmd. Mr. Paul Gouin er sonur Sir Lómer Gouin’s fyrrum forsætis- ráðherra Quebecfylkis, þess, er um eitt skeið var dómsmálaráðgjafi Kingst j órnarinnar. HÆZTIRÉTTUR CANDA ÓGILDIR MARGT AF UM- BÓTALÖGGJÖF MR BENNETTS Þegar King-stjórnin kom til valda í haust er leið, afréð hún að leita álits hæstaréttar á hinni svonefndu umbótalöggjöf Mr. Bennett, með því að á þinginu í fyrra þótti það mjög orka tvímælis hvort einstök atriði ekki riði í bága við Stjórnskipulög landsins, einkum að því er valdsviði hinna einstöku fylkja viðkom. Nú hefir hæztiréttur kveðið upp úr- skurð, er í ef tirgreinda átt gengur: Dominion Trades and Industries Commission lögin, gild að nokkru. Kafli 498A hegningarlaganna, gildur að öllu. Employment and Social Insurance lögin, ógild. Lágmarkslauna lögin, 48 klukku- stunda vinnutími og einn hvíldar- dagur af sjö—jöfn atkvæði. Natural Products Marketing lög- in, ógild. Farmers Creditors Arrangement lögin gild að öllu. Dómsúrskurði þesum í öllum at- riðum verður áfrýjað til hæzítarétt- ar Breta. AUKAKOSNING I EDMONTON Síðastliðinn mánudag fór fram í Edmonton aukakosning tif fylkis- þingsins í Alberta. Úrslit urðu þau, að dr. Walter Morrish frambjóðandi frjálslynda flokksins hlaut kosningu með afarmiklu atkvæðamagni um- fram keppinauta sína tvo. Atkvæði féllu þannig: Walter Morrish, liberal, 9,802 Margaret Crang, Unity Front, 6,057 H. D. Ainly, bæjarfulltrúi, C.C.F., 1,087. Ti4 aukakosningar þessarar var stofnað vegna þess að Mr. Hawson, sem kosinn var í Almennu kosning- unum i fyrra, lét af þingmensku og var skipaður 1 dómaraembætti. S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.