Lögberg - 25.06.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.06.1936, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚNl 1936 Þórmóður Torfason sagnaritari Þrjú kundruð ára afmæli Þormóður Torfason fœddist í Engey 1636, föstudag í fardögum, sem eftir gamla stíl var þá 27. maí. A mið- vikudaginn 27. maí 1936, eru því 300 ár liðin frá fœðingu hans. Ætt Þormóðar og uppeldi. Foreldrar hans voru Torfi sýslu- maÖur Erlendsson og Þórdís Berg- sveinsdóttir. Erlendur afi ÞormóÖ. ar var umboÖsmaður SkriÖuklaust- urs. VarÖ hann ósáttur viÖ Eng- lendinga út af því að hann hafði gert upptæka enska skútu. Vegna þess máls varð hann að sigla, en dó í utanferðinni í Ham'borg! Fæddist Torfi að Skriðuklaustri eftir andlát hans 1598. Torfi varð mesti merk. ismaður, þó sumir segi að hann hafi ekki verið skrifandi og ekki kunnað lög, svo að hann hafrþurft að hafa mann sér til aðstoðar á þingum. En það getur varla veriÖ rétt, eftir því að dæma hve hann var hátt settur. Hann var meðal annars lögréttu- tnaður, sýslumaður í Gullbringu- sýslu, siðan í hálfri Árnessýslu og hálfri Vestmannaeyjasýslu og sein- ast i allri Árnessýslu. Árið 1642 fékk bann 10 konungsjarðir í Borg. arfirði í lén og hélt þeim í 23 ár, en afsalaði þeim þá Sigurði syni sínum. Árið 1646 fékk hann þrjár konungs. jarðir í Árnessýslu í ljén. Árið 1657 fluttist hann að eignarjörð sinni, Þorkels^erði í Selvogi og dvaldist þar til æfiloka. Hann andaðist 1665, 67 ára að aldri og var grafinn fyrir framan altarið i Strandarkirkju. Þriggja nátta garrjall var Þormóð- ur skírður, sennilega af sóknarpresti þeirra Engeyinga, séra Stefáni Hall- kelssyni. Hálfum mánuði síðar var hann fluttur til Stafness, þvi að þangað fluttist faðir hans þá um vorið. Ólst Þormóður þar upp. Tólf ára gamall var hann sendur i Skálholtsskóla, og stundaði þar nám í 7 ár. Var hann útskrifaður þaðan 1654 af Gísla Einarssyni, síð- ar presti að Helgafelli á Snæfells- nesi, með ágætum vitnisburði, og hvert álit kennarar hafa haft á gáf- um hans má marka á því, að Brynj. ólfur biskup Sveinsson gaf honum sín beztu meðmæli til prófessoranna við háskólann í Kaupmannahöfn. Fyrsta utanför. Þangað sigldi hann samsumars með skipi, sem fór fyrst til Amster- dam, og kom til Kaupmannahafnar þremur vikum fyrir jól. Þá var pestin þar nýafstaðin og margir pró- fessorarnir enn yeikir og háskólinn ekki tekinn til starfa til fullnustu. En 6 vikum eftir að Þormóður kom þangað “er han bleven indladt paa Kosten i det Kongelige Communi- tæt” — og verður það að teljast sér- stijk tilhliðrunarsemi, annaðhvort vegna vináttu og meðmæla, eða þá að skort hefir á fulla tölu stúdenta. Ekki var hann þó innritaður sem stúdent fyr en vorið 1655. Hóf hann þá að lesa guðfræði og þau tungu- mál, sem til þess þurfti, en hlýddi þó á fyrirlestra hjá ýmsum prófessor- um öðrum, og var elskaður af öllum fyrir ástundun og hraðar námsgáí- ur. Eftir 2 ár tók hann guðfræði- próf (4. mai 1657) með bezta vitnis- burði. Og 9. maí tók hann hið svo- nefnda Testemonium publicum. Um sumarið fór hann heim til íslands með Básendaskipi. Fögnuðu for- eldrar hans honurn. vel og dvaldist hann hjá þeim næsta vetur. Faðir hans mun helzt 'hafa viljað að hann settist að á íslandi, en þótt. ist þó vita, að meiri framtíð biði hans í Kaupmannahöfn. Sumarið íÓ58 sigldi hann því aftur og fór þá fyrst til Kristjánssands í Noregi. En þá var stríð milli Dana og Svía, og Svíar gerðu hverja árásina eftir aðra á Danmörk. Þess vegna þorði skipstjóri ekki að sigla lengra. Varð Þormóður þvi að vera í Kristjáns- sandi um veturinn. En í marzmán- uði næsta ár, 1659, fór hann þaðan með hollensku skipi. 1 vikunni fyr- ir páska hertók skipið sænskt vík- ingaskip og flutti Þormóð sem fanga til Jótlands. Losnaði hann þó úr prísundinni eftir nokkra daga — vegna þess að Danir náðu þá vík- ingaskipinu á sitt vald. Eftir það var Þormóður nokkurn tíma í Jótlandi, hingað og þangað, aðallega í Álaborg, um þrjá mánuði. í júli komst hann fyrst til Sjálands, og þaðan til Kaupmánnahafnar. Hvernig Þormóður varð sagnfrœðingur Friðrik konungur III. hafði þá nýlega fengið nokkuð af íslenzkum fornritum, og hafði ráðið íslenzka prestinn, Þórarinn Eiríksson, til þess að þýða þau á dönsku. Hafði Þór- arinn siglt til Danmerkur á konungs fund í öðrum áriðandi erindagerð- um (út af embætti sinu). En hann dó í Kaupmannahöfn um haustið 1659, nokkuru eftir að Þormóður kom þangað. Þá.studdu vinir Þormóðar að því, einkum Hinrik Bjelke aðmíráll, að hann fengi þetta starf. Og vorið 1660 var honum veitt það. Átti hann að hafa að launum 300 Rdl. á ári; auk þess herbergi í höll konungs, óekypis ljós og hita, öl og brauð til morgunverðar, og hand- ritapappir óekypis frá Kanselliinu. Þar með hófst það starf hans, er gera mun nafn hans ódauðlegt á Norðurlöndum. Mun hann jafnan verða talinn einn af fremstu sagn- riturum norrænna þjóða, og er Is- landi sómi að því að hafa átt slíkan son. Konungur hafði mikinn áhuga fyrir þessu starfi. Kom hann oft til Þormóðar og talaði við hann um fornsögur Norðurlanda, af svo miklum skilningi á starfi hans, að Þormóður mintist þess alla æfi með þakklæti. Komst hann nú í mikla kærleika við konunginn. Þormóður safnar íslenskum handritum. Að þýðingunum vann Þormóður slyndrulaust i 2 ár, og hafði þá kom- ist yfir flest þau handrit, sem fyrir voru. Konungur afréð því að senda hann til íslands til þess að afla meiri bókakosta. Krafðist Þormóður þess þá, að fá áskorun til biskupanna til að greiða götu sína, sérstaklega til Brynjólfs biskups Sveinssonar, sem var allra manna kunnugastur sögu og siðum og hvar handrita væri að leita á landinu. Átti hann sjálfur og gott safn og.mikið af íslenzkum handritum. Um Gísla biskup Þor- láksson á Hólum, sem hafði prent- verkið, vildi Þormóður að hann sendi konungi 2 eintök af öllum þeim bókum, sem prentaðar hefði verið, eða prentaðar yrði framvegis. Konungur gaf Þormóði alment meðmælabréf til allra, biskupa, ann- ara embættismanna og bænda, að þeir greiddi götu hans. Þormóður sigldi nú heim til Is- lands með Hinrik Bjelke er hann var sendur til þess að taka hollustu- eiða af íslendingum. (Hinir nafn- kunnu Kópavogseiðar). Það virð- ist svo, sem Þormóði hafi verið ætl- að að fara tvívegis um sumarið, og hafi hann því haft nauman tima. Sneri hann sér fyrst til Brynjólfs biskups og tók biskup því sem heið- ursboði. Síðan reið Þormóður norður til Hóla að tala við Gísla biskup, og silgdi svo um haustið með TÍU MILJONIR DALA framleiddar í Manitoba ÚR MÁLMNÁMUM árið 1935 Nýir peningar - Ný vinnulaun Nýtt viðhorf Verzlunin eykál að sama skapi og hin ályður námaiðnaðinn Beitið— FJÁRMAGNI YÐAR VIÐSKIFTA ÞEKKINGU OG ÁHRIFUM I til f>ess hrinda inn í viðskiftaveltu fylkisins hinum miklu auðaefum norðurlandsins DEPARTMENT OF MINES and NATURAL RESOURCES / Hon. J. S. McDIARMID, ðXCinister C. H. ATTWOOD, Tðtputy ðMiinister Verzlunarmentun 1 Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofm og verzlunarstörf. UNGIR ITLTAR og UNGAJEt STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG >ocr>orr->ocz>o(—v>o<~~->o<~~^>Q<r-^>o^rrr->o<——>o<—r>oc »r>< >rw >or; Hofsósskipi. Það skip sigldi til Gluckstad, og fór Þormóður þaðan til Hamborgar, svo til Lybeck og þaðan til Kaupmanna'hafnar. Vegna þess hvað Þormóður hrað- aði ferðum gat hann ekki gert alf, sem hann hafði ætlað að gera. Þó kom hann með mörg góð handrit, sem hann hafði safnað, og fleiri komu á eftir. Var Brynjólfur biskup fremstur í flokki um útveg- un handrita. En um Gísla Hóla- biskup og prentverkið er það að segja, að margar prentaðar bækur voru þá algerlega horfnar. Skorti og mikið á að bókasending þaðan yrði regluleg fyrst í stað. Tímamót í cefi Þormóðar. Þormóður hóf nú starf sitt að nýju og hafði auk þess bréfaskifti við fjölda manna, einkum Árna Magnússon, sem mun hafa reynst honum hinn besti ráðgjafi. Árið 1664 lét Þormóður af þessum starfa, og hafði þá gegnt honum í 4 ár. Á þessum árum hafði hann af- kastað geisimiklu. Árið 1663 hafði hann lokið við fyrsta fræga rit sitt: “Series dynastarum et regum Daniae” (Sögu Danakonungá). Upphaf þessa ritverks er talið það, að Þormóður benti konungi á að samkvæmt tslenzkum heimildum hefði Dan ekki verið fyrsti konung- ur Danmerkur, heldur Skjöldur. Þótti dönskum vísindamönnum það hin mesta óhæfa að draga þannig i efa frásögn sagnritarans Saxa, en þá benti Þormóður á það, að Sveinn Ákason, sem var uppi á tíð Saxa, teldi Skjöld fyrsta Danakonung, eins og íslenzku sagnritin. Út af þessu fól konungur Þormóði að rita sögu Danakonunga á latinu. . / Svo fór Þormóður að fást við iNoregskonungasögur, jog þá jafn- fram um sögur norsku landnema- bygðanna, og þær sögur gaf hann út smám saman: “De rebus gestis Faereyensium” (Færeyingaþátt), “,0 rcades” (Orkneyingasögu), “Vinlandia” (um fund Vínlands hins góða), “Grönlandia antiqua” (Grænlendingasögur) og auk þess sögu Hrólfs Kraka á latínu. Alt voru þetta rit, sem hlutu að vekja mikla athygli, þegar þau voru orðin aðgengileg vísindamönnum um allan heim. Saga Noregs. Um líkt leyti og seinustu ritin birtust, hafði Þormóður fullgert, að svo miklu leyti sem honum entist það, aðalrit sitt, sem gerði hann frægan um aldir, en það var “Historia rerum Norwegicarum” eða saga Noregs framan úr grárri forneskju og fram að árinu 1387. Þetta mikla rit. sem átti engan sinn Iíka, var prentað 1711. Hafði Þor- móður þar stuðst við hinar beztu heimildir, svo sem Heimskringlu Snorra, Fagurskinnu, Morkinskinnu og Hrokkinskinnu (en hann gaf handritunum þessi nöfn, sem haldist hafa síðan). Auk þess studdist hann við Islendingasögurnar. Hann dró saman úr þessum heimildum alt sem saman átti og hafði sina aðferð við samanburð heimilda. Æfintýr og kynjasögur tók hann með, því að hann leit svo á, að í þeim gæti verið fólgínn sögulegur kjarni. Og með þessu riti hafði hann unnið það þrekvirki að skrifa sögu Noregs í heild svo að hún var aðgengileg fyr- ir vísindamenn um allan heim„ Að einu leyti hefir rit þetta mjög mikla þýðingu fyrir oss Islendinga, því að þar eru kaflar og útdrættir úr rit- um, sem nú eru glötuð. Og hann gerði annað meira. Hann lét Ásgeir Jónsson ritara sinn afrita fjölda mörg handrit, sem seinna fórust í brunanum mikla í Kaupmannahöfn 1728, og þess vegna eru þær heim- ildir ekki glataðar. Þessi handrit Ásgeirs eru því afar mikils virði. Hér eftir skal farið fljótt yfir sögu. Ilinn 10. júli 1664 var Þormóður gerður að konunglegum umboðs- manni í Stafangurstifti. Varð hon- um það embætti að mörgu leyti mæðusamt. En á meðan hann gegndi því, kyntist hann konu, sem hét Anna Hansdóttir og kallaði sig Stange- land. Átti hún heima á bænum Stangeland á eynni Körmt. Hún hafði verið gift tvivegis áður, fyrst Laurids Jensen, lector theol. við dómkirkjuna í Stafangri, og siðar Ivar Nielsen Lem, umboðsmanni Útsteinsklausturs. Trúlofaðist Þor- móður 'honni, og vþr trúlófunar- veisla þeirra haldin að Stangeland, en síðan voru þau gefin saman í Koparvík. Segir Þormóður svo um kvonfang sitt í einu af bréfum sin- um, að hann hafi verið á ferð um Körmt að leita fornminja og hafi þá kynst konunni; og trúlofast henni til að fá fastan samastað og tryggja framtíð sina. Hjónaband þeirra varð farsælt, en ekki varð þeim barna auðið. Eina dóttur mun konan hafa átt af fyrra hjónabandi, og þegar hún lézt í árs- lok 1695 (úr landfarsótt, sem Þor- móður segir að hafi orðið 1,000 manns að bana í nærliggjandi héruð- um), greiddi Þormóður erfingjum hennar arf eftir hana, en kaus Stangeland undir sig. Árið 1671 fór Þormóður til ís- lands til að ráðstafa arfi eftir föður sinn og Sigurð bróður sinn. Ferð þessi varð söguleg, því að á heiðleið- inni vóg Þormóður mann í sjálfs- vörn á Sámsey og var dæmdur til dauða fyrir það. Þeim dómi fekst þó breytt, en vegna þess að frá þessu er skýrt. í grein í Lesbók Morgunblaðsins 1927, bls. 216, verð- ur sú saga ekki rakin hér nánar. Þormóður bjó á Stangeland á Körmt til dauðadags. Um 1705 varð hann veikur af öf mikilli á- reynslu og misti þá minnið. Eftir það gat hann ekki starfað neitt. En þá hafði hann þegar lokið glæsilgeu æfistarfi, og reist sér með því þann bautastein, að margir metnaðar- gjarnir menn myndi vilja kjósa sér slíkan. Hann andaðist 31. janúar 1719. —Lesb. Mbl. 24. maí.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.