Lögberg - 25.06.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.06.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 25. JÚNI 1936 ILogterg G«fi8 út hvern fimtudag af THE COLUMBJA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritatjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO t3.00 um driS—Borgist lyrirlram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limíted, S95 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Vel og drengilega mœlt Félagsskapur sá, er Municipal Secretary- Treasurers’ Association nefnist, hélt fund hér í borginni þann 17. yfirstandandi mánaðar, til þess að ræða með sér ýms þau mál, er sveita- og héraðsstjórnir einkum og sérílagi varða. Flutti Bracken forsætisráðherra við þetta tækifæri ágæta ræðu, er varpaði á margan hátt skíru ljósi á þau megin viðfangsefni, sem ráða verður fram úr á næstunni. Forseti fé- lagsskaparins, R. J. Weatherill, kvað Mr. Bracken hafa vel og viturlega mælt; enda yrði ekki um það vilst, að sakir sérþekkingar sinnar og aðstöðu, væri hann manna bezt til þess fallinn, að túlka hugsanir fólksins vest- anlands. Með tilliti til atvinnuleysingjanna lét Mr. Bracken Jiannig ummælt, að brýn skylda bæri til að tryggja þeim húsnæði, föt og fæði, ]>annig, að heilsa Jieirra yrði sem bezt trygð. En í því sambandi, sem og reyndar á öllum öðrum sviðum, væri ]>að óhjákvæmilegt gjald- þols þjóðfélagsins vegna, að fylzta sparn- aðar yrði gætt. Áherzlu mikla lagði Mr. Bracken á það, hve mikið ylti á því að koma þannig ár fyrir borð, að sambandsstjórn auð- sj'ni fylkinu og sveitarhéröðunum innan vé- banda þess, aukna nærgætni og stuðning í við- skiftum; ekki bæri þó þetta þannig að skilja, að fylkið færi fram á aukið skattsvið, heldur væri við það átt, að sambandsstjórn legði fram aukinn skerf til óumflvjanlegrar starf- rækslu á sviði samfélagsmálanna. Mr. Brack- en fullvissaði fundarmenn um það, að ráð- gjöfum yrði ekki fjölgað fyr en að loknum kosningum; með þessu væri við það átt, að hvorki yrði skipaður landbúnaðarráðgjafi í sæti Mr. ]\IoKenzie, né heldur ráðgjafi raf- orkumála. fylkisins, fyr en eftir kosningar. Viðvíkjandi lækkun vaxta lét forsætis- ráðherra þá skoðun í ljós, að eigi aðeins væri hún réttlætanleg vegna þess ágæta láns- trausts, er fylkið hvarvetna nyti, heldur og sakir takmarkaðrar kaupgetu bænda og búa- liðs. Þau ein atvinnubóta fyrirtæki skyldi ráð- ist í, er nauðsynleg teldist hverju sveitar- eða bæjarfélagi um sig, og líkleg yrði til þess að bera sig í framtíðinni. Ef þess yrði réttilega vænst, sagði Mr. Bracken, að einkafyrirtæki færði út kvíarnar og fjölguðu mönnum í þjónustu sinni, yrði traust þeirra á framtíðinni að fá óhindrað að njóta sín. — Að því er viðkæmi efnalegri af- komu sveitanna og Winnipegborgar, kvað Mr. Bracken það auðsætt, að eitt skyldi yfir báða aðilja ganga. Um tvent væri einungis að ræða; annaðhvort að bjargast á sundi saman eða drukna saman. \ Mr. Bracken kvað það deginum ljósara, að því aðeins mætti þess vænta að fram úr réðist atvinnuleysinu í borgunum, að land- búnaðurinn kæmist á traustan og'arðvænleg- an grundvöll. Viðvíkjandi héruðum, er sárast hafa ver- ið leikin af völdum sandfoks og ofþurka, lét Mr. Bracken þannig ummælt, að sameinað átak framtaks og vísindalegrar iðju fengi einungis leyst þá þraut. Jón Bjarnason Academy YEAR BOOK, 1936 Arbækur Jóns Bjarnasonar skóla hafa jfifnan verið hinar læsilegustu og haft marg- víslegan fróðleik til brunns að bera. Árbók sú, sem hér um ræðir, ber á sér svo glæsilegt fræðimenskusnið, að jafnvel eldri og um- fangsmeiri mentastofnunum en Jóns Bjarna- sonar skóla væri verulegur sómi að. Veigamestu og jafnframt langskemtileg- ustu ritgerðir ]>essa heftis, verða þó alveg vafalaust að teljast þær “The Norse Heroic Ideal in Icelandic Literature,” eftir Islands- vininn mikilsvirta, C. V. Pilcher, biskup í Sidney í Astralíu, sem meðal annars er Is- lendingum kunnur af hinum snildarlegu þýð- ingum sínum af Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, og ritgerð Dr. Richards Beck, prófessors við ríkisháskólann í North Dakota, “Matthías Jochumsson—Icelandic Poet and Translator. ” Rétt þykir að þess sé hér get- ið, þó hlaupið sé yfir það í Arbókinni, að rit- gerð þessi £r prentuð upp úr nóvemberhefti tímaritsins Scandinavian Studies amd Notes, málgagni félagsins Society for the Advance- ment of Scandinavian Study, sem norrænu- fræðingar víðsvegar um Bandaríkin standa að. Er ritgerðin bráðskemtilega samin og stimpluð vísindalegri nákvæmni. Um ritgerð Pilcher biskups, þó óstuðluð vitanlega sé, má segja að: “Það er líkt og ylur í ómi sumra braga. Mér hefir hlýnað mest af því . marga kalda daga.” t gegnum ritgerð þessa rennur eins og rauður þráður lotning höfundar fyrir við- fangsefni sínu, mótuð af djúpri sannleiksást og sálrænni innsýn. Hún er ekkert smáræði, skuldin, sem vér Islendingar stöndum í við Pilcher biskup og þá menn aðra utan vébanda þjóðstofns vors, er fórnað hafa til þess langri æfi, að gera garð vorn frægan. Pilcher biskup lýkur máli sínu á þessa leið: Before the writer on a study table lies a small block of black lava picked up from the supposed tomb or howe of Gunnar at Hlíthar- endi. It serves to recall a sacred spot where— “Mid the gray grassy dales, Sore scarred by the runningstreams, Lives the tale of the Northland of old And the undying glory of dreams.” For in that region, visible to one sweep of the traveller’s eye, lived and died men and wo- men who had shiningly fulfilled the high demands of the Norse heroic ideal—men and women who were assuredly, in one aspect of their cþaracter at least, not far from the king- dom which those alone can enter who obey the stern and challenging condition which makes victory the guardian of suffering, life the isue of death, the crown the fulfillment of the cross. “Manitoba in Transition heitir grein í Árbókinni eftir Hon. J. S. McDiarmid nátt- úrufríðindaráðgjafa Bracken-stjómarinnar í Manitoba; harla fróðlegt vfirlit yfir námu- vinslu og námuauðlegð fylkisins. Ein H. C- Knox, kennari í efnafræði við Daniel Mc- Intyre skólann hér í borginni, skrifar íhyglis- verða ritgerð, er nefnist “Lake Winnipeg— The Muddy Water.” Kveðjuræðu, rökhugsaða og prýðilega samda, flytur Árbókin loks eftir nemanda í 12. bekk, Jónas Thorsteinsson, bráðgáfaðan pilt, son þeirra Mr. og Mrs. Sigurður Thor- steinsson, er heima eiga á Simcoe stræti hér í borg. — Árbókin er prentuð hjá Columbia Press, Ltd., og er frágangur allur hinn vand- aðasti. Heilsa fólksins er á Rússlandi tal- in of dýrmæt til þess að hirðulaus- um eða kærulitlum einstaklingmn sé leyft eða liðið að vanrækja hana. Eftir þvi er einnig stranglega litið að ekki sé heilsa manna eyðilögð eða lömuð í höndum þekkingarlausra skottulækna, eins og víða á sér stað. Kynjalyf og skrumlækningar skipa þar ekki hátt sæti. Þegar lýst er núverandi ásig- komulagi á Rússlandi ber að gæta þess að fyrir tuttugu árum voru lækninga- og heilbrigðismál afar langt á eftir því sem tíðkaðist í vesturlöndum N o r ð u r álfunnar. Mentunin i læknaskóliím var ágæt; merkilegar rannsóknir áttu sér stað, frægir læknar — bæði meðala. og sáralæknar voru í hinum stærri bæj- um. En læknishjálp sú, sem þjóðin alment átti kost á, var afar takmörk uð. Árið 1913 voru tæplega 20,000 læknar i því landflæmi, sem nú myndar Rússland, eða einn læknir um átta til níu þúsund manns. (Á Englandi eru sjö eða átta læknar á móti einum þar í þá daga). Þar við bættist að flestir læknanna voru bú- settir í borgum. 1 viðbót við læknafæðina bættist það hversu fá voru sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstoínanir. Heil héröð viðsvegar um landið höfðu alls énga læknishjálp. Heilbrigðis- mál landsins báru öll greinileg ein- kenni hinnar megnustu vanrækslu miðaldanna. Aðeins rúmlega hundr- að bæir og þorp nutu opinberra vatnsstöðva; einungis þrettán þeirra höfðu skólpræsi. Meðan stríðið stóð yfir var þjóðin yfir höfuð án þessara takmörkuðu þæginda, þau nægðu þá einungis hermönnunum og tæplega það. Þegar stjórnarbyltingin varð gengu margir hinna eldri lækna í lið með þeim er uppreist gerðu gegn nýju stjórninni; aðrir leystu verk sín sviksamlega af hendi að svo mátti heita að um enga verulega læknishjálp væri að ræða meðan borgara^triðið stóð yfir. Fólkið hrundi niður í tugum þúsunda af drepsóttum og hungri. Alls konar plágur geysuðu yfir landið. Jóns Bjarnasonar skóli hefir alveg vafa- laust unnið þjóðflokki vorum vestan hafs mikið gagn. Þó er það síður en svo, að hann hafi ávalt orðið hliðstæðrar eða hlutfallslegr ar samúðar aðnjótandi; frá fjárhagslegu sjónarmiði séð, hefir hann jafnaðarlegast átt næsta erfitt uppdráttar, og það á hann enn. Skólaráðið hefir undanfarandi verið að skýra málstað skólans að nokkru í íslenzku blöðunum og leitað ásjár almennings til skatt- greiðslu af eign skólans. Talsvert hefir þeg- ar safnast, þótt enn sé eigi fullnægjandi. Enn er tími til stefnu að senda féhirði, hr. S. W. Melsted það, sem upp á vantar. Lœkningar á ríkiskoátnað Eftir G. B. Reed. Höfundur þessarar greinar, sem birtist í haustheftinu af “Queens Quarterly” 1935, er prófessor í sóttkveikjufræði við Queens háskólann. Hann hafði ]>á ferðast um Rúss- land og kynt sér þar lækninga- og heilbrigðis- mál.—Þýðandimn, Sig. Júl. Jóhannesson. * # # Um mörg undanfarin ár hefir sú stefna rutt sér til rúms að lækningar skyldu stundað- ar á ríkiskostnað. 1 þjóðstjórnarlöndunum flestum fjölgar þeim heilbrigðisráðstöfunum og lækninga- greinum ár frá ári, sem ríkið kostar alger- lega. Samt sem áður eru lækningar þar að miklu leyti stundaðar án þess, 0g er þá borg- að fyrir þær af sjúklingum sjálfum eða kostn- aðurinn er lagður fram að öðrum. Mun ó- hætt að fullyrða að læknamir sjálfir beri þar þyngsta partinn af byrðinni. Síðan nýja fyrirkomulagið hófst á Rúss- landi er öðm máli að gegna; þar eru allar lækningar stundaðar á ríkiskostnað. Algert jafnaðar fyrirkomulag er ólíkt hinu gamla ]>jóðstjórnar fyrirkomulagi að því leyti að þar er læknishjálp hvorki háð einstaklings á- góða né öreigastyrk eða annari hjálp. Bezta 0g fullkomnasta lækning og heilsuvernd sem í landinu er til, er öllum heimil og sjálfsögð, hvort sem þeir eru æðri eða lægri. Engum lifandi manni er varnað skoðunar, lækninga eða sjúkrahússvistar eftir þörfum, hvað sem }>að kostar. Ríkið fer þar nákvæmlega eins með alla; þar er hvorki horft í tíma né til- kostnað, hver sem í hlut á. Núverandi lækna- og heilbrigÖis- mál á Rússlandi, hafa öll komið til sögunnar frá árunum 1918 eða 1919, án þess að þá væri nokkuð til þess að byggja ofan á.—(Framh.). Opið bréf til ritstjóra Heimskringlu 1 blaði yðar frá 17 júní er grein sem skýrir frá vegavinnu i norð- austur hluta Manitoba, en þar eð þér hafið ekki leitað yður réttra upplýsinga, en viljið heldur fara með rangt mál, þá finn eg það skylt að leiðrétta grein yðar, og segja frá þeirri vegagjörð eins og hún er, af því þér hafið fundið sérstaka ástæðu til að nefna mig í sambandi við þetta slúður. Sambandsþingið veitti 600,000 dali til nýrra umbóta í Manitoba, undir því fyrirkomulagi að Mani- toba legði vissan part á móti, sem er ekki það sama í öllum tilfellum, eftir því hvaða vegum er unnið á. Sumt af peningunum er lagt fram til framræslu á blautu landi. Sérstakt tilag var tiltekið í Ottawa þinginu fyrir Selkirk-kjördæmi, sem er 112,500 dalir til vegagjörða; á móti því leggur fylkisstjórnin til 112,500 dali. Upphæðin verður því 225,000 dalir. Þessir peningar fara í fjóra aðalvegi. Fyrst, frá WHnnipeg til Gypsum- ville, frá Innwood til Hodgson, frá Stonewall til Arborg og frá Gimli til Riverton. Ef til vill verður eitthvað veitt til vegabóta frá St. Laurent til Rea- burn. Ennfremur leggja báðar stjórnirnar fram 50,000 dali til framræslu í ýmsum héruðum á milli vatnanna, $25,000 frá Manitoba og $25,000 frá Sambandsstjórninni. 5,000 dalir af þessu framræslufé verða brúkaðir í Coldwell-sveitinni, 5,000 í Eriksdale-sveitinni og 4,000 í Woodlea-sveitinni. Ennfremur má geta þess að nokk- uð af því fé fer inn í Bifrastar- sveitina og Sigluness-sveitina, og í fleiri sveitir. í sambandi við þetta mé geta þess að St. George kjördæmið fær 84,000 dali af þessu fé. Vilji Heimskringla heldur þakka einhverjum öðrum en íslenzku þing. mönnunum fyrir að hafa gengist ötullega fyrir -þessu tillagi, þá er henni velkomið, frá mínu sjónar- miði, að gefa hverjum öðrum viður- kenningu fyrir því. Eg mundi glað. ur hafa gefið yður allar uplýsingar í þessu máli, svo að þér þyrftuð ekki að fara með neitt rangt mál viðvíkj- andi íslenzku bygðunum, því þær fá meira heldur en aðrar bygðir, til- tölulega. Ennfremur má geta þess, í þessu sambandi, að sveitirnar leggja ekk- ert fram á móti þessu fé að neinu leyti. Ef Heimskringla vill bera þetta saman við framlag Bennett-stjórnar- innar til Selkirk-kjördæmis s.l. ár, þá verður þessi útkoma mikið happa. drýgri fyrir bændur, heldur en brú- in yfir Rauðarána í Selkirk (toll- brúin). Vinsamlegast vil eg enn benda á það, að eg er viljugur að gefa Heimskringlu upplýsingar um vel- ferðarmál míns kjördæmis, svo ekki þurfi að verða neinn misskilningur. Með vinsemd, Skúli Sigfússon. VITAR A SAHARA Frakkar eru um þessar mundir að byggja vita yfir þvera Sahaya. Vitar þessir eru ætlaðir til leiðbeiningar flugferðum, einnig til hjálpar kara- vönum, sem enn ferðast um eyði- mörkina á sama hátt og tíðkast hefir um þúsundir ára. —Dvöl. VOLDUGAR BRÝR Yfir fjörð þann, sem borgin San Francisco stendur við, er nú verið að byggja tvær stórbrýr, sem hvor í sínu lagi verða ein af mestu furðu- verkum nútíma verkfræði. Önnur þeirra, sú sem bygð er yfir mynni fjarðarins, verður liður af lengsta bílvegi jarðarinnar, og sem fullgerð- ur á að ná frá nyrzta odda Alaska til syðsta odda Chile. Brú þessi er hengibrú, og eru aðalstrengirnir tveir snúnir saman úr 27,572 stál- 'vírum hvor, en lengd þeirra allra samlagt er yfir 70 þús. enskar mílur eða sem næst þreföld vegalengd kringum jörðina um miðjarðarlínu. Tveir aðalbrúarstólparnir eru um 250 metrar á hæð hvor, eða 100 metrum hærri en útvarpsstengurnar á Vatnsendahæð. Hin brúin er yfir fjörðinn milli stórborganna San Francisco og Oakland, en f jörðurinn er þar nálægt 12 km. á breidd, en mun grynnri en við mynnið og því auðveldari að brúa. Þessi brú, sem raunverulega er samsett af mörgum stórbrúm, sem ýmist eru hengibrýr eða mótvægisbrýr (cantileve bridges), verður mesta brúarmann- virki, sem enn hefir verið reist. Á- ætlunarkostnaður beggja brúnna er rúmlega 500 miljónir króna. HAPNARBORGIR New York er mesta hafnarborg jarðarinnar (28 miljónir tonna), þar næst London (26 milj. tonn). Næst- ar eftir tonnamagni koma: Ant- werpen, Hamborg, Shanghai og San Francisco. 1S TILBÚINN í GRÆNLANDI Grænlendingar eru farnir að búa til ís, þó ætla mætti að nóg væri fyrir. Þessi is er að visu rjómaís, og er sagt að Eskimóarnir séu mjög sólgnir í hann. “Svart og hvítt” ÞAÐ er veruleg öryggiskend í skrif- uðu orði — hvort sem það grípur yfir samning, kjörkaup eða lýsingu vörunnar, sem á boðstólum er. Þegar þér hafið það “svart á hvítu” kemst enginn misskilningur að. Öryggið er í yðar höndum þegar þér verzlið með pósti gegn um EATON’S póstpantana verðskrá. Á blaðsíðum hennar “ á svörtu og hvítu,” eða á fögr- um og litnákvæmum plötum, er að finna sögu vörunnar, sem EATON’S býður yður, og það eru forréttindi yðar að grandskoða vöruna, sem þér takið á móti og krefjast þess að hún sé eins og vér skýrðum yður frá. Sérhverjum hlut í EATON’S verð- skrá er nákvæmlega lýst. Engar stað- hæfingar gerðar, sem varan sjálf ekki ber með sér. Myndirnar eru í nákvæmu samræmi við vöruna. Verzlið. með pósti eftir hentugleikum yðar í þægindum yðar eigin heimilis og treystið hinni viðurkendu staðhæfingu að “Ef EATON’S segir það sé svona— þá er það svona!” >--------------------------- ^T. EATON WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.