Lögberg - 25.06.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.06.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JONÍ 1936 Sir Gordon og Laurie Stewart “Eg vonaði að þér mynduð koma,” sagði hún. “Við höfum heyrt fagran hljóðfæra- söng. Mér geðjast svo vel að rödd frú Chap- lin, það er eins og einhver angurværð liggi bak við.” “Þér lítið betur út núna, frú Hardross,” sagði eg. “Þér eruð máske að sigra liræðsl- una við sjóinn. ” Hún brosti enn alúðlegar en áður. “Nei, þér skiljið ekki leyndarmálið við það, að eg er frískari,” sagði hún hlæjandi. “1 salnum hérna, þar sem ljós logar á svo mörgum lömpum, get eg; ekki séð sjóinn, heldur ekki heyri eg báruskvampið, það er það, sem gerir mig hrædda í káetunni. Innan um ]»etta ljós- haf, og hlustandi á hljóðfærasláttinn, gleymi eg því að hið stóra, svarta, ógurlega haf er svo nærri.” “Þér megið þá ekki heldur hugsa um það. ímvndið yður að þér séuð í samkvæmi á landi.” “Eða ímynda inér, að eg aðeins þurfi að ganga gegnum fallega garðstofu og opna gler- dyr,sení eg gengi í gegnum út í velræktaðan garð, þar sem rósatrén standa þakin af rós- um í tunlskininu og döggin hvílir eins og stór tár á hinum indælu, hvítu liljum.” “Þér hafið fjörugt ímvndunarafl, frú Hardross; því reynið þér ekki að gera yður grein fyrir fegurð sjávarins? Hugsa um hið stóra, veltandi haf, sem gljáir eins og silfur í tunglsljósinu, og eins og gull í sólskininu. Hugsið yður hinn afarstóra heim undir sjón- um, þessi djúpu, þöglu, óþektu héröð.” “Mér þykir miklu vænna um lífið á landi og hina brosandi fegurð,” sagði hún. “Eg dáist að grænu engjunum, stórvöxnu trján- um, blómailmnum og hinum óendanlega fögru litum þeirra: já, eg elska jurtagarða, fugla og fiðrildi — en eg hata hið grimma, gráðuga haf.” Nú byrjaði frú Chaplin að syngja það sem hún lofaði mér — gamalt skozkt lag. Eg sá tár í augum Laurie Stewarts. “Lagið er fagurt,” sagði hún, og raulaði viðkvæðið með lágri og mjúkri rödd. “Mér þykir vænt um skozku söngvana,” sagði hún og snéri sér að mér. “Þeir eru svo ríkir af tilfinningum, og nafn mitt fékk eg frá kvæði. Bróðir minn var hermaður.” Mér þótti vænt um hve hreinskilin hún var gagnvart mér, jafn óframfærin og hún var við aðra. ‘ ‘ Hermaður ? Segið þér mér frá honum, ’ ’ sagði eg og hún hélt áfram. “Hann var lautinant í hemum, og faðir minn sagði mér að hann hefði verið ungur og fallegur. Hann varð að fara með hernum til Krim í stríðinu við Rússa, skrifaði móður minni og sagði, að kvöld eitt á undan stórum bardaga að nóttu til, hefðu hermennirair sungið gamla og góða kvæðið ‘ Annie Laurie’; hann sagði að orðin: “^.nnie Laurie fögru fyrir fórna eg glaður lífi mínu,’ hefðu endurómað um herstöðvarnar;—margir þeirra, sem þátt tóku í söngnum, láu dauðir morguninn eftir á vígvellinum. Móðir mín sagði mér seinna, að þegar hún fékk þetta Kréf, hefði eg legið í reifum, og hefði hún þá ákveðið að láta mig heita Laurie, til endur- minningar um þetta gamla skozka kvæði og mennina sem sungu það ” Frá þessu augnabliki hugsaði eg aldrei um hana sem konu skipstjórans eða Laurie Stewart, heldur sem Annie Laurie, þessa elskulegu, ungu, skozku stúlku, með hið feg- ursta andlit, sem sólin hafði nokkru sinni skinið á. Við töluðum fjörlega saman meðan hljóðfærasöngurinn stóð yfir. Alt í einu breyttist svipurinn á andliti hennar og mig grunaði því að skipstjórinn væri í nánd. Hann nam staðar á leiðinni til að tala við einn og annan, og kom svo til konu sinnar. “Nú, Laurie,” sagði hann með fjörugu, alvarlegu röddinni, “hvernig líður þér? Mér þykir vænt um að sjá þig hér.” “ Já, eg er líka glöð, Eiríkur,” sagði hún feimin, “eg er ekki'hrædd núna. ” Hann svaraði henni með óþolinmóðri handahreyfingu, með því að gretta sig og dimmu augnatilliti. “Eg gleðst af því, Laurie, ef þú getur haút við þessa heimsku. Barn hefir leyfi til að tala um að það sé hrætt, en fullorðinn kvenmaður ékki.” Hún svaraðj engu, leit niður og varirnar skulfu. “Hér finnur þú margar ágætar konur,” sagði hann, “og eg vona, Laurie, að þú lærir brátt að verða eins fjörug og þær eru.” “Eg skal gera alt hvað eg get,” sagði hún með svo auðmjúkri og blíðri rödd, að eg hélt hún væri engill. Nú kom frú Vann til hennar og sagði: “Eg er svo glöð yfir því, frú Hardross, að þér finnið ánægju í því að vera hjá okkur. Kona sjómanns ætti ekki að þekkja til hræðslu.” Hún leit upp með gáfulegra andliti en eg hafði áður tekið eftir. ‘ ‘ Eg er ekki hrædd við neitt annað en sjóinn,” sagði hún. ‘ ‘ Það er rétt; eg ímyndaði mér, af nokkru sem eg hafði heyrt, að þér væruð hræddar við að vera saman með okkur. ’ ’ “Hversvegna, frú? Eg skil yðut ekki,” sagði frú Hardross með svo rólegu og föstu augnatilliti að frú Vann roðnaði mikið. “Eg veit í sannleika ekki hvernig eg hefi fengið þetta álit,” svaraði frú Vann. “Eg er hrædd við sjóinn,” sagði Laurie, ‘“en ekki við neitt annað ^ þessum stóra heimi. Gagnvart sjónum er eg heigull, en gagnvart öllu öðru er eg jafn kjarkgóð og hver önnur kvenpersóna.” ‘ ‘ Eg vona þó að við megum gera undan- þágu með skipstjórann,” sagði frú Vann, og áleit sig vera fj'ndna. Unga konan fölnaði við þessi orð. “Ef eg get verið yður til hjálp- ar á nokkurn hátt, er mér ánægja í að gera,” það,” sagði hin heimska frú Vann. Frú Chaplin, sem virtist þeirri gáfu gædd, að skilja hugsanir annara með ein- hverri eðlisleiðslu, kom nú og heilsaði frú Vann kuklalega, en tók í hendi Laurie. ‘ ‘ Mér er sagt að regnið og þokan sé hætt, . og að indælt tunglskin sé uppi á þilfarinu. Viljið þér verða mér samferða upp?” spurði hún. Það var auðséð að hræðslg. frú Hardross var ekki uppgerð, því hún fölnaði aftur. Frú Yann ldó. Þá sagði frú Chaplin alvarlega: ‘ ‘ Eg skil svo vel að þér eruð hræddar við sjóinn, en sú hræðsla hverfur með t'ímanum. Eg var einu sinni þúsund sinnum hræddari við hesta en þér eruð við sjóinn; nú þykir mér gaman að aka og ríða, og vil helzt fjöruga hesta. Sir Gordon, þér komið upp með okk- ur, og svo skulum við kenna frú Hardross hvernig hún á að tileinka sér hugrekki.” “Við skildum frú Vann eftir hjá skip- stjóranum, enda þótt hann vildi naumast hlusta á hugmyndir hennar; hún sagði honum meðal annars, að hugrekki væri dygð, sem aðeins fyndist hjá þeim er af góðum ættum væru komnir. Hún kvaðst vera hugrökk, og faðir sinn hefði sagt sér að það væri ættar- fylgja.” “Þér megið trúa mér, skipstjóri, það er ekkert í heiminum sem jafnast á við það að vera komin af góðum ættum. ” “Eg trúi yður, frú,” sagði hann, en róm- urinn lýsti ekki minstu ögn af sannfæringu. A næsta augnabliki vorum við frú Hard- ross, frú Chaplin og eg uppi á þilfari. Skipið rann með miklu hraða í gegnum bylgjurnar; veðrið var inndælt og við settumst í þægilegt horn í skjóli við vindinn. Eg sat þegjandi og hlustaði á samtal frúnna. “Þér eruð svo ung,” sagði frú Chaplin, “þér eruð naumast tvítug enn.” “Eg er einmitt átján ára, ” sagði Laurie, sem bar fult traust til frú Chaplin. “Þér voruð mjög ungar til þess að gifta yður og taka þátt í slíku lífi og þessu. Það er undarlegt að móðir yðar skyldi ekki mót- mæla því. ’ ’ “Móðir mín hefir um mörg ár verið veik, ” sagði Laurie hnuggin. “Faðir yðar lifir, er það ekki?” “Jú,” svaraði Laurie, “en hann hélt að það væri bezt að eg giftist.” “‘Eg verð ekki lengi samtíða yður,” sagði frú Chaplin, “og getur verið að við sjá- umst aldrei oftar í þessu lífi; leyfið mér því að vera sönn vina yðar meðan við erum sam- an hér á skipinu. Vesalings barn, þér þurfið sannarlega að eignast góða vinu.” Augu Laurie fyltust með tárum. “Þér eruð svo góðar og vingjarnlegar,” sagði hún, “og eg’er yður þakklát. ” “Mér væri svo mikil ánægja í að hjálpa yður að losna við þessa hræðslu við sjóinn,” sagði frú Chaplin; “maðurinn yðar er gram- ur yfir henni; líf yðar verður máske að mestu leyti á sjónum, og hugsið yður þá hver hug- fróun það ga*ti orðið fyrir yður, að fleygja allri þessari hræðslu fyrir borð.” Það sem eg man seinast eftir þetta kvöld, var fagra andlitið hennar Laui ie, þegar hún með hreinni og tilfinningaríkri röddu söng kvæðið um “Annie Laurie ” Eg gekk til sængur, en í draumum mínum endurtók sig aftur og aftur viðkvæðið: “Annie Larie fögru fyrir fórna eg glaður lífi mínu.” 3. Kapítuli. Eftir þetta sá eg frú Hardross oft. Hún virtist ekki eins hrædd og í fyrstunni, hún fölnaði ekki við að heyra bárusjcvampið við skipshliðina, né þegar skipið hallaðist. En það leit ekki út fyrir að hana langaði til að kynnast hinum farþegunum. Snemma á morgnana kaus hún helzt að vera uppi, til þess að sjá sólaruppkomuna. Henni fundust líka kvöldin indæl, þegar tunglið og stjörnurn- ar köstuðu geislum sínum á hafið. Frú Vann sagðist ætla að frú Hardross forðaðist hina farþegana af því, að þeir stæðu svo miklu ofar en hún. Samtímis lét hún í Ijós, að hún bæri mikla virðingu fyrir nafn- bót minni. Dygð, gáfur og alt annað var einskis virði í samanburði við nafnbótina “lávarður.” Hún lézt vera af aðalbornum ættum og standa í nánu sambandi við helztu menn þjóðar sinnar, og til þess að fullkomna heimsku sína, leit hún niður á frú Hardross. “Eg reyndi að vera vingjarnleg við hana, Sir Gordon,” sagði þessi heimska kona. ‘ ‘ Faðir minn sagði að fólk, sem tilheyrði mis- munandi stéttum mannfélagsins, kynni aldrei við að vera saman.” Einkennilegt var það, að sumar kvenper- sónurnar báru afbrýði til frú Hardross. Ekki frú Chaplin, frú Stanton né frú Leslie, sem allar voru henni mjög vinveittar. En ýmsar af hinum öfunduðu hapa fyrir hve fögur hún var. Þær sögðu að hræðsla hennar væri að- eins uppgerð til að draga athygli mannanna að sér. Skipshöfnin og allir aðrir, sem ekki öfunduðu hana, þótti mjög vænt um Laurie. Þegar hún kom upp á þilfarið í góðu og rólegu veðri, var hún sem sannur sólargeisli; andlit bennar hafði lit rósarinnar í augunum andlit hennar hafði lit rósarinnar, í augunum Hún var klædd hversdagslegum fötum, en ekki hefði drotning í skrautbúningi sínum tek- ið sig betur út en þessi háa, beinvaxna, indæla persóna. “Skipstjóri ætti að láta sér þykja vænt um hana,” sagði einn háseti við annan; “hún er eins og engill.” Hásetamir næstum tilbáðu hana, og ekki furðaði eg mig á því, þegar eg sá hve alúðleg hiín var við þá. Aldrei létu þeir sér ljótt orð af yngri hásetunum varð veikur, svo sumt af um munn fara, þegar hún var í nánd. Einn kvenfólkinu fór að verða hrætt við sýking, en Laurie gekk til hans og talaði við hann um móður hans og guð, án þess að vita að hinir hásetarnir hlustuðu á hana með tár í augum, fúsir til að ganga í dauðann fyrir hana. “Það er sorglegt að hún skyldi þurfa að leggja upp í slíka ferð,” sagði einn við annan, “það á ekki við hana að ferðast með skip- um.” Dagarair liðu og mér fanst það undar- legt, að allir farþegarnir urðu sem ein fjöl- skylda. Með því fegursta sem eg sá, var það, þegar- unga konan, Helen Leslie, tók eitt af börnum frú Stanton í faðm sinn, læddist burt með það í einhvern afkima á þilfarinu, dekr- aði við það og kysti það, svo manni gat ekki annað en dottið í hug, að hún væri að biðja Guð að gefa sér annað slíkt barn með ftímarx- um. En mest gaman var þó að sjá hve fljót hún var að verða af með uppáhaldið sitt, þeg- ar hún sá manninn sinn ganga um og vera að leita að sér. Við höfðum öll lært að virða frú Chaplin mikils. Hún elskaði börnin sín, sem hún hafði skilið eftir í fæðisskóla á Eng- landi, svo innilega, og hugsaði um ánægjuríka framtíð sína með þessum börnum, sem því ver átti ekki fyrir henni að liggja. Hún lýsti þeim fyrir okkur, bára og augnalitnum, og hve innilega þau kystu hana, ]>egar hún kvaddi þau. Hve margar vonir, hve margir draumar lifðu á meðal okkar, var ekki unt að vita. Major Stanton og konu hans og litlu börnin þeirra, þótti öllum vænt um. Hr. og frú Vann voru einkennileg hjón — sérstak- lega höfðum yið gaman af henni fyrir montið og raupið, og honum, af því hann talaði svo bjagað mál, sem hún var ávalt að sneypa hann fyrir. Eftir því sem við komum lengra áleiðis, virtist skipstjóri liafa meira og meira að starfa. Það vikli til einn daginn að frú Hardross skrikaði fótur á þilfarinu, datt og meiddi sig í liandleggnum, þegar hún ætlaði að g'anga til manns síns, sem stóð hjá stýrinu og talaði við einn af hásetunum. Eg sá að honum féll þetta mjög sárt, og vissi því að hann elskaði hana, þrátt fyrir geðríki sitt. Síðari hluta dagsins kom hann til mín og byrjaði á samtali við mig. Við gengum fram og aftur um þilfarið, þangað til hann lagði hönd sína á öxl mér og sagði: ‘ ‘ Sir Gordon, eg er kaldur, harður og al- varlegur maður, en eg ber hlýja ást til konu minnar. Þetta eru köld og óvalin orð — þau lýsa ekki tíunda hlutanum af tilfinning minni —en þér skiljið þau.” Eg svaraði einhverju, en undran mín var svo mikil, að eg veit varla hvað ]>að var. Eg svaraði einhver ju, en undrun mín var svo mikil, að eg veit varla hvað það var. “Stundum er eg leiður yfir því, að eg tók hana út á skipið,” sagði hann, “og þó, ef kon- unni þykir vænt um mann sinn, ætti henni líka að þykja vænt um stöðu hans — finst yður það ekki, Sir Gordon?” “Þér megið ekki búast við að konu her- manns þyki vænt um byssustingi og fallbyss- ur,” sagði eg. “Nei, máske ekki, en svo framarlega sem konan elskar mann sinn, mundi hún þá ekki heldur kjósa að verða honum samferða á sjónum, en vera án hans á landi?” ‘ ‘ Eg veit það ekki — eg get ekki svarað þessu. Eg á enga konu. ” Iiann horfði hugsandi á sjóinn á meðan hann bætti við: “Hún vildi ekki fara með mér, kvaðst vera hrædd við sjóinn. Ilún bað mig grátandi að lofa sér að vera kyrri á landi, sagðist ávalt hugsa um mig og biðja fyrir mér.” “Það hefði máske verið betra að láta að óskum hennar,” sagði eg. Andlit lians varð dökt og reiðisvipur gerði vart við sig, jafn- framt tók liann fastara í handlegg minn. “Haldið þér það, Sir Gordon? Eg er á þeirri skoðun, að kona, sem elskar manninn sinn, vildi lielzt alt af vera hjá honum. Haldið ]>ér að ótti við sjóinn hefði aðskilið Julie og Romeo. Sir Gordon, þegar konan mín grát- andi bað mig að lofa sér að vera kyrri, vakn- aði afbrýðin í huga mínum, sem eg réði ekkerl, við. Hversvegna skyldi hún vilja vera heima, meðan eg var á þessari löngu sjóferð? Eg hrinti henni frá mér, og tók ekkert tillit til bæna hennar né tára. Þú verður að koma með mér, sagði eg, þó þó fyrir okkur liggi að sökkva í hafið. Hún grét sáran og misti allan kjark, og síðan hefir hún ávalt grátið eins og kjarklausar konur gera! Hefði lienni þótt vænt um mig, því gat hún þá ekki komið til mín og sagt: ‘Eg er svo hrædd við sjóinn, en af því þú ferð, verð eg líka að fara.’ Þá hefði eg sannfærst um að hún elskaði mig, og má- ske lofað henni að vera kyrri. Bg held, Sir Gordon, að eg hafi þá verið frávita af af- brýði.” Ilann talaði með dreymandi rödd, fremur til sín sjálfs en til mín. Eg var utan við mig af undrun, að þessi alvarlegi, duli maður skýldi gera mig að trúnaðarmanni sínum. Svo áttaði hann sig alt í einu. “Yður furðar að eg skuli segja yður þetta, Sir Gordon. Þegar eg var lítill dreng- ur, hékk mynd í húsi foreldra minna, sem hét landamerkjariddarinn,” aldrei fékk eg að vita hver hann var eða hvað hann hafði unnið sér til sóma, en hann hafði dökkleitt myndar- legt andlit, rösklegt og vingjarnlegt, kjarklegt og heiðarlegt. Eg elskaði þetta andlit, og á sama augnabliki og eg sá yður, Sir Gordon, sagði eg við sjálfan mig, að þér líktust ‘ ‘ landamerkjariddaranum ’’ mínum. ’ ’ “Eg ætti að skoða þetta sem skjall,” sagði eg, en hann greip strax fram í fyrir mér. “Eg er ekki að skjalla, það er ekki áform mitt. Þessi riddari hafði slíkt andlit, sem maður, kona eða barn gátu borið fult traust til — hið sama er tilfellið með yður. Það er ekki af því, að eg geti reitt mig á yður, að eg sný mér að yður svo opinskár; mig langar til að biðja yður að veita konu minni ofurlitla vemd og umsjá. Laurie geðjast vel að yður, og l>ykir gaman að tala við yður. Eg h^fi ekki mikinn tíma til a gæta hennar og vera hjá henni. Viljið þér við og við vera henni til skemtunar og reyna að fá hana til að gleyma liræðslu sinni við sjóinn, eg held þér getið dá- lítið í þá átt.” Hann fól þá konu sína algerlega á mitt vald. Eg leit á alvarlega, veðurbitna andlitið hans, og eg fann að eg væri ekki heiðarlegur maður, ef eg brygðist trausti bans að nokkuru leyti — og það veit guð, að eg aldrei gerði. 4. Kapítuli. Hitinn var afar mikill. \ ið vorum að fara yfir Indíabafið. Sólin, sem skein á beið- ríkum himni, sendi frá sér eldheita geisla; sjávarflöturinn var á milli þess að vera gyltur og blár. Fallega “Sjávardrotningin” hrað- aði sér áfram til að ná takmarki sínu, og skip- stjóri var enn glaðari en áður yfir þessu á- gæta skipi. Það var næstum logn og sjórinn spegilsléttur. Stórt segl var breitt yfir þil- farið á afturenda skipsins, og þar var þá ofurlítið skjól, ef slíkt var finnanlegt á annað borð. Eg sá frú Chaplin flú þangað, og þar fundumst við. “Þetta er þó voðalegur hiti, Sir Gordon,” sagði hún. ‘ ‘ Við getum forðast regn og þoku- sudda, en frá sólskininu getum við ekki strok- ið.” Mér virtist hún vera föl. “Þér hafið enga bók með yður, frú Chap- lin, annays hefði eg getað lesið hátt fyrir yður. ” “Ó, það er of heitt,” svaraði hún, “eg hefi dálítið af ísaum með mér, en eg get ekk- ert gert. Lxtið þér á sjóinn, Sir Gordon, hann er eins og eldhaf.” Eg rétti heniíi stól og nú kom frú Stan- ton líka með litlu snotru dóttur sína. “Þetta er forsmekkur af Indlandi,” sagði hún og hló. “Majorinn hefir drakkið ískalt sódavatn í allan morgun. Frú Leslie, setjist þér hérna hjá mér, eg get lýst lífinu á Indlandi fyrir yður- ’ ’

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.