Lögberg - 09.07.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.07.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines wé£ vm* , S^* «<*'* Service and Satisfaction 49. ARG-ANGUB WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 9. JÚLl, 1936 Ur borg og bygð Mr.-O. Anderson frá Baldur'var staddur í borginni á miðvikudags- morguninn. Mrs. D. S. Curry frá San Diego, Cal., er nýlega komin til borgarinn- ar til langdvalar. Heimili hennar er að 122 Wellington Crescent. Simi 43 604. Lögberg býo'ur hana vel- komna í íslenzka þjóðfélagshópinn í Winnipeg. Mrs. Richard Beck frá Grand Forks, N. Dak., kom til borgarinnar á laugardaginn, ásamt börnum sín- um og tengdamóður, og dvaldi hér nokkra daga. Dr. Beck stundar bók. mentarannsóknir við Cornell háskól- ann í sumar. I Iinn 5. júlí s.l. áttu börn Guðm. Freeman og Guðbjargar konu hans ánægjuríkt skógargildi, ásamt eigin. konum, eiginmönnum og börnum sínum. Hópurinn kom saman á bökkum Mouse River fljótsins þar sem búgarður Freemans hjónanna stóð, um ellefu mílur vestur af Up- ham, N. Dak. Heiðursgestir gleðimótsins voru Carí J. Freeman, yngsta barn Guðm. og Guðbjargar og kona hans Lois E. Beith, sem voru nú á beimleið eftir alllangla giftingarferð. sem meðal annars lá um "Svörtu hæðir" S. Dakota og annarra fagurra staða. í skugga limríkra trjáa voru borð upp sett og veislumatur f ramreiddur. Að því Ioknu voru hinum ungu hjónum gefnar ýms.ar brúðargjafir, af hin- um mörgu f jölskyldum þarna sam- ankomnum. Eftir að allir höfðu skemt sér hið bezta slitu menn gleðimótinu með söngvum og kveðj- um og árnaðaróskum. til heiðurs- gestanna, sem svo héldu af stað til heimilis síns að LaMoure, N. Dak., þar sem C. J. Freeman er umsjón- armaður með Rural Resettlement Adnlinlistration Bandaríkjastjórnar í LaMoure County. í skógargildinu voru þessir: Mr. og Mrs. Guðm. Freeman, Upham, N. Dak.; Mr. og Mrs. C. J. Freeman, LaMoure, N. Dak.; Mr. og Mrs. A. Bíenson, Margaret og Georgine, Bottineau, N. Dak.; Mr. og Mrs. T.'J. Thorleifson, Freeman, Yona, Harriet, Bottineau, N. Dak.; Mr. og Mrs. John Freeman, Doro- thy, Esther, Lillian og Alice May, Stanley, N. Dak.; Mr. og Mrs. Wm. Freeman, Doris, Theodore og Kath- ryn, Bowbells, N. Dak.; Rev. og Mrs. E. E. Fáfnis, Ronald og Reynis f rá Glenboro, Man.; Miss Emily Freeman, Tuba City, Ariz.; Mr. og Mrs. V. V. Freeman og Phyllis Jean frá Cass Lake, Minn.; Miss Esther B. Freeman frá Wah- peton, N. Dak. Bcrjarfulltníi í'aitl Bardal þingmannsefni Liberal-Frogressive flokksins í Winnipeg. J. J. Samson, Mr. og Mrs. Lúð- vík Kristjánsson, Sigrún dóttir þeirra, Hjálmar (iíslason og ritstjóri þessa bíaðs, fóru suður til íslenzku bygðanna í North Dakota á föstu- daginn var og dvöldu þar fram á sunnudag. Séra K, K. ótafson flytur fyrir- lestra sem fylgir í Norður Dakota: Priðjudaginn 14. júlí að Garðar Miðvikud. 15. júlí að Mountain Fimtudaginn 16. júlí að Svold. Á öllum stöðunum verÖur byrjað kl. 8.30 að kvöldinu. Umtalsefni: "Nýstefnur og nauðsynjamál." Er- indin verða flutt í kirkjunum á þess. um stöðvum. Frjáls samskot Hon. W. J. Major, þingmannsefni Liberal-Progressive flokksins í Winnipeg. Mr. S. B. Gunnlaugsson frá Baldur, Man., kom til borgarinnar á sunnu- daginn, ásamt Friðriki Jóseph syni sínum. Dvelja þeir feðgar hér fram í vikulokíh. Hon. I. S. McDiarmid, Þingmannsefni Liberal-l'rogressive flokksins í Winnipeg. Mr. Halldór Johnson frá Brown var staddur í borginni ásamt frú sinni á mánudaginn; kom hingað til móts við tengdaforeldra sína, Mr. og Mrs. Sigurður Sigurðsson frá Gimli, er fóru með honutn suður í kynnisferð. Eru íslendingar orðnir stórsnúðugir? Þegar gufuskipið ísland kom hingað seinast frá útlöndum hafði einn af hásetum þess siglt 234 sinn- um hingað til lands. Hann heitir Oskar Valdemar Frederik Ander- sen og er nú 58 ára gamall. i fann segir svo frá : —Eg kom hrngað til íslands í fyrsta skifti 1895, með skonnort- unni "Tapsicol," sem var eign Leonb. Tangs verzlunar í Isafirði. Þetta skip var í "spekúlants"-ferð- um hér og var eg á því í þrjú ár og var farin ein ferð milli landa á hverju <ári. Árið 1909 réðist eg til Sameinaða félagsins og hefi verið hjá því síð- Aðaldrœttirnir í yfirlýsing Brackens Si.jóriiin ætlast til þess að fólkið lýsi ánægju sinni yfir |)ví hversrj heilbrigð og hagsýn hún hafi verið og hversu skynsamlega hún hafi -st.jórnað síðastliðin fjögur ár. Hún biður um umboð kjósenda til þess að auka tekj- ur bænda, miðla málum í sambandi við bændalán og skuld- ir og gangast fyrir framförum í búnaði. Tveggja centa atvinnuskattiir og almennur tekju- skattur verður sameinaður í allsherjar tekjuskatt, með hlutfallslegum undanþágum, eins fljótt og fjárhagsástæð- ur leyfa. Stjórnin biður um umboð kjósenda til þess að lækka vexti ennþá meira, en gert liefir verið bæði á prívat lán- um, héraðslánum og stjórnarlánum. Stjórnin heitir því að efla á allan mögulegan liátt og sanngjarnan traust og tiltrú á öllum lögmætum viðskift- um og fyrirtækjnm. Stjórnin heitir nýrri stefnu í sambandi við hjálp til bænda í þeim héruðum, sem þurkar hafa eyðilagt; þar á meðal að láta falla niður sveitaskuldir, sem á þau héruð hafa lagst í sambandi við búnað og atvinnuleysi. Stjórnin ákveður að halda áfram varnarráðum gegn slysum og crfiðleikum í sambandi við misfellur á iðnaðar- málum. Stjórnin hefir í hyggju ákveðna stefnu í sjö liðum, til þess að styrkja þá, sem atvinnulausir eru. Stjórnin er ákveðin í því að halda heilbrigðismálum, mentamálum og þjóðþrifamálum í því sama góða horfi, sem þau eru nú. Stjórnin ætlar að láta rannsaka f járhagsástæður nær- sveitanna og annara hérað í því skyni að hjálpa þeim til sjálfstæðis svo þeim verði mögulegt að stjórna sínum eigin málum án utanaðkomandi afskifta. Stjórnin lofar að efla námarekstur með auknum og endurbættum samgöngum og flutningafærum, ákveðnum en sanngjörnum sköttum og eins lágum og mögulegt er; einnig með því að láta nýjar mælingar fara fram og prenta fullkomnari landabréf. Stjórnin skuldbindur sig til þess að halda áfram verndun og notkun sKó^anna; sömuieiðis að efla fiski- veiðar með nýjum klakstöðvum og fiskifriðun og ákveða almenn dýraveiðasvæði. Stjórnin ætlar sér að fara f ram á það við sambands- stjórnina að hún takist á herðar meiri ábyrgð á opinber- um þurfamálum, annaðhvort beinlínis eða með því að leggja fram fé í stað þess að veita fylkjunum heimild til þess að hækka skatta eða leggja á nýja skatta. Stjórnin ætlar að biðja sambandsstjórnina að |taka að ser þær skuldir sem á fylkinu og sveitunum hvíla í sambandi við þann styrk, sem veittur hefir verið at- vinnulausu fólki í síðastliðin 5yí ár; ennfremur að borga framvegis meira af þessum atvinnuleysisstyrk en hún hefir gert og annast að öllu leyti ellistyrkinn. Bracken-stjórnin hugsar sér að stýra rnilli skers og báru—á milli hinnar liáu kröfu verkamanna og C.C.F. um aukin títgjöld í sambandi við opinber líknarmál og starfrækslu og kröfu afturhaldsmanna, sem allan styrk og öll framlög vilja lækka. FHONE 86 311 Seven Lines Í^S ^ot' ,^v' For Better Dry Cleaning and Laundry Er horfiál eg í augu Er horfist eg í augu við aringlæður, —einkum þegar stormur hvín, margur liðinn atburður minnisstæður mótast þar sem loginn dvín, þá haustnótl slær logntjaldi á hélugráa jörð, eg hamrana lít þar inn við Geirþjófsfjörð. Eg útlagann sá nálgast og rúnir rista, —reynslu sinnar hinsta ljóð. Mun hann kveða feigðaróð um frelsið mista —feiknstafi um hefnd og blóðf Nei, hjartasorg hans les eg ogheita frelsisþrá og liugprýði íraunum þeim sem draumar spá. Eg horfist í augu við aringlæður, —einkum þegar stormur hvín Iiverf eg burt í anda og ósk mín ræður, um það bil seb loginn dvín. —Þá haustnótt og kvíði slá hélugrimd á jörð, eg hugrekkið teiga — inn við Þeirþjófsfjörð. Nóv. 1935 Jakobína Johnson. —Dvöl. an. Fór eg fyrst 39 ferðir með "Vestu" til íslands, síðan 93 ferðir með "Botniu" og nú hefi eg komifc hingað 99 sinnum. Á striðsárunum (1917-18) lá "Botnía" í Seyðisfirði í heilt ár og vorum við þar um borð í skipinu allan tímann. "ísland" er bezta skipið, sém eg hefi verið á. —Hvað segið þér um viðkynn- inguna við íslendinga? —Mér finst þjóðin hafa breyst mikið frá því eg kom hingað fyrst. Mér fanst fólkið áður betra og ein- lægara en nú er, ekki jaf n stórsnúð- ugt. Þá gat hver talað við okkur óhreytta sjómenn eins og maður við mann, en nú er því ekki að heilsa. Mbl. 14. júní. Hon. John Bracken forsætisráfiherra Manitobafylkis FRÆGUR STJÚRNMALA- MAÐUR LATINN George Tchicherin, fyrverandi utanríkisráðherra Soviet-stjórnar- innar rússnesku, lézt í Moscow á miðvikudagsmorguninn, 64 ára að aldri. \rar hann talinn i fremstu röð stjórnmálamanna Xorourálfunnar sinnar tíðar. STERKUSTU HITAR SKM SÖGUR FARA AF Einsdæma hitar hafa sorfið að Sléttufylkjunum undanfarna daga. A þriðjudaginn náði hitinn hámarki og varð 106 stig í skugga. Mrs. Mary Dyma, þingmannsefni Liberal-Progressive flokksins í Winnipeg. IION. PETER VENIOT LATINN Siðastliðið mánudagskvöld lézt að heimili sínu að Bathurst í New Brunswick, Hon. Peter Vinot, fyrr- um forsætisráðherra þess fylkis og um eitt skeið póstmálaráðherra King-stjórnarinnar í Ottawa. Mr. Veniot var mælskumaður með í;'r gætum og harður í horn að taka. Hann var frekra sjötíu og tyeggja ára, er dauða hans bar að. N/jr brezkur rœðismaður í Reykjavík Bráðlega kemur bingað útsendur enskur aðalræðismaður. Hann heit- ir John Bowering. Hann er 42 ára að aldri og hefir lengi verið í þjónustu utanríkisráðu- neytisins brezka, og á ýmsum stöð- um, svo sem í Berlín, New York og víðar. — Hingað kemur hann frá Suður-Ameríku.—Mbl. 14. júní. Síldartunnur seldar fyrir 18—20 kr. Khöfn. 16. júní. Fiskimenn frá Marmöy í Noregi hafa leigt mörg skip með það fyrir augum að gera þau út á síldveiðar vio' ísland í sumar. Hafa þeir selt allmikið af væntanlegri Islandsveifii sinni fyrir 18^—20 kr. tunnuna.— Vísir. NÚMER 28 Frá Islandi Litlar fiskbirgðir og verzlunarjöfnufinr óhagstd'iíu r Ctflutningurinn fyrstu fimm mánuði ársins var hálfri milj. króna lægri í ár en á sama tíma í fyrra. t fyrra nam útflutningurinn kr. 14,- 673 þús., en í ár kr. 14,100 þús. Þegar þessa er gætt og jafnframt þess, að fiskbirgðir á landinu voru (31. maí) nær helmingi minm en um sama leyti i fyrra, fá menn skilið. hversu mikla þýtSingu það befir fyr- ir þjóðarbúskap íslendinga, að síld- veiðarnar í sumar takist vel. Fiskbirgðirnar námu 20,349 þurr- um tonnum 31. maí í ár, en voru 38,578 þur tonn um sama leyti í fyrra. 31. maí 1933 voru fiskbirgð- irnar 48,304 þur tonn. Vetrarvertíð er nú lokið. Aflinn er minni en dæmi eru til um ára- tugi. Aflinn var 31. maí í ár 23,- 735 þur tonn, en var 43,451 þur tonn i fyrra og 57,854 þur tonn árið 1933- Yerzlunarjöfnuður vor er óhag- stæður. Það er að vísu ekki óeðli- legt, þar eð útflutningur vor fellur aðallega á síðari mánuði ársins. Er verzlunarjöfnuðurinn þess vegna venjulega óhagstæður um þetta leyti árs. Innflutningur umfram útflutning nam í ár 1.2 milj. kr. í fyrra um sama leyti var verilunarjöfnuður- inn óhastæður um 3.2 milj. króna. 1933: óhagstæður um rúml. 600 þús. króna. En vissulega ber þess og að gæta, hve fiskbirgðir i landinu eru litlar og markaðshorfur óvissar. En alt veltur á því, hvernig haustkauptíð- in verður fyrir þjóðarbúskapinn og hvernig síldveiðarnar takast, hvort okkur auðnast að rétta við verzlun- arjöfnuðinn og hafa nægilega mik- ið aflögu í árslok til þess að greiða skuldir okkar erlendis. — Mbl. 12. júní. Sjóslys við Island 1935 .4rrið sem leið urðu sjóslys við Island með meira móti á mönnum og skipum. Um innlenda menn veldur þar mestu um áhlaupið, sem gerði 14. desember og bátatjónio" í Ólafsfirði 8. júní, þegar 19 vélbátar sukku og brotnuðu meira og minna, svo að 11 þeirra urðu ónýtir með öllu. Um útlenda menn og skip varð tjónið mest 22. janúar og 8. febrúar. Fórust þá tvö ensk fiskiskip "Jeria" og "Langanes" og druknuðu 30 menn. Samkvæmt yfirliti Slysavarnafé- lagsins, druknuðu á þessu ári 44 Is- lendingar, þar af 5 konur. í sjó f ór_ ust 35, en 9 í ám og vötnum. Tveir þýzkir sjómenn druknuðu hér við land, 5 franskir, 30 enskir Og 3 danskir. — Mbl. Beejarfulltrúi Rice-Jones þingmannsefni Liberal-Progressive flokksins í Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.