Lögberg - 09.07.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.07.1936, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JÚLÍ, 1936 Fréttir af alheimsþingi kvenna í Washitigton, D.C., 31. inaí til 6. júní Eftir frú Andreu Johnson. (Framh.) Seinni fundurinn var ekki eins fróSlegur, þar sem flest löndin höfðu nokkurn veginn sama stríÖið og hér er í Manitoba. Fólk úr bæj- unum sent út á land meÖ fáeinar skepnur og ögn af peningum til aÖ kaupa matvöru fyrir. Eg held aÖ ef landblettur væri lagÖur til handa þeim þá kanske gengi þetta betur, þau myndu vera stolt af aÖ gjöra sem mestar umbætur til aÖ gjöra litla heimiliÖ sitt vistlegra og fram- tíÖ barna sinna svolítiÖ bjartari. Einum erindreka frá hverju landi og var'þess vegna engin íslenzk kveöja. Eg var áreiÖanlega eina is- lenzka konan á þessum mikla fundi og hefÖi mér verið ánægja aÖ fá aÖ ávarpa mina íslenzku vini, en fyrir þessar kringumstæÖur var þaÖ ekki gert. Næsta dag voru lesnar skýrslur frá tilheyrandi félögum og voru þau mörg og mismunandi. The Women’s Institute i stórkostlegum meirihluta hjá öllumi þjóÖum. Það var ósköp skemtilegt aÖ heyra aÖ öll þessi fé- lög voru aÖ starfa aÖ því sama og viÖ erum hér í Manitoba. Heilsu- far, sérstaklega barna, er efst á dag- skrá hjá öllum. Vestur-Ástralía hefir sérstakan sjóÖ til þess aÖ geta tekið á móti börnum utan af landi, sem hafa verið á sjúkrahúsi og mega fara út úr spítalanum en ekki heim í bráð. Konurnar þar láta sér ant um brautir og tré, þær skilja þörfina á að hafa fólkið kyrt á landinu og gjöra þess vegna alt til þess að fólk. ið sé ánægt og geti liðið vel. Þær hafa sérstakar unglingadeildir eins og við U.F.M. gerum. Eg kyntist Lady Eleanor Cole frá Austur-Afriku, er hún ekkja og hefir 2 bújarðir, 80,000 ekrur, sem hún stýrir sjálf. Hún segir að Aust- ur-Afríka sé nokkuð lík Ameríku, afurðir landsins seljist fyrir hálft verð, eins og hér, og svo hafi þar verið 5 þurkaár með moldryki, eins og hér. Hún sagðist ætla að reyna að læra á meðan hún væri hér, hvernig hægt sé að koma í veg fyrir “dust stonms’’ og “erosions. Hún hefir 30,000 kindur og eitthvað af kúm. Hún er að reyna að hjálpa til þess að menta heimaþjóðina og Evrópu unglingana, sem eru að vaxa upp. Hún segist ekki vera hrædd að vera ein heima þó ekkert nema Afríkufólk sé í kring og 25 mílur til næsta þorps. Þýskaland hefir “Reichsnahr. stand” sem allir karlar og konur, sem vinna að landbúnaði, heyra til. Voru konurnar þaðan, Baroness Thronder og Comtess Keyserlingk fyrir hönd systra sinna heima, er stuðla að því að vinahönd og um- burðarlyndi geti komist á milli allra þjóðanna í gegnum starf A.C. W.W., og með því stofnað heims- frið. Countess Keyserlingk sýndi hreyfimynd, sem sýndi með hvaða hætti þar væri verið að kenna stúlk. um landbúnað og öll störf því við- víkjandi. Þetta er alt fritt fyrir vinnulausar stúlkur og þeim gefnir nokkrir aurar í hverri viku fyrir störf sín. Myndin var mjög fróð- leg. Stúlkur, sem eru að mentast eru skyldaðar að taka þessa grein. Ceylon plantaði ávaxtatrjám í sumar sem leið til minningar um MinningarhátiÖ konungsins sáluga. Mrs. Waithianothan sagði að þær væru að helga heilbrigðisstarfi og mentun krafta sína, Nýja Sjáland hefir sérstök heim- ili, þar sem mæður og börn geta komið til að hafa sumarhvild, og öll meðöl og læknishjálp ókeypis. Þær og senda þær út um heimilin úti á landi, semi ekki geta veitt sér þá hjálp, sem þörf er á, borgar félagið helming og jafnvel 2-3 af kaupi. 1930 sendu þær hjálp til 1,000 heimila. Eg hefi hér aðeins komið með nokkur sýnishorn af starfi kvenfé- lags, sem dálitið er fráskilið okkar vanalega starfi, sem er: Health, Drama, Folk Dancing, Education, Legislation and Co-operation, and Peace. Eg hefi ekki reynt að lýsa bæn- um Washington að nokkru leyti; þar sem það tæki alt of langan tíma, get eg aðeins sagt að fegurri borg hefi eg aldrei séÖ. ÞaÖ er eins og hvert stræti og hver bygging hafi sínar sögulegu endurminningar, og vafningsrósirnar, sem alstaðar voru til þess að prýða rauðu steinveggina, gjörðu alt svo yndislegt. ViÖ kom- um tvisvar í Hvíta Húsið, fyrst all- ir erindrekarnir á mánudaginn, í “Garderý Party” og tók Mrs. Roose- velt í hendina á öllum útlending- unum, og voru það allar konur, semi ekki áttu heima í Bandaríkjunum. Forsetinn sjálfur áyarpaði okkur frá veggsvölunum, svo á þriðjudag- inn voru Canada konurnar boðnar þangað aftur, og sýndi þá Mrs. Roösevelt okkur heimilið sjálft og gerði það með mikilli alúð. Á mið- vikudaginn var farið til Mount Vernon til þess að heiðra, ekki George heldur Mörthu Washington, með því að leggja blómvönd á leið- ið hennar, til minningar um hennar mikla starf fyrir allar konur. Var okkur leyft að skoða þeirra heim- kynni eins og þau voru, og eru. A fimtudaginn voru nokkrar kon- ur gestir hjá “The Sanka Club” sem er klúbbur kvenna í Washington, og eru þar aðeins konur, sem hafa fengið meðmæli til þess að tilheyra þeim klúbb, eins og t. d. “The Re- beccas.” Var okkur boðið að halda stuttar ræður. Aðal ræðuna flutti Mrs. Russell, frá Englandi, sem er kona, sem mikinn þátt hefir tekið í pólitík heima fyrir, meðal annarS sagði hún okkur að einn þingmaður þar hefði sagt sér að “The Associ- ated Country Women of the World væri ekki rétta nafnið fyrir þennan félagsskap, heldur ætti það að vera “The Unofficial League of Na- tions. Og er þ%Ö áreiðanlega til- finning, sem maður hafði allan tim. ann sem þingið var setið. “AÖ út- breiða alheims velvild.” Þessi klúbb- ur styrkir ungar stúlkur, sem vilja ganga mentabrautina, en hafa ekki kringumstæður til þess aÖ gjöra það, með því að lána þeim peninga, sem borgast eiga til baka. Þennan sama dag voru Canada konurnar boðnar til Mr. Wrong, sem er okkar sendiherra í Banda- ríkjunum sem stendur, þar til sá nýi er útnefndur, og voru allir hlut- ir gerðir þar til þess að gera dvölina sem skemtilegasta. Var stór og mikil sýning á hand- iðnaði og var þar margt sem maðu'r hafði ánægju af að skoða og læra hvaða mismunandi handiðn kæmi frá hverri þjóð. Mrs. Watt sagði að gaman væri fyrir konur, sem fyndist að alt ætti að vera tollfrítt að geta skift á handiðn sinni við kom ur um allan heim, og var hún viss Um að allar konurnar hefði ánægju af að geta hjálpað svo hver upp á aðra og kent sína sérstöku iðn, hvort sem væri til heimabrúks eða sölu. Voru handsaumuðu ábreiðurnar sér. stakar, þar sem hvert fylki hefir sitt vissa spor til þess að stinga ábreið- una, og á það ekki að vera brúkað nema þar. Konan, sem mest kvað að á þessu þingi, var frú Michelet frá Noregi, hélt eg kanske að það væri sér- plægni úr mér þar sem hún væri Skandinavi, en eg hefi frétt síðan eg kom heim að hinum konunum héðan fanst það sama. VTar hún erindreki Noregs, Danmerkur, Sweden og Finnlands, og er sá félagsskapur sem hún er forseti fyrir kallaður “The Northern Legion.” Hún sagði að á milli þeirra þjóða væri engin samkepni né afbrýðissemi, því þær vildú allar hjálpa 'systrum sínum til þess að vinna að því sama. Hún sagði mér að þær hefðu hvað eftir annað reynt að fá íslenzkar konur til þess að tilheyra þeim félagsskap, en ekki getað það. Vildi hún að eg reyndi að fá þær til þess að gera þar, þar sem það væri svo nauðsyn- legt fyrir allan félagsskap að hafa styrk af því að tilheyra öðrum lönd- um og starfa í einingu í gegnum það samband. Þær leggja mikla áherzlu á að hafa ungmennin í félagsskap þessum, þvi þær vita vel að velferð framtiðarinnar hvílir á þeirra herð- um. .Síðasta athöfn þingsins var mjög tignarleg, og fór hún fram “at the Water Gate Arlington Memorial gate” og var kölluð sólseturskveðja. Hafði verið reistur ræðupallur í fjörunni. Söfnuðust allir erindrek- ar saman uppi á bakkanum, og gengu í skrúðgöngu á eftir sínum fána nið. ur tröppurnar, og á meðan var spilað þjóðlag hvers lands eftir því sem þau komu af The Army and Navy Band. Þetta fylti mann lotningu og virðingu fyrir öllum þessum kon- um. Miss Frasinger, sem var forseti Bandaríkjadeildarinnar setti svo fundinn og kallaði á frú Marie Michelet til þess ^ð ávarpa konurn- ar og gerði hún það með þeim hætti, að engin kona, sem viðstödd var mun gleyma þeirri hugvekju. Hún sagði okkur að fara heim með þá ást, sem hefði verið veitt í svo fullum mæli hér, til bænda og fjölskylda, því ef við gerðum það, mundi gleði ríkja á heimilinu, og þar sem ást og gleðDríkti, þar mundi vera friður, og frá slíku heimili mundi útbreið- ast friðsamlegt umdæmi og mundi með þessu móti breiðast smátt og smátt lengra og lengra og myndi á endanum umkringja heiminn. Okk- ur vantar heim þar sem ríkir ást, á- nægja og friður, því með þeim hætti væri hægt að stofna guðsríki á jörð- inni, eins og Frelsarinn hefði boðið okkur. Hvert spor í þá átt er spor til stofnunar guðsríkis hér á jörðu. Við konurnar viljum ekki stríð, við vitum svo vel hvaða eymd og sorg það hefir í för með sér. Lát- um okkur allar tengjast höndum með innilegri bæn um nýjan kraft, nýjar hugsjónir og nýtt markmið. Andrea Johnson. MU Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- 0g verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business Gollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til drjúgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG r..-,ru-.n.--,n<->n<->o<-->n<->n<--,n<->nf-,n<-,nc->i var lofað að ávarpa á sínu eigin máli í útvarpið á mánudaginn. ís- land hefir ekki gengið í Sambandið hafa heimili handa unglingum utan af landi, sem koma í bæina til að ganga á miðskóla. Svo hafa þær konur, sem vanar eru hússtörfum Kaflar úr sögu hegningarhússins í Reykjavík Eftir Arna Óla. Þeir, sem við þennan þátt koma, eru fangarnir: Björn Gíslason, af Kjalarnesi, dæmdur 1804 til 2 ára hegningar- hússvinnu, síðan til líkamlegrar refsingar og æfilangrar þrælkunar á Brimarhólmi, eins og áður er sagt. Jón Gíslason, úr Ámessýslu, dæmdur af yfirrétti í 2 ára tukthús og refsað þar áður fyrir yfirsjónir Kjartan Ólafsson, úr Gullbringu- sýslu, dæmdur í 2 ára fangelsisvist, er hans getið áður viðvikjandi strok- tilraun. Þuriður Nikulásdóttir, úr Vestur- ísafjarðarsýslu (Þingeyri), dæmd til fangelsisvistar i 4 ár. Nikulás Pálsson, úr Snæfellsnes- sýslu, sem áður hefir verið getið viðvíkjandi þjófnaði í hegningar- húsinu. Guðrún Þórðardóttir, úr Snæ- fellsnessýslu, sem þá var í þann veg- inn að sleppa úr hegningarhúsinu. Gúðrún Egilsdóttir,. úr Snæfells- nessýslu, hafði verið dæmd í,2 mán- aða fangelsisvist. Fyrverandi fangar: Helga Ásmund'sdóttir, Vigfús Er- lendsson, Einar stóri Eiríksson, Guðríður Jónsdóttir. Af borgurum bæjarins: Þorsteinn Þorláksson, Nýlendu, Katrín dóttir hans, Hannes Magn- ússon i Þingholti, Þuriður Gunnars. dóttir kona hans, Jón Dúkur í Þing- i holti, Jón Guðmundsson í Þingholti, Sesselja Nikulásdóttir i Þingholti, Þorlákur Grimsson, Stöðlakosti. Jón lóss í Landakoti. Sigríður húsfrú í Melkoti. Guðrún Bersadóttir í Mel- koti. Sigríður í Nýjabæ. Guð- mundur Þóroddsson, vinnumaður, Gissur Magnússon. III. Þar er nú næst til máls að taka, að fanginn Björn Gíslason af Kjal- arnesi, sem áður hefir verið frá sagt, braust nú öðru sinni út úr hegningar húsinu um nótt til þess að fremja innbrot niðri í bæ. Þetta skeði aðfaranótt 22. októ- ber 1806. Braust Björn þá inn í krambúð Hans Matthías Tofte, hið svonefnda “norska hús” og stal þar ýmsu. Fór hér eins og áður, þegar hann braust inn í búð Jóns Laxdals, að hann mun hafa haft grun um það, að hús þetta væri mannlaust. Út af þessu varð mikið mál. Drógust inn í það ýmsir fangar, sem voru þá í hegningarhúsinu eða höfðu verið þar, svo og ýmsir borg- arar bæjarins. Þetta var kallað “tóbaksmál” og sýna yfirheyrslur í því og sanna það isem áður hefir sagt verið, að fang- arnir höfðu margskonar viðskifti innbyrðis, og einnig við fjölda manna víðsvegar um bæinn. Annað innbrot fangans Björns Gislasonar Hinn 14. nóvember hóf stjórn hegningarhússins yfirheyrslur í máli þessu. í stjórninni voru þá: Trampe stiptamtmaður, Geir Vidalin biskup, Benedikt Gröndal assessor, Goefoed 'sýslumaður og Thomas Klog land- læknir. Þykir rétt að þræða sem mest réttarhöldin, eins og þau eru bókuð í gerðabók hegningarhús- stjórnarinnar, vegna þess, að af því má sjá hvað fangarnir hafa verið ó- bilgjarnir og reynt fram á fremsta hlunn að hylma yfir hver með öðr- um, og hinum, sem voru í vitorði með þeim. Stundum hafa þeir logið vísvitandi í þessu skyni, jafnvel reynt að bendla saklausa við málið svo að það yrði flóknara. En smám saman skýrist það, og kemur þá margt einkennilegt fram. Eins og áður er sagt, var fyrsta réttarhald í máli þessu 14. nóvem- ber 1806. Var Björn Gíslason fyrst- ur kallaður fyrir. Hann var þá um tvítugt. Hann viðurkendi það, að hafa farið út um glugga í hegningarhús- inu um miðnætti 22. okt. Síðan kvaðst hann hafa farið til hins svo- nefnda “norska húss,” þar sem búð Tofte var og brotist inn um glugga með páli frá hegningarhúsinu (á svipaðan hátt og hann braust áður Guðfríður Guðmundsdóttir Nordal Þann 7. febrúar síðastl. andaðist á Almenna sjúkrahúsinu i Selkirk, Guðfríður Guðmundsdóttir Nordal; hún var fædd í Köldukinn á Álftanesi á Suðurlandi þann 7. september 1876. Foreldrar hennar vocu hjónin Guðmundur Lárusson og kona hans Steinunn Sigurðardóttir og munu þau hafa verið ættuð úr Borgarfirði og bjuggu þau mestan sinn búskap á Álftanesi og í Reykjavík. Guðfríður sáluga 'skilur eftir sig tvö börn frá fyrra hjóna- bandi, Elízabetu og Magnús, er hún gift Jóni Jakob Jónssyni, bú- sett í Seattle, Wash., en Magnús er búsettur í Reykjavík á ís- landi. Guðfríður sáluga fluttist vestur um haf frá Islandi árið 1911 og fór hún þá vestur til Saskatchewan og vann þar í fáein ár; kom svo til Winnipeg aftur og vann á saumaverkstæði þang- að til hún giftist eftirlifandi manni sínum, Nordal, frá Sel- kirk, Man., þann 23. apríl 1923, og var Fún eftir það búsett í Selkirk til dauðadags. Guðfríður-sáluga koim með dóttur sína að heiman, eins og áður er getið, 1911, og var þá Elizabet 11 ára gömul, og kom hún henni til menta og gekk hún á Jóns Bjarna- sonar skóla og Normal, og náði kennaraprófi, og kendi hún hér í nokkur ár á skólum i Manitoba. Magnús Runólfsson var alinn upp hjá þeim heiðurshjónum i Reykjavík á íslandi, Kriststeini Guðmundssyni og konu hans Guðrúnu, og komu þau honum til menta og er hann nú útskrifaður prestur af prestaskóla Islands. Llndir eins og Guðfríður kom til Selkirk-bæjar þá inn- ritaðist hún í íslenzka lúterska safnaðarkvenfélagið og starfaði í þeim félagsskap af trú og dygð á meðan að kraftar hennar leyfðu og eignaðist hún þar margar góðar vinkonur. Fyrir sex árum síðan kendi Guðfriður sáluga fyrst sjúkdóms síns, sem reyndist að vera hjartveiki, sem sí og æ var að ágerast, þangað til að enga hjálp var að fá, og fékk hún að síðustu hæ£t andlát þ. 7. febr. síðastliðinn. Guðfríður var fríð kona og vel að sér til bókarinnar og las allar bækur sem að hún náði í og var stálminnug á alt sem að hún las, og var mesta unun að tala við hana um norræn fræði og bókmentir. Við útför Guðfríðar sálugu kom það greinilega í Ijós hvað hún var vel kynt í þeim félagsskap, sem hún var i, og þótti 'svo vænt um að vera í og styðja af öllurn mætti, sem var kvenfélagið og söfnuðurinn. Og komu kvenfélagskonur allar, sem gátu komist, til að kveðja hana með hinni guðdómlegu við- höfn og lotningu, og var það á við heila prédikun að sjá þær allar kveðja félagssystur sína í síð^sta sinn, með hjartað fult af þakklæti til hinnar framliðnu systur fyrir vel unnið starf. Guðfriður hcitin var jörðuð frá íslenzku lútersku kirkj- unni í Selkirk þ. 11. febr. af séra B. Theodore Sigurðssyni, presti Selkirksafnaðar. Svo bið eg Drottinn að blessa og helga minningu Guðfríðar sálugu. Trygðamnur hinnar burtsofnuðu móður. KVEÐJUORÐ Selkirk, Man., 11. febr. 1936. í annað sinn á þessu nýbyrjaða ári, hefir kær félagssystir verið kölluð heim til síns himneska föður. Og nú þegar við erum í siðasta sinn að kveðja hana, fyll- ast hjörtun söknuði, því hún var oss öllum kær. Hún tilheyrði kvenfélaginu öll þau ár er hún bjó hér, og var skrifari þess um tíma. Hún sótti ætíð fundi, og við skildum vel að mikið væri hún lasin, þegar hún kom ekki á fund. Hún var mjög dygg og skyldurækin félagskona, enda unni hún þeim kristindómsmálum, sem við viljum hlúa að. Hún var framúrskarandi kir^jurækin, elskaði skáldskap og fagran kirkjusöng, og þess vegna viljum við heiðra minningu hennar með því að leggja smá upphæð í orgelsjóð safnaðarins. Vér vottum ástvinum hennar innilega hluttekning vora, og biðjum góðan Guð að blessa og styrkja mann hennar, er eftir stendur. Kvcnfélag Selkirk safnaðar, Stefania Sigurðsson, forscti. inn í Laxdalsbúð). Þar kvaðst hann hafa komist yfir 4 pund af brauði, nokkuð af fikjum, sem fanginn Kjartan Ólafsson hefði vísað sér á hvar voru geymdar, rauðan sirsdúk, flauelsband, púðursykur og nokkra bláa klúta, sem hann fann i skúffu. Þetta alt vafði hann innan í tvo poka, sem þau fangarnir Þuriður Nikulásdóttir og Kjartan Ólafsson höfðu lánað honum. Síðan fór hann inn í Þingholt og út með Arnarhóli og fól pokana þar á milli steina, og1 sótti þá ekki fyr en í næstu viku. Þegar hann kom heim til hegn- ingarliússins um nóttina, að loknu starfi, beið Kjartan eftir honum og hjálpaði honum inn um gluggann aftur. Vissu ekki aðrir af þessu ferðalagi en þeir Kjartan, Þuriður Nikulásdóttir og fangarnir Jón Jónsson ög Jón Gíslason. Hafði hinn síðastnefndi viljað sammælast við Björn um innbrotið, en gat ekki komið því við vegna þess, að hann hajði verið sendur vestuf að Nesi við Seltjörn til að vinna þar. Þegar Björn kom heim með þýfið í næstu viku, kvaðst hann hafa sýnt það föngunum Kjartani, Þuríði, Guðrúnu Egilsdóttur, Nikulási Páls- syni og Jóni Gíslasyni, og sagt þeim frá því, hvernig sér hefði áskotnast þetta. Kjartan hefði fengið nokk- uð af klútunum og flauelsbandið, en brauð, fíkjur og sykur kvaðst hann hafa gefið þeim Þuríði, Nikulási og Jóni Gíslasyni. Það sem þá var eftir hefði Þuríður tekið af sér til geymslu. (Framh.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.