Lögberg - 09.07.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.07.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JÚLÍ, 1936 t-m G«fl8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO <3.00 um árið—Borgist fyrirfram The, “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Heilbrigð álefnuskrá Á föstudagskvöldið var gerði forsætisráð- herra Manitobafylkis, Hon. John Bracken, heyrinkunn l>au kjarnaatriði, er hann fyrir hönd Liberal-Progressive flokksins styðst við og leggur undir úrskurð kjósenda. Mr. Bracken kemst ekki í hálfkvisti við Mr. Willis að því er örlæti í kosningaloforðum áhrærir, og hann lofar einungis því einu, sem skyn- samlegt er að lofa og ætla má með fullum rétti að hrundið verði í framkvæmd. Inntak úr stefnuskrá forsætisráðherra er birt á öðrum stað hér í blaðinu kjósendum til glöggvunar. Þegar Mr. Bracken flyttir ræðu heldur hann sér ávalt fast við efnið: hann sniðgeng- ur það ekki eins og sumir aðrir stjórnmála- menn, er gera aukaatriðin að aðalatriðum og reyna með skringilegum fagurgala að ná sam- líð áheyrenda; Mr. Bracken talar um stjórn- mál eins og menn yfir höfuð eiga að tala um öll mál, með fordildarlausri alvöru málstað .sínum til skýringar og stuðnings. Mr. Bracken hefir haft stjórnarforustu fylkisins á hendi í f jórtán ár; hann hefir stað- ið af sér fárviðri kreppunnar betur en nokkur annar stjórnarformaður í þessu landi, og þrátt fyrir allar ágjafir, brim og boða, stend- ur Manitoba betur að vígi fjárhagslega, en nökkurt annað fylki innan vébanda fyíkja- sambandsins canadiska; þetta hefir blaðið Financial Post viðurkent, og þetta er ómót- mælanlega sannað með samanburðarskýrslu þeirri um reksturskostnað og efnahag hinna einstöku fylkja, sem einnig er birt á Öðrum stað hér í blaðinu. Um fjárhag Manitobafylkis og stjórnar- starfræksluna yfirleitt hefir Financial Post meðal annars þetta að segja: “Fjármálaráð- ' gjafi Manitobafylkis, Hon. Ewen McPherson, færði nýlega gild rök fyrir því, að Manitoba ætti í rauninni heimting á því, að fá lán með lægri vöxtum í framtíðinni, en fram að þessu hefði gengist við. En í mótsetningu við ýmsa aðra stjórnmálamenn fylkjanna, er bygt hafa kröfur sínar um lækkun vaxta á fjárhags- kröggum eða gjaldþroti, byggir Mr. McPher- son málstað sinn á því hve góð.s álits fylkið í tíð núverandi stjórnar njóti, og hve lánstraust þess sé gott. 1 stað þess að ræna þá menn nokkru, er lagt hafa fé í fyrirtæki innan tak- marka fylkisins, leitar Manitoba samvinnu við þá og krefst viðurkenningar á rétti þeirra. 1 lok fjárhagsársins 1933 var tekjuhalli á fjárlögum stjórnarinnar, er nam 1.9 miljón. Með strangri sparsemi á sviði hinna viðráð- anlegu útgjalda og nýjum sköttum, var tekju- hallinn í árslok 1934 kominn ofan í $36,000. Árið 1935 hafði stjórnin á fjárlögum sínum tekjuafgang er nam $159,000, en nú í ár var um $212,000 tekjuafgang að ræða. Með þetta fyrir augum verður ekki ann- að sagt, en krafa Manitoba um bætt söluskil- vrði fyrir veðbréf sín og lækkaða vexti, hafi við gild rök að styðjast. t’að er engin ástæða til þess að spyrða saman veðbréf Vesturfylkj- anna í eina heild. Manitoba stendur í þessu tilfelli langtum betur að vígi en hin Vestur- fylkin og þarafleiðandi er það í alla staði rétt- ma:tt, að því sé skipað á sérstæðan bekk við- víkjandi veðbrófasölu þess. Önnur fylki geta auðveldlega tekið Mani- toba sér til fyrirmyndar; það hefir lækkað hin viðráðanlegu útgjöld og ekki horft í það að stofna til nýrra tekjulinda til þess að úti- loka tekjuhalla. Það er góð ástæða til þess að óska stjórn- inni og borgurunum í Manitobafylki til ham- ingju með útkomuna. ” Ekkert einkafyrirtæki þrífst nema því að- eins, að það eigi góðri framkvæmdarstjórn á að skipa; sama reglan gildir um forustu þjóð- félagsmálanna. Þegar alt kemur til alls verð- ur ekki annað sagt, en núverandi stjórn hafi reynst vel og verðskuldi fyllilega endurkosn- ingu. Kjósendur eiga heldur ekki í annað hús að vernda eins og til hagar um afstöðu flokk- anna og stefnuskráratriði þeirra. Útdráttur úr skýrslu Landsbanka Islands 1935 Með tilliti til þess hve Islendingar vestan hafs láta sér alla jafna ant um sérhvað það, er að hag heimaþjóðarinnar lýtur, þykir hlýða að prenta hér upp nokkurn kafla þeirrar fróð- legu skýrslu, sem nú hefir nefnd verið': “Síðastliðið ár var á flestan hátt mjög erfitt. Viðskiftaörðugleikarnir hafa enn auk- ist og bitna þeir einkum á aðalútflutnings-( vöru vorri, saltfiskinum. Hefir árið því verið sérstaklega erfitt fyrir sjávarútveginn, þar sem saman hefir farið lítill afli, lágt verð og treg sala. Landbúnaður. Veturinn frá áramótum til vors var yfir- leitt umhleypingasamur og útibeit notaðist illa, þó snjólétt væri. Er leið á vorið, varð úthtið ískyggilegt með fóðurbirgðir, einkum norðan- og austanlands, þar sem hey voru léleg frá sumrinu áður. Um sumarmál brá til betra tíðarfars og í maí var einmuna góð tíð um land alt. Gréri þá fljótt og fjárhöld urðu vfirleitt góð, þó lambadauði vrði nokk- ur á Norður- og Austurlandi. 1 júní gerði kulda og kom kyrkingur í gróður. Sláttur bvrjaði því í síðara lagi og framan af slætti var tíð heldur óhagstæð. Með höfuðdegi sldfti um tíðarfar og gerði ágætistíð á Suður- og Suðvesturlandi, en annarsstaðar rosa, og urðu nokkur hey úti, einkum á Norðurlandi. Yfirleitt mun heyskapur hafa verið minni en í meðallagi. Garðrækt er nii meiri en nokkru sinni áður, en sprettan var tæplega í meðal- lagi. Gróðurhúsum hefir enn fjölgað og eru nú um 40 alls. Veturinn til áramóta var góð- ur á Suður- og Suðvesturlandi, snjólétt og staðviðri, en annarsstaðar óþurkatíð með stórviðrum. Fénaður var vel í meðallagi til frálags. Meðal skrokkþungi dilka 12.94 kg. Slátrað var um 370,000 fjár og er það nokk- uð minna en árið áður. Til úíflutnings var slátrað um 190,000 fjár,, þar af frystir um 120,000 skrokkar. Saltkjötsverðið var heldur hærra en árið áður. Fyrst um haustið var það 85—90 n. kr. tunnan, en fór hækkandi, er á leið haustið. Verðið á freðkjöti hækkaði og töluvert. Var það kr. 1.00—1.05 kg. fob. fyrir þann hluta, sem seldist á árinu. Á innlend- um markaði var verð á kjöti sett hið sarna og árið áður. Um áramót var saltkjötið því nær alt selt, en meira en helmingurinn óseldur af j freðkjötinu. Verðið á ull var hærra en árið áður, en kr. 1,80 kg. á norðlenzkri ull, en kr. ! 1.60 á sunnlenzkri ull. Verð á gærum hækk- aði og enn og var kr. 0.90 kg. Ull og gærur : voru allar seldar um áramót. Refrækt og alifuglarækt hefir aukist tölu- vert á árinu, og hefir viðkoma refabúanna gengið mest til fjölgunar búa eða á búum. Mikið hefir færst í aukana síðustu árin alls- konar félagskapur bænda til eflingar fram- leiðslu þeirra, og eru nú um 100 nautgripa- ræktarfélög, tæplega 50 hrossaræktarfélög, 15 fóðurbirgðafélög og 6 sauðfjárkynbótafélög. Styrkur til jarðabóta þeirra, er mældar voru á þessu ári og gerðar 1934, nam 632,000 kr., en jarðabótadagsverk voru 669,000. Lán- veitingum Kreppulánasjóðs var að fullu lok- ið á árinu. Alls voru veitt 2816 lán, að upp- ha>ð um 9.7 milj. kr. Af þessari upphæð hafa gengið um 3 milj. kr. til greiðslu veðtryggðra i skulda og í vexti og afborganir af fasteigna- veðlánum og ríflega 6.2 milj. kr. til greiðslu lausaskulda og forgangsskulda. Lausaskuldir þær, er um var samið, námu rösklega 14. milj. kr. Þar af voru feldar niður um 8 milj. kr., eða 56.9%, en 43.1% greiddust af kreppu- lánum. / Sjávarútvegur. Aflabrögð voru í lakasta lagi á árinu. Á land bárust 50,002 tonn. Er það 11,878 tonn- um eða hér um bil 19% minna en árið áður, og 27% minna en 1933. Þó má taka það fram, að fyrstu mánuði ársins var töluvert flutt út af ísuðum bátafiski, en hann er ekki talinn hér með. — Minkun aflamagnsins staf- ar að nokkru leyti af lökum gæftum fyrst á árinu, en þó aðallega af rýrari afla, þegar á sjó var farið, og þá einkum á Norður-, Vestur- og Austurlandi. Fiskurinn var bæði stór og feitur. Tala togaranna var 37 í ársbyrjun og sama í árslok. Varð engin breyting á togara- flotanum á árinu. Tala úthaldsdaga togar- anna á saltfisksveiðum var 3,085 móti 3,362 árið áður, eða hér um bil 8% færri, en tala veiðiferða 309 móti 340 árið áður. Að öðru leyti var þátttáka í fisldveiðunum heldur minni en árið áður, eða í maí, þegar þátttakan var mest, 832 skip með 5,657 manns, en árið áður voru það í sama mánuði 891 skip með 6,485 manns. Afli togaranna á togdag var þrátt fyrir styttri úthaldstíma töluvert minni en árið áður, eða 5.75 tonn, en árið áður var hann 6.1 tonn og 1933 6.6 tonn. Fyr. ir önnur skip var vertíðin á Suður- landi víðast miður góð. í Vest- mannaeyjum var þó geysiafli, mjög ámóta og árið áður. Á Akranesi var aftur á móti mjög lélegur afli og tiltölulega lélegri en i nokkurri ann- ari af stóru verðstöðvunum sunnan- lands. 1 Grindavík aflaÖist sæmi- lega, en frekar laklega i Keflavík og Njarðvíkum. 1 SandgerÖi aflaðist sæmilega og í verstöðvunum austan- fjalls í meðallagi. Á Vestfjörðum varð aflinn meÖ því lélegasta, sem lengi hefir verið, og var þá imikið af því sem veiddist sótt undir Jökul og suður í Faxaflóa. Tilraunir voru gerðar þar á árinu með veiði kampalampa og virðist vera hægt að stunda þá veiði þar með góðum á- rangri. Á Norðurlandi brást veiði ! því nær alveg og var aflinn þar ekki i nema rúmlega helmingur af því, sem j hann var árið áður, og rúml. fjórði j hluti af aflanum 1933. Á Austur- | landi var aflinn meÖ allra minsta ! móti. Umbætur, sérstaklega að því j er snertir bryggjugerðir og hafnar- I bætúr, hafa verið með mesta móti á árinu. Fiskþutkunin gekk yfirleitt sæmilega, sérstaklega á Suðurlandi. Saltfiskútflutningurinn gekk mjög treglega sökum innflutningshafta í þeirra, er sett hafa verið hjá þeim^ I þjóðum, sem eru aðal kaupendur að 1 saltfiski vorum. VerðiÖ var og fallandi. VerðiÖ á Spánarverkuðum stórfiski var í ársbyrjun 78 kr. skpd. til útflytjenda, en féll svo niður í kr. 74 skpd. í marz—imaí og niður í kr. 70 skpd. á nýju framleiðslunni í júní—desember. Á Norðurlands- fiski var verðið kr. 80 skpd. og á ! Austurlandsfiski kr. 85 skpd. Á Portúgalsverkuðum fiski var verðið alt át'ið kr. 70 skpd. og á labrador- fiski kr. 57 skpd. Pressufiskur var fyrri hluta ársins seldur á 30 au. kg., en seinni hluta árs á 28 au. kg. Yfir- leitt má segja, að þetta ár hafi verið eitt hið versta fyrir útgerðina; lækk_ að verÖ bæði á saltfiski og ísfiski, litil veiÖi, sérstaklega utan Sunn- lendingaf jórðungs og á togurunum, : og þó treg sala á hinum rýra afla. Skárst var afkoma vélbátaútgerðar- innar á SuÖurlandi, og þó viða slæm. Sölusamband íslenzkra fiskfram- leiðenda hélt áfram starfsemi sinni á árinu, með nokkuð breyttu fyrir- komulagi. Skal stjórnin kosin af fiskframleiðendum að mestu leyti i hlutfalli við fiskmagn. Hafði sam- bandið UmráÖ yfir 90% af saltfisk- útflutningnum á árinu. Á árinu tók til starfa fiskimálanefnd, er skipuð var samkvæmt lögum frá 1934. Skal nefndin hafa forgöngu um markaðs- leit og tilraunir til aÖ selja fisk á nýja markaði. Auk þess getur at- vinnumálaráherra falið nefndinni úthlutun útflutningsleyfa á fiski. Markaðs- og verðjöfnunargjald það, er sett var á árið áður, féll niður 12. desember þ. á., en ráðstöfun sjóðs- ins er enn ókunn. Útflutningurinn minkaði enn mikiö á árinu. Var hann, miðað við verkaðan fisk, 48,- 777 tonn, en 58,562 tonn árið áður, og hefir hann því minkað um tæp 17%. Frá því 1933 hefir útflutn- ingurinn minkað um 32% eða hér um bil þriðjung. Útflutningurinn til Spánar hefir enn minkaÖ mikiÖ sök- um innflutningshaftanna þar, og út- flutningurinn til ítaliu hefir fallið niður í tæpan helming móts viÖ áriÖ á undan, sem bæði orsakast af inn- flutningshömlum þar og jafnframt af gjaldeyrisskorti Jtalíu vegna stríðsins við Abessíníu. Útflutning. urinn til Portúgals hefir einnig minkað, þó eigi verulega. Aftur á Imóti jókst útflutningur til Uan- merkur, Noregs og Bretlands, og auk þess er nú farið aÖ flytja fisk til Suður-Ameríku, en það hefir ekki verið gert undanfarin ár. Mest- ur var útflutningurinn í marz og apríl. Fiskbirgðirnar í landinu voru um áramót 18,598 tonn. Árið áður voru þær 17,778 tonn og hafa birgð- irnar því aukist um 820 tonn, þrátt fyrir það hve óvenju lítill aflinn var. í Noregi hafa og fiskbirgðirnar auk- ist töluvert og enn þá meira í Fær- eyjum. Aftur á móti hafa þær mink- að nokkuð í aðalviðskiftalöndum vorum. ísfiskferðir togaranna voru 207 á árinu, en 204 árið áður. Af ferð- unum voru 35 til Þýzkalands skv. endurnýjuðum samningi á árinu. Meðalsala var 1,178 sterlingspund og er þaÖ töluvert lægra en áriÖ áÖ- ur, var þá 1,309 pund sterling, en þó mun hærra en næsta ár þar á undan. Stafar þessi lækkun ein- göngu frá sölunum til Englands, því að Þýzkalandssölurnar voru töluvert hærri en árið áður. A8 nokkru mun þessi lækkun orsakast af því, að tak- markað var fiskmagn það, er togari mátti flytja i hverri ferÖ. Þó var verð á þorski og ýsu lægra en árið áður, en flatfiskverð hærra. Eins og árin á undan, var mikið af þess- um fiski keypt af bátum. Gufubrætt meðallalýsi var í góðu verði, álika og árið áður. Var þaÖ í ársbyrjun 72—74 au. kg. við fyrir- framsölu, hækkaði í febrúar upp í 83 au. kg. hæst. Siðan féll það aft- ur niður í 80 au. kg. og hélzt þannig nokkuð. Um haustið var verðið 76 au. kg. fyrst í stað, en fór síðan hækkandi upp í 82 au. kg. í desem- ber. Megnið af lýsinu seldist fyrir um 80 au. kg. SíldveiÖin gekk illa á árinu. Veið_ in byrjaði að vísu snemma og var um tíma mikill landburður. ETm 20 júlí, þegar aðal síldveiðin vanalega hefst, -mátti heita að síldin legðist alveg frá og veiddist eftir það hverf- andi lítið fyrir NorÖurlandi. Kom þetta isérstaklega niður á saltsíldar- veiðinni, sem ekki byrjaði fyr en 22. júlí. Bætti það þó nokkuð úr í þvi efni, að seinni hluta sumars og um haustið varÖ töluverð saltsildar- veiði í Faxaflóa. Hefir ekki veriÖ um slikt að ræða áður. VeiÖi þessa sóttu og skip úr öðrum f jórðungum. Saltaðar (og sérverkaðar) voru 134,000 tunnur, en í bræðslu fóru 366,000 mál. Voru 52,000 tn. af saltsíldinni frá Faxaflóa. ÁriÖ áður var saltsíldin 217,000 tn., en í bræðslu fóru þái 458,000 mál. Mink- un saltsíldarmagnsins kom aðal- lega niður á matjesverkaðri síld, sem mátti heita að væri nær engin á ár- inu. VerðiÖ á bræðslusíld hækkaði og var á árinu kr. 4,00—4.30 málið, en hefir undanfarið verið kr. 3.00. í Sólbakkaverksmiðjunni var það þó kr. 4.30—4.50 málið, en var árið áður kr. 3.50. VerÖið á síld til sölt_ unar var í byrjun veiðitímans kr. 6.50 á saltsíldartunnu, en fór mjög hækkandi, er kom fram í ágúst, og komst um haustið alt upp í 30 kr. á tunnuna. Á söltuðu síldinni var verðið á fyrirfram seldri síld kr. 17.50 tunnan, en hækkaði brátt og mun hafa komist upp í kr. 54.00 á algengri saltsíld og kr. 69.00 á mat- jesverkaðri síld. Er 'síldarverksmiðjurnar urðu að hætta síldarbræðslu á miðjum síld- veiðitíma, var farið að gera til- raunir til að veiða og bræða karfa, og hefir það áður lítt þekst hér á landi. Af karfa voru veidd 45,000 mál og voru að meðaltali greiddar kr. 4.59 fyrir málið. Tókust þessar tilraunir svo, aÖ líkur eru til að þeirri veiði verði haldið áfram. inu skemt með söng og hljóðfæra- slætti. Helzt er aÖ minnast söng- flokksins, bæði karlakórs og bland- aðs kórs, er báðir sungu eitt núm- erið eftir annaÖ og hvert öðru meira metið af áheyrenlum. Mr. Vigfús Guttormsson stjórnaði söngnum bæði við guðsþjónustuna og á sunnudagskveldið og aðstoðaði hann dóttir hans, Miss Dora Guttormsson, er var alveg óþreytandi. Einnig komu þær Miss Pearl Halldorson, Bertha Laronde og Lilja Johnson fram (piano isolos) og Miss Josie Halldorson (vocal solo) ; einnig Helen Einarson, IJelen Ingimundar- son og Bertha Laronde ,með fram- sögn, og Mrs. N. Hjálmarsson. Forseti kvenfélagsins “Björk,” Lundar, ávarpaði þingið og bauð alla gesti og erindreka velkomna. Einnig rétt fyrir þingslit, flutti hún stutt ávarp til þingsins. Séra Guðmundur Árnason og séra Jóhann Frederickson ávörpuðu þing- ið og kváðu báðir þetta í fyrsta sinni að þeim hefði veist sá heiður að á- varpa kvenfélagsþing. Eftir að samkomunni var slitið á sunnudagskvöldið var öllum við- stöddum boðið til veitinga úti i garð- inum i kringum kirkjuna, er var lýstur rafmagnsljósum, og þar sem veitingar voru til reiðu og löng borÖ sett með alls konar góðgæti. Karla- kórinn söng fram eftir kveldi og tók mannfjöldinn undir með þeim í hin- um gömlu og góðu íslenzku söngv- um. Á meðan á þinginu stóð veitti kvenfélagið “Björk” máltíðir i nýja safnaðarhúsinu rétt við kirkjuna; er það mjög mikil þægindi fyrir söfnuðinn að eiga þetta hús. Kosning embættismanna fór fram á laugardagskvöldið. Var stjórnar- nefnd félagsins, sém hafði veitt Bandalaginu forstöðu (sumar frá stofnun félagsins) vottað þakklæti með því að allir stóðu á fætur. Embættismenn fyrir hið nýja kjörár: Heiðursforseti— Mns. F. Johnson, Winnipeg, Man. Forseti—Mrs. S. Ólafson, Árborg, Man. Vara-forseti—Mrs. O. Stephensen, Winnipeg, Man. Skvifari—Mrs. H. Danielson, Árborg, Man. BréSaviÖskifta skrifari — Mrs. H. Erlendson, Árborg, Man. Fél irðir—Mrs. S. Sigurdson, Árborg, Man. Vatn-féhirðir—Miss K. Skúlason, Árborg, Man. IVítAráðanefnd—Mrs. W. Péturson, Baldur, Man.; Mrs. N. Hiálm- arsson, Lundar, Man.; Mrs. B. S. Benson, Winnipeg, Man. Nefnd til að annast uppfræðslumál félagsins—Mrs. H. G. Henrick- son, Winnipeg, Man., Mrs. O. Stephensen, Winnipeg, Man. Kvenfél. “Fjólan”, Guðbrands- söfn., Brown P.O., Man., gekk inn í Bandalagið. (Fram.) Frá Þingi Bandalags Lúterskra Kvenna Bandalag lúterskra kvenna kom saman á sitt tólfta þing að Lundar, Manitöba, á föstudagskvöldið, laug- ardaginn og sunnudaginn, 3-4-5 júli. Þingið var sett i kirkju lúterska safnaðarins meÖ stuttri bænagjörð, er Mrs. S. Ólafson stýrði. Fór svo fram skemtiskrá; var aðalliÖurinn erindi, er Miss GuÖrún Bíldfell frá Winnipeg, flutti um “Mentamál vorra breytilegu tíma.” Laugardeginum var að mestu leyti variÖ til þingstarfa. Mrs. A. V. Ol- son, Lundar, Man., flutti erindi, er hún nefndi “Co-operation of Par- ents and Teachers.” Sunnudaginn var haldin guðs- þjónusta, prédikaði þá séra Jóhann Frederickson; var þar stór söng- flokkur til staðar. Sunnudagskvöldið var mikil sam- köma; komu þá fram Mrs. A. Buhr, Winnipeg, Man., með erindi “Trú- boð” og Mrs. G. Thorleifson, Lang- ruth, Man., erindi “Hvert stefnir” eða “Æskan og framtíÖin.” Á öll- um þessum mannfundum var fólk- Erindrekjir viðstaddir frá Lang- ruth, Lundar, Baldur, Winnipeg, Gimli, Árborg, Riverton, Árnes, Geysir, Grund, Glenboro og Brown. Erindrekar og gestir til þingsins komu til Winnipeg á mánudags- tnorgun eftir mjög athafnamikið þing, með kærleika í hjörtum og þakklæti til allra þeirra, er höfðu hjálpað til þess að gera þessa daga svo ánægjulega. F. Benson. Samningar um síldveiðikjör. Fyrir hönd Alþýðusambands Is- lands undirritaði Erlingur FriÖjóns- son kaupfélagsstjóri í dag samninga um kjör á sildveiðum í sumar við útgerðarmannafélag Akureyrar fyr- ir öll síldveiðiskip á Akureyri, 23 að tölu, auk síldarskipa Ingvars Guðjónssonar, sem Erlingur fyrir hönd Alþýðusambandsins hafði áÖ- ur samið við. Kjör á síldveiðum um hlutaskifti og hlunnindi eru hin sömu og í fyrra, en kauptrygging á skipum yfir 60 smálestir er 200 kr. á mánuði og alt að 60 kr. á mánuði fyrir fæði, en 150 kr. kauptrygging á skipum undir 60 smálestir og sama fyrir fæði.—Vísir 15. júní.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.