Lögberg - 09.07.1936, Blaðsíða 8

Lögberg - 09.07.1936, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JÚLl, 1936 Ur borg og bygð G. T. PICNIC Hin árlega skemtiferÖ St. Heklu og Skuldar verður farin til Kildonan Park næsta sunnudag þann 12. þ. m. —Sérstakur strætisvagn fer vestur Sargent Ave. til Dominion St. og svo frá G. T. húsinu kl. 1.30 e. h. Fargjald aðeins 5C.—Fólk hafi með sér matkörfur sínar, en kaffi verð- ur veitt á staðnum ókeypis, en ís- rjómi handa börnum. Allir bind- indisvinir velkomnir. Dr. A. B. Ingimundson verður staddur i Riverton Drug Store þriðjudaginn 14. þ. m. “Heimsókn til Betel Eins og undanfarin ár ákveður kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar i Winnipeg, að heimsækja elliheimil- ið Betel að Gimli, Man., fimtudag- inn 16. júlí n.k. Fólksflutningsvagn fer frá kirkjunni á Victor St. kl. 9.30 f.h. Þeir sem óska eftir að taka þátt í förinni gjöri svo vel að gefa sig fram við Mrs. S. Backman, simi 21919'eða Mrs. S. O. Bjerring, sími 39 732. Far fram og til baka $1.25. Mannalát Ungfrú María Bjarnason frá Ár. borg og ungfrú Catherine Bennett frá Winnipeg Beach voru staddar í Winnipeg um s.l. helgi og lögðu af stað á mánudaginn í kynnisferð til frændfólks síns vestur á Kyrrahafs- strönd. Meðan þær dveija þar verða þær gestir frænda síns Dr. Jóns Árnasonar í Seattle og frænkna sinna Mrs. Guðjóhnspn og Mrs. Harvey í Vancouver. Siðastliðinn sunnudag fór fram sameiginleg gullbrúðkaupsathöfn hjónanna Jóhannesar og Sigurlaugar Einarsson við Calder og Guðmundar og Guðrúnar Sveinbjörnson við Churchbridge, Sask. Byrjaði at- ■höfnin með stuttri guðsþjónustu i kirkju Konkordia safnaðar, þjónaði prestur safnaðarins fyrir altari; var síðan gengið til skemtana í sam- komuhúsi safnaðarins; vistir miklar og góðar voru og fram bornar og fjöldi manns samankominn. Heilla- óskir voru fluttar brúðhjónunum. Fylgir þeim góðhugur allra og virð- ing. Gjafir til Betel í júní 1936. Mr. H. G. Nordal, Theodore, Sask., $5.00; Kvenfélag Víðines- safnaðar “Sigurvon” $10.00; Mrs. G. R. Blackburn, Chicago, 111. $5.00; Mr. T. W. Thordarson, Fargo, N.D., $10.00; Mr. og Mrs. Elmer Ferguson og Miss A. Ethel John- son, Minneota, Minn., $2.00; Mr. John Strand, Canby, Minn, $2.00; Mr. Alex. E. Johnson, Glenboro, Man.; $1.00; Kvenfélag Frelsis- safnaðar, Grund, inntektir af hlut gefnum af Guðbjörgu sál. Goodman, $18.80; Gjöf úr dánarbúi Guð- mundar sál. Hannessonar, G. F. Jónasson umboðsmaður, $200.00. Innilega þakkað í umboði nefnd- arinnar, /. /. Swanson, féhirðir 601 Paris Bldg., Wpeg. Á miðvikudaginn þann 1. þ. m., lézt að heimili dóttur sinnar, Mrs. S. J. Sigmar, ste. 7 Ruth Apartments hér í borginni, Dr. Jóhann Sigurður Jacobson, 64 ára að aldri. Hann lauk læknaprófi í Chicago og flutt' ist til Canada 1912. Dr. Jacobson stundaði lækningar á ýmsum stöð- um í Saskatchewan fylki, svo sem W'ynyard, Mozart, Verret, Jansen, og síðast að Lac Vert. Hann lét af lækningum í fyrra. Dr. Jacobson lætur eftir sig ekkju ásamt tveimur dætrum, þeim Louise Sigmar og tveim sonum, Victor í Brandon og Jacob í Winnipeg. Útfararathöfnin fór fram á föstudaginn kl. 2 frá út- fararstofu Bardals. Dr. B. B. Jóns- son jarðsöng. Dr. Jacobson var gáfumaður mikill og fróður um margt. Messuboð Séra Jóhann Fredriksson messar í Langruth sunnudagana þ. 12., 19. og 26 júlí, klukkan 2 e. h. Guðsþjónusta með vígsluathöfn er ákveðin i kirkju Konkordia safn- aðar næsta sunnudag, þ. 12. þ. m. Á að vígja nýjan prédikunarstól, sem væntanlega verður þá til staðar og fullgerður.—S. S. C. Séra Jóhann Bjarnason býst við að hafa messu, með feriming og alt- arisgöngU, í kirkju Mikleyjarsafn- aðar sunnudaginn þ. 19. þ. m., kl. 2 e. h.—Fólk þar á ey er beðið að at- huga þetta og að fjölmenna við kirkju.— Hjónavígslur Guðsþjónustur { prestakalli séra Haraldar Sigmar: Mountain kl. 11 f. h. Garðar kl. 2.30 e. h. Hallson, ensk messa kl. 8 e. h. Þriðjudaginn þann 30. júní s.l. andaðist að heimili sínu við Lang- ruth, Man., Þórhallur Guðmundsson 69 ára að aldri. Hann var jarðsung- inn frá lútersku kirkjunni í Lang- ruth fimtudaginn 2. júli að við- stöddu f jölmenni. Séra Guðmundur P. Johnson talaði yfir líkbörum hins látna og jós hann moldu. Þórhallur sál, var góðmenni hið mesta, elskað- ur og virtur af öllum bygðarbúum. Hann var lagður til hinstu hvíldar í grafreit Islendinga við Big Point. U Karl litli yy Eg hefi nú fengið til sölu nægar byrgðir af þessari sögu. Er hún eftir söguskáldið okkar góða, J. Magnús Bjarnason, og gefin út af E. P. Briem í Reykjavík. Bókin er 240 bls., í mjög snotru bandi, og kostar nú hér $2.00. Hefir þessi saga hlotið bezta lof allra þeirra, er um hana hafa skrifað. Eg vil geta þess, að eg hafði áður útvegað mönnum hér fáein eintök af þessari sögu, og varð þá að setja verðið $2.50, en nú komst eg að betri kjör- um og gat því lækkað verðið niður í $2.00. Látinn er að heimili sínu í Mikley, þ. 26. júní s.l., Guðmundur Ólson, smiður, nálega 67 ára gamall, f. að Bakkakoti í Skorradal, þ. 7. júlí 1869. Flutti af íslandi árið 1900. Hefir stundað iðn sina á ýmsum stöðum hér vestra, þar til í sept- embermánuði í fyrra, að hann varð lítt fær til vinnu og lá rúmfastur frá því á öndverðum síðastliðnum vetri. Var yfirsmiður að kirkju Mikleyj- arsafnaðar og ýmsra annara húsa þar á ey. Þótti góður smiður. Tveir synir, Eggert og Margeir, unglings- menn, búa nú með móður sinní á Mikley. Eldri börn Guðmundar eru Hjaldur Óskar og Unnur Clara, bæði búsett hér í borg. — Jarðarför hins látna fór fram frá kírkjunni í Mikley þ. 1. júlí og var fjölmenn. nánustu vinir og ættfólk þar einnig viðstatt. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Messur í Argyle prestakalli sunnu- daginn 12. júli 1936: Baldur, kl. 11 f.h. Grund, kl. 2.30 e. h. Glenboro, kl. 7 e. h. Brú, kl. 9 e. h. E. H. Fáfnis. Guðsþjónusta í Templarahúsinu Eftir tilmælum margra Jslendinga í Winnipeg, flyt eg messugjörð í Templarahúsinu sunnudaginn 12. júlí, kl. 7 e. h. efri salnum. Um- ræðuefni “Hin stóra hjörð.” Fólk er beðið að fjölmenna og hafa sálmabókina með sér. — Allir vel- komnir. Guðmundur P. Johnson. Bjart og rúmgott herbergi til leigu nú þegar að 591 Sherburn St. Sími 35 909. VEITIÐ ATHYGLI Mr. Paul Bardal bæjarfulltrúi, er leitar kosningar til fylkisþings hér í borginni við kosningar þær, sem fram fara þann 27. þ. m., hefir opn- að kosninga og upplýsinga skrif- stofu að 728 Sargent Ave., Cor. Beverley Street. Þetta eru stuðn- ingsmenn hans beðnir að festa i minni. Laugardaginn 4. júlí, voru þau Gunnlaugur kaupmaður Jóhannsson og ungfrú Þórunn Rósa Magnússon, bæði til heimilis í Winnipeg, gefin saman íhjónaband, af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Samdægurs lögðu þau af 'Stað í mikla skemtiferð billeiðis. Með þeim fóru sonur hans og tengda- dóttir, Haraldur og Gertrude. Ferð- inni var fyrst heitið til Regina, en þar bætist við í hópinn Guðrún dótt- ir Gunnlaugs, hjúkrunakona í Sas- katoon. Þaðan verður farið suður i Bandaríki og meðal annars höfð nokkur viðdvöl i Yellowstone Park. Komið verður , borgirnar Salt Lake City, San Francisco, Los Angeles og San Diego. Þá verður haldið norður, alla leið til Portland og síð- ar til Blaine í Washingtonríki. Þar búast þau við að sækja íslendinga- dagssamkomu. Til Vancouver verð- ur farið og svo suður til Seattle. Þar verða þau á annari íslendingadags- samkomu. Geta má þess að Mr. Jó- hannson átti um eitt skeið heima í Seattle. Frá Seattle verður farið austur og heim. Gjört er ráð fyrir að ferðalagið taki einar 5 vikur. Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafssyni á prestsheimilinu í Árborg 2. júlí, Miss Bergthora Pauline Lifman og Mr. Theodore David Urry, sama staðar. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. B. J. Lifman í Árborg, en brúðgum- inn er af enskum ættum, er hann sonur Mr. og Mrs. Arthur Urry í Árborg. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Árborg. Magnús Peterson 313 HORACE ST., Norwood, Man. Claude John Burrows,’ 37 ára gamall, druknaði í Winnipegvatni, skamt frá Gimli, þ. 30. júní s.l. Kona hans íslenzk, Kristín að nafni, f. Anderson. — Jarðarförin fór fram frá kirkju Gimlisafnaðar þ. 4. júlí. Margt fólk þar viðstatt. Faðir hins látna, Mr. James Burrows, frá I Little Falls, Minn., og sömuleiðis systkini hins látna manns, Arthur, William, James og Margaret, öll bú- sett þar syðra, sum í Dakota en hin í Minnesota, voru þarna viðstödd. Jarðarförin undir umsjón Bardals. Tveir prestar, þeir séra Sigurður Ölafsson, frá Árborg og séra Jóhann Bjarnason, nú á Gimli, er að nokk- uru þjónar í stað sóknarprests, >sem er fjarverandi, tóku þátt í útfarar- athöfninni. Hinn látni var dugnað- armaður og vel látinn. ALLAN LEASK SJÓÐUR Jón Sigurdson Chapter I.O.D.E. Eftirfylgjandi uphæðir hafa bor- ist félaginu síðan listanum var lok- að: Mr. og Mrs. J. J. Henry, Petersfield, Man...........$2.00 Mr. Stef. Olafson, Lundar .. 1.00 Mr. Gísli Grímson, Lundar .. 1.00 Mr. Thorst. Johnson, Osland B. C....................... 2.00 Með þakklæti, Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St. Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave. Það sem kemur inn, meira en þarf til þess að borga fyrir gerfihendina, verður sent til Allan Leask. Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu SKULUÐ pÉR ÁVALT KALLA UPP SARGENT TAXI PHONE 34 555 SARGENT & AGNES FRED BUCKLE, Mgr. TIL SOLU Átta herbergja nýtízku hús, skamt frá Almenna sjúkrahúsinu í Winni- peg, fæst keypt nú þegar með óvana- lega góðum kjörum. Eikargólf niðri, ný miðstöðvar hitunarvél (hot air furnace), ágætt bílskýli, rúm- góðar svefnsvalir. Núverandi eig- andi býr í húsinu. Öll eignin í bezta ásigkomulagi. Óvenjuleg kjörkaup gegn ríflegri niðurborgun í pening- um. Upplýsingar hjá Western Sbirt and Overall Mfg. Co. Ltd., 55 Arthur Street. Gefin saman i hjónaband 2. júli þau Emest Newham og Valgerður Erickson, hjúkrunarkona. Séra J. W. Bulley frá Wynyard fram- kvæmdi hjónavísgluna, er fór fram á heimili fósturforeldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. J. G. Stephanson, Kandahar, Sask. Brúðguminn er af enskum ættum, fæddur og uppalinn að Lucky Lake, Sask. Brúðurin er dóttir Sigurbjörns Erickson að Wán- nipeg Beach og fyrri konu hans Sig- þrúðar Gísladóttur Johnson. Brúð- hjónin lögðu á stað samdægurs í skemtiferð til Prince Albert Na- tional Park. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður á bújörð i Kanda- har-bygðinni. Mr. W. Einarsson fiðluleikari frá Washington, D.C., kom til borgar- innar fyrir rúmri viku til þess að sitja gullbrúðkaup foreldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. Jóhannes Ein- arsson að Calder, Sask. Mr. Einars- son mun halda af stað suður aftur seinni part yfirstandandi viku. JON BJARNASON ACADEMY Gjafir í Styrktarsjóð er notaður skal, samkvæmt því sem áður hefir verið auglýst, til þess að greiða skattskuldina og með því losa skóla- eignina við öll veðbönd: Áður auglýst ...........$248.05 Þ. A. Þ., Winnipeg........... 1.30 Rev. G. Guttormsson, Minneota, Minn............ 5.00 Systir Jóhanna Hallgrimson, Minneota ................. 3.00 Próf. Thorbergur og Margaret Thorvaldson, Saskatoon.. 10.00 Mrs. Helga Sumarliðason, Seattle, Wash............. 5.00 í umboði forstöðunefndar skól- ans vottast hér með alúðlegt þakk- læti fyrir þessar gjafir. Winnipeg 7. júlí 1936. N. W. Melsted, gjaldkeri skólans. 673 Bannatyne Ave., Winnipeg, Man. ISLENDINGADAGURINN fjœr eða nœr Vlðeigandi verðlaunapeningar ávalt á reiðum höndum. Pantanir afgreiddar tafarlaust. Raunveruleg stærð medalíanna Gull — Silfur — Bronz, með ártali á borða THORLAKSON & BALDWIN Ó99 SARGENT AVE., WINNIPEG “Glimpses of Oxford” Eftir WILHELM KRISTJANSSON Þessi fræðandi og skemtilega bók fæst til kaups á skrifstofu Columbia Press, Ltd., Cor. Toronto and Sargent. Kostar aðeins 50C. Bók þessi er prýðilega vönduð og hentug til vinagjafa. Sendið pantanir yðar nú þegar. THE COLUMBIA PRESS, LIMITED Toronto & Sargent, Winnipeg, Man. HAFIÐ ÞÉR SVEFNRÚM í RÍLNUM? Sparið hótelgjöld á ferðum yðar í sumar. Sérfræðingar í árekstrar aðgerðum. AUTO BODY WORKS Burnell & Portage Winnipeg, Man. AUGNASKOÐUN og gleraugu löguð við hæfi J. F. HISCOX Optometrist Formerly of Hudson’s Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Bldg. Ph. 93 960 Opposite Post Office J. Walter Johannson 0 Umboðsmaður NISW TORK LIFE INSURANCE COMPANY 219 Curry Bldg. Winnipeg Jakob F. Bjarnason TRANSFER t Annast greiðlega um alt, sem að flutningum lýtur, smáum eða stðr- um. Hvergi sanngjarnara verð. Heimill: 591 SHERBURN 8T. Siml: 35 909 Býflugnaræktendur ! Veitið athygli ! HIVES — SUPERS — FRAMES FOUNDATION_ Sendið vax yðar til okkar, 24c í pening- um, 27c i vöruskíftum. Skrifið eftir 1936 verðskrá. Alt handa býflugnarœktendum. Andrews & Son Co. PORTAGE AVE. AT VICTOR Winnlpeg The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Bulova Watche* Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWZN Watchmakers & Jewellers 69» SARGENT AVE., WPG. HAROLD EGGERTSON Insurance Counselor NEW YORK LIFE INSURANCF, COMPANY Room 218 Curry Bldg. 233 Portage Ave., Winnlpeg Office Phone 9 3 101 Res. Phone 86 82 8 KUÍstÉr JEWELLERS Úr, klukkur, gimsteinar og affrir skrautmunir. CHftingaleyfisbréf 447 PORTAGE AVE. Slmi 26 224 Minniát BETEL 0 1 erfðaskrám yðar ! KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRT AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 STUDY BUSINESS At Western Canada’s Largest and Most Modern Commercial School For a thorough training, enroll DAY SCHOOL For added business qualifications, enroll NIGHT SCHOOL The Dominion Business College offers individual instruction in— SECRETARYSHIP STENOGRAPHY CLERICAL EFFICIENCY MERCHANDISING ACCOUNTANCY BOOKKEEPING COMPTOMETRY —and many other profitable lines of work. EMPLOYMENT DEPARTMENT places graduates regularly. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John's

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.