Lögberg - 16.07.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.07.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines ÁOV v^;v. »°* For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines í^S tot a tJTrt>,§5** Dry Cleaning and Laundry 49. ÁR/G-ANGUB, WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 16. JÚLl 1936 NÚMER 29 Úr borg og bygð íslendingar norðan til á Kyrra- hafsströndinni, hafa samið við Dr. lijörn B. Jónsson um að koma þang. að vestur og flytja har nokkur erindi bæÖi á íslenzku og ensku. Verður fyrsta erindiÖ flutt á miðsumársmóti íslendinga í Blaine þann 26. þ. m. Annað erindi flytur Dr. Björn á ensku í State Normal School í Bell- ingham um "Bókmentir og listir Is- lendinga." Nokkur fleiri erindi flyt- ur Dr. Björn þar vestra. Þau Dr. og Mrs. Jónsson leggja af stað vestur um mio'ja næstkomandi viku. Mr. og Mrs. Björn A. Björnsson frá Moose Jaw, Sask., komn til borgarinnar á sunnudaginn var á- samt syni sínum í heimsókn til Mr. og Mrs. Sigurður Iijörnson, 679 Beverley Street. Messufall verður í prestakalli séra Sigurðar Ólafssonar tvo næst- komandi sunnudaga. Meðlimir Karlakórs Islendinga í Winnipeg og Icelandic Choral Society, eru hér mintir á það, að kantötu-æfing verður haldin í Fyrstu lútersku kirkju á miðviku- dagskvöldið þann 29. þ. m. Athygli skal hér með leidd að því, að kvenfélagið Hekla í Minneapolis, Minn., heldur sína árlegu skemti- samkomu í Lake Harriett Park No. 2, þann 2. ágúst. Dr. Ófeigur J. Ófeigsson flytur þar ræðu. Skemti- skrá fjölbreytt og vonast eftir f jöl- menni. Frú Anna Ólafsson lagði af stað í gær suður til Princeton, Minn., í heimsókn til sonar síns séra Svein- björns Ólafssonar. I för með henni var dóttur dóttir hennar Miss Anna Arnason f rá Oak Point: íshúsfélag Norðfirðinga Stofnað 27. júní f. á.-t-er vel á veg komið með að reisa hrað- frystihús í Neskaupstað — hið fyrsta á Austurlandi. Hefir það nú fullgert vélasal, kjötgeymslu sem rúmar 10 smálestir og sildar- geymslu fyrir 2000 tunnur. Allar vélar hafa verið settar niður og voru þær reyndar í ga>rdag að viðstöddum nokkrum hoðsgest- um. — Verið er að Ijúka við hraðfrystihús fyrir fisk. Vélar hiissins eru frá A. S. Atlas í Kaupmannahöfn og hefir vél- smiðjan Hamar Reykjavík, út- vegað þær og sett þær niður. Vél- arnar eru rafknúðar og mun raf- veita Neskaupstaðar Ieggja þeim til straum. Ráðgert er að húsið verði tekið til notkunar næstu daga.—Vísir 26. júní. TTIE NATURE LOVER I saw her tread the wakened earth And softly heard her sing, Bright upon her silvery hair The golden light of spring. Her moth'ring fingers lingered on Each lovely flower apart, That life from every growing thing Might flow into her heart. And radiant joy lit her face; She glimpsed a robin's wing. Oh, would you think she greeted thus Her eighty-seventh spring? How soon above her withered form Sweet Mother Earth shall close, That it may nourish happily A young and lovely rose. Caroline Gunnarsson. Frá Islandi Mikil Sildarveiði Mikil síld veiddist í gær á Húnaflóa, við Haganesvik og við Langanes, Mun hafa veiðst að minsta kosti 5—(> þúsund mál alls á þessum slóðum. Mestan aí'la f'ékk Bæjarútgerð- artogarinn "Brimir" frá Norð- firði—1700 mál. Mcst allur síldveiðaflotinn mun nú vera á leiðinni austur undir Langanes. Sólskin og ágætt síldarveður var fyrir Norðurlandi í fyrradag Og í gær komu mörg síld- veiðaskip inn til síldarverk- smiðjanna á Norðurlandi: Siglu- firði, Dagverðareyri og Djúpu- víkur. Höfðu þau flest fengið sildina á Húnaflóa og við Haganesvík. Til Siglufjarðar komu i nott Freyja með 500 mál, Alden nieð 400 mál, Hringur með 700 mál, Fál'nir með 750 mál og Vébjörn með 250 mál. Auk ]>oss komu nokkur önnur skip með minna. Síldin er nú mun feitari en áður og er meðalfita á þeirri sild scni mæld var í gær á Siglufirði 11111 15r; en feitasta síld sem ina'ld var var 17%. Til Dagverðareyrar komu í gær línuveiðarinn Langanes með 250 mál. Er það lyrsta skipið, sem Ieggur Utpp síld í þeirri verk- smiðju í ár, en búist var við þremur skipum þangað í morgun. Þau skip höfðu einnig fengið síldina á Húnaflóa og við Skaga. Til Djúpuvíkur kom í gær Sur- prise með 240 mál, en von var í dag þangað á togaranum ólnfi með 150 mál, sem hann hafði fengið i nótt og Garðari með 300 mál. Togarinn Brimir frá Norðfirði, eign bæjarlns, kom til Norðfjarð- ar í morgun og landar þar í dag 1700 mál, scm hann hafði fengið við Langanes í gær. Er það mesti síldarafli sem eitt skip hefir fengið sem og fyrsti afli sem kemur til sildarverk- smiðjunnar á Norðfirði. Eftir því sem frézt hefir mun síldveiðaflotinn nú yfirleitt halda austur að Langanesi og og mun verksmiðjan á Raufarhöfn verða tilbúin að taka á móti síld eftir fáa daga. Flest skip, sem ætla að stunda síldveiðar í sumar eru nú farin á veiðar og munu þegar vera komin um annað hundrað skip til veiðanna. Sild á Faxaflóa Vélbáturinn Eggert frá Sand- gerði kom í gær til Keflavikur með 80 tunnur af síld til fryst- ingar í frystihúsi hlutafélags Kcflavíkur. Síldin veiddist í rek- nct siðastliðna nótt 15 sjómilur í vestur frá Sandgerði. Skip- stjóHnn áleit mikla sild á þeim slóðum. Sildin er talin eins góð eða betri en sild sú er veiddist siðari hluta síðastliðins hausts. Alþbl. 23. júni. 1183 Tonn af Karfa á Land á 4 Dögnm. Karfaveiða-togararnir moka nú karfanum upp á Halamiðum. Hefir svo mikill afli borist til Sólbakkaverksmið.junnar, að hún hefir ekki getað haft undan, og fóru þrír togarar til Siglufjarðar í gær með um 400 tonn af karfa. Alls hafa togararnir lagt á land á Sólbakka og á Siglufirði síðan á föstudag 1183 tonn af karfa, og er það mesti karfaafli, scm komið hefir á land á jafn skömmum tima. f byrjun fyrri viku var afli fremur tregur, en glæddist skyndilega um miðja vikuna. Á föstudag og laugardag komu allir f jórir togararnir til Sólbakka með afla eins og hér segir: Hafsteinn 180 tonn Hávarður 150 " LJOÐ Eftir Sigurð Sigurðsson frá Amarholti. MANSÖNGÚR öanuin vœri' að ganga með þér einni og gleyma öllum sora' og verða hreinni. Þitt unaðsbros, það bræðir af mér trega og breytir hausti' í vorið yndislega. Þú ert mildibalsam auga' og eyra, engill, barn og lilja' og miklu fleira. Engan grunar hvort það mýkir meira að mega sjá þig, eða fá að heyra. Það er svo gott að verða ungur aftur í annað sinn og verða fjör og kraftur; það reynist hverfult, heimsins ys og þysinn, og hvorugt vex í augum, lukkan eða slysin. Nú veit eg, að eg ætti' að yrkja betur. ekki' er seinna vænna, bráðum vetur. Héðan af krota' eg ekker.t ástaletur, sem æskan skilur eða nokkurs metur. Þú verður seinust kvenna yrkisefni — — ein einasta kannske til, sem ég ei nefni! Hvoi-t þetta verður úr og á að rætast er efamál. En brosið þitt er sætast. GAGNRYNIR Mér finst eins og öllum sé nú bairnað að yrkja' af guðs náð. E>að ér kannske verst, að eg vil heimta hitt og þetta annað hjjá þeim, sem nú yrkja lengst og mest— eitthvað, sem var ekki áður prentað orðrétt, því að nýtt er varla til, en eitthvað, sem er öðruvísi pentað og ofurlítil gáta — sem eg skil! ASTIN Ekkert nema ástin getur svikið að ósekju og drepið alt, sem lifir. Hún er Drottins verk og öllu yfir, eilíf, og hún íyrirgefur mikið öllum, nema einni sjálfri sér, syndir allar mér og þér. liana skortir heimsvit, sem menn kalla, en hefir fyr eða síðar mátað alla. Frumsterk, brothætt, einföld, slæg og slóttug, slyng í söng og tvöföld, bljúg og þóttug, undursamleg, er hún elskar líka aumingjana, hetjur, snauða' og ríka— almáttug er ástin himinborin eins á sumri' og hausti', vetri' og vorin. TIL SKALDS Þitt ljóð var eins og lystiskúta' á tjörnum, þitt líf var dægrastytting uppi' í sveit; það var gáta anda efagjörnum, auðskilin hverju barni, er lítið veit. Þú varst eins og kraftakvæði' í morgun, kjökur í dag og rímað fyrir borgun. Þeir kasta' ei hjarta' á torg, sem ekkert eiga, opna' ei pyngju þá, sem ekki' er til. Hvrnig máttu bikar blóma teyga, sem búinn ertu' að fleygja' í leirugt gil? Þitt ljóð er dautt og löngu þulinn sálmur, lífið autt og söngurinn — gulur hálmur. Þitt líf er eins og lag, sem enginn skilur, ljóð á tungu þeirri, er enginn kann.— Pað var forðum nístings norðanbylur, nú er það orðið fuglatíst í rann, _ í hengibúri, hvergi sól í glugga — hljótt og visið eins og njóli' í skugga. —Eimreiðin. Þorfinnur 148 " Sindri 120 " Gat síldarverksmiðjan ekki annað meiru, og var send til- kynning til togaranna um að fara eina ferð í síldarvcrksmiðjurnar á Siglufirði. f gærmorgun komu svo þrír togarar til Siglufjarðar með afla eins og hér segir: Þorfinnur 145 tonn Hafsteinn 140 " Sindri 125 '* Hávarður kom svo til Sólbakka verksmiðjunnar í morgun með 170tonii. Togararnir hafa nú aflað alls síðan þeir byrjuðu veiðarnar eins og hér segir: Hafsteinn 1205 tonn, Hávarður 1157 tonn, Sindri 1063 tonn, Þorfinnur 833 tonn, eða samtals 4258 tonn. Stór-kaupmaðurinn Eftir Anderson M. Scruggs. Lífs og gleði að njóta hugðist hann er heila miljón ætti að fullu grædda; dag frá degi, ár frá ári vann sem erkiþræll með sál í tötra klædda. Loksins hafði 'hann lokið reikningsgjörð og lagt alt saman—hér var mikill auður— Loksins átti að lifa hér á jörð, en lífið sýndi að hann var þegar dauður. Sig. Jíil. Jóhanwesson. En við þelta bætist svo afli úr einni veiðiför Þorfinns, Sindra og Hávarðs, sem lagður var í verk- smiðjurnar í Siglufirði í hyrjun þcssa mánaðar, en það mun hafa verið um 400 tonn. Hefir þessi nýji atvinnuvegur. scm skapaður hefir verið fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar og þá fyrst og f'remst Alþýðuflokksins. skapar mikla atvinnu og mikinn auð. Svo illu auga Htur ihaldið þennan atvinnuveg, að aðalmál- gagn ])css skyrir ckki frá al'la- fréttunum.—Alþbl. 23. júni. Frá Islandi Hið nýja farþegaskip, sem ráð- gert er að Eimskipafélagið láti byggja, samkvæmt heimild sem samþykt var á aðalfundi félags- ins siðastl. laugardag á að vcra hraðskreitt mótorskip—geta far- ið 1f> mílur á vöku. "Fossarnir" l'ara nú að jafnaði 12Vi niílu á vöku. Skipið á að geta tekið 100 farþega á I. far- rýnii og (>0 á II. og kostar um 2l/2 miljón, og er það sama verð og "Goðafoss" kostaði. Guðmundur Vilhjálm s s o n framkvæmdarstjóri Eimskipafél- agsins lagði þetta mál fyrir fund- inn og l'lutti i því sambandi ræðu. f umræðunum, sem fram fóru um málið á fundinum, kom ým- islegt frain, sem skýrði enn hel- ur, hvað það er, sem vakir fyrir félagsstjórninni. Stjórn Eimskipafélagsins hugs- ar scr, að skipið verði í ferðum milli Kaupmannahafnar, Leith og Reykjavíkur. Því er fyrst og fremst ætlað að annast farþega- flutninga yfir sumarmánuðina. Skipið á að fara 14. hvern dag frá Reykjavík og Kaupinanna- höfn og þvi gert ráð fyrir, að það afkasti í einni ferð sama og Gullfoss gerir nú í tveimur ferð- um. Þótt skipið sc fyrst og fremst hugsað sem farþegaskip, verður leslairúm þess þó meira en nokk- urs annars af skipum Eimskipa- fclagsins, og verður m. a. útbúið með frystitækjum. Hið nýja skip verður m. ö. o. fullkomnasta farþega- og flutningaskip. Eftir sumarmánuðina er ætlast til, að skipið verði í hægari ferð- um, en að það ,sigli til sömu staða. Ekki er ráð gert, að skipið sigli til hafna út um land. Stjórn Eimskipafélagsins tók það skýrt fram á fundinum að ekki yrði ráðist í að byggja þetta nýja skip nema áður sé trygt, að rikið styrki félagið ríflega við rekstur skipsins. Félagsstjórninni er það Ijóst, að það verði tap á rekstri svona skips. En hún lítur svo á, að ríkið muni græða mikið, beint og óbeint við það, að slíkt skip yrði í l'erðum, sem myndi taka mik- inn farþegaflutning milli landa. Þessvegna telur nú stjórn Eim- skipafélagsins sjálfsagt, að ríkið nuini styðja þetta mál með ríf- legum fjárstyrk. Ef ckki tekst nú þegar að hrinda þessu stórmáli i fram- kvæmd. má fullyrða, að erlend skipafélög hefust handa og set.ji skip inn á þessa siglingaleið, þ\á að þau hafa orðið þess vör, að farþegaflutningi til fslands er nú mjög ábótavant. Það upplýstist á fundinum, að erlend skipafélög er þegar farin að hreifa þessu máli og hafa m. a. nýlega sent hingað mann þess- ara erinda. En það veltur fyrst og fremst á ríkisstjórninni íslenzku, hvort úr framkvæmdum getur orðið. Vill ríkisstjórnin styrkja þetta ]).j(>ðarfyrirtækji—eða ætlar hún að láta erlend fclög annast far- 'þegaflutningana?—Mbl. 23. júní. Biskup íslands Sjötugur Dr. .Jón Helgason biskup á sjö- tugsafmæli í dag. En hann ber þann aldur vel og lítur út fyrir að vera iniklu yngri. Og starfskraftar hans eru enn óbilaðir. Það sýna rit þau, sem frá honum hafa komið nú síð- ustu missirin. Hann hefir verið hinn mcsti iðjumaður og cr án el'a einhver hinn fróðasti maður, scm nú cr uppi hér á landi. Eftir hann liggur mikið og merkilegt starf á sviði kirkjumála og bók- menta þessa lands. Hann byr.jaði hcr starf sitt, að loknu námi á háskólanum í Kaupmannahöfn, sem kennari Við Prcstaskólann, Og varð þá þegar þjóðkunnur maður fyrir prédikunarstarfsemi við dóm- kirkjuna og útgáfu trúmálahlaðs- ins "Verði ljós I" Síðan varð hann forstöðumaður Prestaskólans, þar næst prófessor við Háskóla fslands, er hann var stofnaður 1911. En biskup fslands varð hann 1910, eftir Þórhall Rjarnason. Hann hefir vísiterað allar kirkjur landsins og gert uppdrætti af þeim öllum, og er ]>að merkilegt safn, scm síðari tíma mönnum mun þykja mj('>g svo fróðlegt. Bókmentastarf biskupsins er mikið, og get eg ekki að þessu sinni, timans vegna, gert þvi þau skil, sem vert væri. En hann hef- ir samið kirkjusögu fslands á islenzku og dönsku, mikið vcrk og gagnlegt. Einnig hefir hann skrifað sögu Reykjavikurbæjar og sögu íslendinga. sem dvalið hafa í Danmörku. Fyrir nokkrum árum kom út eftir hann stórt prédikanasafn. Nú hefir hann að síðustu skrifað tvö minningarrit um merka isl- enska lærdómsmenn á fyrri tím- mn: Hálfdán Einarsson skóla- meistara á Hólum og Hannes biskup Finnsson í Skálholti. Sið- arnefnda ritið er ný komið út. f öllum þessuni ritum liggur mik- ið starf, sem unnið er, auk marg- breyttra embættisstarfa. En allir mæla það, að embættisstörf bisk- upsins hafi jafnan verið i beztu reglu. Dr. Jón Helgason er fæddur i Görðum í Álftanesi, en þar er cinnig fæddur Jón biskup Vid- alín, 200 árum áður. í báðar ætt- ir er dr. Jón Helgason biskup af merkum mönnum kominn. Faðir hans var ágætismaðurinn séra Helgi Hálfdánarson, en móðurafi hans scra Tómas Sæmundsson, sem allir fslendingar kannast við. Biskupinn hcfir nú búið hér i bænum i 42 ár og átt hér ágætt heimili. Hann ætlaði að hverfa frá embættinu er hann yrði sjö- tugur, en fyrir beiðni lands- sljörnarinnar gegnir hann því á- fram, og mun það einnig verða samkvæmt ósk prestastéttarinn- ar. HájSkólinn i Kaupmannahöfn gerði hann fyrir mörgum árum heiðursdoktor í guðfræði, og nú nýskeð gerði Háskóji fslands hann einnið að heiðursdoktor. Var það á 25 ára afrjueii háskól- ans, 11. þ.m. —Þorst. Gislason. —Mbl. 21. jún). Mr. og Mrs. Jón Bjarnason og Dr. Ó. Björnsson voru á ferðalagi um islenzku bygðirnar í North Dakota í vikunni sem leið. Miss Salóme Halldórsson skóla- kennari býður sig fram til þings í St. (Seorge kjördæmi af hálfu hinn- ar svokölluðu Social Credit hreyf- íngar. Mr. Einar Benjamínsson frá Geysir, Man., var staddur í borg- inni um miðja fyrri viku.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.