Lögberg - 16.07.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.07.1936, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JÚLl 1936 GÓD STJÓRN GÓI) KTJÓKX fa-st ekki fyrir tilviljun. Ilún er árang- urinn af viturlegUBl stefmnn ráðvandra og hygginna foringja. Bracken stjórnin í Manitoba hol'ir verið góÖ stjórn. Nú í dag er Liberál og Progressive flokkurinn, scm Bracken veitir forustn, eini flokkurinn með báða fætur á jörðinni, — og sean býður kjósendum skynsamlega stjórnniálasiefnu, ásamt þaulreyndri forusiu. MANITOBA LJOMAR á meðal fylkjanna Lœkkuð útgjöld Árið 1930-31, komust hin viðráðanlegu útgjöld fylkisins (það er að segja fastákveðin útgjöld) upp í 89,805,000. Þegar kreppan skall á, var Manitoba íyrsta fylkið, sem innleiddi sparnaðar- ráðstafanir, er til þess leiddu að 1935-6 voru út- gjöld lækkuð um $2,187,000, eða 22 af hundraði neðan við 1930-31 upphæðina. Ekkert fylki í Canada jafnast á við þetta hvað viðvíkur forsjálli f jármálastjórn. Fylkjaskuldir 1935 Saskatchewan $174,600,000. Alberta ............................................. 160,500,000. British Columbia .................................. 148,200,000. Manitoba ............ 122,500,000. Auknittg sknlda 1!>:i:>-1!>::.~> Ontario ...........................$104,000,000. Saskatchewan ........................................ 46,000,000. Quebec .................... 53,000,000. Alberta ................................................... 16,000,000. British Columbia .................................. 23,000,000. Manitoba.................................................. 14,000,000. Útgjbld 1935 British Columbia ..................................$21,600,000. Alberta .................................................... 17,400,000. Saskatchewan .......................................... 16,400,000. Manitoba................................................ 14,200,000. Mat á lánstrausti Aœtlun hliðstœðra veðbrcfa Manitoba ........................... $105.00 bid Saskatchewan ......................................... 99.00 " British Columbia .................................... 94.50 " Alberta 74.00 " Borgurum veitt aðstoð Siðan 1931 hefir Bracken-stjórnin varið yfir $2,137,000 til héraða í fylkinu, sem sárast hafa verið leikin af völdum ofþurka. Miljónum hefir verið varið til styrktar atvinnulausu fólki. Mæðra- styrkslögin, ellistyrkslöggjöfin og styrkur til sjúkrahúsa, skóla og liknarstofnana, hafa ávalt verið að fullu trygð þrátt fyrir kreppuna. Bracken stjórnin verðskuldar endurkosningu vegna athafna sinna á undangengmem árunt. Manitoba vegna Skuluð þér greiSa atkvæði Liberal og Progressive MANITOBA LIBERAL AND PROGRESSIVB3 PROVINCIAL COMMITTBB Wi »1 P«rmanent llldg., Vlnnipeg. Kaflar úr sögu hegningarhússins í Reykjavík Eftir Ama Óla. (Framh.) Nú var Kjartan kallaður fyrir. Vildi hann ekki viðurkenna það að hann hefði hjálpað Birni út og inn um glugga í hegningarhúsinu, en kvaðst hafa verið í ráðum með hon. nm og r'itt að fa sinn ^kerf af hvf inu. Fyrir klútana kvaðst hann hafa fengið 2 pund af kjötj og r pott af rúgi hjá Helgu Ásmundsdóttur, en hitt væri geymt í rúmi sínu. Þegar gengið var á hann viðurkendi hann þó að hann hefði heyrt lijörn kalla utan við gluggann, þegar hann kom heim frá innbrotinu, farið á fætur til að hjálpa honum, en þá hefði [!jörn verið kominn hálfur inn um gluggagri'ndina og ekki hefði þurft annað en kippa i hönd honum. Wiríður Xikulásdóttir kom næst. Hún viðurkendi að fyrir nokkuru hefði þau Björn, Kjartan, Jón Gísla- son og Guðrún Egilsdóttir ákveðið að fremja skyldi innbrot hjá Tofte. Attu þeir P.jörn og Jón að annast Sama daginn og innbrotið var framið um nóttina kom Björn og fékk léðan hjá henni poka. Þessum poka skilaði hann seinna og lét hana þá fá dálítið af sykri, brauði og fíkjum og ennfremur kvaðst hún hafa-tekið til geymslu nokkra klúta —en hefði ekki átt að fá neitt í sinn hlut, nema það sem ætilegt var. Hún kvaðst halda að Björn hefði látið Vigfús Erlendsson fá eitthvað af böndunum. Játaði þá Björn að liann hefði selt V igfúsi i alin af þeim fyrir sýru- flösku, og GuÖrúnu Þórðardóttir hefði hann gefið um alin. Vigfús hefði vitað hvernig böndin voru fengin, en hún ekki. Kjartan neitaði fyrst harðlega að hann hefði fengið neitt af böndun- um nema svo sem 2 álnir. Seinna viðurkendi hann að hal'a fengið 3 álnir og látið Helgu Ásmundsdótt- ur fá það í "pant" ásamt svuntu. Varð hann einnig að játa að hann hefði fengið i sinn hlut 4 klúta, og kvaðst hafa selt Þorsteini í Nýlendu einn þeirra fyrir smjör og harðfisk, og auk þess hefði Þorsteinn fengið hjá sér um 3/4 alin af böndum. Nú var Jón Gíslason yfirheyrður. 1 lann viðurkendi af þeir Björn hefði verið samrnæltir um innbrotið, og annaðhvort Björn eða Kjartan hefði átt að stela. því að þeir væri svo litlir að þeir gæti skríðið út á milli riml- anna í fangelsisgluggunum. Kvaðst hann þó hafa viljað vera með, og þess vegna reynt að fá leyfi hjá um- siónarmanninum í X'esi að heim- sækja I'.jörn ag kvöldi 21. okt., því að hann vissi að ]>;i átti innbrotið að verða. Það leyfi fékk hann ekki Og kom ekki heim frá Nesi fyr en 26. okt. Kvaðst hafa fengið í sinn hlut nokkuð af brauði, en hvorki kjúta 'né bönd, þótt Björn hefði heitið sér ]>ví. Guðrún Egilsdóttir kvaðst hafa verið við þegar þjófnaðurinn var ráðgerður, en Kjartan hefði þá var- að l'.jörn og Jón við að ráðast i það. Svo vissi hún ekki meira fyr en Þuríður sagði henni frá hve vel hefði gengið. Að vísu hefði Þjörn gefið sér nokkrar fíkjur og keypt af sér brauð fyrir smjör, en hvorugt hefði hún vitað að væri stolið. Nokkrum dögum seinna hefði Kjartan komið til sin og beðið sig að geyma 2 klúta. Vissi hún og að Wiríður geymdi bönd fyrir Björn, Og reyndist það rétt — um alin. Xikulás Pálsson neitaði allri þátttöku í þjófnaðinum og kvaðst ekki hafa vitað um hann fyr en næsta laugardag, en Björn gaf hon- um brauð og dálítið af sykri og fíkjum. — en hann gaf I'.irni smjör í staðinn, og fekk þá loforð fyrir meiru. Ilelga Asmundsdóttir sagði að Kjartan hefði "pantsett" sér klút, en gefið sér band.. Hefði hann sagt að hann hefðf fengið þetta í skift- um fyrir buxur, Og þess vegna hefði sér ekki komið til hugar að það væri stolið, enda þótt hún vissi um intv brotið. Sagði hún og að Jón Gisla- son hefði fært sér bönd frá Þuríði. og hún tekið grunlaut á móti. KjarL an kvaðst hafa sagt henni rétt um hvernig fengið væri, og Jón Gísla- son sagði að Helga hefði spurt sig hvar Þuríður hefði fengið bdndin. "ITjá T'.irni Gíslasyni" — "Nú. þetta er þá af böndunum hans Tofte," hefði Helga þá svarað. En hún þverneitaði framburði þeirra, og var því sett í varðhald um nóttina. Guðrún Þórðardóttir neitaði fyrst algerlega að vita nokkuð um þjófn- aðinn, viðurkendi þó að hafa tekið á móti um l/2 alin af flauelsbandi hjá Birni, en nú væri bandið týnt svo að hún gæti ekki skilað þvi. Pangi, sem er laus og á hcimlcið, hneptur í varðhaltl aftur. Xæsta dag (15. nóv.) héldu yfir- heyrslur áfram og var Helga Ás- mundsdóttir fyrst kölluð. Viður- kendi hún nú, að þegar Kjartan hefði veðsett sér klútinn, hefði sig grunað. að hann v;eri ekki frómlega fenginn, en ekki viljað segja frá því svo að hún kæmi Kjartani ekki í bölvun. Virðist svo sem Kjartan hafí átt kvennahylli að fagna. Þorsteinn Þorláksson í Nýlendu (54 ára úr Vestur-Skaftafellssýslu) var næstur. Kvaðst hann hafa tek- ið klút af Kjartani að veði fyrir harðfiski og smjöri. Kjartan hefði og gefið Katrínu dóttur sinni y2 al. af bandi. Kva.ð sig hafa grunað að hvorugt væri frómlega fengið, og sagt við Kjartan að hann vildi ekki verzla við tukthúslimi — þess vegna tekið veð, og ekki búist við að neitt ilt hlytist af þvi. Kjartan viðurkendi nú að hafa gefið Katrinu bandið og látið klút- inn að veðj' fvrir smjör og fisk. en sagt Þorsteini, að ef hann leysti ekki veðið, mætti hann eiga það. Seinna um daginn afhenti Þor- steinn klútinn og band Katrínar. Vigfús Erlends>on kom þá fyrir réttinn. Ilann skýrði svo frá, að hann hefði losnað úr hegningarhús- inu 3. nóvember eftir tveggja ára veru þar samkv. hæstarréttardómi, cfði lagt á stað heim til sín i (14. nóv.) norður í Skaga- fjarðarsýslu. En á leiðinni á milli Reykjavíkur og Laugarness hefði hann verið gripinn af réttvísinnar þjónum og fluttur aftur til Reykja- víkur. A leiðinni hefði hann tapað úr harmi sér klút og handi, sem hann hefði fengið hjá T'.irni Gísla- syni. Yar hann þá settur í varð- hald að nýju. "Tóbakstnálið." Tveimur dögum seinría (17. nóv.) er Björn GíslasOn kallaður fyrir rétt að nýju, og hefir nú ýtarlegri sögu að segja heldur en áður. \ iðurkendi hann nú að hafa stol- ið smjöri og nær 8 pundum af tóbaki i "norska húsi." Smjörið kvaðst hann hafa etið, en afhent Vigfúsi Erlehdssyni tóbakið, gegn loforði um að fá eitthvað fyrir það seinna um veturinn. Vigfús neitaði harðlega að hafa tekið á móti tóhakinu, en sagði að Björn hefði tiáð sér að hann hefði fengið I'uriði það til geymslu ásamt öðru. Þuríður viðurkendi nú að Björn hefði sagt sér að hann hefði komist yfir nokkuð af tóbaki í "norska húsi" og hefði hann selt sér af því um 1/4 pund fvrir einn fisk, en hitt hefði hún geymt. Litlu seinna hefði hann heimt tóbakið af sér, því að hann ætlaði að selja Vigfúsi það. Síðan hefði Björn kallað á Vigfús, og hefði þeir þá gengið báðir út úr fangastofunni og suður fyrir húsið. Seinna hefði Björn sagt sér að Vig- fús hefði fengið tóbakið og íofað sér skrinu í staðinn. Björn sagði nú að þessi íranv burður Þuríðar væri réttur. Skuldaverdun í fangahúsimt. Þá meðgekk Vigfús að hafa keypt um 2 pund af tóbaki af I'.irni og i heitið honum skrinu í staðinn, en j ekki efnt það. Kvaðst hann hafa látið Einar Eiríksson fanga úr Eyja- ( fjarðarsýslu fá nokkuð af tóbakinu, I er hann losnaði úr fangahúsinu 1 fyrir skemstu, og beðið hann að selja það fyrir sig. Það, sem af- \ gangs var, kvaðst hann hafa falið í holu milli Rauðarár og Laugarness. Það hafi líka verið ósatt hjá sér áð- ur, að hann hefði týnt klútnum og bandinu; hvort tveggja væri falið í holu skamt frá tóbakinu. Nú var Ole Björn lögregluþjóni falið að fara með Vigfús, láta hann visa á þýfið og sækja það. Dagihn eftir (18. nóv.) kom svo Ole Björn fyrir réttinn. Kvaðst hann hafa farið með Vigf úsi inn eftir og leitað með hans aðstoð, ýmist "ved Söen" (líklega Fúlutjörn) eða lengra upp i mýrinni. en ekkert fundið. Vífilengjur Vigfúss. \'igf ús meðgekk nú að hann hef ði ekki falið tóbakið, klútinn og bandið eins og hann hafði áður sagt. Alt þetta hefði hann þó haft í barmi sínum, þegar hann var tekinn fastur, en á leiðinni til Reykjavikur hefði hann látið það detta, því að hann hefði ekki þorað að hafa það á sér. Tóbakinu hefði hann sparkað út i tjörnina (Söen), en troðið klútinn og böndin undir fótum niður á milli þúfna. Þá er farið að vísa á bœjarmcnn um zjcrzlun. Xú var ISjörn Gislason enn yfir- heyrður og spurður að því hvort hann hefði látið Vigfús fá alt tó- bakið nema þetta 1/4 pund, sem Þuríður fekk. Nei, Kjartan hefði fengið nokkuð og eins Þuríður og Nikulás, nokkuð hefði hann sent Jón Gíslason með til Hannesar og Jóns Dúks í Þingholti og Þorláks Grímssonar í Stöðlakosti og beðið þ;i að selja það fyrir sig. Auk þess kvaðst hann hafa sent Jón Gíslason með tiokkuð af því sem gjóf ti! Helgu Asmundsdóttur og Jón hefði sagt sér að hann hefði skilað því. Enn fremur lcvaðst hann hafa gefið Einari Eiríkssyni nokkuð áður en hann fór til Norðurlands, Jón Gíslasotl viðurkendi að hann hefði farið með tóbak til þessara allra og enn fremur til Jóns Ióss í Landakoti, Jóns Guðmundssonar i Þingholti, Sigríðar konu Sigurðar Ásmundssonar og Guðrúnar Bessa- dóttur (beggja í Melkoti), Sigríður í Nýjabæ og Guðmundar vinnu- manns hjá Faber. Hannes og Jón Dúkur hefði hver látið i staðinn grautarask, Þorlákur Grímsson hálf. an fisk, Helga Asmundsdóttir graut- arask, Jón lóss einn fisk, Jón Guð- mundsson nokkuð af skötu, Sig- ríður i Mílkoti dálítið af fiski og brauði, Guðrún Bessadóttir dálítið brauð, Sigríðm- í Nýjabæ drykk nokkurn, og Guðmundur hjá Faber 6 skildinga i peningum. Fyrir þá sagðist Jón hafa keypt brauð af Otta búðarsveini hjá Petræus kaupmanni. Af brauði og fiski hefði hann svo gefið Birni nokkuð með sér, en etið allan grautinn einn. Björn viðurkendi að nokkuð af þessu væri satt, Jón hefði af og til látið sig fá brauð og fisk og sagt sér hvaðan það væri. Einu sinni hefði hann látið sig fá nokkuð af smjöri og fiski og sagt að það væri frá Gissuri Magnússyni. Jón sagði þetta rétt og kvaðst hafa ságt < liss- uri hvernig bóbakið var fengið. Sagði nú líka, að Guðmundur vinnu- maður hefði látið sig fá 18 skildinga fyrir tóbakið, fyrir 2 sk. hefði hann keypt brauð hjá Petræus, en Björn hefði fengið 16 skildinga. Þá við- urkendi Hji'^rn að það væri rétt — hann hefði fengið 16 sk. Ennfremur sagði Björn að hann hefði selt Hannesi í Þingholti nokkuð af fiski sínum og smjöri fyrir peninga um sumarið og haustið. Nú var kallað fyrir rétt það bæj- arfólk, sem nefnt hefir verið og harðneituðu allir að nokkuð væri hæft i framburði fanganna um tó- baksverzluniná. Þóttust sumir ekki þekkja þá. Jón Dúkur sagði þó, að Þuríður Gunnarsdóttir, kona Hann- esar í Þingholti, hefði stundum lát- ið þá fá graut og kökur. Þuríður viðurkendi að hún hefði stundum eldað graut fyrir þá ókeypis, þar á meðal Þuríði Nikulásdóttur, og vissi til að maður sinn hefði keypt af þeim smjör og fisk fyrir peninga. Jón Guðmundsson í Þingholti sagði einnig að ]ón Gíslason hefði komið til sín um kvöld og beðið sig um skötu og hafi hann þá látið Sesselju Nikulasdóttur (15 vetra stúlku) af- henda honum skiitu án endurgjalds, og ]>að sagði Sesselja að væri rétt. Allir aðrir neituðu að hafa átt skifti við fangana ¦— nema Sigríður í Xýjabæ, því að hana þekti enginn, og hún fanst ekki. Jóii Gíslason segir að allur fyrri framburðw sinn sé lygi. I 'á breytti Jón Gíslason enn f ram- liurði sínum, og kvaðst hafa keypt brauð hjá Petræue fyrir alla 18 skildingana, en ekki 2 sk. Xokkrum dögum seinna segir hann svo, að það sér alt lygi, sem hann hafi borið um tóbakið. Segist hann nú hafa látið Guðríði Jóns- dóttur úr Snæfellssýslu (hún losn- aði úr fangahúsinu 24. október) fá 4 pund af þvi, gegn loforði um smjör næsta vor, og sem borgun fyrir nokkra skildinga, sem hann hafi skuldað henni. Þetta hefði gerst niður í f jöru, þar sem þau voru tvö ein, og hefði Guðríður hótað sér öllu illu ef þetta kæmist nokkru sinm upp, og skyldi hún þá ofsækja hann og elta með öllu því illa, sem sér kæmi til hugar. Þess vegna hefði hann ekki þorað að segja hið sanna, því að hann væri hræddur við hana. l't af þessu var leitað til yfir- valdanna í Snæfellsnessýslu Og Kyjafjarðarsýslu að yfirheyra þau Guðríði og Einar Eiriksson, en ekk- ert hafðist upp úr því. En vegna þessa drógst málið á langinn og voru ekki kveðnir upp dómar í þvi af hegningarhússtjórninni fyr en g. apríl 1807. Þá voru fveir af sak- borningum látnir, Nikulás Pálsson Og \rigfús Erlendsson og endaði hann þanngi æfi sína í hegningar- húsinu, l^ótt hann hefði tekið út til- dæmda refsingu, og verið kominn frjáls ferða á stað heim til sín. Dómarnir. Þeir féllu þannig: Björn Gíslason var dæmdur til æfilangrar þrælkunarvinnU á Brim- arhólmi (hafði verið dæmdur eins fyrir fyrra innbrotið ). Kjartan Ólafsson var dæmdur til þrrelkunar á Brjmarhólmi í 3 ár. Jón Gíslason sömuleiðis. Þuríður Nikulásdóttir var dæmd til að vinna enn 3 ár í fangahúsinu. Guðrún Egilsdóttir slapp með það gæsluvarðhald er hún hafði setið í siðan í nóvember. Guðrún Þórðardóttir var sýknuð. Þeir P.jörn, Jón og Kjartan á- frýjuðu dómunum til konungsnáð- ar, en Þuríður var ánægð með sinn dóm. —Lesb. Mbl. Fréttabréf frá Vogar (1. júlí 1936) Veturinn síðasti var kaldur, og vorið kom i seinna lagi. Það mátti kalla að það byrjaði ekki fyr en um miðjan mai; oft kaldir dagar og frost á nóttum. En síðan hefir tíðin mátt kallast hagstæð. Gras spratt furðu fljótt, og er nú orðið í bezta lagi, svo sjaldan hefir betra verið þegar fullsprottið var. Eh það er j ekki að jafnaði fyr en í lok þessa I mánaðar. Garðar og akrar eru lak- I ari, því óvanalega mikið frost mun hafa verið í jörðu, eftir veturinn. Hefir þvi moldin verið köld, enda hafa oftast verið kaldar nætur til þessa. Víða varð líka seint sáð vegna vatns í ökrum frá haustinu, og á sumum stöðum alls ekki. Þótt veturinn væri harður, þá voru heybyrgðir nægar í þessari bygð, og heyfyrningar hjá flestum meiri en eg hefi séð áður, Er það góður styrkur til næsta árs; en örð- ugt er að selja hey héðan, vegna fjarlægðar frá járnbraut. Heilsu- íar manna hefir verið í góðu lagi í vor, og gripahöld góð.— Lítið hefir verið um framkvæmd- ir til umbóta hér í vor. Þó tná geta þess að tvö vönduð íbúðarhús hafa verið hygð hér í sveit. Annað hjá Jónasi K. Jónassyni að Vogar, en hitt hjá sonum Davíðs heitins Gisla- sonar að Hayland. Einnig hcfir skólahúsið í \7ogar verið bygt sem brann í Vetur. JCU i; Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf kreí'st vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Bnda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákVæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. TJNGIR I'ILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG 30C30C=>0.\

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.